Hátíðarhöld vegna ESB inngöngu Króatíu - Reikningurinn sendur almenningi

Þrátt fyrir að skrifræðis ráðstjórn Evrópusambandsins og stofnanir þess njóti nú sífellt minna trausts almennings í aðildarlöndunum, þá herðir samt áróðurs- og útbreiðsludeild þessa sama apparats enn fjárausturinn og gengdarlausan áróðurinn fyrir yfirburðum þessarar óskeikulu og nánast fullkomnu stjórnsýslu. 

Það er haft fyrir satt að þessi áróðurs- og útbreiðsludeild ESB eyði nú meiri fjármunum í markaðssetningu og svokallaðri "kynningu" á yfirburðum ESB stjórnsýslunnar, en sjálft alþjóðlega risa fyrirtækið Coca Cola gerir í sinni massívu markaðssetningu um heim allan. 

Nú hefur hin fátæka og félagslega illa setta Króatía gengið í ESB, en s.l. tvö ár hefur útbreiðslu og áróðursmáladeild téðs ríkjasambands eytt hundruðum milljóna evra til að liðka til fyrir inngöngunni og kaupa almenning og sérstaklega stjórnmálamenn til fylgilags. Með þessu náðist svokallaður kosninga meirihluti einu sinni í einum kosningum en innan við helmingur þjóðarinnar mætti á kjörstað en það tókst samt að fá 28,8% kjósenda að kjörborðinu sem sögðu "já við ESB aðild".  ESB fagnar þessu gríðarlega, enda verður sennilega aldrei kosið aftur og þar með virkaði auglýsingaherferðin í eitt skipti fyrir öll.  

Ekki er enn vitað hvort embættimenn í Brussel hafi hjálpað þar lendum við að hagræða og jafnvel falsa efnahagsreikninga og hagtölur til þess að liðka fyrir inngöngunni líkt og komið hefur í ljós að þeir gerðu þegar Grikkland gekk inn. En eins og í Grikklandi þá kemur það ekki í ljós fyrr en að mörgum árum og kannski ekki heldur fyrr en að mörgum neyðar björgunarpökkum liðnum. 

Eitt er víst að varla mun þeirri ónákvæmni sjást stað í bókhaldi eða reikningum Evrópusambandsins sjálfs, því að reikningshald og ársreikningar þeirra sjálfra þykja mjög óáreiðanlegir pappírar og hafa af þeim sökum ekki fengist áritaðir af löggiltum endurskoðendum í ein 18 ár samfleytt.

Í tilefni af þessum merka atburði í útbreiðslu- stefnu Sambandsins þá efndi framkvæmdastjórn ESB til margháttaðra hátíða- og veislu halda í öllum helstu borgum og bæjum Króatíu. 

Í höfuðborginni Zagreb var boðið uppá glæsilega flugeldasýningu ásamt fjölda kokteilboða og sérstakra hanastélsboða fyrirmenna.  

En samhliða þessu var boðið var uppá mikil hátíðahöld í öllum helstu borgum og bæjum Evrópu og Reykjavík var þar enginn undantekning þar sem að ESB stofa með ótakmörkuð fjárráð hélt mikið glamor partý í Iðnó með gasfylltum ESB blöðrum og öðru glingri ásamt fríum veitingum og guða veigum eins og hver og einn gat drukkið. 

Reikningurinn af öllum þessum veisluhöldum og hanastélsboðum ESB elítunnar sér til dýrðar og blessunar, verður eins og fyrri daginn sendur á þrautpíndan almenning og skattgreiðendur í hinum kreppuhrjáðu aðildarríkjum Evrópusambandsins. /GI


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við reyndum eins og við gátum að nota tækifærið þegar þjóðin lág vel við höggi eftir hrunið á að koma henni í Evrópusambandið. Það mistókst því miður en við munum ekki láta eitt einasta tækifæri fram hjá okkur fara, þegar þjóðin verður undir álagi eftir áfall, að skella á atkvæðagreiðslu um inngöngu í Evrópusambandið. Því er gríðarlega mikilvægt að klára aðlögunarferlið núna svo að okkur verði ekkert að vandbúnaði þegar okkur tekst að koma á ömurlegu ástandi í fjármálum þjóðarinnar, helst eins og í Króatíu, og tryggja þar með meirihluta minnihluta þjóðarinnar fyrir inngöngu, þetta mun takast með tugmilljarða auglýsingaherferð ESB um hvað við séum ömurleg og gjörsamlega ófær um að sjá um okkur sjálf.

Ásmundur I (IP-tala skráð) 2.7.2013 kl. 15:48

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hvaða, hvaða.  Elítunni er borgið í Króatíu.  Heilir 12 þingfulltrúar Króatíu voru mættir samdægurs til Brussel.  Þeim er borgið.  Alveg eins og hefði gerst hér hjá okkur.

Króatískur almúginn má svo tína til ferðatöskurnar og undirbúa sig fyrir atvinnuleit í vestrinu.   Við höfum þegar séð nokkra þeirra sem þjófstörtuðu.

Kolbrún Hilmars, 2.7.2013 kl. 17:41

3 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já Króatar eru komnir "i det gode selskab". Það var einu sinni talað um að Íslendingar myndu fá hraðferð á undan þeim í mark en það klikkaði. Nú verða þeir að sækja sér vinnu í Noregi sem hraðast áður en næsta kreppa skellur á. Hrunstjórn II er komin langleiðina þangað.

Gísli Ingvarsson, 2.7.2013 kl. 21:30

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Gísli Ingvarsson - En blessaðir ESB Króatarnir þínir eru komnir hingað !

Gunnlaugur I., 2.7.2013 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband