Norskur ráðherra: Best að gefa upp öll áform um ESB-aðild og evru

Það er til marks um hve óralangt Norðmenn eru frá því að ganga í ESB þegar ráðherra Verkamannaflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, lýsir því yfir að tímabært sé að leggja öll áform um ESB-aðild til hliðar. 

Í Noregi situr miðvinstri ríkisstjórn við völd líkt og á Íslandi, stjórn sósíaldemokrata, miðflokksmanna og vinstrisósíalista, SV. Tveir síðarnefndu flokkarnir hafa séð til þess að aðild Noregs að ESB er ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir mikinn áhuga helstu forystumanna í Verkamannaflokknum sem er langstærstur þessara þriggja flokka. Miðflokkurinnog SV hafa þverneitað því undanfarin ár að láta þröngva sér til að samþykkja aðildarumsókn og ekki látið plata sig "til að kíkja í pakkann" eins og hér gerðist. 

Þótt meiri hlutinn í norska Verkamannaflokknum hafi lengi verið hlynntur aðild hefur þar einnig verið mikil andstaða. Það telst þó sjaldgæft að ráðherra úr flokknum gefi svo afdráttarlausa yfirlýsingu um andstöðu við aðild eins og Trond Giske atvinnumálaráðherra gerði í viðtali við norska blaðið VG s.l. fimmtudag, 21. júlí. Þar sagði hann: "Ég tel að langur tími muni líða þar til þetta mál komist aftur á dagskrá. Einnig vegna þess að atvinnulífinu er vel borgið innan EES."  Þannig séu Norðmenn lausir við þau vandamál sem myndu fylgja ESB-aðild og nefnir sérstaklega evruna, sjávarútvegsmálin, landbúnaðarmálin og sameiginlega utanríkisstefnu ESB.

Í framhaldi af þessu er rétt að minna á að í Samfylkingunni eru einnig mjög skiptar skoðanir um ESB-aðild, rétt eins og í Verkamannaflokknum norska. Í nýlegri skoðanakönnun kom í ljós að um 15 % kjósenda Samfylkingarinnar vilja beinlínis að aðildarumsókin verði dregin tilbaka. Fyrir svo utan alla hina sem láta sig hafa það að sótt sé um aðild þótt þeir séu í hjarta sínu andvígir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Merkilegt að Verkamannaflokkurinn í Noregi hefur aldrei verið gegnheil ESB Fylking út í gegn.

En það er Samfylkingin því að enginn af ráðamönnum þar hefur sýnt minnsta efa eða vafa um þessa ESB umsókn.

Þó svo að skoðanakannanir hafa margsýnt að hinn almenni kjósandi Samfylkingarinnar fylgi alls ekki allir forystu flokksins í þessari ESB helför.

Þannig hafa ýmsar kannanir sýnt að aðeins milli 60 og 70% kjósenda flokksins styðja þessa stefnu flokksforustunnar og allt upp undir 20% eru beinlínis andvígir aðild.

En hjá Verkamannaflokknum í Noregi varð strax opinber andstaða við ESB aðild, strax þegar fyrri ESB umsóknin var til umræðu, bæði meðal stuðningsmanna flokksins en líka meðal einstakra þingmanna, þó svo að meirihlutinn styddi aðild.

En forysta Samfylkingarinnar virðist algerlega einsleit hjörð ESB aftaníossa. Mig grunar þó að fyrr eða síðar muni ýmsir taka sig út úr þessari einsleitu hjörð.

En af því að ég nefni Norðmenn hér. Þá vil ég að lokum nota tækifærið og senda Norsku þjóðinni mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessum hræðilegu tímum.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband