Enn steðjar ógn að ESB: þjóðaratkvæðis víða krafist

Leiðtogar ESB héldu að allt væri klappað og klárt og engir yrðu með vesen nema Bretar. En þá dúkkaði upp gamall draugur hér og hvar um álfuna: krafan um lýðræði. Og þar með kröfur um þjóðaratkvæði! Fátt er leiðtogum ESB jafn illa við og einmitt það að alþýða manna sé með múður þegar fullveldisréttindum er fórnað.

Sarkozy hótaði því, svo sem frægt er orðið, að leiðtogar ESB hefðu aðeins sólarhring til að bjarga evrunni og ESB. Allir þeirra nema einn játuðust undir tillögur Sarkozy og Merkel, sem sumir kalla nú einu nafni „Sarkel". En þegar leiðtogarnir sneru heim kom í ljós að margir leiðtoganna höfðu heldur betur lofað upp í ermina á sér.

Um leið og forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny, kom heim var hann spurður hvort enn eitt framsalið á völdum til Brussel útheimti ekki þjóðaratkvæði. Hann neitaði að svara spurningunni að svo stöddu en Evrópumálaráðherra Íra, Lucinda Creighton, svaraði sömu spurningu þannig: „I would say it´s fifty- fifty!."

Í Hollandi var forsætisráðherrann, Mark Rutte, spurður sömu spurningar. Hann taldi enga þörf á þjóðaratkvæði, vafalaust minnugur þess að á sínum tíma felldu hollenskir og franskir kjósendur stjórnarskrá ESB. Henni var þá breytt í Lissabonsáttmálann sem sagður var svo flókinn og langur að ekki væri unnt að kjósa um hann. Það var því hvergi gert nema á Írlandi og þar var hann felldur. Þann vanda leystu leiðtogar ESB með gömlu lausninni: að láta bara kjósa aftur eftir að Írar voru settir í rækilegt áróðursbað sem kostaði ESB nokkra milljarða.

Ýmsir stjórnmálamenn í Hollandi hafa lýst því yfir að þeir séu ósammála forsætisráðherranum og telja að þjóðaratkvæði komi sterklega til greina ef nánari athugun á samningnum leiðir í ljós að í honum felist verulegt fullveldisafsal.

Embættismenn í Austurríki hafa einnig gefið í skyn að þátttaka í einhvers konar ríkisfjármálabandalagi evruríkja útheimti þjóðaratkvæði.

Utan evrusvæðisins eru einnig víða allt aðrar undirtektir en fram kom á leiðtogafundinum sem breyttist í halelúja-samkomu þegar fundarmenn heyrðu að aðeins einn dagur væri til stefnu:

Forsætisráðherra Rúmeníu, Traian Basescu sagði við fréttamenn að samkomulag, sem fæli í sér að binda skuldahámark í stjórnarskrá, teldist því aðeins samþykkt þar í landi að það hlyti samþykki aukins meiri hluta (2/3) í þinginu svo og samþykki í þjóðaratkvæði.

Í Danmörku styður flokkur forsætisráðherra, Helle Thorning Smith,  leiðtogi Sósíaldemókrata, samkomulagið. Smith vildi þó ekkert segja um það við heimkomuna hvort stjórnarskránni yrði breytt að þessu tilefni.  Samstarfsflokkar Smith í ríkisstjórn hafa hins vegar báðir krafist þjóðaratkvæðis.

Villy Sövndal, sjálfur utanríkisráherrann, og leiðtogi SF, Socialistisk folkeparti, lýsti í gær andstöðu við að Danir styddu samkomulag ESB, að sögn danska ríkisútvarpsins, DR. „Við hefðum átt að halda okkur algerlega utan við þetta og styðja Breta," sagði SF-maðurinn Jörgen Grön. Annar flokksmaður, Mogens Ove Madsen, segir evruna eiga sjálfa sök á vandanum í skuldsettum ríkjum Suður-Evrópu.

Per Clausen, leiðtogi Rauð-græna bandalagsins gagnrýndi samkomulagið harðlega og sagði að með því væri verið að beygja efnahagsstefnu Danmerkur undir yfirráð ESB.

Í Lettlandi ríkir bullandi óánægja með ESB-aðildina og þar þarf aðeins réttan helming þingmanna til að krefjast þjóðaratkvæðis.

Forseti Tékkóslóvakíu, Vaclav Klaus, hefur áður reynst ESB óþægur ljár í þúfu og neitaði mánuðum saman að staðfesta Lissabonsamninginn með undirskrift sinni.

Jafnvel í Finnlandi er óljóst um stuðning við nýja samkomulagið, þótt forsætisráðherrann hafi sagt að það yrði „ekkert vandamál fyrir Finna.  Stjórnarskrárnefnd þingsins hefur þegar úrskurðað að samkomulagið í Brussel stangist á við stjórnarskrána því að gert sé ráð fyrir að unnt sé með meirihlutaákvörðunum evruríkja að skuldbinda þjóðina til að gjalda háar fjárhæðir til björgunarsjóðs evrunnar án þess að finnska þingið hafi veitt samþykki sitt.

Verðbréfamiðlarar vara nú við bankahruni enda telja þeir að leiðtogafundur ESB hafi ekki fundið viðunandi lausn á fjárhagsvanda bankanna, að sögn Daily Telegraph. - RA

Aðalheimild: EUobserver.com

greece_the_musical


mbl.is ,,Það brakar og brestur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hve oft telur Vinstrivaktin að þjóðir geti misst fullveldi sitt án þess að fá það aftur í millitíðinni? Eða er það bara Ísland sem missir fullveldi sitt með því að ganga í ESB?

Nú segir Vinstrivaktin að ESB-þjóðirnar missi fullveldi sitt ef þær samþykkja aðgerðir ESB. Þær hljóta því að hafa fullt fullveldi og hafa þess vegna ekki misst það við inngöngu í ESB.

Greinilega telur Vinstrivaktin að Ísland hafi ekki misst fullveldi sitt við inngöngu í EES þrátt fyrir að þjóðin hafi síðan orðið að taka við tilskipunum frá Brussel án þess geta haft nein áhrif á þær.

Þannig fer málflutningur Vinstrivaktarinnar eftir því hvernig vindar blása og hvað hentar hverju sinni. Slíkur málflutningur er lítt marktækur.

Asmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 11:37

2 Smámynd: Elle_

Í rökföstum pistlinum er verið að tala um FREKARA FULLVELDISTAP.  Vel skiljanlegt hvað Vinstrivaktin meinar.   

Elle_, 11.12.2011 kl. 14:57

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hvernig væri nú að höfundar þessar bloggsíðu færu nú að tengja sig við raunveruleikann.

Umrætt samkomulag er ekki ennþá sáttmáli hjá ESB og því krefst það ekki þjóðaratkvæðis hjá aðildarríkjum ESB. Samkvæmt Írsku stjórnarskránni þá þarf að kjósa um sáttmálabreytingar sem eru gerðar hjá ESB.

Írar samþykktu Lisbon sáttmálan með 67% atkvæða eftir að Írar fengu lagalegar tryggingu fyrir ákveðnum hagsmunamálum sínum. Þær taka gildi ef Króatar samþykkja aðildarsáttmála sinn. Þær eru settar þar inn, eins og fleiri breytingar sem eru gerðar á sáttmálum ESB við slík tækifæri.

Málflutningur VGE er til skammar, eins og venjulega.

Jón Frímann Jónsson, 11.12.2011 kl. 16:14

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ámundur: Innganga í ESB þýðir fullveldismissi. Það að missa fullveldi yfir auðlindum að hluta eða öllu leyti er fullveldismissir. Þú getur kasllað það skerðingu ef þér líkar betur, en fullveldið felst í mögu. Þegar svo þjóðir þurfa að afhenda fjárráðin til ESB, þá er fullveldið endanlega úr sögunni.

Nú ert þú farinn að nálgast texta eins og guðfræðingur og jafnvel grúska í orðsifjum til að sveigjsa meiningu þeirra sem hér skrifa. Þú veist fullvel hvað átt er við, en kýst að beita öllum rökvillum í bókinni til að komast hjá því að opinbera það. Svona rétt eins og trúfélagi þinnn hér fyrir ofan.

Ef þér finnst það rök að það sé sjálfsagt henda frá sér sjálfræðinu og fjárráðum af því að þú hafir þegar látið einhverja þætti af hendi nú þegar, þá sýnir það hversu aftengdur raunveruleikanum þú ert.

Sjálfráða einstakligur telst enn sjálfráða þótt hann skuldbindi sig til að fylgja húsreglum. Það skerðir þó frelsi hans til að fara algerlega eftir eigin höfði. Ef þér þykir það sjálfsagt framhald að hann afsali sér eignum og fjárráðum á þeim grunni, þá held ég að þú ættir að fara í djúpa sjálfskoðun varðandi siðferði þitt.

Aðild að ESB þýðir afsal lögjafavalds að stórum hluta, afsal eigna og ráðstöfunnarréttar og nú stendur til að bæta við afsali fjárráða auk þess að taka á sig útfylltan víxil á ábyrgðarleysi annarra einstaklinga.

Þú ert að sjálfsögðu til í þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2011 kl. 17:04

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

óútfylltan víxil, átti að standa þarna.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2011 kl. 17:06

6 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Íslendingar eru ekki þeir einu sem átta sig á og ræða um það "fullveldisafsal" eða "framsal valds til Brussel" eða þá "skerðingu fullveldis" sem felst í ESB-aðild. Það er að sjálfsögðu umræðuefni í öllum aðildarríkjum ESB, enda er framsal fullveldisréttinda stig af stigi frá aðildarríkjunum eitt helsta einkenni ESB frá lögfræðilegu sjónarmiði. Útúrsnúningur Ásmundar Harðarsonar er því harla lítils virði. Hann virðist ekki átta sig á því að framsal fullveldisréttinda hefur gerst í mörgum áföngum, stórum og smáum.

Forsætisráðherra Breta, Cameron, rökstuddi einmitt ákvörðun sína nú um helgina með því að í henni fælist skerðing á fullveldi Bretlands. Hann hefur margsinnis lýst því yfir að nóg sé komið af svo góðu og ekkert frekara framsal fullveldisréttinda Breta muni eiga sér stað í valdatíð hans nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Danska stjórnarskráin gerir ráð fyrir að unnt sé að framselja fullveldisréttindi Dana til yfirþjóðlegrar stofnunar eins og ESB en til þess þarf aukinn meirihluta á þingi. Þess vegna eru þeir að rannsaka hvort það ákvæði eigi nú við. Í íslensku stjórnarskránni er ekkert slíkt ákvæði og því er óumdeilt að breyta yrði stjórnarskránni ef Ísland gengi í ESB, einkum 2. gr.

Ásmundur spyr um EES. Þegar EES samningurinn var samþykktur voru lögfræðingar ekki á eitt sáttir um það hvort ákvæði hans bryti í bága við stjórnarskrána og var það því eitt helsta deiluefnið á Alþingi varðandi þann samning. Þeir sem töldu að svo væri ekki vísuðu m.a. til þess að samkvæmt EES samningnum hafa Íslendingar og Norðmenn, hvorir um sig, neitunarvald gagnvart löggjöf ESB en það hafa aðildarríki ESB ekki. En einmitt þetta atriði er eitt af mörgu sem gerir það að verkum að grundvallarmunur er á skuldbindingum Íslands gagnvart EES samningnum og hins vegar gagnvart ESB ef til aðildar kæmi. - RA

Vinstrivaktin gegn ESB, 11.12.2011 kl. 17:07

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver kynslóð á sér einhverskonar supra-nationalista. Þú hefur lifað nógu lengi til að þekkja hvað ég á við. Það kæmi mér ekki á óvart að þú hafir verið málpípa einhverra þeirra brostnu drauma í fortíðinni. Þú ættir að skammast þín.

Jón Steinar Ragnarsson, 11.12.2011 kl. 17:10

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem er athyglisvert er það, að svo virðist sem Cameron hafi hlaupið illilega á sig og/eða látið antí-EUara í íhadsflokknum og fjármlaveldið í London teyma sig útí tóma steypu.

Og afhverju er ég ekki hissa á því á svokölluð ,,vinstri-vakt" styðji fjármálaveldið í London? Alveg ftrirséð. Enda er hún og hennar fylgismenn eins og límd við fjármálabrask allrahanda og allskyns klíkustarfsemi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.12.2011 kl. 17:46

9 Smámynd: Elle_

??????? Ómar hlýtur að hafa verið að meina að Jóhönnuflokkurinn ´styðji fjármálaveldið í London´, þar sem stóð ´Vinstri-vakt´.  ICESAVE-ÓMAR. 

Elle_, 11.12.2011 kl. 18:19

10 identicon

Það er nokkuð jákvætt að ríkin sem ESB samanstendur af þurfa að samþykkja þetta.

Sýnir það ekki að Brussel ræður engu heldur aðildarríkin?

Stefán (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 18:23

11 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Stefán! Að sjálfsögðu þurfa aðildarríkin að láta þing og þjóð greiða atkvæði um valdaframsalið, fullveldisafsalið. En þegar því er lokið og jákvætt svar hugsanlega fengið, þá þarf aldrei að kjósa aftur. Þannig tútnar ESB út af völdum og áhirfum en réttindi aðildarríkjanna skreppa saman jafnt og þétt þar til að lokum að þau verða lítið annað en héruð eða fylki í stórríkinu. Þá fyrst eruð þið ánægðir, þið ESB-sinnarnir! Eða hvað?

Vinstrivaktin gegn ESB, 11.12.2011 kl. 20:22

12 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hvað er það annað en að missa fullveldi ef land gengur undir lög annars lands. Eru menn einhvað stíflaðir í heilanum. Þegar þjóð er talin trú um einhvað annað ér er verið að plata fólk. Bretar láta ekki þessar 26 þjóðir svekkja sig og þeir munu nú segja sig úr ESB og ganga í Frí verslunar samband NA. Þeir hafa alltaf sagt að þeir væru GB en ekki Evrópa. Við erum ekki einusinni nálægt Evrópu og hinumegin við flekann en segjumst vera hálfir í Evrópu. Því líkt bull sérstaklega þar sem það er kenn alstaðar í skólum þjóða Ameríku megin að við séu Ameríkumegin eða kannski á nó mans land en alls ekki á Evrópuflekanum.

Valdimar Samúelsson, 11.12.2011 kl. 20:37

13 identicon

Ekki er það sannfærandi að telja ESB-aðild fullveldismissi en EES-þátttökuna ekki.

Í EES sitjum við uppi með lög og reglur sem við höfum enga möguleika á að breyta. Í ESB getum við hins vegar beitt okkur af fullum krafti fyrir breytingum á lögum og reglum til jafns við aðrar þjóðir.

Auk þess er líklegt að Íslendingar hafi mikil áhrif í okkar helsta hagsmunamáli, sem eru sjávarútvegsmál, vegna reynslu okkar og þekkingar á málaflokknum.

Annars endurspeglar allt þetta tal um fullveldi þjóðrembu sem er hin hliðin á djúpstæðri vanmáttarkennd gagnvart öðrum þjóðum.

Ef við endilega viljum tala á þessum nótum má segja að allir samningar við aðrar þjóðir eða þjóðabandalög séu fullveldisframsal. Eina ráðið til að forðast "fullveldisframsal" er því að loka landinu.

Vanmáttarkenndin kemur meðal annars fram í ofsahræðslu um að þó að góðir samningar náist þá verði lögum ESB breytt fyrr en varir svo að Íslendingar missa forræði yfir auðlindum sínum.

Þetta er ástæðulaus ótti þó ekki væri nema vegna þess að Íslendingar munu tryggja þessa hagsmuni í samningum. Það er ekki hægt í ESB að ógilda samninga með lagasetningum.

Sannleikurinn er sá að það verður mikill fengur fyrir Íslendinga að fá lög og reglur ESB. Af því höfum við nú þegar góða reynslu.

Hve oft hafa ekki íslensk stjórnvöld verið gerð afturreka vegna EES með úrskurði sína sem reynst hafa mannréttindabrot?

Það verða miklar farmfarir fyrir íslenskt þjóðfélag að losna að miklu leyti undan geðþóttaákvörðunum óhæfra íslenskra stjórnmálamanna.

Það eru forréttindi að fá lög og reglur bandalags þeirra þjóða heims þar sem lýðfrelsi og mannréttindi eru í mestum hávegum höfð.

Örþjóðir hafa enga möguleika á að búa sér slíka löggjöf. Íslensk löggjöf er mikil hrákasmíð. Vönduð löggjöf kostar nefnilega mikið fé, tíma og mannafla sem örþjóðir hafa ekki efni á.

Auk þess er mikil hætta á að þrýstihópar geti tryggt sérhagshagsmuni sína þar sem allir þekkja alla. Af því höfum við bitra reynslu.

Sérhagsmunahópar á Íslandi hafa tryggt hagsmuni sína svo rækilega að þeir sjá sér fært að hóta heilu byggðarlögunum "refsingum" með góðum árangri ef þær styðja ekki áfram sérhagsmuni þeirra. Auðveldasta leiðin til að losna við þessa spillingu er að ganga í ESB.

Fullveldismissirinn snýst í hnotskurn um að íslenskir stjórnmálamenn missa völd sem þeir kunna ekki að fara með. Auk þess fáum við nothæfa og vandaða löggjöf.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 21:00

14 identicon

Valdimar, með inngöngu í ESB tekur Ísland ekki upp löggjöf annars lands.

Þvert á móti tekur það upp á vissum sviðum sameiginlega löggjöf margra landa þar sem Ísland er eitt þeirra með sama rétt og hin löndin til að breyta lögunum eða setja ný.

Í EES höfum við hins vegar nú þegar tekið upp löggjöf annarra landa án þess að hafa neitt með þau að gera.  Við endurheimtum því að vissu marki fullveldið með inngöngu í ESB.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 21:09

15 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Lög ESB eru sett af ESB í upphafi og síðan bættust nýrri lög og enn meira með Lissabon sáttmánanum. Öll þessi lög hafa þessar 27 þjóðir tekið inn á sig til þessa að verða meðlimir í ESB. Þegar það er sagt að þetta sé sjálfstæði þá er það rangt. Þeir urðu flestir að breyta stjórnarskránni á einn eða annan hátt. Stjórnarskrá okkar og hegningalög segja nei við þessu já og EES líka. Það að brjóta stjórnarskrá og hegningalög þegar EES var samþykkt þíðir ekki ávísun á að það sé löglegt. þegar ESB nær tangarhöldum á einni þjóð sleppa þeir ekki.

Valdimar Samúelsson, 11.12.2011 kl. 21:47

16 Smámynd: Elle_

Nákæmlega, Valdimar.  Og hvílíkur yfirgangur þeirra sem ætla með góðu eða illu að stela af okkur fullveldinu sem er varið í stjórnarskrá.  Og svo fara þeir fram á ´málefnaleg rök´ eins ´málefnalegt´ og það er að kalla okkur ´útlendingahatara´  +++ OG vaða yfir stjórnarskrána.  Hví þurfum við að koma með nokkur rök gegn slíkri vitleysu???  Við þurfum alls ekki að koma með NEIN RÖK gegn slíkum andsk. yfirgangi. 

Elle_, 11.12.2011 kl. 21:49

17 identicon

Valdimar, hverjir í ESB setja lögin sem ríkin eiga að samþykkja?

Hvaða einstaklingar eru þetta og hvaða starfsheiti hafa þeir?

Ég veit ekki betur en að Baroso hafi ekkert að segja miðað við það hvaða stefna var tekin í síðustu viku. Það hljóta þá að vera einhverjir aðrir.

Stefán (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 22:42

18 identicon

Elle, hvaða tilgangi þjónar að snúa hlutunum á hvolf?

Þú kallar það yfirgang að fara að meirihlutasamþykkt Alþingis og vilja meirihluta þjóðarinnar.

Skv skoðanakönnunum vill meirihluti þjóðarinnar að umsóknarferlið verði til lykta leitt og að þjóðin fái að kjósa um aðild.

Jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því á landsfundi að hætta aðildarviðræðum.

Þetta er ekkert annað en yfirgangur af þinni hálfu. Þegar menn sjá ástæðu til að leggjast svona lágt hlýtur málstaðurinn að vera afar veikur.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 23:21

19 Smámynd: Elle_

NEI, yfirgangurinn er ALLUR YKKAR.  Okkur var meinað um lýðræði þann 16. júlí, 09 þegar framið var stjórnarskrárbrot.  Og þú ættir að vita það.  Við vorum ekki spurð og talaðu ekki við mig um lýðræði eða yfirgang. 

Elle_, 11.12.2011 kl. 23:38

20 identicon

Ranghugmyndir Vinstrivaktarinnar og stuðningsmanna hennar eru kostulegar. Þeir líta svo á að ESB sé utanaðkomandi skrímsli sem sé höfuðóvinur 27 þjóða sem það bíður eftir tækifæri til að gleypa.

Þetta eru ótrúlega barnalegar hugmyndir. ESB eru þessar 27 þjóðir eða þeirra sköpunarverk til að bæta eigin hag. Ef það reynist illa að einhverju leyti breyta þessar þjóðir þeim lögum eða reglum sem til þarf.

ESB fæst eingöngu við efnahagsmál. Það sem nú er framundan gerir það að enn betra bandalagi. Breytingarnar munu veita þjóðum nauðsynlegt aðald og hafa engin áhrif á þær þjóðir sem hafa haldið sig á beinu brautinni.

Í ljósi þess að stjórnmálaflokkar hafa tilhneigingu til að lofa upp í ermina á sér til að halda völdum er mjög heppilegt að hægt sé með þessum hætti að koma í veg fyrir slík loforð eða að þau séu efnd.

Almenningur vill aðeins að skynsamlega sé staðið að málum. Hann er ánægður með að að sumar ákvarðanir séu teknar í Brussel ef það er meira vit í þeim en geðþóttaákvörðunum íslenskra stjórnmálamanna.

Af þessu höfum við reynslu vegna EES-samningsins. Almenningur hefur mér vitanlega aldrei kvartað undan EES-samningnum. Amk hefur hann verið ánægður með miklu meira en hann hefur verið óánægður með.

Hins vegar hafa stjórnmálamenn séð ofsjónum yfir að missa völd. Það er ekki áhyggjuefni fyrir mikinn meirihluta þjóðarinnar. Með fjarlægðinni til Brussel og fólksfjöldanum í ESB mun ESB-aðild róa yfirspennt íslenskt þjóðfélag.   

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 23:56

21 identicon

Elle, reyndu að halda þig við efnið.

Þú færð engu áorkað með því að drepa málum á dreif með því að tala um eittvað allt annað.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 00:00

22 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Ásmundur! Þú ferð rangt með staðreyndir. Allar skoðanakannanir seinustu þrjú árin hafa sýnt að meiri hluti þjóðarinnar vill EKKI ganga í ESB.

Margar skoðanakannanir hafa einnig sýnt að meiri hluti þjóðarinnar vill draga umsóknina til baka. En eingöngu ef stillt er upp leiðandi spurningu, þar sem þjóðaratkvæði er aðeins viðhaft í því tilviki að viðræðum sé lokið tekst að kreista fram knappan meiri hluta fyrir áframhaldi viðræðna. Allir sem til þekkja vita að ekkert er að marka þess háttar kannanir með leiðandi spurningum. Í þessu tilviki var fullt eins mikið verið að spyrja fólk hvort það vildi þjóðaratkvæði.

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti að gera hlé á viðræðum og taka þær ekki upp aftur nema fyrir liggi að það sé skýr vilji þjóðarinnar. Þetta myndi þýða í reynd að viðræður stöðvuðust og þær yrðu sennilega ekki teknar upp aftur næstu árin.

Báðar fullyrðingar þínar hvað þetta varðar eru því rangar, eins og svo margt sem frá þér kemur.

Vinstrivaktin gegn ESB, 12.12.2011 kl. 00:02

23 Smámynd: Elle_

Og ég er nákvæmlega að halda mig við efnið: ÓLÝÐRÆÐISLEG, STJÓRNARSKRÁRBRJÓTANDI FÁRÁÐSUMSÓKN.  Þú skalt ekki búast við neinu málefnalegu við slíkri VITLEYSU og YFIRGANGI.

Elle_, 12.12.2011 kl. 00:22

24 identicon

Vinstrivaktin ber upp á mig rangindi.

Ég sagði ekki orð um það hvort Íslendingar vildu ganga í ESB enda er sú spurning ekki tímabær meðan ekki er vitað hvað er í boði.

Ég benti hins vegar á að meirihluti þjóðarinnar vill ljúka aðildarviðræðum. Það er auðvitað ekkert leiðandi við það að hafa sem valkost að ljúka viðræðunum og kjósa um aðild enda er kosning óhjákvæmilegur fylgifiskur þess að ljúka viðræðum með samningi.

Mér þykir Vinstrivaktin leggjast lágt með því að lepja upp lágkúrulegt bull AMX.

Þetta var síðasta könnunin sem mér vitanlega var gerð .

Eina könnunin sem sýndi meirihluta fyrir því að draga umsóknina tilbaka, svo að ég yrði var við, var gerð af aðila sem hefur ekki reynst sannspár í skoðanakönnunum og verður einnig að teljast hallur undir vilja þeirra sem vilja draga umsóknina tilbaka.

Það voru andstæðingar aðildar sem létu gera þessa könnun ef ég man rétt. Þessi könnun skar sig úr öðrum könnunum sem ég hef séð. Aðrar kannanir hafa allar sýnt meirihluta fyrir því að ljúka viðræðunum.

Fyrir ekki mjög löngu lét Morgunblaðið gera könnun sem sýndi að 70% þeirra sem tóku afstöðu voru á móti ESB-aðild. Í könnuninni ku einnig hafa verið spurt um afstöðu til aðildar ef þjóðin fengi viðunandi samning í sjávarútvegsmálum.

Niðurstaða þessa hluta var ekki birtur í Morgunblaðinu eða annars staðar í upphafi. En hún spurðist út seinna og var þá birt annars staðar. Niðurstaðan snerist þá við og 70% voru þá hlynntir aðild. Þessu hefur mér vitanlega ekki verið mótmælt af hlutaðeigandi.

Þetta sýnir að skoðanakannanir um afstöðu til samnings sem enn hefur ekki litið dagsins ljós eru ómarktækar.

Á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins var borin upp tillaga um að slíta ESB-aðildarviðræðum. Hún var ekki samþykkt eins og ég benti á í fyrri athugasemd.

Frestun viðræðna er auðvitað allt annað mál sérstaklega í ljósi þess að sérstaklega var tekið fram að ekki skyldi haldið áfram með eða hætt við viðræður nema þjóðin samþykkti það í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Það er því alrangt hjá Vinstri vaktinni að ég hafi farið rangt með staðreyndir.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 01:24

25 identicon

Jón Steinar, við höldum yfirráðum yfir auðlindum okkar eftir inngöngu í ESB.

Þetta hafa ráðamenn frá ESB sem hingað hafa komið staðfest þar á meðal Eva Joly sem er þingmaður sambandsins fyrir Frakkland.

Eingöngu andstæðingar ESB halda því fram að Ísland missi auðlindir sínar með inngömgu í ESB. Þetta er því marklaus áróður.

Þið mættuð fara að íhuga að að því kemur að allur blekkingaráróðurinn verður afhjúpaður þegar samningar liggja fyrir.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 09:00

26 identicon

Málflutningur andstæðinga ESB-aðildar einkennist af miklum blekkingaráróðri. Það er því engin furða þó að þeir séu álitnir örvæntingarfullir.

Dami um þetta er athugasemd við þessa færslu #22. Þar heldur Vinstrivaktin því blákalt fram að meirihluti landsmanna vilji draga aðildarumsóknina tilbaka. Ein könnun hafi að vísu sýnt annað en hún hafi ekki verið marktæk.

Hvað er svo hið rétta í málinu? 65.3% landsmanna vill ljúka aðildarviðræðum skv nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Heil 76.2% Vinstri grænna vill ljúka þeim og einnig er meirihluti fyrir því hjá Sjálfstæðisflokki.

þetta er í samræmi við aðrar kannanir Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Einnig sýna nánast allar aðrar kannanir meirihluta fyrir því að viðræðurnar verði til lykta leiddar og fólki verði gefinn kostur á að kjósa um þann samning sem þá liggur fyrir.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 12.12.2011 kl. 10:06

27 Smámynd: Elle_

Engir ´samningar´ munu ´liggja fyrir´: NOT NEGOTIABLE: ÓUMSEMJANLEGT.   Hitt eru blekkingar EU-sinna, orðið gamalt. 

Elle_, 12.12.2011 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband