Makríldeilan er sýnikennsla ESB í ráðríki og yfirgangi

Það er fátítt í samskiptum ríkja að reynt sé með hótunum um ofbeldi að stjórna veiðum sjálfstæðs ríkis í eigin lögsögu. Þetta getur ESB leyft sér að gera gagnvart aðildarríkjum sínum, sem auðvitað teljast ekki til sjálfstæðra ríkja, en það gengur ekki upp lagalega séð gagnvart Íslendingum og öðrum þjóðum utan ESB.

 

Stöðugt berast fréttir af vangaveltum forystumanna ESB í Brussel um fyrirhugaðar aðgerðir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar. Hótanir þeirra um viðskipta- og hafnbann eru ágæt sýnikennsla fyrir okkur Íslendinga um þann yfirgang og ráðríki sem byði okkar ef við álpumst inn í ESB og afsöluðum með því yfirráðum okkar yfir fiskveiðum í eigin lögsögu.

 

Það er ekkert athugavert við það að ESB-ríkin og Noregur óski eftir samningum við okkur um veiðar á makríl í Norður Atlantshafi, enda rökrétt og skynsamlegt að strandríkin komi sér saman um heildarkvóta. En eftir að ESB ásamt Noregi úthlutuðu sjálfum sér 90% af heildarveiðinni áttu Færeyingar og Íslendingar ekki annarra kosta völ en að ákveða líka einhliða sinn hlut.

 

Í tíð fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Steingríms Sigfússonar, var ákveðið að draga úr veiði Íslendinga um 10% í því skyni að stuðla að því að samkomulag gæti tekist. En því útspili fyrir hönd okkar Íslendinga hefur ESB ekki svarað á annan hátt en þann að hóta okkur öllu illu.

 

Það er því ekki annað að gera fyrir íslensk stjórnvöld en að bíða átekta og láta þessar hótanir sem vind um eyru þjóta, enda er sannleikurinn sá að það mun reynast afar torvelt fyrir ESB að beita Íslendinga refsiaðgerðum, enda um kolólöglegt athæfi að ræða.

 

Forseti vor, Ólafur Ragnar, mætti vekja athygli þýskra ráðamanna á flumbrugangi kommissaranna í Brussel í makríldeilunni og lauma því jafnframt að þeim, ef þeir hafa ekki áttað sig á því, að óvíða í heiminum er um jafnmikla óstjórn og ofveiði að ræða og einmitt á svæðinu sem þeir sjálfir kalla af smekkvísi sinni „Evrópuhafið“. ESB er ekki Evrópa, langt því frá, og utan hins sameiginlega fiskveiðisvæðis hefur ESB engan lagalegan rétt og enga heimild til að gefa ríkjum utan ESB fyrirskipanir um veiðimagn eða hóta refsiaðgerðum sem ESB á engan rétt til að beita. - RA


mbl.is Samstarf óháð afstöðunni til ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum með Heimssýn, við erum með Evrópuvaktina sem hamast eins og tröll gegn Evrópu og gegn samvinnu við okkar nágrannalönd og vinaþjóðir.

Svo er einnig til þessi hallærislega Vinstrivaktin gegn Evrópu.

Hvaða molbúar standa eiginlega hér að baki?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 11:45

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Elítan í landinu stendur að baki þessu vitleysisbulli.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.6.2013 kl. 11:52

3 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þeir ESB og ICESAVE kumpánarnir Haukur Kristinsson og Ómar Bjarki Kristjánsson standa náttúrlega þétt með Ráðstjórn Evrópusambandsins í makríldeilunni hér eftir sem hingað til og fagna því ólöglegum hótunum þessa yfirþjóðlega apparats gagnvart Íslandi.

Lesndur hér á VV vita flestir vel að þetta eru sömu ESB- aftaníossarnir sem að hömuðust á því allt frá byrjun að Ísland ætti að greiða allar ICESAVE kröfurnar með vöxtum og öllum kostnaði - og alveg sama hvað.

Meira að segja hefur Ómar Bjarki vælt um það síðan Ísland var sýknað af öllum ICESAVE kröfunum að dómurinn væri ranglátur og vitlaus og að Ísland ætti samt að greiða þessar ólögvörðu kröfur.

Þessum mönnum er vorkunn en samt alveg nauðsynlegt að skoðanir þessara furðufugla komi fram, þjóðinni allri til ævarandi viðvörunar um að standa saman gegn svona fáráðlingum og verja þar með fullveldið og sjálfsstæði þjóðarinnar !

Gunnlaugur I., 26.6.2013 kl. 13:06

4 identicon

Gunnlaugur, hef engar skoðanir hvað makrílinn varðar, þekki ekki málið.

Hef hinsvegar fylgst vel með Icesave bullinu og hér er eitt viðhorf sem þú mættir íhuga:

 

Icesave skömmin var og er skilgetið afkvæmi Sjallabankans, gamla Landsbankans. Davíð Oddsson afhenti Rússíá-Mafíunni bankann og fékk ekki einu sinni takk, hvað þá greitt fyrir. Síðan fór „Lands“-bankinn í víking til útlanda með forsetann í broddi fylkingar og stal þar sparifé, einkum barna, unglinga og gamalmenna. „Tær snilld“ sagði bankastjórinn, „great“ sagði forsetinn, „sjáið ekki veisluna“ sagði fjármálaráðherrann. Þegar eigendur vildu svo taka út sparifé sitt fannst það ekki, hafði „gufað upp“, eins og það var orðað. Leitað var til Geirs Haarde og Dabba um bætur, en þeir rifu bara kjaft, sögðust ekki borga skuldir óreiðumanna með tilvitnanir í ömmur sínar lengst aftur í ættir. Þeir báðu samt Guð að blessa alla vitleysuna. Auðvitað hlustaði hann ekki á þá, mátti ekki vera að því.

Landsbankinn var vígi FLokksins, þar gengu flokksdindlar út og inn, heimtuðu fé í kosningasjóði sem og í rekstur Valhallar. Einnig var þar boðið upp á svokölluð „kúlulán“ fyrir innmúraða og innvígða. Það þótti flott. Kommissarinn, Kjartan Gunnarsson, sat í stjórn bankans sem varðhundur Íhaldsins, en sá maður hefur það einkum sér til frægðar að hafa eitt öllum sínum veiku starfskröftum í þágu FLokksins.

Og nú á að fella niður veiðgjöld, svo kvóta-kóngar geti borgað tannlækningar kvóta-króa. 

 

Stórasta land í heimi?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 13:41

5 Smámynd: Rafn Guðmundsson

auðvitað er þetta bull eins og margt annað frá NEI sinnum. verst finnst mér samt. Hvers vegna halda kanslari og aðrir ráðamenn í þýskalandi að 'almenningur á íslandi' vilji setja ESB viðræðurnar í pásu - er órg að bulla þarna úti?

Rafn Guðmundsson, 26.6.2013 kl. 17:00

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Greinilega nennir enginn lengur að rökræða við "elítuna" Já-ESB. 
Enda vonlaust.  :)

Kolbrún Hilmars, 26.6.2013 kl. 17:11

7 Smámynd: Austmann,félagasamtök

"Við erum með Heimssýn, við erum með Evrópuvaktina sem hamast eins og tröll gegn Evrópu og gegn samvinnu við okkar nágrannalönd og vinaþjóðir."

Hvaða andskotans heilalausa bull er þetta í þér, Haukur. Það er enginn að berjast gegn Evrópu eða gegn samstarfi við evrópsk lönd. Við erum allir hlynntir Evrópu. En það er ESB sem er vandamálið og ESB er ekki Evrópa, enda eiga aðeins um helmingur evrópulanda aðild að ESB.

Austmann,félagasamtök, 26.6.2013 kl. 19:43

8 identicon

Þau fáu Evrópulönd sem eru ekki enn í EU bíða flest eftir inngöngu og upptöku evru. Rússland Putin's og Hvíta-Rússland Lukashenko's vill EU hinsvegar ekki. Engin lýðræðisríki með bullandi spillingu.

Líklega gildir það sama um Ísland. EU veit að klakinn er bananalýðveldi, en Westerwelle og Gauck eru kurteisir og segja okkur velkomna. 300.000 plús eða mínus skiptir líka engu máli fyrir þá, en miklu fyrir okkur.

Við erum með ónýtan gjaldmiðil, sem hinsvegar nýtist kleptokrötunum nokkuð vel, einnig afar slaka stjórnsýslu.

Ok, ef þið innbyggjarar viljið status quo, mín vegna. En hættið þá að kvarta og kveina.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 21:00

9 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Þessi umræða fer að minna dálítið á pólítísku umræðurnar í kalda stríðinu: Allir sem ekki dáðust af Bandaríkjamönnum voru sakaðir um að dást að Sovétmönnum og öfugt. Þeim sem sáu aðeins blátt eða rautt, datt aldrei til hugar að það voru hundruð milljóna manns í heiminum sem kærðu sig um hvoruga heimsvaldablokkina.

Við skulum slá því fast, að það er megn spilling, bruðl og óskilvirkni innan ESB alveg eins og hjá forveranum, EBE. Þetta var aldrei upprætt, ekki frekar en á Íslandi. Spilling hefur verið landlæg á Íslandi allan lýðveldistímann: Svik og okur í skjóli einokunar og verðtryggingar, vinagreiðar og nepótismi, mútuþegni og klíkuskapur, ólýðræðisleg vinnubrögð og valdníðsla.

Við viljum ekki status quo, Haukur. Við viljum uppræta allt þetta illa sem ég hef talið upp að ofan sem íslenzka þjóðfélagið er gegnsósa af. En það verður ekki gert með því að ganga í ESB. Við getum gert það sjálf meðan við erum sjálfstæð þjóð, ef viljinn er fyrir hendi. En þar stendur hundinum í kúnni: Stjórnmálamenn og embættismenn, hvort sem þeir eru innan stofnana ESB eða innan íslenzkrar stjórnsýslu (Alþingi, ríkisstofnunum, bæjarfélögum) hafa engan áhuga á að afnema spillinguna, því að þeir þrífast á henni.

Það eina sem dugar er að þrífa almennilega til, ef þú skilur hvað ég á við.

Austmann,félagasamtök, 26.6.2013 kl. 21:43

10 Smámynd: Austmann,félagasamtök

Svo vil ég benda þér á, Haukur, að það eru amk. 3 lýðræðisríki sem standa utan ESB: Noregur, Sviss og San Marino

Austmann,félagasamtök, 26.6.2013 kl. 22:15

11 identicon

Það er rétt að þakka þér Haukur, fyrir gáfuleg innlegg í umræðuna.

Auðvitað er engin spilling í ESB, og hefur aldrei verið.

Það er að sjálfsögðu engin spilling í Rúmeníu, Búlgaríu, Króatíu, Ítalíu, Spáni, Portúgal, Grikklandi, Kýpur o.sv.frv.

Þetta eru allt þjóðir sem ekki mega vamm sitt vita.

Öll spilling hverfur snimmhendis eftir að gengið hefur verið inn í ESB, það er algerlega klárt.

Annars var á mörkunum að ég gæti skrifað þetta framlag, enda sit ég hér í táraflóði, eftir að hafa lesið um ólýsanlega grimmd Sjálfstæðismanna sem stálu peningum frá börnum og gamalmennum í Bretlandi.

Sem betur fer var þarna ekkert um að Sjallarnir hafi stolið af öryrkjum og atvinnulausum, sem falla sjálfkrafa í þann flokk sem vinstrimenn hafa haft sérlega fyrir brjósti, sérstaklega síðustu fjögur ár.

Eitt er víst, það er ekkert gaman að sitja tárvotur og lesa um svona grimmdarverk. Þú ert búinn að selja mér ESB, börnum, gamalmennum, atvinnulausum og öryrkjum líður öllum vel í ESB Sovétinu. Brusselpabbi hugsar vel um börnin sín.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 22:45

12 identicon

Hilmar, ég sagði ekki að þær þjóðir sem þú telur upp hafi enga spillingu. En vonir fólks um breytingu til batnaðar tengist sérstaklega inngöngu í EU og upptöku Evrunnar. Kannski eina vonin.

Upptaka Evrunnar hér á skerinu mundi t.d. stórlega skerða möguleika heild- og smásala á því að okra á viðskiptavinum. En okrið sýnist mér vera eitt af alvarlegustu meinum okkar samfélagis. Minnir á rán og rupl útrásarvíkinganna, sem forseta ræfillinn hafði greint sem "eðlislæga ofurhæfni afkomenda frjálsra víkinga, landkönnuða og skálda".

 

Þurrkaðu svo af þér tárin og reyndu að ná aftur gleði þinni. Feiti tjékkinn frá Kögunarstráknum hlýtur að fara að detta inn um bréfalúguna.

„Have a good day“.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 08:08

13 identicon

Haukur lýsir sínum innri manni nokkuð vel með sínum orðum.

Eina vonin hjá þessari sálu er að leita til annara. Hann hefur svo litla trú á sjálfum sér að hann getur ekki hugsað sér að annað komi til greina en að láta aðra stjórna sér.

Ef einhver er ekki sammála þessari lífsskoðun, þá er ausið fúkyrðum yfir viðkomandi. Þroskastigið er alveg svakalegt hjá Hauki, sem og öllum þessum ESB-munkum.

Það er margt sem má betur fara í íslensku samfélagi. Lausnin við vandamálunum er EKKI að henda fullveldinu og sjálfstæðinu út um gluggann, til að öðlast 0.8% áhrif í ólýðræðislegu apparati í Brussel. Það er Alþingi sem er vettvangur breytinga og betrunar í samfélaginu. Innganga í ESB tekur nær öll völd af Alþingi og færir ESB.

Og er það ekki þú, Haukur, sem ættir að þerra tárin og ná aftur gleði þinni. Þjóðin sagði mjög greinilega sína skoðun í síðustu kosningum.

Reyndu bara að átta þig á þeirri staðreynd og troða þessari þvælu þinni þangað sem hún kom.

Ég persónulega er fyrir löngu hættur að líta á ESBsinna sem yfirleitt vitibornar manneskjur. Það er samt ekki vitsmunaleysið sem fer í taugarnar á mér, heldur þessi ótrúlegi hroki og frekja sem einkennir allt sem kemur frá þeim.

Get a fokking grip, idiot.

palli (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 08:53

14 identicon

You made my day, palli.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 09:17

15 identicon

...made your day?

Átti þetta að vera sniðugt svar?

Ef þú hefur ekkert að segja, slepptu því þá bara að tjá þig. Þú lítur bara enn verr út fyrir vikið.

palli (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 09:38

16 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Haukur, Þessi palli hérna er andlegur geðfætlingur sem gæti ekki einu sinni sigrað kartöflu í rökræðum þó svo að hann reyndi það.

Staðreyndin er hinsvegar sú að ESB andstæðingar eru íslendingum dýrir.  Enda er bara gjaldmiðlakostnaðurinn af ESB andstæðingum farið alveg upp í 110 milljarða á ári. Þar sem þeir vilja halda í handónýtan gjaldmiðil sem kallast íslensk króna útá einhverjar sveitarómantík og tóma dellu.

Kostnaður íslensku krónunar: http://www.vb.is/frettir/84840/

Jón Frímann Jónsson, 27.6.2013 kl. 15:50

17 identicon

Hahaha....  segir örorkubótaþeginn (vegna andlegrar örorku) sem þurfti að flýja Ísland því enginn vildi umgangast hann.

Hvernig gengur í Danmörku? Hefurðu eignast vini? Einn vin?

Og já, fyrst Benedikt Jóhannesson, það erkifífl, segir að það séu 110 milljarðar kr. í einhvern gjaldmiðlakostnað, þá hlýtur það auðvitað að vera satt, er það ekki?

Þú ættir kanski að hafa samband við Benedikt, Jón Frímann? Spurðu hann hvort hann vill vera vinur þinn. Þið eruð á svipuðu andlegu leveli.

Pældu í því, maður. Þú gætir mögulega eignast vin!!!

Hafðu samband við hann, maður. Tékkaðu á þessu. Þú getur líka sagt honum, eins og þú sagður okkur, að fyrst þú býrð í nálægð við þýsku landamærin þá veistu betur en við á Íslandi hvað sé í gangi í Þýskalandi. Það er ein þín skærasta perla, Jón Frímann, ..svona á tímum internetsins og alþjóðlegra fjölmiðla.

Eins og ég segi, þá er ég fyrir löngu hættur að líta á ESBsinna sem vitibornar manneskjur. Það er eitthvað að í hausnum á þeim. Eitthvað stórt og mikið, og verst er ástandið í hausnum á þér, Jón Frímann. Fífl með heilafötlun, þykist vita betur en allir aðrir og dælir út frekju og hroka.

Þú manst að þú varst búinn að lofa að flytja aldrei aftur til Íslands, Jón Frímann. Við treystum á að þú standir við þín orð.

palli (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 16:54

18 identicon

PS Ég held að það sé ekki til neitt sem heitir "geðfætlingur". Þú ert kanski að rugla við hugtak eins og ferfætlingur.

Þetta er samt jákvætt að heyra. Þú ert strax byrjaður að missa tökin á tungumálinu. Því lengur sem þú ert ekki á Íslandi, því minni og minni Íslendingur verðurðu. Þetta er skref í rétta átt hjá þér, Jón Frímann, því Ísland og íslenska þjóðin hafnaði þér hvort eð er.

Farðu nú að hugsa um eitthvað annað en Ísland. Reyndu að lifa lífinu þarna í Danaveldi. Við viljum þig ekki.

Þú manst að eftir nokkur ár í viðbót þá geturðu sótt um danskan ríkisborgararétt og þá afsalað þér þeim íslenska.

Ég skal persónulega borga þér pening ef þú lætur verða af því. Það væri jafnvel hægt að hefja söfnun. Þú gætir grætt heilmikið á þessu.

Hvað heldurðu að þú myndir vilja mikið fyrir það? Einhverjar hugmyndir um upphæðina? Mundu að það safnast þegar saman kemur. Það er fuuuulllt af fólki sem veit um þig og myndi örugglega leggja sitt í púkkið.

palli (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 17:07

19 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Alló,Alló, megum við vera með í partíinu,? Jón Frímann, verti ekki svona góður með þig þó þú sért næpa, Palli og allir hinir andstæðingar ESB. eru mörgum númerum gáfaðri en þú. Ég er að hugsa um að fá hana Elle vinkonu okkar til að taka undir það með mér.

Helga Kristjánsdóttir, 27.6.2013 kl. 18:42

20 Smámynd: Elle_

Andlegur geðfætlingur?  Líklega efni í enn eina meiðyrðakæruna, en í spillingunni þarna er nú varla mikið pláss fyrir að kæra andlegar kartöflur.

Elle_, 27.6.2013 kl. 18:49

21 Smámynd: Elle_

No. 1 sem kallar sig molbúa og vill endilega borga ICESAVE: Af hverju kallarðu hið rangnefnda Evrópusamband Evrópu?  Og hví ertu ekki farinn að borga ICESAVE?

Elle_, 27.6.2013 kl. 19:39

22 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Vinstri vaktin gegn ESB þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af makrík. Færeyingar og íslendingar eru búnir að veiða svo mikið af makríl að ekkert er eftir af honum í íslenskri og færeyskri lögsögu, og líkur hafa einnig aukist á því að hann sé að hættur að ganga í íslenska lögsögu vegna breytinga í sjónum umhverfis Ísland.

http://www.ruv.is/frett/makrillinn-seint-a-ferd

Jón Frímann Jónsson, 27.6.2013 kl. 22:39

23 identicon

Mikið er það nú gott að hafa snillinginn Jón Frímann fyrir fréttaútskýringar.

Makríllinn er seint á ferð, og þá er hann bara farinn og hættur að koma til Íslands.

Ég geri ráð fyrir að Jón Frímann hafi samstundis haft samband við Hafrannsóknarstofnun og tilkynnt þeim þessa staðreynd. Hann hefur örugglega vísað í frétt á RÚV, máli sínu til sönnunar, ef þeir skyldu hafa einhverjar efasemdir.

En rétt er að hvorki Vinstrivaktin né aðrir Íslendingar þurfa að hafa áhyggjur, jafnvel þótt litla hirðfíflið okkar hefði rétt fyrir sér. Ef makríllinn væri hættur að ganga til Íslands, þá þýðir það að hann er hættur að éta fæðu frá öðrum tegundum á Íslandsmiðum, sem munu þá hafa það betra í framhaldinu.

En hvað með upphæðina, Jón Frímann. Hvað myndirðu sætta þig við, fyrir að afsala þér íslenska ríkisborgararéttinum. Það er það sem þú vilt hvort sem er, er það ekki? Þú hefur lýst því yfir að þú munir aldrei flytja aftur til Íslands (hallelúja!), og því þá ekki að taka skrefið til fulls og gerast Dani.

Ég heiti hér með 10.000 kr., en það eru örugglega hundruðir manns sem myndu gera slíkt hið sama.

Er þetta ekki málið, Jón Frímann? Þú vilt þetta sjálfur hvort sem er, og því ekki að græða smá pening í leiðinni??

Ég get byrjað með svona crowd-sourcing ef þú hefur áhuga. Hvaða lágmarks upphæð geturðu hugsað þér? 1 milljón kr.? 2 milljónir?

....eða kanski vildirðu fá þetta í evrum?

Segðu til. Við hljótum að geta reddað þessu. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

palli (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 06:33

24 identicon

Sæll Jón Frímann.

Láttu ekki orð "palla" fara fyrir brjóstið á þér.

Kveðja, HK

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 09:13

25 identicon

Jón Frímann!!!   Þú átt vin!!!  Til hamingju!!

Hann er reyndar bara "net-vinur" sem þarf ekki að umgangast þig, en engu að síður.

Það þýðir samt ekki að þú munir eignast vini ef þú kæmir aftur til Íslands. Ekki láta glepjast af svoleiðis ranghugmyndum. Þú ert best geymdur þar sem þú ert núna. Haukur er bara að segja eitthvað á móti mér, skilurðu. Hann þekkir þig ekkert.

palli (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 10:42

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi ,,palli" er vikadrengur svokallaðrar ,,vinstri" vaktar gegn ESB.

Þegar svokölluð ,,vinstri" vakt er komin í algjört rök- og málefnaþrot - þá er ,,palla" hleypt út.

Forsvarmenn svokallaðrar ,,vinstri" vaktar telja nefndan aðila sinn traustasta mann.

Af því skulu menn draga ákveðnar ályktanir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2013 kl. 11:08

27 identicon

Ramó, við höfum talað oft um þetta áður. Það er betra fyrir þig að þegja og leyfa fólki að halda þig heimskan, en að segja eitthvað og taka burt allan vafa.

Til dæmis þessi orð þín núna. Þú "gagnrýnir" mig ad hominem, þú ferð í manninn ekki boltann, um leið og þú vælir yfir rök- og málefnaþroti.

Þetta heitir að skjóta sig í löppina, þ.e. ef þú hefur vitsmuni til að skilja það.

Það er ekki hægt að kvarta yfir rök- og málefnaþroti hjá öðrum, með rökleysu. Skilurðu?

Þetta kallast mótsögn. "Ad Hominem"-rök eru ekki málefnaleg, skilurðu?

En þú ert reyndar búinn að gera þig svo oft og mikið að algjöru fífli, að maður bindur nú ekki miklar vonir við að þú eigir þér einhverja von.

Það mætti jafnvel kalla þig geðfætling. Einstaklingur sem stígur ekki í vitið vegna geðræns ástands.

Þú ert nefnilega of furðulegur og skrýtinn til að teljast bara sauðheimskur. Það er eitthvað annað og meira að hjá þér. Sjálfsblekking. Þráhyggja. Eitthvað slíkt.

Leitaðu þér nú hjálpar við þínum vandamálum, og hættu að gera þig að þessu endalausa fífli. Það er frekar pínlegt að horfa upp á þetta hjá þér. Maður fer hjá sér, jafnvel, þetta er stundum svo hallærislegt.

Þín skærasta perla er auðvitað þegar þú sagði að ESB mun aldrei lenda í peningavandræðum, þeir prenta bara meira. Varst það ekki þú sem sagðir þetta? ..eða var það einn af hinum apabræðrunum.

Hvort er það? Hvort ertu meira heimskur eða ruglaður?? Erfið spurning, ég veit, en dálítið merkileg, fræðilega séð. Hvað finnst þér?

palli (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 11:27

28 identicon

Já, og "geðfætlingur" er sem sagt nýyrði í íslenskri tungu, skilgreint að ofan og notað yfir verstu ESBsinna þjóðarinnar. Geðfætlingur = einstaklingur sem getur ekki stigið í vitið vegna geðræns ástands, t.d. sjálfsblekkingar, þráhyggju o.fl.

:)

palli (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 11:33

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, LÍÚ er sennilegast búið að stórskaða makrílinn.

Allaveg ljóst að hann er að hegða sér öðruvísi en síðustu ár. Það mátti líka sjá öðruvísi hegðun á síðasta ári. Það var erfiðara að veiða. Samt bötnuðu aðstæður þegar leið á sumarið í fyrra.

Færeyskur sérfræðingur um makrílinn sagði í fyrra, nánast, að þessar veiðar í svo miklu magni væru tóm vitleysa og hlytu að enda með skaða.

Athyglisvert hvernig umræðan í færeyjum er öll frjálsari. Þar hika vísindamenn ekki við að segja bara það sem þeim finnst útfrá sinni vísandalegu þekkingu.

Hérna þorir enginn að segja neitt. Þá kemur svipan frá LÍÚ. Og Ragnar Arnalds hleypir ,,palla" úr búrinu.

Þessar markrílveiðar eru samt ekkert einfalt mál fræðilega eða sem hægt er afgreiða í stuttu máli. Það hefur verið mikilvægt síðustu ár að síld og makríll veiðast saman. Menn hafa verið að nota tvíburatroll.

Svo virðist sem makríllinn sé að dreifa sér mikið.

Það skiptir líka máli við veiðarnar. Þá þarf meiri keyrslu. Er ekki viss um að allir átti sig á hvernig þessar veiðar fara fram á þessum stóru skipum.

Í mjög stuttu máli og almennt, þá er það stundum þannig að það er bara hent alveg svakalegu trolli út, trolli sem nær yfir alveg þvílíkt svæði - svo er bara keyrt.

Í svona aðstæðum getur fljótt komið upp spurningin hvort slíkt svari kostnaði. Heyrðist nú m.a í sambandi við kolmunnaveiðarnar á dögunum. (En LÍÚ útrýmdi kolmunnanum nánast um árið og stórskemmdi stofninn). LÍÚ var að tala um að það svaraði ekki kostnaði að veiða kolmunna núna.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.6.2013 kl. 13:06

30 identicon

Spurningin er, hvað í veröldinni fær þig til að halda að einhver taki mark á einu orði sem kemur frá þér, Ramó??

Hvað fær þig til að halda það?!?

Viltu ekki líka tala um, eins og áður, hvað það voru mikil mistök hjá Íslandi að öðlast sjálfstæði frá Danmörku.

Þú ert alveg merkilega mikill fábjáni.

palli (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband