Hvernig er fiskveiðistefnan sem Össur vill setja okkur undir?
2.8.2011 | 09:53
Össur hefur tilkynnt ESB, a.m.k. gegnum erlenda fjölmiðla, að Ísland þurfi enga undanþágu frá fiskveiðistefnu ESB. Þessu lýsti hann yfir án samráðs við utanríkismálanefnd Alþingis og þvert á þau skilaboð sem fólust í meirihluta áliti þeirra sem samþykktu aðildarumsóknina. Með yfirlýsingu sinni var hann fyrst og fremst að undirbúa þjóð sína undir nauðlendingu en skv. Lissabonsáttmálanum hefur ESB algert forræði yfir fiskveiðauðlindum aðildarríkja.
En hvernig er svo fiskveiðistefna ESB?
"Spænskir sjómenn sem fiska í Norðursjó umgangast fiskimiðin þar eins og arðræningjar og leiða aldrei hugann að sjálfbærni veiða. Sjómenn sem líta ekki á fiskimiðin sem hluta af heimkynnum sínum umgangast þau ekki af virðingu heldur með hugarfari arðræningjans.
RÚV segir frá frétt breska blaðsins Guardian um 500 milljarða króna brottkast á fiskimiðum sem falla undir Evrópusambandið. Um 75 prósent af fiskistofnun Evrópusambandsins eru ofveiddir.
Ef Ísland verður aðili að Evrópusambandinu mun landhelgi Íslands opnast sjómönnum með áratugareynslu að eyðileggja lífríki og fiskistofna Evrópusambandslanda."
Tilvitnunin er af heimasíðu Heimssýnar, heimssyn.is
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.