Evru-draumsýn íslenskra ESB-sinna hverfur út í hafsauga

Ljóst er að ESB er að klofna í  ESB evruríkjanna (ESB II) og ESB án evru (ESB I). Ýmsir áköfustu ESB-sinnar neyðast nú til að viðurkenna (m.a. Eiríkur Bergmann í Kastljósi) að helsta tálbeita þeirra hverfur þar með út í hafsauga, m.a. vegna þrengri skilyrða sem við uppfyllum ekki.

„Annars konar Evrópa er að fæðast", sagði Sarkozy Frakklandsforseti í viðtali við Le Monde í gær og bætti við: „Evran er hjarta ESB. Ef hún springur verður engin fyrirstaða innan ESB."

Eins og kunnugt er komu Bretar í veg fyrir að umbætur til bjargar evrunni færu fram á vettvangi ESB. Því verður gerður sérstakur milliríkjasamningur um evrusvæðið sem ESB-ríki án evru geta reyndar einnig orðið aðilar að. Lagaleg staða þeirra síðarnefndu í þessu nýja bandalagi er þó harla óljós og hugsanlega verða þau eingöngu með áheyrnaraðild. Þegar fram líða stundir munu því ólíkar reglur gilda í hvoru sambandi fyrir sig á sviði efnahagsmála, peningamála og ríkisfjármála, svo sem um samþættingu hagkerfa og refsingar, sem einstök ríki verða beitt í ESB II, ef halli á fjárlögum fer yfir viss mörk.

Leiðtogar ESB hafa jafnframt ákveðið að reyna að koma á samsvarandi reglum um aga í ríkisfjármálum til þess að klofningurinn innan ESB verði ekki of djúpur. En talið er að í ESB I verði fyrst og fremst um leiðbeinandi reglur að ræða án nokkurra viðurlaga við brotum á settum reglum. Cameron forsætisráðherra Breta tók það sérstaklega fram í ræðu sinni í neðri málstofu breska þingsins í gær (12. des.) að Bretar myndu fylgjast grannt með því hvort aðilar hins nýja samnings reyndu að nýta sér stofnanir ESB sem verkfæri í glímu sinni við vandamálin á evrusvæðinu. Ýmsir ganga svo langt að fullyrða að væntanlegt ESB II geti ekki notað húsakynni ESB I í Brussel og Strassborg.

Framundan er mikil óvissu í þróun ESB og bersýnilegt að víða verða harðar deilur um tilkomu ESB II. Ákvæði í nýja samningnum stríða gegn stjórnarskrá margra ríkja þar sem þau fela í sér enn frekara framsal fullveldisréttinda og því mun taka langan tíma að greiða úr þeirri flækju.

Hrægammar vogunarsjóða og fjármálabraskara bíða átekta tilbúnir að reyna að auðgast á falli þeirra evruríkja sem tæpast standa. Matsfyrirtækin Moody´s og Standard & Poor´s hafa í hótunum að lækka lánshæfismat bæði ESB og evruríkjanna allra því að þeim þykir ESB ekki hafa enn komið fram með trúverðuga áætlun um hvernig takast eigi á við skuldakreppu evruríkja.

Við þessar aðstæður er að sjálfsögðu fráleitt að halda aðildarumsókn Íslands til streitu í pólitískri blindni, eins og ekkert hafi í skorist. Jafnframt ætti öllum að vera það ljóst að draumórar um upptöku evru munu ekki rætast næsta áratuginn hið minnsta.
mbl.is Hætta á að ESB klofni í tvennt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Andstæðingar ESB á Íslandi bulla í öðru veldi þessa dagana.

Jón Frímann Jónsson, 13.12.2011 kl. 12:34

2 identicon

Mjög góð og upplýsandi grein, sem skýrir með rökum og staðreyndum nöturlegt og ráðleysislegt ástandið innan ESB og á EVRU svæðinu.

Stekkur þá ekki fram sem reyndar oftar, hinn sjálfsskipaði ESB aftaníossi og eins og oft áður aðeins með rakalausar blammeringar og afgreiðir einfaldlega þessa grein sem svo að;

"Andstæðingar ESB bulli nú í öðrui veldi"

Reyndar er hann ekki með fasistastimpilinn á lofti í þetta skiptið eins og hann er orðinn frægur fyrir af endemum, en hann er örugglega ekki langt undan.

Örvæntingin og reiðin vegna ófara og ESB- og Evrunnar hefur niðurlægt hann svo hroðalega og því hefur reiðin og heiftin náð þvílíkum heljartökum á svona sanntrúuðum ESB spjátrungi og ESB aftaníossa eins og Jóni Frímanni að hann er orðinn algerlega ófær um annað en svona upphrópanir, blammeringar og bull ! Rökþrota - Sár og Reiður !

Jón Frímann er því orðinn einn albesti liðsmaður okkar sem berjumst gegn ESB helsinu og áframhaldandi frjálsri og fullvalda þjóð !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 16:47

3 identicon

Betra ESB og betri evra er það sem nú er stefnt að.

Hvorutveggja gerir ESB eftirsóknarverðara fyrir okkur. Auðvitað göngum við ekki í ESB fyrr en þessi mál hafa skýrst. Það mun gerast á meðan aðildarviðræðurnar eru til lykta leiddar.

Vinstivaktin virðist í algjörri afneitun gagnvart þeirri staðreynd að krónan er ónýtur gjaldmiðill. Einhliða upptaka annars gjaldmiðils er heldur ekki valkostur vegna skorts á bakhjarli í seðlabanka.

Krónan krefst gjaldeyrishafta til frambúðar sem óhjákvæmilega hafa í för með sér skerðingu lífskjara, ójöfnuð og spillingu. Ef krónan er sett á flot verður annað hrun óhjákvæmilegt. Það verður miklu alvarlegra en 2008 vegna þess að nú er ríkissjóður stórskuldugur.

Auk þess munu lilar sem engar afskriftir skulda létta undir með okkur í næsta hruni eins og 2008 þegar um 7500 milljarðar af skuldum þjóðarbúsins voru afskrifaðar.

Ljóst er að með krónu á floti er hrun óhjákvæmilegt þó ekki sé nema vegna þess að hrægammasjóðir fara létt með að keyra slíka örsmáa gjaldmiðla niður til þess eins að græða.

Steingrímur J gerði sér grein fyrir þessum annmörkum krónunnar og vildi því taka upp norska krónu. Það sýnir örvæntingu hans að honum skyldi detta slík fjarstæða í hug. Þegar Stoltenberg sagði nei gerðist kraftaverk. Skyndilega var krónan orðin eftirsóknarverð.

Vinstrivaktin þarf að gera grein fyrir afstöðu sinni til krónunnar. Vill hún að við búum við gjaldeyrishöft til frambúðar sem væntanlega hefur í för með sér úrsögn úr EES? Eða vill Vinstrivaktin setja krónuna á flot? Eða vill hún taka einhliða upp annan gjaldmiðil?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 17:46

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hver er þessi jón frímann. Hann er farin að pirra mig virkilega. 

Valdimar Samúelsson, 13.12.2011 kl. 17:52

5 identicon

Evran er mjög sterk. Annar sterkasti gjaldmiðill heims vegna þeirra framleiðsluverðmæta sem hún stendur fyrir.

Það liggur nokkuð í augum uppi að ESB II verða afar eftirsóknarverð samtök þar sem efnahagsstjórn aðildarlanda ESB IIN verður einskonar alþjóðlegt heilbrigðisvottorð. Nú munu lönd leggja enn meira kapp á að verða aðilar að þeim klúbbi.

stefan benediktsson (IP-tala skráð) 13.12.2011 kl. 19:50

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ég veit ekki Valdimar, en Frímann þessi virðist vera af siðblinda  ofsatrúar hópnum sem ómögulega getur hugsað sér að láta hófsemdar fólk í friði með sitt. 

Hver hann er að öðru leiti veit ég ekki en grunar að hann sé nokkuð vel að sér í fræðum þeirra  Max og Lenins og ætti þar með góða möguleika á starfi hjá Evrópusambandinu.      

Hrólfur Þ Hraundal, 13.12.2011 kl. 21:16

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þakka Hrólfur. Það væri gaman ef hann myndi kynna sig sjálfur en ég held að hann sé einhver útlendingur og búi í öðru landi. Já líklega fengi hann vinnu hjá ESB ef þá að hann sé bara ekki á kaupi þar núna.

Valdimar Samúelsson, 13.12.2011 kl. 22:26

8 Smámynd: Elle_

Vandaður pistill og sammála Gunnlaugi.  Við eigum að draga vitleysuna til baka og segja upp EES samningnum sem veldur okkur skaða frekar en hitt.  Þrátt fyrir dýrð og lof og neitun EU-sinna og ICESAVE-sinna um samninginn er mikil andstaða við hann bæði í Noregi og á Íslandi. 

Elle_, 13.12.2011 kl. 23:01

9 Smámynd: Elle_

Og sammála: Valdimar Samúelsson, 13.12.2011 kl. 17:52

Elle_, 14.12.2011 kl. 00:59

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig er það með arkitekta? Eru þeir í einhverju ópíumrússi í atvinnuleysinu?

Jón Steinar Ragnarsson, 14.12.2011 kl. 06:12

11 identicon

Ég furða mig á að Vinstri grænir styðji þetta hagsmunamál auðmanna sem íslenska krónan er.

Sveiflur á gengi hennnar er mikill hvalreki fyrir auðmenn sem hagnast bæði á uppsveiflum og niðursveiflum. Hrægammasjóðir gera sésrtaklega út á að hagnast á niðursveilum og keyra um leið gengið niður úr öllu valdi.

Almenningur borgar brúsann. Verðbólgan fer á skrið. Eigið fé í íbúðarhúsnæði gufar upp og söluverðmæti íbúðarinnar nægir ekki lengur fyrir skuldum sem hafa hækkað upp úr öllu valdi.

Er þetta sú framtíðarsýn sem hugnast Vinstri grænum? Eða eru gjaldeyrishöft til frambúðar með lífskjaraskerðingu og einangrun markmiðið?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 08:53

12 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jón Frímann. Það er ekki til fyrirmyndar hvernig þú talar niður til okkar sem viljum draga fram allar hliðar ESB. Það er vanvirðandi, niðurlægjandi og auðmýkjandi að láta ávarpa sig sem annars-flokks manneskju, fyrir það eitt að vilja hafa rökstuddan raunveruleikann í umræðunni. Ég er ekki hlynnt spilltu embættis og fjölmiðlastjórnunar-kerfi, hvort sem það er í "fyrsta" eða "öðru veldi". Þú hlýtur að geta verið sammála mér um það?

Ég bið þig og aðra að sýna lágmarksvirðingu fyrir lýðræðislegum og sjálfstæðum skoðunum sem eru rökstuddar, og taka þátt í þeirri rökræðu á upplýsandi og málefnanlegan hátt. Það er hver og einn ábyrgur fyrir sínum skoðunum og gjörðum, og enginn hefur rétt til að blekkja neinn vísvitandi og í áróðurs-tilgangi. 

Þú þekkir hvernig er að búa í Danmörku, og ekki efast ég um að það er gott að búa þar. Ég vona svo sannarlega að atvinnuleysi muni ekki breyta þeirri reynslu þinni. En þú getur einungis talað út frá þinni reynslu, vilja og lífssýn, og Það sama gildir um aðra. Til að fara lýðræðislega og sanngjarna leið, þarf að hlusta á reynslu, vilja og sýn allra. Það víkkar sjóndeildarhringinn og þekkinguna. Það er ekki réttlátt að útiloka skoðanir sem ekki samræmast manns eigin, án þess að rökræða þær á sanngjarnan hátt. Eru rökræður ekki kallaðar dialog í Danmark?

Er það ekki einmitt óréttlætið sem flest allir eru innst inni sammála um að sé rót vandans í stjórnsýslunni, bæði í "fyrsta" og "öðru" veldi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.12.2011 kl. 10:47

13 Smámynd: Elle_

Ásmundur, við getum ekki gefið upp fullveldið fyrir evru eða neina peninga.  En þú kemur óskiljanlega alltof oft inn í málið frá peningalegu sjónarmiði (ef ekki ´útlendingaphóbíu´-sjónarmiði). 

Fullveldismál snýst alls ekki um efnahag, fjármál eða peninga og er ekki til sölu þó skaðræðisflokkur Jóhönnu haldi það.  

Það snýst um að halda fullveldinu sem forfeður okkar börðust fyrir.  Það snýst um að við stjórnum okkar landi og lögum sjálf.  Það snýst um að bandalag gamalla, evrópskra nýlenduvelda ráði ekki öllu. 

Elle_, 14.12.2011 kl. 12:39

14 identicon

Elle, það hefur ekkert með fullveldi að gera að ganga í EES. Við höldum fullveldinu enda er aðeins um samning að ræða milli þjóða um efnahagsmál.

Við tökum fullan þátt í mótun þessa samnings og getum beitt okkur fyrir breytingum á honum til jafns við aðrar þjóðir ESB. Við getum einnig rift honum með því að ganga úr sambandinu.

Það er nær lagi að segja að við höfum misst fullveldið með þátttöku í EES vegna þess að við eigum engan þátt í gerð þeirra laga og reglna ESB sem EES nær yfir.

Það er mikill barnaskapur að halda því fram að fullveldi snúist ekkert um efnahagsmál. Þjóðir sem geta ekki greitt skuldir sínar missa sjálfstæðið ef ekki tekst að semja um skuldir. Hrægammasjóðir kaupa slíkar skuldir fyrir slikk og ljá aldrei máls á neinum afskriftum.

Það er fráleitur valkostur að Ísland dragist aftur úr öðrum þjóðum. Það er mjög langsótt að kjósa sér hlutskipti einangrunar frekar en að vera hluti af umheiminum og eiga þar fullan rétt til jafns við aðrar þjóðir og búa við ekki lakari kjör en þær.

Slík afstaða hlýtur að stafa af vanmáttarkennd sem hverfur ekki með hroka og yfirlæti. Allar þjóðir þurfa bandamenn sérstaklega þó örþjóðir eins og Íslendingar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 14:57

15 Smámynd: Elle_

Fullveldi snýst ekkert um fjármál nema ef við getum ekki lengur ráðið við heildarskuldir okkar.  Og það var hættan við kúgunarsamning Jóhönnu og co. og Steingríms vegna ICESAVE.  Og fjöldi manns, bæði innlendir og erlendir, töldu það akkúrat vera plan breskra stjórnvalda að ná forræði yfir ríkis- og þjóðareignum okkar. 

Þorri manna skilur að vissulega væri um FULLVELDISAFSAL að ræða þó Jóhönnuflokkurinn og fylgjendur eins og þú neitið þessu þar til þið eruð blá í framan. 

Þú þarft ekkert að vísa endalaust í ´hroka, útlendingaphóbíu, vanmáttarkennd og yfirlæti´.  Þið hafið það allt sjálf og kemur skoðun minni á FULLVELDI ekkert við.  

Elle_, 14.12.2011 kl. 15:30

16 Smámynd: Elle_

Og svo talarðu um ´barnaskap´ og segir að við verðum að hafa ´bandamenn´ eins og við höfum enga.  Við höfum bandamenn víða þó við sættum okkur ekki við að 8% hluti heimsins, og þar með talin nokkur gömul nýlenduveldi, stjórni okkur.   Vertu ´barnalegur´ sjálfur.  Viljið þið Jóhanna og Össur ekki bara pakka ofan í tösku?? 

Elle_, 14.12.2011 kl. 15:37

17 identicon

Elle, þú hefur heldur betur látið ljúga þig fulla um ESB. Þvíkíkt bull sem þú lætur þér um munn fara. Þú þarft að fara á námskeið um ESB. Vertu ekki svona ákveðin í að trúa öllu bullinu hvað sem tautar og raular.

Þegar þjóðir gera með sér samning þá stjórna ekki nokkrar þjóðir annarri þjóð. Þú getur alveg eins sagt að nokkrir íbúar í fjölbýlishúsi sem þu býrð í stjórni þér vegna reglna sem húsfélagið setur sér um rekstur húsfélagsins.

Fólk sem talar þannig um húsfélög á við vandamál að stríða. Sumir segja að það sé ekki í húsum hæft aðrir að það haldi að veröldin snúist í kringum þá.

það er einmitt hættan með krónuna á floti að við munum ekki ráða við heildarskuldir okkar þegar gengi krónunnar hrynur næst þegar vogunasrsjóðir sjá sér leik á borði að keyra gengi hennar niður til að græða á okkur.

Með ESB, sérstaklega eftir að þessar nýju reglur taka gildi, er þessi hætta ekki fyrir hendi enda tryggir evran stöðugleika. Nýju reglurnar sjá svo til þess að einstakar þjóðir komast ekki upp með óráðsíu og spillingu.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 18:14

18 Smámynd: Elle_

Ásmundur, ´bullaðu´ bara sjálfur.  Og vertu viss um að ég er örugglega ekki að fara að læra það sem þú heldur mig þurfa að læra.  Það er rakalaus þvæla að við missum ekki við fullveldið við að fara þarna inn og þú kemst ekkert upp með að ljúga þessu.  Við ætlum ekki að gefa upp fullveldið hvað sem þið bullið og raulið en óskiljanlegt að þið Brussel-dýrkendur flytið ekki bara þangað. 

Elle_, 14.12.2011 kl. 18:19

19 Smámynd: Elle_

Og óþarfi að blanda alltaf ísl. krónunni í FULLVELDISMÁLIÐ. 

Elle_, 14.12.2011 kl. 18:22

20 identicon

Nei, krónan er mikilvægur þáttur þjóðrembunnar. Við sitjum uppi með ónýta krónu ef þjóðremba fær að ráða.

Þjóðremba af þessu tagi er séríslensk. Hún er arfur frá sjálfstæðisbaráttunni og þykir núna í besta falli hlægileg en getur verið stórhættulegt vegna þess að hún tekur engum rökum.

Blind þjóðremba getur auðveldlega orðið okkur að falli eins og nú háttar til hjá okkur og í heiminum.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 19:14

21 Smámynd: Elle_

Kemurðu nú með gömlu ´þjóðrembu´-rök ykkar Brussel-dýrkenda.  Og hver er með ´þjóðrembu´?  Kemur ekki nokkurri rembu við að vilja ekki sameinast drottnunarbandalagi ykkar Jóhönnu. 

Ætli þið séuð ekki bara með BRUSSEL-REMBU??  Hið eina sanna samband alheims þó það spanni bara lítil 8% heimsins????? 

Þú færir engin rök fyrir að við förum inn í þetta samband ykkar sem við kærum okkur ekkert um að vera í.  Þeir sem vilja vera þar geta flutt og góða ferð og lifið heil.  Það gerði Jón Frímann.  Það sver ég að ég skal kaupa ferðatöskur fyrir ykkur.   

Elle_, 14.12.2011 kl. 19:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband