Fullveldisbarátta án þjóðrembu

 

Sautjándi júní er afmælisdagur lýðveldisins og þar með dagur fullveldisbaráttu. Ekki einasta þeirrar baráttu sem fram fór á 19. öld og fyrri hluta þeirrar tuttugustu heldur einnig þeirri ævarandi fullveldisbaráttu sem lítil þjóð þarf að heyja í stórum heimi.

Forsætisráðherra landsins gerði fullveldið að umræðuefni í ræðu dagsins og fórst það frekar vel úr hendi. Sama má segja um málflutning forseta Íslands sem um langt árabil hefur talað fyrir fullveldinu. En einmitt nú undir undanfarandi hernaði ESB möppudýra á íslenskt fullveldi hefur umræðan um þessi mál verið mikil og oft óvægin. Bloggari vinstri vaktarinnar sér þessvegna fulla ástæðu til að vekja athygli og taka undir með forsætisráðherra sem minnti menn á að sýna öndverðum skoðunum umburðarlyndi og virðingu. Sú skoðun að þjóðríkið sé úrelt á vitaskuld rétt á sér þó svo að við sem aðhyllumst fullveldið fögnum því að hún hafi hér ekkert meirihlutafylgi.

Sagan kennir okkur einnig hvað fullveldisbarátta, heilbrigð ættjarðarást og falleg þjóðernisrómatík eiga sér hættulega öfgamynd. Um leið og þjóðernisrómantíkinni er blandað saman við kynþáttahyggju og þann hroka að okkar sé betra en annarra er fjandinn laus. Okkur ber ekki aðeins að sýna öðrum þjóðum umburðarlyndi heldur opna land okkar fyrir fólki hvaðan að æva að sem hér vill setjast að. Aðeins þannig getum við skapað gott og heilbrigt alþjóðlegt þjóðríki.

Kannski þarf engin þjóð meira á slíku umburðarlyndi að halda en einmitt sú sem býr fjarri öðrum á einangruðu eylandi. Okkur er það keppikefli að fá til liðs við okkar menningu brot af því besta sunnan úr álfum, svörtum löndum, rauðum og gulum. Aðeins þannig tekst okkur að skapa börnum okkar og barnabörnum áhugaverða fósturjörð að erja.

Gleðilega þjóðhátíð. /-b.


mbl.is Evrópusambandið þarf að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Margar staðreyndarvillur hér.

Nægir að nefna að þessi 17. júní dagur er í raun misskilningur. Ísland var fullvalda og sjálfstætt 1918. Þessi vitleysisgangur 1944 var í raun bara eitthvað djók sem fáir botna í eftir á. Skipti engu.

Þessvegna verður svo þessi 17.júni dagur svo merkinar- og innihaldlaus er árin líða. Hann er ekki um neitt.

Bara eitthvað hæ hó jibbí jei... og jbbíiií jei - síðan ekki neitt nema þjóðrembingsprumpið eitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.6.2013 kl. 17:07

2 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Það rétta kæri Ómar er að Ísland varð fullvalda 1918 en í konungssambandi við Danmörku - sem það sagði sig úr með endanlegu sjálfstæði 1944. Það þykir eðlilegur hlutur að sjálfstæð ríki eigi sér þjóðhátíðardag og slíka daga er haldið upp á. Það lýsir síðan ákveðinni afstöðu að telja þjóðhátíðardag innihaldslausan. /-b.

Vinstrivaktin gegn ESB, 17.6.2013 kl. 18:17

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta er reyndar ekki rétt. Maður er alltaf að reka sig á hve margir íslendingar þekkja illa sögu sína.

Þjóðhátíð var halldin með einum eða öðrum hætti, eftir atvikum, á Íslandi langa lengi fyrir 1944. Of langt mál að fara útí smáatriði, en ástæða þess að ekki var niðurnegldur einn dagur fomlega - hver var sú ástæða? Jú, innbyggjarar komu sér ekki saman um það!

Halló! þeir komu sér ekki saman um einn þjóðhátíðardag.

Margir töldu eðlilegt að þjóðhátíð væri seint að sumri, nokkurskonar töðugjöld sem var stór dagur í Landbúnaðarsamfélaginu sem Ísland var nánast 100% þar til fyrir stuttu. Sbr, þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.

Nú, hitt er annað að þessi dagur, 17 júní, að það botna voða fáir í þeim degi. Hvað segja krakkarnir þegar þeir eru spurðir til hvers þessi dagur sé? Jú, einhver Jón Sigurðsson á afmæli!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.6.2013 kl. 19:47

4 identicon

Ertu að tala um þennan Jón Sigurðsson frá Dýrafirði, Ómar?

Við Íslendingar þekkjum hann ekki þó svo að einhverjir innan Samfylkingar telji hann vera sjálfstæðishetjuna okkar.

Þetta Samfylkingarsyndróm minnir reyndar svolítið á myndina Life of Brian.

En þó svo að Samfylkingar og Samfylkngarbörn þekki ekki Jón Sigurðsson, þá er ekki sanngjarnt að sú heimska sé yfirfærð á aðra. Við getum ekki jafnað greindarstuðul þjóðarinnar þannig niður.

Flest þokkalega heppnuð börn þekkja Jón Sigurðsson, og allir þokkalega gefnir Íslendingar þekkja Jón Sigurðsson og hvers vegna 17. júní er þjóðhátíðardagur okkar.

En þetta er náttúrulega lexía fyrir okkur. Við verðum að koma upp betra greiningarkerfi, þannig að sérstök Samfylkingarbörn geti fengið greiningu og kennslu við hæfi, í sérskólum.

Hilmar (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 20:41

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Tja, hvernig samfylkining komst inní þessa umræðu skal eg eigi fullyrða um - en eg dreg í efa að það sé eitthvað samfylkingunni að kenna að fólk líkt og hafi ekki hugmynd um til hvers þessi 17. júní er. Sem kemur svo vel fram hjá blessuðum börnunum.

Þetta er vegna þess sem eg rek að ofan. Þessi dagur er algjör merkingarleysa vegna þess að ísland var í raun fullvalda og sjálfstætt löngu fyrir 1944.

Oft er nefnt 1918 - en í rauninni má fara alveg til 1904. 1904 með Heimastjórn - þá fékkst allt í meginatriðum. Jú jú, voru nokkur atriði þarna sem íslendingar kusu að efna til illdeilna um í um 10 ár - en það var mest allt de faktó komið fram 1904.

Ísland hafði því verið í raun sjálfstætt og fullvalda í um 1/2 öld fyrir 1944.

En þeir komu sér aldrei saman um þjóðhátíðardag. Kusu að deila aðeins um það aðallega sér til skemmtunnar, að því er virðist.

Það sem ma. var fært fram gegn afmælisdegi Jóns, var að fáheyrt væri meðal þjóða að afmæli einstaklings væri þjóðhátíðardagur.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.6.2013 kl. 21:18

6 identicon

Samfylkingin er eiginlega lykillinn að þessu. Engum öðrum flokki er eins illa við 17. júní, enda samrýmist það ekki grundvallarstefnu flokksins, sem er að selja Ísland undir erlend yfirráð, að þjóðin eigi sér eitthvað tákn um sjálfstæði.

Hitt er svo eðlilegt í þessari umræðu, að draga fram nafn flokksins, þar sem flokksmönnum gengur erfiðlega að átta sig á hver Jón Sigurðsson var, og hvaða hlutverki hann gegnir í þjóðarsálinni. Ennþá verr gengur flokksmönnum að átta sig á muninum á fullveldi og sjálfstæði.

Þetta er ástæðan fyrir þörfinni á greiningu og sérskólum fyrir Samfylkingarbörn. Það er ekki eins og þeim hafi ekki verið kennd Íslandssagan, þau bara skilja hana ekki. Hér er því ekki um venjulega fáfræði að ræða, heldur skort á greind sem kemur í veg fyrir að upplýsingar komist á leiðarenda, og rétt sé unnið úr þeim.

Þetta er líka grunnástæða þess að Samfylkingarbörn vilja selja landið undir ESB. Þeim er bent á harðar staðreyndir á hverjum degi, en þær upplýsingar komast aldrei á leiðarenda, og því er aldrei unnið úr þeim í kolli viðkomandi Samfylkingarbarns.

Þetta er ástæða hins elífa sífurs í Samfylkingarbörnum um ESB. Eða eins og Churchill sagði um Samfylkngarmenn: "A fanatic is one who can't change his mind and won't change the subject."

Hilmar (IP-tala skráð) 17.6.2013 kl. 21:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband