ESB í skálkaskjóli fasismans!

Grískir almenningur og grískir vinstri menn glíma ekki aðeins við harðræði kreppunnar. Samfélagið allt glímir við skugga eigin fortíðar þar sem blóðug átök fasisma og kommúnisma kalda stríðsáranna. Kreppan nú kallar á það sama og fyrr, vaxandi fylgi hægri öfgahreyfinga, harðneskjuleg vinnubrögð ríkisstjórnar og ESB sem og djúpstæðan klofning þjóðarinnar í vinstri og hægri.

tn_gangan1

Vinstri vaktin er í dag skrifuð úr höfuðborg Grikkja þar sem vinstri hreyfingar og gagnrýnendur niðurskurðarstefnu ESB funduðu um helgina á Alter summit ráðstefnu 2013. Bloggari sat ráðstefnuna sem áheyrnarfulltrúi Heimssýnar.

Þó svo að nú séu nærri fjórir áratugir síðan lýðræði var endurreist eftir áratuga fasisma og borgarastríð í Grikklandi hefur kreppan nú fært þessa skuggalegu fortíð fram á sjónarsviðið. Kosningasigur hinnar Gullnu dögunar er ein af birtingamyndum fasismans og sömu merki má sjá víða um Evrópu. Ræðumenn hér fara að dæmi fyrrum forsætisráðherra á Íslandi og kalla andstæðinga sína gráa ketti en kettirnir eru ekki allir gráir! Greina verður mismunandi eðli fasista og þeirra sem óbeint styðja fasismann án þess að gangast honum á hönd.

Ólýðræðislegir stjórnartilburðir ESB gagnvart Evrópuríkjum, sigur lýðskrumara í kosningum og bankahrun sem velt er á herðar almennings eru að mati grískra vinstri manna aðeins mildari birtingamynd fasismans en engu að síður samhangandi við eflingu öfgahreyfinga til hægri. Með ábyrgðarlausum stjórnarháttum lýðskrumara og dekri við banka hefur nýfrjálshyggjan skapað aðstæður og jarðveg fyrir öfga, örvæntingu og hatur. Um leið er valdi lýðræðislegra kjörinna fulltrúa ýtt frá eða þeir gerðir áhrifalitlir með ægivaldi niðurskurðarstefnu þríeykisins, ESB, Seðlabanka Evrópu og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Allt er þetta kunnuglegt úr umræðunni heima þar sem lýðskrumið og ábyrgðarleysið er líkt og hér úti orsök þeirra byrða sem nú eru lagðar á herðar almennings. Munurinn er sá helstur að hér úti er ógn fasismans slík að þrátt fyrir allt, vilja flestir af tvennu illu frekar ESB en þjóðernisöfga. Ógn um annað verra er því skálkaskjól ESB og Troikunnar. Það á við hér í Grikklandi líkt og víða í Austur Evrópu sem er nýfrjáls undan rússnesku harðræði.

Ísland býr sem betur fer ekki við neinar sambærilegar ógnir.

-b. 

(Myndin er frá kröfugöngu ráðstefnugesta sem farin var um miðborg Aþenu síðastliðið laugardagskvöld.) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það vantar ekki ruglið sem kemur frá Vinstri vaktin gegn ESB og heimssýnarliðinu sem þar skrifar. Höfundur þessar greinar hérna að ofan er Bjarni Harðarson eða Brynja Halldórsdóttir (á Facebook síðu Brynju má sjá hana njóta frelsisins í Evrópusambandsríkinu Spáni).

Staðreyndin er sú að þessi málflutningur er ekkert annað en lygi. Enda eru grunngildi Evrópusambandsins frelsi, lýðræði og jafnrétti, eins og ég fór yfir hérna á bloggsíðunni minni. Þar vitna ég beint í sáttmála Evrópusambandsins (grunnlögin). Þannig að vonlaust er fyrir ESB andstæðinga að þræta fyrir þessar staðreyndir.

Á Íslandi er hinsvegar að skjóta rótum fasismi sem byggir á grunni þjóðrembu og einangrunarhyggju.  Það er ekki í fyrsta skipti sem þetta fyrirbæri nær að skjóta almennilega rótum á Íslandi, og síðast tók það nærri því 660 ár að losna við þann fasisma úr íslensku þjóðlífi. Þessi fasismi dó þó aldrei, en það dró verulega úr honum í upphafi 20 aldarinnar, og núna í kreppunni á Íslandi (sem er eingöngu íslenskum að kenna) hefur hann verið efldur margfalt með óheiðarlegu fjármagni af óheiðarlegu fólki.

Ísland stendur frammi fyrir mörgum ógnum, og óvinurinn hérna eru ekki útlendingar. Heldur íslenskir aðdáendur fasisma og alræðisvalds stjórnvalda eins og var stundað fyrr á tímum á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 10.6.2013 kl. 14:04

2 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Þú ert óborganlegur Jón Frímann og þakka þér innlitin hingað til okkar. Mér heyrist á þér að hið 660 ára valdaskeið fasista á Íslandi hafi verið meðan eyja laut stjórn sunnan úr Evrópu. /-b.

Vinstrivaktin gegn ESB, 10.6.2013 kl. 18:46

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það eru gömul sannindi að norskir og danskir kóngar skiptu sér eins lítið af innanlandsmálum íslendinga og þeim var unnt. Á meðan réðu íslenskir bændur öllu sem hægt var að ráða með harðri hendi, og á slíkan hátt að ekki er hægt að kalla þetta annað en hreinræktaðan fasisma og er þá tekið vægt til orða.

Fyrir upprifjun á staðreyndum málsins, þá bendi ég á þessa hérna bloggfærslu.

http://blog.pressan.is/larahanna/2013/02/16/thjod-i-hlekkjum-hugarfarsins/

Þegar lýðræði tók að þróast í Evrópu sátu íslendingar fastir í moldarkofunum og fóru hvergi. Eins og aðrar framfarir á Íslandi, þá þurfti að flytja þær inn í andstöðu við þá sem sátu að valdastólum. Baráttan gegn ESB aðild Íslands er engin breyting á þeirri stefnu, enda samin af fólki sem er alið upp í hálfgerðu eða algeru bændaveldi á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 10.6.2013 kl. 19:01

4 identicon

Merkileg þessi árátta Vinstrivaktarinnar að nefna sífelld hvers konar fasisma og ESB í sömu andrá.

Þó að ekki sé beinlínis verið að segja að stefna ESB sé fasismi er ljóst að verið er að reyna á lævíslegan hátt að tengja ESB ranglega við fasisma í hugum fólks.

Tilgangurinn er trúlega að draga athyglina frá þeirri staðreynd að mest  áberandi andstæðingar ESB í ESB-löndum eru einmitt nýnasistar og rasistar.

Á Íslandi eru raunverulegir ESB-andstæðingar öfgamenn bæði til hægri og vinstri. Nasistar og rasistar eru flestir hægri öfgamenn.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.6.2013 kl. 22:25

5 identicon

Vá, eruð þið apabræður ennþá að??

Hafið þið ekkert lært eftir kosningarnar?

Endilega haldið dellunni áfram, þetta er svona líka að svínvirka hjá ykkur, er það ekki??

Haha... þvílík fábjánabörn. Vantar bara víðáttuheimskingjann Ramó.

Þér að segja, Ásmundur, þá er Nazi stytting á flokknum hans Hitler, sem hét National Socialist Arbeiters Partei, m.ö.o. sósíalistar.

Það breytir samt ekki öllu. Fasisminn er best skilgreindur af Mussolini, sem sagði betra að kalla fasismann "Corporateisma". Þegar viðskipta- og stjórnmálaöfl renna saman í eitt.

Og er það ekki einmitt þannig í ESB? Lobbýismi um allar götur, fram og tilbaka. Stórfyrirtæki að segja stjórnmálafólki hvernig haga á lögum svo að fyrirtækin græði sem mest og allir verða voða kátir.

Kíktu á þessa heimildarmynd og reyndu að læra eitthvað, ofurheimskinginn þinn: http://www.thebrusselsbusiness.eu/

...en... ekki eins og ég ætli út í "rökræður" við ykkur. Þið eruð báðir löngu týndir í heilaþvott og möntrutrúarbrögð, enda báðir heimskir með ólíkindum.

Endilega að halda þessum trúarofstækisáróðri áfram, strákar. Það leynist víst ennþá smá líf hjá ESBsinnum. Þið megið ekkert slaka á. Nú þarf að bretta fram ermarnar og klára verkið.

Hahaha.... þvílíkir aulabárðar. Það er ótrúlegt að yfirleitt séu til fáráðlingar eins og þið. Hvað oft eiginlega voruð þið misstir í gólfið þegar þið voruð smábörn? Hvað er þess valdandi að einstaklingar eins og þið séu til???

palli (IP-tala skráð) 11.6.2013 kl. 13:22

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

palli: Þú minnir talsvert á þennan hálfvita.

http://www.bbc.co.uk/news/uk-22832994

http://www.telegraph.co.uk/news/politics/10108702/Idiot-Bilderberg-conspiracy-theorist-Alex-Jones-disrupts-BBC-politics-show.html

Þetta gildir líka um marga aðra ESB andstæðinga hérna. Þetta er úr sama klæði, þó sniðið sé öðrvísi.

Jón Frímann Jónsson, 12.6.2013 kl. 16:15

7 identicon

Minni ég þig á Alex Jones???

Og hvað með það?

Þegar ég tala um þig sem fávita (og þú ert fáviti, Jón Frímann. Það vita allir og þú líka) þá er það einmitt út af einhverjum svona ad hominem-gullkornum. Þú ert reyndar í sérdeild varðandi hálfvitaskapinn.

Mér sýnist þessi Alex Jones vera næstum því jafnfeitur og þú, en hann er þó betur útlítandi en þú. Þú lítur út fyrir að vera tilraunardýr í hræðilegri misheppnaðri tilraun á geðlyfjum.

Ó, þú ert svo misheppnaður!

Haltu áfram að drita þessa dellu. Það gekk svo svakalega vel hjá ykkur fyrir kosningar. Ekki stoppa núna. Afhjúpaðu fyrir landi og þjóð (þó bæði hafi hafnað þér) hvers konar einstaklingur þú ert.

Sorglegt fyrirbrigði

palli (IP-tala skráð) 12.6.2013 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband