Lýðræði og landstjórar

Vestrænar þjóðir eru oft fljótar að setjast í dómarasætið þegar þeim þykir valdhafar, sem ekki hafa verið kjörnir í almennum kosningum, vera of þaulsætnir í löndum Afríku og víðar utan ,,velmegunarbeltisins". Lýðræði jafnvel ógnað. En nú þurfa þær ef til vill að líta sér nær.

Kosningum sem halda átti í febrúar í Grikklandi hefur verið frestað í að minnsta kosti tvo mánuði og verða ekki haldnar fyrr en í fyrsta lagi eftir miðjan apríl en þá eru páskar grísku rétttrúnaðarkirkjunnar. Ef til vill síðar, því dagsetning hefur ekki verið sett. Svo sem kunnungt er tók ný stjórn Grikklands undir forsæti fyrrum ESB embættismannsins Papademos við völdum í haust og var hennar aðal hlutverk að mæta kröfum ESB og AGS um efnahagsstjórn til að Grikkir fengju þá efnahagsaðstoð sem þeir þurftu á að halda. Þá var því lofað að halda kosningar um miðjan febrúar, en nú þykir áríðandi að fá meiri tíma til að hrinda efnahagsaðgerðum í framkvæmd, en þær felast meðal annars í uppsögnum fjölda ríkisstarfsmanna og niðurskurði í velferðarkerfinu. Eins og bent hefur verið á hér á Vinstrivaktinni þá eru umdeilanlegar ákvarðanir oft teknar þegar almenningur er upptekinn við annað, til dæmis jólahald, spurning hvort þetta verði ein þeirra?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Vinstrivaktin að mælast til að aðrar ESB-þjóðir greiði í framtíðinni hallarekstur Grikklands og gífulegar skuldir?

Er Vinstrivaktin að mælast til að aðrar ESB-þjóðir greiði háan lífeyri opinberra starfsmanna í Grikklandi jafnvel löngu eftir að þeir eru látnir?

Vill Vinstrivaktin að Grikkir fái að vera í friði með gífurlega mikið skattsvindl? Eiga aðrar ESB-þjóðir að fjármagna það?

Vill Vinstrivaktin að Grikkir fái að vera í friði með lágan eftrlaunaaldur? Eiga þær þjóðir sem hafa mun hærri eftirlaunaaldur að gera Grikkjum þetta kleift með því að láta fé af hendi rakna og jafnvel hækka enn frekar eftirlaunaaldur sinn?

Finnst Vinstrivaktinni að spilling í sambandi við opinberar stöðuveitingar í Grikklandi komi þeim ekki við sem þurfa að fjármagna spillinguna?

Svona mætti lengi halda áfram en ég læt hér staðar numið.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 17:38

2 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Vinstrivaktin vill að allar þjóðir búi við lýðræðislega kjörnar stjórnir.

Vinstrivaktin gegn ESB, 29.12.2011 kl. 18:06

3 identicon

Rísstjórnir eru ekki kjörnar lýðræðislega.

Þær eru myndaðar eftir kosningar af þeim flokkum sem koma sér saman um að mynda ríkisstjórn. Þannig eru allar ríkisstjórnir myndaðar í ESB bæði í Grikklandi og annars staðar.

Þannig var ný ríkistjórn mynduð í Grikklandi í haust eftir að Papandreou sagði af sér þegar tillaga hans um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðgerðir sem þingið hafði samþykkt féll í grýttan jarðveg í þinginu.

Allt fór þetta fram með lýðpræðislegum hætti þó að staðan hafi verið þröng.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 29.12.2011 kl. 18:33

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ásmundur, afhverju sagð Papandreou af sér? Eftir að tllaga hans féll í grýttan jarðveg. Hreinskylnislega er ég að fiska eftir þessu; Hvenær féllu ákvörðanir (ekki bara tillögur)ríkisstjórnar Jóhönnu í grýttan jarðveg?Ég bíð ekki eftir svari,það var, Þegar öryggisventill þjóðarinnar,forseti vor,skynjaði hættuna og lögleysuna,sem þjóðinni stafaði af fáheyrðum undirlægjuhætti stjórnar Íslands varðandi Icesave. Landráð,skal það heita og best að endurtaka það sem oftast. Henni bar að segja af sér.

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2011 kl. 04:59

5 identicon

Papandreou sagði af sér vegna þess að hann naut ekki trausts þingsins lengur eftir tillöguna um þjóðaratkvæðagreiðslu.

Helga, afstaða ríkisstjórnarinnar til Icesave-samningsins byggðist auðvitað ekki á neinum undirlægjuhætti. Þetta var hreint hagsmunamat byggt á mati færustu sérfæðinga sem höfðu skoðað allar hliðar málsins gaumgæfilega í margar vikur.

Það á enn eftir að koma í ljós hvort neiið reynist okkur ekki dýrkeypt, jafnvel mjög dýrkeypt. Allavega er ljóst að með því að segja nei tókum við miklu meiri áhættu en ef við hefðum sagt já.

Þingræði þýðir að þingmenn hafa umboð kjósenda til að taka ákvarðanir nema í algjörum undantekningartilvikum þegar þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram.

Almenningur getur oft haft rangt fyrir sér. Það er því beinlinis rangt að fylgja vilja hans ef það stríðir gegn samvisku þingmanna. Menn geta heldur ekki vitað með vissu um afstöðu meirihluta almennings nema í kosningum.

Um það leyti sem Alþingi samþykkti Buchheit-samninginn var meirihluti fyrir honum meðal þjóðarinnar skv skoðanakönnunum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 08:40

6 Smámynd: Elle_

NEI, Ásmundur, einu sinni enn ferðu rangt með ICESAVE málið.   Gríðarleg hætta var við að segja JÁ við ICESAVE.  Ekki við að segja NEI eins og þú ranglega endurtekur.  

Málið var samt ekki fyrst og fremst það.  Stærsta málið var að ICESAVE var kúgun og lögleysa.  Og fyrir það eitt að VILJA það hefðu Jóhanna og co. og Steingrímur átt að víkja. 

Þau hinsvegar böðluðust á forsetanum og þjóðinni og munu aldrei víkja fyrr en þau VERÐA. 

Það verður að færa þau fyrir landsdóm eða sakadóm vegna ICESAVE. 

Elle_, 30.12.2011 kl. 22:04

7 identicon

Endilega útskýrðu hvernig áhættan var meiri með því að samþykkja Buchheit-samninginn.

Eins og samninganefndin útskýrði fyrir þjóðinni þá var áhættan miklu meiri ef samningnum yrði hafnað.

Þá var hætta á að við þyrftum að greiða allan höfuðstólinn upp á 1300+ milljarða en ekki bara lágmarkstrygginguna upp á 600+ milljarða.

Auk þess var hætta á miklu hærri vöxtum eða markaðsvöxtum en ekki þessum lágu vöxtum sem samið var um.

Það ætti ekki að koma á óvart að upphæðin margfaldist ef við töpum málinu þó að maður voni hið besta.

Í stað þess að hlusta á hæfustu menn sem skipuðu samninganefndina kaust þú og aðrir nei-sinnar að hlusta á Davíð Oddsson og náhirð hans og aðila tengda þeim.

Þið kusuð að hlusta á nokkra óþekkta lögfræðingaskussa frekar en hæfustu lögmenn landsins.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 22:27

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Loksins komst ég að sjá svar þitt. Því miður trúi ég því enn þá að "hagsmunamat" unnið fyrir ríkisstjórnina,tengist kröfum ESB.um að Icesave sé greitt,það yrði hinn almenni launamaður,sem fengi þann skell. Þeir eru ekki síðri hag og lögfræðingar í okkar nei-sinna röðum,sem sína það með rökheldum staðreyndum. Þingræði leyfir ekki að þjóðin sé hneppt í þrældóm,vegna skulda fjárglæframanna,það vissi forsetinn. Ég mun aldrei þola það ranglæti: Borga falsaðan reikning,sem aukin heldur er ekki til fyrir, þar með aðgöngumiða Samfylkingar að ESB.,sem lítill hluti borgaranna vill. Að ógleymdu fullveldinu. Hversvegna samþykktu stjórnarliðar ekki þjóðaratkvæðakosningu,til að kanna hug kjósenda um það,áður en lagt var af stað,??

Helga Kristjánsdóttir, 30.12.2011 kl. 22:28

9 identicon

Endilega bentu mér á þessar rökheldu staðreyndir lögfræðinga ykkar nei-sinna.

EES hefur nánast aldrei tapað samningsbrotamáli. Hvernig getur 1300+ milljarðaskuld verið léttbærari en 600+ milljarða skuld?

Og hvernig er hægt að búast við lægri vöxtum en þeim lágu vöxtum sem samið var um? Við verðum að reikna með að vextirnir geti orðið mun hærri.

Ég hef að vísu von um að neyðarlögin bjargi okkur þannig að það verði tekið gilt að Bretar fái frá Landsbankanum meira en sem nemur lágmarkstryggingunni með vöxtum.

Það er hins vegar allt of mikið í húfi til að það sé verjandi að treysta á að sú von rætist.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 22:48

10 Smámynd: Elle_

Ásmundur, einu sinni enn: Mig langar ekki að vera leiðinleg við þig en þú ferð með endalausar villur um ICESAVE-KÚGUNINA. 

Eins og ég skrifaði: Stærsta málið var að ICESAVE var kúgun og lögleysa. STÆRSTA MÁLIÐ VAR AÐ ICESAVE VAR KÚGUN OG LÖGLEYSA.  

Rökin um hættuna eru líka óendanleg.  Segðu ekki aftur að ég skilji ekki ICESAVE þó ég komi ekki með óendanleg rök.  Þú hlustar ekki á nein rök gegn  EU og ICESAVE.  Við erum búin að vera að lemja höfðinu utan í veggi og alltaf skal ég dragast á asnaeyrunum þar sem ég þoli ekki að lesa villurökin gegn KÚGUNINNI ICESAVE.  

Það er e-ð stórkostlega rangt við að vilja ekki verjast fyrir dómstólum gegn KÚGUN.  Það er lýðum ljóst að maður beygir sig ekki fyrir KÚGUN.   

Lee Bucheit var að þóknast húsbóndanum sem borgaði honum fyrir vinnuna, ´STLÍNISTUNUM´. 

Körfuhafarnir í þrotabúi Landsbankans sem eru mörg stærstu fjármálafyrirtæki veraldar vinna nú að því með færustu lögmönnum í heimi að reyna að hnekkja neyðarlögunum. Ef þeim tekst að hnekkja neyðarlögunum þá verða innistæður ekki lengur forgangskröfur í þrotabúi Landsbankans. Ef þessum aðilum tekst að hnekkja neyðarlögunum þá þýðir það að þessir aðilar munu fá stærstan hluta þrotabúsins í sinn hlut. Lítið fæst þá upp í Icesave innistæðurnar. Ef við samþykkjum Icesave samninginn þá erum við að ábyrgjast að greiða Bretum og Hollendingum Icesave óháð því hvort neyðarlögin halda.

Hver á að borga Icesave Þessir aðilar eru að reyna að hnekkja neyðarlögunum fyrir íslenskum dómstólum með því að leggja til grundvallar stjórnarskrárvarinn eignarétt sem er skýr í íslensku stjórnarskránni annars vegar og í Mannréttindayfirlýsingu Evrópu hins vegar. Sjá þessa frétt hér og viðbrögð talsmanns þessara lánadrottna við dómi héraðsdóms um heildsöluinnlánin nú fyrir helgi:  Erlendir kröfuhafar: Dómur Héraðsdóms gegn stjórnarskránni. 

Vel getur farið svo að það verði fyrst þegar Mannréttindadómstóll Evrópu kveður upp sinn dóm eftir 3 ti 5 ár að við vitum hvort neyðarlögin halda. Vel getur farið svo að þá fyrst vitum við hvort eignirnar sem eru í þrotabúi Landsbankans verða til ráðstöfunar upp í Icesave. Ef neyðarlögunum verður hnekkt þá vegna ríkisábyrgðarinnar, þá falla þessir 674 ma. sem það kostar að tryggja lámarksinnistæðurnar á Icesave reikningunum, þær falla þá að stórum hluta til á ríkissjóð. Það er að segja ef við samþykkjum Icesave samninginn þann 9. apríl nk.

Þetta staðfesti Lee Buchheit í viðtali í Silfrinu á sunnudaginn. Verði neyðarlögunum hnekkt sagði hann, þá falla gríðarlegar skuldbindingar á ríkissjóð. Lee Buchheit upplýsti líka að það er gert ráð fyrir þessum möguleika í Icesave samningnum. Hann sagði að menn hefðu reiknað með því að þetta gæti gerst. Þess vegna er gert ráð fyrir því í Icesave samningnum að það geti tekið ríkissjóð næstu 37 árin að greiða upp Icesave.

Þess vegna má ekki veita þessa ríkisábyrgð. Þess vegna má ekki samþykkja Icesave.

Gerum okkur grein fyrir því að þetta Icesave mál er rétt að byrja hvort heldur þjóðin velur já eða nei á laugardaginn. Gríðarleg óvissa mun ríkja um afdrif þessa máls þar til dómur fellur fyrir Hæstarétti og hugsanleg í framhaldi fyrir Mannréttindadómstól Evrópu hvort neyðarlögin halda. Sérstaklega mun þessi óvissa plaga okkur ef við samþykkjum Icesave og veitum þessa ríkisábyrgð.

Ég minni á að ef við höfnum Icesave 3 og neyðarlögin halda þá fá Bretar og Hollendingar vegna neyðarlaganna, 94% af sínum ýtrustu kröfum, þ.e. tæpa 1.200 ma.  Sjá þennan pistil hér:  Felli þjóðin Icesave 3 fá Bretar og Hollendingar samt 94% af sínum ýtrustu kröfum.

Ef við segjum NEI þá borgum við sjálf ekki neitt næstu árin og engin ríkisábyrgð verður veitt. Málið fer þá fyrir dómstóla og þá gefst tækifæri til að taka tillti til þess hvort neyðarlögin halda eða ekki. Eins gefst þá tækifæri, ef menn vilja, til að bjóða Bretum og Hollendingum aftur að samningaborðinu þegar réttaróvissunni um neyðarlögin hefur verið eytt.

  • Ef við segjum JÁ og neyðarlögin halda ekki þá falla gríðarlegar fjárhæðir á ríkissjóð og þjóðin verður skattpínd og sliguð næstu 37 árin að borga Icesasve.
  • Að samþykkja Icesave meðan það ríkir réttaróvissa um hvort neyðarlögin halda er óásættanlegt gambl.

Að segja NEI er eina skynsamlega leiðin út úr þessu klúðri.

Við skulum gera okkur grein fyrir því að ef málaferlin vegna neyðarlagana tapast og við samþykkt ríkisábyrgð á Icesave skuldbindingunni þá falla 1.200 milljarðar á ríkissjóð.

Ef þessi gjörningur Alþingis að breyta forgangsröðum krafna verður dæmdur ólöglegur og felldur úr gildi þá verða engir fjármunir teknir úr þrotabúi Landsbankans og þeir fjármunir notaðir til að greiða Icesave. Fyrrum lánadrottnar og núverandi kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans eignast þá allt það fé sem er í þrotabúinu, eins og lög stóðu og standa til.

  • Gerum okkur grein fyrir því að það fé sem nota á til að greiða Icesave, því fé ætlum við okkur að stela með neyðarlögum af núverandi kröfuhöfum þrotabús Landsbankans. 
  • Gerum okkur grein fyrir því að Icesave samningurinn gengur út á það að þrír aðilar ætla að skipta á milli sín þýfi sem stolið var frá helstu fjármálastofnunum heims. 

Lítill fugl hvíslaði því að mér að ástæðan fyrir því að Bretar og Hollendingar hafa sótt það svo fast að fá ríkisábyrgð á Icesave samninginn er að Bretar og Hollendingar gera ráð fyrir að neyðarlögin muni á endanum ekki halda. Þeir gera ráð fyrir því að íslenska ríkið muni á endanum tapa málaferlum vegna neyðarlagana. Það þýðir að það verður ekki hægt að nota þá fjármuni sem nú liggja og lágu inni í þrotabúum bankana til að tryggja innistæður hér heima og erlendis.

Þetta álit sem kom frá ESA að "líklega"myndu neyðarlögin halda var pantað álit af Bretum og Hollendingum til að róa Íslending og fá þá til að samþykkja ríkisábyrgðina.

Ég skil ekki hvað þingið er að hugsa þegar það samþykkir 1.200 milljarða ríkisábyrgð á skuldbindingu sem engin veit í dag hvort verður greidd úr þrotabúi Landsbankans eða fellur öll á ríkissjóð. 

Tapist málaferlin vegna neyðarlagana og við búin að samþykkja ríkisábyrgð á 1.200 milljarða Icesave samningi, í hvaða stöðu erum við þá?

Nei, fellum þennan Icesave samning í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er ekki forsvaranlegt að samþykkja 1.200 milljarða ríkisábyrgð í þeirri von að málaferli vegna neyðarlagana vinnist. 

Ég er gamblari en ekki svona mikill.

Einfaldir útreikningar, sjá hér, staðfesta að útreikningar InDefence á kostnaði við dómstólaleiðina eru réttir. Með einföldum útreikningum er hægt að staðfesta að kostnaðurinn við dómstólaleiðina er af þeirri stærðargráðu sem InDefence reiknar hann.

Mín niðurstaða er því sú að:

  • Það er ekkert þannig að Icesave kosti 47 ma. eins og stjórnvöld halda fram.
  • Það er ekkert þannig að dómstólaleiðin kosti 500 ma. eins og stjórnvöld halda fram.

Það er hins vegar hægt að treysta tölunum frá InDefence. Sjá nánar hér. Þeirra mat er þetta: 

  • 75 ma. kostar það okkur ef við samþykkjum Icesave.
  • 140 ma. kostar það okkur ef við töpum dómsmálinu algjörlega.

Þetta eru hinir raunverulegu valkostir sem þjóðin stendur frammi fyrir.

Ég trúi að Lárus Blöndal fari með rétt mál varðandi réttarstöðu okkar. Ég trúi því að við annað hvort vinnum málið fyrir dómstólum eða verðum dæmd til að tryggja lágmarks innistæður upp á 20.887 evrur per reikning. Í báðum tilfellum mun ríkissjóður ekki þurfa að greiða krónu. Þrotabú Landsbankans á fyrir þessum dómi.

Ég trúi líka áliti þeirra lögspekinga sem lögðu fram sína umsögn um Icesave 3 fyrir fjárlaganefnd, þar sem fram kom að afar ólíklegt er að við verðum dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu.

Ég er tilbúinn út frá þessum forsendum að fara dómstólaleiðina að gambla með það að geta hugsanlega lent í því að borga 140 ma í stað þess að þurfa með vissu að borga 75 ma. Með þessu er ég að gambla með 65 ma. (140 - 75 = 65 ma.)

Ég þykist líka vita að Bretar og Hollendingar eru EKKI tilbúnir að gambla í þessu máli með það undir að geta tapað 1.200 ma. Gerum okkur grein fyrir því að ef við vinnum málið fyrir Hæstarétti Íslands þá fá þeir ekki krónu. Tapi þeir málinu fyrir Hæstarétti Íslands þá tapa þeir 1.200 ma.

Gerum okkur líka grein fyrir því að ef við verðum dæmd til þess að tryggja lágmarks innistæður, 20.887 evrur per reikning, þá verður þrotabú Landsbankans gert að greiða Bretum og Hollendingum 630 ma. en það er kostnaðurinn við að tryggja þessar lágmarks innistæður. Það þýðir að Bretar og Hollendingar tapa 570 ma. miðað við fyrirliggjandi Icesave samning þar sem gert er ráð fyrir að þeir fái 1.200 ma.

Aðeins með því að þeir vinni málið og við dæmd til að tryggja allar innistæður að fullu fá þeir út úr dómsmáli eitthvað í líkingu við Icesave samninginn. Og hverjar eru líkurnar á því? 5% til 10%?

  • Löngu áður en Hæstiréttur Íslands fær málið í sínar hendur þá semja Bretar og Hollendingar og hirða sína 1.200 ma. úr þrotabúinu án þess að nokkur ríkisábyrgð fylgi eða greiðsla frá ríkinu. Með slíkum samningi fá Bretar og Hollendingar 94% af núverandi Icesave samningi.
  • Slíkan samning gætu þeir klárað fyrir hádegi á morgun með Steingrími J. Það þarf engin lög frá Alþingi til að ganga frá slíkum samning. Það er bara vegna þess að Bretar og Hollendingar vilja fá ríkisábyrgð og 75 ma. til viðbótar við það sem er í þrotabúi Landsbankans að þessi Icesave samningur fór aftur fyrir þing og þjóð.  

Tapi Bretar og Hollendingar þessu máli fyrir dómstólum þá tapa þeir 1.200 ma. Hverjar eru líkurnar á því? 20% til 30%? Myndu ríkisstjórnir Bretlands og Hollands þola það? Eru þessar ríkisstjórnir til í slíkt gambl?

Verði Íslendingar dæmdir til að greiða lágmarks trygginguna, sem margir telja líklega niðurstöðu, þá greiðir þrotabúið út 630 ma. Þá fellur ekki króna á íslenska ríkið. Þrotabúið á í dag í peningalegum eignum 700 ma. Bretar og Hollendingar tapa hinsvegar 570 ma. miðað við fyrirliggjandi Icesave samning. Myndu ríkisstjórnir Bretlands og Hollands þola það? Eru þessar ríkisstjórnir til í slíkt gambl?

Nei, löngu áður en málið fer í hendur Hæstaréttar Íslands þá verða Bretar og Hollendingar búnir að gleyma öllu um ríkisábyrgðir og einhverjum smá greiðslum úr ríkissjóði Íslands. Þeir taka þrotabúið og fá þar með 94% af sínum kröfum.

Já, ég er tilbúinn að fara dómstólaleiðina og með því gambla með 65 ma. Það geri ég áhyggjulaust.

Fyrirgefðu VINSTRIVAKT fyrir að ég ráðist inn með löngu rökin fyrir hann Ásmund.

LOKS ÆTTI AÐ DRAGA JÓHÖNNU OG STEINGRÍM OG ÖSSUR OG NOKKRA ENN FYRIR LANDSDÓM EÐA SAKADÓM VEGNA ICESAVE.  

Elle_, 30.12.2011 kl. 23:38

11 Smámynd: Elle_

Og Ásmundur, viltu ekki halda ´náhirðinni´ ykkar fyrir ykkur sjálf og hlífa okkur??  Kannski ættirðu að virða Davíð fyrir að berjast frá fyrsta punkti gegn KÚGUN?? 

Elle_, 31.12.2011 kl. 00:03

12 identicon

Aha, ertu undir áhrifavaldi Davíðs Oddssonar? Er það skýriningin á undarlegum viðhorfum þínum?

Þú virðist vera jafn fáfróð um þátt Davíðs Oddssonar í hruninu og um Icesave. Þó er td á allra vitorði að tjónið sem hann olli með ástarbréfunum svokölluðu er margfalt meira en Ivesave hefði nokkurn tímann getað orðið ef Buchheit-samningurinn hefði verið samþykktur.

Þú veist greinilega ekki heldur að Davíð Oddsson skrifaði undir skuldaviðurkenningu Íslands vegna Icesave 2008.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 09:37

13 identicon

Elle, það er búið að hnekkja neyðarlögunum og þegar búið að greiða forgangskröfuhöfum það sem þrotabú gamla Landsbabkans átti í lausafé.

Hvers vegna ertu að vitna í Buchheit sem samþykkti samninginn fyrir hönd þjóðarinnar? Buchheit lagði mikla áherslu á áhættuna af því að segja nei. Hann talað þar af reynslu. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 09:50

14 Smámynd: Elle_

Æ-i, Ásmundur, ég er ekki ´undir áhrifavaldi´ neins, enda væri það ekki þitt mál og er ekki með nein ´undarleg viðhorf´, heldur berst gegn ranglæti og eilífum útúrsnúningum þínum. 

En þú augljóslega styður gegnumrotinn Jóhönnuflokkinn.  Hann var samt maður sem hefur staðið einna fastast á jörðinni gegn kúgun Jóhönnu og ykkar og ég met það.  Knock yourself out.

Hinsvegar hef ég sagt opinberlega og í þessari síðu að ég kaus stórhættulegan Steingrím og í síðasta sinn. 

Það er þú sem veist ekkert um ICESAVE.  Þú skilur það ekki frekar en Jóhanna og Össur og kemur þarna með lygasögu um ´skuldaviðurkenningu´ sem var væntanlega Memorandum of Understanding. 

Elle_, 31.12.2011 kl. 12:28

15 identicon

Gott að geta lokað augunum fyrir óþægilegum staðreyndum sem falla ekki að draumsýninni. Ég hef að vísu aldrei séð skuldaviðurkenninguna en um hana hafa oft birst fréttir í fjölmiðlum.

Í fyrstu fréttinni sem ég las var talað um að hún hafi verið undirituð af Geir Haarde, Árna Mathiesen og Davíð Oddssyni. Seinna sá ég frétt þar sem Geir var sleppt úr þessari upptalningu.

Þú átt að halda svona draumsýnum fyrir þig. Það er auðvitað fyrir neðan allar hellur að ásaka alla, sem deila henni ekki með þér og skýra frá staðreyndum, um lygar.

Eins og ég sagði er gestsaugað glöggt. Davíð er erlendis talinn versti selabankastjóri heims á fyrirhrunsárunum og jafnvel einn helsti orsakavaldur heimskreppunnar. Jóhanna og Steingrímuyr eru hins vegar talin hafa náð betri árangri en nokkurn gat órað fyrir.

Eins og ég hef oft sagt er stutt á milli Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna. Það eru áhöld um hvor sé meiri afturhaldskommatittsflokkur svo að notað sé orðfæri Davíðs Oddssonar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 12:58

16 Smámynd: Elle_

Hvaða ´draumsýn´ ertu með, segirðu?  Hættu nú að klína þínum óförum upp á aðra og snúa hlutum á hvolf.  Viltu ekki fara að lesa kúgunarsamning Jóhönnu og co., samninginn sem þið skiljið ekki enn?  Samninginn sem átti að færa lögsögu sjálfstæðs ríkis og galopna ríkissjóð og valda ríkinu stjórtjóni??

Elle_, 31.12.2011 kl. 13:16

17 Smámynd: Elle_

Hinn mikli efnahagsárángur Jóhönnu og Steingríms????????  ICESAVE var fellt af þjóðinni, já, með hjálp forsetans.  Snúandi hlutum á hvolf, Ásmundur??  

Elle_, 31.12.2011 kl. 13:58

18 identicon

Elle, þessir erlendu sérfræðingar þínir voru fjarri því að vera sérfræðingar í Icesave. Allir héldu þeir að ríkið ætti að borga alla Icesave-skuldina. Þess vegna sögðu þeir að við gætum ekki greitt hana.

Það var ekki fyrr en Steingrímur tilkynnti matsfyrirtækjunum eftir síðustu þjóðaratkvæðagreiðslu, að eignir þrotabús Landsbankans myndu ganga upp í greiðslu skuldarinnar, að málin skýrðust. Þá heyrðist ekki meira í þessum spekingum þínum.

Þessir sérfræðingur vanræktu að kynna sér málavöxtu og misnotuðu litla Ísland til að efna til ófríðar og fá útrás fyrir púkann í sér. Þetta voru æsingamenn. Vonandi verður Ísland ekki slíkur útkjálki í framtíðinni að þessi afglöp þeirra gleymist. Það þarf að láta þá standa reikningsskil gjörða sinna.

Sennilega var Hudson þeirra verstur. Hann kom hingað skömmu eftir hrun og ráðlagði Íslendingum að hætta að greiða erlendar skuldir, þeir gætu það hvort sem er ekki. Svo fór hann að nefna tölur og þá kom í ljós að hann miðaði við skuldir þjóðarbúsins en ekki ríkisins.

Hudson vissi ekki eða lét sem hann vissi ekki að skuldir þjóðarbúsins voru að mestu skuldir bankanna. Bankarnir voru einkafyrirtæki og því ljóst að þær skuldir sem þrotabúin gátu ekki greitt yrðu afskrifaðar. Það var mikill meirihluti skuldanna.

Íslensk vanmáttarkennd ykkar nei-sinna kemur meðal annars fram í að þið trúið alls konar bulli bara vegna þess að útlendingar segja það Þó að ljóst sé að þeir þekkja litið til þeirra mála sem þeir eru að tjá sig um.

En svo trúið þið ekki því sem miklu meiri samhugur ríkir um erlendis, að Jóhanna og Steingrímur hafi staðið sig ótrúlega vel við að rétta við þjóðarskútuna. Þú ert ekki að standa þig, Elle.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 14:12

19 Smámynd: Elle_

Jú, jú, þeir voru það.  Og svarið mitt um það var þarna en ekki að ofanverðu.  Þú bara heldur áfram með ´vanmáttarkenndina´ ykkar.  ÞIÐ lögðust enda flöt fyrir kúgun og viljið ekki fara fyrir dómstóla og styggja yfirgangsveldin ykkar.  Þú veist alls ekki nóg um hvað þú ert að tala.   

Elle_, 31.12.2011 kl. 14:39

20 Smámynd: Elle_

NEI, svarið mitt var þarna.

Elle_, 31.12.2011 kl. 15:04

21 Smámynd: Elle_

>- - - vanmáttarkennd ykkar nei-sinna kemur meðal annars fram í að þið trúið alls konar bulli bara vegna þess að útlendingar segja - - -<

Alain Lipietz var yfir hópi sem samdi lög in innistæðutryggingar EU og veit vel hvað hann er að fara. 

Og vá, Ásmundur, ef við hefðum vogað okkur að minnast á bull frá einum útlendingi innan EU hefðir þú enn og aftur kallað okkur ´ÚTLENDINGAHATARA´. 

Æ, en þú hatar Bandaríkin og þaðan kemur DOCTOR Michael Hudson.  Hann er með PHD og heimsvirtur fræðingur en þú veist örugglega betur en hann. 

Það er bara Brussel-SKRÍMSLIÐ sem er í náðinni.  Eins og í BRUSSEL-VELDIÐ-GEGN-92%-HEIMSINS.   Finnst þér þetta ekki vera orðin sýki??

Elle_, 31.12.2011 kl. 15:17

22 Smámynd: Elle_

Og svo var það bandaríski maðurinn DOCTOR Joseph Stiglitz, líka með PHD.  Hann stóð líka með okkur gegn kúgunarsamningi ´STALÍNISTANNA´.  Fjöldi, fjöldi útlendinga stóð með okkur og gerir enn.  Líka aðalhagfræðingur hins breska virta blaðs FINANCIAL TIMES, Martin Wolf.  Virta bandaríska blaðið WALL STREET JOURNAL stóð með okkur. 

Elle_, 31.12.2011 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband