Það er engin leið út...
2.3.2013 | 11:56
Árum saman hafa ESB sinnar hér á landi haldið því fram af ákefð og sannfæringakrafti að ESB sé klúbbur sem hægt er að ganga í og ganga úr eins og ekkert sé. Hér gildi bara lýðræðið. Ef meirihlutinn vilji ganga í ESB eigi að gera það og þegar meirihlutinn vilji ganga úr ESB verði það sömuleiðis gert.
Þeir hafa líka haldið því fram að hægt sé að ganga í ríkjasamband þetta án þess að afsala fullveldi og að við inngöngu Íslands við ESB verði Evrópusambandið klæðskerasaumað að Íslandi. Aðild að því fylgi fríðindi mikil og stjórnviska auk þess sem Íslendingar verði í hávegum hafðir í háborg skrifræðis og valds hinnar gömlu álfu.
Nú eru vomur á Bretum og þeir láta sér detta í hug að ganga úr ESB. Meirihluti kjósenda þar er orðinn verulega andsnúinn stórríkinu handan Ermasunds. Þessi afstaða almennings truflar ekki kommisarana í Brussel. En sú ósvinna að breskir stjórnmálamenn skuli láta sér detta í hug að taka mark á almenningi og ætli að efna til þjóðaratkvæðis um aðildina er tilefni mikillar skammarræðu sem Van Rompuy forseti ESB flutti í London á fimmtudag.
Forseti leiðtogaráðs ESB sagði að það væri vissulega löglegt að ganga út en bætti svo við að það óttaðist enginn að Bretar gerðu alvöru úr. Sú leið væri einfaldlega svo dýr og með slíkum hindrunum að hana kæmist enginn. Það kostaði mikla peninga og sjónarmið ríkis sem ætlaði út myndi engum skilningi mæta. Bretar yrðu að semja um aðskilnað sinn og ef marka má ræðu Rompuy þá er þar um að ræða samninga við óvinveitt stórríki sem telur sig hafa allskostar við breska heimsveldið. Það er svosem ekkert nýtt að stjórnmálamenn í vörn séu kokhraustir en ef einhverjum dettur í hug eftir þessa ræðu að Ísland geti gengið úr og í ESB eins og Lionsklúbb þá er það er það misskilningur.
Okkur er nær að hugleiða hversu langt óhætt er að ganga í þeirri aðlögunarleið að sambandinu sem nú er í gangi hjá Steingrími og Össuri áður en ESB lokar bakaleiðinni.
Eins og áður hefur verið minnst á í umræðunni eru reglur ESB vegna úrsagnar mjög flóknar ( TEU Article 50 í Lissabon sáttmála) . Úrsögnin tekur að minnsta kosti tvö ár og fæst ekki endanlega staðfest nema með meirihlutasamþykki ríkja ESB. Á tveggja ára biðtímanum hafa ESB ríkin nánast frelsi til strandhögga í hagsmuni hins óþekka úrsagnarríkis. Það er því enginn furða þó leiðtogi ESB sé kokhraustur. Ræðu Rompuys (sem sjá má með því að smella á tenglana hér að neðan) er hægt að stytta í eina málsgrein: Já, komiði bara ef þið þorið, þetta er allt löglegt hjá ykkur - en það er óvart engin leið út!!!
http://www.euractiv.com/uk-europe/van-rompuy-cameron-exit-clause-news-518163
http://m.mbl.is/frettir/erlent/2013/02/28/ekki_einfalt_ad_ganga_ur_esb/
Ekki einfalt að ganga úr ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hin óafturkallanlega ESB aðild sem pistillinn fjallar um, ætti að gera öllum ljóst fullveldistapið sem aðildin felur í sér.
Rompuy er ekkert að skafa utan af því - og hefur þar með eyðilagt helstu áróðurskenningu íslenskra ESB sinna og gert hana að örgustu öfugmælum:
Að fullveldi Íslands aukist við aðild!
Kolbrún Hilmars, 2.3.2013 kl. 13:03
Enda æðstupredikarar ærandi hljóðir. Geta lítið sagt núna nema fávitar og rugludallar etc. meðan þeir eru að gá hjá Eiríki og Þorvaldi hvað þeir ættu að skálda næst.
Elle_, 2.3.2013 kl. 15:22
Þessi bloggfærsla hérna eins og allar aðar bloggfærslur sem hérna eru er haugalygi.
Ríki getur ef það vill gengið úr Evrópusambandinu. Hvort sem að samið er um slíkt eða ekki. Aftur á móti verður kostnaðurinn við slíkt mikill. Þar sem að viðkomandi ríki tapar aðgangi að innri markaði og fer aftur til þeirra samninga sem voru í gildi áður en til aðildar kom. Ef einhverjir samningar eru til staðar til að byrja með.
Jón Frímann Jónsson, 2.3.2013 kl. 16:25
Ríki getur ekki bara gengið út ef það vill. Spánverjar og önnur heimsveldi þarna færu nú ekki að samþykkja að missa fiskveiðisvæðin okkar.
Og þessi markaður ykkar 8% svæðis heims, skiptir bara engu máli í samhenginu fyrir fullvalda ríki, sem bæði er með og getur gert milliríkjasamninga sjálft.
Elle_, 2.3.2013 kl. 17:02
Jón Frímann, ekki ráðast á sendiboðann. Hlustaðu a.m.k. fyrst á boðskap æðsta boðbera herra þíns, sem heitir Rumpoy. Þá fyrst geturðu dæmt um hver "haugalýgur".
Kolbrún Hilmars, 2.3.2013 kl. 17:42
Hér er hlekkur á reiknilíkan, sem er vistað á opinberri danskri upplýsingasíðu, og sem er notað í ESB, hvað varðar atkvæðagreiðslur skv. QMV (qualified majority voting, aukinn meirihluti, kvalificeret flertal).
http://www.euo.dk/flashberegner/beregner.html
og hér eru skýringar með hvað QVM inniber:
http://www.eu-oplysningen.dk/spsv/off/alle/117_44/
Atkvæðagreiðsla skv. QMV er notað í flestum ákvörðunum ráðherraráðsins og úrsögn ríkis úr ESB myndi verða ákveðin skv. þessu kerfi, þar eð úrsögn verður að lúta samþykki hinna aðildarríkjanna á formi aukins meirihluta.
QMV virkar á þannig:
Annars vegar þarf aukinn meirihluta til að samþykkja nýja reglugerð eða frumvarp. Þannig aukinn meirihluti þarf þrennt, ákveðinn meirihluta ríkja, ákveðinn meirihluta íbúa bak við samþykkjandi ríki og ákveðinn fjölda atkvæða, sem er mjög misskipt milli ríkjanna.
Hins vegar þarf aðeins ákveðinn fjölda ríkja með einu af ofangreindum þrennum skilyrðum, en að sjálfsögðu með öðru vægi til að stöðva frumvarp (blokerende mindretal). Þetta er líka tekið með í reiknilíkaninu.
Ég gerði það núna áðan að líkja eftir atkvæðagreiðslu um úrsögn Bretlands úr ESB. Til að hafa það ekki allt of svart, þá lét ég aðeins 4 stofnríki EBE (Þýzkaland, Frakkland, Belgíu og Ítalíu) kjósa gegn úrsögninni, en öll hin ríkin vera fylgjandi (í raun væru fleiri ríki andsnúin). Þetta var ekki nóg til þess að umsókn Breta um úrsögn eða ákvæði þar um yrðu samþykkt, því að aðeins eitt skilyrði (fjöldi ríkja) af þremur var uppfyllt.
Þetta sýnir, að það þarf aðeins þrjú af stærstu ríkjum sambandsins að koma í veg fyrir samþykkt.
Ég hvet alla sem áhuga hafa að prófa þetta reiknilíkan, sem sparar mikla vinnu við útreikning. Þótt hvorki Ísland né Króatía séu með, þá er samt hægt að sjá hversu vonlaust það yrði fyrir t.d. Íslendinga að fá að sitja einir um fiskveiðar á Íslandsmiðum.
Ég vil þó taka það fram, að í augnablikinu virðast útreikningar því miður á stöðvandi minnihluta ekki virka, a.m.k. á minni tölvu, en hefur gert það áður og mun vera tímabundin bilun.
Pétur (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 19:17
Ísland er svo lítið land að það verður engum vandkvæðum bundið að hætta í ESB ef við óskum þess.
Við munum halda náttúruauðlindum okkar eftir inngöngu í ESB. Og reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur einokun á aflaheimildum í 200 mílna landhelgi. Síðan fáum við sérlausnir vegna sérstöðu okkar eins og hefð er fyrir.
Engum hagsmunum verður því fórnað með aðild. Við þurfum eingöngu að lúta sameiginlegum lögum og reglum ESB á því sviði sem þær ná yfir og eftirliti með að þeim sé framfylgt.
Í því er mikill fengur vegna þess að íslensk löggjöf er mjög gölluð og auk þess oft úrelt. Hún veitir því svigrúm til ýmis konar spillingar sem enginn kæmist upp með í ESB.
Eftir að hafa notið evru og þess stöðugleika sem hún veitir með meiri samkeppnishæfni, lægri vöxtum og lægra verðlagi, dettur engum heilvita manni í hug að yfirgefa ESB.
Cameron lítur á það sem fullveldisframsal Breta ef EES-samningur kemur í staðinn fyrir ESB-aðild.
Hann orðaði það þannig að þá yrði Bretlandi stjórnað með faxskeytum frá Brussel. Það er þó ekki sjálfgefið að Bretum bjóðist EES-samningur ef þeir yfirgefa ESB.
Össur upplýsti nýlega, sem lengi hefur verið vitað, að Bretar eru orðnir þreyttir á EES-samningnum. Þeir eru enn þreyttari á tvíhliða samningi við Svisslendinga.
Það má því búast við að hvorki Bretar né aðrar þjóðir geti fengið EES-samning og að tvíhliða samningar verði einungis gerðir við þjóðir utan Evrópu.
Þegar Bretar hafa verið upplýstir um afleiðingar þess að ganga úr ESB munu þeir að miklum meirihluta kjósa að vera þar áfram. Heimsveldisnostalgía þvælist fyrir Bretum og skýrir að miklu leyti andúðina á ESB.
Að Bretar gangi úr ESB er næstum jafngalið og að Ísland verði eitt á báti með ónýta krónu.
Ásmundur (IP-tala skráð) 2.3.2013 kl. 23:56
Pétri ætlar seint að skiljast að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur einokun á aflaheimildum í íslenskri landhelgi.
Þessi regla hefur gilt í 30 ár og nú eru engar líkur taldar á að henni verði breytt sérstaklega ekki gagnvart okkur sem erum með staðbundna stofna og landhelgi úr tengslum við landhelgi ESB-landa.
Auk þess ber ESB alltaf að taka tillit til mikilvægra hagsmuna einstakra aðildarríkja. Það væri því algjörlega fráleitt ef við fengjum ekki að njóta þessarar reglu sem aðrar þjóðir hafa notið í 30 ár.Ásmundur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 00:46
Vissulega er engin leið út. En það skiptir okkur engu máli lengur, þar sem við erum bara alls ekki á leið inn í þetta andlýðræðisbandalag.
Þess utan þá er það smám saman að leysast upp. Kjósendur í einstökum ríkjum eru að átta sig á, að ESB mútumafían hefur tök á hefðbundnu flokkunum, og að lýðræðinu sé hætta búin og ákvarðanatakan sé öll að færast í hendur á hættulegu fólki eins og umboðslausu fjórmenningarklíku Rompuy, Barroso, Draghi og Junker.
Eins og ég sagði, við þurfum ekkert að óttast, landsölufólkið á Íslandi hefur tapað, lygarnar verið afhjúpaðar og allar líkur á að áróðursdeild ESB verði skipað að hafa sig á brott frá Íslandi, eftir næstu kosningar. Næsta verkefni er svo að sjálfsögðu að rannsaka framgöngu einstakra ríkisstarfsmanna sem hafa misnotað aðstöðu sína, og kanna það hvort þeir hafi þegið mútur.
Evrópumenn þurfa að fara lengri leiðina, þeir þurfa meira og minna að skipta út gjörspilltri stjórnmálaelítu sem liggur á beit í skattfé Evrópumanna.
Beppe Grillo og UKIP eru leiðarstjörnur, og þar liggur lykillinn að upplausn ESB. Þá fyrst getur Evrópa farið að blómstra.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 02:14
Hárrétt sem Jón Frímann bendir á.
það er alveg einkennilegt og alvarlega umhugsunarvert hve þessi blogg og síður sem haldið er úti og helga sig andúð á Evrópu og ESB - hve þær eru ómálefnalegar. Og hve margir geta fengið sig til að taka undir ómálefnalegheitin.
Eg mundi segja að þetta væri viðvörunarbjöllur. Bara fyrir Ísland.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2013 kl. 02:23
"Össur upplýsti nýlega, sem lengi hefur verið vitað, að Bretar eru orðnir þreyttir á EES-samningnum. Þeir eru enn þreyttari á tvíhliða samningi við Svisslendinga."
Ég held frekar, að Bretar séu orðnir þreyttir á ESB-aðildinni. Og ég vissi ekki að Bretar væru með einhvern sér tvíhliða samning við Sviss.
"Pétri ætlar seint að skiljast að reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur einokun á aflaheimildum í íslenskri landhelgi."
Þú heldur áfram að endurtaka þessa þvælu. Heldurðu, að lygin verði sannleikur af því að endurtaka hana? Reglan um hlutfallslegan tryggir þeim þjóðum ESB, sem einhvern tíma hafa veitt þær fisktegundir sem einnig eru á Íslandsmiðum, óhindraðan aðgang að Íslandsmiðum. Einmitt til að tryggja þeim hlutfallslegan stöðugleika. Hvenær ætlarðu að skilja Þetta, Ásmundur?
Ómar Bjarki vill augsýnilega ekki að það sé skoðanafrelsi hér á blogginu. Hann vill banna ESB-andstæðingum að tjá sig. En það er allt í lagi að stunda ESB-áróður með bloggsíðum "Evrópu"samtakanna og "Já Ísland"?
Eplið fellur ekki langt frá eikinni. Tjáningafrelsi er heldur ekki í miklu uppáhaldi í Bruxelles.
Pétur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 09:57
Pétur á greinilega í miklum vandræðum með lesskilninginn. Ég hef hvergi sagt að Bretar séu með tvíhliða samning við ESB. Ég á augljóslega við að þeir geta hvorki treyst því að fá aðild að EES-samningnum né tvíhliða samning, segi þeir sig úr ESB.
Kannski er það þessi afleiti lesskilningur sem veldur því að enn er Pétur á því að þjóðir sem veiddu innan 200 mílna landhelgi Íslands fyrir þrem til fjórum áratugum muni fá þar aflaheimildir eftir inngöngu Íslands í ESB.
Hér fyrir neðan er sönnun þess að þetta er rangt enda væri slík ráðstöfun fráleit. Þetta hefur verið birt hér áður ásamt mörgum öðrum sönnunum án þess að Pétur hafi náð því.
Alþingi
EVRÓPUVEFURINN:
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika (e. principle of relative stability) er ein af grundvallarreglum sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB (e. Common Fisheries Policy). Henni er beitt við útdeilingu veiðiheimilda til aðildarríkja eftir að ákvarðanir um leyfilegan heildarafla hafa verið teknar í landbúnaðar- og sjávarútvegsráðinu.
Reglan byggist á því að hvert ríki fái úthlutað sama hlutfalli í leyfilegum heildarafla frá ári til árs. Hlutfall hvers ríkis grundvallast á veiðireynslu þess á tilteknum stofni eða miðum. Í reglunni er jafnframt tekið tillit til þeirra svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Þegar reglan tók fyrst gildi árið 1983 nr. 170/1983 var litið til þeirrar veiðireynslu sem fiskiskip aðildarríkjanna höfðu aflað sér á árunum 1973-1978. Þegar ný aðildarríki hafa gengið í sambandið hefur verið litið til veiðireynslu þeirra árin fyrir inngönguna í sambandið.
http://evropuvefur.is/svar.php?id=62250
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 11:19
Merkilegt Mundi minn, þú verður þroskaheftari eftir því sem tíminn líður. Stórskrýtið, og í fullkominni andstöðu við þróunarkenninguna.
Nú varðandi Össur og fullyrðingar hans um Breta, þá er ljóst að kampavínið fer ekkert sérlega vel í hann. Bretar eru uppgefnir á ESB, EES hefur ekkert verið að angra þá.
Líklega byrja þeir á að semja við EFTA ríkin um fríverslun, um leið og þeir hafa kastað ESB út í hafsauga.
Og ruglið um "reglu um hlutfallslegan stöðugleika" er sennilega mesta krappið af öllu því krappi sem illa greint aðlögunarfólk dælir yfir okkur. Þessi rugl"regla" hefur ekkert vægi, og er algerlega tilgangslaus, enda eru markmið hennar margbrotin á hverju ári. Nú síðat þegar Spánverjum var sparkað út úr marrakóskri lögsögu, og ESB úthlutaði Spánverjum aukakvóta af lýsingi og ansjósum, tegundum sem þegar eru ofveidddar í ESB, og þvert á alla samninga um útdeilingu kvóta.
Þess utan hefur þessi "regla" ekkert með það hvar fiskur er veiddur. Lögsaga ESB nær að 12 mílum og sumstaðar 6 mílum. Ekkert er í veginum fyrir því að ESB samþykki að taka yfir allar lögsögur, upp að landi. Spænskir togarar geta því komið hingað, og veitt á bestu togslóðum Íslands.
En þar sem þú ert þroskaheftur, þá bara nærðu því ekki, að þessar lygar þínar eru barnalegar og enginn trúir þeim. Nema kannski mr. Freemann í Danmörku. Það er nú allur trúverðugleikinn, Mundi minn.
Hilmar (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 12:05
"Og reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur einokun á aflaheimildum í 200 mílna landhelgi." - Röng fullyrðing.
Hið rétta er:
Eggert Sigurbergsson, 3.3.2013 kl. 12:14
þetta er rangt. þegar talað er um þetta ákv. efni þá verður að hugsa samtímis: Hlutfallslegur stöðugleiki og veiðireynsla á ákveðnum svæðum.
þetta efni þarf ekkert að ræða. þetta liggur fyrir og hefur gert langa, langa lengi.
það mun ekkert breytast þessu viðvíkjandi við aðild að ESB.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2013 kl. 12:35
"Pétur á greinilega í miklum vandræðum með lesskilninginn. Ég hef hvergi sagt að Bretar séu með tvíhliða samning við ESB."
Ásmundur: Það ert þú sem átt í vandræðum með að skilja það sem þú skrifar sjálfur. Í athugasemd #7 skrifarðu orðrétt:
"Össur upplýsti nýlega, sem lengi hefur verið vitað, að Bretar eru orðnir þreyttir á EES-samningnum. Þeir eru enn þreyttari á tvíhliða samningi við Svisslendinga." án þess að gera athugasemdir við það orðalag. Þar með gerirðu orð Össurar að þínum, þar sem segir skýrum orðum að Bretar séu með tvíhliða samning við Sviss. Sem er þvæla.
Bloggarar, sem eru meiri menn þú, hefðu viðurkennt að það sem þeir skrifuðu hafi verið innsláttarvilla og þú hafir átt við ESB þegar þú skrifaðir Bretar og afsakað það. En ekki þú, því að þú ert lítilmenni. Í staðinn fyrir að viðurkenna að þú gerir villur, snýrðu bara út úr. Og það hefurðu verið að gera allan tímann á síðum Vinstrivaktarinnar. Lygar - hæpnar fullyrðingar - útúrsnúningar - þvættingur, en ekki endilega í þessari röð.
Síðan þegar þú kemst í mótsögn við sjálfan þig, þá ferðu bara aftur að röfla úr þveröfugri átt. Ef þú værir stjórnmálamaður í viðtali, þá yrðirðu kveðinn í kútinn eftir 5 mínútur. Sem embættismaður þarftu sem betur fer ekki að rökræða við neinn í fjölmiðlum, en mig hryllir við að vita til þess að í stjórnsýslunni séu starfsmenn eins og þú, sem eiga sér enga rökhugsun, sem láta sannleikann lönd og leið í skiptum fyrir mútugreiðslur frá ESB.
Engin furða þótt stjórnsýslan sé í molum.
Pétur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 14:23
Öfugt við Pétur skilur Eggert út á hvað reglan um hlutfallslegan stöðugleika gengur. Hann óttast hins vegar að reglan haldi ekki til lengdar vegna þess að það sé hugsanlegt að henni verði einhvern tímann breytt.
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur gilt i þrjátíu ár. Líkur á að henni verði breytt fara minnkandi. 26 af 27 ESB-ríkjum eru því nú mótfallin.
Til að samþykkja slíkar breytingar þarf 65% eða 72% atkvæða í ráðherraráðinu auk þess sem 55% þjóða verða að samþykkja þær.
Það er því ekki að ástæðulausu að því sé haldið fram að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði ekki breytt.
10.06.2010
"Morgunblaðið birtir í dag afar áhugaverða frétt um ESB og sjávarútvegsmál undir fyrirsögninni ÁFRAM BYGGT Á VEIÐIREYNSLU. Þar er haft eftir háttsettum embættismanni að reglunni um HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA verði ekki breytt. Þetta þýðir að Íslendingar muni fá og halda öllum sínum kvótum á Íslandsmiðum, enda erum það við sem höfum veiðireynslu undanfarinna ára."
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1065818/
Það er rétt að ESB er samstarfsvettvangur um sameiginlega hagsmuni ESB-ríkja en ekki sérhagsmuni einstakra ríkja á kostnað annarra.
Þetta þýðir hins vegar alls ekki að einstök ríki tapi því sem þau höfðu fyrir inngöngu með ESB-aðild. Það er stefna ESB að svo verði ekki. Þess vegna munu aðrar þjóðir ekki fá aflaheimildir við Ísland.
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika er sniðin fyrir landhelgi ríkja þar sem fiskistofnar ganga á milli lögsagna.
Það er því vel líklegt að við getum samið til frambúðar um að við höldum okkar landhelgi enda er yfir 70% aflaverðmætisins í staðbundnum stofnum. Auk þess tengist landhelgi okkar ekki landhelgi ESB-landa.
Þeir sem velkjast í vafa verða að fá að sjá samning til að geta tekið afstöðu til aðildar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 14:42
Mér sýnist það vera þú sem skilur ekki óstöðugleikaregluna, sem mun ekki halda frekar en götótt ílát heldur vatni. Lygar, útúrsnúningar, þvættingur, já, það er það sem þið fullveldis-framsalsmenn gerið, hvort sem þið kallið ykkur Ásmundur, Jón eða Ómar.
Eftir stendur enn að þetta eru ekki lög. Og þvingunarveldið breytir bara reglum að eigin geðþótta, í þágu sambandsins. Það gerir bara það sem það vill.
Elle_, 3.3.2013 kl. 15:12
þetta hefur alltaf verið bara vitleysa í andstæðingum ESB. Andstæðingar ESB hafa alltaf sett málið þannig upp að samkv. ESB reglum sé ,,frjáls aðgangur allra ESB ríkja að efnahagslögsögu annarra ESB ríkja varðandi fiskveiðar".
þetta er bara ekki rétt. Eg veit ekki hvort þeir hafi vísvitandi verið að ljúga þessu eða hvort þeir eru svona vitlausir. Eg skal ekkert dæma um það. Enn annaðhvort er það. Augljóslega. Hugsanlega sambland.
það segir sig í raun alveg sjálft að þetta getur ekkert verið þannig. Hérna uppi hafa ESB ríki enga veiðireynslu. Staða mála í sjávarútvegi að þessu leiti verður því óbreytt.
Eg efa hinsvegar að ESB fallist á að EU borgar fái ekki að fjárfesta í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Reyndar tel ég það bara til góða að fá erlenda fjárfestingu að íslensku sjávarútvegsfyrirtækjum.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2013 kl. 16:31
Ps. þetta kemur þó allt betur í ljós þegar Aðildarsamningur Ísland að ESB liggur fyrir 2014. Skulum bara bíða í rólegheitum eftir því.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2013 kl. 16:32
Dautt mál Ómar Bjarki, það verður enginn samningur 2014 öðruvísi en hann er í dag.
Ekkert ESB til Íslands, ef þú villt búa í ESB ríki þá er kominn tími fyrir þig að pakka búslóðina og flytja.
Sem betur fer þá hefur þú rangt fyrir þér einu sinni enn.
Kveðja frá Hoston.
Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 17:56
Eg er fyrir löngu kominn í ESB. Ísland er hluti af Evrópu og hver einstaklingur sem búsettur er á þeyrri eldfjallaeyju norður við haumskautsbaug á rétt á að gerast aðili að ESB. Einhver sjallabjálfi og öfgarugludallur frá Hostun ræður engum um það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2013 kl. 18:03
Hef aldrei verið flokksbundinn Sjálfstæðisflokknum, og hef aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn til þings Ómar minn.
En þú ættir að fara að pakka ef þú ert ennþá búsettur á Íslandi, af því að Ísland kemur aldrei til með að vera í ESB í þinni lífstíð.
En það gæti verið að þú verðir vitni að því þegar ESB hrynur og gufar upp í skítalykt.
Kveðja frá Houston ;>)
Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 18:19
Framsjallamennskan og öfgahátturinn leynir sér ekki.
Að ver aðili að ESB er ekki eingöngu bundið við ríkjalevel. þetta er miklu frekar bundið við einstaklinga. þetta mun svo færast smám saman yfir á ríkjalevel í tilfelli íslands hægt og rólega. það er hægt að tefja fyrir framþróun með framsjallamennsku og öfgahætti - en eigi að koma í veg fyrir hana. ESB mun sigra.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2013 kl. 18:42
Hef ekki verið bundinn neinum stjórnmálaflokki, og hef aldrei kosið í Alþingiskosningum.
Þetta sagðir þú líka um IceSave að Bretar, Hollendingar og ESB mundu sigra, en þú veizt hvernig það fór.
Sem betur fer þá hefur þú haft rangt fyrir þér í öllu sem þú hefur verið ötull fylgismaður.
Keep up the trend Ómar Bjarki.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 18:50
Lagalegt tækniorðhengilsfræði var aldrei aðalmálið varðandi icesaveskuldina. Aðalmálið þar var siðferðilega hliðin. Að siðferðilega væri íslandi skylt að endurgreiða það sem hnuplað var af B&H borgurum.
það reyndist svo þannig að málið var svo ljótt að óhjákvæmilegt var annað en endurgreiða uppí toppplús álag. Eg margbenti á þetta en sumir skildu nú ekki siðferði.
það hvað Páll Hreinsson var að leika sér eitthvað að dæma útí bæ er irrelevant.
Hitt er svo annað, að sennilega þýðir dómur Páls það að Ísland sé í raun skuldbundið uppí topp.
það hinsvegar skiptir engu máli úr þessu því það er frágengið strax um 2010 að Ísland borgar allt uppí topp plús álag.
Eftir stendur að framsjallabjálfar og aðrir öfgamenn skutu land sitt í fótinn. Skutu land sitt í fótinn. Með þeim afleiðingum að gígantískur skaðakostnaður leggst á land og lýð og alls óvíst hvar sá skaðakostnaður stoppar. Og mun skömm þeirra uppi meðan land byggist.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 3.3.2013 kl. 19:23
Það voru breskir og hollenskir asnar sem létu græðgina stjórna aðgerðum sínum og þar af leiðandi bar íslenzka Ríkinu enginn siðferðisleg skylda að greiða þessum össnum.
Hitt er annað mál að þessir asnar fá allt sitt greitt vegna þess að Geir Haardi setti innustæðu eigendur í forgang fyrir greiðslur úr þrotabúi bankana.
Það sem ég vildi að gerst hafi að þessir grægi sem lagði sína peninga in hjá græðgi hefðu allir tapað hverjum einast eyri sem var lagður inn.
Græðgi hefur aldrei neinn siðferðislegan rétt á sér.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 3.3.2013 kl. 19:34
Ásmundur skrifar í #7: "Og reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur einokun á aflaheimildum í 200 mílna landhelgi."
Eggert skrifar í #14: ""Og reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur einokun á aflaheimildum í 200 mílna landhelgi." - Röng fullyrðing."
Ásmundur skrifar í #17: "Öfugt við Pétur skilur Eggert út á hvað reglan um hlutfallslegan stöðugleika gengur."
Sem sagt ef Eggert sýnir fram á að fullyrðing þín Ásmundar sé kolröng og þú segir síðan, að Eggert skilur regluna, þá þýðir það skv. einfaldri rökfræði, að þú, Ásmundur hefur rangt fyrir þér. Það er eins og ég segi, þú bullar og bullar og snýst eins og vindhani. Sá eini sem ekki tekur eftir því, ert þú sjálfur.
Fyrir einfeldning eins og þig, Ásmundur minn, þá er þátttaka í rökræðum lose-lose staða: Þú tapar alltaf, sama hverju þú heldur fram. Mikið væri lífið leiðinlegt á Moggablogginu, ef þú værir hér ekki. Ég sé Ásmundarlaust blogg fyrir mér: Aðeins staðreyndir og rökhyggja frá ESB-andstæðingum, engir staðlausir stafir frá ESB-sinnum nema einstaka sinnum þegar Ómar Bjarki eða Jón Frímann kíkja inn. Gerðu það fyrir mig, Ásmundur, ekki hætta að skrifa athugasemdir hér, þú ert aðal skemmtunin.
Pétur (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 21:47
Ómar (no. 19): Hérna uppi hafa ESB ríki enga veiðireynslu. Staða mála í sjávarútvegi að þessu leiti verður því óbreytt.
Ómar, lestu: Stöðugleikareglan gerir ekki ráð fyrir breytingum í lífríki eða tekur tillit til breytinga í hegðun fiskistofna.
Og Ómar, lestu: Þess utan hefur þessi "regla" ekkert með það hvar fiskur er veiddur. Lögsaga ESB nær að 12 mílum og sumstaðar 6 mílum. Ekkert er í veginum fyrir því að ESB samþykki að taka yfir allar lögsögur, upp að landi. Spænskir togarar geta því komið hingað, og veitt á bestu togslóðum Íslands.
Og í guðanna bænum hættu þessum ICESAVE þvættingi. Eins og Ásmundur og Jón Frím. (og Jóhanna og co.), skildirðu aldrei niður eða upp í ICESAVE málinu. Hvað sem öllum persónulegum skoðunum ykkar fullveldisframsalsmanna líður, var aldrei ALDREI nein ríkisábyrgð á ICESAVE.
Elle_, 3.3.2013 kl. 22:39
Og Ómar lestu (lastu ekkert að ofanverðu??):
Og ruglið um "reglu um hlutfallslegan stöðugleika" er sennilega mesta krappið af öllu því krappi sem illa greint aðlögunarfólk dælir yfir okkur. Þessi rugl"regla" hefur ekkert vægi, og er algerlega tilgangslaus, enda eru markmið hennar margbrotin á hverju ári. Nú síðat þegar Spánverjum var sparkað út úr marrakóskri lögsögu, og ESB úthlutaði Spánverjum aukakvóta af lýsingi og ansjósum, tegundum sem þegar eru ofveidddar í ESB, og þvert á alla samninga um útdeilingu kvóta.
Þess utan hefur þessi "regla" ekkert með það hvar fiskur er veiddur. Lögsaga ESB nær að 12 mílum og sumstaðar 6 mílum. Ekkert er í veginum fyrir því að ESB samþykki að taka yfir allar lögsögur, upp að landi. Spænskir togarar geta því komið hingað, og veitt á bestu togslóðum Íslands.
Elle_, 3.3.2013 kl. 22:47
Mikið eigum við gott að hafa hér svona "snillinga" eins og Elle og Pétur.
Þau leiðrétta allt "bullið" sem kemur frá Evrópuvef Alþingis, aðalsamningamanni Íslands við ESB, framkvæmdastjórum ESB, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra ESB, þingmönnum á Evrópuþinginu ofl.
Hvernig kæmumst við af án þeirra? Eða þannig.Ásmundur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 10:40
Ásmundur og Ómar, lesið: Reglan um hlutfallslegan tryggir þeim þjóðum ESB, sem einhvern tíma hafa veitt þær fisktegundir sem einnig eru á Íslandsmiðum, óhindraðan aðgang að Íslandsmiðum.
Elle_, 4.3.2013 kl. 12:10
Já, Ásmundur. Einhver verður að standa vaktina. Eins og ég hef áður skrifað: Í mikilvægum málum t.d. þau er varða ESB er aldrei hægt að treysta embættismönnum. Hvorki íslenzkum né starfsmönnum ESB-stofnana. Og sér í lagi ekki trúðunum á þinginu í Strasbourg.
Pétur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 12:47
Nú er tímabært að endurtaka innlegg nr10.
,,það er alveg einkennilegt og alvarlega umhugsunarvert hve þessi blogg og síður sem haldið er úti og helga sig andúð á Evrópu og ESB - hve þær eru ómálefnalegar. Og hve margir geta fengið sig til að taka undir ómálefnalegheitin.
Eg mundi segja að þetta væri viðvörunarbjöllur. Bara fyrir Ísland."
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.3.2013 kl. 13:13
Og nú er kominn tími til að svara þér eina ferðina enn, sbr. innlegg nr. 11.
Ómar Bjarki vill augsýnilega ekki að það sé skoðanafrelsi hér á blogginu. Hann vill banna ESB-andstæðingum að tjá sig. En það er allt í lagi að stunda ESB-áróður með bloggsíðum "Evrópu"samtakanna og "Já Ísland"?
Eplið fellur ekki langt frá eikinni. Tjáningafrelsi er heldur ekki í miklu uppáhaldi í Bruxelles.
Annars er tími endurtekninganna liðinn. Það er komið að því að það þurfi að huga að efni færslunnar. Þegar ríki eru einu sinni komin inn í kóngulóarvef ESB, þá er lífsins ómögulegt að komast út aftur. Þetta hafa danskir stjórnmálamenn haft á orði og einfaldlega gefizt upp.
Hins vegar veit ég að Bretar eru líka hundóánægðir með ESB og munu halda baráttunni áfram. Nú fyrir nokkrum dögum jók ESB-andstæðingaflokkurinn UKIP fylgi sitt í aukakosningum, meðan Íhaldsflokkurinn missti fylgi. Þetta ætti að halda Cameron við efnið.
Pétur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 16:55
Banna? Eg hef hvergi minnst á það.
Eg mælti, eitthvað á þvá leið, að áberandi væri hvað þeir og þær síður og blogg sem helga sig andúð á Evópu væru ómálefnalegir.
það er ekki málefnalegt að endurtaka æ ofan í æ rangfærslur og rugl um að aðild Íslands að Samabndinu þýði að önnur ESB ríki fái veiðirétt hér að hlutdeild í kvóta.
það er bæði ómálefnalegt að endurtaka í síbylju auk þess sem að sennilega eru þeir sem standa fyrir slíkri síbylju undir nafnleysi af heygulshætti, sennilega vísvitandi að ljúga því. Vísvitandi a ljúga og blekkja fyrir vinnuveitendur sína LÍÚ klíkuna. Og skiljanlega etv. skammast þeir sín fyrir að vera í vinnu þar og koma því fram grímuklæddir eins og hverjir aðrir bjarnabófar.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.3.2013 kl. 17:25
Vænisýki ESB-andstæðinga hefur náð nýjum hæðum.
Að mati Péturs er í gangi allsherjarsamsæri ESB gegn Íslendingum. Það felst í því að háttsettir talsmenn þess sammælast um að ljúga Íslendinga fulla um það sem er í vændum í ESB sem reynist svo orðin tóm þegar á reynir.
Svo langt gengur samsæri ESB gegn Íslendingum að það nær einnig yfir Evrópuvef Alþingis og annað ritað mál sem vísað hefur verið í. Aðalsamningmaður Íslands við ESB er þátttakandi í samsærinu og einnig utanríkisráðherra.
Elle og Pétur, sem bæði skrifa undir nafnleynd, hafa sérstaklega tekið að sér að koma upp um samsærið. Engin eru sönnunargögnin enda er netið allt þátttakandi í samsærinu og trúverðugleiki þeirra skötuhjúa auðvitað hafið yfir allan vafa.
Meðan einstaklingar í ábyrgðarstöðum hjá ESB ofl eru hraðlygnir og gefa út alls konar lygimál eru Elle og Pétur sannsöglin uppmáluð.
Þetta hlýtur að vera hámark örvæntingarinnar eða eru Elle og Pétur bara einfaldlega kjánar?
Eitthvað hlýtur að vera bogið við málstað fólks sem hagar sér svona.
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 17:40
"Að mati Péturs er í gangi allsherjarsamsæri ESB gegn Íslendingum."
Nei, ekki af hálfu ESB, heldur af hálfu helferðarstjórnar Samfylkingar og VG, sem eru að reyna að sölsa landið inn í ESB-ríkið. Bæði með aðlöguninni, sem var sögð vera "samningarviðræður um aðild" og með stjórnarskrármálinu sem var illa dulbúin atlaga að fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar til þess eins að geta afsalað fullveldinu, sem er forsenda fyrir aðild.
Og þegar ríki hefur einu sinni festst í vef ESB, þá er engin leið út aftur, þar eð grein 50 útilokar í raun einhliða úrsögn.
Pétur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 19:13
Og svo má bæta ICESAVE við. Líka hluti af landsölunni fyrir Brussel-yfirtökuna, ekki mátti styggja dýrðarveldið.
Eða ætti ekki frekar að kalla það landrán og ríkissjóðsrán Jóhönnu og co? Og litlu ómerkilegu hjálparmannanna í skúmaskotunum. Líka í skotum ríkisembætta eins og sjá má að ofan (Á).
Elle_, 4.3.2013 kl. 20:48
Enn er Pétur í vandræðum með lesskilninginn.
Hann áttar sig ekki á að það er samsæri í gangi ef allir talsmenn ESB ofl sammælast um að ljúga að Íslendingum um kosti þess að ganga í ESB.
En þetta er auðvitað bara hugarburður. Samsærið er bara til í kollinum á Pétri og Elle. Þetta er sjúklegt ástand sem kallast vænisýki.
Vonandi nær Pétur þessu núna.
Ásmundur (IP-tala skráð) 4.3.2013 kl. 22:26
Einu sinni vorum það ég og Hilmar sem vorum fávitarnir, svo var það Gunnlaugur, nú ég og Pétur. Hvílíkur heiður.
Elle_, 5.3.2013 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.