Siðlaust að halda þessum viðræðum og aðlögunarferli áfram
27.2.2014 | 12:07
Er það siðlegt af þjóð, sem er andvíg inngöngu í ESB, að sitja við samningaborð með ærnum tilkostnaði fyrir okkur og ESB til þess eins að fiska, hvað hugsanlega kemur upp úr pokanum? Mér finnst það ekki siðlegt. Við eigum að koma hreint fram, sagði Ögmundur Jónasson á þingi í gær.
Við töldum okkur vera í viðræðum, samningaviðræðum en varð fljótlega ljóst að þetta voru aðlögunarviðræður, ferli þar sem íslensk stjórnsýsla var aðlöguð skref fyrir skref að stjórnsýslu Evrópusambandsins.
Forsagan
Ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks 2007- 2009 var komin í þrot um áramótin 2008 2009 ekki aðeins vegna bankahrunsins og aðdraganda þess og viðbrögðum, heldur einnig vegna þráhyggju og kröfu Samfylkingarinnar um að sækja um aðild ESB . Í janúar 2009 setti Samfylkingin Sjálfstæðisflokknum skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi: að Sjálfstæðisflokkurinn styddi umsókn að aðild að ESB. Því þrefi lauk svo að Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði því. Þá sneri Samfylkingin sér að VG sem var mjög stjórnarþyrst og bauð þeim ríkisstjórnarsamstarf, vafalaust í þeirri von að VG myndi styðja aðildarumsókn að ESB eins og síðar kom á daginn. Ég vildi alþingiskosningar þá strax í febrúar, þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sprakk. En því miður fór VG inn í leifar hrunsstjórnarinnar með Samfylkingunni sem aldrei hefði átt að vera.
Stefnuskrá VG í ESB málum var skýr
Gott er að rifja upp hvað stendur í stefnuskrá VG um Evrópusambandsmál
Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.
Og áfram segir í málefnahandbók flokksins: Áróður um að Ísland geti gengið í ESB en fengið undanþágur frá grundvallarsáttmálum þess er varasamur. Undanþágur eru jafnan hugsaðar til skamms tíma á meðan aðlögun á sér stað. Íslendingar eiga ekki að sækjast eftir sérsamningum heldur axla sömu ábyrgð og önnur fullvalda ríki á alþjóðavettvangi.
Í samræmi við þessa stefnu og loforð buðum við þingmenn og frambjóðendur okkur fram vorið 2009 til setu á Alþingi fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Allt hefur þetta reynst satt og rétt sem í stefnuskránni stóð. Og það sem menn í fávisku héldu að væri samningaviðræður voru í raun aðildar og innlimunarferli að ESB.
Og við vorum svo sannarlega stolt af formanni VG í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kjördag vorið 2009, þegar hann hafnaði því algerlega að til greina kæmi að óska eftir viðræðum um ESB- aðild, þó Vg sæti áfram í ríkisstjórn: Það samrýmist ekki okkar stefnu og við höfum ekkert umboð til þess. Sagði formaðurinn skýrt.
Því miður fór það nú á aðra leið og hálfum mánuði síðar lagði stjórnarfleyið frá landi með Brussel fyrir stafni og aðildarumsókn sem leiðarljós. Og í framhaldinu klofnaði VG í raun út af ESB umsókninni og því ferli sem þá hófst
Það er því fagnaðarefni að einstakir þingmenn Vg sem þá greiddu atkvæði með umsókn að ESB og studdu þann feril skulu nú bæði átta sig á og viðurkenna hvílíkt feigðarflan þetta var. Vonandi ber þingflokkur VG gæfu til þess að viðurkenna mistökin sem gerð voru með stuðningi við aðildarumsóknina að ESB vorið 2009 og styðji tillöguna sem nú liggur fyrir þinginu um afturköllun umsóknarinnar frá 16.júlí 2009. Samfylkingin hefur inngöngu í Evrópusamandið sem sitt eina mál. Látum hana vera eina um það hugðarefni sitt.
Athugasemdir
Fékk Ömmi greyið framsjalli nú fyrirsögn á LÍÚ-Mogga.
Til hamingju með það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 27.2.2014 kl. 12:28
Jón Bjarnason, Ögmundur, Ragnar Arnalds, Hjörleifur, þetta eru mestu afturhalds-íhalds-kommatittir landsins.
Enda í miklu uppáhaldi hjá FLokknum.
Svo eru menn hissa, ógeðslega hissa á afhroði vinstri menn eru á klakanum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 12:50
Ætli þessir tveir séu nú ekki framsýnni en þið báðir til samans, þegar allt kemur til alls.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 13:31
edit: ..á klakanum. Ekki ...eru á klakanum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.2.2014 kl. 13:37
Málið er að þeir sem fældu fylgið frá VG voru einmitt Steingrímur J, Árni Þór og meðreiðarsveinar, það voru þeir sem sviku kjósendur sína.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2014 kl. 13:39
Upplýsingar frá Evrópu stofunni.
Hvernig virkar stækkunarferlið?
Stækkun ESB fer fram í þremur stigum (sem öll þurfa að vera samþykkt af aðildarríkjum sambandsins):
1. Ríki er boðin hugsanleg aðild. Það þýðir að ríki skuli fá stöðu umsóknarríkis þegar það er tilbúið.
2.
3. Ríki er boðin staða umsóknarríkis - en það þýðir ekki að formlegar aðildarviðræður séu hafnar.
4.
5. Formlegar aðildarviðræður milli umsóknarríkis og ESB hefjast. Viðræðuferlið felur yfirleitt í sér umbætur sem miða að því að umsóknarríkið taki yfir reglur Evrópusambandsins.
Þegar báðir samningsaðilar (þ.e. umsóknarríkið og ESB) hafa lokið bæði samningaviðræðum og umbótum á þann veg að báðir aðilar séu sáttir getur ríkið orðið aðili að ESB - að því gefnu að öll ríki sambandsins séu samþykk aðild umsóknarríkisins.
Upplýsingar frá Brussel ESB.
‘’The conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and enforcement of all current EU rules (the "acquis"). They are not negotiable:’’
http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm
Valdimar Samúelsson, 27.2.2014 kl. 21:11
Upptalningin átti að vera 1 og 2 síðan 2 og 3
Valdimar Samúelsson, 27.2.2014 kl. 21:13
Vitað er að virkilegir vinstri menn,eru þjóðhollir,en þeir eru ekki með pólitískan áttavita,sem vísar þeim leiðina þegar mælskur foringi þeirra stefnir auðveldu og þá valdamiklu leið,sem stefnir þjóð hans í voða. Áróður Esbé sinna var næstum búinn að gera endanlega út um frjálst Ísland. Áttið ykkur á því hvað hann (áróðurinn) brýtur niður,sérstaklega þegar þeir ráða yfir ca.70% fjölmiðlum. Það á einhverntíma eftir að skrifa um þátt þeirra sem hafa unnið nótt sem nýtan dag,við að þýða og endursegja upplýsa um allt sem var og síðan átti að leggja á okkurr fjárhagslega. Við erum lítið jaðarríki Evrópu og hefðum verið notuð til blóðgjafa,sem er í sjálfu sér ekki slæmt í venjulegum skilningi.-- Hungur,vosbúð,vonleysi þúsunda sjáum við en upplifum ekki svo maður finnur til við að matast á fabeittri fæðu,sem væri luxus hjá þeim. nú segi ég stopp,því hugurinn bar mig af leið, en því skyldum við ekki hugsa um það sem gæti orðið voveilegt hér á landi. Hvað er að því eftir hamfarir mannlega eðlisins,sem settist í valdastóla haustið 2009. Tryggjum okkur fyrir því,losum okkur við Esb,gætum einhvern tima unnið að þjóðmálum saman,eins og lítil þorp um landið gera laus við A_B_D_G_H:allt stafrófið góðir hálsar.
Helga Kristjánsdóttir, 28.2.2014 kl. 01:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.