Evrópsk verkalýðshreyfing gerir hróp að ESB: Hingað og ekki lengra!
3.12.2011 | 11:31
"Framtíð Evrópu getur ekki byggst á niðurskurði, óöryggi og afturför í félagslegum málum. Við styðjum aðildarfélög okkar í hverju landi fyrir sig og krefjumst þess af leiðtogum Evrópu að þeir láti af þjónkun við fjármálamarkaðina. Evrópa þarf á gjörbreyttri stefnu að halda. Hingað og ekki lengra!" sagði Bernadette Ségol, formaður ETUC, Evrópusambands verkalýðsfélaga, s.l. fimmtudag, 30. nóv.
Þennan dag lét ETUC, Evrópusamband verkalýðsfélaga og EPSU, Evrópusamband starfsfólks í opinberri þjónustu til skarar skríða gegn samdráttar- og niðurskurðartillögum ESB, með skipulagningu mótmæla og verkfalla um alla Evrópu. Aðgerðirnar voru mótmæli við þeirri stefnu ESB að almenningur eigi að borga bönkunum fyrir þá kreppu sem þeir ollu. Er verkalýðshreyfingin algjörlega á öndverðum meiði við þá stefnu sem Evrópusambandið hefur markað á síðustu mánuðum og telur að ESB lúti vilja fjármálamarkaðarins og peningaaflanna. Afleiðingin af stefnu ESB sé eyðilegging félagslegra réttinda, lækkun launa, niðurskurður velferðarkerfisins. Vill verkalýðshreyfingin sjá nýja og gjörbreytta stefnu með áherslu á félagslegan jöfnuð og velferð.
EPSU, Evrópusamband starfsfólks í opinberri þjónustu, skipulagði verkföll, aðgerðir og mótmælagöngur í 25 af 27 aðildarlöndum ESB s.l. fimmtudag. Verkalýðsfélög í Bretlandi fóru í verkfall þann dag, það umfangsmesta síðan 1926. Í Portúgal, þar sem verkalýðsfélögin hafa nýverið farið í allsherjarverkfall, var mótmælt fyrir framan þinghúsið, en þar á að fara fram kosning um niðurskurðaraðgerðir stjórnvalda. Mótmæli og aðgerðir voru einnig í Frakklandi og stefna verkalýðsfélögin að meiriháttar verkfalli eftir tvær vikur.
Hér má sjá yfirlit yfir aðgerðir fimmtudagsins og komandi aðgerðir: http://www.epsu.org/a/8178.
"Evrópa þarf að taka trúverðuga afstöðu til sjálfbærrar þróunar, sanngjarnar skattlagningar, fjárfestinga í opinberri almannaþjónustu, meira jafnréttis og minni fátæktar," segir Carola Fischbach-Pyttel, formaður EPSU. EPSU krefst þess nú að ESB breyti um aðferðafræði í kreppuráðstöfunum sínum og taki upp skatt á fjármagnshreyfingar (FTT). EPSU vill að tekið verði upp þrepaskipt skattlagning, að skattaskjólum í Evrópu verði útrýmt, barist verði gegn spillingu, skattasvindli og því að stórfyrirtæki komi sér undan skattheimtu.
Þá vilja aðildarfélög ESPU einnig tryggja rétt verkalýðsfélaga til heildstæðra kjarasamninga og sjálfstæði verkalýðsfélaga til samninga við atvinnurekendur. Verkalýðsfélögin krefjast þess að Framkvæmdastjórn ESB og Seðlabanki Evrópu hætti tafarlaust öllum afskiptum af samskiptum á vinnumarkaði og miðlægum kjarasamningum.
"Þessi dagur aðgerða í Evrópu er upphaf ferils sem mun gefa þegnum Evrópu raunverulega tilfinningu fyrir samstöðu. Núgildandi stefna valdhafa í Evrópu mun eyðileggja allt sem við höfum barist fyrir áratugum saman. Við segjum nei við samræmdu niðurskurðarbrjálæði og já við félagslegri og lýðræðislegri Evrópu," sagði formaður EPSU s.l. fimmtudag.
Heimild: Páll H. Hannesson http://esbogalmannahagur.blog.is/blog/esbogalmannahagur/
Athugasemdir
Ég er ekki alveg að skilja þetta.
Eru þessi hróp verkalýðsleiðtoga að ESB? Eða eru þetta hróp á leiðtoga þjóða sem eru í ESB?
Hvaða aðila í ESB er verið að gera hróp að? Baroso?
Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 12:50
Spurning um að þú lesir textann undir fyrirsögninni Stefán og kannski hlekkina líka ef þú hefur kjark eða getur án þess að misbjóða afneitun þinni.
Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2011 kl. 13:28
Bernadette Ségol warns that, while the ETUC will continue to argue “for Europe and against a reversal to national navel gazing”, the ETUC cannot be taken for granted in the forthcoming debate about a treaty change on economic governance, insisting that “the Europe we want is one of solidarity and social progress”.
Ef verkalýðsfélag gagnrýnir stjórnvöld í einhverju landi, á þá að hafa fyrirsögn sem segir: Verkalýðsfélög gera hróp að Íslandi?
Ef menn eru á móti Jóni Bjarnasyni, sem er í ríkisstjórninni, á þá að hafa í fyrirsögn: Meirihluti á móti Íslandi?
Þess vegna var ég að spyrja hverja væri verið að gagnrýna.
Ég sé ekki betur en að ETUC styðji ESB í því sem ég setti inn hér að ofan og á heimasíðu félagsins.
Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 14:52
Pistill Páls Hannessonar rekur fyrst og fremst staðreyndir. Útúrsnúningur Stefáns breytir þar engu: "Aðgerðirnar voru mótmæli við þeirri stefnu ESB að almenningur eigi að borga bönkunum fyrir þá kreppu sem þeir ollu. Er verkalýðshreyfingin algjörlega á öndverðum meiði við þá stefnu sem Evrópusambandið hefur markað á síðustu mánuðum og telur að ESB lúti vilja fjármálamarkaðarins og peningaaflanna. Afleiðingin af stefnu ESB sé eyðilegging félagslegra réttinda, lækkun launa, niðurskurður velferðarkerfisins. Vill verkalýðshreyfingin sjá nýja og gjörbreytta stefnu með áherslu á félagslegan jöfnuð og velferð."
Þetta er kjarni málsins. En að sjálfsögðu snýr þetta um leið að aðildarríkjum ESB.
Vinstrivaktin gegn ESB, 3.12.2011 kl. 16:28
Á andstaðan við Brussel elítuna nokkuð annað eftir en að magnast og breiðast út?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 17:23
Já, þið megið kalla þetta útúrsnúning.
Þetta snýr að leiðtogum ESB og leiðtogum ríkja ESB og gegn þeirri stefnu sem þeir hafa markað sér á síðustu mánuðum og árum.
Þá er það komið á hreint.
Næst þegar ríkisstjórn Íslands er gagnrýnd, þá er það auðvitað gagnrýni á Ísland.
Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 17:31
Þetta eru ekkifréttir. Alltaf þegar kreppir að eru stjórnvöld harðlega gagnrýnd alls staðar í heiminum. Það er kannski bara gott fyrir móralinn í heimalandinu að geta beint spjótum sínum að ESB.
Ef allt væri með felldu væru Íslendingar afar ánægðir með þróunina í ESB með tilliti til ESB-aðildar Íslands. Þá á ég náttúrlega ekki við kreppuástandið heldur þá samhjálp sem á sér stað. Það et gott að vita af henni.
Skuldakreppan er fjarri því að vera sérevrópskt vandamál. Í raun eru Bretar og Bandaríkjamenn verr staddir. Athyglin hefur hins vegar beinst að Evrópu vegna þeirra samhjálpar sem þar á sér stað.
Þeir sem gagnrýna aðgerðirnar ættu að spyrja sig hvers vegna AGS og nágramnaþjóðir hefðu átt að lána íslenska ríkinu eftir hrun.
Aðstoð ESB til illra staddra þjóða er í formi lána en ekki styrkja. Þau eru háð þeim skilyrðum að rækilega sé tekið til heima fyrir og að bankar afskrifi stóran hluta skulda.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 17:54
Íslensk verkalýðsforysta mætti læra af þeirri í ESB.
Sú íslenska stóð sig veg þegar hún skrifaði undir samning við Norrænu um að ráða Íslendinga á íslenskum kjarasamningi sem var lakari en sá sem Norræna býður öðru starfsólki og undirbauð þar með önnur verkalýðsfélög.
Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 18:23
Á meðan samtök launþega í löndum ESB mótmæla aukinni miðstýringu og afskiptum ESB af málefnum stéttarfélaga og meðan samtök launþega í löndum ESB mótmæla þjónkun ESB við banka og fjármálafyrirtæki, berjast forsvarsmenn íslenskra launþega fyrir því að koma umbjóðendum sínum undir þessi öfl!
Það er ótrúlegt hvað forsvarsmenn íslenskra launþega, sérsaklega forseti ASÍ, er langt frá sínum kollegum í Evrópu í hugsun og æði!
Er ekki kominn tími til fyrir Gylfa og félaga að skreppa til Evrópu og kynna sér kjör launþega þar og hvernig hug kollegar þeirra bera til ESB? Þetta hefðu þeir reyndar átt að gera fyrir löngu!
Þá væri rétt hjá þeim að kynna sér í leiðinni hvaða áhrif evran hefur á kjör launþega á Grikklandi, Spáni, Portúgal, Írlandi, Ítalíu, Frakklandi og raunar flestum ríkjum evrunnar.
Atvinnuleysi þessara ríkja ættu þeir einnig að kynna sér. Á Spáni er nú nærri fjórðungur manna á atvinnuleysisskrá, nærri helmingur þeirra sem eru á aldrinum frá 20 - 30 ára eru án atvinnu. Þetta ætti Gylfi að setja í Íslenskt samhengi.
Að forseti ASÍ skuli notfæra sér stöðu sína til að koma á framfæri sinni persónulegu pólitík er til skammar.
Gunnar Heiðarsson, 3.12.2011 kl. 19:34
Öll verkalýðsfélög og allar stéttir í Færeyjum mótmæla Færeyjum!!!!!!!!!
http://ruv.is/frett/fjolmenn-motmaeli-i-thorshofn
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.12.2011 kl. 22:11
Það er auðvitað fráleitt að bera saman atvinnuleysi á Íslandi við atvinnuleysi í því ESB-landi þar sem atvinnuleysið er mest og álykta út frá því að með ESB aðild fylgi aukið atvinnuleysi.
Í Danmörku er atvinnuleysið aðeins 4.2%. Á hinum norðurlöndunum, sem eru í ESB, er það svipað og hér. Mörg önnur ESB-lönd eru með mun minna atvinnuleysi en við eins og td Austurríki, Holland, Malta, Luxembourgh og jafnvel Þýskaland. Önnur eru með svipað atvinnuleysi og við td Belgía, Tékkland og Rúmenía auk Svíþjóðar og Finnlands.
Athygli vekur að fámennustu löndin, Malta og Luxembourg, sem eru lítið fjölmennari en Ísland, eru með miklu minna atvinnuleysi enda hefur smáríkjum vegnað sérstaklega vel í ESB.
Það er því algjörlega fráleitt að álykta að ESB-aðild fylgi aukið atvinnuleysi. Þvert á móti má búast við að stöðugleikinn sem fylgir evrunni muni skapa mörg atvinnutækifæri vegna bættrar samkeppnisstöðu Íslands.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 22:52
Já Ómar, það var ekki fallegt þegar Færeyingar gerðu hróp að Færeyjum.
Stefán (IP-tala skráð) 3.12.2011 kl. 23:02
Verkalýðsforystan í Noregi sér í hvað stefnir í ESB, sem hefur orðið til þess að hún hefur aldrei verið meir á móti ESB, (ESB er skammstafað á norsku: EU). Fyrir ekki svo löngu var ársfundur hjá samtökunum: nei til EU. Þessi fundur, sem stóð yfir heila helgi, sýndi mjög skýrt, hversu fráleitt verkalýðsforystunni þar í landi finnst að ganga í þetta ESB-kjaraskerðingarbandalag bankaræningjanna á Vesturlöndum.
Það þurfa allir vinnu, og salt í grautinn sinn, þótt nokkrir sjálfskipaðir "IP-bloggfærslufræðingar" og tálbeittir "háskóla-ofurgáfumenni" á Íslandi láti draga sig á tálar, með einhverjum feitum og vel krydduðum beitum frá ESB-"guðinum". Vonandi sjá þessir "ofur-leiðarljós-pennar" að sér áður en þeim og íslenskri verkalýðsforystu, með Gylfa Arnbjörnsson í broddi blekkingarfylkingarinnar, tekst að leiða þessa þjóð í annað og enn verra hrun, með margfalt meira atvinnuleysi.
Það er enn hægt að koma í veg fyrir nýtt efnahags-hamfara-stórslys, ef fólkið í landinu stendur saman, og hættir að trúa lyginni sem borin er á hvert heimili í landinu, af ríkisfjölmiðlunum bankarændu. Við höfum nóg af hamförum á þessari eldfjallaeyju, þótt við séum ekki að sækja fleiri hamfarir til Vesturlanda-bankastjórnarinnar.
Mönnum eins og Gylfa Arnbjörnssyni er, einhverra óútskýrðra hluta vegna, ekki treystandi fyrir smáaurum út í búð, hvað þá meir. Hann hefur einhverstaðar farið út af siðferðis-brautinni blessaður, og finnur ekki aftur þá braut án hjálpar. Hann á að berjast fyrir bættum kjörum verlýðsins, en ekki skertum, eins og hann hefur gert.
Hægt er að sjá norska fundinn á You-tube: nei til EU.
Minni líka á vef Jóhannesar Björns: vald.org. Hann hefur skrifað töluvert um hvernig á að kveða niður verkalýðsforysturnar, því þær þvælast fyrir bankaræningjunum.
Almenningur víðast hvar í Evrópu og Bandaríkjunum er orðinn meðvitaður um hvert stefnir, og gott væri fyrir Gylfa Arnbjörnsson og fleiri einangraða embættismenn og blekkingar-penna, að stíga út úr FÍLABEINSTURNINUM raunveruleika-snauða, og hreinlega kynna sér hver sannleikurinn í raun er.
Annars eiga þeir á hættu, að enda eins og nakti keisarinn, sem hélt að hann væri í svo fínum skraddarasniðnum fötum, sem voru svo bara lygar skraddarans sem hann trúði. Almenningur þorði víst ekki að "móðga" keisarann með því að segja honum satt, en hló í laumi að nekt hans. Það þurfti heiðarlegt og hreinskilið barn, til að þora að segja keisara-ræflinum sannleikann.
Ennþá gerast ævintýrin!
Það yrði mikil hneisa fyrir þessa blekkta embættismenn og áróðurs-penna, að opinbera sína fáfræði og trúgirni enn frekar en orðið er.
Minni á að Ísland er auðlindaríkasta land veraldarinnar miðað við höfðatölu, og þarf ekki að fara í ESB, né fara eftir þvingunar-uppskrift AGS um að skera niður sjúka, gamla og fátæka í bókstaflegri merkingu, eins og ráðamenn þjóðarinn standa fyrir á samviskulausan hátt þessa dagana. Og virðast ekki einu sinni skilja sjálfir hvað þeir eru að gera alvarlega hluti.
Ef rétt er sem sagt er, þá eru um 300 manns heimilislausir á Íslandi í dag, og þetta er að gerast á vakt Villta Vinstrisins blinda! Finnst einhverjum þetta í lagi? Værum við öruggari heimilislaus í suðrænum skógi villidýranna, en heimilislaus í frostinu á Íslandi í dag?
Bæði villidýrin og frostið bítur og drepur. Það er kominn tími til að segja satt, á máli sem allir skilja, en ekki þegja yfir sannleikanum, eins og hirð keisarans forðum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.12.2011 kl. 10:00
Smáríkjum hefur vegnað sérstaklega vel í ESB. Í ESB eru tvö ríki, Luxembourg og Malta sem eru lítið fjölmennari en Ísland. Arvinnuleysi í þessum löndum er miklu minna en hér.
Þó að það hafi verið fjallað sérstaklega um velgengni smáríkja í ESB í fjölmiðlum hef ég ekki séð skýringar á henni. Ég tel að ástæður góðs gengis smáríkja séu eínkum tvær:
Annars vegar búa smáríki með eigin gjaldmiðil við mikinn óstöðugleika sem eyðileggur samkeppnishæfni þeirra gagnvart öðrum ríkjum. Tækifæri til að auka útflutningstekjur fara því forgörðum.
Hins vegar búa smáríki við gallaða og ófullkomna löggjöf. Við getum ekki keppt við stórþjóðir í vandari löggjöf sem er mjög tíma- og mannfrek og því dýr. Fámennið veldur einnig hættu á að þrýstihópar hafi of mikil áhrif á löggjafann.
Við höfum höfum reynsluna. Má nefna útvegsmenn sem dæmi um þrýstihópa auk þess sem við höfum notið góðs af verulega bættri löggjöf með EES-samningnum.
Hve oft hafa ekki íslenskir stjórnmálamenn og dómarar verið gerðir afturreka með úrskurði sína vegna EES samningsins? Þannig tryggði EES-samningurinn okkur aukin mannréttindi og meiri jöfnuð. ESB-aðild mun gera enn betur.
Það er aðeins til marks um bætt réttindi Íslendinga að síngjarnir stjórnmálamenn kveinki sér yfir því að hafa ekki lengur þau völd sem þeir kunnu aldrei að fara með. Þeir sjá nú fram á að völdin verði enn minni með ESB-aðild.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 10:51
Það er af og frá að andstaða við ESB-aðild í Noregi sé einhver leiðbeining um að Ísland eigi ekki að ganga í ESB.
Þó að Noregur sé smáríki er það um 15 sinnum fjölmennara en Ísland. Erfiðleikar með að halda úti eigin gjaldmiðli eru því langt frá því sambærilegir.
Auk þess er Noregur, öfugt við Ísland, fjárhagslega afar vel stætt ríki sem hefur efni á miklum gjaldeyrisvarasjóði sem er nauðsynlegur til varnar eigin gjladmiðli án hafta.
Utan ESB er Ísland hins vegar dæmt til að vera með einhvers konar gjaldeyrishöft sem stórskaðar viðskiptahagsmuni okkar og dregur úr lifskjörum. Það versta við gjaldeyrishöft er að þau hafa tilhneigingu til að aukast eftir því sem fleiri sjá við þeim.
Kaupmáttur launa fer þá versnandi eins og við höfum reynslu af frá síðustu öld. Gylfi Arnbjörnsson hefur nýlega rifjað þetta upp. Til að halda uppi lífskjörum urðu Íslendingar að bæta við sig vinnu. Heimavinnandi húsmæður flykktust þá út á vinnumarkaðinn.
Ég er harður stuðningsmaður ESB-aðildar Íslands ef góðir samningar nást sem ég tel víst. Ef ég set mig í spor Norðmanna gegnir öðru máli bæði með eigin aðild og aðild Íslands.
Norðmenn hafa hagsmuni af því að Ísland gangi ekki í ESB. Afstaða þeirra til eigin aðildar gæti nefnilega breyst með aðild Íslands
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 11:27
Hvernig skilgreinirðu "góða samninga", Ásmundur?
Eru það samningar sem fela í sér góða aðlögun fyrir Ísland að óumsemjanlegu regluverki ESB, og þá umfram þau skilyrði sem Alþingi setti fyrir umsóknina?
..eða góða samninga sem leyfa varanlega undanþágu Íslands undan regluverki ESB, þannig að umboð og skilyrði sem Alþingi settir verði haldið?
Páll (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 12:05
Góðir samningar eru sanngjarnir samningar.
Staða Íslands utan ESB er algjörlega óásættanleg. Króna án gjaldeyrishafta mundi óhjákvæmilega að lokum leiða til nýs hruns sem yrði miklu verra en 2008 vegna þess hve ríkið er nú skuldugt.
Króna með gjaldeyrishöftum mun rýra lífskjör vegna þeirra áhrifa sem gjaldeyishöft hafa á samkeppnishæfni og viðskiptakjör. Gjaldeyrishöft samræmast ekki EES-samningnum. Með úrsögn úr EES myndum við missa hagstæða viðskiptasamninga.
Einnig munu sveiflur á gengi krónunnar hafa mjög slæm áhrif innanlands vegna óvissu, verðbólgu ofl. Óhjákvæmilegar sveiflur á gengi krónunnar valda miklu meiri verðbólgu en þar sem stöðugleikinn er mun meiri.
Það er því mikill fengur í ESB-aðild ef ESB notfærir sér ekki erfiða stöðu okkar í samningum. Ég tel reyndar enga líkur á því. Þeir munu heldur ekki komast upp með það vegna þess að það er í eðli Íslendinga að láta ekki kúga sig þegar illa stendur á.
Einn helsti vandi Íslendinga er vanmáttarkennd gagnvart útlendingum. Hún gæti orðið okkur dýrkeypt.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 14:13
Já, íslenskir Evrópusambandssinnar eru með ´vanmáttarkennd gagnvart útlendingum´. Og hefðu getað orðið okkur ´dýrkeyptir´ þegar þeir lögðust flatir fyrir þeim með ICESAVE. En heildin lét ekki bjóða sér slíka kúgun og reis upp.
Elle_, 4.12.2011 kl. 14:50
Staða Íslands inni í Evrópusambandinu og undir yfirstjórn þess yrði ´óásættanleg´ og við erum líka ekkert á leiðinni þangað.
Elle_, 4.12.2011 kl. 14:58
Þú ættir að fara í stjórnmál. Þú tala og talar en segir ekki neitt.
Reyndar ekki skrýtið fyrir einstakling með ESB á heilanum. Þið hafið ekkert að segja nema týpískrar möntrur án innihalds eða nokkurs vits.
Páll (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 17:18
Elle, þú veist greinilega lítið um Icesave.
Þú veist ekki að ef við hefðum sagt já í þjóðararkvæðagreiðskunni hefðum við sloppið við allar greiðslur eins og útlitið er núna.
Tryggingasjóðurinn fær þó aldrei nema höfuðstólinn í íslenskum krónum. Ef hann á að geta greitt vexti þarf gengi krónunnar að vera hærra við útgreiðlu en það var 22. apríl 2011.
Ef gengi krónunnar hefur hækkað þegar Bretar og Hollendingar fá greitt fær trggingarsjóðurinn meira í erlendu myntunum en sem nemur höfuðstólnum. Mismunurinn nýtist þá til greiðslu vaxta að hluta eða að fullu eftir því hve mikið gengi krónunnar hefur hækkað.
Elle, þú veist greinilega heldur ekki að ef ESA vinnur það dómsmál sem stofnunin hyggst höfða gegn íslenska ríkinu hækkar Icesave-krafan úr 600+ milljörðum upp í 1300+ milljarða. Auk þess má búast við markaðsvöxtum í stað þeirra lágu vaxta sem samið var um.
Ef ESA vinnur málið mun neiið valda okkur óyfirstíganlegri fjárhagslegri byrði á meðan við hefðum jafnvel alveg sloppið við að greiða neitt ef við hefðum haft vit á að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Elle, afneitun á staðreyndum í erfiðri stöðu getur orðið okkur mjög dýrkeypt.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 18:13
Ásmundur, ég óttast ekkert ESA og veit heilmikið um ICESAVE.
Elle_, 4.12.2011 kl. 18:29
Elle, ertu ósammála Buchheit, Lárusi Blöndal ofl um um að hættan á að við töpum málinu sé veruleg? Ef svarið er já, rökstyddu það.
Hvers vegna viltu taka þessa áhættu úr því að hægt var að vera laus við allar greiðslur eða mest af þeim með með því að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni?
Eru þetta kannski bara trúarbrögð hjá þér þar sem rök skipta engu máli?
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 19:27
Engin rök voru fyrir að borga kúgun. Ólögvarða kröfu.
Fyrir það fyrsta hlustarðu illa á rök, heldur beitir allavega brögðum eins og að maður skilji ekki og viti ekki. Og vísar núna í trú. Og ekki síst get ég ekki farið að eyða endalausum tíma í að rökstyðja flókið og langt mál fyrir manni sem hlustar ekki á rök. Ykkur ferst að tala um trú, þið með ykkkar Evrópusambands-OFSATRÚ.
Það er rakalaus vitleysa að fara að borga ólögvarða kröfu, GEGN LÖGUM. Læt það duga að vísa í nokkra HÆSTARÉTTARLÖGMENN SKRIFA UM ICESAVE3 og þú getur fundið öll hin rökin sjálfur. Það er af nógu að taka:
http://www.visir.is/sjo-haestarettarlogmenn-hvetja-til-thess-ad-icesave-verdi-fellt/article/2011110308857
http://www.visir.is/their-myndu-tapa-fyrir-domi/article/2011110308969
http://visir.is/sidferdid-i-icesavemalinu/article/2011110308783
www.visir.is/bindum-endi-a-sibyljuna/article/2011110319909
http://visir.is/odrum-er-sama/article/2011110319536
http://www.visir.is/allir-thekktu-fyrirvarann/article/2011110319418
http://www.visir.is/afstada-radamanna-og-helgur-rettur-okkar/article/2011110318962
http://visir.is/er-heimilt-ad-setja-icesavelogin-/article/2011110329870
http://visir.is/forsman-/article/2011110329812
http://visir.is/iskalt-sidleysi/article/2011110329664
http://visir.is/nidurlaegjandi-akvaedi-/article/2011110329552
http://visir.is/tharf-aldrei-ad-greida-/article/2011110329031
http://www.visir.is/staerilaeti-og-utras/article/2011110328806Elle_, 4.12.2011 kl. 19:49
Ef þú telur það ekki rök fyrir því að segja já að koma jafnvel í veg fyrir margfalt hærri greiðslur íslenska skattgreiðenda ef sagt er nei, þá veistu ekki hvað rök eru.
Það eru engin rök að segja að það séu engin rök fyrir að borga kúgun vegna þess að þú kemur ekki í veg fyrir greiðslur ríkisins með því að segja nei. Þvert á móti eykurðu líkurnar á að skattgreiðendur þurfi að greiðá margfalt meira.
Með því að segja já hefðum við komist upp með að greiða aðeins lágmarkstrygginguna en með því að segja nei eru líkur á að við þurfum að greiða allan Icesave-höfuðstólinn með vöxtum.
Svo kemurðu aftur upp um fáfræði þína um Icesave. Ýmsir lögfræðingar hafa ályktað að engin lög kveði á um að ríkið eigi að ábyrgjast greiðslur Tryggingatsjóðsins. Ég er sammála því áliti.
Málið snýst hins vegar fyrst og fremst um allt aðra hluti. Það snýst um mismunun á milli innistæðna eftir löndum. Það sé óheimilt að gera upp á milli íslenskra innistæðna og Icesave innistæðna. Ég kannast ekki við að lögmenn hafi ályktað gegn þessum rökum ESA.
ESA vill meina að slík mismunun sé brot á EES-samningnum og að íslenska ríkinu beri að ábyrgjast allar Icesave innistæður úr því að það ábyrgðist allar íslenskar innistæður.
Ásmundur Harðaron (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 21:17
ICESAVE 1 + 2 + 3 vour ekkert um mismunun heldur LÖGLEYSU. Jóhanna og lögleysuflokkurinn vildu ekki styggja dýrðarsambandið og gömlu nýlenduveldin. Mismunarökin hafa fyrir löngu verið rekin út á sjó og þar með talið af LÁRUSI BLÖNDAL SJÁLFUM, SIGURÐI LÍNDAL OG STEFÁNI MÁ STEFÁNSSYNI.
Og get ég glatt ykkur ICESAVE-SINNA með að EFTA dómstóllinn hefur ekki lögsögu í málinu. Það verða allavega ekki Jóhanna og co. og þú sem munuð ráða. Þú veist ekkert um hvað þú ert að tala.
Elle_, 4.12.2011 kl. 21:42
Í síðustu setningunni notaði ég rök þín sjálfs.
Elle_, 4.12.2011 kl. 22:04
Elle, þú þarft að kynna þér hvers vegna Lárus Blöndal og Buchheit breyttu um skoðun eftir að þeir höfðu farið vandlega yfir málið og skoðað allar hliðar þess sem fulltrúar Íslands í samninganefndinni.
Málið snýst ekki um mat á því hvor aðili hafi rétt fyrir sér. Málið snýst um áhættuna sem felst í því að treysta á að hæfustu menn sem hafa skoðað málið gaumgæfilegast allra hafi rangt fyrir sér.
EFTA-dómstólinn mun dæma um hvort ríkið beri ábyrgð á Icesave-innistæðum. Ríkið kemst ekki upp með að hunsa slíkan úrskurð. Íslenskir dómstólar geta heldur ekki hunsað hann. Þeir munu því fyrst og fremst fella dóm um lánskjörin.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 22:17
Bretar og Hollendingar vildu ekki fara fyrir dómstóla og hafa enn ekki farið. Dómstólar dæma nefnilega vanalega eftir LÖGUM. Hví annars heldurðu að það hafi verið??:
-------------------------------------------------------------------
09. mars 2010
Það er þýðingarmikið að Íslendingar átti sig á svarinu við þessari spurningu: Þessar kröfuþjóðir vita að þær myndu að öllum líkindum tapa slíkum málum. Þær vita að þær munu ekki ná fram kröfum sínum á hendur íslensku þjóðinni nema hún taki á sig skuldbindingar til að greiða með samningi.
Góðir Íslendingar, við skulum ekki láta það eftir þeim. Fellum Icesave-lögin.
Brynjar Níelsson hrl.
Björgvin Þorsteinsson hrl.
Haukur Örn Birgisson hrl.
Jón Jónsson hrl.
Reimar Pétursson hrl.
Tómas Jónsson hrl.
Þorsteinn Einarsson hrl.
Elle_, 4.12.2011 kl. 22:26
Elle, Bretar og Hollendingar hafa ekki sagt að þeir muni ekki fara með málið fyrir dómstóla.
Þeir bíða auðvitað eftir dómi EFTA-dómstólsins. Ef ESA vinnur málið munu þeir örugglega lögsækja íslenska ríkið nema samkomulag náist við Íslendinga um greiðslur.
Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 4.12.2011 kl. 22:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.