Eru ESB-sinnar mestu þjóðernisöfgamennirnir?
26.1.2012 | 12:23
Gunnar Bragi Sveinsson skrifar athyglisverða grein sem birtist meðal annars á visir.is í gær. Í henni bendir hann réttilega á þá þverstæðu ESB-sinna að gagnrýna andstæðinga aðildar Íslands að ESB fyrir þjóðernishyggju. Það sé hlálegt meðan þeir hinir sömu taki fullan og gagnrýnilausan þátt í að vilja gera okkur þátttakendur í mun meiri þjóðernisupphafningu, þar sem þjóðin er hin dýrlega Evrópusambandsþjóð í Evrópusambandsríkinu. Grípum niður í grein Gunnars Braga:
,,ESB-sinnar segja t.d. að notkun íslenska fánans sé merki um þjóðernisöfgar ESB-andstæðinga. Í því sambandi má benda á að ESB leggur mikla áherslu á hinn bláa, stjörnum prýdda fána sinn. Fáninn er mikið notaður í ESB-ríkjunum, í raun mun meira en íslenski fáninn er notaður á Íslandi, t.d. er honum flaggað allt árið við stjórnarbyggingar í mörgum ríkjum og er t.d. notaður á númeraplötur bíla. Ekki er langt síðan kommissararnir í Brussel vildu að íþróttamenn allra ESB-landanna bæru stjörnufánann á búningum sínum, en sú tillaga hefur reyndar farið öfugt ofan í aðildarríkin. ESB hefur auk þess sinn eigin þjóðhátíðardag" og eigin þjóðsöng". Allt eru þetta hefbundin þjóðernistákn sem ESB heldur óspart á lofti til að innprenta þegnum sambandsins þá hugsun að þeir séu þegnar hins yfirþjóðlega Evrópuríkis. Ein þjóð í einu ríki.
Enn athyglisverðara er að lesa það sem Gunnar Bragi segir um áróðurinn sem beinist að Evrópuæskunni:
,,Þó er nú líklega lengst gengið gagnvart börnunum. Eins og áróðursmeistarar fyrri áratuga veit Evrópusambandið að lykillinn að árangri er að ala upp hugsjónafólk frá unga aldri. Sambandið eyðir mikilli orku og fjármunum í útgáfu á kynningarnámsefni um ESB sem dreift er frítt í aðildarlöndunum, allt frá Evrópulitabókum fyrir leikskóla upp í glansbæklinga sem dásama samvinnu ESB-ríkjanna fyrir eldri börn. Þá er ótalið fyrirbærið Captain Euro", eða Kafteinn Evrópa, (www.captaineuro.com) teiknuð ofurhetja sem í nafni Tólfstjörnu-stofnunarinnar" berst gegn óréttlæti og glæpamönnum sem vilja sundra Evrópu.
Grein Gunnars Braga má sjá í heild hér:
http://www.visir.is/kafteinn-evropa-og-thjodernishyggjan/article/2012701259999
Athugasemdir
Ja hérna þetta er aldeilis fróðlegt að lesa. Þetta er dásemdin sem við eigum að ganga glöð í takt inní. Svei aldrei ef ég mætti ráða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.1.2012 kl. 14:04
Við höfum í þjóðarheiðri,amast einmitt yfrir Evropufánanum,en annað er í takt við uppalda Hitlersæsku.
Helga Kristjánsdóttir, 26.1.2012 kl. 14:16
Ekki má gleyma að allir þegnar ESB fá Evrópskt ríkisfang samhliða sínu gamla ríkisfangi sem er óneytanlega sérkennilegt í samvinnu ríkja um tollamál.
Íslensk afþjóðernisering er stunduð af miklu kapp á Ísland til að rýma til fyrr hinu nýja Evrópska þjóðerni sem er á að vera betra en þjóðerni Bandaríkjamannsins.
Eggert Sigurbergsson, 26.1.2012 kl. 14:58
Það hefur greinilega farið mjög illa í Gunnar Braga að Framsóknarflokkurinn hefur réttilega verið gagnrýndur fyrir þjóðrembu. Sannleikanum verður hver sárreiðastur.
ESB er auðvitað ekki þjóð. Það er því afar langsótt að tala um þjóðrembu í sambandi við ESB. Slíkt lýsir bara örvæntingu andstæðinganna og er í raun partur af þjóðrembunni. Öllu er tjaldað til. Hvað næst?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 16:10
Maður getur líka orðið eðlilega reiður ef logið er upp á mann og klisjan um ´sárreiðastur´ er bara það: Innihaldslaus klisja með enga merkingu. Og hvar kemur annars fram að hann sé nokkuð reiður? Má hann ekki tala eins og þú sem enn færð að vaða uppi í síðu Vinstrivaktarinnar með blekkingar og brotavilja og beinar lygar, íhlutun í fullveldi landsins og persónuárásir?
Elle_, 26.1.2012 kl. 16:52
Stutt er síðan Breskur háskóli var sektaður af ESB og skyldaður til að flagga ESB fánanum framan við allar byggingar sínar. En það hafði hann ekki gert í heilt ár frá því að Háskólinn hafði þegið rannsóknarstyrk frá ESB. Eftirlitsmenn frá ESB höfðu fundið þetta út og sent kvörtunarskýtrslu til Brussel. Samt greiða Bretar mun hærri fjárhæðir inn í ESB heldur en þeir þyggja þaðan í ölmusu styrkjum sem þessum, sem auk þess skyldar þá til þess að flagga þessum fána ESB alla daga við byggingar sínar að viðlögðum dagssektum.
Hvenær ætli þeim verði líka uppálagt að hafa myndir af þeim silkihúfum ESB ráðstjórnarinnar þeim Barrasso og Van Roumpoy í gullramma upp á vegg í öllum kennslustofum líka, að viðlögðum dagssektum.
Húmbúkk og hégómi þessarar ráðstjórnar í Brussel slær sjálfum Stalíns tíma Sovétríkjanna út.
Sagt er að áróðurs- og útbreiðsludeild ESB eyði nú meiri fjármunum árlega í auglýsingar og glansmyndir um dýrðir og listisemdir þessa óskilvirka og vonlausa stjórnsýsluapparats heldur en sjálft alheims drykkjarvörufyrirtækið COCA COLA gerir.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 17:13
Merkilegt nokk, Ásmundi Harðarsyni rataðist satt orð í munn, ESB er auðvitað ekki þjóð!
Þess vegna er undarlegt að sú stofnun skuli haga sér með þeim hætti og leggi skyldur á aðildarlönd sín ýmislegt sem tilheyrir þjóðtáknum. Það er líka undarlegt að ESB skuli krefjast sömu réttinda innan SÞ og þjóðríki. Það er undarlegt að ESB skuli skarta forseta, utanríkisráðherra, sjávarútvegsráðherra og svo framvegis. Það er undarlegt að ESB skuli haga sér í einu og öllu eins og þjóðríki, þar sem það er ekki þjóð!
Eða er það kannski ekki svo undarlegt? Er þetta ekki bara í samræmi við þá sýn sem tæknikratarnir sem ESB stjórna hafa á þessu fyrirbæri? Er þetta ekki bara í samræmi við Lissabonsáttmálann, en hann er, eins og flestir vita, upphafið að því að gera ESB að stórríki Evrópu?
Það er í sjálfu sér ekkert undarlegt þó heitustu aðdáendur þess stórríkis sjá sambandið í þessu ljósi og hagi sér samkvæmt því, þeir eru einungis örlítið á undan þróuninni!
Gunnar Heiðarsson, 26.1.2012 kl. 20:31
Um hvaða háskóla í Bretlandi er Gunnlaugur að tala?
Daði (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 22:16
http://www.thisislondon.co.uk/standard/article-23968593-university-flag-fine-claim-lunacy.do
Held að Gunnlaugur sé að tala um Northampton University.
Þar sem ESB er ekki "þjóð" heldur samband sem er rekið af 28 þjóðum verður það að gera grein fyrir öllum styrkjum. Ein af reglum sambandsins er að þeir sem fá styrki láti vita af því á einhvern hátt eins og segir í fréttinni.
Eins og stendur í fréttinni hér að ofan er það bilun að halda því fram að sambandið hafi ætlað skólanum að flagga fána sínum.
Það er ágætt að halda því til haga.
Daði (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 08:20
Sjaldan hefur það komið jafnskýrt fram og í þessari færslu og í athugasemdum við henni hvers vegna Vinstri grænir eru á móti ESB. Afstaða þeirra er byggð á óræðum tilfinningum þar sem skynseminni er úthýst.
Hvaða máli skiptir það td þótt ESB hefði sjávarútvegsráðherra? (Sem það hefur reyndar ekki.) Alls konar samtök, félög og fyrirtæki hafa forseta. Að láta hugrenningartengsl af þessu tagi stjórna afstöðu sinni til ESB er aumt.
Það er svo sem í lagi að fólk kjósi sér fábreytt lífskjör í einangrun til að uppfylla óræðar tilfinningalegar þarfir. En það er alvarlegt mál að draga aðra með sér í þá vegferð með blekkingum. Það er mjög langt frá því að það sé meirihluti fyrir slíkum fórnum.
Íslenska ríkið er með þeim skuldugustu í heiminum. Við slíkar aðstæður er nauðsynlegt að leggja áherslu á að ná niður skuldum. Þegar það hefur tekist getum við frekar leyft okkur tilfinningadekur af þessu tagi þó að það hljóti alltaf að teljast vafasamt.
Það getur orðið okkur dýrkeypt að úthýsa skynseminni fyrir dekur við óræðar tilfinningar. Það getur hæglega leitt til að skuldirnar verði okkur óyfirstíganlegar með þeim afleiðingum að lífskjör á Íslandi yrðu óviðunandi til frambúðar.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.1.2012 kl. 08:56
Vinstrivaktin varð við því að eyða athugasemd (tvíbirt) að ósk höfundar athugasemdarinnar, þar sem henni hafði verið ætlað að birtast við annað blogg. Það er því ekki vegna efnis þeirrar athugasemdar sem hún birtist ekki lengur og aðeins vegna óskar höfundar sjálfs.
Vinstrivaktin gegn ESB, 28.1.2012 kl. 00:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.