Ætlar Jóhanna að fórna peði fyrir hrók?

 

Uppi eru ýmsar getgátur um hvernig Jóhanna fer að því að losa sig við Jón Bjarnason. Hún veit að hún hljóp á sig þegar hún réðist á Jón að ósekju. Nú virðist í staðinn rætt um að búa til flókna leikfléttu á skákborði stjórnmálanna og fórna Árna Páli um leið og Jón er rekinn svo að allt líti þetta betur út.

Samkvæmt mbl.is segist fréttavefurinn Eyjan hafa traustar heimildir fyrir því að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra muni hverfa úr ríkisstjórn og meðal forystumanna ríkisstjórnarflokkanna sé nú rætt um að fækka ráðherrum um tvo um leið og tilkynnt verði um brottför Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, úr ríkisstjórn.

Á Eyjunni mun einnig vera fullyrt að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra muni bæta ráðuneyti Árna Páls við sig. Það hljómar reyndar heldur ósennilega. En Eyjan segist hafa þetta eftir traustum heimildum innan þingflokka beggja stjórnarflokka.
mbl.is Árni Páll sagður vera á útleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Sjaldan ef aldrei hefur setningin "Farið hefur fé betra" átt betur við en í þessu tilfelli :)

Guðmundur Pétursson, 2.12.2011 kl. 18:23

2 identicon

Þetta eru furðulegar vangaveltur.

Kristján Möller hefur nú þegar farið úr ríkisstjórninni. Þess vegna er engin ástæða til að Samfylkingin fórni ráðherra til að losna við Jón Bjarnason.

Sérstaklega er þetta undarlegt í ljósi þess að sameining ráuneyta hefur staðið til og er í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Þar er gert ráð fyrir að ráðuneyti Jóns verði sameinuð iðnaðarráðuneytinu í eitt atvinnumálaráðuneyti.

Það væri mikill missir að Árna Páli sem hefur sýnt að hann veldur mjög vel ráðuneyti efnahagsmála sem ég myndi treysta mjög fáum þingmönnum fyrir. Auðvitað eru skuldarar óánægðir með að hann hafi staðið í lappirnar.

Það er algjörlega öfugsnúið ef ráðherrar sem standa sig vel víkja án nokkurra fórna en að það kosti mannfórnir og jafnvel meiruhlutamissi þegar Jón Bjarnason er látinn víkja.

Jón Bjarnason er ráðherra sem neitar að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar og hefur auk þess staðið sig að öðru leyti afleitlega sem ráðherra.

Það er ekki við góðu að búast af Alþingi ef alþingismenn eru þannig metnir í öfugu hlutfalli við frammistöðu.

Ásmundur Harðarson (IP-tala skráð) 2.12.2011 kl. 22:28

3 Smámynd: Elle_

Jón Bjarnason hefur ekki staðið sig illa.  En áfram heldur rógur Ásmundar og Jóhönnu um hann.   Og fær að standa alltof lengi ósvarað. 

JÓHANNA og STEINGRÍMUR hafa staðið sig ömurlega og þau skulu víkja og munu verða að víkja.  Þau munu ekki fá aftur kosningu. 

Ætla að troða okkur undir erlent vald þó þeim muni að sjálfsögðu ekki takast voðaverkið. 

Ætluðu að gefa Bretum og Hollendingum hundruði ef ekki þúsund MILLJARÐA bara si-svona úr ríkissjóði meðan þau LOKA SPÍTÖLUM.  Já, bara svona af því fyrrverandi nýlenduveldin heimtuðu það með dyggum stuðningi Evrópusambandsins.  Sem Jóhanna og hennar skítlegi FLokkur vildi alls ekki styggja. 

Elle_, 3.12.2011 kl. 15:26

4 Smámynd: Elle_

Og ekki bara víkja.  Það ætti að draga þau bæði fyrir sakadóm.

Elle_, 3.12.2011 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband