Réttlausir allra landa sameinist!

Eða var það öreigar allra landa sameinist!?

Einhverjum kann að þykja bratt að byrja pistil hér á Vinstri vaktinni á þessu gamla og herskáa slagorði Kommúnistaávarpsins. Það er á seinni árum frekar safngripur en gilt innlegg í pólitíska baráttu. Þegar orð þessi voru fest á blað fyrir 140 árum þótti orðræða Marx og Engels róttæk en festi samt rætur og átti sér eðlilega samsvörun í því þrældómsoki sem iðnbyltingin hafði lagt á lágstéttina, öreigana.

Verksmiðjulýðurinn hefur allt að vinna og engu að tapa nema hlekkjunum, sagði gamli Marx og var þá vitaskuld ekki að tala um launþega 20. aldarinnar sem búa við 40 stunda vinnuviku, heilsugæslu, rétt til orlofs, uppsagnarfrest og bótarétt í atvinnuleysi.BorgarlLýðurinn sem Marx talaði til átti engan rétt, ekkert öryggi og var jafnvel hamingjusnauðari en smábændur lénsveldsins næst á undan.

Seinna áttu svo bæði umbótamenn úr hópi krata og misgæfulegir valdaræningar úr hópi hinna herskárri eftir að nota kenningar Marx sér til framdráttar og réttlætingar. Hinir fyrrnefndu þróuðu með yfirstéttinni velferðarríkið og fóru smám saman að trúa á leiðsögn markaðskapítalismans. Í framhaldinu komu vökulög, verkamannabústaðir og misgáfulegar réttlætingastofnanir s.s Neytendatalsmenn og Samkeppniseftirlit. Verkalýðshreyfingin varð að sterku afli og náði sterkri stöðu fyrir sína umbjóðendur og enn sterkari fyrir sinn aðal, verkalýðsforingja allra stétta. Smám saman varð meira að segja til ný og sérstök tegund af jafnréttishugsun sem sagði að sama væri hvort barist væri fyrir kjörum láglaunafólks eða hálaunaaðals, allt væri það jafn gott og jafn göfugt.

En nú eru blikur á lofti. Ekki vegna þess að gamla verkalýðshreyfingin hafi glatað sumarhúsahverfunum sínum. Þeir standa traustir og öruggir en það er sótt að réttindum verkalýðsins. Þórarinn Hjartarson hefur undanfarið skrifað um það hér á vaktinni hvernig ESB herjar nú á það sem áunnist hefur.

Þar til viðbótar er hin nýi öreigalýður alþjóðavæðingarinnar. Frjálst flæði þjónustu er frelsi til undirboða svo skáka megi réttindalýðnum út af markaði. Frjálst flæði vinnuafls er annað heiti á frelsi til kúgunar. Frjálst flæði vöru er frelsi til að undirboða á markaði óháð kjörum þeirra sem framleiða. Frjálst flæði fjármagns er eins alþjóð hefur fengið að sjá og finna á undanförnum árum fyrst og síðast frelsi til að fela þýfi.

Fyrir nokkru kom út bókin The Precariat: The New Dangerous Class eftir breska prófessorinn Guy Standing. Þar gerir hann grein fyrir hinni nýju öreigastétt heimsins, hinum lausráðnu, hinu hreyfanlega vinnuafli, hinum réttlausu, lýðnum sem ekkert veit hvað bíður hans og á lítið sem ekkert af þeim ávinningum sem verkalýðshreyfingin hefur áunnið undanfarna áratugi. Við erum ekki aðeins að tala um ólöglegt vinnuafl heldur líka hið löglega og rótlausa, alþjóðlega undirverktaka, lausamenn kapítalismans. Þetta hreyfanlega fólk tilheyrir engri launamannahreyfingu.

Fátækt lausamannanna er ekki bara fjárhagsleg heldur líka menningarleg og andleg. Þessi vaxandi stétt alþjóðavæðingarinnar er að mati Guy Standing hættuleg samfélagi Vesturlanda og að stórum hluta er þetta fólk í stöðu sem býr við eymd sambærilega því sem var á 18. og 19. öld í löndum Marx og Engels. Munurinn er kannski helst sá að öreigar þess tíma höfðu engu að tapa nema hlekkjunum. Öreigar Guy Standing sem hann kallar Precariat eiga ekki einu sinni hlekki til halda sér í! /b.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Maður sér eiginlega ESB í nýju ljósi við lesturinn.  Að vísu er þetta einmitt sem þjóðvarjar vinir mínir hafa verið að segja mér um hvað gerðist í Grikklandi, Spáni og fleiri ríkjum, þar var allt keypt upp af erlendum fjárfestum sem vert var að hirða á brunaútsölu, og allt verðlag hækkaði stórkostlega.  Bretar segja hreint út

að Portúgalar og Spánverjar hafi keypt upp þeirra kvóta.  Þannig að þegar þjóð er komin inn í þetta alsherjarbatterí, þá eru allar dyr opnar fyrir hákarla þarna úti og þeir verða ekki lengi að sölsa undir sig allt hér sem þeir geta gert að peningum.  Og við höfum hreinlega ekkert um það að segja.   

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2013 kl. 13:09

2 identicon

Það er náttúrulega segin saga, að ef leita á skýringa á einhverjum óförum, þá er kannað hvort það er ekki örugglega frelsinu að kenna.

Allir sem græða, eru meira og minna þjófar, og lausnin hlýtur að vera fólgin í því að stöðva gróða. Allar lausnir sem boðið er upp á, er mismunandi útgáfa af því, hvernig gera má fé "þjófa og ræningja" upptækt í "þágu þjóðarinnar"

Það virðist fáum detta til hugar að kryfja það, af hverju t.d. Frakkar vilja/þurfa leggja á 75% skatt á hátekjufólk. Hvað er það í frönsku samfélagi sem krefst þess að gera fé leikara upptækt? Eru franskir leikarar þjófar og ræningjar? Eða er einhver önnur skýring, eins og að meira og minna sósíalísk þjóðfélög í Evrópu eru komin að fótum fram vegna snarbrenglaðs kerfis, sem gengur meira og minna út á sístækkandi velferðarkerfi, sem virðist þó skila minni og minni velferð með hverju árinu?

Fólk, og þá vinstrimenn sér í lagi, mættu íhuga það hvort síhækkandi skattar og sívaxandi bruðl með skattfé, sé ekki stærra vandamál en það sem kallað er alþjóðavæðing.

Skattar á neftóbak hækkuðu um 80% um áramótin. Enginn kvartar, enda ekki PC að mótmæla sköttum gegn einhverjum skilgreindum ósóma. Skattahækkun kemur þó ekki til með að draga úr neyslu til lengdar, heldur eykst smygl (glæpamannaframleiðsla) og þeir sem eru háðir og geta ekki hætt, taka þetta af einhverju öðru. Kannski minnka þeir lífsgæði barna sinna, með því að borga hærri skatta fyrir ósómann. Við vitum að skýring vinstrimanna verður þó aldrei skattahækkunin, heldur ógeðið sem rænir barnið sitt lífsgæðunum.

Búnir eru til "grænir" skattar af einhverju hátíðlegu tilefni. Skatturinn fer þó ekki í að bæta líf okkar, heldur rennur oftast nær í fleiri menntaða fræðinga innan hins opinbera, nú eða rennur í vasa verkfræðistofa sem eru í áskriftum að gríðarlegum upphæðum frá ríkinu, fyrir ýmis verk, unnin eða óunninn, en eiga það sameiginlegt að skila okkur engu.

Aldrei er hægt að sýna fram á merkjanlegan árangur þjóðfélagsins af skattahækkuninni. En á hátíðastundum eigna ómerkilegir stjórnmálamenn sér einhver árangur af því að hirða meira úr vasanum á okkur, til að eyða í eitthvað.

Eftir allt sósíalið, alla umhyggjuna, alla frasana og alla pólitíkusana sem hafa hlaðið upp öreigum í bunkum fyrir fram sig, og fengið kosningu út á, þá hefur ekkert breyst. Nema hagur pólitíkusana sem beita þeim nafnlausu fyrir sig.

Hvað er betra í íslensku þjóðfélagi öreigans eftir valdatöku vinstrimannsins Stteingríms J Sigfússonar?

Og hvar er gróði umhverfisins eftir valdatöku græna mannsins Steingríms J Sigfússnar?

Við vitum að Steingrímur J hefur það bísna fínt, en öreigarnir eru blankari en áður.

Plís, sparið okkur tilfinningaræpu um þjófa auðvaldsins, þegar öllum á að vera það ljóst, að stærstu þjófarnir eru þeir, sem eftirlitslaust valsa í okkar vasa, og hirða það sem þeir telja sig þurfa, í formi skatta.

Vandinn er ekki feitur leikari í Frakklandi sem flýr skattakvalir vinstrimanna.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 13:41

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nú er þetta allt annað hjá ,,vinstri" vakt. Nú eru þeir komnir í teoríuna.

Hérna halda þeir fram málsstað kómmúnistaflokksins og síðar að hluta sósíallistaflokksins. Hvernig var sá flokkur þjóðrembingsfræðilega séð? Hann var deild í kommintern! Íslenski flokkurinn var hluti af þeim rússneska! það sem skeði Í Rússlandi - það skeði hér! Beisiklí.

Heyrðu! þeir tóku línuna! þeir fóru hiklaust svoleiðis marga hringi í grundvallarmálum - bara eftir því hvað Stalín sagði hverju sinni!

þetta gekk svo langt að þegar Stalín gerði bandalag við Hitler um skiptingu Evrópu og undirskrift um hlutleysi Sóvétríkjanna gagnvart Nazistum - þá gerðu ísl. kommúnistar það líka! Tóku bara línuna. Voru sendir menn til Mosku til að fá línuna!

Og þetta styður svokölluð ,,vinstri" vakt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2013 kl. 13:58

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. Hvað er þetta fyrir nokkuð?

,,Seinna áttu svo bæði umbótamenn úr hópi krata og misgæfulegir valdaræningar úr hópi hinna herskárri eftir að nota kenningar Marx sér til framdráttar og réttlætingar."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2013 kl. 13:59

5 identicon

Já Ómar minn, það eru þessir sem taka við línunni að utan.

Þú hefur meiri reynslu af því en flestir og ættir að geta tjáð þig hikstalaust um þá reynslu.

Það er þó svolítið fyndið, að sjá krakkfíkil vara við metaamfetamíni.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 15:24

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

,,Að taka við línu" er gott samkv. ,,vinstri" vakt svokallaðri. Lestu pistilinn drengur!

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2013 kl. 15:53

7 identicon

Samleið Vinstrivaktarinnar með hægri öfgaöflum á Íslandi í ESB-málinu sýnir svo að ekki verður um villst að stefna Vinstrivaktarinnar er ekki vinstri stefna.

Andstæðingar ESB-aðildar standa vörð um sérhagsmuni LÍÚ og ýmissa annarra auðmanna og berjast um leið gegn hagsmunum almennings.

Andstaða við ESB-aðild er andstaða gegn minni verðbólgu, engri verðtryggingu, miklu lægri vöxtum, lægra verðlagi, meiri samkeppnishæfni og stöðugleika. Þetta er andstaða gegn betri lífskjörum almennings.

Það er því ljóst að Vinstrivaktin aðhyllist ekki jafnaðarmennsku. Hún siglir því undir fölsku flaggi með því að bendla sig við vinstri pólitík.

Þetta kemur ekki bara fram í samstöðu Vinstrivaktarinnar með hægri öfgaöflunum um að halda kjörum almennings niðri. Árásirnar á  Vinstri græna er einnig sláandi í þessu samhengi.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 16:54

8 identicon

Það fer öðrum en mér sennilega betur að lýsa vinstristefnu. Í það minnsta skil ég ekki þessa vinstristefnu, eða jafnaðarstefnu eins og þú vilt kalla hana, Mundi minn.

Ég er ekki að fatta það, að það sé jafnaðarstefna að skerða ítrekað kjör aldraðra, öryrkja og atvinnulausra, á sama tíma og slegin er skjaldborg um Einar Karl Haraldsson. Já, og alla þessa aðstoðarmenn ráðherra, sem dregnir eru inn af flokkskrám Samfylkingar og VG.

Ég skil heldur ekki þessa jafnaðarstefnu, að vilja gangast á hönd ESB, sem býr til fátæklinga miljónum saman í Evrópu.

Ég skil ekki þá jafnaðarstefnu, að vilja draga Ísland nauðugt inn í fátækrasamfélag, þar sem almenningur á ekki kost á lánum, getur ekki framfleytt sér, hefur ekki efni á mat en verður eað treysta á súpueldhús, þar sem verið er að bera út miljónir fyrrum fasteignaeigenda, af bönkum sem eru hrikalega gjaldþrota, og er haldið uppi af fólkinu sem borið er út. ESB Evrópu, sem Rauði krossinn hefur skilgreint sem hamfarasvæði.

Kannski það sé jafnaðarstefnan, að jafna út eymdinni.

Kannski það sé jöfnuður, að öll ríki Evrópu búi við 25-30% atvinnuleysi. Kannski.

En eitt veit ég, að Vinstri vaktin hefur ekki verið við stjórn, og ber ekki ábyrgð á þessari jafnaðarmennsku, sem er að fletja allt út í ekki neitt.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 17:39

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er rétt hjá Ásmundi að það er fátt sem minnir á vinstri í skrifum ,,vinstri" vaktar.

þetta með hvernig kommúnistaflokkurinn/sósíalistaflokkurinn tóku línuna frá Moskvu er einfaldlega staðreynd. þetta var sérlega áberandi og sláandi fyrir stríð. Í sjálfu sér þarf það samt ekki endilega að vera skrítið því í grunni boðskaparins var samvinna verkamanna yfir landamæri. þetta var stéttapólitík þvert á landamæri.

Samt að vissu leiti skiljanlegt að ísl. kommúnistar hafi alltaf samviskusamlega farið eftir línunni frá Moskvu. þetta var skilyrði fyrir því að fá að vera í kommintern! Ef þeir væru með einhverjar sjálfstæða túlkun á kenningunni - þá voru þeir settir útaf sakramentinu og í framhaldi misstu þeir fjárstyrk. þessvgna var ekkert val þannig séð. En eftir á séð er þetta mjög merkilegt hve þeir gengu langt í að fylgja línunni. Td. þegar yfirheyrslur Stalínsvoru í gangi með tilheyrandi ofsóknum og játunum - þá kom það hingað líka! Öllum hófsemdarmönnum var hafnað og þeir reknir og öðrum gefinn séns ef þeir játuðu á sig að hafa farið útí villukenningar. þetta er alveg ótrúlegt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2013 kl. 18:02

10 identicon

Himmi Himpigimpi samur við sig.

Hann ætti að finna sér eitthvað annað til að hafa fyrir stafni. Skilningsleysi hans á stjórnmálum er himinhrópandi.

Hann skilur jafnvel ekki orðið jafnaðarmennska þó að meiningin felist í orðinu. Aumingja maðurinn heldur að kreppan sé jafnaðarmennska.

Gef oss grið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 18:03

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Öfugmæli Ásmundar þarf ekki að taka bókstaflega.  Þeim má nefnilega snúa réttsælis.

Stefna ESB er ekki vinstri stefna þvi hún er fjandsamleg vinnandi fólki, sem þarf að sætta sig við að fjármagnið og allsherjarfrelsi þess undirbjóði allt það sem þó hefur áunnist undanfarna áratugi.

ESB sinnar vita ekki í hvorn fótinn þeir eiga að stíga varðandi "sérhagsmuni" LÍÚ.   Sérhagsmunir útvegsmanna ESBríkjanna vega nefnilega jafnþungt - en það má ekki nefna, ennþá.

ESB sinnar halda því fram að einungis ESB aðild geti forðað landsmönnum frá minni verðbólgu, engri verðtryggingu, lægri vöxtum, lægra verðlagi, meiri samkeppnishæfni og stöðugleika.  

Ekkert af þessu er rétt nema ef til vill hið síðasta; stöðugleikinn!  Fyrir nútímamanninn,  hvar sem er í heimi, gerist slíkt aðeins eftir að hann hefur verið lagður til hinstu hvílu.  Ekki einu sinni ESB býður upp á slík stöðugleikans kjör.

Síðast en ekki síst; það er orðið fátt um fína í vörninni fyrir ESB-sinna þegar þeir slá saman vinstri og hægri.  Þeir hafa greinilega ekki áttað sig á þrátt fyrir að haf og himinn kunni að skilja að stjórnmálastefnurnar - þá geta þessi öfl þó sameinast um að berjast gegn ESB-aðild. 

Kominn tími til að ESB sinnar íhugi AF HVERJU?

Kolbrún Hilmars, 7.1.2013 kl. 18:08

12 identicon

Sjáðu til Mundatetur, ér er auðvitaður ruglaður í allri þessari jafnaðarmennsku, sem býr til fátæklinga þar sem færi gefast. Það færi betur að þú myndir útskýra þá jafnaðarstefnu, í stað þess að reyna að vera sniðugur. Við höfum það staðfest, skjalfest, vottað og stimplað, að þú getur ekki verið sniðugur, jafnvel þó líf liggi við.

Ég legg því til að þú reynir að útskýra þessa jafnaðarmennsku betur, sérstaklega í ljósi þess, að ég, skilningslausi maðurinn á jafnaðarmennskunni þinni, biður auðmjúklegast um aðstoð til að skilja.

Ég get náttúrulega endurtekið innleggið að ofan, en ég treysti því að þú lesir það bara yfir, og útskýrir hvernig þessi jafnaðarmennska ESB, sem hefur gert ESB Evrópu að hamfarasvæði Rauða krossins, búið til óteljandi miljónir fátækra og húnæðislausra, sem þurfa að borða úr ruslafötum, getur bætt hag Íslands.

Hvernig græða Íslendingar á jafnaðarmennsku, sem gerir venjulegu fólki ókleyft að taka lán, eiga varla fyrir brýnustu nauðþurftum, og lifir í stanslausum ótta við atvinnuleysisdrauginn?

Mundi minn, lestu innleggið bara yfir aftur, og slepptu því að reyna við sniðugheitin, og vinsamlega útskýrðu þessa jafnaðarstefnu ykkar og hvernig hún nýtist þjóð sem hefur það bærilegt, þrátt fyrir verstu ríkisstjórn allra tíma.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 18:35

13 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hilmar, áhugaverða spurningin sem snýr að þér er, að þú þessi mikli hægrimaður og sjalli skuli vera svona innilega sammála ,,vinstri " vakt. það bendir til að það sé eitthvað lítið vinstri við ,,vinstri" vakt. Enda kemur það vel í ljós að flestir aðdáendur síðunnar eru hægri menn á yst kanti margir hverjir.

Eg er alveg steinhissa á yngra fólkinu í VG að láta sig að nokkru varða fjasið í andstæðingum Evrópusambandsins. Geta fengið það af sér að vinna með svona hægri öflum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2013 kl. 18:52

14 Smámynd: Elle_

Ekki það að ég hafi nokkru sinni skilið Ásmund eða Ómar en mikið er erfitt fyrir Brussel-rembinga almennt að skilja að bæði hægri og vinstrimenn, og allt þar í milli, berst gegn þessu dýrðarsambandi þeirra.  Hinu mikla jafnaðarsambandi þar sem, miðað við lýsingar þeirra, mætti halda að allt væri orðið grafkyrrt og steinhljótt.

Það er það þó ekki.  Þar er enginn jöfnuður nema að því leyti að almenningur þar verður sífellt jafn illa settur og ömurlegur og stór þorri fólksins á heima á götunni með ekkert.  Þar er líka ekki svo hljótt, þar versna óeirðir á götum úti í þessari grafkyrrð og þið mættuð fara að sleppa þessum jafnaðargólum ykkar.  

Elle_, 7.1.2013 kl. 19:38

15 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er ekkert til sem heitir ,,brössel rembingur".

Menn verða að hafa eina grunnstaðreynd á hreinu. það sem þeir sem nefndir eru ,,fylgjendur ESB" eru að gera yfirleitt í umræðum er að benda á augljósar staðreyndir. Staðreyndir sem oft benda á þá staðreynd að afarhæpið sé að segja að Djöfullinn = ESB. Að það sé formúla sem standist ekki vísindalega skoðun.

Vandkvæðin sem eru svo áberandi í máli andstæðinga Evrópusambandsins eru að yfirdramatíksera hluti svo rosalega jafnframt og fara afar frjálslega með staðreyndir - gerir það að verkum að mjög sennilega eldist þau skrif og sjónarmið illa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2013 kl. 21:27

16 identicon

Já, fátækt heimsins er svo sannarlega ESB að kenna. Þannig að við tökum auðvitað öll undir í kór: Öreigar allra landa sameinist gegn ESB! Um leið og ógnarstjórnin í Brussel fellur, sem heldur fátæklingunum í greipum sínum, sendir öreigalýðinn landa á milli, þá mun öllum öreigum þessa heims sannarlega líða betur. Þetta sést best á því hversu miklu sárari fátæktin er nú í Evrópu en hún var hér á árum áður, hversu miklu betur okkur öllum leið áður en sú skelfing gekk yfir heiminn að Evrópubúar reyndu að stofna stórríki. Hlustum því á Karl Marx sem barðist manna mest fyrir þjóðlegum stjórnum sem eru svo góðar við öreigana!!!

Gunnar Halldórsson (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 22:12

17 identicon

"ESB sinnar halda því fram að einungis ESB aðild geti forðað landsmönnum frá minni verðbólgu, engri verðtryggingu, lægri vöxtum, lægra verðlagi, meiri samkeppnishæfni og stöðugleika. Ekkert af þessu er rétt nema ef til vill hið síðasta; stöðugleikinn!"  

Kolbrín, ef þú veist af annarri leið, endilega láttu okkur vita. Menn hafa verið að leita að henni í nærri 100 ár án árangurs. Við bíðum því spennt eftir þinni lausn.

Verðbólgan hefur verið margfalt meiri hér en í ESB-löndum. Raunvextir hafa verið miklu hærri. Þrátt fyrir að íslensk lán hafa verið verðtryggð hafa nafnvextir verið hærri á þeim en óvertryggðum evrulánum.

Þetta þýðir að munurinn á raunvöxtum er mjög mikill og greiðslubyrði lána hér því miklu þyngri.

Lántaka í íslenskum krónum er fjárhættuspil. Verðtryggð lán eru þó skárri en óverðtryggð lán enda er eina hættan með þau að lán hækki minna en verðlag.

Óverðtryggð lán verða hins vegar flestum ofviða þegar verðbólgan fer á skrið og vextir hækka upp úr öllu valdi. Þá kemur ný hrina vanskila með tilheyrandi kröfum um lækkun lána vegna forsendubrests.

Ástæða þess að verðbólga hefur verið hér miklu meiri en í ESB-löndum er auðvitað ónýt króna. Það er fullreynt.

Enginn hefur bent á aðra leið út úr vandanum en að ganga í ESB og koma krónunni í skjól þar áður en evra verður tekin upp.

Danska krónan er nú meira en 2000 sinnum verðmætari en gamla íslenska krónan sem var á pari við hana í upphafi. Segir það þér ekkert um íslenska verðbólgu og tengsl hennar við ónýta krónu?

Ásmundur (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 23:15

18 identicon

Já Ómar, eða Mundi, ef þú hefur gleymt hamskiptum, hægri maður er ég, kemur í ljós í vor hvort ég er hægri Sjalli eða hægri Frammari. Ég skal láta þig vita.

Alvöru vinstrimenn eiga að sönnu margt sameiginlegt með hægrimönnum. Skilninginn á nauðsyn húmanisma, sem ekki er að finna hjá hræsnurum dauðans, krötunum.

Alvöru vinstrimenn og alvöru hægrimenn skynja t.d. hræsnina sem felst í kratakláminu um lýðræðið í ESB, þar sem 25 ESB þjóðir þurfa á ESB lýðræðislegan hátt að samþykkja það umræðulaust, sem Þjóðverjar og Frakkar ákveða hvað þeim er hollt og gott.

Alvöru vinstrimenn og alvöru hægrimenn skynja líka hverskonar skrýmsli ESB Brussel er orðið, þar sem heill her embættismanna ákveður hvernig þegnar ESB eiga að lifa og starfa.

Alvöru vinstrimenn og alvöru hægrimenn skilja líka, að þegar Rauði krossinn er búinn að skilgreina ESB Evrópu sem efnahagslegt hamfarasvæði, að ESB er eitthvað sem ber að forðast í rauðan dauðann. Sérstaklega fyrir þjóð sem hefur sigrast á erfiðleikum vegna sjálfstæðis og krónu, og þrátt fyrir handónýta kratastjórn, sem vill taka bjargirnar í burtu, og býður í staðinn velferðarhelvíti Brussel kerfiskallanna, sem er að gera lönd ESB Evrópu að efnahagslegum dauðadal.

Hilmar (IP-tala skráð) 7.1.2013 kl. 23:22

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er bara tal útí loftið. Frasar.

það er líka, eins og eg bendi áður á, ekki aðeins það að vera ,,á móti ESB" sem sameinar vinstrið og hægrið. það er hvernig þið eruð ,,á móti".

,,Mótspyrna" ykkar er svo mikið útfrá röngum forsendum sem þið gefið ykkur og síðan yfirdramatískseringu á allskyns spuna útfrá þeim röngu forsendum.

þ.e.a.s. að andstaða ykkar við ESB byggir á svo veikum grunni. það sama á svo við Heimssýn og Evrópuvaktina og fl. hægri og vinstri þjóðrembingsbloggara. Að öll framsetning þeirra er alt of ofsa og öfgakennd til að geta fengist staðist til lengri tíma. þó er aldrei að vita. Innbyggjar hérna gætu alveg farið að festa sig í allskyns þjóðrembingsbulli í nokkur ár. Jafnvel 2-3 áratugi. Hvur veit.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 7.1.2013 kl. 23:43

20 Smámynd: Elle_

Ofsa- og öfgamaðurinn er Ómar.  Já og kjána-þjóðrembings fóstbræðurnir og systurnar.  Viti borið fólk er búið að segja honum það, oft.

Elle_, 7.1.2013 kl. 23:59

21 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það getur aldrei verið ,,ofsar/öfgar" eða rembings" að benda á augljósar staðreyndavillur í málflutningi andstæðinga ESB. það er miklu frekar hófsemi.

Er nefnilega soldið merkilegt hvernig andstæðingar ESB á íslandi, eiginlega allir eða þeir sem mikið hafa sig í frami, leitast við að pólarísera umræðuna með því að ýkja og dramatíksera alla hluti.

það bendir til að þeir standi á veikum málefnalegum grunni og teji sig helst ná árangri með própaganda 101 að vopni og þá höfðað aðallega inná kjánaþjóðrembing sem lengi hefur reynst vel til pólitískra veiða á landinu.

Sem dæmi um ýktan og ofurblásinn málflutning Andsinna eru frásagnir þeirra af því að þeir sem ekki fallist málflutning Andstæðing ESB - að þeir trúið þá að ESB sé = Paradís sem öllu reddi.

það hefur bara enginn sagt slíkt nema Andsinnar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 00:25

22 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú ómar barnatíminn hjá Bjarka; "Bra bra bra út í lönd með Andrési önd”sjá euro sín park.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2013 kl. 02:06

23 identicon

Ég veit náttúrulega ekki hvort eigi að kalla þig öfgamann, Ómar minn. Það er varla öfgaskapur að stunda internetið í leit að neikvæðri athygli, fyrst þú færð ekki þá jákvæðu.

Landsölumann er varla hægt að kalla þig, enda ekki í nokkurri aðstöðu til að selja eitt eða neitt, nema kannski höfundarétt að nokkrum alternikkum.

Ég held að við getum þó dregið þá ályktun að þú eigir ekki marga vini, og sért ekki í uppbyggjandi samskiptum við annað fólk. Fullvíst er, að þú vitir hversu slæm hugmynd ESB er, enda hefur þú aldrei rökrætt sambandið, bara slegið fram bjánalegum fuyllyrðingum. Nei, málið snýst bara ekki um ESB. Ef þú fengir ekki þessa neikvæðu athygli, tæki vanmáttarkenndin völdin, og þér finndist þú algerlega einskis virði.

Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 08:08

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það verður að segjast eins og er að umræðuhefð sem Andstæðingar ESB hafa komið sér upp - er afar sérstæð vægast sagt.

það bókstaflega örlar aldrei, aldrei, á málefnalegri umræðu.

Svo í tilfelli þessar síðu, að Ragnar Arnalds skuli fást til að bera ábyrgð á svona er alveg með ólíkindum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 10:25

25 identicon

Vissulega stendur einhversstaðar að Ragnar Arnalds sé ábyrgðamaður síðunnar. Ragnar getur þó á engan hátt borið ábyrgð á því, að fólk þarna úti hlægi að þér, Ómar minn.

Einhversstaðar verður þín ábyrgð að taka við, kúturinn minn.

Vissulega má segja að þetta jaðri við einelti, enda er verið að taka mann sem á bágt, og gera gys að honum.

En, ef við gerðum það ekki, fengir þú enga athygli Ómar minn, hvorki neikvæða né jákvæða.

Og hvort er verra, að vera aðhlátursefni á netinu, eða vera ekki neitt?

Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 10:54

26 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er sem eg segi, sérstæð framkoma með afbrigðum gagnvart samlöndum sínum hjá svokallaðri ,,vinstri" vakt. Ráðist á þjóð sína endarlaust með skítkasti!

Afhverju hatar ragnar arnalds svo þjóð sína? Maður spyr sig.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 11:39

27 identicon

Þetta er nú bara ekki rétt hjá þér Ómar minn, hér inni er bara fólk sem vill þér vel, og reynir að leiðbeina þér. Hérna er vinir þínir, ekki þessir ESB pésar sem ljúga þig fullan.

Sjáður til Ómar, þeir eru búnir að ljúga því að þér, að Ísland sé betur sett með evru, en í evru ESB er metatvinnuleysi og metfátækt. Hér á Íslandi er hverfandi atvinnuleysi, og það þrátt fyrir verstu ríkisstjórn allra tíma. Pæl'íði, Ísland hlýtur að vera Paradís í augum evrulendinga. Ætli þeir vilji ganga í Ísland?

Hér er náttúrulega heldur ekkert neyðarástand, eins og í ESB, sem Rauði krossinn hefur lýst sem neyðarsvæði.

Nei Ómar minn, við viljum bara að þú farir frá tölvunni, fáir þér vinnu og takir þátt í þessu þjóðfélagi. Það sem þú hefur ekki í dag, færðu svo sannarlega ekki meðal þjóða í nauðum.

E.s.

Yrði nokkuð bannað að hlægja að þér í ESB?

Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 12:24

28 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í samb. við ,,atvinnuleysi" í ESB, að þá er það þannig að fá lönd hífa upp meðaltal. S.s. Spánn og Grikkland. Atvinnuleysi þar er ekkert meira en hefur verið á tímabilum áður og ekki langt síðan.

þetta upplegg Andstæðinga ESB á efninu getur aldrei orðið neinn alvöru grunnur undir umræðu um hvort Ísland gerist aðili eður ei.

Í löndum Evrópu verður á öllum tímum eitthvert atvinnueysi. þ.á.m. Íslandi. Stundum mikið og stundum lítið eftir atvikum.

það hefur bara ekkert að gera með umræðu um það hvort Ísland eigi að gerast aðili að Sambandinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 12:32

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar,  Rauði krossinn hefur birt þá tölu að um 120 milljónir manna innan ESB (af ca. 500 milljónum) þurfi matargjafir.  Uþb. fjórðungur íbúanna.

Auðvitað hafa alls staðar verið sveiflur í velferð þjóða, en geturðu nefnt dæmi um viðlíka ástand í álfunni á friðartímum?

Það þýðir lítið að vísa til þess að einstakar þjóðir "hafi hagað sér illa" - er ekki ESB "samvinna" þjóðanna með til þess hannað yfir-stjórnvald?

Kolbrún Hilmars, 8.1.2013 kl. 14:07

30 identicon

Í mörgum ESB-löndum er atvinnuleysi lítið þrátt fyrir kreppu, ekki síst hjá smáþjóðum. Þetta eru reyndar allt evrulönd. Austurríki, Lúxemborg, Holland, Þýskaland og Malta eru öll með lítið atvinnuleysi.

Það er því engar vísbendingar um að atvinnuleysi á Íslandi aukist með ESB-aðild. Þvert á móti eykur stöðugleikinn samkeppnishæfni Íslands. Við það verða til mörg og margvísleg ný störf og útflutningstekjur aukast. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 14:51

31 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Fjórðungur íbúa ESB lifir á matargjöfum frá hjálparstofnunum.

Og viljum við þetta hérna?

það er þetta sem eg er að tala um.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 15:08

32 identicon

Kolbrún, ástandið er mjög gott í flestum ESB- og evrulöndum þrátt fyrir heimskreppu. Það eru aðeins ESB-andstæðingar sem láta eins og allt sé á sömu bókina lært í ESB-löndum og það verði þannig hjá okkur ef við göngum í ESB.

Þetta erfiða ástand er ekki bara vegna þess að sum löndin hafa farið illa að ráði sinu. Mikil fátækt er í flestum fyrrum austantjaldslöndum, einkum Búlgaríu og Rúmeníu. Þau hafa hins vegar lítið eða ekki notið matargjafa hingað til þó að færa megi rök fyrir því að þörfin hafi verið til staðar.

Þetta mat Rauðakrossins er varla byggt á mjög vísindalegum grunni. Það er eflaust sett fram í von um að afla sem mests fjár.

Aðstæður eru svo mismunandi í hinum ýmsu löndum að það er ekki rétt að nota sömu mælistiku á þörfina alls staðar enda hafa sumar þessara þjóða lært að lifa við fátækt.

Það er hins vegar mjög jákvætt ef ESB-aðild hefur leitt til þess að þær fái nú matargjafir.

Heimskan í máflutningi ESB-andstæðinga felst ekki síst í því að bera Ísland saman við eitthvert ESB-meðaltal í stað þess að miða við þau lönd sem við höfum hingað til borið okkur saman við. Ef það er gert hallar verulega á Ísland.

Þetta sýnir að það mat andstæðinganna að Ísland verði að halda uppi fátækasti þjóðum með miklum fjárframlögum stenst ekki.

Ávinningur okkar af aðild verður margfalt það sem við þurfum að láta af hendi rakna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 15:36

33 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, lágar atvinnuleysistölur sumra landa eiga sér eðlilegar skýringar, ef eðlilegar skyldi kalla.  Um það hefur áður verið rætt hér á Vinstri vaktinni.

Í Austurríki er atvinnuþátttaka kvenna með því lægsta sem gerist.

Í Hollandi eru "óeðlilega" margir í hlutastarfi, sem ekki skráist sem atv.leysi.

Í Luxembourg  búa ekki allir launþegar innan landamæranna.  Atv.leysistölur þeirra skrást í nágrannalöndum.  Fjármálastarfsemin er annars áþekk Sviss og nokkuð stabíl.

Malta hefur lítið umleikis, líklega lifa íbúarnir á "drefibýlisstyrkjunum" góðu?

Þýskaland er ekki viðmiðunarhæft, af ýmsum ástæðum.

Ómar, þetta var það sem við hin tölum um líka   :)

Kolbrún Hilmars, 8.1.2013 kl. 15:50

34 Smámynd: Elle_

Já, hugsið ykkur, 120 milljónir manna (Kolbrún, 29) í þessu dýrðarríki jafnaðarmanna, sveltandi.  Þar sem allir vinna saman í miklu bræðralagi frjálsra og fullvalda ríkja.  Þar sem þorri ríkjanna vinnur á fullu við að taka við skipunum frá 2 heimsveldum.

En Ómar, þú ættir ekki að vera að ráðast á neinn fyrir skítkast.  Fáir kasta skít eins oft og þú.

Elle_, 8.1.2013 kl. 15:51

35 Smámynd: Elle_

Hvað var þetta no. 31??  Ómar játaði loksins hvurslags dýrð það er að vera innan þessa mikla veldis.

Elle_, 8.1.2013 kl. 15:58

36 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ja, ég veit ekki um vísindagrunn RC, en framkvæmdastjórn ESB hefur birt þær tölur að 120 milljónir íbúa sambandsins séu undir fátækramörkum.

Sé ekki annað en að Rauði krossinn staðfesti þær.

Kolbrún Hilmars, 8.1.2013 kl. 16:01

37 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eigi kallast það að kasta skít að benda á nokkrar staðreyndir varðandi umræðuhefð og málflutning ragnars arnalds síðu. Umræðuhefðin og framsetningin frá andstæðingum ESB er afar sérkennileg eins og eg hef rakið að ofan og víðar.

En m.a.o. hvar eru heimildir um að 120 milljónir manna reiði sig á matargjafir i ESB?

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 16:27

38 identicon

Kolbrún, það hefur örugglega verið meiri þörf fyrir matargjafir á Íslandi þegar mest var eftir hrun en í nokkru ESB-landi sem við höfum borið okkur saman við.

Myndir af löngum biðröðum eftir mat á Íslandi birtust í erlendum fjölmiðlum enda þekktist slíkt ekki þar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 16:36

39 Smámynd: Elle_

Ásmundur er ótrúlegur.  Brenglanir sannleikans ná sífellt nýjum hæðum.  En ekki við öðru að búast af honum.  Nú ætlar hann að neita mati RC.   Svo talar hann um heimsku.

EUobserver.com / Poverty on the rise in EU

04.12.12

According to figures released on Monday (3 December) by the EU’s statistical office, Eurostat, over 24 percent of the EU population in 2011 was either struggling with low income or have extremely poor living conditions.

“More than 27 percent of children are now at risk of poverty or social exclusion in the EU, that is much more than the overall population,” said EU employment commissioner Laszlo Andor said in a speech in November.

Red Cross

Wednesday, January 2nd, 2013

New figures from the EU’s statistical agency, Eurostat, shows that almost 120 million EU citizens live below the European poverty line (EU defines poor as people who earn less than 60 percent of median income).

En Gunnar (no. 16), hafði hið rangnefnda ´Evrópu´samband, með nokkur heimsveldi innanborðs, bara ekkert með fátækt heimsins að gera?

Gunnar Heiðarsson var að líka búinn að benda á viðbúnað RC við óeirðum þarna.  Hann benti á það í gær eða fyrradag.

Red Cross Predicts Violent Riots in Europe

For the first time we see growing pressure on Europeans, where more and more people have become really poor.

Elle_, 8.1.2013 kl. 17:04

40 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, að ég best veit hefur þörfin fyrir matargjafir á Íslandi ekkert minnkað frá hruni.  Sem var reyndar meira hrun en fólk almennt gerir sér grein fyrir.  Bæði hérlendis og erlendis.  

Íslenskar atvinnuleysistölur eru nú innan við 5%, eða "óeðlilega" lágar, svo ég noti það orð aftur, en skýrist af því hversu margir hafa flúið land eða fullnýtt atv.leysisbótarétt sinn.  Reyndar er hluti af matarþegum erlendir verkamenn sem voru blekktir til landsins á svokölluðum góðæristíma en eiga ekki að neinu að hverfa í eigin heimalandi innan ESB.

Erlendir/ESB fá nú að kynnast löngum matargjafabiðröðum af eigin raun. Myndir af matarbiðröðum tugþúsunda  í heimsþekktum stórborgum verða fréttanæmari en þær sem teknar eru af nokkrum tugum manna við kofabyggingu hér við Miklubrautina.

Kolbrún Hilmars, 8.1.2013 kl. 17:09

41 identicon

Þess má náttúrulega geta, Ómari til ánægju og umhugsunar, að evrusvæðið er talið ógnvaldur við alþjóðasamfélagið:

http://www.telegraph.co.uk/finance/financialcrisis/9787114/Eurozone-meltdown-cannot-be-discarded-in-dangerous-mix-of-global-risks-warns-World-Economic-Forum.html

Hvernig gengur annars Ómar, að fórnarlambavæða þig?

Ertu að fá einhverja samúð útaf þessum gráti þínum?

Hilmar (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 17:14

42 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Elle, takk fyrir heimildatilvísanir þínar í  #39. 

Sjálf var ég svo handviss um að Ásmundur og Ómar vissu allt um það sem gerist innan ESB-ins þeirra að ekki þyrfti að tyggja þetta ofan í þá.

En aldrei er góð vísa of oft kveðin - eða þannig  :)

Kolbrún Hilmars, 8.1.2013 kl. 17:24

43 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það sem þið vísið í er tölfræði sem mælir fátækt í löndum og ákveðinn staðall er notaður, ákv. meðaltal sem eg nenni nú bara ekki að skýra út fyrir ykkur og þeir sem eru neðan ákv. meðaltals eru skilgreindir sem í fátækraáhættu.

þetta hefur ekkert að gera með að 120 milljón manna í ESB lifi af matargjöfum.

Ísland er bara á einhverju svipuðu róli. Heldur lagast eftir eftir að núv. stjórnvöld tóku við. Varð verulega slæmt undir einveldi sjalla og hægrimanna.

Hahaha já, 120 milljón mans í EU lifir á matargjöfum frá rauða krossinum!

það er akkurat þetta sem eg er að tala um.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 17:35

44 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, ekki spara visku þína! 

Lát heyra - og ekki gleyma að útskýra hver munurinn er á fátækraáhættu og að vera undir fátækramörkum...

Kolbrún Hilmars, 8.1.2013 kl. 17:57

45 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

þetta er bara staðall sem er notaður í ákv. statistík. Viðmið á milli landa. þessi staðall segir enga sólarsögu. Segir aðallega til um skiptingu tekna innan landa. Td. eru þeir sem undir eru mörkunum í Noregi ekki endilega fátækir í víðari merkingu orðsins.

þetta er ekkert = 120 milljón manns lifi á matargjöfum í ESB.

þetta er soldið dæmigert fyrir umræðu andstæðinga ESB. Yfirdramatíkserið og ofblásið allt.

Lífið í ESB heldur bara áfram sinn vanagang í efnahagskreppunni eða samdrættunum sem er betri lýsing. þessi staðall er barasta svipaður og verið hefur sögulega í ýmsum löndum. Td. er mjög stór hluti Búlgara og Rúmena undir mörkunum.

það sem ætti að kveikja umræðu er hve vel og skynsamlega ESB hefur brugðist við efnahagssamdrættinum enn sem komið er. það er það sem er athyglisvert.

Hitt er annað að auðvitað er jöfnun kjara langtímaverkefni og ESB hefur plan um hvernig á að vinna þar að lútandi og að sjálfsögðu á Ísland að verða aðili að því starfi að jafna kjör manna í millum. Að sjálfsögðu á Ísland að gera það. Og það verður best gert innan ESB.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 8.1.2013 kl. 18:45

46 identicon

Í #39 telur Elle sig vera að leiðreitta meintar rangfærslur mínar. Það er hins vegar af og frá enda er í tilvitnunum hennar aðeins talað um ESB sem heild.

Ég fjallaði hins vegar aðeins um þau lönd ESB sem við höfum borið okkur saman við undanfarna áratugi. Allt sem ég sagði stendur óhaggað.

Það á að sjálfsögðu að bera Ísland saman við þau lönd sem við höfum undanfarna áratugi borið okkur saman við, nefnilega norðurlöndin og lönd Vestur-Evrópu.

Það gera andstæðingar aðildar hins vegar aldrei enda er sá samanburður  orðinn okkur mjög óhagstæður. Okkur hefur farið meira aftur en þeim.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 20:47

47 identicon

Kolbrún, súpugjafir á torgum stórborga einkum til heimilislausra einstæðinga er ekki nýtt fyrirbæri.

En að menn geti farið og fengið fulla innkaupapoka af alls konar heimilismat ókeypis hef ég ekki orðið var við nema á Íslandi.

Endilega komdu með hlekk á slíka frétt ef einhver fótur er fyrir þessu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 21:02

48 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

í skyrslunni vorið 2010 kemur fram að það var Steingrímur (xV) sem í gegnum Alþjóðagjaldeyrissjóðinn gaf skotleyfi á íslensk heimili!

Talandi um svik við eigið fólk! Ekki kenna ESB um það sem vinstrivaktin á sjálf!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 8.1.2013 kl. 21:48

49 Smámynd: Elle_

Hvað kemur Steingrímur Vinstrivaktinni við??

Elle_, 8.1.2013 kl. 22:08

50 identicon

Fyndið hvernig Kolbrún á erfitt með að sætta sig við litið atvinnuleysi í mörgum Evrulöndum.

Þetta eru langsóttar skýringar vegna þess að um er að ræða að atvinna hefur  minnkað mjög lítið eða ekkert í þessum löndum þrátt fyrir kreppu.

Og þeim gengur öllum mjög vel með evru þrátt fyrir ólíkar hagsveiflur vegna þess að þær hafa vit á að notfæra sér kosti evrunnar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 8.1.2013 kl. 23:59

51 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

http://www.npr.org/blogs/thetwo-way/2013/01/08/168881519/european-union-reports-highest-unemployment-rates-ever-for-eurozone

"In the European Union, unemployment rates in the region that uses the euro currency are at their highest ever, as a returned recession, falling income levels and persistent debt concerns trouble the region's economy, as its latest statistics show."

Ástandið í evruríkjum er ekki gott.. og samt vilja sumir brussel-nöttarar Ísland í þann pakka.. Það er 10.6 % atvinnuleysi í Frakklandi og 26% atvinnuleysi á Spáni! sama og á Grikklandi og engin sjáanleg lausn á þessum vanda.. Þeir sem halda annað eru með öllu heilaþvegnir..

Charles Geir Marinó Stout, 9.1.2013 kl. 15:52

52 identicon

Það skiptir nákvæmlega engu máli fyrir aðildarumsókn Íslands þótt atvinnuleysið sé mikið í einstökum ESB og evruríkjum.

Það er litið í mörgum öðrum, eins og Lúxemborg, Austurríki, Hollandi, þýskalandi og Möltu.

Atvinnuleysið var oft jafnmikið og meira í þessum löndum fyrir ESB-aðild og upptöku evru. ESB-aðild er auðvitað til frambúðar.

Það er því fráleitt að slíta viðræðum vegna tímabundins ástand sem getur hæglega verið orðið miklu betra þegar samningur liggur fyrir.

Með ESB-aðild og upptöku evru kemst á stöðugleiki með betri samkeppnishæfni Íslands. Nýjar útflutningsgreinar verða til með nýjum atvinnutækifærum.

Vissulega munum við finna fyrir því ef ástandið versnar enn frekar. En það gerum við hvort sem við erum í ESB eða ekki.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 9.1.2013 kl. 16:16

53 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur,  þú spurðir!

Svara #50 fyrst.  Er líka ósammála atvinnuleysistölum á Íslandi,  4,5% Hagstofunnar er ekki trúverðugt.  Óneitanlega hvarflar að manni að mælingin sé víðar skökk.

Síðan er það #$47.  Súpubiðraðir; þær eru engin nýjung - nær aldargamalt fyrirbæri.  Þó er að mínu mati mannlegra að skaffa fjölskyldum mat í poka til þess að tilreiða heima fyrir.   Viðurkenni að ég er þó aðeins að hugsa um börnin.  Að þau njóti þó einhverrar verndar og reglu heima fyrir en þurfi ekki að standa á götum úti hvernig sem viðrar og sötra þar súpu.

Engar heimildir aðrar en íslenskar hef ég fyrir þeirri venju að gefa fjölskyldum matvæli í poka - en að vísu hefur það viðgengist að skaffa þurfandi mat í eigin ílát í 3ja heims hjálparstarfinu og flóttamannabúðum.

Hvað er annars svona neikvætt við pokana?  Plastið - eða...?

Kolbrún Hilmars, 9.1.2013 kl. 19:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband