Ánægja með evruna í aðeins einu ESB-ríki

Evran hefur aldrei verið eins óvinsæl í Evrópu og nú. Úr öllum áttum berast fréttir um þá skoðun almennings að upptaka evru sem gjaldmiðils hafi verið mistök. Það eru heldur slæmar fréttir fyrir ESB-sinna á Íslandi sem enn tala um evruna eins og guð sinn.

Aðeins í einu ESB-ríki reyndist ánægja með þessa helstu tálbeitu íslenskra ESB-sinna samkvæmt könnun sem framkvæmd var af EurActiv og kostuð af Þýska Marshall sjóðnum; það var aðeins í Slóvakíu sem skýr meirihluti svarenda taldi evruna hafa haft jákvæð áhrif á efnahag sinn.

Samkvæmt frétt þýska blaðsins Die Welt svöruðu 40 % Þjóðverja því játandi að þeir gætu hugsað sér að kjósa „Evru-gagnrýnan flokk" (Euro-critical). Kom þetta fram í könnun sem fyrirtækið Emnid gerði fyrir blaðið Bild am Sonntag.

Sífellt berast nýjar fréttir um aðgerðir til bjargar evrunni og Grikklandi og svo hefur verið mánuðum saman, nú seinast í dag. En ástandið á evrusvæðinu hefur versnað með viku hverri og verður stöðugt ískyggilegra. Burt séð frá smærri ríkjum á jaðri evrusvæðis eins og Grikklandi, Írlandi og Portúgal er ástandið sennilega háskalegast á Ítalíu. Þótt Ítalirnir séu að vísu enn með tærnar þar sem Grikkir, Írar og Portúgalar voru með hælana fyrir nokkrum mánuðum, er munurinn sá að ítalska efnahagskerfið er stærra en efnahagur þessara þriggja landa samanlagt og miklu stærra en svo að Þýskaland geti komið því til bjargar ef illa fer.

En Berlusconi gerir lítið úr vandanum; aðalfréttin fyrir fáum dögum um ítalska forsætisráðherrann tengdist vændishring sem lögreglan var að rannsaka:

„Í gærkvöldi var röð fyrir utan svefnherbergið mitt. Þær voru ellefu en ég tók aðeins átta því að ég gat ekki haldið áfram," var haft eftir forsætisráðherranum. Óneitanlega minnir hann æ meira á Neró keisara sem lék á fiðluna sína meðan Róm brann.

Hvort nýjustu björgunaraðgerðirnar sem tilkynntar voru í dag bera árangur á eftir að koma í ljós. Enn hefur ekki verið útskýrt hverjir eiga að taka á sig tapið af gífurlegum afskriftum skulda sem rætt er um. Eru það kannski skattgreiðendur evruríkjanna, jafnvel allra ESB-ríkjanna?

Og nú vilja sjö ríki ESB sem höfðu skuldbundið sig til að taka upp evru, losna undan því oki, sbr. meðfylgjandi frétt á mbl.is.


mbl.is Vilja losna undan evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gera lítið úr Berlusconi.

Hann einfaldlega elskar lífið.

Ég held að það þjóni engum tilgangi

að setja á sig skírlífisbelti í kreppunni...

Haldið þið það??

Jóhanna (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband