Í girðingum

Markmiðið með Evrópusambandinu er girðingavinna. Eitt endalaust djöfulsins basl við girðingar - í öllum veðrum.

Þetta girðingastúss Evrópusambandsins er samt ekki í neinum ættum við nauðsynlegt sýsl við girðingar þar sem halda þarf túnföntum úti eða hrossum í haga, kúm í gerði eða geitum á beit.

Nei, girðingar Evrópusambandsins eru meira í ætt við það víravirki sem auðmenn láta strekkja fyrir sig víða um sveitir til að halda í burtu mönnum og fé, umferð gangandi og ríðandi, þær girðingar sem engum tilgangi þjóna nema þeim einum að einangra og útiloka af því að hugsunin um hið voðalega utanaðkomandi er svo sterk að hún veldur ugg og óöryggi. Þetta eru girðingar græðgi og tortryggni, haturs og óróa, girðingar fordóma og kúgunnar.

Girðingar Evrópusambandsins eru ekki settar upp á milli vina svo Flekka éti ekki nýrækt eða Skjóni vaði ekki yfir rófurnar. Girðingar Evrópusambandsins eru til þess upp settar að Evrópusambandið sjálft geti stjórnað því hvar verði nýrækt og hvar verði rófur. Hvað verði um nýræktina og hver éti rófurnar.

Þetta er rétt að hafa í huga nú þegar líður að kosningum. Það eru nefnilega allt of margir á meðal vor sem hafa áhuga á því að komast í girðingabasl hjá Evrópusambandinu; þröngsýnir afturhaldsseggir sem hafa af því áhyggjur að hægt sé að rækta rófur utan Evrópusambandsins, rófur sem mögulegt væri að éta í Evrópusambandinu - sá möguleiki er þessum kónum ægileg tilhugsun: Vegna þess að hann inniheldur val og í honum býr frelsi en ekki afgirt helsi.

- gb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er aveg spurning hvort ekki sé hægt að sækja um girðingarstyrk fyrir dreifðar byggðir landsins eftir aðild að EU. það þarf ekki lengi að keyra um Ísland til að sjá að slíkt er víða í niðurnýðslu svo til skammar er.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2013 kl. 13:16

2 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Þetta er einmitt ein birtingarmynd græðginnar:

Að ætlast til þess að fátækt fólk í Grikklandi og Spáni borgi girðingar uppi á Íslandi í gegnum styrki.

Vinstrivaktin gegn ESB, 15.3.2013 kl. 13:24

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Snýst eigi um það. Snýst um að með aðild er implementuð dreifbýlisstefna sem sný að því að það er viðurkennt að búseta í dreyfbýli á sér rétt. þetta hefur aldrei verið viðurkennt á Íslandi nema að því leiti að eingöngu eigi að styrkja aðila sem stunda sauðfjárrækt og kúabú. Munurinn á EU og Íslandi að þessu leiti er að EU hugsar þetta miklu víðara og í takt við tímana. Ísland hefur verið læst inní hlekkjum framsjalla þessu viðvíkjandi og það hefur verið horft uppá hinar dreifðu byggðir drabbast niður að öllu leiti og engin stefna til staðar því viðvíkjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2013 kl. 14:03

4 identicon

Jú, það er rétt, ESB hugsar þetta á allt annan hátt, og vissulega eru þeir bjargvættir hinna dreifðu byggða.

Það fer t.d. hrollur um kommisarana í Brussel vitandi af því að sjávarútvegur á Íslandi skuli ekki vera niðurgreiddur. Auðvitað hugsa þeir sem svo, að það gangi ekki að Ísland skuli vera eina landið í Evrópu sem greiðir ekki niður fiskveiðar, og því eru þeir ábyggilega vaknir og sofnir að finna einhverjar leiðir til að bjarga þessu fyrir okkur.

Lausnin er náttúrulega fólgin í ákaflega flóknu kerfi kerfiskalla, millifærslu og styrkjakerfi í Brussel, sem vílar og dílar með íslenskan fisk og fiskveiðiheimildir, á þann hátt að niðurgreiðslur verði eini kosturinn í stöðunni eftir tiltölulega skamman tíma, til að halda uppi byggð á jaðarsvæðinu Íslandi.

Það sér það hver kjaftur, að landbúnaðarráðherra Búlgaríu, því óspillta og frjálsa ESB landi, er miklu miklu betur í stakk búinn að höndla með íslenskar fiskveiðar, en þessir fjandans innbyggjarar hér, sem gera lítið úr hinni kafkísku ESB martröð, með því að reka óstyrktan fiskiðnað hér á Íslandi.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 15:54

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er mjög málefnalegt að tala alltaf útí bláinn eins hatursmenn EU eru þekktir fyrir. Mjög ómálefnalegt og í raun veikleikamerki. Hatursmenn EU vita alveg, sumir hverjir sennilega, að þeir standa á veikum málefnagrunni.

Styrkir EU varðandi sjávarútveg núna eru ma. til að verja sjávarútvegssvæði sem af ýmsum ástæðum hafa orðið fyrir vandræðum vegna minnkandi afla.

Ef Ísland hefði verið í EU, þá hefðu margar dreifðar byggðir á Íslandi getað varið sig fyrir ásælni og yfirgangi LÍÚ sem hefur bókstaflega farið um landið og víða skilið eftir rústir einar. þetta hefur svokölluð ,,vinstri" vakt gegn ESB látið alveg óátalið. Eg hef eigi heyrt múkk frá svokallaðri ,,vinstri" vakt til varnar dreifðum byggðum hérna. Eigi múkk. Bara eitthvert gagg frá Hóla-Jóni útí bláinn um einhverja vonda útlendinga útí heimi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2013 kl. 16:44

6 identicon

Jahá... auðvitað er það þetta helvítis LÍÚ sem stendur í vegi fyrir niðurgreiðslusæld ESB. Auðvitað.

Ef ekki fyrir LÍÚ, þá væru fiskveiðar sko niðurgreiddar í botn á landsbyggðinni. Spurningin er bara hversu mikið. Ætli það væru 45% af aflaverðmæti eins og á Spáni, eða 6800% af aflaverðmæti, eins og í Búlgaríu?

Sennilegast yrði þetta einhvers staðar þarna á milli, og ykist eftir því sem hamfarir af völdum sjávarútvegsstefnu ESB yllu sí-alvarlegri vandræðum vegna minni afla.

Þetta LÍÚ pakk, segi nú ekki meira.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 17:01

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og eg áður segi, þá snýst málið eigi um ,,niðurgreiða fiskveiðar". Snýst um að styrkja dreifðar byggðir.

þar fyrir utan er eg búinn að læra það, af biturri reynslu, að svara ekki því þegar svokölluð ,,vinstri" vakt gegn ESB setur fram tölur eða prósentur - án þess að vísa í áræðanlegar heimildir. Reynslan er að oftar en ekki er nákvæmlega ekkert að marka talnameðferð svokallaðrar ,,vinstri" vaktar gegn ESB.

Staðreyndin er að það eru margir staðir útá landi sem hefðu geta notið afar góðs af dreifbýlisstyrkju EU þegar LÍÚ var sem ákafast í rústalagningunni á landinu.

það hvernig er búið að fara með landsbyggðina er í raun þjóðarskömm. það er enn von fyrir Landsbyggðina. Aðild að EU.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2013 kl. 17:25

8 identicon

Elsku kallinn minn, þig vantar sem sagt áreiðanlegar tölur. Við getum byrjað hérna: http://www.fishsubsidy.org/countries/

Þar næst að glugga í þessa skýrslu: https://www.documentcloud.org/documents/253584-oceanasubsidiesreport.html

Þú lofar að lesa þetta, afskaplega fróðlegar tölur.

En auðvitað er það sem Ísland vantar, niðurgreiðslur og meiri niðurgreiðslur. Af hverju að mæta í einhverja fúla fiskvinnslu eða veltast um hálfsjóveikur um borð í einhverjum dalli, þegar maður getur setið á rassgatinu og horft á sjónvarpið, niðurgreiddur í botn?

Ísland gæti svo vel orðið Grikklandi norðursins, ef við höldum rétt á spilunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 17:55

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg sé ekkert óskaplegt eða merkilegt í þessu eða eitthvað sem er sérstaklega relevant fyrir efnið.

það eru sum ríki sem styrkja sjávarútveg. Hefur ekkert að gera með EU sérstaklega. Það eru margir íslendingar sem virðast ekki átta sig á að EU er samband margra ríkja. Viðkomandi ríki hafa ýmsa stefnur og leiðir varðandi það sem þau gera innan sínna svæða.

Eg er líka löngu búinn að tapa punktinum hjá ykkur í svokallaðri ,,vinstri" vakt þessu viðvíkjandi. Er punkturinn að vegna þess að dreifbýli landsins geti hugsanlega notið góðs af EU aðild - að þá sé það sérstaklega slæmt? Og alls ekki megi aðstoða fólk í dreifðum byggðum eftir að LÍÚ hefur lagt viðkomandi byggðir í rúst?

Mér finnst þetta kaldar kveðjur frá svokallaðri ,,vinstri" vakt til Landsbyggðarinnar og landsbyggðarfólk ætti að nótera þetta hjá sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2013 kl. 18:17

10 identicon

Nei, auðvitað er það ekki relevant að ÖLL ríki ESB reki niðurgreiddan fiskiðnað. Æ fyrirgefðu, Lúxembúrg er víst ekki með niðurgreiddar fiskveiðar, af skiljanlegum ástæðum. Og þó ekki, þar sem önnur landlukt ESB ríki fá niðurgreiðslufé.

Nei, auðvitað er það ekki relevant, að Ísland skuli vera eina ríkið í Evrópu, sem rekur fiskiðnað með hagnaði. Það er náttúrulega alger firra, á meðan hægt er að innlimast í ESB, eyðileggja fiksiðnaðinn, og lifa svo í lystisemdum praktuglega, á niðurgreiðslum.

Svei mér þá, ástandið er orðið svo alvarlegt á landsbyggðinni, að ESB ríkisstjórnin þarf að meina fátæklingunum í Eyjum, um að sleppa eldri borgurum við fasteignaskatta. Í niðurgreiddum heimi Brusselsinna er það náttúrulega fáránlegt að sjávarpláss úti í rassgati skuli geta aðstoðað eldri borgara, án þess að niðurgreiðslukerfi Brussel komi við sögu.

Og rétt að árétta, að helsti þröskuldurinn í vegi þessarar grísku niðurgreiðslusælu sem okkur getur beðið, er þetta helvítis LÍÚ, sem getur ekki drullast til að tapa á fiskveiðum, eins og ESB eins og það leggur sig.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 18:33

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eins og eg sagði í byrjun, þá er ekki rétt að segja að styrkir varðandi sjávarútvegsbyggðir séu = niðurgreiddur fiskiðnaður.

þetta mál er miklu flóknara. Fólk ætti líka að hafa í huga til að öðast skilning á efninu - að ríkisstyrkur er bannaður í EU sko. Til að skekkja ekki samkeppni.

það sem snýr að EU og styrkjum og sjávarútvegir það ber að líta á á þessum tímum til að aðstoða einstaklinga og svæði þar sem samdráttur hefur orðið í sjávarútvegi. þetta er, að sumu leiti nátengt dreifbýlisstyrkjum og aðstoð. Mjög sneddý kerfi og bráðnauðsynlegt að slíkt hingað sem fyrst. Áður en LÍÚ rústar þessu öllu með yfirgangi og rányrkju.

Svo ber að hafa í huga með LÍÚ að þeir skuldsettu sig til andskotans í einhverju braski síðast bara fyrir fáum árum sem endaði með rústalagningu. LÍÚ hefur hagað sér á mjög óábyrgan og þjóðfjandsamlegan hátt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2013 kl. 19:04

12 identicon

Merkilegt apparat, þetta ESB. Niðurgreiðslur bannaðar, en samt eru fiskveiðar ALLRA ríkja ESB niðpurgreiddar, frá 45% af aflaverðmæti, til um 10.000% af aflaverðmæti. En sennilega eru þetta einhverjir byggðastyrkir. Sjáum t.d. Tékkland, þeir fá sennilega byggðastyrki vegna sérstakra erfiðleika við fiskveiðar. Sennilega eiga togarar Tékklands erfitt með að komast greiðlega á fiskimið.

En lítum nánar á þessa sérstöku erfiðleika á útgerðina á Spáni. Þeir fá niðurgreiðslur til að úrelda fiskiskip, þeir fá styrki til að byggja ný fiskiskip. Þeir fá eldsneytisstyrki, byggðastyrki, flutningastyrki, styrki til að greiða sektir. Öhhh kannski ekki beinlínis, en 80% spænskra útgerða eru nappaðar fyrir ýmiskonar svik (og mun einungis vera brot af brotunum) en samt fá þær styrki af ýmsum stærðum og gerðum. Þeir fá styrki til kvótakaupa, auglýsinga og guð má vita hvað.

Allt eru þetta náttúrulega nauðsynlegir byggðastyrkir.

Bara þessir fábjánar á Íslandi geti nú farið að tapa á draslinu, eins og ESB. Þá geta Íslendingar farið að slappa af, hætta að vinna snemma (svona um tvítugt) hallað sér aftur í Lazy bojinn, og hirt styrki á styrki ofan.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 19:15

13 identicon

Ójá, Ómar, ég gelymdi alveg þessu síðasta hjá þér, um ódámana í LÍÚ, sem skv öllum sönnum innlimunarsinnum, eru holdgervingar djöfulsins.

Skuldirnar maður, innan við 2% af heildarskuldum íslenskra fyrirtækja um áramótin 2008/9. Merkileggur andskoti, þar sem fiskiðnaðurinn er ábyrgur fyrir 60% af tekjunum.

Og hverjar skyldu skuldirnar vera núna?

Í kringum 2-300 miljarða smotterí, sem eru nú ekki nema örfá ár í taprekstri þessarar fyrstu hreinu vinstristjórnar Íslands.

En um þetta vita ESB pésar ekkert, enda algerlega tómir þegar kemur að peningamálum, eins og reynslan kennir okkur.

Hilmar (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 19:29

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er nú einmitt þetta sem stendur í íslenskum almenningi - hann trúir því ekki að honum bjóðist Lazy-boy og ríkulegir framfærslustyrkir frá ESB á meðan evrópskir félagar lepja dauðann úr skel og þurfi aðstoð Rauða Krossins.

En Ómar Bjarki veit allt um þetta; látum hann um útskýringarnar.

Kolbrún Hilmars, 15.3.2013 kl. 19:34

15 Smámynd: Rafn Guðmundsson

flott grein en ég myndi skipta Evrópusambandinu út fyrir Ísland

Rafn Guðmundsson, 15.3.2013 kl. 21:35

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hilmar, mikilvægt atriði til að ræða umrætt efni málefnalega, er að gera sér fulla grein fyrir því að allir styrkir sem hægt er að tengja við sjávarútveg útí Evrópu eru ekkert á vegum EU. þetta er framkvæmd á ríkjaleveli. Hefur ekkert að gera með EU heldur hvert ríki sem framkvæmir ýmislegt því viðvíkjandi - að því gefnu að það sé í línu við almenn lög EU ss. ríkisstyrki og samkeppnisleg atriði.

þetta er ekkert svona einfalt eins og andstæðingar ESB hérna halda fram. það segir sig alveg sjálft að ríki eins og Spánn, tugmilljóna ríki með mikla strandlengju - þar er auðvitað ýislegs að gæta varðandi sjávarútveg.

EU setur áherslu á meðalstór og litið fyrirtæki í sjávarúvegi. Styrkirnir mega ekki fara yfir viss mörk o.s.frv. þetta er nefnilega sneddý. þetta í raun styrkir grunninn og grasrótina í dreifbýli.

Eg segi fyrir minn hatt, að eg get ekki annað sé að eini möguleiki landsbyggðar hérna til framtíðar sé aðild að EU og implementun dreifbýliskerfis EU. Dreifbýliskerfi og stefna EU er mjög sniðugt. Það segir auðvitað ekki mikið þó það dreifbýliskerfi EU sé sniðugari en sú íslenska- því Ísland hefur enga heildstæða dreifbýlisstefnu! Sem er alveg ótrúlegt miðað við sem á undan hefur gengið. það er auðvitað hægt að gera ótrúlega margt útá landsbyggðinni þá það sé ekki í sambandi við rollur eða kýr. það hinsvegar þarf bráðnauðsynlega stuðningskerfi til að koma því í gang og þegar upp er staðið er gróði fyrir landið í heild af því. Í EU er það viðurkennd staðreynd að það hagnist samfélögum og svæðum að halda landi sínu sem mestu í byggð. það er ekki viðurlennd staðreynd á Íslandi. þvert á móti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.3.2013 kl. 22:25

17 identicon

Þetta er stórfurðulegur pistill hjá Vinstrivaktinni.

Girðingarmálin eru nefnilega í algjörum óleystri hér á landi og sæta furðu siðaðra þjóða. Menn héldu að svona nokkuð hefði liðið undir lok fyrir meira en 100 árum.

Í ESB-löndum þurfa menn að girða af búfénað sem getur valdið usla í landi annarra. Hér þurfa menn hins vegar að verjast slíkum ágangi með því að girða sig af.

Búfénaðurinn hefur allan rétt meðal annars til gróðureyðingar sem hefur gert landið að miklu leyti að eyðimörk. Þetta er reyndar í samræmi við sérhagsmunagæslu stjórnvalda sem almenningur lætur yfir sig ganga af gömlum vana.

Það er að sjálfsögðu lágmarkskrafa í siðuðum löndum að menn beri ábyrgð á sínum búfénaði og komi í veg fyrir gróðureyðingu af hans völdum. Það verður ekki gert nema með því að girða hann af.

Hvers vegna getum við ekki haft þann háttinn á eins og aðrar þjóðir?

Ásmundur (IP-tala skráð) 15.3.2013 kl. 23:53

18 identicon

Jú Ómar, það er rétt, það er mikilvægt að geta rætt málefnalega. Mikilvægara er samt að vita hvað maður ræðir um.

T.d. fullyrðir þú (málefnalega) að styrkir séu ekki á vegum ESB, heldur einstakra ríkja.

Staðreyndin er hinsvegar sú, að meirihluti styrkja eru einmitt á vegum ESB, ekki einstakra ríkja.

Sem dæmi, þá fékk Spánn 125 miljarða í niðurgreiðslur árið 2009. 61% af þessari upphæð komu frá ESB, The European Fisheries Fund (EEF), the Second Financial Instrument (SFI) og the European Agriculture Fund (EAGF). Restin, 49%, var frá Spáni.

Nú, með réttar upplýsingar í huga, má segja að málefnalega innleggið þitt sé hreint kjaftæði og alls ekki neitt málefnalegt.

Það er svolítið erfitt að átta sig á því hvert þú ert að fara karlinn minn, í málflutningnum, enda algerlega úti á túni í umræðunni. Staðreyndirnar er þær, að á Íslandi er fiskiðnaður ekki niðurgereiddur, heldur þvert á móti, hann er skattlagður umfram aðrar greinar. Í ESB er hinsvegar annar hver fiskur niðurgreiddur 100%.

Ég get ekki betur skilið, en að þér finnist það hið versta mál, að Ísland skuli ekki vera í sömu sporum og ESB, með bullandi óhagstæðan fiskiðnað, niðurgreiddan og fullkomlega óarðbæran.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 02:02

19 identicon

Mundi minn, ég held að það sé leitun að skilningssljórri manneskju. Hvernig þér tókst að komast hjá því að skilja innihald pistilsins er rannsóknarefni í sjálfu sér.

Vissulega krefst það dulítillar greindar að skilja líkingamál, og kannski ósanngjarnt að ætla þér að skilja, en miðað mið hversu duglegur þú ert að ásaka u.þ.b. alla aðra um skort á lestrarskilningi, þá er kannski ekki of mikil tilætlunarsemi að þú myndir ná þessu.

Maður segir eiginlega bara VÁ!!!

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 02:13

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hilmar, eg sagði ,, að allir styrkir sem hægt er að tengja við sjávarútveg útí Evrópu eru ekkert á vegum EU".

Þú staðfestir það með dæminu um Spán. Sirka helmingur frá EU. Hitt frá Spáni.

En með Spán þá benti eg á jafnframt að við erum að tala um tugmilljóna þjóð með þvílíka strandlengju að tveimur höfum og hafandi í huga hvers eðlis styrkir EU eru þá er ekkert óeðlilegt að detta í hug að sennilega geti þetta bara verið mjög eðlilegt og sneddý og henti vel og muni líka henta Íslandi vel og jafnvel enn betur.

það þýðir ekkert að miða bara alltaf allt útfrá hagsmunum LÍÚ. það verður að miða við hagsmuni fólksins.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 02:32

21 identicon

Ómar minn, það er sennilega langt síðan einhver lagði á svo hraðan flótta frá eigin orðum:

"Hilmar, mikilvægt atriði til að ræða umrætt efni málefnalega, er að gera sér fulla grein fyrir því að allir styrkir sem hægt er að tengja við sjávarútveg útí Evrópu eru ekkert á vegum EU. þetta er framkvæmd á ríkjaleveli. Hefur ekkert að gera með EU heldur hvert ríki sem framkvæmir ýmislegt því viðvíkjandi - að því gefnu að það sé í línu við almenn lög EU ss. ríkisstyrki og samkeppnisleg atriði."

Neibb karlinn minn, þú hleypur ekki frá þessu, nokkuð afgerandi þegar þú segr ".. eru ekkert á vegum EU. þetta er framkvæmd á ríkjaleveli"

Hvað lengd strandlengju Spánar og fólksfjöldi kemur niðurgreiðslum við, skil ég ekki. Er einhver gullin regla um strandlengjulengd og fólksfölda vs niðurgreiðslur?

Nú er strandlengja Ísland ekki mikið styttri Spánar, en mun erfiðari, er það þar með orðin réttlæting á niðurgreiðslum?

Eða ertu að segja, að það sé eðlileg afleiðing frá strandlengjumálum Spánverja, að bátur frá Tarragona sigli kringum Spán og Portúgal, til þess að geta veitt í Atlandtshafinu, og bátur frá San Sebastian sigli inn á Miðjarðahaf í sömu erindagjörðum?

Og þetta með fólksfjöldann, hvað hefur fólksfjöldi í Madríd og Sevilla með að gera með fiskveiðar og niðurgreiðslur í Santander og Vigo?

Og af hverju að leita að afsökun fyrir niðurgreiðslum á Íslandi, með tilvísun í lengd strandlengju? Er ekki nóg að segja bara, "skítt með það að við rekum arðbæran og óniðurgreiddan sjávarútveg, við skulum bara gerast aumingjar eins og í ESB, og niðurgreiða þetta, af því að reglur ESB gera það kleyft"?

Furðulegt að nokkur skuli hafa þá skoðun, að arðbær útgerð og fiskvinnsla sé óæskileg. Eiginlega svolítið scary, svo maður sletti.

En besta bíóið er samt þessi ásökun á LÍÚ, að það batterí skuli standa í veginum fyrir niðurgreiðslum. Verður ekki toppað í bráð.

Ertu nokkuð í glasi, Ómar minn?

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 03:02

22 identicon

Hahahaha...

Hilmar, þú ert betri (og þolinmóðari) penni en ég.

Rakst annars á þessa stórgóðu samantekt af ræðum Nigel Farage af þinginu í ESB:

http://www.youtube.com/watch?v=0Tt6SoHxb0Y

Það þarf að ná til kallsins og taka gott og langt viðtal við hann um ESB, sem og Ísland í því samhengi.

Efast samt um að RÚV láti verða af því.

palli (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 07:40

23 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hilmar, það er þetta sem eg talaði um í byrjun. þetta er vandamál við ykkur. Ómálefnalegheitin og ennfremur er þetta barnalegt. Svo skríður ,,palli" út úr holu sinni í restina.

það hve þið eruð ómálefnalegir er auðvitað staðfsting á aðeins einu: Þið vitið vel að þið standið á engum málefnagrunni. Þið vitið það mjög vel. Og þessvegna er málflutningur ykkar einungis áróður og hreinn barnaskapur.

Þið eruð ófær um að ræða málefni málefnalega. Eg hef gert margar tilraunir - alltaf sama útkoman.

Svo er líka sérstakt að Ragnar Arnalds skuli, fyrrverandi ráðherra g seðlbankamaður, skuli vilja standa fyrir svona ómálefnalegheitum og barnaskap. Sem aftur fær mann til að leiða hugan að því, hvaða erindi þessi maður átti í æðstu stöður hérna í landinu í fjöldamörg ár.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 11:04

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. ennfremur er athyglisvert að fá það staðfest að svokölluð ,,vinstri" vakt gegn ESB, skuli vilja gefa LÍÚ frjálsar hendur við að slátra byggðunum allt í kringum landið eftir behag. það má ekkert gera til hefta frelsi þeirra við það.

Jafnframt er ógerningur að fá svokallaða ,,vinstri" vakt gegn ESB til að skilja að stuðningur frá EU tengdum sjávarútvegi er stuðningur við undirstöðurnar. Við grasrótina.

þessi staða sem LÍÚ er búið að koma sér í hérna, þessi stórfyrirtækjastaða, þetta er í raun afar slæm staða sem þeir hafa komið sér í og óskynsamleg til lengri tíma litið. þetta gæti stefnt íslenskum sjávarútveg í voða. það arf ekki að fara lengi um landið til að sjá afleiðingarnar af því að gefa LÍÚ frjálsar hendur eins og sjallar og framsóknarmenn gerðu. þeir hafa víða rústað sjávarbyggðum. Ef Ísland hefði verið aðili að eU - þá hefðu viðkomandi svæði og íbúar þó í minnsta lagi fallið í öryggisnet EU.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 11:14

25 identicon

Já, Ramó, nákvæmlega. Ekki svara Hilmari í málefnalegri umræðu, endurtaktu nokkrar möntrur um hluti sem þú skilur greinilega ekki, og farðu svo í ad hominem.

Það er rosalega málefnalegt!

Hahaha... Ramó, þú ert bara svo vitlaus. Þig vantar einfaldlega greind, og þú ert of vitlaust til að sjá það sjálfur, skiljanlega.

Eftir að hafa horft á Nigel Farage í þessu myndbandi, þá tekur maður eftir að það er sami hrokinn og frekjan í Brussel, sömu áróðurs-möntrurnar, og ESBsinnar á Íslandi beita fyrir sér.

Þetta virðist vera ákveðin gerð af geðbilun. ESB-geðveiki?

palli (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 11:16

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Aftur ps. þetta með strandlengju, fólksfjölda og Spán - punkturinn þar er að augljóslega eru byggðir víða með strandlengu spánar og þá á dáldið annan hátt enn hefðin er á Íslandi.

Einhver heyrt um hnattstöðu? Einhver heyrt um að annað veðursvæði er á Spáni en Íslandi? Einhver heyrt um það??

Hafiði komið til Spánar? Aaa bara beint á sólarströndina og legið þar. Ekkert kynnt ykkur menningu eða staðhætti. Einmitt. það passar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 11:19

27 identicon

Áberandi í Bretlandi er vaxandi óánægja með lítil áhrif Bretlands í ESB, og fleiri og fleiri Bretar vilja endurskoða aðildina. (Greiddu síðast atkvæði um ESBaðild 1975!!, en það var nú ekkert ESB í þá daga, bara innri markaður í raun).

Getið þið rétt ímyndað ykkur hvað áhrif Íslands yrðu hverfandi, ef Bretar (um 65 milljónir) eru að gefast upp á litlum áhrifum í ESB.

En neinei, hlustum á möntrur um "endurheimtingu á fullveldi" og einhverjar álíka "málefnalegar" umræður hjá þessum ESBgeðsjúklingum Íslands.

palli (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 11:21

28 identicon

Ómar minn, eru þetta ekki svolítið yfirdrifin viðbrögð hjá þér, vegna örfárra spurninga?

Þú fullyrðir að niðurgreiðslur til fiskiðnaðar á Spáni sé vegna strandlengju Spánar, og fólksfjölda landsins. Ég bið bara um skýringar á þessu, enda er þess hvergi annars staðar getið að strandlegja Spánar og fólksfjöldi sé ástæða fyrir gríðarlegum niðurgreiðslum. Það er alger óþarfi að fara að berja á Ragnari Arnalds og LÍÚ þó svo að ég fari fram á einhverjar skýringar.

Só, á minn ómálefnalega hátt, spyr ég enn og aftur, hver eru tengslin á milli niðurgreiðslu fiskiðnaðar á Spáni, strandlengju landsins og fólksfjölda?

Við skulum ekkert flækja þetta meira í bili, ágætt að afgreiða þessar einföldu fullyrðingar þínar áður en lengra er haldið.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 12:28

29 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nei. þetta er rangt. Eg ,,fullyrti" aldrei að eitthvað væri ,,vegna strandlengju og fólksfjölda".

Eg benti einfaldlega á að það er að mörgu að hyggja varðandi Spán og sjávarútveg.

það er ekki hægt að taka Spán og stilla Íslandi upp sem algjörlega sambærilegu. það er bara himinn og haf á milli einhverra 300.000 á eyju norður undir heimskautsbaug og Spánar nærri miðbaug með risa strandlengju að tveimur höfum. Spánn á líka miklu, miklu lengri og dýpri sögu í sjávarútvegi heldur Ísland. Íslendingum var í raun bannað að fara á sjó í gegnum aldirnar.

Punkturinn var þessi. Að það þyrfti að skoða mál miklu betur heldur en einfeldingsleg frasa umræða andstæðinga ESB vill helst halda allri umræðu í.

Jafnframt verð eg að viðurkenna að eg eiginlega átta mig ekki á hvert aðalatriðið er hjá þér í sambandi við styrkveitingar til sjávarútvegs á Spáni og tegsl þess við væntanlega aðild Íslands að EU. Eg er ekki að sjá vandamálið við það að styrkja dreifðar byggðir landsins til að halda byggðunum við og byggja upp starfsemi.

þar liggur sennilega megin ágreiningsmunur mín og svokallaðrar ,,vinstri" vaktar gegn ESB. Eg við styrkja dreifðar byggðir en svokölluð ,,vinstri" vakt gegn ESB vill rústa þeim og gefa LÍÚ frjálsar hendur því viðvíkjandi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 14:06

30 Smámynd: Elle_

Nú, fyrir utan það að erfitt er að skilja hvað Ómar er að fara, kastast hann líka um holt og móa í þversögnum, eins og vanalega.  Hann síendurtekur hversu bráðnauðslynlegt sé fyrir dreifbýlið að Ísland gangist undir hið brusselska dreifbýlisstyrkjakerfi. 

Samt kallar hann styrkina óviðkomandi Brussel og bara frá ríkjunum sjálfum, þegar hann skilur að efnið í linkunum sem honum var vísað í, passaði ekki við fullyrðingar hans.  Í no 9: Eg sé ekkert óskaplegt eða merkilegt í þessu eða eitthvað sem er sérstaklega relevant fyrir efnið.  Og í no. 16 segir hann: - - mikilvægt atriði til að ræða umrætt efni málefnalega, er að gera sér fulla grein fyrir því að allir styrkir sem hægt er að tengja við sjávarútveg útí Evrópu eru ekkert á vegum EU. þetta er framkvæmd á ríkjaleveli. Hefur ekkert að gera með EU heldur hvert ríki sem framkvæmir ýmislegt því viðvíkjandi - að því gefnu að það sé í línu við almenn lög EU ss. ríkisstyrki og samkeppnisleg atriði.

það eru sum ríki sem styrkja sjávarútveg. Hefur ekkert að gera með EU sérstaklega. Það eru margir íslendingar sem virðast ekki átta sig á að EU er samband margra ríkja. Viðkomandi ríki hafa ýmsa stefnur og leiðir varðandi það sem þau gera innan sínna svæða.

Og Ómar segir ekki orð um að auðvitað geti Ísland sjálft verið með hvaða dreifbýlisstyrkjakerfi sem það kýs og vill.  Þó það nú væri að við færum ekki að gefa stjórn landsins undir erlent vald fyrir skammarlega styrki frá fátækari þjóðum.  Styrki sem við sjálf mundum samt borga fyrir úr íslenska ríkiskassanum og langt umfram það.  Það heyrist ekki mjálm í Ómari um það.

Í no. 11 segir hann: Eins og eg sagði í byrjun, þá er ekki rétt að segja að styrkir varðandi sjávarútvegsbyggðir séu = niðurgreiddur fiskiðnaður.

þetta mál er miklu flóknara. Fólk ætti líka að hafa í huga til að öðast skilning á efninu - að ríkisstyrkur er bannaður í EU sko. Til að skekkja ekki samkeppni.

Æ, já, maðurinn sem barðist manna mest fyrir ríkisábyrgð á ICESAVE.  Og var bent á það allan tímann að ekki væri bara engin ríkisábyrgð á ICESAVE, heldur mætti ekki vera ríkisábyrgð: - - kisstyrkur er bannaður í EU sko. Til að skekkja ekki samkeppni.  Núna fyrst 'skríður hann úr holunni sinni' og játar það.  

Og ég skil ekki alveg hvað það bætir fyrir okkur að fara til Spánar (no. 26) og liggja í sólinni þar.  Get samt frætt Ómar að ég fór á strandlengju Spánar.  Og langar ekkert aftur þangað og finn enga þörf fyrir að fara og mæla strandlengjuna þar svo ég geti rætt 'málefnalega' við hann.

Elle_, 16.3.2013 kl. 14:11

31 identicon

Það er farið að myndast ákveðið mynstur í þessu hjá þér Ómar minn, þegar þú ert rukkaður um rök, þú meinaðir þú ekkert með því sem þú sagðir. Eftir heilmiklar umræður um strandlengjur, fólksfjölda og þekkingarleysi annarra á Spáni, skiptir ekkert af þessu máli, og þú meintir ekkert með þessu.

En ókey, við skulum sleppa þér við frekari umræðu um strandlengju og fólksfjölda, fyrst það skiptir engu máli lengur, og ræða það síðasta hjá þér, byggðastyrki. Er einhver ástæða til að styrkja Ólafsvík, Bolungarvík, Dalvík, Húsavík, Eskifjörð, Höfn, Vestmannaeyjar, svo örfá pláss séu nefnd, þar sem fiskvinnsla er rekin með hagnaði, atvinnuleysi nánast óþekkt og fólk sátt við sitt (fyrir utan afskipti vinstri stjórnarinnar)?

Og ef ESB er að styrkja sjávarútveg vegna dreifbýlis, þá hlýtur það sama að ganga yfir Spán, enda eru þið innlimunarsinnar uppteknir af samræmdum reglum í ESB. Borgin Vigo hlýtur því að vera ákaflega afskekkt, því þar eru stærstu og mestu styrkirnir. Reyndar er Vigo stærsta fiskihöfn í heimi, þannig að nánari útskýring frá þér um hvað er afskekkt og hvað þarfnast byggðastyrkja, væri vel þegin.

Reyndar er rétt að taka það fram, að Vigo er miðstöð glæpastarfsemi í fiskiðnaði, þar sem helsti mafíuforinginn, Vidal Pego, er staðsettur. Fyrirtæki Pegos njóta umfangsmikilla styrkja frá ESB, þrátt fyrir að vera umfangsmikill fiskiþjófur og smyglari.

Kemur Íslendingum ekki við, þegar ESB verðlaunar glæpamenn?

Ef þú svarar, þá væri vel þegið að þú gerðir það "málefnalega" og létir Ragnar Arnalds og LÍÚ vera.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 14:38

32 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er sem eg segi, að ómálefnalegheit svokallaðrar ,,vinstri" vaktar gegn ESB er alveg óskapleg og nefndir aðilar virðast ófærir um slíkt. þetta er í raun óumdeilt.

En þar fyrir utan er auðvitað eftirtektarvert að sjá svokallaða ,,vinstri" vakt gegn ESB ráðast að landsbyggðinni og bókstaflega heimta að LÍÚ fái frjálsar hendur við rústalagningu þar á eftir behag.

Jafnframt missa þeir sig í kjánaþjóðrembingsofstæki og öfgahægriofstopa þegar bara rétt er minnst á að aðild að EU muni innifela öryggisnet EU fyrir hinar dreifðu byggðir gegn ásælni og rányrkju LÍÚ.

þetta ber að nótera vel hjá sér. Hvað segir Jón af Hólunum um þetta?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 16:27

33 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps., að það sýnir vel ómálefnalegheiti og ófærleika vokallaðrar ,,vinstri" vaktar gegn ESB, að þeir hafa ekki enn getað fallist á að stuðningur við sjávarútveg í Evrópu er ekkert bundin við styrk frá EU. þetta er líka gert á ríkjaleveli sko.

þegar maður segir ofannefnt - þá ættu nú flestir yfir 5 ára að skilja að þar með er ekki sagt = að engir styrkir komi frá EU.

það að geta ekki hugsað eða talað um efni í þessu tvíhliða formi - það er bara merki um ómálefnalegheit. Og stimpill vv á ómálefnalegheitum.

Málið er þetta, að styrkir og/eða aðstoð tengd sjávarútvegi er flókið mál. það má alveg deila um hvað skuli taka þar inní og hvað ekki.

Jafnframt segir alveg sjálft að ríki eins og spánn með huge strandlengju að tveimur höfum staðsett rétt um miðbaug að styrkir tengdir sjávarútvegsstarfsemi eru ekkert einfalt mál.

En auðvitað þurfti svokölluð ,,vinstri" vakt endilega að gera sig að fífli með því opinbera í fyrsta lagi vanþekkingu sína í öðru lagi ómálefnalegheit og í þriðja lagi útlendingafordóma sína og kjánaþjóðrembing.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 16:36

34 Smámynd: Elle_

Ekki ætlast Ómar ESB-rembingur og öfgamaður til að hugsandi fólk ansi þessum ofstopa og ofstæki?  Ekkert alvöru svar við neinu sem hann var spurður um.  Og svo þessar rökþrota öfgar, beint úr moldarkofanum. 

Samt ætlast sumir til að við ræðum málefnalega við ykkur, meðan við verjum okkur gegn andlegu ofbeldi, lygum og ólýðræðislegri ofbeldisumsókn sem við erum ekkert skyldug að vera að ræða og ætti að stoppa, með góðu eða illu.  Við getum ekki losnað við ykkur með rökum.

Elle_, 16.3.2013 kl. 17:02

35 identicon

Þvæla, þrugl, rugl, bull, della, kjaftæði, vitleysa.

Jamm, þú settir met Ómar minn. Í sögu bloggsins hefur ekki verið gerð önnur eins tilraun til þess að forðast umræðuefnið, eigin orð og alvarlegar spurningar.

Og aldrei hefur nokkur maður orðið jafn átakanlega gjaldþrota í umræðunni.

Til hamingju, þér hefur tekist að forðast að svara hverri einustu spurningu sem að þér er beint, komist hjá því að bakka upp hverja einustu fullyrðingu sem þú hefur látið frá þér fara og hafa haft rangt fyrir þér í öllu.

Þér hefur tekist að gera strandlengju Spánar að aðalatriði í styrkjamálum, til þess að draga það til baka að strandlengja Spánar skipti máli í styrkjum og yfir í að strandlengja Spánar skipti máli í styrkjakerfinu. Þér hefur því ekki barasta tekist að skipta um skoðun á málefninu einu sinni, heldur tvisvar, á sama blogginu.

Þér hefur líka tekist að komast að þeirri niðurstöðu að það sé skandall að Ísland skuli ekki niðurgreiða fiskiðnað á Íslandi, og reka eina arðbæra og styrkjalausa fiskiðnaðinn í Evrópu. Þér hefur meira að segja tekist að komast að þeirri niðurstöðu að LÍÚ sé óalandi og óferjandi fyrir þetta styklausa kerfi.

Þér tókst líka að kenna Vinstri vaktinni um að ég skuli hafa farið illa með þig.

Til hamingju Ómar, þetta verður seint jafnað.

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 17:29

36 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Haha ég svældi refina útúr greninu. Ómálefnalegheit og rökþrot svokallaðrar ,,vinstri" vaktar gegn ESB algjört og augljós. það sem eg hef sýnt fram á er aðallega þrennt:

1. Opinbera vanþekkingu svokallaðrar ,,vinstri" vaktar gegn ESB.

2. Sýnt fram á ómálefnalegheit svokallaðrar ,,vinstri" vaktar gegn ESB.

3. sýnt fram á útlendingafordóm og kjánaþjóðrembing svokallaðrar ,,vinstri" vaktar gegn ESB.

Þetta allt hef eg gert léttilega á einum sólahring. þau eru misjöfn sólahringsverkin.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.3.2013 kl. 18:27

37 identicon

Við getum allavega hætt að leita, Baghdad Bob er fundinn.

"My feelings - as usual - we will slaughter them all"

Hilmar (IP-tala skráð) 16.3.2013 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband