Um hið rasíska eðli ESB og EES
31.5.2013 | 09:19
Nú nýlega var hópi Króata vísað úr landi. Og ekki bara vísað. Ríkisvaldið tók sig til og flaug með þá prívat og persónulega út í buskann. Skítleg gjörð.
Til að réttlæta þessa óhæfu hefur verið vitnað í allt sem vitnandi er í - sama hversu vitlaust það er. Utanríkisráðuneytið gengur þar fremst og beitir auðvitað fyrir sig ESB og EES. Því þar býr að sönnu vilji þess ráðuneytis, siðvitund og skynsemi. Á vef ráðuneytisins segir:
Að gefnu tilefni vill utanríkisráðuneytið upplýsa að samningaviðræður standa yfir um aðild Króatíu að EES-samningnum.
Króatía verður ekki sjálfkrafa aðili að EES-samningnum við aðild að ESB hinn 1. júlí nk., heldur þarf að semja um skilmála og skilyrði fyrir aðild að EES.
Af þessu leiðir að EES-samningurinn mun ekki gilda um króatíska ríkisborgara fyrr en viðræðum er lokið og samningur um aðild að EES hefur tekið gildi. Þetta þýðir einnig að réttindi Íslendinga skv. EES samningnum gilda ekki gagnvart Króatíu fyrr en að því loknu.
Þess skal og getið að gera má ráð fyrir að samningurinn muni, í líkingu við fyrri samninga af sama tagi, innihalda ákvæði um heimild íslenskra stjórnvalda til að fresta tímabundið gildistöku regluverks EES um frjálsa för fólks. Slíkt ákvæði er einnig að finna í samningi Króatíu um aðild að ESB.
Gera má ráð fyrir að þessu ferli ljúki fyrir lok þessa árs.
Hér afhjúpast hið rasíska eðli Evrópubandalagsins og afsprengi þess EES, eðli mismununnar, eðli útilokunnar og aðgreiningar. Hér afhjúpast nákvæmlega og í hnotskurn það sem svo oft hefur verið bent á hér á Vinstri vaktinni: þetta er bandalag hagsmuna og peninga, bandalag sem hefur hagsmuni fólks að engu. Bandalag þar sem ekki er pláss fyrir mannlega hlýju og viðreisn einstaklingsins, ekki pláss fyrir samlíðun og líkn, ekki rúm fyrir skilning, ekki hugmyndaflug til þess að gefa eftir þegar hnika þarf til rúðustrikuðum reglugerðum um fólk.
Og eftir höfðinu dansa limirnir. Íslensk stjórnvöld höfðu ekki döngun í sér til að spila þann mannlega einleik sem hér þurfti til, svínbeygðir undir regluverk reglustikana í Brussel og ónýts samnings - sem tafarlaust ber að segja upp - sendu þau karla, konur og börn burt frá augliti sínu, burt, burt, burt svo fullnægja mætti skítlegu regluverki Evrópusambandsins sem gengur út á mismunun. Ekkert nema endalausa útilokun og mismunun!
- gb.
Athugasemdir
Hérna eru höfð uppi stór orð af helstu kynþátta og rasistum Íslands, þeim sem skrifa á Vinstri vaktin gegn ESB og þá gegn Evrópusambandinu.
Fáfræðin hérna er skammarleg, en kemur lítið á óvart. Þar sem þeir sem eru hvað helst á móti Evrópusambandinu er fólkið sem hefur hvað minnst kynnst sér það.
EES samningurinn er samningur EFTA og Evrópusambandsins, ný aðildarríki fá ekki sjálfkrafa aðgang að honum og er það fullkomnlega eðlileg afstaða, enda er hérna um samning Evrópusambandsins við EFTA að ræða eins og áður segir.
Það er ennfremur ekki Evrópusambandið sem er rasískt, það eru íslensk stjórnvöld sem vísuðu þessu fólki úr landi. Þó svo að ljóst sé að Króatía gangi í Evrópusambandið eftir rétt rúmlega 4 vikur.
Þannig að Vinstri vaktin gegn ESB ætti í raun að beina orðum sínum að íslenskum stjórnvöldum, en ekki Evrópusambandinu eins og hérna er mjög svo ranglega gert.
Hvað Vinstri vaktin gegn ESB varðar, þá er þetta eitt það skítlegasta og lágkúrustulega blogg sem hægt er að finna á Íslandi. Þið eruð jafn slæmir og Heimssýn, og stundum örlítið verri oft á tíðum.
Þökk sé siðleysi ykkar og skítlegu eðli þeirra sem er að stofnuðu til þess að bloggs til að byrja með.
Jón Frímann Jónsson, 31.5.2013 kl. 16:29
Ótrúlegur pistill!
Hér er auðvitað ekki um neinn rasisma að ræða af hálfu ESB enda hefur það ekkert skipt sér af málinu. Ef einhver rasismi er hér á ferðinni er hann algjörlega af hálfu íslenskra stjórnvalda.
Það er hins vegar spurning hvort Vinstrivaktin stjórnist af rasisma. Það er allavega undarlegt að þeir telji hag Íslands ekki best borgið þar sem flestar aðrar Evrópuþjóðir hafa séð sér hag af að vera.
Smæð Íslands og ónýtur gjaldmiðill gerir ESB-aðild mikilvægari fyrir Ísland en flestar ef ekki allar Evrópuþjóðir. Með henni fáum við stöðugleika og aukna samkeppnishæfni sem leiða til batnandi lífskjara.
Og snjóhengjan hverfur.
Ásmundur (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 20:29
Flottur pistill og þarft að benda á hræsni ráðamanna í innflytjendamálum, málefnum flóttamanna og hælisleitenda. Vinstri Vaktin !!
Sandkassinn (IP-tala skráð) 31.5.2013 kl. 23:23
Íslensk stjjórnvöld hefðu átt yfir höfði sér ávítur og jafnvel sektir af hálfu Esb, EEs, DDsuef, JSSB og allra stofnana ESB og EES ef þau hefðu ekki vísað þessu ólanssama fólki úr landi.
Hvað Jón Frímann og Ásmundur eru að bulla, skilja sennilega fáir aðrir en þeir sjálfir.
Takk fyrir góðan pistil, Vinstri Vakt.
Halldór Egill Guðnason, 1.6.2013 kl. 02:55
Með ESB-aðild Íslands eykst samkeppnishæfnin ár frá ári.
Með ónýta krónu í höftum fer hún versnandi. Ísland er nú í 29. sæti í heiminum og hefur lækkað um þrjú sæti frá í fyrra. ESB-landið Svíþjóð er nú fjórða samkeppnishæfasta land heims.
Staða flestra ESB-landanna, ekki síst evrulanda, er miklu betri en staða Íslands. Framleiðni er meiri á vinnustund, vextir miklu lægri og skuldir miklu minni. Laun eru miklu hærri á norðurlöndunum og í löndum Vestur-Evrópu.
Verst er þó hið sjúklega ástand sem krónan veldur og kemur fram í gjaldeyrishöftum og svokallaðri snjóhengju. Við slíkt er einfaldlega ekki búandi.
Í sumum evrulöndum er atvinnuleysi minna en á Íslandi. Minnsta atvinnuleysi í ESB er í fimm evrulöndum. Mesta atvinnuleysi í Evrópu er í þrem löndum sem öll standa utan ESB
Ásmundur (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 09:05
Að sjá ekki orsakasamhengið sem lýst er í þessum pistli mínum vitnar ekki um neitt nema ólæsi.
Sem þarf svo sem ekki að koma á óvart því þeir sem ekki eru skrifandi - eða skrifa eitthvað dómadagsbull um snjóhengju og vinnustundir þegar rætt er um rasíska aðskilnaðarstefnu Evrópusambandsins: eða setningu eins og þessa:
"Þökk sé siðleysi ykkar og skítlegu eðli þeirra sem er að stofnuðu til þess að bloggs til að byrja með."
Af slíkum mönnum getur maður ekki krafist lestrarkunnáttu, og þótt þeir séu stautandi, þá er það ósanngjörn krafa að þeir búi yfir lesskilningi.
- gb.
Vinstrivaktin gegn ESB, 1.6.2013 kl. 11:20
Er það dómadagsbull að snjóhengjan sé vandamál tengt krónunni? Er það bull að snjóhengjan ógni efnahag Íslands?
Skiptir það ekki máli að framleiðni á vinnustund aukist með aukinni samkeppnishæfni sem fæst með ESB-aðild meðan gjaldeyrishöft og snjóhengja valda því að Ísland dregst aftur úr öðrum þjóðum?
Fyndið að fullyrða að viðurkenndar staðreyndir séu dómadagsbull.
Að halda því fram að það beri vott um rasisma ESB að EES-þjóðir hafi ákveðinn rétt umfram aðrar þjóðir er fráleitt. Utanríkisráðuneytið er aðeins að benda á skyldur Íslendinga í þessu samhengi.
Það var val íslenskra stjórnvalda að senda Króatana úr landi úr því að þau voru ekki nauðbeygð til að taka við þeim. Það má velta því fyrir sér hvort það sé rasismi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 12:10
Þetta er athugasemdakerfi, "Ásmundur" - þar gerir maður athugasemdir við það sem er skrifað. Þetta þrugl þitt um snjóhengju etc. etc. er ekki í nokkru samhengi við pistilinn. En þú sérð það auðvitað ekki.
- gb.
Vinstrivaktin gegn ESB, 1.6.2013 kl. 16:21
Athugasemd mín #7 er leiðrétting á bulli í #6 um snjóhengju og vinnustundir.
Auk þess er þar sýnt fram á hve ótrúlega langsótt það er að segja ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að senda króatíska flóttamenn heim til Króatíu sé af völdum rasisma af hálfu ESB.
Þetta eru svör við fullyrðingum Vinstrivaktarinnar. Þau eiga því fullkomlega rétt á sér.
Ásmundur (IP-tala skráð) 1.6.2013 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.