Meirihluti Breta vill ganga úr ESB

Tvær fréttir hafa vakið sérstaka athygli mína þessa vikuna, en ekki farið ýkja hátt, einhverra hluta vegna. Meðan fjölmiðlar hafa velt því helst fyrir sér að Jóhanna ætli að koma Íslandi í ESB, hafa hógværar fréttir birst á vefmiðlum, annars vegar af því að andstaða við ESB sé í sögulegu hámarki í Noregi, hins vegar að 49% Breta vilji nú ganga úr ESB en 40% vera áfram inni í ESB. Það merkir að 55% af þeim sem afstöðu tóku vilja að Bretar yfirgefi ESB.

Jafnframt vilja 70% kjósenda að þjóðaratkvæði fari fram um það hvort Bretar gangi úr ESB. Tillaga um þjóðaratkvæði kom til atkvæða í breska þinginu fyrr í vikunni en náði ekki fram að ganga. Nánar um þessa frétt vefútgáfu Guardian: http://www.guardian.co.uk/world/2011/oct/24/eu-referendum-poll-uk-withdrawal  

Önnur athyglisverð frétt birtist síðastliðinn mánudag: Einungis 18,6% Norðmanna vilja að Noregur gangi í Evrópusambandið. Þetta eru niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var á vegum dagblaðanna Klassekampen og Nationen og birt var nú í vikunni. 70,8% aðspurðra svöruðu spurningunni um hvort Noregur ætti að ganga í ESB neitandi og 10,6% voru óákveðin. 

Aldrei hefur fylgi við inngöngu í Evrópusambandið mælst jafn lítið í Noregi, en skoðanakannanir undanfarin sex ára hafa sýnt að mikill meirihluti landsmanna vill standa fyrir utan sambandið. [mbl.is]

Og nú krefst stjórnarflokkurinn í Tékklandi að fram fari þjóðaratkvæði þar í landi um það hvort taki eigi upp evru sem gjaldmiðil og vill bersýnilega komast undan því. 

Anna Björnsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Meirihluti er eitt orð=).

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 22:25

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Meiri hluti Krata er að missa sig.

Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2011 kl. 00:17

3 identicon

Í mestu vinsemd.Hér er tilvísun í orðabók: meirihluti k stærri hluti, meir en helmingur:meirihlutafylgi fylgi meirihlutans.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 29.10.2011 kl. 10:03

4 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Meirihluti er skrifað í einu orði, það er alla vega minn skilningur, kom ekki nálægt fyrirsögninni í þetta sinn (minn feill) en búin að færa þetta til betri vegar.

Hins vegar er það auðvitað efni greinarinnar sem máli skiptir :-)

Anna

Vinstrivaktin gegn ESB, 29.10.2011 kl. 19:39

5 identicon

Efni greinarinnar skiptir öllu máli en villa í fyrirsögn skapar ekki traust og hvetur fólk ekki til að lesa alla greinina.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband