Breytt ESB: brostnar forsendur fyrir aðildarumsókn

Þegar grjóthörðustu ESB-sinnar eins og Eiríkur Bergmann neyðist til að játa að í breyttu ESB fjarlægist möguleikinn á upptöku evru (Stöð 2 í gær), Þorgerður Katrín greiðir atkvæði á landsfundi með því að gert sé hlé á aðildarferli og Benedikt Jóhannesson telur rétt að hægja á viðræðum, þá hlýtur að vera tími til kominn fyrir stjórnarþingmenn að hugsa sitt ráð upp á nýtt.

Sarkozy forseti og Merkel kanslari hótuðu því um helgina að ESB myndi leysast upp ef ekki væri farið að tillögum þeirra. Engu að síður beitti Cameron, forsætisráðherra Breta, neitunarvaldi sínu gagnvart þeim. Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Breta sem situr á ESB þinginu heldur því fram að Sarkozy hafi í rauninni sagt Bretum að hypja sig úr ESB:

„Sú röksemd að við getum endurheimt völdin aftur frá Brussel dó í nótt," sagði Farage. „Við getum ekki hirt af matseðlinum það sem hentar okkur í Evrópu framtíðarinnar. Þau sögðu það eins skýrt og verða má að annað hvort tækjum við það sem að okkur væri rétt eða við gætum farið."

„Hin raunverulega kappræða um Evrópusambandið er rétt að hefjast. Hvort sem David Cameron gerir sér grein fyrir því eða ekki þá verður afstaða hans í nótt sem leið upphafið að endinum á aðild Bretlands að ESB," bætti Farage við.

Afstaða Breta varð þess valdandi að ESB mun aðeins gegna aukahlutverki við björgun evrunnar. Það verða evruríkin sjálf að sjá um. ESB mun láta sér nægja að herða kröfur um aga í ríkisfjármálum. Frakkar og Þjóðverjar höfðu vafalaust rétt fyrir sér að aukins aga í ríkisrekstri evru-ríkja væri þörf ef evran á að eiga sér lífs von. En jafnframt er gjáin mjög að dýpka og breikka milli evruríkjanna og ríkja sem neitað hafa að taka upp evru.

Evran hefur lengi verið helsta tálbeita ESB-sinna hér á landi sem víða annars staðar. Nú þegar nær allir viðurkenna, og þá ekki síst leiðtogar ESB, að stuðningskerfi evrunnar er stórgallað og líf hennar hangir á bláþræði, eru að sjálfsögðu komnar upp breyttar aðstæður og brostnar forsendur fyrir aðildarumsókn Íslendinga.

Stjórnarandstaðan ítrekar nú þá kröfu sína að aðildarferlið verði tekið til endurskoðunar í ljósi þess sem gerst hefur. Satt að segja væri það stórfurðulegt ef þingmenn stjórnarflokkanna ætluðu sér að þverskallast við því að taka ESB-málið upp til endurskoðunar og héldu aðildarviðræðum við ESB áfram í miðjum hrunadansinum eins og ekkert hefði í skorist.

Krafa dagsins er því að umsóknin verði dregin til baka eða að minnsta kosti að gert verði hlé á viðræðunum, meðan enginn veit inn í hver konar Evrópusamband er verið að draga þjóðina, sem þar að auki lýsir því yfir í öllum skoðanakönnunum undanfarin þrjú ár að hún vilji ekki ganga í ESB.
mbl.is Umrót kallar á endurmat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það vantar eitthvað uppá í upphafi síðustu málsgreinar.

Ég held að það sé öllum ljóst að allar forsendur fyrir umsókn eru brostnar og því ber að draga hana til baka. Það er tómt mál að tala um einhverja hálvelgju þar eins og að leggja hana á ís eða fresta henni. Það heldur því opnu að menn haldi áfram að innleiða hér regluverk án nokkurs samráðs, eins og gert hefur verið. 

Þessi umsókn hefur haldið allri framþróun og bata í spennitreyju hér. Öll orkan hefur farið í þessa bjarmalandsför.

Rifta umsókninni og afnema þá aðlögunartilburði sem hafa þegar komist í gegn í trássi við stjórnarskrá og vilja fólksins. Vilji menn kjósa um þetta þá skal það gert nú þegar eða þá að þessu verður rift einhliða. Þessi umsókn var aldrei borin undir þjóðina þót skoðanakannanir sýndu að 75% þjóðarinnar vildi það.  Það var ákveðið að hunsa í ljósi þess að álika meirihluti var gegn aðild í skoðanakönnunum á þessum tíma.

Svo voga menn sér að bera fyrir sig að nú þurfi að kjósa um inngöngu eftir undirritun samninga til að halda lýðræðisprinsippin! Þeim var hafnað þegar þau áttu við. Það var logið að þjóðinni að hér væri einungis um könnunarviðræður að ræða án nokkurra skuldbindinga. Vísvitandi blekkingar hafðar uppi til að krækja hjá lýðræðinu.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 11:48

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það væri verðugt verk að heimsækja vef Alþingis og rifja upp hvað sagt var og hvernig þetta örlagaríka glappaskot var gert. Þar geta menn séð lygina svart á hvítu og hve gersamlega ignorant þingið var um eðli málsins.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 11:52

3 identicon

Þjóðin kýs um ESB-aðild þegar þar að kemur. Það er því fráleitt að tala um að það sé verið að draga þjóðina inn í ESB.

Það er ekki komið að því í bráð að kjósa um aðild. Þess vegna er engin ástæða til að hægja á aðildarferlinu. Þvert á móti gæti það valdið okkur tjóni vegna tafa á að krónunni sé komið í skjól þangað til við uppfyllum skilyrðin fyrir upptöku evru.

Að framlengja þannig að óþörfu núverandi ástand gjaldeyrishafta og einangrunar væri afar misráðið.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 11:53

4 identicon

Ég vil taka undir með Vinstri Vaktinni og einnig Jóni Steinari Ragnarssyni. Ásmundur er hinns vegar en í afneitun og vill bara keyra áfram á aðildarumsókninni eins og enginn sé morgundagurinn og telur að krónan okkar fengi eitthvert skjól frá ESB. Það er mikill misskilningur, tel ég.

Þvert á móti þá er hún í nokkru skjóli af takmörkuðum gjaldeyrishöftum, sem eru alveg sjálfssögð og bráðnauðsynleg nú um einhvern tíma á þessum stórhættulegu tímum í efnahags og peningamálum helstu nágranna okkar í ESB.

En ég vil benda á að sumir sem hingað til hafa lengi verið hallir undir ESB aðild og að halda þessum viðræðum og aðildarferli áfram sama hvað. Eru nú að því er virðist stórlega farnir að efast, ef ekki nú þegar gengnir af trúni.

Þannig skrifar Páll Blöndal á bloggsíðu sinni á Mbl blogginu í gær. En Páll hefur lengi verið mjög virkur á Mogga blogginu og verið þar með málefnalegri ESB sinnum. En nú er komið nýtt hljóð hjá Páli.

Þetta er orðrétt eftir honum haft.

"Úrræaðleysi stjórnmálaleiðtoga ESB ríkjana er farið að verða verulega pínlegt".

"Fátt bendir til þess að þeim takist að koma ESB skútunni á réttan kjöl úr því sem komið er".

"Þjóðarleiðtogarnir virðast fjarlægast lausnina ef eitthvað er"...

"Ekki er útlitið bjart fyrir okkur sem STUDDUM ESB- aðildarumsóknina......"

"... Uss suss suss"

(Tilvitnun lýkur)

Bendi ykkur á þetta og til fróðleiks gætuð þið farið inn á síðuna hans og séð þetta og skoðað líka athugasemdirnar sem bæði ég og hann og fleiri tókum þátt í.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 12:32

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ásmundur, ertu einhverstaðar í einangrunarklefa? Þú talar eins og að þú hafir ekki litið í blöð síðan um aldamót. Er þetta kannski bara trúarsannfæring ofsatrúarmannsins sem fær þig til að loka skilningarf-vitunum fyrir öllum staðreyndum og rökum?  Ég hallast helst að því.

Það er ekki einu sinni hægt að gera paródíu um slíka afneitun. 

Páli Blöndal er ekki alls varnað og það þarf talsvert til að fá hann til að rumska. Þetta hefur hann samt ályktað alveg sjálfur, af því að hann hefur fylgst með.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 16:11

6 identicon

Jón Steinar, ertu í trúarsöfnuði Davíðs Oddssonar?

Vinnubrögðin leyna sér ekki. Reynt er að draga athyglina frá bágbornum eigin málflutningi, sem er aldrei studdur neinum rökum. Það er gert með því rakka niður á fráleitan hátt vel rökstuddan málfutning andstæðinganna.

Þú veist greinilega ekki að svona málflutningur er löngu hættur að virka.

ESB er í endalausri þróun. Auðvitað veit engin hvernig staðan verður þegar kosningin fer fram. Þess vegna eru að sjálfsögðu engin rök fyrir því að hætta umsóknarferlinu núna.

Þessi örvænting ykkar andstæðinganna er orðin verulega pínleg. Undir niðri virðist þið gera ykkur grein fyrir að rökin með aðild eru yfirgnæfandi.

Þið óttist því þjóðaratkvæðagreiðsluna eins og heitan eldinn hvort sem þið tilheyrið sérhagsmunaöflunum, þeim með útlendingafóbíu eða þeim stóra hópi sem kýs blint að vilja forystu Sjálfstæðisflokksins (og vilja bara græða á daginn og grilla á kvöldin).

Það væri auðvitað algjör aulaháttur ef meirihluti þjóðarinnar vill ganga í ESB eftir td 1 1/2 til 2 ár að sitja uppi með að hafa hætt ferlinu í miðjum klíðum.

Ertu sáttur við gjaldeyrishöft um langa framtíð með öllu sem þeim fylgja þar á meðal verulega skert lífskjör almennings?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 18:18

7 Smámynd: Elle_

NEI, rök fyrir ´aðild´ (ætti að kallast yfirtaka) eru engin.  NEI, ÞIÐ eruð í ´afneitun´, hrikalegri, ekki við.  Og ´örvæntingin´ ykkar orðin fullkomlega ´pínleg´. 

Það voru aldrei forsendur fyrir þessari vitleysisumsókn og ætti að draga hana til baka fullkomlega og ekki leggja til hliðar.  Næst, Ásmundur, sækjum við um að Norður-Kórea takin völdin af okkur og miðstýri okkur, SEM ALLRA FYRST.  

Elle_, 10.12.2011 kl. 19:07

8 Smámynd: Elle_

´Útlendinga-phóbíu´-rökin hans Ásmundar eru líka orðin ´verulega pínleg´.

Elle_, 10.12.2011 kl. 19:11

9 Smámynd: Elle_

Og svo eruð það ÞIÐ sem ´óttist þjóðaratkvæði eins og heitan eldinn´.  Við höfum marglýst þessu og aftur að ofan.  Það kom skýrt fram 16. júlí, 09 þegar Jóhönnuliðið felldi það.  

Elle_, 10.12.2011 kl. 19:19

10 identicon

Elle, hættu að rugla. Við erum að tala um ESB ekki Iceasave. Auk þess er Icesave-kosningin löngu afstaðin en kosningin um ESB framundan eftir fáein misseri.

Þú virðist vera sérlega illa haldin af útlendingafóbíu sem er undarlegt í ljósi þess að þú ert af erlendu bergi brotin. Kannski að útlendingar séu útlendingum verstir á sama hátt og konur eru konum verstar.

Rökin fyrir ESB-aðild eru yfirgnæfandi eins og fyrr segir. Þau helstu eru rakin í athugasemd 1 undir færslunni "ESB þríklofið - í hvorn hlutann....".

Í stuttu máli er um að ræða stórbætt lífskjör og meira frelsi fyrir íslenskan almenning. Sérhagsmunahóparnir fá ekki lengur að misnota almenning til að fullnægja eigin græðgi.

Stöðugleikinn myndar grundvöll fyrir framfarir og stórbætt lífskjör. Greiðslubyrði húsnæðislána lækkar um jafnvel neira en helming. Það verður liðin tíð að eigið fé í íbúðarhúsnæði upp á milljónir hverfi eins og dögg fyrir sólu á örstuttum tíma og eftir standi skuldir sem eru mun hærri en verðmæti íbúðarinnar.

Með þeim stöðugleika sem fylgir evru verður Ísland samkeppnishæft við aðrar þjóðir á ótal sviðum. Við það skapast mörg og margvísleg atvinnutækifæri. Þannig eykst úrvalið svo að auðveldara verður að finna nám og starf við hæfi.

Útlendingafóbía og vanmáttarkennd gagnvart útlendingum, jafnvel frá löndum þar sem mannréttindi og lýðræði eru í mestum hávegum höfð í heiminum (ESB), er ákaflega vont vegarnesti nú á tímum alþjóðavæðingar.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 23:02

11 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þorgerður Katrín er bara hrædd,hún verður ekki kosin meir á þing og reinir að þóknast þeim sem eru á móti ESB innan Sjálfstæðisflokksins, með möguleika á að eftir henni verði tekið...

Vilhjálmur Stefánsson, 10.12.2011 kl. 23:14

12 Smámynd: Elle_

Ásmundur, viltu ekki sjálfur hætta að rugla?  Og ICESAVE hvað??  Heldurðu að málflutningur þinn geti verið tekinn alvarlega???  Við ætlum næst að sækja um að Kúba yfirtaki stjórn landsins.  Þá verðum við sannkölluð Kúba norðursins og kátt í kotum. 

Elle_, 10.12.2011 kl. 23:38

13 Smámynd: Elle_

Og ´útlendingaphóbía´ hvað?????

Elle_, 10.12.2011 kl. 23:41

14 identicon

Elle, geturðu ómögulega komið með einhver rök í stað skætings og útúrsnúninga?

Eða líturðu kannski á ófrelsi, einangrun og versnandi lífskjör í skjóli ónýtrar krónu og gjaldeyrishafta sem eftirsóknarvert hlutskipti?

Eða er það að þínu mati eðlilegt verð sem þarf að greiða fyrir það hnoss að fá að hafa sem minnst samskipti við útlendinga?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 00:43

15 Smámynd: Elle_

Ásmundur, rugli og skætingi verður svarað með rugli og skætingi.  Það er útilokað að nota rök gegn ´útlendingaphóbíu´ kjaftæðinu og ýmsu öðru sem þú hefur viðhaft síðan þú komst hingað inn.  Þú dúndrar eilíflega á menn lygum og meiðingum.  Við ætlum ekki inn í dýrðarsambandið ykkar Jóhönnu hvað sem þið ruglið.  Ykkar mál er gjörtapað. 

Elle_, 11.12.2011 kl. 01:20

16 identicon

Elle, athugasemdir mínar eru fullkomlega málefnalegar. Um er að ræða ályktanir út frá alkunnum staðreyndum. Ef þú ert ekki sammála geturðu komið með mótrök fyrir öðrum niðurstöðum.

Þú kýst hins vegar að svara með skætingi og útúrsnúningum og grefur þannig undan eigin trúverðugleika. Það er gjarnan háttur þeirra sem lenda í rökþroti. Þetta á reyndar við um fleiri en þig ef þeim sem hér láta ljós sitt skína.

Þú mættir td að svara því hvað það er ef ekki útlendingafóbía sem veldur því að þú hafnar öllum þeim augljósu hlunnindum sem fylgja því að ganga í ESB. Hvers vegna kýst þú frekar þá afarkosti sem krónan býður upp á?

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 10:00

17 Smámynd: Elle_

Nei, ekkert ´málefnalegt´ við að ljúga upp á fólk æ ofan í æ ´sérhagsmunum, Sjálfstæðisflokki og útlendingaphóbíu´ eins og þú gerðir einu sinni enn að ofan.  Það er fáránlegt og fyrir það færð þú engin eðlileg svör.  Þú hefur þann leiðinlega vana að saka menn um hluti sem koma þeim ekki við. 

Við erum ekki í neinu rökþroti.  Þið eruð hinsvegar rökþrota með ykkar fjarstæðulega mál og ótrúlegan yfirgang gegn fullveldi landsins.  

Þið talið líka endalaust um ´einangrun´ ef við ekki endum undir miðstýringu sambands sem er ekki nema 8% heimsins og 42% af Evrópu.  Það er galið.  Við getum eins vel farið undir miðstýringu annarra velda heims og vorum að hugsa um að biðja Sómalíu að miðstýra okkur næst.

Elle_, 11.12.2011 kl. 12:38

18 identicon

Margir tala eins og ESB sé ekki til og að ekkert gangi vel í ESB ríkjunum.

Sumum þjóðum gengur vel, öðrum ekki.

Sumum þjóðum gengur illa vegna þess að þau gátu tekið ódýr lán og þurftu því ekki að taka til í ríkisfjármálunum.

Það var líkt með Íslandi. Hér streymdi inn erlendur gjaldeyrir og það varð fyllerí sem endaði með timburmönnum. Það sama er að gerast í mörgum ríkjum ESB.

Alveg eins og fylleríið á Íslandi var Íslendingum að kenna var fylleríið í ýmsum ríkum ESB þeim að kenna.

Auðvitað eru forsendur að breytast. Ef stuðningsmenn ESB eru að nota sömu rök og Bretar, þá eru þær brostnar.

Stefán (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband