ESB vegferð VG þvert á vilja kjósenda flokksins mun hefna sín í næstu kosningum

Það er einföld uppskrift á pólitísku stórslysi þegar flokkur gengur þvert á vilja kjósenda sinna. VG hefur marglýst yfir andstöðu við ESB-aðild. En sé það jafnframt stefna VG í komandi kosningum að halda aðildarferlinu áfram á næsta kjörtímabili munu þúsundir stuðningsmanna VG velja annan flokk.

 

Forysta VG verður að horfast í augu við þá staðreynd að þolinmæði stórs hluta stuðningsmanna VG verður á þrotum ef það yrði stefna frambjóðenda flokksins í kosningabaráttunni að aðildarferlið eigi að halda áfram eftir næstu kosningar í nýrri ríkisstjórn með Samfylkingunni og kannski einhverjum öðrum smáflokkum.

 

Í nýlegri netkönnun sem Gallup gerði fyrir Heimssýn þar sem spurt var hvort viðkomandi væri hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að ESB kom í ljós að kjósendur Samfylkingar eru flestir hlynntir aðild eða um 70%. Um 18% kjósenda flokksins eru ekki með afstöðu og 12 prósent eru á móti ESB-aðild. Það er því afar hagstætt fyrir Samfylkinguna að hafa aðildarumsóknina óafgreidda þegar kjósendur ganga að kjörborðinu. Samfylkingin hefur nokkurn veginn allt sitt á þurru og tekur litla áhættu þótt mikil meiri hluti þjóðarinnar sé andvígur aðild.

 

VG er í allt annarri og miklu verri stöðu. Hjá VG er hlutfall andvígra  62 prósent.  Af þeim segjast eru 16% alfarið andvígir aðild, 21% mjög andvígir og 25 frekar andvíg aðild. Hvernig mun þetta fólk bregðast við, ef forysta flokksins segist ætla að halda áfram vegferð sinni í átt til samnings við 27 Evrópuþjóðir um inngöngu Íslands í ESB? Svarið liggur í augum uppi. Stór hluti kjósenda VG sem er hundleiður á ESB-daðri flokksforystunnar mun velta því fyrir sér að kjósa annan flokk.

 

Í þessari könnun kom í ljós að 79 % kjósenda Framsóknarflokksins reyndust andvíg aðild Íslands að ESB. Sérstaka athygli vekur hve grjótharðir kjósendur Framsóknarflokksins eru í afstöðu sinni; 42 prósent sögðust að öllu leyti andvíg, 18 prósent mjög andvíg og álíka stórt hlutfall var frekar andvígt. Af þeim 11 prósentum kjósenda Framsóknarflokksins sem voru hlynnt aðild, sögðust aðeins 3 prósent vera að öllu leyti eða mjög hlynnt aðild en 8 prósent frekar hlynnt.

 

Sama má segja um kjósendur Sjálfstæðisflokksins. 80 % þeirra reyndust andvíg aðild og sýna áþekka staðfestu í andstöðunni við ESB-aðild of framsóknarmenn. Af þessum 80% sem reyndust andvígir voru 43% að öllu leyti andvígir, 20 % mjög og 17% frekar á móti aðild. Álíka hlutfall kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins er hlynnt ESB-aðild eða 12%. Af þeim eru 8% frekar hlynnt en aðeins 4% eru eindregnir aðildarsinnar, segjast alfarið hlynnt eða mjög hlynnt.

 

Ekki er ólíklegt að til verði ný framboð sem höfða muni til þeirra sem kosið hafa VG en eru ósáttir við framgöngu þingflokks VG í þessu stóra máli.

 


mbl.is Björn Valur vill fram í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband