Stórsigur fyrir góðan málstað: umsóknin dregin til baka!

Undanfarna daga hafa margir beðið eftir því hvort þingflokkur Sjálfstæðisflokksins tæki ekki af skarið fyrir sitt leyti, en ljóst var orðið að þingflokkur Framsóknarmanna var reiðubúinn að stíga þetta skref. Þar með lýkur senn fimm ára misheppnaðri eyðimerkurgöngu Íslendinga í átt til Evrópusambandsins.

Í frétt Morgunblaðsins segir svo:

„Niðurstaða þingflokksins er að þingsályktunartillaga utanríkisráðherra um að draga aðildarviðræðurnar til baka var samþykkt út úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins,“ segir Ragnheiður.


mbl.is Umsóknin verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú flippar háværi minnihlutinn endanlega út. Einum ósigri of mikið...

Pakkakíkir (IP-tala skráð) 21.2.2014 kl. 16:18

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

"fyrir góðan málstað" já!!!

LOL

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2014 kl. 16:41

3 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ég er sammála síðuhaldara. Landssölumenn í mörgum flokkum tala um svik við stefnu Sjalfstæðisflokksins. Þeir ættu að skoða eftirfarandi því þá verður þeim ljóst að Sjálfstæðisfokkurinn er trúr þeiri breiðfylkingu nærri 1.600 manna sem kemur saman annað hvert ár og markar stefnunaéins og þeim er skylt :

Samkvæmt Skipulagsreglum Sjálfstæðisflokksins þá fer landsfundur með æðsta vald í málefnum flokksins og markar stefnu hans - skýrara getur það varla orðið og liggur stefnan fyrir á veraldarvefnum þar sem allir geta nálgast hana.

Þar er stefna flokksins um aðild að Evrópusambandinu áréttuð á svipaðan hátt og hún hefur verið um áratuga skeið á síðasta landsfundi og þar er einig sérstaklega fjallað um þjóðaratkvæði :

„Evrópa er eitt mikilvægasta markaðs- og menningarsvæði Íslands og því nauðsynlegt að tryggja áfram opinn og frjálsan aðgang að innri markaði Evrópusambandsins svo sem gert er á grundvelli samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Nýta ber þau margvíslegu tækifæri sem samningurinn veitir til að fylgja eftir hagsmunum Íslands gagnvart öðrum ríkjum Evrópu. Landsfundur telur að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að standa fyrir utan Evrópusambandið.

Áréttað er að aðildarviðræðum við ESB verði hætt og þær ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum.  Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.“ 

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 17:21

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta eru gleðifregnir. Við unnum þessa ESB sinnuðu men sem svífast einskis og afsala sjálfstæði okkar. Það versta er það að þeir skilja ekki enn þann dag í dag hvað sjálfstæði er hvað þá að láta stjórn í Brussel stjórna landinu úr þeirra sölum. Þeir þekkja ekki sögu Íslands. Þökk til allra einstaklinga og flokka sem börðust fyrir Ísland.

Valdimar Samúelsson, 21.2.2014 kl. 17:44

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Predikari veistu til þess að menn hafi fengið borgað fyrir skrif í áróðursskyni. Ég hefði vilja fá lista yfir þá menn. Það eitt flokkast undir Landráð í kafla X greinar 85 plús.um landráð

Valdimar Samúelsson, 21.2.2014 kl. 17:51

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Valdimar - já það hefur verið rætt um menn í því samband. Það væri fróðlegt ef einhver lumaði á þeim lista.

Flugfreyjuna og jarðfræðinemann ætti að draga fyrir Landsdóm vegna þessa þegar í stað. Svo eins og þú segir, draga fram ú skúmaskotunum þá sem þú spyrð um.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 18:03

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ákvað að kíkja aðeins hingað inn..... kom mér ekkert á óvart að NEI sinnar séu að tala um landráð og hvaðan af verra.

Sleggjan og Hvellurinn, 21.2.2014 kl. 20:58

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Já sleggjuhvellur !

Það er alvarlegra að sækja um fullveldisafsal án þjóðaratkvæðis heldur en að hafa bara einn fund á minnisblaði í stað réttu bókarinnar eins og Geir H. Haarde var sakfelldur fyrir hjá Landsdómi.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 21.2.2014 kl. 21:03

9 Smámynd: Elle_

Nákvæmlega Prédikari og Valdemar, eðlilegast væri að draga þessa menn og konur (Jóhönnu, Steingrím, Össur) fyrir dóm, Landsdóm eða Sakadóm.  Það ætti að vera krafa.

Elle_, 21.2.2014 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband