Gerum ekki einfalt mál flókið!

Meirihluti þjóðarinnar er andvígur inngöngu í ESB. Meirihluti Alþingis er andvígur inngöngu í ESB. Ríkisstjórnin er andvíg inngöngu í ESB. Báðir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu í ESB. Umsókn um aðild var send án umboðs þjóðarinnar.

 

Hermann Guðmundsson dró þessar grundvallarstaðreyndir saman um ESB-málið og bætti svo við í skýrum og skörpum pistli:

 

„Umsóknin var sett á ís af Samfylkingu fyrir kosningar. Umsóknarferli var hætt fyrir mörgum vikum. Samninganefndin var leyst upp fyrir mörgum vikum.

 

Samfylkingin og Björt framtíð eru með 15 þingmenn eða innan við fjórðung, það eru flokkar sem berjast fyrir aðild en fá ekki mikið fylgi. ESB hefur sagt að ekki sé hægt að vera með óbreytta stöðu til eilífðar.

 

Til að færa stöðuna aftur á upphafsreit hefur ríkisstjórnin ákveðið að draga til baka þá umsókn sem send var án umboðs þjóðarinnar. Þetta telja margir svik en enn fleiri telja þetta efndir á stefnu flokkanna og um leið er fært í letur að ekki verði aftur farið í slíkt ferðalag án þess að þjóðin fái að kjósa um aðildarumsókn.

 

Kannski eru aðildarsinnar mest á móti þeim öryggisventli.

 

Höfum það gott í dag og styðjum við frjálst og fullvalda Ísland sem okkur var fært af forfeðrunum. Helsti óvinur þjóðarinnar er sundurlyndisfjandinn en ekki ESB.“

 

Heimild: mbl.is 25. febr. s.l.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Því miður er svo komið að "RÚV" rekur harðan áróður fyrir sinni ESB utanríkisstefnu með liðsinni Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Fréttablaðsins ásamt sumum limum VG og Pírata.

Það er búið að mála regnboga með gullkistu við enda hans og hefur verið komið fyrir flugu í hausum almennings að með því að kíkja í kistuna þá leynist þar gull og grænir skógar.

Skiptir þá engu máli hvort ESB hafi margsinnis ítrekað að ekkert er í boði nema að aðlagast ESB 100% án varanlegra undanþága sem skipta máli. 

Svo virðist sem almenningur sé hálf sturlaður af spilafíkn enda er þversögnin æpandi þegar spurt er að því hvort vilji er til að kíkja í pakkann eða ganga í ESB.

Eina sem ríkisstjórnin getur gert er að standa á sínu gagnvart því að draga umsóknina til baka.

Eggert Sigurbergsson, 1.3.2014 kl. 12:41

2 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er villandi að lýsa stöðu málsins þannig, að umsóknin hafi verið lögð á ís af Samfylkingu fyrir kosningar.  Það gefur til kynna, að hvenær sem er geti íslenzk stjórnvöld tekið upp þráðinn að nýju og brunað inn. 

Skýrsla HHÍ og málflutningur Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi ráðherra, sýna, að umsóknin steytti á skeri, og hún situr rammföst á þessu skeri.  Skerið er Alþingi.  Rýniskýrsla ESB um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál útheimtir "jákvæð viðbrögð" Alþingis við athugasemdum ESB við afstöðu Íslands í þessum málaflokkum.  Síðustu ríkisstjórn brast dugur til að fara fram á afstöðubreytingu í þessum málaflokkum, og þar með sat allt stopp.  Össur, blekkingameistari, þóttist gera hlé á ferlinu, en það var þá stopp.  Þegar fólk metur stöðuna í þessu ljósi, hlýtur að renna upp fyrir flestum, hversu fáránlegt er að krefjast núna ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna, sem ríkisstjórn Íslands getur ekki hleypt lífi í, þó að hún vildi, af því að Alþingi er ófáanlegt til að færa stjórnkerfi Íslands að stjórnkerfi ESB í þessum málaflokkum. 

Með góðri kveðju /

Bjarni Jónsson, 1.3.2014 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband