Viðræður án aðlögunar eru eins og föt án klæða

„Lagt var upp í Brusselför Samfylkingarinnar með viljandi mistúlkun á aðildarferlinu að leiðarljósi", segir Hans Haraldsson á bloggi sínu hah2@hi.is og útskýrir ágætlega aðlögunarferlið:  „Hluti ferlisins heitir upp á ensku "accession negotiations" og létu menn sem að úr þeim hluta kæmi samningur þar sem skilyrði aðildar væru fest á blað og hægt væri að þýða og dreifa svo hægt væri að taka "upplýsta ákvörðun" í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Veruleikinn er að aðildarsáttmálar eru stutt plögg, samningar á milli inngönguríkis og aðildarríkjanna þess efnis að inngönguríkið gerist aðili að grunnsáttmálum sambandsins, gjarnan ásamt nokkrum almennum áréttingum. Aðild að grunnsáttmálunum fylgir hinsvegar að inngönguríkið þarf að innleiða allan lagabálk sambandsins og tímasetning og tilhögun innleiðingarinnar er efni viðræðuhluta ferlisins. Við hvern kafla eru sett opnunarskilyrði um aðlögun stofnana svo að þær verði færar um að framkvæma lög sambandsins. Kafla er svo lokað þegar aðlögun hefur verið skipulögð nákvæmlega, tímasett og inngönguríki sýnt fram á getu sína til að framkvæma hana.

Viðræður án aðlögunar eru jafn óhugsandi og föt án klæða því að um sama hlutinn er að ræða. Ríki getur ekki sýnt fram á getu sína til að innleiða Evrópulög án stofnanaaðlögunar. Samfylkingarfólk hefði átt að sjá það fyrir að fyrr eða síðar yrði bent á að keisarinn er alsber.

Ísland er nú í þeirri stöðu að annar stjórnarflokkurinn er með inniliggjandi umsókn um aðild að Evrópusambandinu í Brussel en heldur því fram heima fyrir að í raun sé um að ræða umsókn um samningaviðræður um skilyrði aðildar sem enn séu óþekkt. Ráðherra hins stjórnmálaflokksins neitar að aðlaga stjórnkerfið að aðild eða gera áætlanir um fulla aðlögun og spyr - mjög réttilega í ljósi málflutnings hins stjórnarflokksins - hvernig hægt sé að gera áætlum um aðlögun að einhverju sem ekki er enn búið að semja um.

Vitleysisgangurinn er óþolandi. Hann getur ekki annað en grafið undan orðspori Íslands á alþjóðavettvangi og beinir athygli og kröftum stjórnkerfisins og þjóðarinnar að viðfangsefnum sem engan ávöxt geta borið. Þessu þarf að hætta sem fyrst.

Ég skora á alla að skrifa undir á skynsemi.is", segir Hans að lokum „og gera það sem þeir geta til að vekja athygli á undirskriftanöfnunni."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þeir einu sem eru berrassaðir hérna eru andstæðingar Evrópusambandsins. Sem standa grímulaust fyrir einokun og verri kjörum almennings á Íslandi.

Undanfarnir áratugir af stjórn andstæðinga Evrópusambandsins hafa einkennst af efnahagshrunum og verðbólguskotum. Einnig má nefna gengisfellingar íslensku krónunar og fleira í þeim dúr.

Andstæðingar Evrópusambands aðildar Íslands eru fólk sem vill viðhalda þessu ónýta og fúna kerfi. Vegna þess að andstæðingar Evrópusambandsins óttast breytingar sem verða til góðs á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 27.9.2011 kl. 16:23

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Herra Jónsson. Vertu bara rólegur yffir þessu en ef við kjósum nei sem við gerum fyrir utan að Forseti okkar samþykkir ekki þá getur þú flutst til Brussel því það verður ekki langt í að danir segja sig úr ESB

Valdimar Samúelsson, 27.9.2011 kl. 20:21

3 Smámynd: Elle_

Já, vitleysisgangurinn er óþolandi, eins óþolandi og Jóhönnuflokkurinn.   Jón Frímann: >- - - standa grímulaust fyrir einokun og verri kjörum - - - <  Verri kjörum, verri kjörum, mikið er orðið þreytandi að hlusta á kjara-vitleysuna sem heldur ekki dropa af vatni.  Og þar fyrir utan er landið ekki til sölu. 

Elle_, 28.9.2011 kl. 00:06

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Vinstrivaktin gegn ESB er aldeilis frábær síða! Vel rökstudd gagnrýni á ESB báknið.

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.9.2011 kl. 11:52

5 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Guðrún, Þessi vefsíða og höfundar hennar gætu ekki einu sinni röstutt afhverju þeir þurfa að kaupa í kvöldmatinn heima hjá sér. Svo illa eru þessir menn að sér í rökfræðum og rökum.

Síðan er það bara staðreynd að þessir menn sem standa á bak við þess vefsíðu hafa rangt fyrir sér. Eins og allir aðrir andstæðingar Evrópusambandsins á Íslandi.

Flóknara er það nú ekki.

Jón Frímann Jónsson, 28.9.2011 kl. 21:30

6 Smámynd: Elle_

Hin rökfasta VINSTRIVAKT mun vita að þetta var bara brandari frá Jóni Frím.    

Elle_, 28.9.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband