Daily Telegraph: Bretar undirbúa gjaldeyrishöft ef evran skyldi splundrast
28.12.2011 | 12:01
Á Íslandi er nú ákaft unnið að afnámi gjaldeyrishafta. En Bretar búa sig undir það versta, þ.e. fjármálalega ringulreið við fall evrunnar og óhóflegt innstreymi fjár sem keyra myndi gengi pundsins upp og eyðileggja efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. Þeir undirbúa því gjaldeyrishöft.
Um þetta er löng grein í The Daily Telegraph á annan í jólum undir fyrirsögninni: Treasury plans for euro failure. Þessi viðbrögð Breta við yfirvofandi vandræðum af völdum evrunnar eru sannarlega til marks um hversu alvarleg kreppan er orðin á evrusvæðinu. Allir virðast nú viðurkenna að grundvöllur evrukerfisins er stórlega gallaður. En þrátt fyrir endurtekna leiðtogafundi með fárra vikna millibili virðist markaðurinn ekki enn hafa nokkra trú á því að vandi evrusvæðisins verði leystur í bráð. Stöðugt vaxandi vantraust verður þess valdandi að kreppan dýpkar jafnt og þétt.
Hér á Íslandi hefur það verið einn helsti áróðurspunktur ESB-sinna að krónan dugi okkur Íslendingum ekki og nefna þeir gjarnan gjaldeyrishöftin því til vitnis. Jafnvel er því haldið fram að þau verði hér eins lengi og krónan verði við lýði. Staðreyndin er hins vegar sú að unnið er hörðum höndum hér á landi að afnámi gjaldeyrishafta þótt ljóst sé að það gerist ekki í einni svipan heldur taki nokkur ár. En á sama tíma hafa helstu leiðtogar ESB, þau Merkel kanslari og Sarkozy forseti, lagt höfuðáherslu á að lagður sé skattur á fjármagnsflutninga milli landa. Það er vissulega ágæt hugmynd. En hafa ber í huga að þess háttar skattur er einmitt ein tegund gjaldeyrishafta. Og nú hefur verið upplýst að Bretar séu með gjaldeyrishöft í undirbúningi til að verjast óhóflegum fjármagnsflótta inn í landið frá evrusvæðinu.
Hvað sem ofan á verður á evrusvæðinu ætti öllum heilvita mönnum að vera orðið það löngu ljóst að áróður Gylfa í ASÍ, Össurar, Jóhönnu og Árna Páls um upptöku evru er víðs fjarri allri skynsemi. Reyndar er það svo að meira að segja flestar þær þjóðir í ESB sem hafa skuldbundið sig með aðildarsamningum til að taka upp evru, til dæmis Svíar, Pólverjar, Tékkar og Ungverjar, virðast engu að síður harðákveðnar í því samkvæmt skoðanakönnunum að hafa þær skuldbindingar að engu.
En meðal þeirra fáu sem um þessar mundir geta talist ákafir evru-sinnar í Evrópu er klíkan sem ræður ferðinni í Samfylkingunni og virðist vera með bundið fyrir bæði augu.
Athugasemdir
vonandi verður Ísland ekki fyrirmynd þeirra ef þeir setja á gjaldeyrishöft því kjánalegri útfærslu er vart hægt að finna.
Lúðvík Júlíusson, 28.12.2011 kl. 13:26
ESB-aðild Íslands er ekki a döfinni á allra næstu misserum og upptaka evru ekki fyrr en enn síðar.
Afstaða gegn hvorutveggja á þessari stundu vegna þessarar krísu er því afar heimskuleg enda ljóst að út úr þessu gjörningaveðri sem á rætur sínar að rekja til alþjóðlegrar skuldakrísu og óráðsíu og spillingu örfárra evruríkja er alls ekki ólíklegt að komi enn betra ESB og enn betri evra.
Efnahagsbandalög og gjaldmiðlar taka út þroska með erfiðleikum. Pottþétt ESB og pottþétt evra verða ekki til nema með því að ganga í gegnum krísur.
Annars virðist evran vera of sterk. Hún hefur hækkað um tugi prósenta gagnvart bresku pundi og bandaríkjadollar frá aldamótum. Hún má því vel við verulegum lækkunum sem virðast ætla að láta standa á sér vegna þess hve ástandið er slæmt í Bretlandi og BNA.
Hugsanlega yfirvofandi lækkun á gengi evru er frekar vandamál annarra ríkja en evruríkja. Evruríkin eiga mest af sínum viðskiptum innbyrðis svo að gengisbreytingar hafa engin áhrif á verðlag slíkra viðskipta. Lækkun á gengi evrunnar bætir svo samkeppnisstöðu evruþjóða í löndum utan EES.
Lækkun á gengi evru þýðir hækkun á gengi annarra gjaldmiðla. Samkeppnisstaða þjóða með þá gjaldmiðla versnar sem gæti orðið afdrifaríkt. Það er því skijanlegt að Bretar sýni nú merki taugaveiklunar.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 13:52
Það er afneitun á hæsta stigi að gera sér ekki grein fyrir því að gjaldeyrishöft í einhverru mynd verða nauðsynleg meðan krónan er enn gjaldmiðill á Íslandi.
Sveiflukennd króna á floti er bólumyndandi. Allar bólur springa að lokum og þá hrynur gengi krónunnar og það verður kreppa á Íslandi. Á sama tíma og lán hækka upp úr öllu valdi vegna verðbólgu standa laun í stað og atvinnuleysi eykst mikið einmitt þegar verst stendur á.
Vogunarsjóðir stunda það að skortselja veika gjaldmiðla. Þannig geta þeir keyrt gengi krónunnar niður til þess eins að græða á því. Það munu þeir gera um leið og tækifæri gefst enda er minnsti gjaldmiðill í heimi auðveld bráð.
Allar sveiflur á gengi krónunnar eru tækifæri fyrir auðmenn til að haqnast á kostnað almennings. Það er því skiljanlegt að þeir vilji halda í krónuna. Eftir stór hrun sitjum við óhjákvæmilega uppi með að ójöfnuður í þjóðfélaginu hefur aukist mikið.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 16:53
Ásmundur, fyrst þú kemur gjaldeyrishöftunum til varnar þá skaltu svara eftirfarandi spurningum:
1. Hvers vegna mega auðmenn komast hjá skilaskyldu erlendra fjármagnstekna með heimild til endurfjárfestingar? Hversu háar upphæðir er hér um að ræða og hvers vegna er þessi gjaldeyrir ekki nauðsynlegur endurreisninni?
2. Hvers vegna máttu aðeins lífeyrissjóðir og auðmenn taka þátt í aflandskrónuútboði Seðlabankans? Hvers vegna máttu þeir kaupa ríkisskuldabréf með 25% afslætti en ekki almenningur og minna efnaðir einstaklingar?
3. Fjárfestingaleið Seðlabankans heimilar aðilum sem eiga gjaldeyri erlendis að fjárfesta hér á landi með að hluta með aflandskrónum sem þeir munu kaupa af Seðlabankanum. Ávinningur þessara aðila getur verið 30% af kaupvirðinu sem jafngildir 25% afslætti. Hvers vegna má almenningur sem á gjaldeyri taka þátt í þessari fjárfestingaleið? Hvers vegna er hún frátekin fyrir stóreignafólk, fjárfesta og lífeyrissjóði? Hvers vegna þarf að gefa afslátt af landinu, eru fjárfestingatækifæri svona ömurleg að það þarf að veita fjórðungsafslátt til að freista fjárfesta?
4. Þú talar um að sveiflur séu tækifæri fyrir auðmenn og vogunarsjóði. Hér eru Seðlabankinn og ríkisstjórnin að veita þessum aðilum gríðarlega afslætti af fjárfestingum hér á landi, einnig á jörðum, en meina almenningi um sama ávinning!! Er það ekki það sama?
5. Veistu hvers vegna útflutningsatvinnugreinar fá ekki að skipta hluta útflutningstekna sinna í aflandskrónur? Ef það á að koma aflandskrónunum í vinnu er þá ekki réttast að þeir aðilar sem skaffa gjaldeyri komi þeim í vinnu og efli útflutningsatvinnugreinar?
6. Þú veist að ef aflandskrónur bætast við eftirspurnina að þá eykst verðbólgan, vextir hækka og kaupmáttur minnkar. Þannig munu auðmennirnir í raun hagnast á meðan almenningur tapar. Hvernig ætlarðu að afneita þessari einföldu hagfræðilegu staðreynd? Ert þú einn af þeim sem ert enn í "nýju 2007 endalaust hagvöxtur-hagfræðinni"?
7. Þú veist að gjaldeyrishöft eru ekki bara gjaldeyrishöft. Það eru til óendanlega margar útfærslur, sumar mjög góðar og aðrar mjög slæmar. Heldur þú að ef maður stingur upp á breytingum á útfærslu gjaldeyrishaftanna að það sé tillaga um að afnema höftin? Eru þá allar tillögur um að breyta umferðarlögum tillögur um að afnema umferðarlögin?
Svaraðu þessu nú fyrir okkur jafnaðarmenn.
Lúðvík Júlíusson, 28.12.2011 kl. 18:39
Lúðvík, ég er ekki að verja gjaldeyrishöft, aðeins að benda á að þau eru nauðsynleg í einhverri mynd meðan við höfum krónu sem gjaldmiðil.
Aðeins þannig er hægt að koma í veg fyrir nýtt hrun sem gæti orðið miklu afdrifaríkara en 2008 vegna þess hve skuldir ríkisins eru nú miklar. Aflandskrónur eru ekki eina hindrunin gegn afléttingu gjaldeyrishafta.
Gjaldeyrishöft eru neyðarúrræði. Öll neyðarúrræði eru þess eðlis að leysa vanda á einum stað en skapa í staðinn vanda annars staðar. Ég ætla því ekki að verja aðgerðir seðlabankans og heldur ekki að koma með tillögur til úrbóta. Allar lausnir með gjaldeyrishöftum eru slæmar lausnir.
Gjaldeyrishöft verða sífelldur eltingarleikur þar sem seðlabankinn hefur ekki við að bregðast við þeim sem sjá við reglunum. Eina raunhæfa leiðin til að vera án gjaldeyrishafta er að ganga í ESB og taka upp evru. Nýtt hrun gæti riðið okkur að fullu.
Ég geri mér vonir um að það sé hægt að afnema gjaldeyrishöftin með aðstoð ECB fljótlega eftir að við erum komin inn í ESB.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 20:21
Ásmundur, ok þannig að þú telur að auðmenn þurfi að njóta ívilnana umfram almenning. Auðvitað er það skoðun og virðingavert að þú skulir viðurkenna það. En áhugavert að þú skulir réttlæta þessar ívilnanir.
Hvers vegna hættirðu ekki að réttlæta þær og ferð í að skoða hvort þessar ívilnanir séu nauðsynlegar?
Auðmenn elska menn eins og þig! Þú ert örugglega maðurinn sem varðir útrásarvíkingana með kjafti og klóm fyrir hrun.
Lúðvík Júlíusson, 28.12.2011 kl. 20:29
Hver er munurinn á evru-bólu og krónu-bólu?
Hversu lengi geta svika-bankar heimsins framleitt Mattadorpeninga sem gjaldmiðla þjóða?
Hvort eru það gjaldmiðlar þjóða eða stjórsýslu-spilling þjóða sem er höfuðvandinn?
Er endalaust hægt að moka peningum sem ekki eru til, í bankakerfi heimsins?
Eru gjaldmiðlar hættir að vera verðgildi framleiðslu á útflutningsvörum þjóða, og ef svo er, hvenær breyttist það og hvers vegna samþykkja þjóðir heimsins slíka píramída-svikamyllu banka og auðmanna heimsins?
Spurningalistinn gæti verið nánast endalaus!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 28.12.2011 kl. 20:31
Nei, alls ekki. Meðal annars til að koma í veg fyrir það vil ég að Ísland gangi í ESB og taki upp evru.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 20:33
Ásmundur, með þessum rökum þínum er hægt að réttlæta allt óréttlæti og því eru þau ekki marktæk.
Hvers vegna ekki að laga það óréttlæti sem þú sérð? Annað er ekki siðferðilega rétt og síst að kenna öðrum um það eins og þú reynir að gera.
Lúðvík Júlíusson, 28.12.2011 kl. 20:42
Alls ekki. Með upptöku evru, eða gengisbindingu krónu við evru þangað til evra verður tekin upp, er þessu óréttlæti útrýmt.
Ég held hins vegar að gjaldeyrishöft valdi alltaf óréttlæti hvernig sem þau eru útfærð enda er ljóst að sumir hafa grætt milljarða á þeim á kostnað almennings.
Því miður held ég að það fari ekki saman að tryggja hag ríkisins sem bestan og hafa fullt réttlæti milli allra í sambandi við gjaldeyrishöftin.
Kreppuúrræði eru yfirleitt þessu marki brennd sbr niðurfellingu skulda. Fullt réttlæti hefði kostað ríkissjóð allt of mikið.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 21:06
sá sem horfir á óréttlæti sem hægt er að lagfæra án þess að gera það og réttlætir óréttlætið með því að það muni verða lagað í framtíðinni er... tja. siðlaus. Flóknara er það ekki.
Lúðvík Júlíusson, 28.12.2011 kl. 21:32
Ha? Get ég lagfært óréttlætið í gjaldeyrishöftunum?
Ég myndi gera það strax ef ég gæti.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 21:46
.. þú ert búinn að eyða gríðarlega miklu púðri í að réttlæta óréttlætið. Eyddu jafnmiklu púðri í að þrýsta á þingmennina að lagfæra þau.
Hættu síðan að réttlæta þau.. þannig auðveldarðu þeim sem vilja lagfæra þau að gera það.
Lúðvík Júlíusson, 28.12.2011 kl. 21:51
Hættu að rugla. Ég hef ekki eytt neinum tíma í að réttlæta óréttlæti.
Ég hef aðeins sagt að ég vilji leysa málin með ESB-aðild og upptöku evru og hef ekki tekið neina aðra afstöðu í málinu.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 22:31
Evra og Evrópusambandið koma gjaldeyrishöftunum ekkert við. Þú sagðir líka sjálfur: ´- - - eða gengisbindingu gengi krónu við evru´. Ó, já, EÐA. Við höfum enga þörf fyrir evru og Evrópusambands-ruglið ykkar Jóhönnu og gætum eins vel tengt gjaldmiðilinn við hvaða miðil heims sem við vildum.
Elle_, 29.12.2011 kl. 01:28
Ásmundur, nú ertu kominn í afneitun. Ég læt þín orð duga til að ljúka þessu #10:
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 08:32
Lúðvík, lestu betur.
Þarna er aðeins verið að ræða almennt um gjaldeyrishöft og engin afstaða tekin til þess hvort rétt sé að hafa þau með öðrum hætti en nú er.
Gjaldeyrishöft eru alltaf slæmur kostur. Þar eð krónan krefst gjaldeyrishafta til frambúðar er lausnin að ganga í ESB og taka upp evru.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 10:20
Þakka þér fyrir ef þú ætlar þér ekki að réttlæta það gríðarlega óréttlæti og þá mismunun sem fellst í núverandi útfærslu gjaldeyrishaftanna.
Þannig eru núverandi gjaldeyrishöft illa útfærð og ekki stjórnvöldum til sóma.
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 11:46
Evra og Evrópusambandið koma gjaldeyrishöftunum ekkert við. Við höfum ekki nokkra þörf fyrir evru og Evrópusambandið ykkar og gætum eins vel tengt gjaldmiðilinn við hvaða miðil heims sem við vildum.
Elle_, 29.12.2011 kl. 14:31
Jú Elle, vegna þess að með upptöku evru þá væri hægt að afnema gjaldeyrishöftin.
Það er ekki hægt að tengja krónuna við hvaða gjaldmiðil sem er vegna þess að til þess skortir gjaldeyrisforða sem ekki er tekinn að láni. Ef krónan verður tengd við mynt á gengi sem gjaldeyrisforðinn getur ekki stutt þá gera spákaupmenn einfaldlega aðra árás á krónuna.
Eina leiðin til að tengja krónuna við annan gjaldmiðil án þess að eiga á hættu að spákaupmenn geri árás á hana er að skrá krónuna nægilega lágt og safna gjaldeyrisforða með að skerða lífskjör fólks.
Spurning hvort það sé ásættanlegur kostnaður.
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 14:43
Lúðvík, við förum ekki inn í erlent ríkjasamband og gefum upp fullveldið fyrir evru. Og EF við viljum tengja gjaldmiðilinn við erlendan gjaldmiðil VERÐUR það ekki að vera evra og yfirtaka Evrópusambandsins var það sem ég meinti. Evrópusinnar eins og Ásmundur fá ekki að blekkja og snúa öllu á hvolf.
Elle_, 29.12.2011 kl. 15:27
Nauðsynlegur gjaldeyrisvarasjóður, svo að hægt sé að vera með krónu á floti, er svo gífurlega stór að jafnvel þó að skuldir ríkisins væru ekki miklar væri útilokað að seðlabankinn hefði yfir slíkum sjóði að ráða.
Þrátt fyrir hrunið og hörmungar þess er ekki nægilegur skilningur meðal fólks á nauðsyn öflugs gjaldeyrisvarasjóðs. Hann þarf að vera svo öflugur að hann hafi fælingarmátt gagnvart vogunarsjóðum sem hiklaust skortselja krónur þegar þeim sýnist svo til að keyra gengið niður. Þannig græða þeir stórfé.
Í ljósi þess að vogunarsjóðir hafa ráðist á sænsku krónuna og jafnvel breska pundið, sem reyndar gátu báðir varist, þá er ljóst að örmynt eins og íslenska krónan þarf ekki neinar smávarnir.
Vorið 2008 komu hingað til lands fulltrúar frá amerískum vogunarsjóði. Einn þeirra lét hafa eftir sér, skv fréttum í fjölmiðlum, að hann ætlaði sér að verða frægur fyrir að hafa lagt íslensku krónuna í rúst.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 16:15
Bandaríski dollarinn er sterkasti gjaldmiðill heims og kanadíski dollarinn er sterkur. Svissneski frankinn líka. Evran er ekki IT. Lúðvík, persónulega ver ég ekki að halda í örmiðil sem fjárglæframenn og glæpabankar og vogunarsjóðir geta ráðist á og kolfellt að vild. Það hef ég aldrei varið.
Elle_, 29.12.2011 kl. 19:38
Elle, enn og aftur hefurðu rangt fyrir þér.
Bandaríkjadollar hefur lækkað um 21% gagnvart evru frá 1.1.2000 fram til dagsins í dag.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 20:39
Hann er samt sterkasti gjaldmiðill heims og ræður yfir 70% + af heimsmiðlum. Hann hefur líka verið að hækka núna gegn evrunni þinni. Það þýðir ekkert fyrir þig að boða evru sem IT. Það væri eins og að standa á hvolfi.
Elle_, 29.12.2011 kl. 20:50
Elle, íslenska krónan verður alltaf örmynt. Viltu þá ekki halda í krónuna? Hvað viltu sjá í staðinn?
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 20:56
Lúðvík, nei, ég vil það ekki. Kannski bandaríska dollarann, kanadíska dollarann, svissneska frankann. Kannski gjaldeyrishöft án ranglætis ef það er hægt. Kannski 2 + miðla í einu, kannski 3, kannski 5. Hinsvegar ekki fullveldisafsalið sem Ásmundur og Össur og co. nánast heimta.
Elle_, 29.12.2011 kl. 21:02
Elle, evran er eini gjaldmiðillinn sem stendur okkur til boða.
Aðra gjaldmiðla þurfum við að taka upp einhliða. Það er dýrt því að við þurfum að kaupa þá. Auk þess er það stórhættulegt því að þeir gætu horfið úr landi.
Hver sem gjaldmiðillinn verður þá verður hann að hafa bakhjarl í seðlabanka. Með því að taka upp mynt annars lands afhendum við þessu landi peningastjórnunina og höfum ekkert um hana að segja eftir það. Það væri raunverulegt fullveldisframsal. Evra er því eini valkosturinn.
Auk þess höfum við mest viðskipti við ESB-lönd sem þýðir að evran skapar mestan stöðugleika sem er mjög mikilvægt.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 21:27
EF allt væri fullveldisafsal tengt öðrum gjaldmiðlum, nú þá höldum við að sjálfsögðu í okkar. Með höftum. Og eins óranglátum og við getum.
Elle_, 29.12.2011 kl. 22:21
Nú gat ég ekki varist hlátri
Ástæðan er orð Ásmundar Harðarsonar er hann sagði "Sveiflukennd króna á floti er bólumyndandi. Allar bólur springa að lokum og þá hrynur gengi krónunnar og það verður kreppa á Íslandi. Á sama tíma og lán hækka upp úr öllu valdi vegna verðbólgu standa laun í stað og atvinnuleysi eykst mikið einmitt þegar verst stendur á".
Ef hann tæki orðin "króna" og "Ísland" og setti í staðin "Evra" og "ESB" fæ ég þessa útkomu:
"Sveiflukennd Evra á floti er bólumyndandi. Allar bólur springa að lokum og þá hrynur gengi Evrunnar og það verður kreppa í ESB. Á sama tíma og lán hækka upp úr öllu valdi vegna verðbólgu standa laun í stað og atvinnuleysi eykst mikið einmitt þegar verst stendur á".
Af hverju er þá ESB ekki búið að setja á gjaldeyrishöft?
Svo er þetta með þessi orð: "Hver sem gjaldmiðillinn verður þá verður hann að hafa bakhjarl í seðlabanka. Með því að taka upp mynt annars lands afhendum við þessu landi peningastjórnunina og höfum ekkert um hana að segja eftir það. Það væri raunverulegt fullveldisframsal. Evra er því eini valkosturinn".
Og svo: Efnahagsbandalög og gjaldmiðlar taka út þroska með erfiðleikum. Pottþétt ESB og pottþétt evra verða ekki til nema með því að ganga í gegnum krísur".
Með breytingu sem ég gerði verður það svona: "Lönd og gjaldmiðlar taka út þroska með erfiðleikum. Pottþétt Ísland og pottþétt Króna verða ekki til nema með því að ganga í gegnum krísur".
Er það eitthvað betra að færa okkur frá seðlabanka Íslands yfir í seðlabanka Evrópu?
Það er ekki séð að það sé betra að færa sig frá einum illa stöndum banka yfir í annan verri.
Þú orðar það skemtilega Ásmundur, en þú ert að mælast til þess að framið verði landráð.
Við þurfum ekki annan gjaldmiðil, síst af öllu ef hann verður til þess að við þurfum að selja frá okkur fullveldið. Krónan okkar hefur dugað í mörg ár og getur dugað í mörg ár til viðbótar.
Það er í mínum huga og jafnvel margra annarra sama sem hryðjuverk að tala svona niður gjaldmiðil þann sem við notum hér. Það er kominn ágætis nafnalisti yfir þá sem hafa talað krónuna niður sem ónýta og vonda, allt er þetta til þess gert að fella hana í virði útávið.
Munum svo að stöðugleiki fæst með góðri hagstjórn, eitthvað sem núverandi ríkisstjórn er ófær um að veita. Árinni kennir nefnilega illur ræðarinn, krónan er árin en ræðarinn er ríkisstjórnin.
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 29.12.2011 kl. 22:35
Elle viltu fórna öllu fyrir hið svokallaða fullveldi?
Viltu frekar að lífskjör fari versnandi á Íslandi með hverju árinu þó að þau fari batnandi í ESB á sama tíma? Á haftatímabilinu á seinni hluta síðustu aldar fór kaupmáttur launa minnkandi. Því var mætt með meiri vinnu.
Viltu frekar einangrun þannig að störf erlendis standa okkur ekki lengur til boða nema hugsanlega í undantekningartilfellum.
Værirðu sátt við að fá ekki gjaldeyri fyrir sumarfríið nema kannski fyrir hótelgistingu hálft tímabilið? Svona var þetta fyrir fáeinum áratugum. Þá stóð valið um að ná í gjaldeyri á svörtu á uppsprengdu verði eða sitja heima.
Það er mikill munur á þvi að vera með sameiginlegan gjaldmiðil, evru, með öðrum löndum sem eru okkar helstu viðskiptalönd eða vera með gjaldmiðil annars lands sem við erum í litlum viðskiptum við.
Í fyrra tilvikinu, með evru, má segja að við séum með sameiginlegt fullveldi með öðrum þjóðum. Í seinna tilvikinu höfum við afsalað fullveldið til annarrar þjóðar.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 22:51
Ekki ´hið svokallað fullveldi´. Heldur alvöru fullveldi landsins sem forfeður okkar börðust fyrir með blóði og lífi sínu.
Fullveldið á að verja no. 1+2+3+4+5+++. Fullveldið er dýrmætasta eign okkar. Fullveldið er frelsið okkar. Við gefum það ekki fyrir neina evru eða annan kopar. Við seljum það ekki.
Og sammála Kalda. Þarna var allt fullt af rangfærslum.
Loks á að færa Jóhönnu og Steingrím og Össur og co. fyrir landsdóm eða sakadóm fyrir landsölu og stjórnarskrárbrot. Og vegna skotleyfis á ríkissjóð: ICESAVE.
Elle_, 29.12.2011 kl. 23:02
Nú langar mig ekki að vera leiðinleg við Ásmund en get ég spurt þig, Ásmundur: Hví flytjið þið ekki??
Elle_, 29.12.2011 kl. 23:05
Og Ásmundur, fullveldi er FULLveldi. Það er ekki sameiginlegt milli landa.
Elle_, 29.12.2011 kl. 23:10
Það gleymist í umræðunni að krónan er örmynt og varnarlítil sem skerðir í raun fullveldi landsins því hagstjórn og peningastjórn verður að taka tillit til utanaðkomandi áhrifa eins og vaxta í Evrópu, Bandaríkjunum, Sviss og Japan ásamt styrk spákaupmanna.
Ef tekin væri upp evra þá værum við laus við þessa galla núverandi hagstjórnar, sérstaklega ógnina af spákaupmönnum, sem í raun skerða fullveldi landsins þó svo að fólk vilji ekki viðurkenna það. Er fullveldið sem við missum vegna krónunnar eitthvað minna virði en mögulegt fullveldi sem við missum við að taka upp evru? Er þetta ekki meira tengt tilfinningum en einhverju öðru?
Er ekki hægt að ræða þessi mál án þess að tala alltaf um landráð?
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 23:32
Lúðvík, ´fullveldisafsal´ og ´landsala´ eru orðin sem ég hef notað og stend við þau orð. Og bannað samkvæmt stjórnarskrá.
Og ég bendi Ásmundi á af því hann talaði um ´sameiginlegt fullveldi´ að orðið er fjarstæða.
Við vitum að við værum með hverfandi vægi þarna hvað stjórn allra 28 ríkjanna samanlagt varðaði og enn minna ef önnur ríki bætast við. Við getum þá reiknað út hvað vægi okkar sjálfra um stjórn okkar lands væri.
Elle_, 29.12.2011 kl. 23:51
.. krónan er að skerða mitt frelsi, t.d. get ég ekki flutt úr landi vegna laga sem samþykkt voru á Alþingi í haust.
Er fullveldi ríkja mikilvægara en sjálfsákvörðunarréttur almennings?
Lúðvík Júlíusson, 29.12.2011 kl. 23:57
Það er með ólikindum hvernig hægt er að vera í jafn mikilli afneitun og Ólafur Björn Ólafsson varðandi íslensku krónuna.
Hann segir að króna hafi dugað okkur í mörg ár. Réttara er að segja að reynslan af henni sé herfileg frá því að hún fékk sjálfstæða gengisskráningu á fyrri hluta síðustu aldar.
Þá var ein dönsk króna ein gömul íslensk króna. Núna er ein dönsk króna 1/2000 af gamalli íslenskri krónu, 0.005 kr. eða 1/20 úr eyri. Íslensk gömul króna er því nánast orðin að engu.
Þessi rýrnun á gengi krónunnar kom í veg fyrir sparnað sem varð nánast að engu á undrastuttum tíma þangað til verðtrygging var tekin upp 2008?
2008 lækkaði gengi krónunnar um helming. Slíku gengishruni fylgir efnahagslegur samdráttur. Gengishrun veldur verðbólguskoti. Lán hækka því upp úr öllu valdi á meðan laun standa í stað hjá þeim sem missa ekki vinnuna. Íbúðarverð lækkar.
Fleiri milljóna eigið fé verður að engu og áhvílandi skuldir mun hærri en söluverð íbúðarinnar. Þetta kallar Ólafur Björn Ólafsson góða frammistöðu krónunnar þrátt fyrir að hafa haft þessar hörmungar fyrir augunum síðan 2008.
Krónan sveiflast miklu meira en stærri gjaldmiðlar. Það er eðli örmynta. Með krónu vantar því allan stöðugleika. Fólk getur ekki tekið lán til íbúðarkaupa án þess að eiga það á hættu að eigð fé upp á margar milljónir gufi upp og að það eigi ekki einu sinnu fyrir skuldum ef það vill selja íbúina.
Í evrulöndum er greiðslubyrði lána að meðtali innan við helmingurinn af því sem hér er og lánin fara stöðugt lækkandi. Með öðrum orðum mun evran færa almenningi gífurlega kjarabót í formi léttari greiðslubyrði lána. Sama má segja um fyrirtæki sem verða þannig samkeppnishæfari við erlend fyrirtæki.
Stöðugleikinn sem fylgir evru er einnig nauðsynlegur til að byggja upp útflutningsatvinnuvegi. Þannig verða til ný atvinnutækifæri og útflutningstekjur aukast.
Það verður þá liðin tíð að fyrirtæki hefji framleiðslu til útflutnings þegar gengi krónunnar er hagstætt en flytji svo til útlanda þegar gengi krónunnar hækkar eða kostnaður eykst vegna verðbólgu, ef það verður ekki hreinlega gjaldþrota.
Stöðugleikinn sem fylgir evru er ekki bara vegna þess að evran er miklu stöðugri gjaldmiðill en krónan. Sú staðreynd að mest af viðskiptum Íslendinga er við ESB-lönd eykur stöðugleikann enn frekar.
Þegar við þetta bætist nauðsyn á gjaldeyrishöftum meðan krónan er enn gjaldmiðillinn er það hreint brjálæði að ætla sér að nota hana áfram úr því að ESB-aðild og evra stendur okkur til boða.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 00:08
Höftin sem þú lýsir eru vissulega svipting á vissu forræði sem þú ættir að hafa, Lúðvík. Og líka skil ég rökin þín hvað varðar fullveldisafsal vegna hættu við fall krónunnar af völdum spákaupmanna og vogunarsjóða. Og viðurkenni það fúslega.
Við höfum samt ekkert leyfi til að ræna börnin okkar og komandi kynslóðir fullveldi landsins og gera það að nánast engu með pínulitlu vægi í Brussel-miðstýringu. Þið komið ekki með neitt nema Brussel og evra, evra.
Við ættum að þrýsta á okkar stjórnvöld um að landsmönnum verði fært að fara með peningana sína úr landi ef það vill fara. Við gætum öskrað þar til við yrðum blá í framan ef við værum þarna og enginn myndi heyra neitt.
Elle_, 30.12.2011 kl. 00:11
Lúðvík, ég dreg það til baka að þið komið ekki með neitt nema Brussel og evru. Vegna þess að þú hafðir skrifað um að þrýsta á stjórnvöld varðandi ranglæti haftanna. Þú fellur samt of mikið ofan í Brussel-evru-farið.
Elle_, 30.12.2011 kl. 00:20
Ásmundur, verðtryggingin var tekin upp löngu fyrr. Líkl. um 1979 eða skömmu seinna.
Elle_, 30.12.2011 kl. 00:27
Elle, að sjálfsögðu. Ólafslögin, kennd við Ólaf Jóhannesson, voru samþykkt á Alþingi 1979. Þau tóku gildi 1980.
Áður voru lán mikill happafengur því að þau voru ekki greidd tilbaka nema að litlu leyti. Að sama skapi rýrnaði sparifé.
Á þessum árum fengu flestir lágan ellilífeyri. Var þá gripið til þess ráðs að selja fasteign. Andvirði eignarinnar varð fljótlega að nánast engu svo að vel statt fólk varð fljótlega öreigar.
Að fá hátt lán skipti meira máli upp á afkomuna en launin. Láglaunafók gat eignast skuldlítil einbýlishús á fáeinum árum ef það gat fengið hátt lán. Þeir sem voru ekki í náðinni hjá bankastjórum eignuðust ekki neitt þó að launin væru há.
Þessu fyrirkomulagi fylgdi gífurleg spilling. Bankarnir voru í ríkiseigu og bankastjórarnir voru þeir sem mestu réðu um lífsafkomuna. Þeir voru pólitískt skipaðir og tóku við fyrirmælum frá stjórnnmálamönnum sem beittu sér óspart fyrir fjölskyldu, vini og flokksmenn.
Andstæðingar ESB og evru eru kannski sumir hverjir að láta sig dreyma um þetta fyrirkomulag aftur. Sá draumur mun þó sem betur fer aldrei rætast því að bankarnir eru ekki lengur í ríkiseigu. Þeir þurfa að bera sig.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 08:05
Það er önnur meinleg villa í athugasemd minni #38. Svona á textinn að vera eftir önnur greinaskil:
Þá var ein dönsk króna ein gömul íslensk króna. Núna er ein gömul íslensk króna aðeins 1/2000 af danskri krónu, 0.005 kr. eða 1/20 úr eyri. Íslensk gömul króna er því nánast orðin að engu.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 09:06
Elle, mér finnst samt alveg ótrúlegt að þeir aðilar sem ætla að halda áfram að styðjast við krónuna, sem verður að öllum líkindum með einhverjum höftum, sjái ekki ruglið í núverandi útfærslu.
Þess vegna treysti ég þeim ekki fyrir íslensku krónunni og þess vegna tel ég upptöku annars gjaldmiðils, evrunnar, og inngöngu í ESB betri kost.
Ef andstæðingar ESB ætla sér að halda í krónuna og óréttlætið og spillinguna sem henni fylgir þá verður frelsi einstaklingsins, fjölskyldna og almennings, meira í ESB en á Íslandi utan ESB.
Lúðvík Júlíusson, 30.12.2011 kl. 13:06
Ásmundur, ég vissi um banka/stjórnmálaspillinguna í den. Maður hefur oft heyrt lýsingarnar frá eldri mönnum. Og svo man ég líka eftir hvað allt sparifé eyddist upp og ekki þýddi neitt að ætla að spara peninga. Maður verður reiður af að hugsa um að vinnandi fólk hafi orðið að vera í náðinni og að stjórnmálamenn hafi notfært sér bankana á kostnað almennings og hins vinnandi manns.
Lúðvík, það sem þú sagðir að ofan (28.12.2011 kl. 18:39) um ranglæti gengishaftanna vissi ég ekki og held hinn almenni maður viti ekki. Og vona að þú auglýsir það sem víðast og berjist sem harðast gegn þessu ranglæti. Það gengur ekki lengur að fólki sé mismunað og að vissir hópar séu í náðinni á kostnað þeirra sem eru ekki í klíkunni eða vaða ekki í peningum.
Samt mun ég aldrei, ALDREI, sættast á að Brusselsambandið miðstýri neinu hvað okkur viðkemur. Verð ekki undir stjórn stóru veldanna í Evrópu eins og Bretlandi, Frakklandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi. HELL NEI.
Elle_, 30.12.2011 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.