Ný sameiginleg fiskveiðistefna ESB felur í sér enn frekara framsal til Brussel á forræði aðildarríkja. Nú ætlar ESB líka að leggja undir sig sjávarbotninn. Þeir sem reyna að telja Íslendingum trú um að við höldum forræði okkar yfir auðlindum sjávar við inngöngu ættu að hætta þeim blekkingaleik.
Fjölmiðlar á Íslandi hafa lítið fjallað um ályktun ESB-þingsins s.l. miðvikudag um nýja fiskveiðistefnu ESB, þ.e. CFP, The Common Fisheries Policy. Þar var felld sú tillaga Sjálfstæðisflokksins breska að flytja ætti núverandi yfirráðarétt ESB yfir fiskveiðiauðlindum aðildarríkjanna heim í hérað, þ.e. til ríkisstjórna og lögþinga aðildarþjóðanna. Breytingatillagan var nr. 214 og þar stóð m.a:
Therefore, the Common Fisheries Policy should be repatriated to Member States as soon as possible. In order to achieve this, the Union should repeal all existing relevant Union legislation and facilitate this repatriation of competences.
Samkvæmt reglum CFP hafa aðildarríkin haft einkalögsögu við strendur lands síns út að 12 mílna mörkum, en svæðið milli 12 og 200 mílna hefur verið undir lögsögu ESB. Hin fræga sérlausn, sem Malta fékk og ESB-sinnar hafa löngum hampað, gekk út á einkalögsögu Möltu að 25 mílna mörkum, (þ.e. 13 mílna kragi til viðbótar), en jafnframt var áskilið að þar mættu einungis smábátar veiða sem væru styttri en 24 metrar, þ.e. undir ca. 100 tonnum. Malta þarf þó engu að síður að deila veiðum milli 12 og 25 mílna með útgerðaraðilum frá öðrum ESB-ríkjum. En þar sem þessi takmörkun felur í sér að einungis má veiða á fremur smáum bátum og alllangt er til flestra annarra landa sitja Möltubúar nær einir að veiðum á þessu svæði. Þetta er því sérlausn sem hvorki er undanþága frá meginreglunni um jafnan aðgang að miðum ESB-ríkja né í ósamræmi við regluna um veiðireynslu (hlutfallslegan stöðugleika).
Í nýrri samþykkt ESB-þingsins felst nú að stefnt skuli að því að 12 mílna reglan hverfi með öllu eftir 10 ár. Í 2. málsgrein 6. gr. samþykktar ESB-þingsins (Article 6 paragraph 2) er eins konar sólarlagsákvæði. Þar stendur orðrétt:
In the waters up to 12 nautical miles from baselines under their sovereignty or jurisdiction, Member States shall be authorised from 1 January 2013 to 31 December 2022 to restrict fishing to fishing vessels that traditionally fish in those waters from ports on the adjacent coast, without prejudice to the arrangements for Union fishing vessels flying the flag of other Member States under existing neighbourhood relations between Member States and the arrangements contained in Annex I, fixing for each Member State the geographical zones within the coastal bands of other Member States where fishing activities are pursued and the species concerned. Member States shall inform the Commission of the restrictions put in place under this paragraph.
63. breytingartillaga sem til atkvæða kom snerist um skilgreiningu á hugtakinu Union waters sem stundum er þýtt á íslensku sem Evrópuhafið eða ESB-hafið en það er eins og áður segir hafsvæðið milli 12 og 200 mílna. Við afgreiðslu þingsins á 63. breytingarttilögu (við fyrirliggjandi tillögur frá framkvæmdastjórninni) var bætt inn í skilgreiningu á hugtakinu Union waters þremur afar mikilvægum orðum, þ.e. and the seabed sem í íslenskri þýðingu merkir og sjávarbotninn .
Fjölmiðlar hafa nær eingöngu sagt frá þeim hluta af samþykktum Evrópuþingsins um breytingar á fiskveiðistefnu ESB sem miða að því að draga úr því að fiski sé fleygt í hafið og verja fiskistofna í lögsögu ESB. Að sjálfsögðu voru það bæði merkileg og jákvæð tíðindi, því að framkvæmdastjórninni í Brussel hefur tekist að rústa svo fiskistofnum undir sinni stjórn að nú er viðurkennt að 75% af öllum fiskistofnun innan ESB séu ofveiddir og í stórfelldri hættu, en um 23% af afla fiskiskipa í ríkjum ESB er hent aftur í hafið af ýmsum ástæðum, m.a. vegna kvótareglna og vegna þess að fiskurinn er of smár.
Samþykkt ESB þingsins var gerð með 502 atkvæðum gegn 137. En málið er langt í frá fullfrágengið því að það á eftir að fara fyrir ráðherraráðið. Það voru einkum þingmenn sem eru andsnúnir Evrópusamrunanum, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni. Það var þó ekki vegna þess að þeir séu því andvígir að dregið verði úr því að fiski sé fleygt í hafið. Þeir vildu einmitt flestir ganga lengra hvað það varðar en gert var. Hins vegar vildu þeir flestir að aðildarríkin hefðu 200 mílna einkalögsögu hvert fyrir sig og voru stórhneykslaðir á því að framkvæmdastjórnin og þingið hygðust draga auðæfi á sjávarbotninum innan 200 mílna út frá ströndum aðildarríkja undir sína stjórn.
Sennilega er ákvörðun ESB-þingsins um sjávarbotninn stærstu tíðindin sem urðu í þessari atkvæðagreiðslu og getur átt eftir að marka mikil tímamót í sögu ESB ef það verður endanleg niðurstaða. Ríki eins og Bretland og Írland munu aldrei sætta sig við að yfirráðin yfir sjávarbotninum færist til Brussel og frekar kjósa að yfirgefa ESB.
Ragnar Arnalds
Athugasemdir
Þar sem að mér hefur verið lýst sem geðsjúklingi sem ekkert vit hafi á ESB, þá bíð ég spenntur eftir útskýringum og túlkunum jóns litla og Ásmunds á þessari færslu!
Kveðja
Tóti hinn geðsjúki
Tóti (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 13:02
Það var gott að þið komuð með þetta en ég bloggaði aðeins um þetta um daginn . Þetta er akkúrat það sem þeir eru að gera ná völdum á sjávarbotninum. Hvað segir Össur með svona. Ég segi hættum þessu rugli með þessa ESB umsókn. Við munum missa allt undan okkur með því að gangast undir lög þeirra.
Valdimar Samúelsson, 9.2.2013 kl. 16:06
Þar sem ég nenni ekki að svara fólki lengur hérna í athugasemdum. Þá skrifa ég bara bloggfærslu um vitleysuna sem hérna fer fram í staðinn.
Jón Frímann Jónsson, 9.2.2013 kl. 16:18
Jón ég er með frétt úr ensku blaði um þetta málefni ef þú vilt en í öllu falli ef þið raðið þá verðum við með 12 mílna landhelgi úr 200 nokkuð finnst ykkur það ekki. Hvað eru þið að vitleystast á kostnað ESB algjörir nittwitts.
Valdimar Samúelsson, 9.2.2013 kl. 16:27
Jon lesti amendment CFP 63 ég get sent á e mail grein um áhyggjur Breta en veit ekki hvernig á að finna þetta amendment
Þetta er það sem þú ert að refera í neðar.
Proposal for a regulation
Recital 14
Text proposed by the Commission Amendment
(14) Rules in place restricting access to
resources within the 12 nautical mile zones
of Member States have operated
satisfactorily benefiting conservation by
restricting fishing effort in the most
sensitive part of Union waters. Those rules
have also preserved traditional fishing
activities on which the social and economic
development of certain coastal
communities is highly dependent. Those
rules should therefore continue to apply.
(14) Rules in place restricting access to
resources within the 12 nautical mile zones
of Member States have operated
satisfactorily benefiting conservation by
restricting fishing effort in the most
sensitive part of Union waters. Those rules
have also preserved traditional fishing
activities on which the social and economic
development of certain coastal
communities is highly dependent. Those
rules should therefore continue to apply.
However, Member States should be
allowed to exercise their rights to extend
their exclusive fishing zone to 200
nautical miles, or the median line, as
guaranteed in the UN Law of the Sea.
Or
Valdimar Samúelsson, 9.2.2013 kl. 16:52
Frímann nenni ekki að fara á síðuna þína en lestu þetta. Þetta er hræðsla Breta sem eru í ESB og þú telur að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af. Ertu á launum hjá ESB viltu svar því og hvort menn komist á spena þeirra.
http://www.express.co.uk/news/uk/375851/Outcry-over-EU-plot-to-seize-control-of-our-seabed
Valdimar Samúelsson, 9.2.2013 kl. 18:08
Getum við ekki gleymt Jóni Frímanni núna þar sem hann ætlar ýmist að kæra VV síðuna fyrir meiðyrði eða blogga sjálfur meiðyrði um VV?
Ég skildi nefnilega ekki fyllilega hvað átt er við með "and the seabed".
Er þá átt við sjávarbotninn í þeim skilningi að grjót, kórallar og setlög á yfirborði sjávarbotns sé sameign? Eða tekur það til alls efnis sem dælt er upp en finnst neðan sjávarbotnsins?
Kolbrún Hilmars, 9.2.2013 kl. 18:29
Kolbrún, með seabed er átt við neðansjávarauðlindir eins og olíu og gas. Nú þegar allur fiskurinn í sjónum umhverfis Bretland er sameign, þá seilist ESB enn lengra.
Þetta er einmitt það sem Norðmenn hafa óttast sl. 40 ár og er ástæðan fyrir því að þeir muni aldrei ganga í ESB á meðan það finnst fiskur og olía í norskri lögsögu. ESB-ríki eru þegar með fisk- og humarkvóta í Norska hafinu, en þeir fá aldrei norsku olíuna. Nú þegar hafa Norðmenn verið kærðir fyrir að hafa ekki sett olíuvinnslu á norska svæðinu í opið útboð á EES-svæðinu.
Pétur (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 21:23
Það er til marks um vanþekkingu og skort á getu til þess að kynna sér málin að þær fullyrðingar sem Pétur setur fram hérna um olíu og gas eru allar saman rangar í heild sinni.
Það eina sem varðar ESB í þessu málefni er bygging og öryggi borpalla og vinnslupalla á norðursjó. Evrópusambandið hefur því sett saman kröfur og staðla um byggingu slíkra vinnslu og borpalla. Hægt er að skoða þá vefsíðu hérna. Síðan er ESB með kröfur um umhverfissjónarmið og verndun lífríkis þegar það kemur að vinnslu og því þegar náð er í olíuna. Annað er það nú ekki sem ESB skiptir sér að olíu og gasmálum ESB ríkja. Fyrir íslendinga verður þetta ekki vandamál. Enda hvorki gas eða olíu að finna í íslenskri lögsögu.
Útbreiðslu olíu og gas í Norðursjó má sjá hérna.
Norðmenn vilja ekki ganga í ESB útaf þjóðernislegum ástæðum. Annað er það nú ekki sem er í gangi þar. Hefur ekkert með olíu eða fisk að gera.
Efnahagslögsögur ESB ríkjanna liggja mjög þétt saman. Því er fiskiveiðistefna ESB rökrétt skref til þess að stjórna veiðum og semja um kvóta innan þeirra ríkja sem slíkt varðar. Það er ennfremur samið mismunandi fyrir mismandi svæði. Það gilda ekki sömu samningar fyrir ríki þar sem lögsögur ríkja liggja ekki saman.
Jón Frímann Jónsson, 9.2.2013 kl. 21:39
Jón... Hvað eru þeir að borga þér. Er ESB að borga þér meira en öðrum ESB sinnum því þú ferð alveg á flug´með góðsemi ESB og ert alveg blindur fyrir hvað við hin sjáum og vitum.
Valdimar Samúelsson, 10.2.2013 kl. 00:14
(13) Union fishing vessels should have equal access to Union waters and resources subject to the rules of the CFP.
(14) Rules in place restricting access to resources within the 12 nautical mile zones of Member States have operated satisfactorily benefiting conservation by restricting fishing effort in the most sensitive part of Union waters. Those rules have also preserved traditional fishing activities on which the social and economic development of certain coastal communities is highly dependent. Those rules should therefore continue to apply.
http://eur-lex.europa.eu/smartapi/cgi/sga_doc?smartapi!celexplus!prod!DocNumber&lg=EN&type_doc=COMfinal&an_doc=2011&nu_doc=425
Svo er hægt að lesa on and on.. þetta er frekar basic finnst mér.
Charles Geir Marinó Stout, 10.2.2013 kl. 00:30
Kolbrún! það eru fleiri en þú sem velta því fyrir sér hvað ESB-þingið eigi við með því að lýsa því yfir að "sjávarbotninn" á því svæði við strendur aðildarríkja, sem ESB telur sig ráða yfir, sé líka undir yfirráðum þess. Það er vægast sagt mjög þröng túlkun að einungis sé átt við yfirborð sjávarbotnsins. Meðan annað hefur ekki komið fram tel ég að ESB sé að áskilja sér rétt til að eiga seinasta orðið um nýtingu auðævi í hafsbotninum rétt eins og eigendur á landi eignast tilkall til þess sem undir landinu finnst. En vissulega er óljóst enn sem komið er hvað átt er við. - Ragnar Arnalds
Vinstrivaktin gegn ESB, 10.2.2013 kl. 00:39
þetta er alrangt hjá vv. Alrangt.
Eina spurningin er hvort þeir hjá vv virkilega haldi að þetta sé svona eða hvort um meðvitað própaganda er að ræða. Eg hallast fremur en hitt að því síðarnefnda.
En ef menn virkilega trúa að heimurinn sé svona eins og vv. lýsir - þá er erfitt að finna stað til að byrja á. Slík er villan og misskilningurinn.
Fyrir það fyrsta, þá er Ísland núna með 12 mílna landhelgi. það er ekkert merkilegt per se að ESB lönd séu með 12 mílna landhelgi. Ísland hefur það líka! Halló. Hvað er málið?
Efnahagslögsaga er allt annað mál.
Nú, varðandi Möltu og þeirra sjávarmál - þá þýðir voða lítið að tala um það útfrá Íslenskum aðstæðum. Möltudæmið er allt annars eðlis en aðstæður á Íslandi. þeir töldu sig þurfa ákveðna meðferð við aðild að EU og settu mál fram í samræmi við aðstæður þar. Fóru fram á ákv. aðgerðir. Og fengu.
Um þetta er mikill miskilningur á Íslandi. Td. þetta með smábátana og veiðar þeirra við eyjuna út að ákv. línu o.s.frv. - þá kemur því atriði ekkert við hvort ,,aðrar þjóðir geti siglt til Möltu að veiða". þetta er tóm vitleysa. það kemur málinu ekkert við hvort einhver önnur Evrópulönd gætu eða gætu ekki siglt til Möltu.
Til að skilja þetta atriði eða punktinn í því, þá er miklu frekar að hugsa sér sem dæmi hérna uppi, að trillum eða handfærabátum einum yrði leyft að veiða út að ákveðinni línu kringum Ísland.
þetta atriði í Möltudæminu er grunnlagt af í fyrsta lagi hefð og í annan stað umhverfislegum þáttum.
þetta er staðreynd. Hefur ekkert með það að einhver annar geti eða geti ekki siglt til Möltu.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2013 kl. 01:44
Menn verða að gera greinarmun á annars vegar úthlutun aflaheimilda sem lúta lögum og reglum og hins vegar yfirstjórn sjávarútvegsmála.
Meðan okkur er tryggð einokun á veiðum í íslenskri landhelgi með reglunni um hlutfallslegan stöðugleika skiptir minna máli þó að yfirstjórnin sé hjá ESB.
Reyndar treysti ég ESB betur í þessu sambandi enda einkennist stjórnsýslan þar af miklu vandaðri vinnubrögðum en hjá okkur.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 02:03
Það var nú leitt Mundi minn, að þú skulir ekki kunna ensku eða dönsku, því þá hefðir þú getað lesið það sem póstað var inn í síðasta pistil VV, með konkrít staðreyndum frá ESB, um að engin þjóð innan ESB ráði sínum miðum.
Auðvitað er við náttúrulega kominn í blindgötu með þetta, þar sem tungumálakunnátta er náttúrulega grundvallaratriði þegar menn lesa samninga á útlensku.
Og hvað er þá til ráða Mundi minn?
Ef þú getur ekki lesið texta frá ESB, og einstökum aðildarríkjum, er þá nokkur leið að koma því rétta í hausinn á þér? Auðvitað er það náttúrulega freistandi hjá þér, að hleypa öllum umræðum upp í hvað allir eru vitlausir og vondir við þig, í stað þess hreinlega að viðurkenna bara, að menntunarskortur háir þér.
Þú getur varla búist við því að við höldum áfram að ræða útlensk mál við þig, ef þú ert svona menntunarfatlaður?
Hilmar (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 02:33
Og svo er það nú með þig Ómar minn. Sennilega er það einangrunin og fásinnið þarna fyrir austan sem er þér fjötur um fót. Gæti sem best trúað að menntunarskorturinn sé þér líka fjötur um fót, enda ekki algengt að fásinnið geyma mikla menntamenn. Og sennilega er enginn menntamaður í kringum þig, sem getur leitt þig á rétta braut.
En til að leiða þig áfram, þá er rétt að henda í þig stikkorðum, eins og landhelgi, fiskveiðilögsaga og efnahagslögsaga. Ég veit ekki hvort Wikipedia er með þetta vel útskýrt, en Freemann leiðir þig kannski í gegnum þá almúgasíðu, enda sérfræðingur í því einu, og engu öðru.
Mudni aðstoðar þig svo við restina, þegar hann hefur náð tökum á a.m.k. einu tungumáli. Fyrirgefðu, tveim, því hann er víst ekki með íslenskuna á hreinu heldur.
Hilmar (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 02:38
Fyrirgefðu Ómar minn, ég gleymdi að láta fylgja, að 200 mílna efnahagslögsaga á Íslandi þýðir lögsaga yfir öllum náttúruauðlindum, fiski, olíu o.sv.frv.
12-200 mílna efnahagslögsaga ESB ríkja, þýðir lögsaga yfir náttúruauðlindum mínus fiskur. ESB hefur fiskveiðilögsögu frá 12 mílum og að 200 mílum.
Þá úthlutar ESB kvóta á fiskveiðum innan 12 mílna, þó svo að heimabátar (líka plat-heimabátar frá Spáni) fái þann kvóta í sinn hlut.
Nú, það sem VV fjalar að hluta um, er að ESB ásælist öll réttindi innan 200 mílna, og einnig 12 mílna. Sem sagt, ESB heimtar bæði efnahafslögsögu og landhelgi, með haus og sporði.
Jæja Ómar minn, ég svaraði þessu bara fyrst ég var byrjaður. Þarft ekki að bíða eftir Wikipedíuleiðbeiningum Freemanns, eða tungumálanámi Mundi.
Einfalt takk væri vel þegið.
Hilmar (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 02:47
Regla um hlutfalslegan stöðuleika er ekki til í sáttmálum sambandsins. Regla er til í reglugerð 2371/2002 og hefur enga lagaþýðingu gagnvart sáttmálum sambandsins þ.e. reglan er víkjandi gagnvart sáttmálalögum.
Evrópusambandið hefur þá yfirlýstu stefnu að afnema regluna um hlutfallslegan stöðugleika þegar "betur árar" og munu aflaheimildir þá ganga kaupum og sölum á frjálsum markaði á innri markaði Evrópusambandsins.
Núverandi fyrirkomulag á reglunni um hlutfallslegan stöðugleika er skilgreind sem viðskiptahindrun af Evrópusambandinu og er því eingöngu tímabundin ráðstöfun.
Aðeins fiskveiðiauðlindin eru skilgreind í stjórnarskrá sambandsins(Lissabon sáttmálinn/stjórnarskráin) og er hún sameign allra ríkja sambandsins, líka þeirra sem hafa ekki land að sjó. Fiskveiðiauðlindin verður aðgengileg öllum þegnum sambandsins til ráðstöfunar eftir eigin geðþótta innan laga um veiðar og meðferð afla þegar fram líða stundir.
Það er ljóst, svo ekki verði um villst, að gangi Ísland í Evrópusambandið mun það tapa fiskveiðiauðlindinni alfarið og það eina sem er í boði er ótilgreindur aðlögunartími undir bráðabirgðaákvæði um hlutfallslegan stöðugleika.
Það er klárlega óðs manns æði að afsala fiskveiðiauðlindinni í hendur ráðamanna í Brussel þaðan sem hún verður ekki endurheimt.
Eggert Sigurbergsson, 10.2.2013 kl. 04:15
Það er nokkuð hlálegt að lesa hér í athugasemdum að eitthvað sé "alrangt" hjá Vinstri vaktinni þegar þetta alranga og affærða er allt saman beint upp úr uppskriftarbókum ESB um alræði sambandsins.
Í raun er það rannsóknarefni fyrir til þess bæra sérfræðinga - og væntanlega þyrftu það að vera sérfræðingar á mörgum sviðum - að finna út úr því hvað fólki gengur til að halda stöðugt áfram gengdarlausum áróðri fyrir því að Ísland gangi inn í Evrópusambandið og afsali sér þar með bæði lagalegum réttindum og beinum auðlindum.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 10:10
"Í fréttinni segir orðrétt: "Það eru engar líkur á að reglunni um hlutfallslegan stöðugleika verði breytt. Þetta segir háttsettur embættismaður hjá framkvæmdastjórn ESB sem fer með fiskveiðimál. Þessi regla felur í sér að kvóta innan 200 mílna lögsögu tiltekins lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land."
http://evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1065818/
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur gilt í 30 ár. Stundum hafa komið upp raddir um að breyta henni án þess að það hafi leitt til neins. Það má segja að reglan hafi nú fest í sessi eftir nýlega endurskoðun á sjávarútvegsstefnu ESB. 26 af 27 þjóðum er hlynntar reglunni. Til að breyta henni þarf samþykki 65% atkvæða í ráherraráðinu. Engar likur eru á að það verði.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 11:36
Þjóðir sem ganga í ESB halda náttúruauðlindum sínum eftir inngöngu. Undantekning frá þessari meginreglu eru fiskistofnar en þar gilda sérreglur.
Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir Íslendingum allar aflaheimildir í íslenskri landhelgi.
Ef Guðmundur Brynjólfsson ætlar að halda öðru fram er hann vinsamlegast beðinn um að koma með hlekk á slíkar heimildir fyrir þá sem vita ekki betur.
Það er að sjálfsögðu ekkert rannsóknarefni að menn vilji taka þátt í samstarfi þeirra þjóða sem standa okkur næst og eru í hópi helstu lýðræðisþjóða heims, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að þannig leysum við þann vanda sem fylgir því að vera með ónýtan gjaldmiðil.
Það er ekkert rannsóknarefni að menn kjósi miklu minni verðbólgu, lægri vexti, enga verðtryggingu, lægra vöruverð, meiri stöðugleika og betri samkeppnishæfni. Það er ekkert rannsóknarefni að menn kjósi betri lífskjör og meira öryggi.
Það er hins vegar rannsóknarefni hvers vegna Íslendingar vilja ekki feta í fótspor hinna Evrópuþjóðanna, ef það verður tilfellið, sérstaklega i ljósi þess að þörf okkar fyrir nýjan gjaldmiðli er miklu meiri en annarra.
Norðmenn og Svisslendingar leyfðu sér að ganga ekki alla leið inn í ESB enda efnahagsleg staða þeirra sérlega góð. Sama verður ekki sagt um okkur. Miklar skuldir og ónýtur gjaldmiðill í höftum er banvæn blanda.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 12:25
það er ekkert ,,hlálegt" að benda á rangfærslur og/eða misskilning vv. það heitir málefnaleg umræða.
þetta sem eg mæli er bara staðreynd. Ísland er bara með 12 mílna landhelgi. Hvað Efnahagslögsaga er - það er sér umræða. Í annan stað er umræðan um Möltu og þeirra aðferð við stjórnun fiskveiða tóm steypa. það er algjörlega irrelevant hvort önnur löng geti eða geti ekki siglt þangað á skipum smáum eða stórum.
Í raun ættumenn að fatta þetta undireins ef þeir hugsuðu aðeins málið. Að Malta hafi aðeins viljað veiða á skektum - vegna þess að þá gætu öngvir aðrir komið á skektum?! þetta er tóm steypa og sýnir að menn hafa ekki kynnt sér málefni Möltu.
Enda hvað vita íslendingar um Möltu yfirleitt? Ekki neitt!
þetta með mismunandi kvót héðan og þaðan, þá er það án efa rifið úr samhengi og valið eitthvað sem vv þykir hæfa hverju sinni í sinni própagandasmíði. Eg nenni bara ekki að eltast við einstök kvót núna og sérlega vegna þess að heimildarvinna vv er ekki uppá marga fiska.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2013 kl. 12:31
Rökþrot Ásmundar eru pínleg. "embættismaður í Brussel sagði!......" ROFLOL !!!
Ísland fer ekki að ráðstafa mikilvægustu auðlind sinni til Brussel af því að einhver "háttsettur" embættismaður sagði þetta eða sagði hitt.
Eggert Sigurbergsson, 10.2.2013 kl. 13:09
Mér dettur ekki í hug að fara að munnhöggvast við þig hér, Ásmundur, enda legg ég ekki í vana minn að ræða við fólk sem ég veit ekki einu sinni hvort að er til. En eitt skal ég þó segja þér, ég bendi ekki á neina "hlekki" af þeirri einföldu ástæðu að hlekkir eru mér ekki eins hugleiknir og þér.
Ómar Bjarki. Mikið óskaplega er sorglegt að lesa svo fordómafulla yfirlýsingu sem þessa:
"Enda hvað vita íslendingar um Möltu yfirleitt? Ekki neitt!"
Hún lætur ekki mikið yfir sér þessi klausa þín, en hún segir margt; er í raun þrungin merkingu. Þú setur heila þjóð, Íslendinga í þessu tilfelli, undir einn hatt fáfræði. Í því opinberar þú ekki aðeins eigin þröngsýni heldur um leið, og jafnframt, fádæma fordóma um heila þjóð. Stundum er slíkt kallað: kynþáttafordómar.
Hægast er fyrir þig að greina frá því sjálfur, hvað þú veist um Möltu (sé þekking á Möltu per se þér eitthvert sáluhjálparatriði í þessum umræðum) en láta vera að yfirfæra þekkingu þína (en þó líklegast enn frekar þekkingarskort ef marka má þín eigin orð) yfir á þjóðina alla. Ég t.d. er ágætlega að mér um Möltu og þá sérstaklega sögu eyjarinnar og gildir þá einu hvort um er að ræða menningarsögu, hernaðar- eða trúarbragðasögu.
Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 13:14
Jæja, Ásmundur. Nú hefur Eggert kippt undan þér fótunum. Hvaða hálmstrá ætlarðu núna að grípa í í örvæntingu þinni?
Pétur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 13:27
Íslendingar vita yfirleitt, note YFIRLEITT, ekki neitt um Möltu.
Í essu ákv. tilfelli geta þeir ekki, án þess að setja sig inní málið sérstaklega og skipulega, gert sér nein grein fyrir hvernig fiskveiðum er háttað við Möltu.
það sýnir fáfræðina vel, að hægt sé að segja það trekk í trekk eins og almælt tíðindi séu að kerfið sem semþykkt var við inngöngu í ESB - sé til þess að ,,aðrar þjóðir geti ekki siglt þangað".
Svo þegar bent er á að þetta sé steypa - þá koma ofsa og einangrunarsinnar með sínar vanalegu persónulegu svívirðingar og það málefnalegasta so far frá þeim er ,,hlálegt".
Svona er þetta allt hjá ykkur vv. þið viljið umræðu í fáfræðibubble þar sem þið getið bullað eitthvað útí þjóðrembingsloftið án nokkurs vits eða þekkingar.
Ef þið þolið ekki leiðréttingar og/eða að staðreyndum sé haldið til haga hérna - þá verðið þið að hafa lokað kommentakerfið.
Ofsinn og ofstopafáfræðin sem þið stundið er slíks eðlis að þið eigið að skammast ykkar.
það er ekkert fyrir hvern sem er að sitja undir ósvífni og ótrúlegum svívirðingum þessarar svokaölluðu vv gegn ESB. þið eruð að reyna að fæla fólk frá að leirétta ykkur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2013 kl. 13:59
Og ps. Tilgangur þess að setja sífellt fram sem ,,litlir bátar" og ,,önnur lönd geti ekki siglt" o.s.frv. er að koma því að, að lögsaga ESB ríkja sé barasta opin hverjum sem er. þ.e.a.s. þeim sem nenna, vilja eða geta siglt þangað. það er uppleggið.
það sér hver maður, bara með smá athugun, að þetta stenst ekkert og er í raun fáránlegt að halda slíku fram.
Eg kynnti mér þetta mál á sínum tíma - og það hvort einhver geti eða geti ekki siglt á skektu til Möltu - það kemur þessu máli alls ekkert við.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2013 kl. 14:05
Ómar litli, þú veist ekkert EKKERT hvað við hin vitum um Möltu, þú litli ofstopamaður í fáfræðinni og fásinninu. Þið öfgamennirnir 3 ættuð að láta venjulegt fólk í friði.
Elle_, 10.2.2013 kl. 14:10
Pétur kominn með Eggert í guðatölu. Ekki veitir af enda ljóst að hann vantar leiðtoga lífs síns.
Annars er þetta sérkennilegt því að Eggert er sammála mér og ósammála Pétri um að reglan um hlutfallslegan stöðugleika veiti okkur rétt á öllum aflaheimildum innan íslenskrar landhelgi meðan hún er í gildi. Ágreiningur okkar Eggerts snýst því um líkur á að reglan verði afnumin.
Eggert bregst hart við ummælum eins framkvæmdastjóra ESB um að reglunni um um hlutfallslegan stöðugleika verði ekki breytt. Hann vísar í íslenskan texta því til sannindamerkis að ummæli Framkvæmdastjórans séu röng. Gallinn er hins vegar sá að þetta er 12 ára gömul skýrsla þar sem allt er auk þess heldur loðið.
Álit framkvæmdastjórans byggist á því hvernig málin hafa þróast síðan. Í ljósi þess að 26 af 27 ríkjum eru hlynnt reglunni eftir 30 ára samfellda reynslu eru engar líkur á að hún verði afnumin enda þarf til þess aukinn meirihluta atkvæða eða 65%.
Auk þess ber ESB alltaf að taka tillit mikilvægra hagsmuna einstakra þjóða.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 14:43
"Auk þess ber ESB alltaf að taka tillit mikilvægra hagsmuna einstakra þjóða."
Af hverju er það þá ekki gert, Ásmundur?
Auk þess get ég hvergi séð, að Eggert sé neitt sammála þér um neitt. Þú hengir á fólk alls konar skoðanir, sem það hefur ekki. Og kemur með tilvitnanir sem halda ekki vatni. Ertu viss um að þú sért ekki Sigurður M. Grétarsson undir dulnefni? Hann hefur ekki sézt lengi í þessari umræðu og það er frekar grunsamlegt.
Pétur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 14:55
"Mér dettur ekki í hug að fara að munnhöggvast við þig hér, Ásmundur, enda legg ég ekki í vana minn að ræða við fólk sem ég veit ekki einu sinni hvort að er til. En eitt skal ég þó segja þér, ég bendi ekki á neina "hlekki" af þeirri einföldu ástæðu að hlekkir eru mér ekki eins hugleiknir og þér."
Er þetta ekki dæmigert fyrir marga ESB-andstæðinga? Þeir neita að standa fyrir máli sínu. Þannig geta þeir skrifað tómt bull eins og skrif Guðmundar Brynjólfssonar eru dæmi um.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 14:56
Pétur, hann er ekki Sigurður M. Grétarsson.
Elle_, 10.2.2013 kl. 15:04
Heyrðu, Ási, ég er ekki með Eggert í guðatölu og ég tek samt undir með Pétri. Eggert nefnilega kaffærði þig og þú ert ekki með neitt eftir nema lygar og skítkast, eins og hinir 2 ofstopamennirnir að ofan.
Elle_, 10.2.2013 kl. 15:08
Pétur, það er gert og verður gert í okkar tilviki.
Hvers vegna ætti Eggert að vera að reyna að sannfæra okkur um að við getum ekki treyst á að reglan um hlutfallslegan stöðugleika muni gilda í íslenskri landhelgi um langa framtíð nema vegna þess að hann veit eða reiknar með að hún muni gilda nema henni verði breytt síðar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 15:13
Það verður gert ef Brussel vill. Vegna þess að þessi stöðugleikaregla þín er ekki lög, skilurðu - ekki lög? Þar fyrir utan breytir Brussel lögum þegar það vill. Þvingunarveldið gerir bara nákvæmlega það sem það vill og kúgar þjóðir að vild, hvað sem þið litlu 3 fóstbræður segið.
Elle_, 10.2.2013 kl. 15:26
"Pétur kominn með Eggert í guðatölu. Ekki veitir af enda ljóst að hann vantar leiðtoga lífs síns."
Ég þarf ekki neinn leiðtoga, ólíkt ESB-sinnunum sem eru eins og villuráfandi sauðir í hinni pólítísku eyðimörk eftir að hafa fylgt í blindni þeim forsætisráðherra sem hefur haft lélegustu leiðtogahæfileika í gervallri Íslandssögunni, Jóhönnu Sig.
Pétur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 15:28
Ómar; segðu okkur hinum sem "vita ekki neitt" hvað það er sem þú kynntir þér um möltu á "sínum" tíma ;)
Charles Geir Marinó Stout, 10.2.2013 kl. 17:06
Ef googlað er: fisheries in Malta þá kemur þetta allt. Ársafli eyjamanna er svona eins og ein góð veiðiferð íslensks togara. Evrópusinnar fengu hingað til lands fyrrum sjávarútvegráðherra Möltu, núverandi hátt settur commissar í Bruxelles fyrir ca 18 mánuðum til að halda erindi um "undanþáguna" miklu. Þetta var fundur á laugardagsmorgni í HR. Ég stóð upp og spurði um fiskveiðiflotan þarna. Hann gat auðvitað ekki farið með rangt mál og upplýsti að þetta væru 300-400 árabátar, áhöfnin einn eða tveir karlar, jú einn togari, heilir 15 metrar á lengd. Fundurinn varð ekki mikið lengri en Evrópusinnar eru stundum að reyna að telja fáfróðum trú um að þessi undanþága gæti nýtst okkur til að fá varanlega undanþágu til þess að stjórna okkar landhelgi. Svo verður auðvitað ekki. Í hinum fræga "pakka" hans Össurar verður þetta staðfest, Bruxelles á að fá yfirráðin. Auðvitað verður þetta sagt á skrúðmælgi miklu svona til að fá einfaldar sálir til þess að trúa einhverri vitleysu.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 17:42
Charkes, málið er að það er svo takmörkuð stemming fyrir málefnalegri umræðu hérna. Og það á ekki bara við hér. Alltaf þegar ESB ber á góma fylkja sér saman þjóðrembingar og koma með hrossabresti á milli þess sem þeir öskra svoleiðis svívirðingarnar yfir blásaklaust fólk sem ekkert gerir annað en benda á staðreyndir. þetta er ekkert fyrir hvern sem er. Eg er bara svo gamall orðinn svo sjóaður í internet umræðu að svona bítur ekkert á mig. Eg er svo sem ekkert að kvarta fyrir mig. það kemur bara einn gúmorren frá mér þegar þjóðrembingar fara að ybba gogg og eigi vorkenni eg þeim er þeir ganga skælandi undan mér. En þetta er leiðinlegt hvernig þeir haga sér. Vissulega. Til mikils ama.
Nú, það sem Johnsson segir um fiskveiðar Möltu og að þær séu ekki sambærilegar við Ísland o.s.frv. - að hef eg mótmælt því? Nei! Þvert á móti hef ég margbent á það og mig minnir að eg hafi bent á það hér uppi í byrjun. þetta er allt önnur hefð g menning kringum fiskveiðar á Möltu en hér. Við erum að tala allt aðrar aðstæður.
það sem skiptir máli við umræðu andstæðinga ESB varðandi fiskveiðar Möltu er, að þeir eru alltaf að gefa í skyn eða segja beint að við inngöngu í ESB hafi allt snúist um ,,að halda yfirráðum" yfir einhverjum sjó eða fiski og í framhaldi hafi lausnin verið að setja í lög svo litlar skektur ,,að enginn gæti róið til Möltu" á svo ltlum skektum etc. þetta segja þeir hæðnislega sumir en aðrir með miklum hrossahlátri.
Málið er að þetta er bara alrangt og nánast vandræðalegt, auk þess að vera leiðinlegt, að vera ekki betur upplýstur um efnið en þetta.
það er nú svo.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.2.2013 kl. 18:48
Reglan umhlutfallslegan stöðuleika er barn síns tíma og hefur það sýnt sig að hún er ónothæf til lengri tíma litið. Reglan byggir á þeirri hugmyndafræði að vistkerfið sé fyrirfram ákveðið og breytist ekki og því sé hægt að byggja á veiðireynslu og úthlutunar á þeim forsendum. Nýlegt dæmi um makrílinn sýnir þetta ágætlega þar sem nytjategund breytir hegðun sinni og færir fæðugöngur sínar norðar en verið hefur um árabil. Þjóðir sem telja sig "eiga" fiskinn í krafti stöðugleikareglunnar gera kröfu um að aðrar þjóðir láti af hendi sinn lífmassa óbættan að mestu svo að veiðireynsla þeirra fáist staðist samkvæmt stöðugleikareglunni.
Í grænbók 2009 um sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins er komið inn á að stöðugleikareglan fáist ekki staðist til lengri tíma litið vegna innbyggðrar bjögunar í kerfinu.
Það liggur fyrir að stöðugleikaregla Evrópusambandsins er ónothæf og hugmyndir sambandsins um breytingar munu skaða íslenskan sjávarútveg varanlega.
Það er augljóst að innganga Íslands í Evrópusambandið, með stöðugleikaregluna sem hornstein, er feigðarflan og stórhættulegt íslenskum sjávarútvegshagsmunum.
Sjávarútvegshagsmunum Íslands er best borgið fyrir utan Evrópusambandið bæði í bráð og lengd.
Til gamans má geta þess að lönd í Evrópusambandinu sem eru landlukinn hafa 70* meira atkvæðavægi en Ísland í valdastofnunum sem fjalla um sjávarútvegsmál. Lönd sem hafa ekki aðgang að úthafi hafa 328* meira atkvæðavegi en Ísland. Lönd sem hafa ekki aðgang að sjó eða úthafi eru með 40% af atkvæðavægi Evrópusambandsins. Þessar þjóðir munu fúslega skipta á sínu sjávarútvegsatkvæði fyrir eitthvað bitastæðara fyrir sig hjá valdamestu sjávarútvegsþjóðunum. Ísland mun aldrei geta keppt í lobbíisma á meginlandi Evrópu.
Relative stability and access to coastal fisheries
Relative stability was established as a principle of the first CFP in 1983. It means that each Member States’ share of each Community quota should remain constant over time.
Relative stability has had the merit of establishing a mechanism to distribute fishing opportunities among Member States. However, it has also given rise to very complex practices such as quota swaps between Member States or out-flagging by fishing operators. The addition of fishing effort management targets has blurred the picture even further. After more than twenty-five years of policy and changes in fishing patterns, there is now a considerable discrepancy between the quotas allocated to Member States and the actual needs and uses of their fleets. In short, it is fair to say that relative stability no longer provides a guarantee that fishing rights remain with their fishing communities.
The principle also limits the flexibility to manage the CFP in at least three different ways:
– it reduces the flexibility of the fishing sector to make efficient use of its resources and to adopt different fishing activities, techniques and patterns;
– it is one of the key reasons that have led national administrations to focus on increasing TACs, and thereby their share of fish, at the expense of other longerterm considerations. In many cases it creates inflationary pressure on TACs because a Member State that wants a higher quota has no other option but to seek an increase of the whole Community TAC;
– it contribute to discards because it creates many national quotas that generate their own discarding constraints: one national fleet may not have exhausted its quota or a certain species but another national fleet which exhausts its quota, or has no quota at all, is forced to discard it.
For the above reasons, it is important to address the continuation of relative stability, in its current form. One option would be to replace relative stability with a more flexible system, such as allocating fishing rights. Another alternative could be to etain the principle, but introduce flexible arrangements to address the above hortcomings and align national quotas with the real needs of national fleets. Another historical restriction of fishing opportunities is the 12 nautical mile regime, which reserves Member States’ inshore areas to their national fleets (except for pecific access rights for other fleets based on historic fishing patterns). This has enerally worked well and could even be stepped up if a specific regime is developed for coastal small-scale fleets.
http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=COM:2009:0163:FIN:EN:PDF
Eggert Sigurbergsson, 10.2.2013 kl. 19:15
Ásmundur í #29: "Álit framkvæmdastjórans byggist á því hvernig málin hafa þróast síðan. Í ljósi þess að 26 af 27 ríkjum eru hlynnt reglunni eftir 30 ára samfellda reynslu eru engar líkur á að hún verði afnumin enda þarf til þess aukinn meirihluta atkvæða eða 65%."
Eggert hefur sýnt fram á það að reglan um hlutfallslegan stöðugleika er úrelt og ónothæf. Til að gera verulegar breytingar á henni, þurfa atkvæði frá ríkjum sem hafa amk. 65% íbúafjölda innan ESB (skv. QMV). Sem sagt ónýtt regluverk, sem verður óbreytt um ókomna tíð.
Þurfum við fleiri ástæður til að hafna aðild að ESB?
I rest my case.
Pétur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 20:47
Pétur, ekki bulla. Það er af og frá að Eggert hafi sýnt fram á slíkt. Fjögurra ára gömul grænbók má sín lítils í samanburði við viðhorfið í dag.
Sagan hefur sýnt að þetta viðhorf frá 2009 reyndist rangt enda er reglan um hlutfallslegan stöðugleika enn í gildi og hefur fest sig svo vel í sessi að framkvæmdastjóri sjávarútvegssviðs treystir sér til að fullyrða að reglan sé komin til að vera eftir 30 ára reynslu af henni.
Þó að reglan verði ekki afnumin er ekki ólíklegt að það verði gerðar undantekningar þar sem tekið er tillit til að fiskistofnar færast til vegna loftslagsbreytinga. Það er hins vegar nokkuð sem við þurfum ekki að óttast.
Það eru alltaf skiptar skoðanir um öll mannanna verk og því fráleitt að álykta að hér sé um ónýtt regluverk að ræða.
Ásmundur (IP-tala skráð) 10.2.2013 kl. 23:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.