Þar sem bankabófar fá aðstoð en sjúklingar ekki

„Hvaða valdhafar láta eigendur banka sem hafa farið á hausinn fá peninga til þess að þeir geti haldið áfram en greiða ekki fyrir því að krabbameinssjúklingar fái nauðsynleg lyf og heilbrigðisþjónustu. Einkavæðing heilbrigðisþjónustunnar hefur ekki heilsugæslu að markmiði heldur peningaþvætti þar sem stjórnmálamenn, mafían og aðrir óprúttnir aðilar ná undir sig peningum og skipta á milli sín.“

Ólgan í Suður Evrópu fer vaxandi þar sem almennri félagslegri þjónustu blæðir út á meðan allskonar bankafurstar fara sínu fram. Ofanritað er tilvitnun i ítalska hjúkrunarkonu sem talaði á ráðstefnu verkalýðssamtaka og vinstri manna í Aþenu í Grikklandi fyrr í mánuðinum. Ráðstefnan sem hét Alter Summit var helguð þeirri yfirskrift að það væru til aðrar lausnir á kreppunni og efnahagsvandanum en þær sem þróeykið ESB, AGS og Evrópski Seðlabankinn bjóða.

„Heilbrigðiskerfið hjá okkur var kannski ekki það besta í heimi en það tryggði ákveðin réttindi. Þessi réttindi hafa nú verið afnumin og allt að 60% íbúa eru án þeirra réttinda að geta fengið læknisaðstoð,“ segir fulltrúi frá samtökum opinberra starfsmanna í Grikklandi.

Bretinn Fred sem kemur frá sjálfboðaliðasamtökum þar í landi lýsir því hvernig hann hafi með félögum sínum úr hópi heilbrigðisstarfsfólks unnið að söfnun lyfja sem send eru þurfandi í Grikklandi.

Hann og hin franskættaða Fabina eru samdóma um að nú á þremur árum hefur félagsleg staða og heilbrigðisþjónusta í álfunni færst áratugi aftur á bak vegna niðurskurðar, einkavæðingar og tilskipana ESB.

„Það er ekki lengur bara barátta fyrir réttindum sem við stöndum frammi fyrir. Troikan, hægri öfgahópar og þjónkun stjórnvalda við þessi öfl, hafa boðað stríð,“ segir Fabian undir dynjandi lófaklappi. /-b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Valdhafarnir sem þetta viðhafa heita ESB. Meira að segja AGS finnst nóg komið.

En af hverju gengur Grikkjum svona illa að losa sig undan kröfum ESB? Jú, vinstrimenn í Grikklandi vilja halda í ESB, en vilja bara ekki niðurskurð.

Með öðrum orðum, vinstrisinnaðir Grikkir vilja ekki fá vopn í hendurnar til að vinna bug á kreppunni, sjálfstæði og eigin mynt, heldur vilja þeir að einhverjir aðrir innan ESB greiði niður lífstílinn. Með öðrum orðum, hefðbundna leið vinstrimanna, að skattleggja einhvern annan.

Hægri- og miðjumenn í Grikklandi eru svo sem ekkert ósáttir, flokkar þeirra eru hluti af elítunni, og þeim líður ágætlega við völd, án þess að þurfa að bera ábyrgð.

Vinstrimönnum í Grikklandi hefur orðið að ósk sinni. Þeir börðust á sínum tíma fyrir Sovétinu, í blóðugri borgarastyrjöld, en fengu síðar ESB.

Þeir eru ekkert að berjast fyrir sjálfstæði landsins. Sjálfsbjörg er þeim ekki ofarlega í huga, og þeir nota hefðbundna áróðurstækni vinstrimanna, þeir draga fram sjúka, aldraða og atvinnulausa, til þess að knýja fram áframhaldandi stuðning við þeirra eigin lífsstíl.

Málið er bara, að í Brussel er fólki nákvæmlega sama, alveg eins og Moskvu var sama á sínum tíma. Í fysta lagi er Brussel skítasama um sjúka, aldraða og öryrkja, helstu tárahvata vinstrimanna, og Brussel er í líka sama um óþægindi elítunnar í Aþenu, hún á að mati Brussel að vinna fyrir forrétindunum sínum. Og þar stöndum við, vinstrimenn vita í raun ekki við hvern á að berjast til að halda óbreyttum lifnaðarháttum. Árásir á Brussel er að bíta í höndina sem fæðir. Það þarf samt að berja á einhverjum, og þá eru þjóðernissinnaðir öfgamenn ágætis kostur, þó svo að þeir hafi nákvæmlega ekkert með ástandið að gera.

Vinstrimenn gera þrennt mjög vel, að búa til óskilvirk kerfi, að verja óskilvirk kerfi, að kenna öðrum um þegar óskilvirku kerfin þeirra virka ekki.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 13:38

2 identicon

Alveg hittir þú nagalnn beint á höfuðið sem endranær Hilmar.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 19.6.2013 kl. 14:57

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Segir öfga-hægri maðurinn hilmar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.6.2013 kl. 20:03

4 Smámynd: Elle_

Enginn er hægri-öfgamaður að ofan nema Ómar.  Og fullkominn ómerkingur í þokkabót.  Við vitum það hlýtur að vera hræðilega erfitt fyrir hann og fóstbræður hans að horfa upp á að mútustofan fái ekki mikið lengur að senda sína vinnumenn í fjallið hans.

Elle_, 19.6.2013 kl. 22:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband