Atvinnuleysi er sífelldur fylgifiskur ESB

Stórfellt atvinnuleysi er eitt helsta einkenni á atvinnulífi ESB og fylgifiskur aðildar vegna þess hve vinnumarkaður í ESB er þunglamalegur og hefur lítinn sveigjanleika. Atvinnuleysið sem skollið hefur á hér á landi hefur verið daglegt brauð í mörgum ESB-ríkjum undanfarna áratugi.

Á árunum 2005 - 2008 var atvinnuleysi á Íslandi öll árin 1-2% en meðaltalið í ESB var lengstum þrefalt eða fjórfalt hærra. Í hruninu fór atvinnuleysi á Íslandi upp fyrir 9 % en er nú á þessu sumri 6-7%. 

Atvinnuleysi í Evrópusambandinu mælist nú 9,4 prósent, samkvæmt tölu frá Eurostat. Hærra atvinnuleysi mælist í þeim 17 löndum sem eru með evru sem lögeyri, eða 9,9 prósent. Áætlað er að um 22 milljónir íbúa þeirra 27 landa sem tilheyra Evrópusambandinu gangi um atvinnulausir.

Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára er rúm 20 prósent.

Þau lönd sem búa við hvað mest atvinnuleysi eru Spánn með 21 prósent atvinnuleysi, Litháen með 16,3 prósent og Lettland með 16,2 prósent atvinnuleysi. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hagsmunum Íslands er undir öllum kringumstæðum betur borgið utan Evrópusambandsins hvað verðtryggingu varðar hvet ég fólk til að skrifa undir áskorun á stjórnvöld á heimilin.is um að afnám verðtryggingar og leiðréttingu lána eftir hina miklu efnahagsárás sem hér var gerð og átti að ljúka með innlimun landsins í Evrópusambandið
Ísland varð fyrir efnahagsás evrópusambandsins
http://www.youtube.com/watch?v=vYzSDw-3r5I&feature=fvwrel
SKILABOÐ TIL ÍSLENDINGA FRÁ EVRÓPU ÁHUGAVERT EFNI Á SÍÐUNNI KIKIÐ Á SLÓÐINA
http://youtu.be/SswJzHcHM1o
 Sinking of Samfylking..
http://www.youtube.com/watch?v=lgLURmPVdZw

Örn Ægir (IP-tala skráð) 2.8.2011 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband