Stærstu aðildarsamtök norska Alþýðusambandsins, Fagforbundet, krefjast þess að EES samningnum verði sagt upp, hvað varðar vinnumarkað, þar eð hann grafi undan kjörum launafólks. Erlendir verktakar undirbjóði innlenda með vinnuafli sem fær laun langt undir umsömdum töxtum.
Bakgrunnur þessa máls er svonefndur Laval-dómur sem ESB-dómstóllinn kvað upp árið 2004. Laval er lettneskur verktaki sem bauð lægst í framkvæmdir við skóla í Vaxholm í Svíþjóð. Sænsk verklýðshreyfing krafðist þess að Laval greiddi starfsmönnum laun í samræmi við sænska kjarasamninga og hóf aðgerðir gegn fyrirtækinu þegar það hafnaði kröfunni. Laval fór þá með málið til ESB-dómstólsins sem úrskurðaði að samkvæmt regluverki ESB væru aðgerðir sænsku verklýðshreyfingarinnar ólöglegar og dæmdi samtök launamanna til að greiða þrjár milljónir sænskra króna til Laval í skaðabætur.
S.l. mánudag gerðust síðan þau stórtíðindi í þessu máli að sérfræðinganefnd ILO, Alþjóðavinnumálasambands SÞ, komst að þeirri niðurstöðu að úrskurður Evrópudómsstólsins í Laval-málinu væri ólöglegur. Þessi tíðindi eru því mikill sigur fyrir verklýðshreyfinguna í Skandinavíu í baráttunni gegn félagslegum undirboðum (sosial dumping).
Fællesforbundet í Noregi beinir spjótum sínum sérstaklega að ákvæðum EES-samningsins um vinnumarkað, þar eð samningurinn skuldbindur Noreg (og Ísland) til að veita EES-reglum forgang umfram norsk lög. En nú fullyrðir formaður Fællesforbundet, Arve Bakke, að sáttmálar ILO sem Noregur á aðild að gangi framar ákvæðum EES-samningsins.
Páll H. Hannesson, sem lengi vann að kjaramálum BSRB og starfar nú í Noregi,vakti athygli á þessum tíðindum í seinustu viku á feisbókarsíðunni Evrópusella VG Ísland utan ESB. Páll spyr: Hvar eru kröfur ASÍ, BSRB eða VG í þessum málum? Það er sannarlega tímabær spurning.
Nánari upplýsingar um þetta mál er að finna á norsku vefsíðunni:
http://www.abcnyheter.no/nyheter/2013/02/27/fn-eu-juss-bryter-med-fagforeningers-rettigheter
Páll Hannesson vakti einnig athygli á því fyrir nokkrum dögum að samevrópskar aðgerðir gegn frjálshyggjubandalagi ESB eru fyrirhugaðar í Brussel eftir rúma viku, þ.e. 14. mars n.k. undir heitinu: Action days for a European spring www.youtube.com
Video on the days of action during the EU spring summit in March 2013.
http://www.youtube.com/watch?v=nxltnDLasBE&feature=youtu.be
- RA
Athugasemdir
þetta er rangt. Laval dómurinn var ekkert um þetta.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.3.2013 kl. 16:41
Er Vinstrivaktin að mælast til að Ísland segi upp EES-samningnum?
Innan ESB getum við beitt okkur fyrir breytingum. Utan þess í EES höfum við engin áhrif á slíkar tilskipanir.
ESB-aðild mun því bæta stöðu okkar hvað þetta varðar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 5.3.2013 kl. 11:00
"A Latvian company, Laval Un Partneri Ltd won a contract from the Swedish government to renovate schools. Laval Ltd posted Latvian workers to Sweden to work on site. These workers earned much less than comparable Swedish workers. The Swedish Building Workers' Union (Svenska Byggnadsarbetareforbundet) asked Laval Ltd to sign its collective agreement. This collective agreement would have been more favourable than the terms required to protect posted workers under the Posted Workers Directive, and also contained a clause for setting pay that would not allow Laval Ltd to determine in advance what the pay would be. Laval Ltd refused to sign the collective agreement. The Swedish Builders Union, supported by the Electricians Union called a strike to blockade Laval Ltd's building sites. As a result, Laval Ltd could not do business in Sweden. It claimed that the blockade infringed its right to free movement of services under TEC article 49 (now TFEU article 56). The Swedish court referred the matter to the ECJ."
Þú hefur rangt fyrir þér Ómar Bjarki, í megindráttum er þetta rétt hjá vinstri vaktinni.
Charles Geir Marinó Stout, 5.3.2013 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.