Ólafur Ragnar: Gæfa að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil

Forsetinn er ekki einn um þá skoðun sem hann lét í ljós fyrir skömmu að það hafi „reynst Íslandi blessun að búa við eigin gjaldmiðil". Margir erlendir hagfræðingar sem hingað hafa komið hafa sagt það sama. Nú eftir vandræðin á evrusvæðinu komu í ljós eru vafalaust enn fleiri á þeirri skoðun.

Mikið hefur verið gert úr því að forsetinn hafi átt ýmsa þekkta útrásarvíkinga að vinum. En þeir voru flestir hallir undir ESB-áróðurinn og hvöttu til þess að tekin yrði upp evra til þess að geta aukið umsvif sín enn frekar. Ólafur Ragnar tók aldrei undir þann áróður.

Forsetinn ræddi um endurreisn íslensks efnahagslífs og icesave-deiluna í viðtali við sænska sjónvarpið TV2 fyrr í mánuðinum. Eftir honum er m.a. haft í lauslegri þýðingu mbl.is, sbr. meðfylgjandi frétt:

„Eftir fall bankanna vorum við í þeirri blessunarlegu stöðu að hafa eigin sjálfstæða mynt," sagði Ólafur Ragnar og vísaði jafnframt til þess hvernig Íslendingar hefðu látið ógert að dæla miklu fé inn í bankakerfið.

Þessi skoðun forsetans er í fullu samræmi við yfirlýsingar fjölmargra hagfræðinga, bæði innlendra og erlendra, eins og rakið hefur verið hér á Vinstrivaktinni. Forysta Samfylkingarinnar og ASÍ hefur að vísu alltaf reynt að telja fólki trú um að íslenska krónan hafi átt mestan þátt í falli bankakerfisins.  Það er að sjálfsögðu hin mesta fjarstæða. Bankarnir felldu gengi krónunnar, en ekki öfugt. Ef hér á landi hefði verið evra þegar hrunið varð, hefðu lántökur bankanna vafalaust orðið miklu hærri en þó varð. Fall þeirra hefði því orðið hálfu hrikalegra áfall fyrir íslenskt efnahagslíf.

ESB-aðild hefði jafnframt valdið því að Íslendingar hefðu verið þvingaðir til þess af forystumönnum ESB í Brussel að reyna að bjarga bönkunum, rétt eins og gert var við Íra, og með hörmulegum afleiðingum fyrir skuldastöðu þjóðarbúsins. Einmitt vegna þess að við vorum ekki í ESB í hruninu gátum við  „látið ógert að dæla miklu fé inn í bankakerfið" eins og forsetinn benti réttilega á í sjónvarpsviðtalinu. - RA



 


mbl.is „Blessun að hafa krónuna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru engin vandræði á Íslandi?

Að sjá flísina í auga náungans, en ekki bjálkann í sínu eygin auga. Það er eitthvað mikið að hér!

Afneitun, afneitun, afneitun og meiri afneitun.

Allt fólk sem getur og hefur vit, yfirgefur þetta land.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 11:53

2 identicon

eigin - að sjálfsögðu

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 11:55

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Hvers konar fullyrðing er það að stjórnvöld hafi ekki átt þátt í að fella krónuna?

Frá því að stóriðjustefnan fór á fullt skrið eftir 2003 þá var það opinber stefna að soga inn í landið erlent lánsfé með háum vöxtum.  Þegar erlendar skuldir aukast svona hratt umfram gjaldeyristekjur þá lækkar langtímajafnvægisgengi krónunnar. Tilraunir stjórnvalda til að halda krónunni hárri með stighækkandi stýrivöxtum varð til þess að skuldirnar urðu hærri og fallið enn hærra.

Ef bankarnir felldu krónuna, hvers vegna er hún ekki búin að hækka aftur nú þegar þeir eru farnir úr myndinni?

Svo er það algjör hræsni að þakka krónunni.  Krónan gerir það einfaldlega að verkum að byrgðir hrunsins dreifast með ógagnsæjum hætti á landsmenn.  Það fólk sem misst hefur vinnuna, sem stendur undir hærri greiðslubirði, sem hefur misst aleiguna... það er fólkið sem á að þakka.  Það er fólkið sem hefur tekið á sig birðarnar, það eru hetjurnar ef einhverjar eru í þessum hildarleik.

Lúðvík Júlíusson, 17.12.2011 kl. 12:12

4 identicon

Já, og skuldir heimilanna hækkuðu svona mikið í kjölfar hrunsins vegna lántökugleði heimilanna eftir hrun.

Stefán (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 12:12

5 identicon

Hve djúpt ætlar forsetinn að sökkva í pólitískum áróðri?

Þetta er eins og að kasta blautri tusku í andlitið á öllum þeim sem töpuðu milljónum af eigin fé í íbúðum sínum og sátu uppi með hærri skuldir en söluverð íbúðarinnar.

Þeir sem mæla með krónu eru annaðhvort harðir andstæðingar ESB eða útlendingar illa upplýstir um íslensk efnahagsmál.

Útlendingarnir eru eingöngu Bretar og Bandaríkjamenn sem stjórnast annars vegar af fáfræði um íslenskar aðstæður og hins vegar af andúð á evru.

Bretar vilja evruna feiga vegna þess að hún veikir þeirra eigin gjaldmiðil. Bandaríkjamenn sjá ofsjónum yfir evrunni vegna þess að hún ógnar stöðu dollars.

Þessir útlendingar hafa viðurkennt að þeir þekkja litið til íslenskra aðstæðna og eru aðeins að vísa til þess að gengislækkun getur komið sér vel til að auka samkeppnishæfni.

Fáfræði þessara erlendu spekinga varð augljós þegar Gylfi Zoega setti þá á gat með spurningum á fundinum í Hörpu.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 12:20

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er hárrétt að krónan hefur bjargað landi og þjóð frá enn meiri hörmungum en annars hefðu orðið.

Um gengisfall krónunnar við hrun bankanna er margt hægt að segja. Það dylst þó engum að gengið var orðið allt of hátt skráð hér á landi fyrir hrun og að bankarnir héldu því markvisst uppi. Því má segja að fallið hafi orðið meira en efni stóðu til, vegna rangrar skráningar, skráningar sem skapaðist af gerfihagkerfi bankanna.

Mestann hluta fyrsta áratugar þessarar aldar var viðskiptahalli hjá okkur, þ.e. ef bankabólan er tekin frá dæminu. Þegar þjóð er rekin markvisst áfram með slíkum halla er gengið einfaldlega rangt skráð. Jafnvægi milli út og innflutnings hlýtur að verða að eiga sér stað, til lengri tíma litið. Það hefur engin þjóð efni á neikvæðum viðskiptahalla í ár og áratugi.

Það er orðið frekar þreitt að kenna krónunni um allt sem misferst og ótrúlegt að forsvarsmenn verkalýðshreyfingarinnar skuli nýta aðtöðu sína innan hennar til að halda uppi slíkum málflutningi. Krónan er einungis gjaldmiðill, hún endurspeglar fjármálakerfi landsins og stjórnun þess. Endurspeglar í raun raunverulega verðmætasköpun og hvernig við spilum úr henni. Ekki falsverðmæti sem verður til á pappír! Gjaldmiðill getur aldrei verið orsök einhvers, einungis afleiðing.

Það er svo aftur munur á því hvort þjóð hefur eiginn gjaldmiðil og stjórn á honum, eða hvort þjóð er bundin sameiginlegum gjaldmiðli með öðrum þjóðum.

Við fall bankanna féll gengið. Það leiddi til þess að kjör landsmanna rýrnuðu mikið. En ef við hefðum haft sameiginlegann gjaldmiðil með öðrum þjóðum, hefði þurft að leita annara leiða og þá er einungis um að ræða beina launalækku og uppsagnir starfsmanna. Það er sá veruleiki sem blasir við á Grikklandi, á Írlandi, í Potúgal, á Spáni, á Ítalíu og mjög bráðlega í Frakklandi.

Það er því aumur og lítilmannlegur málflutningur að kenna gjaldmiðlinium um ófari okkar. Þær stafa að ráni á bönkunum, ráni innan frá.

Það er sami aumingjaskapurinn og ráðamenn stunduðu á fornöld, þegar boðberar válegra tíðinda voru hálshöggnir!!

Gunnar Heiðarsson, 17.12.2011 kl. 14:01

7 identicon

Eigendur banka á Íslandi hefðu aldrei getað stundað þennann þjófnað innan frá, ef þjóðin hefði haft sameiginlegann gjaldmiðil með öðrum þjóðum og eftirlit erlendis frá. Hrunið hefði aldrei orðið eins gígantískt.

Ekki gleyma því, að við erum að tala um þjóðarglæp, en ekki bara um spilta stjórnmálamenn, þótt enginn verði dæmdur!

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 16:17

8 identicon

@ V. Jóhannsson.

Þú ferð hér með staðlausa stafi. Ef þjóðin hefði haft EVRU hér í bankahruninu þá væri ástandið mörgum sinnum verra. Þetta viðurkenna allir helstu hagfræðingar heims. Þú segir að ef eftirlitið með bönkunum hefði "komið erlendis frá" Þá hefði hrunið aldrei orðið jafn gígantískt !

En eftirlitið með íslensku bönkunum kom einmitt erlendis frá og er skilgetið afkvæmi hinns Evrópska banka- og fjármálaeftirlits sem við vorum skylduð til að taka hér upp með EES samningnum ! Þetta kerfi sem við settum upp fékk margfaldlega blessun þessa apparats EES og ESB.

Það hefur alveg sýnt sig að kerfið er engu skárra í Evrópu.

Afhverju var þetta erlenda kerfi þá ekki að vernda Grikki, Íra, og Portúgala nú eða allt EVRU kerfið sem riðar nú til falls ekki síst fyrir rosaleg vandræði banka- og fjármálakerfisins og hinns stórgallaða skuldavafnings EVRUNNAR.

Þar leikur nú allt á reiðiskjálfi og er í mun verra kalda koli en það nokkurn tímann hefur verið á Íslandi. Kreppan er að leika margar þessar þjóðir enn verr en okkar eigin þjóð sem býr við minna atvinnuleysi og meiri vöxt í hagkerfinu heldur en flestar þessar þjóðir sem eru inna ESB eða með EVRU.

Svona ósannar og órökstuddar fullyrðingar eins og þínar eru bara eitthvert undarlegt þjóðarhatur á þinni eigin þjóð !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 18:29

9 identicon

Það er engum vafa undirorpið að krónan hefur valdið okkur gífurlegu tjóni. Það sjá allir sæmilega vel gefnir einstaklingar sem setja sig inn í málin með opnum hug.

Ef við hefðum haft evru við hrun hefðu skuldir heimilanna ekki hækkað upp úr öllu valdi og eigið fé íbúðareigenda orðið að engu. Staða íslenskra skuldara væri þá miklu betri.

50% gengisfall krónunnar ásamt verðbólgunni sem fylgdi í kjölfarið olli þessum búsifjum skuldara. Ekkert af þessu hefði gerst ef við hefðum verið með evru.

Bankarnir hefðu aldrei getað vaxið eins og raunin varð ef við hefðum haft evru. Of hátt gengi krónunnar auðveldaði bönkunum að þenjast út. Sífellt hækkandi gengi skilaði bókhaldslegum hagnaði vegna gengishagnaðar.

Þessi hagnaður var nýttur til að þenja bankana út. Rekstrareikningurinn hefði hins vegar sýnt tap ef evran hefði verið gjadmiðillinn. Svo má ekki gleyma því gífurlega tjóni sem varð vegna jöklabréfa sem við erum enn að súpa seyðið af.

Það er afneitun að loka augunum fyrir því að krónan sé ónýtur gjadmiðill nema menn sætti sig við þá einangrun, ófrelsi og lífskjareskerðingju sem fylgir gjaldeyrishöftum.

Með krónu eru gjaldeyrishöft komin til að vera ef koma á í veg fyrir hrun. Áhrifin af þeim fara versnandi eftir því sem árin líða og fleiri sjá við höftunum. Við höfum reynsluna frá því fyrir fáeinum áratugum.

Það versta við krónuna er skortur á stöðugleika. Með krónu verða íbúðareigendur að búa við að eigið fé þeirra í íbúðum geti gufað upp og skuldirnar orðið hærri en söluverð íbúðarinnar.

Með krónu eru íslensk fyrirtæki ekki samkeppnishæf vegna skorts á stöðugleika. Þau geta aðeins gert samninga fyrir stuttan tíma og þurfa að búa við það að framleiðsla sem er hagkvæm í dag skili tapi áður en varir vegna gengis krónunnar. Gjaldþrot í stórum stíl geta þá blasað við.

Fjöldi atvinnutækifæra fara þannig forgörðum og útflutningstekjur verða mun minni en þær gætu verið. Það er afleitt sérstaklega í ljósi mikilla erlendra skulda ríkisins.

Að lokum nefni ég hinn alkunna beina ávinning af evru: Greiðskubyrði lána lækkar jafnvel um meira en helming (skv skýrslu ASÍ) og vöruverð lækkar umtalsvert. Lífskjör batna því verulega.

Miklu minni verðbólga og engin verðtrygging eru svo hluti af nauðsynlegum stöðugleika. Þar skiptir miklu máli að við verðum með sama gjaldmiðil og þau lönd sem við erum í mestum viðskiptum við.

Það hefur margoft komið í ljós að það er ekkert mark takandi á erlendum jafnvel heimsfrægum hagfræðingum þegar íslenskt efnahagslif er annars vegar. Þeir þekkja yfirleitt ekki nóg til íslenskra aðstæðna.

Í því sambandi nægir að nefna að þeir fullyrtu að ríkið gæti ekki greitt Icesave. Annað kom á daginn. Nú nögum við okkur í handarbökin yfir að hafa ekki samþykkt síðasta samning.

Þegar við bætist andúð útlendinganna á evru er ekki að sökum að spyrja. Bretar vilja evruna feiga því að hún veikir þeirra gjaldmiðil.

Bandaríkjamenn sjá ofsjónum yfir evrunni sem ógnar stöðu þeirra eigin gjaldmiðils. Það er engin tilviljun að þeir hagfræðingar sem hafa mælt gegn upptöku Íslands á evru eru einmitt frá þessum löndum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 23:14

10 Smámynd: Elle_

RÍKINU bar aldrei skylda til að borga ICESAVE og RÍKIÐ borgaði ALDREI ICESAVE.  Það var ALDREI RÍKISÁBYRGÐ á ICESAVE.  Það þýðir ekki að koma endalaust með svona kjaftæði.  Þú skilur ekki kúgunarmálið ICESAVE.   

Elle_, 18.12.2011 kl. 00:52

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er magnað að enn skuli vera til fólk sem er svo blint á ESB drauminn að það haldi því fram að "eftirlit erlendisfrá" hefði bjargað okkur frá hruni.

Samkvæmt því hljóta allir bankar evrulanda að hafa verið undir þessu öfluga bankaeftirliti. Hvers vegna berjast þeir þá í bökkum?

Hingað til hafa Íslenskir ESB sinnar haldið því fram að vandi evrunnar liggi í því að bankakerfið og ríkisstjórnir hafi farið illa með peninga, að vandinn liggi ekki í evrunni heldur umgengni um hana. Hvar er þetta öfluga eftirlitskefi? Eða er vandi evrunnar kannski bara fólgin í henni sjálfri?

Menn tala í hringi til að réttlæta ESB drauminn!!

Gunnar Heiðarsson, 18.12.2011 kl. 06:58

12 identicon

Elle, þú er kjáni ef þú gerir þér ekki grein fyrir að þú hefur enga þekkingu til að kveða á um það hvort ríkinu beri skylda til að greiða Icesave.

ESA telur okkur eiga að greiða. ESA hefur nú ákveðið að höfða mál. ESA hefur unnið nánast öll samningsbrotamál til þessa. Nú er staðan þannig að við værum líklega alveg eða næstum alveg laus allra mála ef við hefðum sagt já í þjóðaratkvæðagreiðslunni.

En af því að við sögðum nei þá getum við átt yfir höfði okkar að þurfa að greiða hundruð milljarða. Þökk sé Ólafi Ragnari, þér og hinum sem sögðu nei.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 08:42

13 identicon

Gunnar, gerirðu þér enga grein fyrir að hvergi hefur fjármálakerfi heillar þjóðar farið á hliðina nema á Íslandi? Ef við hefðum verið í ESB með evru hefðum við heyrt undir ECB, Seðlabanka Evrópu.

Það hefur komið fram að þær reglur sem giltu um starfsemi bankanna hér voru miklu frjálslegri en annars staðar í Evrópu enda markaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks þá stefnu að hafa eftirlitið sem allra minnst. 

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 09:04

14 identicon

@ Ásmundur. Það er beinlínis rangt hjá þér "að hvergi hafi fjármálakerfi heillrar þjóðar farið á hliðina nema á Ísland"

Hvað með ESB/EVRU landið Grikkland sem bókstaflega er gjaldþrota fyrir tilverknað Evrunnar og ESB Stjórnsýslunnar. Síðan hefur fjármálakerfi ESB/EVRU landana Írlands og Portúgals farið á hliðina.

Ennþá stærri skútur í þessari skipalest hafa nú fengið á sig brotsjói og gætu farið á hliðina þá og þegar og engir björgunarsjóðir réðu við að rétta þær af.

Svo hefur það komið í ljós að regluverkið sem við höfðum er skilgetið afkvæmi ESB og var sett upp fullkomlega eftir "dírektívinu" frá Brussel og marg staðfest af þeim sjálfum fram að Hruni. Sem reyndar var handónýtt, það sjá menn nú eftir á, enda komið í ljós að þetta var jafn gatslitið og ónýtt í öllum hinum ESB ríkjunum, enda margir stórir brask bankar þar í umvörpum farið á hausinn og sömu svikamyllurnar verið þar í gangi eins og hér voru leiknar.

Eftirlitið skánaði heldur ekkert við að Samfylkingin fór í stjórn, nema síður væri og Viðskipta og bankamálaráðherrann varð Samfylkingarmaðurinn Björgvin G. Sigurðsson og formaður Fjármálaeftirlitsins varð Jón Sig stórkrati. Þeir leyfðu þessu liði áfram að vaða uppi, þrátt fyrir alvarlegar aðvaranir erlendra sérfræðinga og meira að segja leyfðu þeir að opna nýja ICESAVE reikninga í Hollandi korteri fyrir Hrun.

Svo heldur þú að þetta hefði orðið eitthvað skárra ef að við hefðum verið í ESB og með EVRU af því að þá hefðum við heyrt undir ECB, Seðlabanka Evrópusambandsins.

Hann er ekki og má ekki vera banki sem er til þrautavara, það er mikill og útbreiddur misskilningur.

Hann hefur lítið getað gert og alls staðar þar sem hann hefur komið að hefur líka þurft að kalla AGS á vettvang. Helstu aðgerðirnar sem hann hefur gripið til er að verja auðvaldskerfi gerspilltrar Bankamafíunnar til að hafa allt sitt á þurru og skipað Ríkisstjórnum aðildarlandanna að senda helst allan reikninginn á almenning og almenna skattgreiðendur.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 11:05

15 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Ásmundur! Þú hlýtur að gera þér grein fyrir að eins og málum var komið hér á Íslandi haustið 2008 var svo komið að bankarnir hlutu að fara í þrot nema ríkið útvegaði þúsundir milljarða erlendis til að bjarga þeim. Sem betur fer varð sá kosturinn ofan á að láta þá fara í þrot og gera þá upp, enda voru skuldir þeirra á við tífalda landsframleiðslu þjóðarinnar.

 

Það er rétt hjá þér: „Ef við hefðum verið í ESB og með evru hefðum við heyrt undir ECB, Seðlabanka Evrópu.“ Og hvað hefði það þýtt? Íslenska ríkið hefði verið þvingað, eins og Írar, til að taka á sig allan skuldabaggann. Við vorum ekki í ESB og ekki með evru og fengum ekki á okkur nema brot af skuldabagganum. Nú erum við aftur á uppleið en Írar, Portúgalar og Grikkir eru á brún hengiflugsins. Spánverjar,Ítalir og Belgar nálgast bjargbrúna. Og í ESB er hver höndin uppi á móti annarra og engin úrræði til bjargar fyrr en í fyrsta lagi í mars! Fyndist þér ánægjulegt að sjá Ísland í stöðu þessari ríkja?

Vinstrivaktin gegn ESB, 18.12.2011 kl. 11:19

16 Smámynd: Elle_

Fyrir það fyrsta hef ég fengið nóg af að Ásmundur gerið lítið úr öllu sem ég segi og á meðan hann fer sjálfur með endalausar rökleysur í þágu Brussel og Jóhönnuflokksins.   Hvar sagði ég það sem hann heldur fram að ég hafi sagt??  Lestu AFTUR það sem ég skrifaði: 
RÍKINU bar aldrei skylda til að borga ICESAVE og RÍKIÐ borgaði ALDREI ICESAVE.  Það var ALDREI RÍKISÁBYRGÐ á ICESAVE.

Enginn dómur hefur fallið í málinu gegn ísl. ríkinu.  Krafa bresku og hollensku ríkisstjórnanna og ísl. ICESAVE-STJÓRNARINNAR með Jóhönnuflokkinn í fararbroddi var KÚGUN OG LÖGLESYSA: Ekki mátti styggja evrópsku nýlenduveldin vegna Brusselfarar Ásmundar og Jóhönnu og co. 

EFTA dómstóllinn hefur ekki lögsögu á Íslandi og getur ekki dæmt skaðabætur á ísl. ríkið.  Samkvæmt lögum var engin ríkisábyrgð á ICESAVE og dómarar verða að dæma samkvæmt lögum.   Og hvað veit Ásmundur annars um hvað ég veit???

Elle_, 18.12.2011 kl. 11:44

17 identicon

Ásmundur I - þú ert minn maður - að mestu leiti!

Samfilkingin var í ríkisstjórn á hrunatímanum, að mig minnir og þú mátt ekki gleyma því, að þú ert ekki þjóðin ,eða þannig.

Gunnlaugur nefnir hagfræðinga máli sínu til stuðnings. Er ekki aðalmaður ASÍ hagfræðingur, sem segir verðbólgu spretta af sjálfu sér og sé sjálfbær. Hann vill hafa verðtryggingu en er samt hrifinn af evru. Þarf að segja meira um hagfræðinga?

Það er eitt, sem almenningur verður að gera sér grein fyrir. Fréttaflutningur um efnahagsmál er alltaf pólutískt litaður. Fólk verður að finna og sjá sjálft hvað er að gerast. Sá sem býr á Íslandi veit ekkert hvernig er að búa erlendis, nema að hafa reynslu. 1990 hrundi efnahagskerfi Svíþjóðar nánast algjörlega og þá var ekki einu sinn komin upp umræða um inngöngu í EU. Þetta var vegna velmegunar og þenslu, sem fór yfir strikið. Seðlabankinn setti á 500% vexti til að stöðva útlán. Byggingaiðnaðurinn hrundi og er ekki búinn að ná sér enn og að sjálfsögðu verður keðju verkun. Verbólga var engin og að minstakosti varð verðhjöðnun tvisvar á árunum þar á eftir, sem sýnir dálítið heilbryggðari hugsunarhátt svía en íslendinga! Á Íslandi eyðir fólk og spreðar eins og síðastur sé morgundagurinn - sem hann og er fyrir marga - . "Mikið rosalega er allt orðið dýrt hér á Spáni!" "Þegar ég var á Kanarí fyrir fjórum árum, þá var allt miklu ódýrara". Jæja, er það?

Það skyldi þó ekki vera sama verð, en krónan hafi falli nokkuð hraustleg á tímabilinu? Eigum við að segja 100%.

Ha, já , þú meinar það! Íslendingar misskilja frekar, en að taka við bláköldum sannleikanum og verða geðveikir og það er þess vegna sem þeir búa þarna. Ef Ísland tekur upp evru, lendir þjóðin ( almenningur ) í sama ráninu og þegar tvö núll voru tekin af á sínum tíma!

Spánn tekur upp evru 2002 og þá kostar kaffibolli á veitingarstað 100 ptas. 1€ = 166,386 ptas. Daginn eftir kostar kaffibollinn á Mallorca 1.50€ eða 250 ptas. Hækkun um aðeins 150 ptas. Okrið verður enn meira á Íslandi, því þeir eru miklu óforskammaðri enn spánverjar. Það er margs að gæta og þessi ömurlega þjóð mun falla í mjög djúpa efnahagslægð vegna EIGIN VERKA, ef/þegar evran verður tkin upp. Kveðja.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 11:50

18 Smámynd: Elle_

Og Jóhannesson ætlar endalaust að gera lítið úr öllum Íslendingum.  Erum við öll geðveik??  Eyðum við öll eins og vitleysingar???  NEI.  Kannski þú sért sjálfur í þessum flokki???

Elle_, 18.12.2011 kl. 12:05

19 identicon

Gunnlaugur, það er greinilegt að þú hefur ekki enn gert þér grein fyrir hvað gerðist á Íslandi við hrun ef þú ert ekki að tala gegn betri vitund.

Ísland er eina landið þar sem bankakerfið hrundi. Gömlu bankarnir eru ekki til lengur sem starfandi bankar. Núverandi bankar voru reistir á rústum hinna gömlu.

Þetta hefði þýtt þjóðargjaldþrot ef ekki hefði komið til aðstoð annarra þjóða sem við höfðum engan rétt á og fengum með skilyrðum sem við síðan svikum. Við vorum heppin.

Neyðarlögin, þar sem lögvarinn eign lánardrottna var tekin af þeim, skiptu einnig sköpum í þessu sambandi. Og enn geta skuldir orðið okkur óviðráðanlegar ef Icesave-málaferlin fara á versta veg.

Ég skal ekkert fullyrða um hvort við hefðum verið undir betra eftirliti ECB ef við hefðum verið í ESB með evru. Hitt veit ég að þær reglur sem íslensku bankarnir störfuðu eftir voru miklu frjálslegri hér en annars staðar í Evrópu.

Ég man eftir að hafa séð samanburð á þessu á milli margra landa og fékk Ísland langverstu einkunnina 2. Bretland fékk 8 eða 9 á skalanum 0-10.Skýringin er væntanlega sú stefna sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn mörkuðu um sem minnst eftirlit.

Ein ástæðan fyrir því að ástandið á Íslandi er ekki verra en raunin er að ríkið skuldaði lítið sem ekkert fyrir hrun.

Skuldir þjóðarbúsins voru hins vegar rosalegar.

Að því leyti eru Grikkir verr settir en við enda skuldir gríska ríkisins himinháar En núna eru skuldir íslenska ríkisins orðnar með því mesta sem gerist. Þess vegna verður næsta hrun miklu alvarlegra en hrunið 2008.

Annað hrun er óhjákvæmilegt ef Ísland verður utan ESB með krónu án gjaldeyrishafta

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 12:22

20 identicon

Vinstri vaktin gegn ESB - "Nú erum við aftur á uppleið en.."

Ertu að tala um fjölskyldur sem hafa misst íbúðirnar í hendur glæpabanka og verða að leigja þær um stundarsakir, áður en þær flytja til útlanda? Ertu að meina fyrirtæki, sem fóru í gjaldþrot og rísa aldrei aftur og eigendurnir komnir í vinnu erlendis? Ertu að tala um kennitöluflakk? Ertu að tala um framkvæmdalausa ríkisstjórn, sem kemur engu í verk, nema áþján á almenning? Ertu að tala um atvinnuleysi, sem væri 12% ef fólk hefði ekki yfirgefi eyjuna? Ert að tala um verðbólgu sem er 5,1 % Á MÁNUÐI? Hvað um matarhjálpina, sem aldrei hefur verið meiri í manna mynnum á Íslandi? Ertu að tala um verðtryggingu, sem er búið að rústa samfélaginu og geðheilsu einstalkinga sem lýsir sér í kaupæði örvæntingarinnar? Hvað ertu að reyna að dylja, sem blasir við öllum heilvita íslendingum? Kv.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 12:32

21 identicon

Vinstrivaktin lætur að því liggja að ég hafi haldið því fram að ríkið hefði átt að bjarga bönkunum 2008.

Það er alrangt enda er mér ljóst að það var vonlaust. Það er hins vegar rangt að ríkið hafi valið að bankarnir færu í þrot. Reynt var að fá lán til að halda þeim gangandi en það var alls staðar komið að lokuðum dyrum. Staða bankanna hefði hins vegar verið miklu betri 2008 ef við hefðum haft evru árin á undan.

Enn er hið ímyndaða ESB-skrýmsli Vinstrivakatarinnar komið á kreik. Írar voru ekki neyddir til að styðja sína banka vegna ESB.  Ríki bera ekki ábyrgð á einkafyrirtækjum í ESB frekar en annars staðar í heiminum.

Írar hefðu því vel getað látið bankana rúlla ef þeir hefðu talið sér hag í því. Þeir töldu hins vegar hag sínum betur borgið með því að styja þá. Þeir töldu að dómínóáhrifin yrðu svo svakaleg ef bankarnir færu í þrot að um annað væri ekki að ræða en að koma í veg fyrir hrun þeirra.

Svo er það rangt að íslenska ríkið hafi fengið á sig hluta af skuldabagga bankanna. Lánardrottnar fá aðeins greitt úr þrotabúunum það sem eftir er þegar forgangnskröfur hafa verið greiddar. Aðrar skuldir verða afskrifaðar. 

Alls staðar skýtur hinu ímyndaða ESB-skrýmsli Vinstrivaktariunnar upp kollinum. Þegar betur er að gáð er allt með kyrrum kjörum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 13:31

22 Smámynd: Elle_

Nema skrímslið er ALVÖRU SKRÍMSLI. 

Í eftirfarandi skjölum stendur að ólýðræðisleg samsetning Evrópusambandsins eigi rætur sínar í eftirstríðs-Nazisma fyrirætlunum um undirlagða Evrópu:

SKRÍMSLI SEM VERÐUR AÐ EYÐILEGGJA.



Íslensku Brusselfararnir eins og Ásmundur, Össur no. 2, skilja það bara ekki.

Elle_, 18.12.2011 kl. 13:48

23 identicon

Elle - Er þetta ekki einhver Breskur lifja-og efna fondur með skíta áróður um EU og er að blanda saman fortíð og nútíð til að sýnast trúverðugir? Hvað kemur Quisling nútímanum við? Þú veist að bretar hafa stelingspund en ekki evru og standa verr að vígi fyrir bragðið! Sama kjaftæðið kemur frá USA, sem hefur ekkert of sterkann dollar gagnvart evrunni og skuldar Djöfulinn ráðalausann! Allavega virðist þú trúa "bullshittinu".

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 14:20

24 Smámynd: Elle_

FORMER SOVIET DISSIDENT WARNS FOR EU DICTATORSHIP 

Elle_, 18.12.2011 kl. 14:41

25 identicon

Elle, varð hið ímyndaða ESB-skrýmsli til þarna? Fékkstu kannski þinn heilaþvott þarna?

Reyndu að halda þessu rusli fyrir sjálfa þig. Það stríðir gegn almennu siðferði að bera svona rusl á borð fyrir venjulegt fólk.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 17:32

26 Smámynd: Elle_

Ásmundur (Össur no. 2), þýðir það að þú sért Brussel heilaþveginn?  Kallaðir þú menn ekki aftur og aftur og aftur ´ÚTLENDINGAHATARA´??  Þýðir þetta kannski líka að þú sért ´ÚTLENDINGAHATARI´??  Finnst þér ekkert að marka andsófsmanninn Vladimir Bukovsky af því hann er frá Rússlandi en ekki úr heilaga Brusselbákninu??  Varstu að tala um eðlilegt fólk???  Þú er ÓMARKTÆKUR, ÓMERKILEGUR.

Elle_, 18.12.2011 kl. 18:47

27 Smámynd: Elle_

Ásmundur, ég fer í alvöru að fara fram á að lokað verði á þig.  Þú er með BRUSSEL-OFSTOPA. 

Elle_, 18.12.2011 kl. 18:51

28 identicon

Elle, ég átti við fyrri linkinn.

Sá seinni er aðeins skoðun eins manns, algjörlega órökstudd. Hann óttast greinilega að annað ráðstjórnarríki sé í burðarliðnum. Út af fyrir sig ekki undarlegt vegna reynslu hans.

En það bendir ekkert til að neitt slíkt sé í gangi. Þvert á móti er lýðræði hvergi í heiminum jafnmikið í hávegum haft eins og í ESB.

Gleymdu ekki að ríki geta gengið úr sambandinu ef þeim sýnist svo.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband