Árni Páll og Árni Páll
8.2.2013 | 10:46
Nú er ljóst orðið að Árni Páll Árnason er nýr foringi Samfylkingarinnar. Hann er grjótharður Evrópusinni og má eiga það að hann fer ekki í neinar grafgötur með þá skoðun sína. Það er fengur að heilum mönnum í pólitík - þó maður sé ekki sammála skoðunum þeirra.
Guðmundur Steingrímsson er að nokkru annar Árni Páll - hann er þó laumulegri um afstöðu sína um ESB-aðild en ferst það ekki vel að leyna aðdáun sinni á sambandinu og er þegar öllu er á botninn hvolft heldur harðari Evrópusinni en Árni Páll.
Bjarni Benediktsson er Evrópusinni en hann á bágt með að úttala sig um málefnið þar sem sterk andstaða er við það í hans flokki. Hann er sjálfur Guðjón (Árni Páll) inn við beinið.
Steingrímur J. Sigfússon reynir enn að sannfæra kjósendur um að hann sé ekki Árni Páll í eðli sínu en gleymir því þá um leið að hann hefur verið annað tveggja höfuð þessarar ríkisstjórnar sem hefur ekki afrekað minna en að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Samt kveinar Steingrímur og rifjast þá upp orðatiltæki sem ég heyrði stundum á æskuslóðum mínum: Skítmenni breka mest.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður Evrópusinni eftir kosningar verði honum boðið það.
Af þessari upptalningu má sjá að þörf er á raunhæfum valkosti í íslenskri pólitík. Valkosti sem stendur heill og óhaggaður vörð um sjálfstæði landsins en er um leið dyggur talsmaður þess að Ísland geti átt frjáls og óhindruð samskipti á öllum sviðum við öll heimsins lönd.
Athugasemdir
Það er ekkert skrítið að Samfylkingin og Björt Framtíð, vilji halda ESB viðræðum áfram,og ganga inn í þetta bákn, því þeir gera sér vonir um ca. 150-200 störf hjá ESB.
ESB er með ca. 60 þúsund starfsmenn og margir á skattfríum ofurlaunum,og mest allan uppihaldskostnað frían, og með lífeyrissjóðinn staðsettan í skattaskjólum, og helsta verk þessarar Elítu er að hafa eftirlit hver með öðrum, því reglugerðarbáknið er upp á ca. hálfa miljón bláðsíður.
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 11:22
Mikið rétt hjá þér, Halldór. Það eru margir sem horfa með glýju í augum til pussklæddra stóla í Brussel. Þar er hægt að koma mörgum vildarvinum fyrir.
Vinstrivaktin gegn ESB, 8.2.2013 kl. 11:55
Hefur VV einhverjar konkrít upplýsingar um að skoðanir Sigmundar Davíðs séu til sölu?
Gagnlegt væri að slíkar upplýsingar verði lagðar fram fyrir kosningar.
Eða er þetta paranoja vinstrimanns sem talar, og byggir á reynslunni af VG?
Og hver er tryggingin fyrir því að forráðamenn nýs framboðs selji sig ekki?
Við almenningur þekkjum óvininn ágætlega. Við vitum að hann veður í skattfé Evrópumanna, og hann getur keypt uppp stjórnmálamenn hægri vinstri. En það sem við höfum er mun öflugra, en það er upplýst umræða og samstaða.
Það er dálítið dæmigert vinstri eitthvað, að slá pólitískar keilur með því að ráðast á samherja í baráttunni, og ætla sér svo að klifa upp eftir bakinu á honum. Ekki til fyrirmyndar, og sannarlega ekki til árangurs, eins og reglulegur klofningur vinstrimanna sýnir svo glögglega.
Hilmar (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 12:15
Ég neita að trúa því að Sigmundur Davíð svíki sannfæringu sína.
Helga Kristjánsdóttir, 8.2.2013 kl. 13:08
Hér er hvergi nefnt að Sigmundur sé falur.
- gb.
Vinstrivaktin gegn ESB, 8.2.2013 kl. 13:09
VV hvernig ber þá að taka þessum ummælum? "Sigmundur Davíð Gunnlaugsson verður Evrópusinni eftir kosningar verði honum boðið það. "
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2013 kl. 15:50
Takk fyrir spurninguna Ásthildur var búin að skrifa svipað þegar ég sá að þú ert kominn með þetta.
Ættli VV sé að reina að klóra í bakkan svona rétt fyrir kosningar að sýna fram á að öllum 4 flokkunum séu ekki treistandi og því ekki að kjósa VG alveg eins og hina, svo að VG þurkist ekki út eftir kosningarnar í vor?
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 17:19
Ég vona ekki, þessi svikaflokkur á að vera búin að vera eftir öll sín svikamál. Rétt eins og Samfylkingin. Og ég sé ekki að hægt sé að treysta alveg Sjálfstæðisflokknum heldur með Bjarna Ben við völd. Þeir ættu sennilega að skipta honum út fyrir Hönnu Birnu. En ég verð að segja að frammistaða Sigmundar Davíðs undanfarnar vikur er eitthvað sem alveg má skoða og taka tillit til.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.2.2013 kl. 17:38
Bjarni Ben var óstöðugur ásamt öðrum flokksbræðrum og systrum í IceSave, en kanski að hann hafi lært af reynsluni?
En ég er sammála þér Ásthildur, Sigmundur Davíð hefur staðið sig nokkuð vel og kjósendur ættu kanski að skoða það sem hann boðar sé raunhæft og hvort það sé samstaða innan flokksins um þau málefni?
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 17:46
Maður sem er óstöðugur eins og Bjarni, verður óstöðugur og honum er ekki treystandi. Og 8 menn úr flokknum fylgdu honum í hans ískalda ICEsave3 og geta þá varla kallast voða stöðugir. En þetta snýst ekki allt um formenn, formenn flokka fara ekki með alræðisvald, þó Jóhanna og Steingrímur geri það.
Sigmundur er allt önnur saga og ég sé ekki neinn óheiðarleika eða óstöðugleika í honum. Hann var allan tímann harður og rökfastur gegn ICEsave. Ótrúlegt væri ef hann færi á hvolf eins og sumir eða færi að sveiflast eftir veðri og vindum.
Hinsvegar var Frosti Sigurjónsson, nýi maður flokksins, viljugur að semja um ICEsave og ekki lengra síðan en ICEsave3, þrátt fyrir að ýmsir haldi að hann hafi alltaf staðið grjótharður gegn nauðunginni.
Elle_, 8.2.2013 kl. 18:52
Mér finnst gæta hér þess undarlega misskilnings að Vinstri vaktin sé með einhverjum hætti tengd VG. Einskonar málgagn þess arma flokks. Svo er ekki.
Ummælin um SDG ber að skilja nákvæmlega eins og þau eru sögð. Og ég get vel endurtekið hér: Sigmundur Davíð mun ekkert víla fyrir sér að fara í ríkisstjórn sem heldur áfram aðildarviðræðum og vill endilega fá að kíkja í pakkann ef honum bara býðst það! Nokkrir þingmenn Framsóknar hafa snúist eins og vindhanar í ESB málum, s.s. Siv, Eygló, Birkir Jón og sjálfur Sigmundur Davíð hefur ekki alltaf talað eins í þessu máli. Um afstöðu þess fólks sem sennilegt er að komi nýtt inn fyrir flokkinn er lítið vitað.
Það passar illa að ýja að því við þann sem hér skrifar núna að hann sé með einhverjum hætti að að bera blak af VG - frekar kysi ég Framsóknarflokkinn fimm sinnum áður en ég svo mikið sem hugleiddi að kjósa VG. Þannig að slíkur þankagangur er hér ekki til staðar heldur einungis bent á staðreyndir.
- gb.
gb (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 18:53
Sjálfstæðismennirnir 4 sem alltaf voru á móti ICEsave og alltaf sögðu NEI voru: Birgir Ármansson, Pétur Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir og Sigurður Kári Kristjánsson.
Elle_, 8.2.2013 kl. 19:11
Já, ég hef oft tekið eftir þeim misskilningi að Vinstrivaktin sé VG. Fólk sem líkar ekki VG eða vissir alþingismenn þeirra, gengur svo langt stundum að segjast ekki skilja af hverju maður skrifi í síðu Vinstrivaktarinnar eða nánast fordæmir mann fyrir það.
Elle_, 8.2.2013 kl. 19:19
Gott að heyra það gb að þú mundir kjósa (F) fimm sinnum heldur en að kjósa (VG). Þeir gera þetta demókratrnir í Chicago, meira að segja dautt fólk kýs í Chicago.
Ég hef nú aðra skoðun á stöðugleika Símundar Davíðs en þú hefur, og ég held að ég hafi alveg eins mikið rétt fyrir mér og við verðum að láta tímanstönn útkljá okkar mismunadi skoðanir gb.
En gætum við ekki sagt um Bjarna Ben. live and learn, hann hlýtur að sjá þau mistök sem hann og hans flokksbræður og systur hafa gert í IceSave ferlinu.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 8.2.2013 kl. 19:21
Mér þætti betra ef færsluhöfundur notaði orðið ESB-sinnar í stað Evrópusinnar. ESB er ekki Evrópa og öfugt. Þetta er mikill misskilningur, sem hrokafullir ESB-sinnar (og ekki aðeins hér á landi) ætíð halda á lofti, eins og þau ríki sem standa utan við ESB skipti ekki máli. Í Evrópu eru 50 ríki, en aðeins 27 af þeim eiga aðild að ESB.
Ég er t.d. gallharður ESB-andstæðingur, en mikill Evrópusinni, því að ég er hlynntur Evrópu (það er svo hægt að túlka á ýmsa vegu), en ég er ekki hlynntur aðild smáríkja að ESB.M.a. af þeirri ástæðu að ég veit hvað ESB stendur fyrir og svo er ég lýðræðissinni að eðlisfari.
Varðandi nefnda ESB-sinna í Framsókn, þá eru Siv og Birkir Jón á leið af þingi. Svo verðum við bara að sjá hverjir verða kosnir inn, sjá hvor vængurinn verði valdameiri.
Sjálfur ætla ég hvorki að kjósa Framsókn né neinn af fimmflokknum og ég hef virkilega lítið álit á alþingismönnum vegna dugleysis þeirra. Þó hef ég ekkert út á Sigmund Davíð að setja nema hvað það var honum að kenna, að Samfylkingin og VG komust að kjötkötlunum í febrúar 2009. Það getur verið, að stefnuskrá flokksins sé ágæt núna, but words are cheap. Hvað mun gerast þegar þeir fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum? Í mínum huga standa kjósendur í vor frammi fyrir valinu á milli kóleru og svarta dauða.
Pétur (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 20:41
"hví er ég , ég, ég, en ekki þú og við, við en ekki eitthvað annað....
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.2.2013 kl. 22:11
Eru þeir sem eru á móti ESB, einangrunarsinnar?!!
Bjarni (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 01:14
Þið eruð makalaust góð! Ekki það að ég sakni Ásm.,en gæti verið að hann hafi sótt tilkynnt námskeið Evrópusambandsins í andsvörum gegn andstæðingum þess.
Helga Kristjánsdóttir, 9.2.2013 kl. 10:14
Tek undir með Pétri ég er ESB andstæðingur en mikill Evrópusinni sem er allta annað mál.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.2.2013 kl. 14:33
"Eru þeir sem eru á móti ESB, einangrunarsinnar?!!"
Takk fyrir spurninguna, Bjarni. Það er alltaf gott þegar ungt fólk vill fræðast um sannleikann. Svarið er nei. Það væri alveg eins hægt að spyrja, hvort Pólverjar sem voru á móti innlimun Póllands í Þriðja ríkið hefðu verið einangrunarsinnar. Eða Eystrasaltsþjóðirnar sem voru andsnúnir innlimun í Sovétríkin. Eða írsku íbúa Norður-Írlands, sem ekki vildu innlimast varanlega í brezka stórveldið. Voru þau einangrunarsinnar?
Það eru frekar ESB-sinnarnir sem eru einangrunarsinnar, þar eð innri markaðurinn er mjög einangraður frá ríkjum utan ESB. Til að undirstrika þetta, Bjarni, lestu þetta sem stendur í bloggfærslunni fyrir ofan:
"Valkosti sem stendur heill og óhaggaður vörð um sjálfstæði landsins en er um leið dyggur talsmaður þess að Ísland geti átt frjáls og óhindruð samskipti á öllum sviðum við öll heimsins lönd."
Skilurðu þetta núna? Það er gott.
Pétur (IP-tala skráð) 9.2.2013 kl. 14:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.