Evran virkar eins og henni er ætlað
24.10.2012 | 13:48
Hinn róttæki blaðamaður Greg Palast birti í Guardian í sumar athyglisverða grein um evruna sem vefritið Eggin hefur nú birt í íslenskri þýðingu. Vinstri vaktin grípur hér ofan i grein hins bandaríska blaðamanns og bendir áhugasömum á að lesa heildina á Egginni.:
"Það er hættulega barnaleg hugmynd að evran hafi brugðist". Evran er að gera nákvæmlega það sem faðir hennar - og hið ríka 1% sem tók hana upp - spáði og ætlaði henni.
Þessi faðir er Robert Mundell, höfundur framboðs-hagfræðinnar" (e. supply-side economics), áður hagfræðingur við Chicago-háskóla, nú prófessor við Columbia-háskóla, sem ég kynntist í gegn um tengsl hans við minn eigin Chicago-prófessor, Milton Friedman, áður en rannsóknir Mundells á gjaldmiðlum og gengi gátu af sér uppdráttinn að myntbandalagi Evrópu og sameiginlegum evrópskum gjaldmiðli. ...
Evran mundi í rauninni vinna vinnuna þegar kreppan skylli á, útskýrði Mundell. Með því að svipta ríkisstjórnirnar valdinu yfir gjaldmiðlinum, væri hægt að koma í veg fyrir að litlir, ljótir embættismenn notuðu keynsískar aðferðir í peningastefnu og ríkisfjármálum til að draga þjóðirnar upp úr svaðinu.
Peningastefnan verður þá komin utan seilingar fyrir stjórnmálamenn," sagði hann. [Og] án peningastefnu, er eina aðferð þjóða til að halda í störfin að keppast um að afnema reglugerðir á fyrirtæki."
Hann nefndi lög um vinnumarkaðinn, reglugerðir um umhverfismál og, auðvitað, skatta. Öllu þessu mundi evran sturta niður. Lýðræði fengi ekki að skipta sér af markaðnum - og heldur ekki af pípulögnunum.
Eins og annar Nóbelsverðlaunahafi, Paul Krugman, hefur bent á, þá braut stofnun evrusvæðisins hagfræðireglu sem er þekkt sem hagkvæmasta myntsvæði". Það var reyndar regla sem Bob Mundell setti sjálfur fram.
Það angrar Mundell ekki. Fyrir honum snerist evran ekki um að breyta Evrópu í þróttmikla, samheldna efnahagslega heild. Hún snerist um Reagan og Thatcher.
Ronald Reagan hefði ekki verið kjörinn forseti án áhrifa Mundells," skrifaði Jude Wanniski einu sinni í Wall Street Journal. Framboðs-hagfræðin, sem Mundell boðaði, varð að kennilegu skapalóni fyrir reaganomics" - eða, eins og George Bush eldri kallaði það, vúdú-hagfræði": trúin á þær töfralækningar frjáls markaðar, sem einnig veitti frú Thatcher innblástur.
Mundell útskýrði fyrir mér að í raun væri evran af sama toga spunnin og reaganomics: Agi í peningamálum agar stjórnmálamenn líka í ríkisfjármálum."
Og þegar koma kreppur, geta efnahagslega afvopnaðar þjóðir fátt gert annað en að sópa burt regluverki stjórnvalda og einkavæða ríkisfyrirtæki í stórum stíl, lækka skatta og horfa á evtir evrópska velferðarríkinu ofan í niðurfallið.
Þannig að við sjáum að forsætisráðherra Ítalíu, Mario Monti (sem enginn kaus), krefst umbóta" í vinnulöggjöf, sem mundi auðvelda vinnuveitendum eins og Mundell að reka þessa toskönsku pípulagningamenn. Og forkólfurSeðlabanka Evrópu, Mario Draghi (sem enginn kaus), kallar á skipulagsbreytingar" - sem er veigrunarorð fyrir það að kremja verkafólk. Þeir vitna í þá þokukenndu kenningu um að ef laun lækka í hverju einasta landi, þá verði öll löndin samkeppnishæfari.
Monti og Draghi geta ekki útskýrt hvernig nokkurt land bætir samkeppnisstöðu sína með því að þau lækki öll launin. En þeir þurfa ekki að útskýra stefnuna sína; þeir láta markaðina bara vinna á skuldabréfum landanna. Þannig að myntbandalag er stéttastríð, háð með öðrum aðferðum.
Frá kreppunni í Evrópu og eldunum í Grikklandi stafar heitum bjarma þess, sem hugmyndafræðilegur konungur framboðs-hagfræðinganna, Joseph Schumpeter, kallaði skapandi eyðileggingu". Lærisveinn Schumpeters og trúvarnarmaður hins frjálsa markaður, Thomas Friedman, flaug til Aþenu og heimsótti helgan dóm", brunna bankabyggingu, þar sem þrjár manneskjur biðu bana þegar anarkistar úr röðum mótmælenda köstuðu eldsprengju. Þar notaði hann tækifæri til að messa um hnattvæðingu og ábyrgðarleysi" Grikkja.
Eldtungurnar, fjöldaatvinnuleysið, brunaútsalan á opinberum eignum, mundu marka endurfæðingu" Grikklands og, á endanum, alls evrusvæðisins. Þannig að Mundell og aðrir sem eiga sín eigin setur geti sett klósettin sín hvar í fjandanum sem þeim sýnist.
Evran, barnið hans Mundells, hefur alls ekki brugðist, heldur hefur náð árangri langt umfram villtustu drauma föður síns."
Athugasemdir
Fyrir þjóðir sem skulda mikið erlendis er það engin lausn að geta lækkað gengi gjaldmiðilsins. Við það hækka erlendar skuldir. Aukning á erlendum skuldum er auðvitað ekki lausn á vanda sem felst í of miklum erlendum skuldum.
Helmingslækkun á gengi gjaldmiðilsins þýðir að erlendar skuldir tvöfaldast reiknað í gjaldmiðli landsins. Ríki hafa almennt engar erlendar tekjur. Þess vegna verða þau að kaupa allan gjaldeyri. Hvernig haldið þið að Grikkir myndu ráða víð það?
Ákvörðun Seðlabanka Evrópu að lána bönkum evrulanda eftir þörfum kallar á peningaprentun sem hækkar verðbólgistigið. Laun hækka í kjölfarið og lán verða auðveldari viðfangs enda eru þau ekki verðtryggð.
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 14:42
Miklar gengislækkanir eru til marks um að efnahagstjórnunin er ekki að virka. Ef skýringin er ekki ónýtur gjaldmiðil eru þær vísbending um alvarlega óstjórn.
Gengislækkun þýðir mikil tilfærsla á fé og mikil röskum á hlutfallslegri tekjuskiptingu án þess að neitt réttlæti slíkar breytingar. Almenningur sýpur seyðið af stórum gengisbreytingum en valdastéttin græðir.
Það er því á skjön við vinstri stefnu að styðja gengillækkunarúrræðið. Með sameiginlegum gjaldmiðli geta einstakar þjóðir ekki notað það og verða því að grípa til farsælli aðferða eins og einfaldra hagstjórnartæka.
Þannig fæst nauðsynlegur stöðugleiki sem leiðir til betri samkeppnishæfni landsins. Við það verða til fjölbreytileg ný atvinnutækifæri og útflutningstekjur vaxa.
Ásmundur (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 15:03
Evrunni hefur tekist að rústa Evrópu og mun halda áfram að lækka lífskjör Evrópubúa þar til einhver bylting verður.
Og já, Ásmundur hinn blindi og hans einfalda (hagfræði)heimsmynd skín rækilega í gegn í ofangreindum ummælum hans en kannski þarf ekki að taka það fram sem er vitað.
Bragi, 24.10.2012 kl. 23:55
Þetta er dæmigerður áróður settur fram til að grafa undan trú íbúa evrulanda á eigin gjaldmiðli í þeirri von að þannig sé hægt að rústa honum. Bandaríkjamenn óttast að evran ógni stöðu dollars í heiminum.
Evran hefur ekki brugðist og er enn síður "að gera nákvæmlega það sem höfundur hennar og hið hið ríka 1%, sem tók hana upp, ætlaði henni".
Þetta er auðvelt að sannreyna með því að skoða stöðu evrulanda. Mörg lítil og og ekki rík lönd spjara sig þrátt fyrir heimskreppu, reyndar flest evrulöndin.
Þrátt fyrir allt er gengi evru enn miklu hærra en dollars sem hún var á pari við fyrir áratug og um aldamótin. Gengi evru er nú mun hærra en um mitt sl sumar.
Auðvelt er að sjá að þessi fáeinu lönd í vanda geta kennt sjálfum sér um og almennt gera þau það sjálf. Þau vilja umfram allt hvorki yfirgefa evru né ESB.
Ef ekki er um mikla spillingu og óráðasíu að ræða hafa þau sýnt mikla óvarkárni. Í stað þess að stíga á bremsuna þegar velmegun jókst vegna mikilla lækkunar vaxta, sem leiddi til bólumyndunar í hagkerfinu, var gefið í.
Sá stöðugleiki sem eykur samkeppnishæfni landa fæst með stöðugum gjaldmiðli. Gengislækkunarúrræðið er því verulega varasamt sérstaklega þegar um er að ræða gjaldmiðla sem tiltölulega fáir nota. Gengislækkun er þægileg leið til að rýra kjör almennings.
Fyrir utan heimskreppuna stafa erfiðleikar evrunnar af því að ekki hafa öll löndin áttað sig á takmörkunum hennar og þeim gífurlegu hagsbótum sem fylgja þessum takmörkunum ef rétt er brugðist við þeim.
Ásmundur (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 08:52
Ekki bara að Ásmundur hefur gert sig að fullkomnu fífli með opinberun á eigin vitsmunaleysi um fjármál
..prenta bara meira, aldrei skortur á peningum...
..og ekki bara að fólk segi honum ítrekað að hypja sig með sína dellu og sinn heilalausa möntruáróður, sem ætti að segja hálfvitibornu fólki að þetta sé ekki að hafa neinn árangur hjá honum
..þá heldur fíflið áfram, í einhverjum verulega sjúkum ranghugmyndaheim að hann viti hvað hann er að tala um, að fólk taki yfirleitt mark á honum, og að þessi þráhyggja í honum sýni ekki augljóslega hversu illa hann er staddur sálfræðilega.
Þvílíkur harmleikur sem líf hans hlýtur að vera. Fyrst hann heldur áfram og áfram með möntrurnar og dellu-fullyrðingarnar, þá hlýtur hann að gera ráð fyrir að hann sé að hafa einhvern árangur af sínum áróðri, en hann getur þó ekki svarað af hverju hann heldur það, miðað við viðtökurnar sem hann fær frá öllum nema apabræðrunum sínum.
Þráhyggja, afneitun, veruleikafirring, geðræn vandamál.
Annars var Nigel Farage að standa sig í Brussel, enn eina ferðina. Vinstrivaktin ætti að reyna að ná tali af honum, og best væri ef þessi snillingur gæti kíkt á klakann og sagt frá reynslu hans af ESB
http://www.youtube.com/watch?v=YSoCZs8WlDg&feature=player_embedded#!
palli (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 09:13
Íbúar evrulanda í ESB eru um 332 milljónir. Sex ríki í Evrópu utan ESB hafa einnig evru sem gjaldmiðil.
Þrjú svæði utan Evrópu sem tilheyra evrulöndun, en eru þó ekki í ESB, eru með evru. Þrjú ríki í Evrópu eru með sinn gjaldmiðil tengdan evru. Mörg ríki utan Evrópu, einkum í Afríku, tengja sinn gjaldmiðil við evru.
Samtals nota 508 milljónir manna evru eða eru með sinn gjaldmiðil tengdan evru. Evran hefur mest fjármagn allra gjaldmiðla í seðlum og mynt.
Það er því ástæða fyrir Bandaríkjamenn að óttast að evran eigi eftir að taka við af dollar sem helsti gjaldmiðill heimsins. Þeir berjast því hatrammlega gegn henni og vilja hana helst feiga.
Það er athyglisvert að margar smáþjóðir utan ESB, í og utan Evrópu, hafa séð hag sínum best borgið með einhliða upptöku evru eða með tengingu við evru.
Ástæðan er okkur vel kunn:
"Pegging a country's currency to a major currency is regarded as a safety measure, especially for currencies of areas with weak economies, as the euro is seen as a stable currency, prevents runaway inflation and encourages foreign investment due to its stability."
Þessi lönd tóku sem sagt upp evru eða tengdu sinn gjaldmiðil við evru til að losna við mikla verðbólgu og til að örva erlenda fjarfestingu. Þeir fá þó ekki aðgang að seðlabanka sem lánveitanda til þrautavara og hafa afsalað sér öllum afskiptum af peningastefnunni.
Með ESB-aild og upptöku evru fáum við lánveitanda til þrautavara og tökum til jafns við aðrar þjóðir þátt í mótun peningastefnunnar.
http://en.wikipedia.org/wiki/Euro
Ásmundur (IP-tala skráð) 25.10.2012 kl. 21:57
Jájá, Ásmundur. Endurtaktu nokkrar möntrur sem þú hefur ekki sjálfur vit til þess að skilja.
Það virkar örugglega, nú sem áður.
Þú átt við verulega sjúka þráhyggju að stríða. Það sem gerir þetta enn verra í þínu tilfelli er hvað þú ert alveg ævintýralega heimskt kvikindi.
Sorglegast brandari í sögu Íslands.
palli (IP-tala skráð) 26.10.2012 kl. 10:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.