Sigmundur Davíð: Íslendingum farnast best fullvalda og með yfirráð yfir auðlindum sínum

Sigmundur Davíð forsætisráðherra flutti afbragðsgóða hátíðarræðu á 17. júní og lagði áherslu á að sjálfstraust þjóðarinnar og fullveldi hefði skapað velferð landsmanna og hvorugt mættu þeir missa. Þjóðin mætti ekki fyllast vanmetakennd og efast um gildi sitt og getu þótt hún væri fámenn.

 

Það gat engum dulist sem hlýddi á ræðu forsætisráðherrans að þar fór maður sem trúir í einlægni á fullveldi Íslands og varðveislu þess. Aftur á móti var það dæmigert fyrir ESB-kratana sem stjórna RÚV að eftir frásögnina í kvöldfréttum sjónvarpsins af ræðu Sigmundar Davíðs  var talið nauðsynlegt að fá óviðkomandi mann til að rakka niður hátíðaræðu ráðherrans í viðtali sem á eftir fylgdi. Sigmundur Davíð hafði bersýnilega ekki talaði nógu blíðlega um þá háu herra í ESB að áliti stjórnenda RÚV. Vafalaust voru það einkum eftirfarandi ummæli Sigmundar um Ísland og ESB sem fóru svo fyrir brjóstið á þeim sem stjórnuðu fréttaflutningi RÚV þetta kvöld:

 

 „ESB tók þátt í tilraunum til að þvinga Íslendinga til að taka á sig gríðarlegar efnahagslegar byrðar í andstöðu við lög og braut svo í blað í sögu sinni til að taka þátt í málaferlum gegn Íslandi. Nú þarf ESB að sýna að það sé samband sem byggi á lögum og jafnræði en ekki valdi í krafti stærðar og hagsmuna hinna stóru.

 

Í ljósi mikillar umræðu um áhrif Evrópusambandsaðildar á fiskveiðar hljóta Íslendingar líka að líta til þess hvort Evrópusambandið muni sýna Íslendingum aukna sanngirni í deilum um fiskveiðar okkar í eigin lögsögu. Það að beita smáþjóð ólögmætum refsiaðgerðum fyrir að veiða fisk samkvæmt vísindalegum viðmiðum í eigin lögsögu á sama tíma og stærri þjóðir veiða úr sama stofni óáreittar myndi varla boða gott um sameiginlega fiskveiðistefnu.

 

Loks hlýtur ESB að vilja sanna sig gagnvart eigin þegnum, ekki hvað síst í Grikklandi og öðrum löndum sem gengið hafa í gegnum þrengingar að undanförnu. Sanna að hagsmunir almennings verði látnir ráða för við úrlausn á vanda evrusvæðisins.“

 

„Það hefðu líklega fáir trúað því árið 1944, eða 1994, að síðar yrði leitað til sérfræðinga til að spyrja hvort það heyrði undir viðeigandi umræðuefni fyrir forseta Íslands að tjá sig um fullveldi landsins. Sem betur fer var ekkert út á mat sérfræðinganna að setja, en það kom þó ekki í veg fyrir að þeir sem eru viðkvæmir fyrir umræðuefninu túlkuðu það áfram á sinn hátt.“

 

Orð Sigmundar Davíðs um gildi fullveldisins í fyrri hluta ræðunnar voru ekki síður athyglisverð, en þar sagði hann meðal annars eftir að hafa minnst á icesave-málið:

 

„Íslendingar tóku afdráttarlaust þá afstöðu að ekki ætti að leggja skuldir gjaldþrota banka á herðar almennings og létu ekki ógnanir úr ýmsum áttum slá sig út af laginu. Fyrir vikið lítur fólk víða um Evrópu á Ísland og Íslendinga sem fyrirmynd vegna afleiðinga efnahagsþrenginga sem margar Evrópuþjóðir takast nú á við. Það er fylgst með því sem við gerum hér og við munum leitast við að vera góð fyrirmynd.“

 

„Það var sjálfstraust íslensku þjóðarinnar sem skóp velferð hennar. Jón Sigurðsson, Fjölnismenn og aðrir forvígismenn sjálfstæðisbarátunnar vísuðu til sögunnar til að sýna Íslendingum að þeir ættu að vera stoltir. Þeir hefðu ástæðu til að trúa á sjálfa sig. Þeir vissu að forsenda þess að ná árangri væri að trúa því að það væri hægt. Síðan þá hafa Íslendingar náð langt með því að trúa á sjálfa sig.

 

Á undanförnum árum hafa hins vegar heyrst raddir sem telja óviðeigandi að gera mikið úr styrkleikum Íslands og vilja jafnvel gera lítið úr sögunni og afrekum fortíðar. Leiddar eru að því líkur að allt sem gerðist hafi verið nær óhjákvæmilegt. Of mikið hafi verið gert úr afrekum og of lítið úr því sem miður hafi farið. Þessu hefur jafnvel verið fylgt eftir með því að draga gildi fullveldisins í efa.

Hugmyndin um fullveldi byggist á því að menn trúi því raunverulega að íslensku þjóðinni farnist best þegar hún ræður sér sjálf og hefur full yfiráð yfir auðlindum sínum og örlög sín í eigin höndum.“

 

Sigmundur Davíð vísaði til umræðunnar um að heimurinn væri „orðinn svo flókinn fyrir litla þjóð“ að hugsanlega „getum við ekki stjórnað okkur sjálf. Ef til vill sé betra að flytja inn aga erlends valds“. Hann minnti á að sama hefði verið sagt þegar Íslendingar börðust fyrir sjálfstæði, en þá hefðu aðstæður verið „á allan hátt erfiðari en nú. Á 19. öld þegar örfá ríki réðu nánast veröldinni allri trúði 50 þúsund manna þjóð á eyju í Norður Atlantshafi því að hún ætti að verða sjálfstæð og njóta sama réttar og milljónaþjóðirnar, nýlenduherveldin sem réðu heiminum. Þá sannfæringu megum við aldrei missa.“

 

Síðar í ræðunni sagði Sigmundur Davíð: „Það má aldrei henda Íslendinga að þeir efist um gildi sitt og getu sem sjálfstæð þjóð.“

 

Fyrsta meiriháttar ávarp Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra til þjóðarinnar voru sannarlega orð í tíma töluð. - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var fantagóð ræða hjá honum.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 14:56

2 identicon

Sælir; Ragnar - Gunnar Waage / og aðrir, hér; á síðu !

Legg nú ekki í vana minn; verandi Falangisti af 1°, að leggja leið mína inn á síður Kommúnista - eins og þessa hér, til dæmis, en má til að andæfa þvaðrinu og uppskrúfun ykkar, á þessum Bastarði Kögunar liðsins, sem S.D. Gunnlaugsson hefir reynst vera / og er, sannarlega.

Ragnar Arnalds !

Sé það þér ekki ofviða; mætti þú benda á : þjófnaði - skemmdarverk og önnu spjöll, þess flokks fjanda, sem Sigmundur leiðir nú, í fullkominni hræsninni.

Hvað; með örlög Samvinnuhreyfingar eignanna - og Kaupfélag anna ?

Eiga þessir hlutir; að liggja í þagnargildi einu, sökum þess, að þið; Ragnar og Gunnar, auk fjölda annarra, hafið kosið Glámskyggnina, á óhæfuverk þessa liðs ?

Án þess; að ég geri hlut hinna listanna : A - D - S og V merkta, nokkuð minni, í óskapnaðinum, svo sem.

Hvar; liggur siðferðis þrepskjöldur ykkar, piltar ?

Með afar þurrum kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason,

fyrrum starfsmaður Kaupfélags Árnesinga,

á Selfossi

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 15:36

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hroðalega léleg ræða og markilegt að maður sem hefur enga söguþekkingu skuli baxast við að gera sögu íslands að meginuppstöðu í ræðuómyndinni.

En náttúrulega veit strákurinn sennilegast alveg betur. Tilgangurinn með þessu þjóðrembingsbulli er að peppa upp þjóðrembing til þess að elítan og auðmenn eigi auðveldara með að færa fjármuni frá almenningi til elítunnar. Og þar á að nota Framsjallaflokkinn enda er hann ekkert annað en pólitísk framlenging á elítunni.

Nú, það er vel þekkt að fyrr á öldum setti elítan almenning hérna í gapastokk í refsingarskyni.

En það verða óneitanlega tíðindi og fréttnæmt ef almenningur á 21. öldinni ætlar að ganga sjálfvilgugur í gapastokk elítunnar. Það eru talsverð tíðindi ef svo verður. En sjáum til.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.6.2013 kl. 15:44

4 identicon

Óskar, ertu ekki til í að hætta notkun á semíkommun, þar til að þú lærir hvernig og til hvers þær eru ætlaðar?

Annað sem þú lætur frá þér fer fullkomlega framhjá, enda oftast nær samhengislausar svívirðingar undirmálsmanns.

Og svo hinn öfgamaðurinn, Ómar minn, þú veist að þú getur fengið aðstoð ef þú ert undirokaður og kúgaður, og átt það á hættu að vera settur í gapastokk.

Nú getur verið að sveitungar þínir vilji hafa þig til sýnis fyrir gesti og gangandi, og þá sérlega erlenda ferðamenn, en það er samt bannað að setja þig í gapastokk. Ég held meira að segja að það sé bannað að binda þig við staur, eins og gert var við fíflin í gamla daga.

Óþarfi að hnýta mikið í forsætisráðherrann okkar, þekking á Íslandssögunni hefur fleygt gríðarlega fram síðan þjóðin henti gamla hróinu út. Enda er það ekki boðlegt að hafa Samfylkingarmann í stólnum, sem röflar um einhvern Jón Sigurðsson frá Dýrafirði, í stað þess að ræða sjálfstæðishetjuna okkar, hann Jón Sigurðsson frá Arnarfirði.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 16:47

5 identicon

Komið þið sælir; á ný !

Ragnar; og félagar þínir, aðrir !

Endilega; að hafa svona Kjölturakka - sem Hilmar, þennan 1/2 nafnlausa í forsvari, þegar þið ÞORIÐ ekki að svara því, sem að ykkur er beint.

Hilmar; sannarlegt lítilmenni og ónytjungur !!!

Þú; setur ekkert mér, fremur en Ómari Bjarka Kristjánssyni eða öðrumlífsreglurnar, um stafsetninguna, hverju sinni - og það má Ómar Bjarki eiga, þrátt fyrir hyldýpisgjá hugmyndafræðilega, okkar í millum, að hann ÞORIR að standa fyrir sinn Skjöld - annað; en sagt verður um lyddur, eins og þig, Hilmar 1/2 nafnlausi !!!

Ertu kannski þjófsnautur ''Framsóknar'' illþýðisins, Hilmar, - í ofánálag ???

Með afar snúðugum kveðjum; að þessu sinni - hinum beztu, til Ómars Bjarka Kristjánssonar /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 16:56

6 identicon

Sjáum til Óskar, við skulum aðeins greina þetta hjá þér, þó svo að samhengið sé laust.

Lítilmenni?

Jú, það getur meira verið, jafnvel þó þú þekkir mig ekki. Og það myndi þá byggjast á því að ég skrifi undir nafni mínu, sem er Hilmar, en ekki fullu nafni og kennitölu. Þetta eru reyndar rök rökleysingja sem hafa ekki neitt annað, enda sýna skrif þín augljóslega að fullt nafn og kennitala hefur ekkert með gott innihald að gera.

Ekki veit ég hvernig þú kemst að þeirri niðurstöðu að þetta ofsafulla og röklausa svívirðingaflóð þitt verði eitthvað skárra með því að gefa upp fullt nafn, enda væri frekar ástæða til að leyna upprunanum.

Hvort ég er ónytjungur getur þú víst ekkert sagt um, enda þekkir þú hvorki haus né sporð á mér. Ég gæti verið harðduglegur og afskaplega verðmæt persóna, en þú veist náttúrulega jafnlítið um það.

Þetta skot þitt með FRamsóknarflokkinn er síðan náttúrulega blint skot út í buskann, og skrifast á sært stol hjá þér frekar en eitthvað annað. Enda trúir þú því varla sjálfur, að Framsóknarflokkurinn spili einhverja rullu í því að ég bendi þér á hörmulega stafsetningarkunnáttu, og þá staðreynd að þú sért öfgamður sem dælir út svívirðingum í gríð og erg. Nóg á flokkurinn með sig, þó svo að þú hendir mér ekki á hann líka.

Og trúðu mér Óskar, þú ert ekki hugrakkur að skrifa nafnið þitt undir svívirðingaflóð. Það eru aðrir eiginleikar, sem ekki eru taldir jákvæðir, sem ráða þar mestu um.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 17:15

7 identicon

Sælir; á ný !

Hilmar !

Ég stend; við hvert EINASTA orða minna, hér að ofan - og þú upplýsir augljóslega tengsl þín, við íslenzka stjórnmála glæpaflokka, sérílagi; ''Framsóknarflokkinn'', dreng viðrini.

Orðhengilsháttur þinn; varðandi sérvizku mína, með stafagerð og stafsetningu er augljóslega fram settur, til þess að drepa aðalatriðum mála, á sem víðustu dreif.

Þú sannar þig algjörlega í; að vera smámenni - af allra síðustu tegund, líkt þeim lyga Skúmum og ómerkingum, þeim Bjarna og Sigmundi Davíð, þínum aðal leiðarljósum, í forhertri siðblindu þinni !!!

Með sömu kveðjum; sem seinustu, vitaskuld /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 17:30

8 identicon

Já Óskar, ég geri mér grein fyrir að þú stendur við hverja þá svívirðingu sem þú lætur frá þér. Það sem meira er, eftir því sem þú verður orðljótari og forhertari, því ánægðari virðist þú vera með framlag þitt til umræðumenningar á Íslandi.

En svona þér að segja, þá fyrirfinnst varla sú manneskja sem tekur mark á þér, og afar ólíklegt að einhvr nenni að láta þig standa við svívirðingarnar innantómu. Enda var ég ekki að hvetja þig til að hætta þeim, það hefur ekkert upp á sig. Nei, ég var að reyna að fá þig til þess að hætta misnotkun á táknum sem þú veist ekki til hvers eru, eða hvaða tilgangi þau gegna. Ég nenni ekki einu sinni að ræða almenna stafsetningarkunnáttu hjá þér, sem er á lægra plani en hjá fyrstu bekkjum grunnskóla.

En í gegnum svívirðingaflóðið, þá komstu dálitlu nýju á framfæri, að vanhæfni væri sérviska. Ég held að ég hafi aldrei heyrt það fyrr. Eflaust líður þér betur með að blekkja sjálfan þig með því að hæfileikaleysið sé sérviska, en það eru sennilega ekki margir sem taka undir það með þér.

Og eftir okkar orðaskipti er ég fegin að vera ekki með nafn og kennitölu sýnilega. Fátt verra en að vera með orðljótann öfgamann á eftir sér.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 18:28

9 identicon

Sælir; enn og aftur !

Hilmar !

Enn og aftur; staðfestir þú, hvers lags mannleysa þú ert - og ættir þú síztur manna, að setja þig í eitthvert hróðugt og sjálfsupphafið dómarasæti, yfir mínum hugsunum, eða ófullkomleika, bölvaður rafturinn.

Sú staðreynd; að þú felir þig á bak við 1/2 nafnleynd, sem önnur kennileiti, segir raunar allt það, sem segja skyldi, um aumingja eins og þig - og þína líka, aldeilis.

Glæpaverk íslenzkra stjórnmálamanna; eru þér léttur baggi að bera, sýnist mér, og kæmi ekki á óvart, þó að fortíð þín kynni að vera álíka Myrk, og flestra þeirra, Hundingja ræfillinn !!!

Með; nákvæmlega sömu kveðjum - sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 19:44

10 identicon

Það væri nú aldeilis ágætt ef þú myndir hrekja eitthvað af því sem ég skrifa, Óskar minn.

Þú ert óskrifandi, staðreynd.

Þú ert orðljótur, staðreynd.

Þú ert öfgafullur, staðreynd.

Ekki veit ég hvernig fullt nafn og kennitala bætir um fyrir þér, einna helst að fólk vorkenni þér meira að skrifa nafnið þitt undir þennan óskapnað sem þú lætur frá þér.

Ég skil ekkert í þér, svona hörundsár út í einhvern sem þér þykir ómerkingur, og skælir undan. Og síst skil ég í því að þú hneykslist á mínum orðum og "dómum". Þú ert náttúrulega maðurinn sem hefur kallað mig viðrini, lítilmenni, ónytjung, lyddu, smámenni af allra síðustu tegund, siðblindan, mannleysu, aumingja og hundingjaræfil, svo eitthvað smálegt sé tínt til.

Það væri nú aldeilis eitthvað fútt í því, ef netdólgur eins og þú værir nú skrifandi, þá væri hægt að hafa gaman að þér.

Annars er nóg komið Óskar minn, það gengur ekki að eyðileggja fínan pistil frá Ragnari með svona dólgshætti.

Til hamingju annars, notaðir semíkommu vitlaust einungis þrisvar í síðustu sorpsendingu. Það er framför.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 20:40

11 identicon

Sælir; sem áður !

Hilmar !

Líkast til; skiptir meint hroðvirkni mín til skrifa, þó fremur hafi ég nú haft þolanlega einkunnagjöf í þeim efnum, frá Barna- og unglingaskóla Stokkseyrar hér fyrr meir, þig meira máli, en aðalatriði þeirra mála, sem ættu að vera hér til umfjöllunar, eins og yfirhylming S.D. Gunnlaugssonar, á Samvinnutrygginga þjófunum - Bjarna Benediktssonar og annarra viðlíkra, á þeim ógnarinnar ósköpum, sem yfir þetta Guðanna volaða land hafa gengið, undanfarin ár og áratugi.

Að; Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími J. Sigfússyni - Geir H. Haarde - Ingibjörgu S. Gísladóttur - Davíð Oddssyni - Jóni Baldvin Hannibalssyni, og Halldóri Ásgrímssyni meðtöldum.

Íslandi er bezt borgið; undir sameiginlegri yfir- og Herstjórn Kanadamanna og Rússa héðan í frá, því fullreynt er, að tilraunin frá 1944, hefir mistekist, á alla vegu. !!!

Annarrs; á meðan ég man.

Þú ert siðferðislaus; sem og gjörsneyddur eiginleikum til mannlegra samskipta - ég var víst búinn að gleyma því, en vonandi megir þú stikna til Eilífðarnóns, sem aðrir vinir þínir, sé eitthvað marktækt það, sem Dante heitinn Alig hieri reit um Hreinsunareldinn, á sínum tíma.

Þú ert svo siðblindur reyndar; að vart tjóar að eiga við þig frekari orðastað Hilmar, en hætt er við, að við myndum í fjöru finnast, yrðir þú á vegi mínum.

Enn og aftur; skyldi Ragnar Arnalds skammast sín, fyrir að þora ekki að koma hér fram, og svara mínum fyrirspurnum, hér ofar.

Sömu kveðjur; og seinustu /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 21:08

12 identicon

Það er ekki óhugsandi að saklaus Hilmar verði barinn af óstabílum netdólg í einhverri fjörunni, en meðan það er ekki ég, er mér rórra. Á sjaldan erindi austur í Árnessýslu, enda augljóst að það er enga vitsmuni þangað að sækja.

Og þar sem æsingurinn í þér endar með þig í gröfina, sennilega fljótlega, er ólíklegt að við hittumst, enda þú í efra og ég í neðra. Guð verðlaunar ábyggilega netdólga ríkulega fyrir framlag þeirra til fegurra mannlífs.

Annars eruð þið Ómar Bjarki ekkert ólíkir, hans hugmyndir um yfirstjórn ESB á Íslandi eru þó þekktari en hugmyndir þínar um herstjórn Rússa og Kandamanna á Íslandi. Þið getið ábyggilega spjallað um þetta saman, þið félagarnir, meðan þið sitjið við fótskör skaparans.

Kannski það séu dólgslætin í þér sem aftra Ragnari að svara fyrirspurnum þínum. Þó held ég að það sé óskiljanlegt og innantómt rausið í þér sem gerir það ókleyft að svara. Það er varla hægt að svara rugli með öðru en rugli, og Ragnar hefur sýnt það, að hann er barasta alls ekkert ruglaður.

Vona að þú njótir lífsins, án allra kvala, sem og allir þínir vinir, ef svo ólíklega vill til að þú eigir einhverja.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 21:41

13 Smámynd: Elle_

Alger óþarfi að hæla ómerkingnum Ómari, Óskar Helgi, fullkominn óþarfi.  Skil ekki alveg hatrið gegn Hilmari og Sigmundi og ljótu orðin fóru alveg yfir minn skilning.

Síðan hvenær fór það að skipta meginmáli að skrifa í blogg undir fullu nafni?  Eins og ég sagði fyrir skömmu, geta þeir bloggarar sem fara fram á fullt nafn bara átt sig, skipa ekki einum eða neinum að skrifa undir fullu nafni.  Fátt finnst mér persónulega jafn pirrandi og þessar kröfur.  Það skiptir engu máli fyrir mig hvort þú heitir Óskar eða Óskar Helgi, en ég virði það að þú viljir gefa upp fullt nafn.  Þið hin mættuð líka virða að ekki vilji það allir.  Það er enginn nafnlaus, ekki einu sinni þó hann skrifi ekki í bloggi undir fullu nafni.

Stórkostleg ræða frá Sigmundi.  Hann er fullveldissinnaður, það ætti að vera lýðum ljóst núna.  Það skiptir langmestu að þeir sem stjórna landinu meti fullveldi þess.

Elle_, 18.6.2013 kl. 21:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband