Aðgerðir til bjargar evrunni virðast litlu hafa breytt

Össur utanríkisráðherra er kampakátur þegar talið berst að vandræðum evruríkjanna. Hann segir að nú sé einmitt verið að lagfæra gallana á grundvelli kerfisins og því verði allt komið í besta stand þegar Íslendingar fá að kjósa um ESB-aðild, sem Jóhanna segir að verði eftir rúmt ár. En er þetta trúverðugur málflutningur?

 

Flestir eru sammála um að leiðtogafundurinn til bjargar evrunni hafi litlu breytt, hvað varðar aðsteðjandi vanda. Jafnvel fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schauble sem í haust sagðist vera bjartsýnn á „að ESB yrði einn daginn sameinað af einum gjaldmiðli“ (Der Spiegel 18. nóv. 2011) er nú mánuði síðar heldur svartsýnn og lýsir því yfir að hann sé óánægður með niðurstöðu leiðtogafundar ESB enda hafi hann vonast til að fundurinn myndi senda „skýr og einföld skilaboð til markaðarins.“

 

Leiðtogafundurinn samþykkti að vísu að fjárlagagerð ESB-ríkja skyldi samræmd og strangari reglur settar um fjárlagahalla. Enn verður því stórt skarð höggvið í fullveldisrétt aðildarríkja. Engu að síður hefur vantraust peningamarkaðsins á framtíð evrusvæðisins alls ekki minnkað vegna þess að yfirvofandi hættuástandi á evrusvæðinu hefur ekki verið afstýrt.

 

Nú rétt fyrir jólin reyndi Seðlabanki ESB að bæta um betur og tilkynnti að veitt yrðu neyðarlán til banka á evrusvæðinu að upphæð 489 milljarðar evra til þriggja ára með eins prósent vöxtum. Þessi aðgerð þykir mótast af sömu sýndarmennsku og ákvarðanir leiðtogafundar ESB sem ekki koma til framkvæmda fyrr en að löngum tíma liðnum og hafa því lítil áhrif í þá átt að róa peningamarkaði.

 

Þessir 489 milljarðar evra eru fyrst og fremst fengnir með aukinni seðlaprentun. En það sem verra er: í ljós kom að megninu af upphæðinni var bankinn þegar búinn að dæla út til bankanna án þess að það hefði nokkur sjáanleg eða varanleg áhrif. Auk þess er hin lága vaxtaprósenta skrumið eitt því að vextirnir verða í raun ákveðnir eftir á. Til tryggingar þessum lánum verða bankarnir að leggja fram veð sem eru 50% hærri en lánin.

 

Fjármagnið frá ESB-bankanum fer því fyrst og fremst í að lengja í hengingarólinni og koma í veg fyrir gjaldþrot banka. En það nýtist ekki til að afstýra þeirri kreppu og stöðnun sem breiðist nú út um allt evrusvæðið. Atvinnuleysi á Spáni er nú komið upp í 21,5% sem er það hæsta sem þekkist meðal iðnvæddra ríkja.

 

Þrátt fyrir þessar ógnvekjandi staðreyndir heldur forystulið Samfylkingarinnar áfram þeirri ósvífni að veifa evrunni sem tálbeitu framan í Íslendinga. Æ fleiri eru þó að átta sig á því að burt séð frá evru-kreppunni þá uppfyllir Ísland ekki skilyrðin til upptöku evru og hefur aldrei uppfyllt þau öll samtímis eins og krafist er. Þar á ofan er svo verið að herða skilyrðin enn frekar. Því ætti öllum að vera ljóst að sem betur fer verður upptaka evru ekki raunverulega á dagskrá hér á landi fyrr en í fyrsta lagi eftir áratug. - RA 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég vil draga þessa umsókn til baka og það strax.  Ég er meira að segja farin að hallast að því að segja upp EES samningnum.  Við þurfum að gera allan heimin að okkar markaði, ekki bara Evrópu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 12:59

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Lengi höfum við verið sammála um það Ásthildur mín.Deilum því með langflestum íbúum þessa lands.

Helga Kristjánsdóttir, 27.12.2011 kl. 14:06

3 identicon

Það er barnaskapur að búast við að hinn alþjóðlegi skuldavandi, sem hefur myndast á mörgum árum, leysist skyndilega þegar forystumenn evrulandanna hittast til að ráða ráðum sínum.

Það er þó ekki svo að engum árangri hafi verið náð með þessum fundahöldum. Þær aðgerðir sem nú á að grípa til koma í veg fyrir að einstakar evruþjóðir geti með spillingu og óráðsíu komið sér og hugsanlega öðrum þjóðum í alvarleg vandræði.

Aðgerðirnar breyta engu fyrir þjóðir sem eru í góðum málum nema að þær koma í veg fyrir hugsanlegt tjón þeirra af völdum annarra þjóða. Þetta eru því góðar aðgerðir fyrir alla.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 14:13

4 identicon

Ásthildur, það er mikill misskilningur að ESB verði okkar eini markaður ef við göngum í ESB.

Allur heimurinn verður áfram okkar markaður. Munurinn verður hins vegar sá að við njótum þeirra samninga sem ESB gerir við aðra heimhluta. Jafn stór markaður og ESB-löndin er auðvitað í miklu betri aðstöðu til að ná góðum samningum en 320.000 manna þjóð.

Við getum einnig beitt okkur sérstaklega fyrir því að ESB nái samningum við aðra heimshluta um það sem er okkur sérstaklega mikilvægt.  

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 14:23

5 identicon

Ráðherrabíll til sölu..

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 17:41

6 Smámynd: Elle_

Eftir 4 daga kemur gamlárskvöld.  

Elle_, 27.12.2011 kl. 17:47

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert enn við sama heygarðs hornið Ásmundur.  Gettu hvort við getum beitt okkur fyrir einu eða neinu inna ESB.  Þú virðist ekki skilja eðli þessara samtaka, né átti þig á hvað er í gangi.  Eins og barn sem réttir út hendi eftir sælgæti frá ókunnugum og fer svo upp í bílinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 18:01

8 identicon

Sammála ykkur Ásthildur og Helga, þegar við mikill meirihluti þjóðarinnar fáum loks tækifæri til að hafna með miklum mun ESB aðild þá verður augljóslega næsta skref að vaða í EES samninginn, með Norðmenn með okkur.

Því þeir eru líka orðnir dauðþreyttir á honum og meirihluti Norðmanna vill nú losna undan honum.

EES samninginn þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar ef ekki hreinlega losa okkur frá honum.

Best væri að ná tvíhliða viðskiptasamningum við ESB eins og Svisslendingar hafa gert og eins við höfðum hér áður fyrr, áður en við gerðum EES samninginn.

Sá samningur hét "bókun 6" og var gerður við gamla ESB við lok síðastu Landhelgideilu okkar við Breta, Þjóðverja og Belga og færði okkur gríðarleg tollafríðindi við ESB.

EES samningurinn hefur alltaf verið stórlega ofmetinn, því að hann tók nánast bara yfir viðskiptahluta þess samnings og svo var það allt reiknað EES samningnum til hróss. Síðan í ofanálag fengum við síðan mjög slæma hluti eins og þetta svo kallaða fjórfrelsi sem heimilaði frjálsa för fjármagns milli landa og sem gerði ICESAVE klúðrið og bankahrunið hérlendis mögulegt, með gatslitni og handónýtu regluverki með fjármálastofnunum sem tekið var beint upp eftir "dírektívinu" frá Brussel.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 18:13

9 identicon

Ásthildur, að sjálfsögð getum við beitt okkur og það með árangri. Það sýnir reynsla smáþjóða í ESB sem vegnað hefur sérstaklega vel.

Spurning hvort þú trúir á ESB-skrímslið eða sért eingöngu að notfæra þér það í annarlegum tilgangi?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 18:15

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásmundur við getum REYNT AÐ BEITA OKKUR.  En við erum bara kúkurinn í lauginni.  Elsku drengurinn minn við munum ekki hafa nein áhrif þar um eftir að við göngum inn.  Auðvitað er okkur lofað gulli og grænum skógi, rétt eins og laxinn fær gómsæta banvæna flugu veifandi framan í sig.  En þegar við erum dreginn að landi þá .... er ekki sagan um það meir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 18:57

11 identicon

Gunnlaugur, þú ferð frjálslega með staðreyndir.

Það er rétt að EES-samningurinn gerði bankahrunið og Icesve mögulegt eða allavega miklu stærra en ella. Án EES-samningsins (eða ESB-aðildar) hefði útrás bankanna ekki verið möguleg. Bankarnir hefðu þá aldrei safnað þessum miklu skuldum.

Það er hins vegar af og frá að bankahrunið hafi verið óhjákvæmilegt með EES-samningnum. Það voru mistök stjórnvalda sem gerðu hrun óhjákvæmilegt.

Þó að Ísland hafi fylgt direktívinu frá Brussel þá var það bara grunnur til að byggja á. Aðrar þjóðir bættu við frekari takmarkandi reglum og höfðu virkt eftirlit.

Hér var litlu eða engu bætt við og eftilitið var í lágmarki. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsæóknarflokkurinn mörkuðu strax eftir einkavæðingu bankanna þá stefnu að frekari reglur væru til trafala og best væri að hafa eftirlitið sem minnst.

Hafa skal það sem sannara reynist.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 18:58

12 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þú hittir sannleikann nokkuð vel í síðustu athugasemd Ásmundur og ættir að lesa skrif þín vel og læra af þeim. Þau koma jú frá þér sjálfum!

Þú segir réttilega að bankahrunið hafi orðið stærra vegna EES samningsins, en það sem á eftir kemur er þó meiri sannleikur en þú kannski áttar þig á. Þú segir að mesti vandi okkar vegna EES samningsins hafi verið mistök stjórnvalda, að þau hafi fylgt direktvinnu eftir varðandi upptöku laga og reglna frá frá Brussel og látið kyrrt liggja að setja takmarkanir gegn þeim.

Þú segir í raun að íslensk stjórnvöld hafi verið kaþólskari en páfinn þegar að þessum lögum og reglum kemur.

Það er engin ástæða til að ætla að stjórnvöld hér á landi muni breyta þessu vinnufyrirkomulagi, ekki gagnvart EES og alls ekki gagnvart ESB, ef við verðum svo óheppin að ganga í það skaðræðissamband.

Samt eru ein af fáum rökum ykkar aðildasinna, að með inngöngu í ESB munu Íslendingar verða leiðandi við gnægtarborðið í Brussel!

Gunnar Heiðarsson, 27.12.2011 kl. 19:23

13 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

EES samningnum var nauðgað gegnum Alþingi í upphafi tíunda áratugs síðustu aldar. Þjóðin fékk ekki að segja sitt álit á þeim samning, þó reyndar þáverandi forseti hafi velt því fyrir sér að vísa honum til þjóðarinnar.

Á þeim tíma var upplýsingaöflun mun takmarkaðra en nú. Fréttamiðlar voru í raun eina leið fólks til skoðanamyndunar, en þrátt fyrir að þeir væru flestir eða allir virkjaðir til að mæra samninginn, voru mjög skiptar skoðanir meðal þjóðarinnar.

Það er líklegt að samningurinn hefði fallið í þjóðaratkvæðagreiðslu, þrátt fyrir þetta. Við þær aðstæður sem við búum í dag, þar sem opin umræða er mun meiri og upplýsingaöflun mun auðveldari, er nokkuð öruggt að samningurinn hefði verið felldur.

Við getum vel ímyndað okkur hvernig kosningin um icesave samninginn hefði farið, ef við byggjum við jafn lokaða umræðu nú og var í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar.

Gunnar Heiðarsson, 27.12.2011 kl. 19:34

14 identicon

Gunnar, það eru hrein öfugmæli að segja að stjórnvöld hafi verið kaþólskari en páfinn.

Þvert á móti lögðu þau sig fram um að hafa sem mest frjálsræði án þess að fara beinlínis gegn direktívinu.

Hinar þjóðirnar bættu við takmörkunum eftir því sem nauðsyn krafði í hverju landi. Þau voru því öll kaþólskari en Ísland en þó alls ekki kaþólskari en páfinn.

Það er skrítið að gera lítið úr að stjórnvöldum hafi verið treyst til að byggja frekar á þessum grunni en á sama tíma tala um skerðingu á fullveldi.

EES-samningurinn hefði verið mikill fengur fyrir Ísland ef stjórnvöld hefðu ekki misnotað hann herfilega. En auðvitað er alltaf vafasamt að stoppa út í miðri á.

Þess vegna væri staðan allt önnur í dag ef við hefðum verið komin alla leið inn í ESB og með evru 2008.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 19:56

15 identicon

Gunnar, athugasemd þín andurspeglar nokkuð sem ég hef nokkrum sinnum bent á.

Það er vanmáttarkennd gagnvart útlendingum og paranoja (ESB-skrímslið) sem stendur í veginum fyrir því að mikill meirihluti Íslendinga vilji ESB aðild.

Röksemdafærsla þín virðist vera sú að vegna þess að stjórnvöld höndluðu ekki EES samninginn þá er þeim ofviða að stjórna Íslandi í ESB.

Íslensk stjórnvöld eru sem sagt óhæf til að læra af reynslunni og geta því ekki tekið þátt í samstarfi annarra þjóða þó að hinum þjóðunum gangi það mjög vel.

Þessi vanmáttarkennd fyrir hönd þjóðarinnar er auðvitað bull. Það er til fullt af hæfu fólki til að stjórna landinu í ESB. Íslenskir kjósendur hafa að vísu haft tilhneigingu til að kjósa skussa. Þeim verður gert það ljóst að það verður að breytast með ESB-aðild.

Varðandi Icesave, þá virðistu ekki gera þér grein fyrir að það á alveg eftir að koma í ljós hvort neiið eigi eftir að kosta okkur formúu umfram það sem jáið hefði kostað.

Það er komið í ljós að jáið hefði aðeins kostað okkur smáræði.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 20:26

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vanmáttarkenndin er þín megin Ásmundur í öllu sínu veldi, og þeirra sem þora ekki annað en að sleikja rassinn á kúgurum okkar.  Já tíminn mun leiða í ljós sannleikann, en þá er betra að falla með sæmd en að vera fullur af vanmætti og sleikjugangi gagnvart erlendu valdi.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.12.2011 kl. 20:33

17 identicon

ESB trúðurinn hefur sprellað með gamanyrðum eins og fyrr.  Að vísu veit hann að EES samningurinn hefur skaðað þjóðina og það sennilega meira en nokkuð annað, en vill meina að við höfum verið svo vitlaus að taka mark á EES/ESB reglugerðafarganinu hluta að 90 þúsundunum og ekki smíðað einhverjar sérstakar til að brjóta á ESB rétti bankagangstera og útrásar og auðróna sem áttu þá og eiga Samfylkinguna skuldlaust. 

En það vill svo skemmtilega til að Brusselmafían var varla búin að gefa Íslandi fullnaðareinkun og útskrifa úr EES/ESB prófinu (og það eftir hrun) sem hún krefst af þjóðum sem eru svo vitlausar að ganga í þetta musteri klámfrjálshyggjunnar að allt hrundi vegna óhæfuverka bankagangstera í skjóli Evrópusambandsins og handónýtts regluverks þess.:

í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem hún sendi frá sér 24. febrúar 2009. Þar segir að Ísland hafi náð ásættanlegum árangri (svipað og meðaltal allra ESB landa) við innleiðingu regluverks ESB í samræmi við EES samninginn.

"In general, Iceland has a satisfactory track record in implementing its EEA obligations.  According to the EFTA Surveillance Authority (ESA), the percentage of internal market legislation introduced into national legislation as required by July 2009 is at the same level as the average for EU Member States. [...]"

Alþýðuflokkurinn tróð EES á okkur inn eins og dótturflokkurinn er að gera með ESB.  Sjálfstæðismenn réttu þeim hjálparhönd en voru illa klofnir, enda var um samskonar hrossakaup eins og núna hjá VG.  Vigdís Finnbogadóttir hefur sagt að hún hafi alltaf harmað það að setja málið ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna hversu þjóðin var klofin um ágæti inngöngunnar.

Án EES og Samfylkingarinnar hefðu útrásarglæpagengin aldrei getað þrifist, og Samfylkingin gekk sérstaklega í að vernda þá fyrir Davíð og öðrum illum öflum.  Þegar Samfylkingin settist í hrunstjórnina fékk hún ótrúlegustu yfirlýsingu allra tíma setta í stjórnarsáttmálann undir "alþjóðlega þjónustustarfsemi", þar á meðal fjármálaþjónustu og síðan segir.:

"Ríkisstjórnin stefnir að því að tryggja að slík starfsemi geti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði og að útrásarfyrirtæki sjái sér áfram hag í að hafa höfuðstöðvar á Íslandi".

Að kröfu Samfylkingar var sett inn í sjálfan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að henni bæri að greiða götu "útrásarfyrirtækja" svo þau færu ekki með sitt hafurtask annað.

Alþýðuflokkurinn og arftakar hafa alla tíð hreykt sér af að hafa fært þjóðinni EES og gert lítið úr hlut annarra flokka hvað það varðar þar til núna.  Samfylkingin hafði allt að hruni þakkað EES "velmegunina"og náttúrulega sínum þætti á ýmsum nöfnum og kennitölum.  Í dag heyrist ekki bofs frá sömu aðilum að þjóðin geti þakkað þeim og Evrópusambandinu stærsta þáttinn í að keyra þjóðfélagið í kaf, heldur skulum við láta sömu arkitekta og ábyrgðaraðila leiða okkur inn í Brusseldýrðina svo að hægt er að rústa því sem eftir stendur.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 20:54

18 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ég hef oft verið að velta því fyrir mér hvort Össur Skarphéðinsson sé flesta daga undir áhrifum áfengis eða áhrifum annara vímugjafa.

Vilhjálmur Stefánsson, 27.12.2011 kl. 21:12

19 identicon

Ásthildur, að líta þannig á samstarf Íslendinga við aðrar þjóðir á jafnréttisgrundvelli, að Ísland lúti valdi þeirra, endurspeglar mikla vanmáttarkennd gagnvart þessum þjóðum fyrir hönd Íslendinga.

Margir ganga svo skrefinu lengra og tala um að allar þjóðir í ESB lúti valdi ESB, sem er yfir þeim öllum en ekki þær sjálfar. Þar er á ferðinni hrein paranoja þar sem skrímslið birtist í öllu sínu veldi.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 21:20

20 identicon

Vilhjálmur, eru engin takmörk fyrir því hve lágt þú ert tilbúinn til að leggjast í baráttunni gegn ESB-aðild Íslands?

Örvænting þín virðist algjör. Vonandi er það vísbending um að fylgi við ESB-aðild fari nú vaxandi. Barátta sem byggist á svona lágkúru hefur engan grundvöll.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 21:47

21 Smámynd: Elle_

Maður getur ekki lesið Ásmund sakandi fólk æ ofan í æ um ´paranoju og  hatur og vanmáttarkennd gagnvart ÚTLENDINGUM´ vegna andstöðu við EES+EU og þagað.  Hann meinar pínulítinn 8% hluta hins stærri heims. 

Hvað þarf til að þessi maður skilji að það eru ÚTLENDINGAR út um allan heim??  Það eru 7 BILLJÓNIR MANNA í heiminum svo ´paranojan og hatrið og vanmáttarkenndin gagnvart ÚTLENDINGUM´ eru helberar lygasögur eins og ýmislegt frá honum og hans hópi.  

Ætil þið séuð ekki bara sjálf full ´ÚTLENDINGA-HATURS + PARANOJU + VANMÁTTARKENND´ gegn 92% heimsins eins og í EU gegn 92% heimsins??  VIÐ HVAð ERUÐ ÞIÐ HRÆDD???

Elle_, 27.12.2011 kl. 21:59

22 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég vil draga þessa umsókn til baka og það strax. Ég er meira að segja farin að hallast að því að segja upp EES samningnum. Við þurfum að gera allan heiminn að okkar markaði, ekki bara Evrópu. Segir Ásthildur. Ég segi nákvæmlega sama.

 Ég þarf engin rök til þess og málið er að vera bara það sem við vorum og helst út úr EES pakkanum enda var sá pakki kolólöglegur líka.  Það er ekki útlendingahatur að vera þjóð sem býður öllum velkomnum og hjálpa öllum að bestu getu eða er það...

Valdimar Samúelsson, 27.12.2011 kl. 22:23

23 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hver skonar návein er í þér Ásmundur. Viltu selja okkur ESB Löndonum Sjálfstæði okkar og Auðlindir???

Vilhjálmur Stefánsson, 28.12.2011 kl. 00:12

24 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já hann er alveg tilbúin til þess blessaður allt í Jesú nafni og amen og ESB eftir ritualinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 01:43

25 identicon

Vilhjálmur, fyrst gefurðu í skyn að Össur sé liklega dópisti og alkóhólisti þó að enginn fótur sé fyrir því.

Síðan vælirðu yfir því að vera gangnrýndur fyrir siðleysið og verður svo í ofanálag uppvís að ótrúlegri fáfræði um ESB.

Þú ættir að kynna þér ESB áður en þú tekur þátt í umræðum um það. Ég skal byrja: ESB-þjóðir halda sínum auðlindum fyrir sig og hafa allar tekjur af þeim sjálfar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 08:37

26 identicon

Alls staðar skýtur vanmáttarkennd Íslendinga sem þjóð upp kollinum.

Ásthildur segir að í ESB værum við bara kúkurinn í lauginni. Er hægt að ímynda sér meiri vanmáttarkennd fyrir hönd þjóðarinnar? Smáþjóðirnar Luxembourg og Malta spjara sig mjög vel í ESB en við yrðum bara kúkurinn í lauginni.

Er hægt að sýna eigin þjóð meiri lítilsvirðingu?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 08:56

27 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hver Andskotin gerir þig út Ásmundur???

Vilhjálmur Stefánsson, 28.12.2011 kl. 09:13

28 identicon

Ekki ég!

Andskotinn (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 12:31

29 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta er ekki lítilsvirðing Ásmundur bara einföld staðreynd.  Í þessu samstarfi verðum við bara kúkur í lauginni.  Við erum upphafin rétt á meðan gulrótin hangir yfir okkur, um leið og við gleypum hana þá er það líka búið. Þá eigum við ekkert lengur.  Um það snýst barátta okkar hinna sem ekki viljum inn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 12:39

30 identicon

Ásthildur, ekki búa til svona sögur út í bláinn.

Ef eitthvað væri til í þessu þá hefði þetta komið fram hjá núverandi þjóðum ESB. Reyndar er ESB þannig byggt upp að þetta er útilokað.

Að telja að Ísland muni ekki spjara sig í ESB eins og Luxembourg og Malta, sem eru með íbúafjölda af sömu stærðargráðu og Ísland, er auðvitað bara botnlaus vanmáttarkennd fyrir hönd Íslands.

Það er vægt til orða tekið að segja það lítilsvirðingu við þjóðina að líkja henni við kúk.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 15:08

31 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef einhverjir gera lítið úr þjóðinni þá eru það ESB sinnar sem endilega vilja koma okkur inn í þrælabandalag sem enginn veit í dag hvernig endar, og sífellt verið að skerða frelsi innlimaðra ríkja meira og meira.  Þetta er voðalega einfalt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 16:03

32 identicon

Ásthildur, vanmáttarkennd þjóðarinnar frá þínum bæjardyrum séð gagnvart því að taka þátt í samstarfi annarra þjóða er svo djúpstæð að hún virðist ólæknandi.

Að hér er um djúpstæða vanmáttarkennd að ræða sést best á því að lýsing þín er alls ekki í samræmi við reynslu annarra þjóða. Afstaða þín er því ekki byggð á rökum heldur aðeins óræðum tilfinningum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 16:27

33 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég hef einmitt fulla trú á því að við íslendingar getum bjargað okkur í veröldinni, en við gerum það EKKI með því að láta einhverja aðra taka yfir auðlindir okkar og yfirráð yfir þeim.  Við gerum það með því að vera sjálfstæði þjóð meðal þjóða.  Við höfum svo margt sem við getum nýtt okkur í þeirri baráttu.  Það eru einmitt manneskjur eins og þú sem efast um að við getum staðið á eigin fótum og vilt endilega troða okkur undir pilsfald "mömmu" sem á að vernda okkur.  Slík "mamma" er bara ekki til nema í hausnum á ESB sinnum.  Sú "mamma" er svona eins og úlfurinn í kiðlingasögunni sem vildi komast inn á fölskum forsendum. 

Þú og þínir líkar eru að mínu mati aumkvunarverðar manneskjur, ósjáfstæðar og óöruggar sem viljið sækja ykkur skjól, og þá er alveg sama hvert bara ef "mamman" vill taka okkur undir pilsfaldinn. 

Þannig að þú skal tala varlega um mína afstöðu gagnvart vanmetakennd þjóðarinnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.12.2011 kl. 18:03

34 identicon

Endemis bull er þetta í þér Ásthildur. Það er engin mamma í ESB í hugum aðildarsinna. Þarna er aðeins um samstarf margra þjóða að ræða á jafnréttisgrundvelli. Hver þjóð heldur sínum auðlindum.

Mamman er aðeins til í hugum ykkar andstæðinganna. Mamman ykkar er ímyndað skrímsli sem er ekki til en setur mark sitt á alla ykkar umræðu og gerir hana algjörlega marklausa. Skrímslið er ykkar helsta ef ekki eina haldreipi.

Þessi skrímslatrú ykkar er hrein paranoja. Sægreifar og aðrir auðmenn eru einnig að reyna að blekkja auðtrúa fólk enda eru tíðar sveiflur á gengi krónunnar mikill og auðveldur gróðavegur fyrir þá á kostnað almennings.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 18:37

35 Smámynd: Elle_

´Botnlaus vanmáttarkennd, djúpstæð vanmáttarkennd, vanmáttarkennd, vanmáttarkennd, VANMÁTTARKENND´??  Vorum við nokkuð að tala um ´búa til sögur út í bláinn´???  Vilhjálmur, þú ert ekkert fáfróður og dómurinn kom úr hörðustu átt og áfram Ásthildur og Vilhjálmur. 

Elle_, 28.12.2011 kl. 22:20

36 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Hvenær hafa ESB sinnar sagt satt??Vilja þeir ekki vita um þær hörmulegu skuldir sem ESB þjóðirnar klást við?Vilja ESB sinnar koma okkur á vonarvöl með því að skríða undir Pilsfaldin á ESB þjóðonum? því miður eru ekki nógu skynsamt Fólk í Ríkistjórn til að láta sér detta í hug að draga umsókn inn í ESB til baka!!!

Vilhjálmur Stefánsson, 28.12.2011 kl. 22:36

37 identicon

Hér bulla andstæðingar ESB-aðildar Íslands hver í kapp við annan. Málstaðurinn er svo veikur að þeir sjá sig knúna til að grípa til lyga. Öllu er snúið á hvolf. Sannleikurinn verður lygi í þeirra meðförum og lyginn sannleikur.

Ísland er skuldugra en nokkurt ESB-ríki nema Grikkland eins og sjá má í linknum hér fyrir neðan. Skuldir flestra ESB-ríkja eru miklu minni en skuldir Íslands.

http://www.nationmaster.com/graph/eco_pub_deb-economy-public-debt

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 10:57

38 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki hægt að þræta við mann sem snýr öllu á hvolf.  Það er taktík sem er löngu þekkt í áróðri, setja fram fullyrðingar sem ekki standast neina skoðun og berjast áfram með þær fram í rauðan dauðan.  Þú mátt alveg auglýsa þig hér sem kjána Ásmundur, en ég hreinlega hef betra við minn tíma að gera en að tala við manneskju sem er í hlekkum hugarfars sem allir sjá að er vitleysa á alla kanta. 

Takk fyrir hvatninguna Elle mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2011 kl. 12:18

39 identicon

Það er illt í efni þegar bein tenging við nýjustu gögn frá viðurkenndum alþjóðlegum stofnunum eru ekki tekin gild gegn blekkingunum.

Það er hámark bjartsýninnar að gera sér vonir um að blekkingarnar nái fram að ganga gegn slíkum sönnunargögnum.

Eða eru þessir andstæðingar aðildar haldnir sjáfseyðileggingarhvöt? Eru þeir að keppast við að rústa eigin trúverðugleika?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 14:57

40 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Takk Ásthildur, þú hefur rétt að mæla..það er  Frostið sem fer mjög ílla með hugsunarhátt ESB sinna..

Vilhjálmur Stefánsson, 29.12.2011 kl. 15:00

41 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk sömuleiðis Vilhjálmur ætli ESBdraumurinn verði ekki sprungin þegar við komumst að dyrunum að gullna hliðinu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2011 kl. 15:10

42 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ásthildur..Við eigum eftir að rífa kjaft næstu 15 árin.Við erum að Vestan..

Vilhjálmur Stefánsson, 29.12.2011 kl. 16:48

43 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahaha já meira að segja stólpakjaft Vilhjálmur minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2011 kl. 16:50

44 Smámynd: Elle_

Hvað segið þið um næstu 1/2 öldina?: Ísl. blóðið mitt er að vestan-_-  Gef hitt ekki upp opinberlega: ´Útlendingahatarar´ gætu notað það. 

Elle_, 29.12.2011 kl. 17:05

45 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eins lengi og þarf Elle mín, eins lengi og þarf.  Að vestan nægir mér alveg

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.12.2011 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband