Hin ærandi þögn

Það er tilfinning mín að nú í aðdraganda kosninga muni fjölmiðlar og stjórnmálaflokkar gera allt sem í þeirra valdi stendur til að stýra umræðum á þann veg að Evrópusambandið verði þar sem minnst í forgrunni. Því þarf að vera á verði.

 

Þessa sér strax stað nú þegar enn eru rúmir tveir mánuðir til kosninga. Enn er varla minnst á aðildarviðræðurnar sem nú standa yfir nema ýmist í fullkomnum aukasetningum eða framhjáhlaupi.

 

Ástæðan er augljós. Alltof mörgum stjórnmálamönnum stendur á sama um fullveldi landsins. Þeir þegja þunnu hljóði en samflokksmenn þeirra – ærlegir – orða hluti almennt og af varúð vitandi hvaða persónur meðreiðarsveinar þeirra hafa að geyma.

 

Allt er falt í hugum allt of margra stjórnmálamanna og hugmyndin um að eitthvað sé æðra eða hafið yfir sölumennsku er þeim fjarri – jafnvel fullveldi Íslands er í hugum þeirra eitthvað sem má sýsla með og hafa í skiptum fyrir aðgang að einhverju eða óheft flæði einhvers, sem oftast er til tjóns enda hinar raunverulegu ástæður yfirleitt: eiginhagsmunapot, sýndarveruleiki og sérgæska.

 

Verum á varðbergi og þiggjum hvorki svikasættir né annað það sem illar vættir þykjast hafa að bjóða!

 

- gb.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það fer hver að verða síðastur að reyna að selja undan okkur engjarnar. Standið í fæturnar í nokkra mánuði í viðbót. Þegar þessari árás hefur verið hrundið þá getum við einbeitt okkur að verka þessa vogunnarsjóði svo undan svíði.

Seiken (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 14:43

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segi það með þér Seiken, látum ekki traðka á okkur.  Það mun gefast tími til uppgjörs ef við stöndum í lappirnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2013 kl. 18:29

3 identicon

Ærandi þögn?

Kannski hjá þessum 5-6 vinstriflokkum sem berjast um ESB fylgið.

Þeir sem ætla að sækja umboð sitt til andstæðinga ESB, 70-75% þjóðarinnar, þegja nú sennilega ekki. Framsókn kemur örugglega til með að hrópa ESB andstöðuna á götum og torgum, þó svo að það rati ekki á síður DV sorpsins, ESB Eyjunnar og Vísis/Fréttablaðs Jóns Ásgeirs. Þeir tímar eru liðnir að umræða verði þögguð niður, þökk sé internetinu.

Það er reyndar útaf fyrir sig dálítið sérkennilegt hjá vinstri flokkunum, að sækjast eftir umboði til að stjórna þjóðinni, og ætla sér að framselja það vald til Brussel. Full ástæða til að þegja um þann ásetning.

Hilmar (IP-tala skráð) 22.2.2013 kl. 19:39

4 Smámynd: Elle_

Brusselflokkarnir ætla kannski líka að ná andstæðingum, eins og VG gerði í apríl, 09.  Ekki þýðir mikið fyrir þá að ætla að lifa og skipta niður 30% kjósenda eða minna, allir saman. 

Væri samt drepfyndið, nánast niðurlegging vinstrisins sem vill brusselskan stórkapítalisma og vogunarsjóði vofandi yfir öllu, rænandi okkur fullveldinu.  Það væri næstum eins ótrúlega hlægilegt og nýjasta ræða Steingríms, þar sem hann lofaði glatað VG fyrir 'endurnýjun á inntaki stjórnmálanna', hvað sem það nú þýðir nema endurnýjun í lygum: Landsfundur VG

Elle_, 22.2.2013 kl. 23:09

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það er merkilegt að hvað hinir svokölluðu vinstri flokkar eru hallir undir ESB aðild.  Jaðrar eiginlega við trúarbrögð.

Var nýlega að lesa og rifja upp sögu Maríu Tudor, bretadrottningar 1553-1558.  Faðir hennar, Hinrik 8. hafði afneitað páfavaldinu og innleitt mótmælendatrú á Englandi, en sjálf var hún rammkaþólsk.  María vildi endurinnleiða pápískuna og með þeim aðferðum að alla tíð síðan hefur hún verið kölluð Blóð-María.

Eftirmæli Maríu eru á þá leið að henni hefði tekist að sjá svo um að kaþólskur siður ætti sér ekki viðreisnarvon í Englandi næstu aldirnar.

ESB sinnar ættu að kynna sér áróðursárangur Maríu Tudor.

Kolbrún Hilmars, 23.2.2013 kl. 13:22

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er kanski þetta sem er líkt með Jóhönnu Sig. og Blóð-Maríu, að Jóhanna Sig. hefur komið því svo fyrir að ESB á sér engrar viðreisnar von á Íslandi næstu tugi ára.

Ef það er sem verður í framtíðini, þá er kanski lagið "fátt er svo með öllu íllt að ei boði gott" viðeignandi ferðasöngur fyrir Jóhönnu Sig. úr Ríkisstjórnini.

Kveðja frá London Gatwick.

Jóhann Kristinsson, 23.2.2013 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband