Mörður og magakveisan

Mörður Árnason reynir að telja mönnum trú um að þjóðin eigi aðeins tveggja kosta völ: að ganga í ESB til „að öðlast áhrif og völd" um efni tilskipana sem þaðan berast eða segja sig úr EES. Staðreyndin er þó sú að atkvæðavægi Íslands í ESB yrði aðeins um 1% og í gegnum EES berst aðeins brot af regluverki ESB.

Fullyrðingar Marðar komu fram á Alþingi við umræðu um nýlega tilskipun ESB um losun gróðurhúsalofttegunda. Fjallað er um málflutning Marðar á bloggi Heimssýnar s.l. miðvikudag undir fyrirsögninni: Magakveisan lagast ekki með því að afbaka pítsuna sem henni olli.

„Það er merkilegt að heyra þingmann Samfylkingar halda því fram að áhrif okkar á evrópska efnahagssvæðinu (EES) séu svo lítil í samanburði við það að vera fullgildur aðili að Evrópusambandinu að ef við gerumst ekki hundrað prósent aðilar að ESB sé eðlilegt að segja upp samningnum um evrópska efnahagssvæðið.

Það er margt við þessa framsetningu þingmannsins, Marðar Árnasonar, að athuga. Í fyrsta lagi gerir hann ráð fyrir að mun stærri hluti lagasetningar sé ættaður frá ESB en er raunin. Það hefur oftsinnis verð sýnt fram á að þetta sé lítill minnihluti þeirra laga sem samþykkt eru, 10-20%. Hinu má heldur ekki gleyma að Íslendingar eru aðilar að fleiri alþjóðlegum samtökum og við þurfum að setja í lög samþykktir fleiri alþjóðlegra samtaka þar sem áhrif okkar eru hverfandi.

Í öðru lagi er það draumsýn þessa þingmanns að Íslendingar myndu hafa einhver áhrif sem máli skipta á reglusetningu ESB. Með fulltrúafjölda við lagasetningu ESB sem nemur aðeins hluta úr prósenti, eða 6 af rúmlega sjö hundruð, og tiltölulega lítið embættismannakerfi og sérfræðingaveldi er ljóst að jafnvel þótt okkar fólk væri frábærlega vel gert hefði það lítið afl gegn hagsmunum stórríkjanna og stórfyrirtækjanna í álfunni.

Í þriðja lagi þá vill þingmaðurinn að Íslendingar afsali sér yfirráðum yfir þeim málaflokki sem skiptir ennþá mestu fyrir lífsafkomu okkar. Hann vill að formleg yfirráð yfir fiskimiðunum færist til Brussel gegn sáralitlum og óljósum áhrifum á lagasetningu; sem sagt vald yfir lífsafkomu okkar gegn einhverju óljósu sem skiptir líklega ekki miklu máli þegar upp er staðið.

Í fjórða lagi vekur þessi umræða alltaf upp spurningar um það hvort þau sem vilja breyta stjórnarskránni með þessum formerkjum séu mörg hver ekki fyrst og fremst að hugsa um að auðvelda fulla aðild að ESB.

Í fimmta lagi þá er það þannig að jafnvel þótt okkur hafi orðið dálítið óglatt á regluverkinu sem fylgt hefur EES-svæðinu, þá er ekkert endilega víst að það einfaldasta eða besta væri að segja EES-samningnum upp þótt sjálfsagt sé að skoða það og ræða. Uppsögn samningsins myndi fylgja óvissa og óvissa er oft dýrkeypt. Hins vegar er ljóst, samanber lið númer sex, að velferð hér á landi hefði að líkindum verið jafngóð eða betri án EES-samningsins.

Í sjötta lagi er það staðreynd að heildaráhrifin af aðild okkar að evrópska efnahagssvæðinu eru bæði óljós og umdeilanleg. Það er hins vegar alveg ljóst að hið mikla bankahrun hér á landi hefði ekki verið mögulegt ef við hefðum ekki verið á EES-svæðinu. Þá hefðu forystumenn bankanna ekki haft nær ótakmarkað frelsi til útrásar í Evrópu. Þá hefði landsframleiðsla  hér á landi ekki dregist saman um 10% eftir bankahrunið.

Nettóáhrifin af EES-samningnum eru því örugglega neikvæð þegar litið er á þann mælikvarða sem oftast er notaður við velferðarmælingar, þ.e. framleiðsla eða tekjur á mann. En við lögum ekki þann skaða með því að yfirgefa EES-svæðið núna, ekki frekar en að við lögum magakveisu með því að endurgera matinn sem henni olli."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með EES-samningnum skuldbundum við okkur til að taka upp allavega 75-80% af löggjöf ESB. Þessa tölu hafa margir fyrrverandi og núverandi þingmenn eða embættismenn ESB staðfest. Utanríkisráðherra Eistlands, sem var hér nýlega, gekk enn lengra og talaði um 90%, ef ég man rétt.

Utanríkisráðherra Eistlands tók sérstaklega fram hve mikil áhrif smáríkja og meðalstórra ríkja væru í ESB. Eistland er örríki eins og Ísland. Eistland og Ísland verða með jafnmarga þingmenn í ESB, sex talsins.

Það er ljóst að áhrif Íslands geta orðið mikil í ESB ef rétt fólk velst til starfa. Í leiðtogaráðinu og framkvæmdastjórn er einn fulltrúi frá hverri þjóð. Í leiðtogaráðinu er stefnan mörkuð. Framkvæmdastjórn undirbýr og leggur fram lagafrumvörp.

Þingmannafjöldi Íslands á Evrópuþinginu verður um 12.5 sinnum meiri en ef hlutfall íbúa réði. Í ráðherraráðinu er atkvæðamagnið hins vegar í réttu hlutfalli við íbúafjölda.

Þetta litla hlutfall í ráðherraráðinu skiptir litlu máli. Svíþjóð er með um 1.9% atkvæðamagn. Jafnmargar þjóðir í ESB eru stærri en og minni en Svíþjóð.

Íslendingar þurfa því aðeins um 1.8% meiri stuðning frá öðrum þjóðum í ráðherraráðinu en Svíþjóð til að ná máli í gegn. Í ráðherraráðinu er krafist aukins meirihluta til að fá mál samþykkt, ýmist 65%, 72% eða 100%.

Svíþjóð þarf því ýmist 63.1% eða 70.1 stuðning annarra þjóða við eigið mál en Íslendingar 64,9 eða 71.9% stuðning. Með öðrum orðum er munurinn lítill. 

Það sem er þó mest um vert varðandi atkvæðagreiðslur í ráðherraráðinu er að þess er krafist að 55% þjóðanna samþykki mál til að það öðlist samþykki.

Þannig þarf ávallt samþykki meðalstórra og lítilla þjóða við öll mál. Þessi krafa um lágmarksfjölda þjóða þýðir að Ísland getur fengið mál samþykkt af lágmarksfjölda þjóða rétt eins og Þýskaland ef atkvæðin skiptast þannig.

Það er því blekking að Ísland sé dæmt til áhrifaleysis í ESB. Velgengni örríkjanna sýnir það. Lúxemborg og Malta eru í mjög góðum málum. Kýpur er undantekningin vegna tengslanna við Grikkland. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 16:55

2 Smámynd: Elle_

75 - 80% lagatalan ykkar er þvættingur.   Íslenskur lagafjöldi eru um 5% af Brussel-lagafjölda.  Þar af höfum við tekið upp um 20+% af þeirra lögum. 

Við skuldbundum okkur aldrei til að stækka lagabálkinn okkar að þóknun risaveldis þó við værum með EES-samninginn sem við getum alltaf sagt upp ef við viljum.  Þú verður að fara að hætta að skálda tröllasögur.

Elle_, 28.12.2012 kl. 17:10

3 Smámynd: Elle_

Orðaði 3. setningu rangt að ofan en þar á að standa: Þar af, af okkar lögum, eru um 20% + komin þaðan.  20% af 5% er ekki 75 - 90% eins og ESB-sinnar halda oft fram.  Það líkist frekar 1% +.

Elle_, 28.12.2012 kl. 17:37

4 identicon

Ekkert gagn af að eiga sæti við borðið ef maður ræður öngvu......

GB (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 17:46

5 Smámynd: Elle_

Og eitt enn: Af þessum 1% (1,2%?) laga sem við höfum tekið upp frá Brusselbákninu, ekki 75-90%, hafa lögin varla bein dóms-/réttarfarsleg áhrif í okkar fullvalda ríki og þau gera í ESB löndunum.  Við erum nefnilega ekki undir stjórn Brussel hvað sem þið Eiríkur Bergmann segið.

Elle_, 28.12.2012 kl. 18:19

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Þetta er alveg augljóst;  EES er ekki samningur heldur einhliða skuldbinding.

Meira að segja hörðustu ESB sinnar gera sér grein fyrir því.

En það er engin afsökun fyrir því að fylgja speki Grettis: "Svo skal böl bæta með því að bíða annað meira."

Kolbrún Hilmars, 28.12.2012 kl. 19:04

7 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Málflutningur Ásmundar er furðulegur eins og venjulega.

Sá fjöldi regluverks og tilskipana ESB sem EES-ríki taka upp er á bilinu 7-16% og prósentuhlutfallið fer eftir því við hvað er miðað og hvort allar tilskipanir ESB eru þar meðtaldar. Í ráðherraráðinu þar sem helstu ákvarðanir eru teknar hafa 27 aðildarríki nú 345 atkvæði. Möltubúar sem eru fjölmennari en Íslendingar hafa þar 3 atkvæði eða tæp 0,9% atkvæðanna. Á þinginu sitja 785 þingmenn og þar hafa Möltubúar 5 þingmenn, þ.e. um 0,6% atkvæðanna. Atkvæði 65% af heildarmannfjölda aðildarríkjanna er jafnframt krafist og er hann um 500 milljónir manna. Atkvæði smáþjóðar eins og Möltubúa vegur þá 0,4 deilt með 500, þ.e. innan við 0,1%. Atkvæðavægi Íslendinga yrði svipað og Möltubúa en þó heldur minna. - RA

Svo getur lesandinn borið þessar bláköldu staðreyndir saman við fullyrðingar Ásmundar hér að ofan. 

Vinstrivaktin gegn ESB, 28.12.2012 kl. 20:09

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

Annars verður gott fyrir okkur ESB andstæðinga að fá Mörð í lið með okkur þegar þjóðin fær loksins tækifæri til þess að hafna ESB aðild mjög eindregið.

Ef Mörður ætlar þá að vera samkvæmur sjálfum sér og standa við stóru orðin, þá hlýtur hann að vilja ganga mjög hart fram og ganga í lið með okkur sem viljum tafarlausa endurskoðun á EES samningnum.

Gunnlaugur I., 28.12.2012 kl. 22:12

9 identicon

Er Vinstri vaktin að stressa sig á því, að Jón Frímann skuli gera sig að fífli, enn og aftur?

Ég meina, varla hægt að fá aukaslag vegna manns sem dásamar ESB vegna byggðastyrkja á Möltu. Og telur allt tal um skuldavanda í evruríkjunum bull, af því að evruríkin geta prentað peninga að vild. Og að umræða um gríðarlegt atvinnuleysi í ESB sé algert bull, af því að atvinnuleysi sé enn meira í stríðshrjáðum fyrrum kommúnistaríkjum Balkanskaga.

Ég held að Vinstrivaktin verði að horfa stærra á sig en svo, en að leggjast svo lágt að svara órum manns sem aldei hefur unnið og aldrei hefur borið ábyrgð á einu eða neinu.

Dæmigerður ESB auli, illa menntaður, á framfæri ríkisins.

Hilmar (IP-tala skráð) 28.12.2012 kl. 22:26

10 Smámynd: Elle_

Hilmar, þið Palli megið alveg halda að Ásmundur sé rangur maður, en hann er ekki Jón Frím. (og ekki Ómar Kr.).  Jón Frím. skrifar með allt öðrum stíl og skrifar bæði efnislega og oft stafsetningarlega vitlaust í auðþekkjanlegum og einstæðum stíl, Ásmundur skrifar mest efnislega vitlaust.  Viljandi.

Elle_, 28.12.2012 kl. 22:52

11 identicon

Er Vinstrivaktin svo illa að sér að vita ekki af væntanlegum breytingum á  þingmannafjölda einstakra ríkja á Evrópuþinginu og skiptingu atkvæða í ráðherraráðinu eftir gildistöku Lissabonsáttmálans?

Eftir gildistöku hans verður engin þjóð með færri þingmenn en sex. Þetta þýðir að við verðum með jafnmarga þingmenn og Lúxemborg, Malta, Kýpur og Eistland.

Þó er Eistland 4-5 sinnum fjölmennara en við. Danir verða með 13 þingmenn eða aðeins rúmlega tvöfaldan okkar fjölda þó að þeir séu 17-18 sinnum fjölmennari.

Þó að atkvæðamagnið í ráðherraráðinu fari eftir íbúafjölda skiptir það litlu máli eins og ég hef áður útskýrt. Allar þjóðirnar eru háðar stuðningi frá um helmingi þjóðanna til að fá mál samþykkt.

Það mun nægja okkur í mörgum tilfellum þegar atkvæðin falla þannig. Annars vísa ég í athugasemd mína #1.

http://en.wikipedia.org/wiki/Treaty_of_Lisbon

Að leggja áherslu á þetta litla hlutfall atkvæða í ráðherraráðinu ber vott um vænisýki. Ísland verður ekki eitt á báti með allar hinar þjóðirnar á móti sér.

Ísland hefur sem EES-þjóð orðið að taka upp öll lög ESB um einn markað nema þau lög sem snerta sjávarútveg og landbúnað: 

"It allows Iceland, Liechtenstein and Norway to participate in the EU's Internal Market without being members of the EU. They are obliged to adopt all EU legislation related to the single market, except laws on agriculture and fisheries."

http://en.wikipedia.org/wiki/European_Economic_Area

Ísland hefur sem EES-þjóð nú þegar gengist undir yfir 80% af lögum ESB um einn markað skv upplýsingum frá ESB.

"Nevertheless, over 80% of EC Single Market legislation (some 1,500 Regulations, Directives and Decisions) applies within the whole EEA area, as will most future Single Market legislation. Moreover, practical considerations have meant that agreements have also been needed in fields formally outside the EEA, notably agricultural and fisheries products."

http://www.europarl.europa.eu/factsheets/6_3_2_en.htm

Það eru lögin um hinn sameiginlega markað sem allt snýst um. Ég hef ekki orðið var við teljandi ágreining um önnur lög ESB.

Það verður þó eflaust mikill fengur í þeim fyrir okkur vegna þess hve íslensk löggjöf er gölluð.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 00:00

12 identicon

Það er furðulegt í þessari umræðu um ESB og EES að hvorki Mörður né Vinstrivaktin minnast á að gjaldeyrishöft samræmast ekki EES-samningnum.

Gjaldeyrishöft í einhverri mynd verða nauðsynleg meðan krónan er gjaldmiðilinn okkar. Þetta er flestum málsmetandi mönnum ljóst, meðal annars seðlabankastjóra.

Það eru því allar líkur á að ályktun Marðar um aðeins tvo kosti, inngöngu í ESB eða uppsögn EES-samningsins, eigi við miklu sterkari rök að styðjast en hann sjálfur heldur fram.

Við erum á undanþágu með gjaldeyrishöftin vegna hrunsins. Sú undanþága er vegna neyðarástands og gildir að sjálfsögðu ekki til frambúðar þó að Frosti Sigurjónsson taki henni þannig í sínum barnaskap.

Mér segir svo hugur um að það væri búið að setja okkur úrslitakosti um höftin ef ekki væri vegna ESB-umsóknarinnar. Ef henni verður hafnað eða viðræðum slitið verður þrýst á okkur að afnema höftin eða ganga úr EES.

Ungur hagfræðingur skrifaði nýlega grein í dagblað um möguleika á EES-aðild til frambúðar með gjaldeyrishöft. Hann taldi af og frá að slíkt gengi upp enda eru höft brot á einu helsta grundvallaratriði EES-samningsins.

Valið virðist því standa um ESB eða úrsögn úr EES hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Með offramboð á þorski næstu misserin eftir mikla aukningu kvóta í Barentshafi munu margir fagna úrsögn Íslands úr EES enda engin þörf á okkar afla í ESB-löndum. Hann er álíka mikill og kvótaaukningin í Barentshafi.

Tvíhliða samningar Íslands við ESB eru ekki raunhæfur kostur. Reynsla ESB af slíkum samningum við Sviss er slæm. Þeir eru því ekki tilbúnir til að endurtaka leikinn, allra síst við örþjóð eins og Ísland.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 00:50

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hættu nú Andrés,? Ásmundur;skrifar; Það er ljóst að áhrif Íslands geta orðið mikil ef rétt fólk ræðst til starfa; Það hlýtur að vera útpælt af hálfu ykkar landssöluliðs,því í ykkar huga var þetta borðleggjandi,en sjáið nú að langflestir íslendingar vilja alls ekki í Esb. Ekkert skil ég í þér að halla alltaf réttu máli í hvert sinn sem þú skrifar um þingmannafjöldann í Esb/ráðherraráði,fólki er skít sama því það bíður eftir að hætt sé við umsóknarvilluna. .Afhverju ertu að þessu þegar allir sjá Elle rífa þetta niður hjá þér skipti eftir skipti. Það kæmi mér ekki á óvart þótt skoðannakannanir sýndu að 80% Íslendinga vildu alls ekki í Esb. Sérð þú Möguleika okkar sjálfstæðrar þjóðar,og nú segi ég eins og þú; ,,ef/þegar rétt fólk ræðst til starfa og áhrifa,,. Auðlindir okkar eru um allt Ísland og langt út á haf! Ætlum við kontoristum í Esb. að nýta þau eða ráðstafa til að geta lifað eins og kóngar,;Thumb up, or down og nota ykkur sem Ísland hefur alið,til að halda í því horfi,sem við sjáum,finnum á eigin skinni í dag.Til hvers var ég og aðrir að mennta börnin sín,?Örugglega ekki til að ganga um atvinnulaus í marga mán.í landi með alla þessa möguleika. Þetta er allt með ráðum gert, og háværar raddir benda á að ríkisstj.sé að þurrka millistéttina út. Ef væri ekki svona stutt til kosninga væri þolinmæðin á þrotum hjá mörgum, þeir komnir í hávær mótmæli. Orðið gott í bili.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2012 kl. 00:58

14 Smámynd: Elle_

Kæra Helga, hann segir bara að ég sé veruleikafirrt.  Og alls ekki að rífa neitt niður fyrir honum.

Elle_, 29.12.2012 kl. 01:11

15 identicon

Helga, það skiptir engu máli hvort meirihluti er fyrir aðild núna. Það stendur ekki til að greiða atkvæði í bráð.  

Segðu okkur á hvern hátt ég halla réttu máli varðandi þingmannafjöldann á Evrópuþinginu eða um atkvæðagreiðslu í ráðherraráðinu. Þetta er bíræfin fullyrðing í ljósi þess að ég er með hlekk sem sannar mál mitt.

Það skiptir mig engu málió þótt aðrir séu með rangfærslur. Staðreyndirnar breytast ekki við það.

Í ESB er sjálfstæði okkar tryggt og fær nýjan slagkraft. Ef við erum ein á báti með ónýta krónu án bandamanna, er sjálfstæði okkar í mikilli hættu.

Varstu að mennta börnin þín til að einangra þau á Íslandi í láglaunastörfum eftir að hinir menntuðu og bestu fyrirtækin hafa flúið til ESB-landa? Eða viltu missa þau þangað?

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 01:35

16 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Elle! Já sagnorða-val ekki rétt en rekur oní hann ósannindin,er orðin grút syfjuð. Þú ert heilbrigð Elle, kannski eigum við öll eftir að fagna,líka aðildar sinnar og skylja ekkert í hvað þau voru að hugsa 2020.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2012 kl. 03:24

17 identicon

Blekkingarspilaborg nei-sinna er að að hruni komin. Þeir gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana þó að staðreyndirnar séu borðliggjandi.

"The treaty has expanded the use of qualified majority voting (QMV) in the Council of Ministers by having it replace unanimity as the standard voting procedure in almost every policy area outside taxation and foreign policy. Moreover, taking effect in 2014, the definition of a qualified majority will change: A qualified majority will be reached when at least 55% of all member states, who comprise at least 65% of EU citizens, vote in favour of a proposal. When the Council of Ministers is acting neither on a proposal of the Commission nor on one of the High Representative, QMV will require 72% of the member states while the population requirement remains the same. However, the "blocking minority" that corresponds to these figures must comprise at least 4 countries. Hence, the voting powers of the member states are based on their population, and are no longer dependent on a negotiable system of voting points."

http://en.wikipedia.org/wiki/Treaty_of_Lisbon

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 08:21

18 Smámynd: Elle_

Hvaða punkt ætlaðirðu að koma með með þessu sem þú settir þarna inn?  Hvað lætur þig halda að við vissum það ekki?   Með þessu ítrekaðirðu bara það sem við höfum verið að segja og það sem við vissum: Ef við verðum svo vitlaus að álpast inn í þetta nýlenduveldasvæði Evrópu, undir mestum yfirráðum Þýskalands, missum við fullveldið yfir okkur sjálfum.

Við mundum ekki ráða yfir landi okkar, sjávarmiðum okkar, lögum okkar.  Við mundum verða í miklum erfiðleikum með að komast aftur þaðan út með okkar 1% vægi eða minna, nánast útilokað þar sem hin ríkin yrðu að samþykkja það fyrst! 

Það vægi væri ekki bara yfir Íslandi og okkur sjálfum, það væri vægi innan 37 annarra ríkja sem koma okkur ekki við frekar en hin ríki heimsins utan ESB-ins ykkar, um 170 fullvalda ríki.

Elle_, 29.12.2012 kl. 10:52

19 identicon

Nei Elle, hann Ásmundur hlýtur að vera Jón Frímann. Það er stjarnfræðilega ólíklegt að jafn þráhyggju-geðbilaður einstaklingur og Jón Frímann hætti svo til að tjá sig á bloggheimum, en svo skoppar fram jafn ruglaður fáráðlingur og Ásmundur.

Báðir jafn steiktir, jafn heilaþvegnir, sama þráhyggjan, sami hrokinn, sama frekjan, sami ótrúlegi skortur á vitsmunum, sama þroskaleysi.

Ég trúi ekki öðru fyrr en annað kemur fram.

Það er líka of sorgleg tilhugsun ef það séu til tvær svona óhugnarlega bilaðar hrokabyttur á Íslandi.

Líka fyndið að fíflið vitnar í reglur ESB "Hence, the voting powers of the member states are based on their population"

Bíddu, átti Ísland ekki að fara í ESB "til að hafa áhrif á jafnræðisgrundvelli um lagasetningar, í fullu samstarfi við aðrar þjóðir"? (þýðing: blablablablablablalbalbalablablalbalb)

Hvernig nákvæmlega á 300 þús. manna þjóð að standa á jafnt við aðra í 500 millljóna StórEvrópu?

Það er alveg ótrúlegt að fylgjast með veruleikafirrtasta útúrsnúningi sem gubbast út úr Jón Ásmundi um þetta. Það er bara sorglegt hvað hann á virkilega bágt.

Haldið þið að þessi einstaklingur eigi marga og góða vini? Haldið þið að þetta sé fjölskyldumaður? Lítur hann út fyrir að hafa átt góða og þroskandi ævi?

Nei, þetta er auðvitað gimpið Jón Frímann, andlegur aumingi og öryrki sem flúði Ísland til Danmerkur, þar sem hann gerir lítið annað en að garga á netinu með hroka og frekju, til landsins sem hafnaði honum.

Þetta er sjúkur einstaklingur. Hendið honum út. Óskiljanlegt af hverju Vinstrivaktin vill halda fíflinu inni. Eru hans mannréttindi við að henda skít og garga í allar áttir mikilvægara heldur en að stuðla að góðum umræðum í ummælum? Svar óskast.

palli (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 11:00

20 Smámynd: Elle_

Það litla vægi væri innan 27 sambandsríkja, ætlaði ég að skrifa, ekki 37.

Elle_, 29.12.2012 kl. 11:01

21 Smámynd: Elle_

Palli, þið megið alveg halda þetta en ég segi nei.  Haldið þið þá að allar skrifvillur Jóns Frímanns, í samræmi í öllum hans pistlum og skrifum, séu viljandi undir eigin nafni en svo sleppi hann þeim alltaf þegar hann skrifi undir Ásmundar-nafninu? 

Elle_, 29.12.2012 kl. 11:29

22 identicon

Elle, skilurðu ekki ensku? Þarna kemur fram hvernig mál eru leidd til lykta í ráðherraráðinu. Það er í samræmi við fyrri yfirlýsingar mínar sem Vinstrivaktin og Helga hafa rengt.

Það eru þessar reglur sem tryggja hag lítilla og meðalstórra þjóða og áhrif þeirra. Utanríkisráðherra Eista hafði einmitt þá reynslu af ESB og tók sérstaklega fram að reynt sé að ná samstöðu um öll mál. Eistland er örríki eins og við. 

Í hlekknum kemur einnig fram skipting þingmanna á Evrópuþinginu og að sex þingmenn á þjóð verði lágmark. Allt er það í samræmi við mínar yfirlýsingar þó að Helga segi að ég halli réttu máli.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 11:34

23 Smámynd: Elle_

Ásmundur, jú, ég skil ensku fullvel.  Og verð enn að vera sammála Helgu og Vinstrivaktinni.  Þú hallar alltaf máli Íslands, í öllu, og er sama um að við misstum fullveldið. 

Við viljum vera meðal 170 fullvalda ríkja heims, ekki undir yfirstjórn heimsvelda Evrópu.  Við erum meðlimir í ýmsum alþjóðasamtökum og verðum aldrei ein á sökkvandi bátnum ykkar.

Elle_, 29.12.2012 kl. 11:43

24 Smámynd: Elle_

Svo er 1 utanríkisráðherra, núna Eista, ekki guð frekar en Jóhanna sem básúnaði ´skuldbindingar´ okkar, nauðungina ykkar ICESAVE, út um allan heim.  Þar hallaðirðu líka máli föðurlandsins og gerir enn með ósvífni.

Elle_, 29.12.2012 kl. 12:10

25 identicon

Elle, þú hefur skilið nákvæmlega ekki neitt ef þú heldur að við verðum undir yfirstjórn heimsvelda Evrópu í ESB.

Með ESB-aðild endurheimtum við fullveldið sem við misstum með EES-samningnum. Það fær um leið aukinn slagkraft.

Ein á báti höfum við engan efnahagslegan bakhjarl sem er skelfilegt með krónu í höftum. Það væri illa komið fyrir Grikkjum ef þeir hefðu ekki verið í ESB.

Þessi þjóðremba þín bendir til að þú sért nokkuð við aldur. Það er engin tilviljun að þið eruð það allar, þú, Ásthildur og Kolbrún.

Yngra fólkið er blessunarlega laust við þjóðrembuna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 12:53

26 identicon

Hversu oft missti mamma þín þig í gólfið, Jón Ásmundur?

Það vantar heilu kaflana í hausinn á þér.

Eigum við að "endurheimta fullveldið" með því að ganga í ESB??

Þú ert einfaldlega ekki í lagi. Það grasserar mikil og svæsin geðveiki í hausnum á þér.

..og jájá, þjóðremburnar sem eru ekki sammála þér. Höfum heyrt þetta nokkuð oft.

Þarftu ekki að fara að koma með nýjar möntrur. Þetta er orðið svo rosaleg þreytt.

Þú þarft að finna geðlækni og komast að því hvað er að í hausnum á þér.

Sóttu um vist á Kleppi. Þú þarft að sækja um áður en þú ákveður þig, þú veist sko ekkert hvað er í gangi inni á Kleppi fyrr en þú sækir um. Ekkert múður. Ef þú mótmælir þessum rökum þá ertu sjálfsremba.

Mikið rosalega áttu bágt, maður. Mikið rosalega ertu illa steiktur geðsjúklingur.

palli (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 13:13

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þú veist betur en þetta (#25).

Það hefur margoft komið fram í skoðanakönnunum að þeir yngstu og elstu er sá hópur sem andvígastur er ESB aðild.  Af þeim, sem þó eru meðmæltir aðild, eru helst þeir miðaldra, 35-50 ára. 

Kolbrún Hilmars, 29.12.2012 kl. 13:24

28 Smámynd: Elle_

Eg hló þegar ég las síðasta comment Ásmundar svokallaðs.  Svo ég er ekki lengur stelpa, enda mundu fæstar stelpur nenna að þrasa við ómálga menn.  Hinsvegar, ætli við séum ekki á svipuðum aldri, ég og Brussel-rembingurinn þú?  Óþarfi að gera mig eldri þó maður hafi stórelst frá apríl, 09.  Get it? 

Og þó ég tali um föðurland, skal ég endurtaka að ég á 2 föðurlönd, meira að segja í 2 heimsálfum.  Hvorugt undir yfirstjórn evrópskra yfirgangsvelda, guði sé lof, enda vildi ég ekki kúgað föðurland.

Elle_, 29.12.2012 kl. 14:00

29 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Elle, fannst þér samt ekki Ásmundur orða þetta vel; að við værum "nokkuð við aldur"?

Þetta ellismellatal er væntanlega tilkomið vegna þess að hann er að gefast upp á að höndla boltann og heldur að maðurinn sé auðveldari viðureignar  :)

Kolbrún Hilmars, 29.12.2012 kl. 14:20

30 Smámynd: Elle_

Jú, hann veit ekki lengur í hvorn fótinn hann á að stíga.  Engin rök fyrir evrópsku vitleysunni, ekki neitt nema niðdimmt galtómið í pappakassanum.  Nú á notast við allt nema það sem skiptir máli: Niðdimma galtómið og yfirráðin.

Elle_, 29.12.2012 kl. 14:28

31 identicon

"við þurfum að setja í lög samþykktir fleiri alþjóðlegra samtaka þar sem áhrif okkar eru hverfandi"

Dæmi?

Sigurður (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 16:31

32 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Elli-smellir búa yfir reynslu og visku, sem unga fólkið þekkir ekki. Unga fólkið býr yfir tækni-þekkingu, sem við elli-smellirnir kunnum mörg hver ekkert á.

Það þarf að sameina visku og þekkingu kynslóðanna, í friði og sátt. Kerfið stjórnlausa og spillta hefur sundrað kynslóðunum, með hörmulegum afleiðingum fyrir allt og alla.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2012 kl. 16:35

33 identicon

Kolbrún, gerirðu þér grein fyrir að þú ert að gefa í skyn að ekkert annað en þjóðremba komi til greina sem ástæða fyrir andstöðu við ESB-aðild?

Vitaskuld kemur fleira til greina. Unga fólkið er illa að sér um stjórnmál. Það auk reynsluleysis gerir það berskjaldað gegn blekkingaráróðri andstæðinga aðildar.

Svo sýnist mér Elle vera af enn annarri sjaldgæfari gerð. Hún er trúlega alin upp í þáverandi nýlendu Evrópuríkis og sér því svart þegar minnst er þessa fyrrum drottnara hennar.

Það skýrir væntanlega hennar galna málflutning um allt sem varðar þessar þjóðir hvort sem það er ESB-aðild, EES eða Icesave. Þar er greinilega allt annað og meira á ferðinni en venjuleg íslensk þjóðremba.

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 17:24

34 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur minn, það ert þú sjálfur sem talar um þjóðrembu í tíma og ótíma og gefur í skyn að aðeins gamla fólkið sé haldið henni. 

Unga fólkið er vel upplýst, hefur aðgang að öllum mögulegum upplýsingum á netinu og kann að nýta sér þær.  Við "gamlingjarnir" reyndar líka.

Óþarfi að hnýta í Elle; forfeður okkar allra til hundruða ára voru aldir upp í þáverandi nýlendu Evrópuríkis.  Hinir sömu myndu snúa sér við í gröfinni ef hið nýfengna sjálfstæði afkomenda þeirra yrði afhent nýrri nýlendublokk á silfurfati.  

Þú segir réttilega; það er allt annað og meira á ferðinni en venjuleg íslensk þjóðremba.   Við köllum það sjálfstæði.

Kolbrún Hilmars, 29.12.2012 kl. 17:58

35 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ásmundur-(IP). Það leysir víst ekki vanda nokkurs manns, að gera lítið úr athugasemdum ólíkra persóna, eins og þú gerir gagnvart Elle. Hún hefur jafn mikið rétt fyrir sér eins og þú og aðrir.

Niðurlægjandi persónu-skítkast hjálpar engum, heldur sáir fræjum ófriðar og illinda.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.12.2012 kl. 18:22

36 identicon

Kolbrún, ég ætla rétt að vona að forfeður okkar og -mæður hafi ekki verið svo forpokaðir að þeir hafni samvinnu þjóða. Ég er nokkuð viss um að þeir myndu sjá að ekki er verið að afhenda sjálfstæði okkar. Að þvert á móti sé verið að gefa því aukinn slagkraft.

Ef þú vilt tala um að við afhendum sjálfstæði okkar, sem er alveg ný sýn á sjálfstæði, þá fáum við sjálfstæði hinna þjóðanna afhent á móti. Það sýnir hve fráleitt er að tala um sjálfstæði í þessu sambandi enda er þá eina leiðin til að vera sjálfstæður að einangra sig alveg frá öðrum.

Er Norður-Kórea fyrirheitna landið?

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 18:30

37 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þetta er tóm tjara hjá þér.   Reyndar arfaslappur málflutningur.

Sjálfstæði Íslands er okkar mál, en aldrei hafa baráttumenn fyrir sjálfstæði Íslands gert sér væntingar um að fá afhent sjálfstæði nokkurrar annar þjóðar, hvað þá 27 þeirra. Jafnvel þótt N-Kórea leyndist á botni gjafapakka ESB yrði sennilega okkar fyrsta verk að skila henni til síns heima.

Ekki nenni ég að ræða þessa "einangrun" sem þú nefnir.  Nema þá að biðja þig um að útskýra í hverju hún fælist?

Kolbrún Hilmars, 29.12.2012 kl. 18:48

38 Smámynd: Elle_

Hann ætlaði að vera niðurlægjandi en var óvart að lýsa hans eigin galna kjaftæði.

Elle_, 29.12.2012 kl. 19:02

39 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jamm, ekki hægt að segja að Ásmundur virði minningu sinna eigin forfeðra þegar hann kallar þá forpokaða. 


Kolbrún Hilmars, 29.12.2012 kl. 20:01

40 identicon

Þetta eru öfugmæli hjá þér, Kolbrún. Ég sagði þvert á móti að ég ætti ekki von á að þeir hefðu verið svona forpokaðir.

Svo er það ekki niðurlægjandi að geta sér til um eðlilega skýringu á ótrúlegum málflutningi Elle. Það sýnir skilning og samúð.

Trúlega hefur hin þjóðin hennar þjáðst mun meira af völdum nýlenduherranna en við auk þess sem það kann að vera styttra síðan og afleiðingarnar enn augljósar.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 14:26

41 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, það hafa margar þjóðir um allan heim  þjáðst af völdum hinna ýmsu nýlenduherra.

Elle er þannig lagað séð þjáningarsystir íslendinga þótt hennar þjóð hafi hugsanlega átt aðra yfirherra en við.

En þú átt eftir að skilgreina þessa margumtöluðu einangrun sem bíður okkar ef við höfnum yfirráðum hinnar nýju nýlenduherrablokkar í Evrópu. ??

Kolbrún Hilmars, 30.12.2012 kl. 15:39

42 Smámynd: Elle_

Ásmundur.  Málflutningur þinn nánast allur er þvættingur.  Það er ekki niðurlægjandi fyrir mig hvað litlir ómerkingar segja, þó kannski þeim sem vita ekki hversu forhertur og lyginn þú ert, finnist það og vilji verja mann.  Þú ert jafn lyginn og Jóhanna og Össur og þá er mikið sagt.

Elle_, 30.12.2012 kl. 18:48

43 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Elle, eins og ég sagði einhvers staðar hér á undan hefur Ásmundur vinur vor gefist upp á boltanum og er farinn í manninn. 

Boltinn hans er jafn mikið suður í Borgarfirði og botninn Bakkabræðra.

Kolbrún Hilmars, 30.12.2012 kl. 19:03

44 identicon

Elle, ég var einmitt að segja að ummæli mín væru ekki niðurlægjandi fyrir þig. Við virðumst því sammála um það.

Kolbrún, við búum nú þegar við vissa einangrun. Vegna gjaldeyrishafta forðast erlendir aðilar að fjárfesta hér og jafnvel eiga viðskipti við Ísland.

Afleiðingarnar eru lægra gengi krónunnar og hærri vextir á erlendum lánum. Skattgreiðendur greiða hærri vexti ríkisins og erlendar vörur og þjónusta verða dýrari. Þetta leiðir til lífskjaraskerðingar.

Gjaldeyrishöftin eru lúmsk vegna þess að slæm áhrif þeirra versna smám saman svo að menn taka varla eftir þeim fyrr en að löngum tíma liðnum.

Þá vakna menn upp við vondan draum og uppgötva að þeir hafa dregist langt aftur úr öðrum þjóðum og búa við ófrelsi, einangrun  og átthagafjötra.

Gjaldeyrishöftin samræmast ekki EES-samningnum. Það þýðir væntanlega að valið sé um að ganga í ESB eða úr EES.

Úrsögn úr ESS þýðir að við missum markaði. Minni gjaldeyristekjur leiða óhjákvæmilega til meiri gjaldeyrishafta og meiri einangrunar.

Utan EES njótum við engra réttinda í ESB- og EES-löndum. Við getum ekki búist við að geta starfað þar eða stundað nám nema kannski í undantekningartilvikum þegar um afburðafólk er að ræða.

Ástandið þar er eins og hér. Fólk utan ESB og EES fær almennt ekki atvinnuleyfi vegna þess að ESB- og EES-löndin hafa forgang á störf. 

Á Íslandi með krónu sem gjaldmiðil er rekstrargrundvöllur fyrir íslensk framleiðslufyrirtæki með mikil viðskipti erlendis mjög lélegur.

Þau munu því mörg ef ekki flest neyðast til að leggja upp laupana eða flytja úr landi. Starfsfólkið flytur með þeim í stórum stíl. Við það verða miklir fjármagnsflutningar til útlanda 

Útflutningur fólks og fyrirtækja eykur þannig mikið eftirspurn eftir gjaldeyri á sama tíma og gjaldeyristekjur minnka að öðru jöfnu. Það kallar á hömlur á flutning eigna úr landi. Þá eru komnir á átthagafjötrar.

Ein á báti með ónýtan gjaldmiðil án bandamanna fáum við ekki nauðsynlega aðstoð þegar á bjátar. Parísarklúnbburinn, sem er versta martröð sjálfstæðra ríkja, verður Þá okkar eina athvarf.

Hættan á öðru hruni Íslands er miklu meiri utan ESB vegna ónýts gjaldmiðils. Hættan eykst enn frekar ef við neyðumst til að ganga úr EES. Auk þess kemur ESB okkur til aðstoðar eftir aðild ef þörf krefur. 

Svona mætti lengi halda áfram því að dómínóáhrif ónýts gjaldmiðils eru óteljandi. Þau leiða óhjákvæmilega til sífellt meiri einangrunar og verri lífskjara.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.12.2012 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband