Merkel heimtar stóraukinn áróður meðal skólabarna fyrir ágæti ESB
12.3.2014 | 12:14
Nýjasta fyrirætlun helstu forkólfa ESB minnir ekki síst á páfabréfin sem bárust til kaþólskra þjóðhöfðingja fyrr á öldum frá Róm með ósk um að enn meiri trúaráróðri væri troðið í höfuð æskufólks. Munurinn er sá að í stað guðsríkis er nú komið: hið háheilaga keisaradæmi ESB.
Stærsta flokkabandalagið í ESB, the European People´s Party (EPP), kom saman til fundar í Dublin s.l. föstudag. Merkel, kanslari Þýskalands stóð þar fremst í fylkingu ásamt þjóðaleiðtogum Írlands, Póllands, Spánar, Ungverjalands, Portúgals, Grikklands, Kýpur og Lettlands.
Í yfirlýsingu sem Merkel undirritaði ásamt leiðtogum fyrrnefndra ríkja er áhersla á það lögð að skólanemendur í aðildarríkjum fái ESB-uppfræðslu í skólatímum til að vega upp á móti fáfræði og almennri og vaxandi vantrú á ESB (Euro-scepticism). Þörf sé á því að bæta þá ímynd sem alþýða manna hafi af ESB en álit fólks á sambandinu hafi aldrei verið minna.
Euro-scepticism is growing segir í yfirlýsingu leiðtoganna. En yfirlýsing þeirra vekur litla hrifningu í London enda sagði Íhaldsflokkurinn breski sig beinlínis úr fyrrnefndu flokkabandalagi vegna almenns ágreinings um hlutverk ESB. Nigel Farage, leiðtogi Sjálfstæðisflokks Bretlands, fordæmdi áform þjóðaleiðtoganna harðlega fyrir nokkrum dögum og sagði þá vilja troða skólabörnum í ESB-ríkjum inn í ein- stærð- fyrir- alla kerfishugsun ( to squeeze children into a one-size-fits-all scheme of thought).
Eftir að þeir eyðilögðu efnahag aðildarríkjanna og urðu undir í pólitískum rökræðum um ESB hyggjast þeir nú láta skoðanalögregla ESB ná tökum á huga barnanna okkar, bætti Nigel Farage við. - RA
Athugasemdir
Skrif ,,vinstri" vaktar um lýðræðisríki Evrópu eru sláandi keimlík skrifum gamla þjóðviljans um nefnd ríki um 1960. (En þess má geta að þjóðviljamenn börðust hatrammlega fyrir sem mestum samskiptum við einræðis- og harðstjórnarríkið Sovétrín. Gott ef þeir vildu barasta ekki ganga í Sovétríkin.)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2014 kl. 13:00
En hvað um skrif þín Ómar til að lýsa draumalandi evrópusambandsins og orðbragð þitt gagnvart þeim sem efast. Hverju líkjast þau?
Sovétríkin voru ríkjabandalag. Nú er annað slíkt í útþenslu, sem heitir ESB. Ert þú ekki soldið eins og gömlu kommarnir sem lofuðu roðann í austri? ESB er sósíaliskt og miðstýrt fyrirbrigði með dassi af corporativisma.
Ertu ekki alveg út úr korti með samanburð þinn blessaður karlinn. Kannski er það fásinnið þarna á útnáranum fýrir austan sem heftir víðsýni þína og rökhugsun.
En endilega haltu þessu áfram. Hjálpin er vel metin.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.3.2014 kl. 15:45
Það segir sína sögu að sumir andsinnar eiga enn þann draum að gerast aðili að sovétríkjunum. Hahaha. Hugarfarsleg stöðnun í um 50 ár. Algfört stus kvó jugarfarslega. Nátturulega rannsóknarefni fyrir fræðimenn.
En ljóst er að margir andsinnar eru afar viðkvæmir fyrir því að bent sé á þetta atriði. Að sláandi líkindi eru milli málflutnings andsinna í dag og málflutnings gamla jóðviljans og ísl. kommúnista gagnvart lýðræðis- og mannréttindaríkjum Evrópu fyrir um 50 árum.
Jafnframt er margt sem adsinnar segja í afmörkuðum atriðum, ss. stofnasáttmála ESB o.þ.h. - það er slándi líkt og málflutningur gamla þjóðviljans. Sömu haussnúningarnir á staðreyndum og ofstækið í útlagningunni.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.3.2014 kl. 18:15
Það tekur enginn mark á Nigel Farage. Maðurinn er ótrúverðugur trúður sem nennir ekki að mæta í vinnuna sína á Evrópuþinginu.
Það tekur auðvitað enginn mark á Vinstri vaktinni gegn ESB. Þar sem þeir sem standa á bak við þann vef eru rykfallnir kommúnistar sem vita ekki að nútíminn hefur hafnað þeim.
Jón Frímann Jónsson, 12.3.2014 kl. 18:50
Ragnar minn, ekki man ég eftir svona páfabréfum frá fyrri öldum (miðöldum?) til kaþólskra þjóðhöfðingja. Þá var nú lítið um almenna skólamenntun barna, og menntakerfið var lítt á vegum ríkisvalds konunganna, miklu fremur munkareglnanna og presta.
En kannski ertu að tala um mun yngri páfa (Leó X á ofanverðri 19. öld?).
Það hefði verið nær að líkja þessu hjá Merkel við heilaþvottar-skólakerfið í alræðisríkjum 4. og 5. áratugar 20. aldar -- og í Kína, Albaníu og N-Kóreu síðar.
PS.
JFrJ-er nú bara aum básúna sem hljómar undarlega oft eins og ágjarna Brusselvaldinu þókknast bezt, en að vísu fer hann ekki eins fínlega eða klóklega að því.
Jón Valur Jensson, 13.3.2014 kl. 02:08
Og Nigel Farage er auðvitað allsendis frábær -- og það veldur einmitt þessum þunga hug JFrJ í hans garð.
Það var samt alveg óþarfi að skrökva. Margar frábærar ræðurnar hef ég hlustað á hjá Farage sem finna má á YourTube -- já, ræður í ESB-þinginu. Ótrúlega snjall náungi og ýmsir berrassaðir 'keisararnir' sem liggja í valnum þar í salnum að þeim loknum!
Og maður yrkir ekki lofvísu um hvaða pólitíkus sem er, en hann átti eina frá mér.
Jón Valur Jensson, 13.3.2014 kl. 02:17
Frábær pistill frá Ragnari Arnalds. Ógnvekjandi þetta Brusselvald, nú vilja þeir nokkurs konar heilaþvott á litlum börnum í skólum í skyldumætingu. Ætli þeir verði með hervald eða lögregluvald í skólunum, gegn kennurum sem verður illt af að troða þessum óheilaga guði í heila skólabarna og bara geta það ekki?
Elle_, 13.3.2014 kl. 14:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.