Af hverju varð framsókn aftur svo miklu stærri en VG?

Ein skýringin á mikilli fylgisaukningu framsóknar er sú að bændur skynjuðu vel hættunni sem steðjar að ísl. landbúnaði við ESB-aðild. VG fékk 50% meira fylgi en Framsókn 2009 en nú fékk Framsókn tvöfalt fylgi VG. Fólk í sveitum sem studdi VG 2009 treysti ekki lengur VG eftir ESB-umsóknina og flutti sig í þúsundatali til framsóknar.

 

Erna Bjarnadóttir, sviðstjóri hjá Bændasamtökunum benti nýlega á það í viðtali við vefinn neiesb.is, að innganga Íslands í ESB yrði mikið högg fyrir landbúnaðinn miðað við hliðstæða niðurstöðu og þekkt væri í fyrri aðildarsamningum. Ef sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópusambandsins yrði hér innleidd, og tollar myndu falla niður milli landa, myndu innfluttar afurðir ná verulegri markaðshlutdeild – fyrst og fremst mjólkurvörur og kjöttegundir, og að öllum líkindum einnig breyta skiptingu markaðarins milli kjöttegunda.

 

Erna sagði að „þetta yrði mikil breyting fyrir framleiðendur og myndi þýða fækkun bænda og fækkun starfa tengd landbúnaði.“.

 

Landbúnaðarstyrkjakerfi ESB ólíkt því Íslenska

 

„Evrópusambandið greiðir landbúnaðarstyrki til landeiganda, óháð því hvort það sé notað til landbúnaðar. Eina sem landið þarf að uppfylla er að það sé hæft til landbúnaðar.“, segir Erna og tekur sem dæmi að breska konungsfjölskyldan, sem á mikið af landi, fái m.a. gríðarlega mikla landbúnaðarstyrki frá ESB. Erna telur að þetta fyrirkomulag myndi ekki henta hér á Íslandi, heppilegast sé að stuðningur beinist að framleiðslu búvaranna en ekki eignarhaldi á landi.

 

Erna segir að aðildarviðræðurnar sem slíkar séu þegar farnar að hafa áhrif. „Það er gerð krafa um breytingar áður en samningum er lokið. – t.d. við þurfum að gera áætlanir um lagabreytingar, hefja þjálfun starfsfólks og skipuleggja hvernig greiðslum á styrkjum yrði fyrirkomið í því umhverfi sem við þyrftum að hafa í ESB og höfum þegar skilað í áætlunum að hvernig að þessu verður staðið.“.

 

Spurð hvort það væri ekki heilbrigt fyrir landbúnaðinn afnema tolla og stokka upp í landbúnaðarkerfinu, svaraði Erna:

 

„Evrópusambandið er með verndartolla og landbúnaðarkerfi. Það er einhver mýta sem gengur á Íslandi að menn geti ekki stækkað bú og hagrætt í landbúnaði útaf einhverri framleiðslustjórnun. Kúabú eru t.d. komin niður fyrir 700 í dag og langflest mjög tæknivædd. Meðalstærð á kúabúum er að nálgast 200.000 lítra á ári. Íslensk bú hafa verið að stækka í öllum búgreinum jafnt og þétt undanfarin ár.“

 

„Við þurfum að standa vörð um matvælaöryggi í landinu. Hér á landi er mun minni sýklalyfjanotkun er gengur og gerist erlendis. Ýmis smitefni geta einnig borist frá úr dýrum í menn. Staða íslensks landbúnaðar að þessu leyti er einstaklega góð. Við spörum því mikið við að viðhalda núverandi ástandi. Það er grundvallaratriði“.


mbl.is Sigmundur: „Við gefum okkur tíma“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég veit ekki, innihald pistilsins er áreiðanlega áhugavert, og rétt að pæla svolítið í honum.

Ég er hisnvegar upptekinn við að pæla í þunglyndi vinstrimanna og hvert mútufé ESB rennur. Ég er nefnilega að hlusta á Spegilinn á Ríkisútvarpinu. Fyrstur var Svanur Kristjánsson "stjórnmálafræðingur", frambjóður Lýðrskrumsvaktarinnar og fyrrverandi (okg kannski enn) helsti "álitsgjafi" Samfylkingar. Hann hélt því fram, fullum fetum, að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hefði ekki umboð til að stjórna. SVolítið erfitt að útskýra í stuttu máli hvernig karlgreyið komst að þessari niðurstöðu, en stysta útgáfan er sú, að eðilegt er að stjórnarandstaðan noti öll skítatrikkin á Alþingi, til að tefja og eyðileggja mál.

En nóg af Svani (mikið meira en nóg, og það fyrir löngu) næstur á mælendaskrá ESB útvarpsins var hinn óháði ESB "fréttamaður" Sigrún Davíðsdóttir. Á sinn smekklega og hefðbundna hátt, tókst Sigrúnu að tengja saman "útlendingahatur", útrásarvíkinga, "hrunflokka" Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, viðbrögð erlendra fjölmiðla og væntanlega erfiðleika Íslands við að fjármagna sig, af því að ESB andstaða á Íslandi hefur aukist.

Samkvæmt "fréttaskýringu" Sigrúnar, er framtíðin á Íslandi fremur svört, Íslendingar mjög ósanngjarnir að refsa stjórnarflokkunum, og allar líkur á gjaldþroti Íslands vegna þess að engir útlendingar vilji lána Íslandi sem ekki vill ganga í ESB, og engir útlendingar vilji frjárfesta á Íslandi vegna þess að þeir forðist lönd eins og Ísland, þar sem útrásarvíkingar gangi lausum hala og geti fjárfest fyrir gróðann frá því fyrir hrun.

Jamm kosningaskýringar VV er ábyggilega fínar, en þær komast ekki í hálfkvisti við útskýringar ESB á stöðunni.

síðan er það spurningin sem ekki var spurð, og þ.a.l. ekki svarað, hvað fær Sigrún Davíðsdóttir í laun frá ESB fyrir áróðurinn?

Er það eitthvað meira en þetta sem við vitum, ferðir, uppihald og kampavín á ferðalögum?

Hversu mikil og djúp er spillingin innan Rúv, er líklegt að við fáum svar við því?

Er munur á útrásarglæpamanni sem stelur úr banka, og fréttamönnum sem haldið er uppi af skattfé Evrópumanna, og eru á tvöföldum launum?

Hilmar (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 18:49

2 identicon

Það er skelfilegt að opna á Rás2 þegar þessi samfylkingarspegill fer í gang með Sigrúnu Davíðs þyljandi upp möntruna sína. Geta aðrir RÚV starfsmenn verið stoltir af því að vinna undir svona hreinræktuðum áróðri? Þarna er vöðlað saman handvöldum útskýringum, selectívt vitnað í erlenda skoðanabræður og hrært saman við persónulegar skoðanir og flutt sem fréttapistil og stöðumat? Mér varð flökurt að hlusta á þennan aumkunarverða monolog.

Njáll (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 23:06

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bændur? Og þeir eru hvað mörg prósent af landsbyggð? Það virkar núsem pistlahöfundur hafi aldrei komið útfyrir 101 reykjavík. Haldandi það að bara séu bændur á Landsbyggðinni og þá náttúrulega sérlundaðir furðufuglar eins og íslenskar bíómyndir útmála landsbyggðarfólk.

En talandi um mútur og árangur framsóknar - að þá er það kannski skýringin að framsókn bauð fólki pjéning fyrir að kjósa sig. Halló. Bauð fólki pjéning.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.4.2013 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband