Dulbúin ESB kosning

Lýður Árnason stjórnlagaráðsmaður og liðsmaður Dögunar skrifar í Morgunblaðið í dag um 111. grein hinnar nýju stjórnarskrár. Þar bendir greinarhöfundur á að með 111. greininni sé girt fyrir að hægt sé að ganga í ESB nema með meirihlutasamþykki þjóðarinnar. Grein Lýðs sem má í heild sinni lesa hér er, rétt svo langt sem hún nær en þó er aðeins hálf sagan sögð. 

Í hinni umdeildu 111. grein segir í upphafi að Íslandi sé nú heimilt að gera samninga sem fela í sér framsal fullveldis. Engin slík heimild er í núverandi stjórnarskrá og til þess að breyta henni þarf lengra ferli heldur en einfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Fyrst þarf Alþingi að samþykkja breytinguna og síðan að afstöðnum kosningum til nýs þings þarf Alþingi að samþykkja sömu breytingu. Slík breyting er ekki keyrð í gegn um Alþingi í stundarhita með naumum meirihluta.

Það hefur vissulega verið gagnrýnt að í núverandi kerfi hverfa breytingar á Stjórnarskrá inn í almenna umræðu kosningabaráttu um öll stefnumál flokkanna og því vanti hér beina aðkomu þjóðarinnar að málinu. En er hún til staðar í því kerfi sem 111. greinin býður okkur. 

Í 111. (sem nú liggur fyrir þjóðinni að samþykkja með atkvæðagreiðslu á morgun) segir að ákvörðun um framsal fullveldis skuli borin undir þjóðina. Ekkert um það með hvaða hætti. Það er til dæmis vel líklegt að í ESB tilvikinu yrði það einfaldlega gert með því að bera nokkur hundruð blaðsíðna ESB samning undir þjóðina og einfaldur naumur meirihluti gæti þá samþykkt fullveldisframsalið. Það er ekkert sem segir í nefndri grein að kosning um fullveldisframsalið yrði að vera aðskilin frá annarri atkvæðagreiðslu og þá er staðan nauðalík því sem nú er að framsal fullveldis hverfur inn í svelg umræðu um kosti og galla ESB aðildar sem er jafnvel yfirgripsmeiri og flóknari en almennar þingkosningar. 

Nágrannar okkar Svíar glæptust inn í ESB í augnablikshita þar sem bæði áður og eftir mældist andstaðan meiri en fylgispektin. Slíkar aðstæður geta auðveldlega skapast í samfélagi og ESB vinnur nú hörðum höndum að því að skapa þær á Íslandi. Fyrst og fremst með fégjöfum rausnarlegum til þjóðar sem þó hefur það miklu betra en aðildarþjóðir ESB við Miðjarðarhaf.  Á sama tíma ráða ESB sinnar í samninganefnd hvenær ESB kosning um fullveldisframsal fer fram en vald yfir slíkri tímasetningu skekkir mjög jafnræði ESB sinna og ESB andstæðinga. 

Af öllu þessu er ljóst að kosningin á morgun er dulbúin ESB kosning. Þeir sem segja já við fyrstu spurningunni á kjörseðlinum hafa lagt ESB aðildinni liðsinni sitt. Við sem teljum hag Íslands betur borgið utan ESB segjum nei eða skilum auðu. Og látum það alls ekki henda okkur að skrópa á kjörstað.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hörkufundur um ESB viðræðurnar á laugardaginn kl. 10.30 að Hverffisgötu 33. Allir velkomnir. http://framsokn.is/files/PallVilhjalmsson.png

Jón Ingi (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 12:11

2 identicon

Árið 1993, undir fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, mælti Jón Baldvin Hannibalsson á Alþingi fyrir staðfestingu EES samningsins á Íslandi. Atkvæði féllu þannig að 33 sögðu já, 30 sögðu nei eða sátu hjá. Vigdís staðfesti lögin daginn eftir, þrátt fyrir að hafa fengið undirskriftalista með rúmlega 34 þúsund nöfnum þar sem farið var fram á að hún vísaði gjörningnum til þjóðaratkvæðis. Þetta var gert undir gildandi stjórnarskrá. Ef fólk vill ekki að slíkt endurtaki sig, þá segir það Já við fyrstu spurningunni á morgun.

Sigurður Ingi Jónsson (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 12:47

3 identicon

Jæja Sigurður Ingi, er það svo?

Þú kannski veist ekki, að í stjórnarskránni er bannað að framselja fullveldi, án þess að breyta stjórnarskrá?

En samt var það gert.

Hvar er tryggingin í "nýju" stjórnarskránni, fyrir því að Alþingi fari ekki eftir henni?

Og fyrir utan það, að "nýja" stjórnarskráin tryggir að stjórnvöld þurfa ekki lengur stjórnarskrárbreytingar, með nýjum Alþingiskosningum áður en þær taka gildi.

Það er því möguleiki að ríkisstjórn Jóhönnu, reyni að "þreyta" þjóðina, með sífelldum þjóðaratkvæðagreiðslum, þar til þjóðin gefst upp og mætir ekki, eða greiðir einu sinni "vitlaust"

Það er þekkt aðferð úr ESB, þar sem þjóðir eru látnar greiða atkvæði, þar til ESB er ánægt með niðurstöðuna. Hinsvegar virðist aldrei vera hægt að greiða atkvæði um niðurstöður sem ESB er ánægt með.

Hilmar (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 13:19

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

111. gr. Framsal ríkisvalds

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi.

...

Ég hef hins vegar engar áhyggjur af þessu meðan málinu er vísað í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef aðstæður verða þannig að meirihluti þjóðarinnar vill ganga í ESB þá er lítið við því að gera.

Ef svo er hins vegar ekki þá er alveg tryggt að landið mun áfram standa utan ESB því engin ríkisstjórn mundi voga sér að ganga gegn slíkum úrskurði - hún yrði einfaldlega borin út af þingi daginn eftir!

Og svo að lokum, ekki gera ráð fyrir að landsmenn séu þeir hálfvitar að samþykkja eitthvað svona alveg óvart eins og þið bullið um í 20-25 línu. Ykkur setur niður með svona málflutinigi!

...

113. gr. Stjórnarskrárbreytingar

Þegar Alþingi hefur samþykkt frumvarp til breytingar á stjórnarskrá skal það borið undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar. Atkvæðagreiðslan skal fara fram í fyrsta lagi einum mánuði og í síðasta lagi þremur mánuðum eftir samþykkt frumvarpsins á Alþingi.

Hafi 5/6 hlutar þingmanna samþykkt frumvarpið getur Alþingi þó ákveðið að fella þjóðaratkvæðagreiðsluna niður og öðlast þá frumvarpið gildi engu að síður.

 ...

Varðandi nýjar stjórnarskrárbreytingar, þá þarf 5/6 hluta þignsins til að samþykkja þær. Það er meiri samhljómur en líklegt er að náist nokkurn tíma meðan núverandi verklag er tíðkað niðri í hringleikahúsi.

Haraldur Rafn Ingvason, 19.10.2012 kl. 19:30

5 Smámynd: Elle_

NEI, nei, nei við þessu Eiríks Bergmanns-Vilhjálms Þorsteins-Þorvalds Gylfasonar-plaggi.  Í andstöðu við æðsta dómstól landsins.  Hann kallast Hæstiréttur, ekki Jóhanna og ekki Þorvaldur.  Þjóðin bað ekkert um eyðileggingu og niðurleggingu á gömlu stjórnarskránni okkar. 

Elle_, 19.10.2012 kl. 21:01

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ég veit ekki alveg um hvað þjóðin bað í þessu tilfelli. Hins vegar er þjóðin beðin um álit á þessu máli. Eina leiðin til að gera það er að kynna sér gögn málsins, bera saman drögin og stjórnarskrána og reyna að átta sig á hvort það margt sé til bóta í drögunum að þau verðskuldi framhaldslíf.

Það verður ekki gert með því að taka hugsunarlaust við upphrópunum og útleggingum sem eiga sér flokks- eða persónupólitískan uppruna.

Haraldur Rafn Ingvason, 19.10.2012 kl. 22:21

7 Smámynd: Elle_

Eins og ég sagði: NEI, ekki með ofbeldi gegn æðsta dómstóli landsins.  Kallaðu það það sem þú vilt, en þetta ER persónu-pólitískt.  Og það er ekki okkur að kenna sem viljum fara að lögum. 

Ekki nema von þeir sem vilja brjóta gegn Hæstarétti landsins, vilji líka valta yfir æðstu lög landsins, já sjálfa stjórnarskrána.  Lögbrjótar fara hönd í hönd við stjórnarskrárbrjóta.  Mikill misskilningur Jóhönnu og co. að þau séu Hæstiréttur.  Og þú getur sagt já, en ég er löngu búin að segja NEI við no. 1.  Og sleppti hinu.

Elle_, 19.10.2012 kl. 22:55

8 Smámynd: Elle_

Og hver var að taka við hverju hugsunarlaust ef ekki þið sem viljið þetta?  Við hin viljum þetta ekki og þaulhugsuðum það.

Elle_, 19.10.2012 kl. 23:00

9 identicon

EF þjóðin segir nei við nær öllum spurningunum í dag er ljóst að hún hefur ekki þroska til að fara með lýðræði. Þá sannast það að þjóðin er hrædd og lætur sér vel lynda að farið sé illa með hana.

Niðurstöður þjóðlagaráðs eru lýðræðislegt afrek þjóðarinnar sjálfrar. Fyrst var efnt til þjóðfundar til að fá fram vilja þjóðarinnar og helstu áhersluatriði. Þjóðlagaráð, skipað þeim sem þjóðin hafði í kosningu treyst best til að vinna úr niðurstöðum þjófundar, samdi síðan uppkast að stjórnarskrá sem spurt er um í kosningunni.

Spurt er um hvort niðurstaða stjórnlagaráðs eigi að vera grunnur að nýrri stjórnarskrá. Ef því er hafnað er sú lýðræðislega vinna sem farið hefur fram dæmd einskis virði. Þá hefur þjóðin hafnað því lýðræði, sem hún sjálf krafðist. Hún hefur þá látið undan ofbeldisfullum sérhagsmunaöflum.

Ekki er spurt um hvort samþykkja eigi óbreytta niðurstöðu Stjórnlagaráðs  sem stjórnarskrá. Hún á eftir að fara í gegnum síu lögspekinga og annarra áður en hægt er að samþykkja hana.

Það kemur ekki á óvart að Jón Bjarnason og Vinstrivaktin stilli sér upp við hliðina á sérhagsmunaöflunum lengst til hægri. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 08:30

10 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ef meirihluti Þjóðarinnar segir nei þá er sá meirihluti einfaldlega að segja nei vegna þess að sá meirihluti telur hag sínum betur borgið sem Sjálstæð og fullvalda þjóð sem veit hvað hún vill.

Að segja að sá hópur sem nei segir sé óþroskaður segir bara allt um þinn þroska Ásmundur.

Að segja nei getur þýtt að sá hópur lætur ekki plata sig og kúga með einhverjum fögrum orðum...

Að það hafi ekki verið betri kynning á þessari svo kallaðri Nýju Stjórnarskrá er til háborinnar skammar fyrir þá sem hlut eiga að máli, og að bjóða Þjóðinni upp á að svara 6 spurningum af 114 eða 115 er annað klúður og fær þá sem eitthvað vit hafa í höfðinu til að líta nánar á þessar 108-109 greinar sem þjóðin fær ekki að segja hug sinn um og þar liggur kannski þetta nei hjá þeim sem segja nei...

Þeir sem ég hef hitt og eru á jáinu eru flestir (allir) á jáinu eftir fræðslu frá þeim sem sjá áttu um hana...

Stjórnarskráin var ekki lesin upp, heldur var fólkið sem um kynninguna sá upp fullt af því að segja öllum að segja já vegna þess að við vorum með úrelta eldgamla Stjórnarskrá sem væri orðin 80 ára gömul og í þokkabót þá væri hún bara bráðarbirgða...

Hverslags kynning er þetta eiginlega að lesa ekki upp það sem er verið að kynna og ræða efnislega um hvert málefni fyrir sig...

Það ætti nú ekki að hafa verið erfitt fyrir þetta fólk að gera svo þar sem það var ekki erfitt fyrir Stjórnlagaráð að semja 114-115 greinar á rúmlega 120 dögum....

Það verður nei hjá mér vegna þessa vinnubragða...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 20.10.2012 kl. 09:06

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Enn láta sumir (sbr. Sigurður Ingi) eins og EES- samningnum hafi ekki verið sá frjálsi milliríkjasamningur sem hann er. Reyndin sýndi að aðilarnir ákveða hvaða greinar þeir taki upp og hvað ekki. Þetta fyrirkomulag reyndist vel, þar til bókstafstrú Jóhönnu Sig. og Steingríms J. staðfesti hvaða þvælubálka sem sendir voru frá Belgíu.

Fullveldið stendur enn sterkt, einmitt vegna stjórnarskrárinnar sem gerði ráð fyrir vörnum gegn tímabundnum vinstrisveiflum til afsals fullveldisins sjálfs. Mætum á kjörstað og merkjum við NEI núna á eftir.

Ívar Pálsson, 20.10.2012 kl. 09:31

12 identicon

"Ef meirihluti Þjóðarinnar segir nei þá er sá meirihluti einfaldlega að segja nei vegna þess að sá meirihluti telur hag sínum betur borgið sem Sjálstæð og fullvalda þjóð sem veit hvað hún vill."

Ef þjóðin segir nei er hún ekki sjálfri sér samkvæm vegna þess að þjóðlagaráð var skipað þeim fulltrúum sem þjóðin treysti best til verksins.

Ef þjóðin segir nei er hún að lýsa frati á lýðræðið og vill láta sérhagsmunaöflin ráða vegna þess að hún veit ekki hvað hún vill.

Það er fráleitt að tengja þessa kosningu við fullveldi og ESB vegna þess að ef þjóðin kýs ESB-aðild verður því breytt í stjórnarskrá sem þarf að breyta ef einhverju þarf að breyta.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 09:46

13 identicon

Stjórnlagaráð átti þetta auðvitað að vera en ekki þjóðlagaráð.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 10:33

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Ásmundur, Stjórnlagaráð var sannarlega ekki þjóðin. Varla réði tilviljun því að samsetning þess var í hróplegu ósamræmi við þjóðina, sem hefur margsýnt að hún vill ekki ESB- aðlid, á meðan ESB- andstæðingar fylltu afar fáa stóla í þessu frádæmda ráði.

Allt þetta ferli skimaði burt fulltrúa Þjóðarinnar. Lokaniðurstaðan er þessi klúðurkosning sem maður neyðist til þess að fara á kjörstað til þess að hafna í dag, enda til kostnaðar og ama fyrir þjáða þjóð.

Ívar Pálsson, 20.10.2012 kl. 10:56

15 identicon

Ívar, í stjórnlagaráð voru skipaðir þeir fulltrúar sem þjóðin valdi í kosningu. Þó að kosningin hafi verið dæmd ólögleg var ekki talið að annmarkar hennar hefðu haft áhrif á niðurstöðuna. Þetta var því eins lýðræðislegt ferli og hugsast getur.

Það hefur ekki farið fram nein könnun á því hve margir stjórnlagaráðsfulltrúar eru hlynntir ESB-aðild. Ég býst reyndar við að flestir þeirra, ef ekki allir, taki ekki afstöðu fyrr en samningur liggur fyrir.

Það er rangtúlkun að halda því fram að þjóðin hafi margsýnt að hún vilji ekki ESB-aðild. Meirihlutinn hefur ekki tekið afstöðu í könnunum. Flestir þeirra munu væntanlega ekki taka afstöðu fyrr en samningur liggur fyrir. Að ganga út frá að þeir skiptist í sömu hlutföllum og þeir sem þegar hafa tekið afstöðu stenst enga skoðun. 

Þó að 68% þeirra, sem tóku afstöðu í síðustu könnun Capacent, hafi hafnað aðild voru það aðeins 33% aðspurðra. Spurningin er því; hvernig kjósa hinir þegar samningur liggur fyrir og hve margir þeirra sem þegar hafa tekið afstöðu munu þá skipta um skoðun?

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 11:50

16 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Jæja Elle, nú eru þetta s.s. "við og þið".

Hvar lestu afstöðu mína úr ofangreindum innleggjum? Er þetta ekki alveg dæmigert. Ég hendi inn málefnalegri gagnrýni og minni skoðun á málinu sem virðist þér ekki að skapi. Þar með er ég  ekki í með þér í liði með þér og því á móti þér. Íslensk umræðuhefð í hnotskurn!

Haraldur Rafn Ingvason, 20.10.2012 kl. 12:13

17 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jaá, það er verið að kjósa um ESB í dag Já já. Einmitt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2012 kl. 12:16

18 Smámynd: Elle_

Nei, þú varst ekki málefnalegur, Haraldur, og síst af öllu þetta: - - - Það verður ekki gert með því að taka hugsunarlaust við upphrópunum og útleggingum sem eiga sér flokks- eða persónupólitískan uppruna.- - -  Þú setur þig sjálfan þarna stalli ofar en hina, þetta var ´upphrópun´ svo ég noti nú þitt orð.  Svo er mín ´umræðuhefð´, svo ég noti aftur þitt alhæfandi orð, ekki íslensk.

Elle_, 20.10.2012 kl. 12:30

19 identicon

Vá! Ég held að Ásmundur hafi enn einu sinni trompað sjálfan sig í veruleikafirringu!

Núna, skv. hirðfíflinu okkar, eru þeir sem ekki eru sammála þessum tillögum barasta ekki þroskaðir til að hafa lýðræði!!

Það var aldeilis!!

Eru engin takmörk hvað heilaþvottur og þráhyggja getur leitt þennan sorglega einstakling langt í sinni veruleikafirringu??

Maðurinn er gjörsamlega sturlaður!!  ...en það er kanski ekkert skrýtið. Hann er ESBsinni.

palli (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 12:43

20 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Innlegg nr 4 er málefnaleg gagnrýni á málatilbúnað blogghöfundar. Innleg nr 7 er mín skoðun á hvernig fólk ætti að mynda sér skoðun á hverju málefni sem um er að ræða - þ.e. að afla sér upplýsinga og álykta út frá þeim í stað þess að láta matast af orðhákum úti í bæ.

Þetta á ekki bara við um þessar kosningar, heldur líka daglegt líf s.s. hvernig bíla fólk kaupir sér og hvernig það ver tómstundum sínum. Þetta heitir sjálfstæð hugsun!

Haraldur Rafn Ingvason, 20.10.2012 kl. 13:31

21 identicon

Kosningin í dag snýst um kröfu almennings um nýtt og betra Ísland eftir hrun. Hún snýst ekki um ESB þó að sumir sjái sér hag í að láta líta út fyrir það.

Kosningin er prófsteinn á hvort lýðræðið virkar sem skyldi á Íslandi, hvort sú einstaka lýðræðislega tilraun, sem hér var gerð til að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá, beri árangur.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 13:43

22 Smámynd: Ívar Pálsson

Ásmundur, lýðræðið er skrumskælt ef það endurspeglar ekki vilja fjöldans. Hér tekst stjórnvöldum að snúa öllu á hvolf í stað þess að spyrja fólk einfaldrar spurningar sem skýrði viljann, t.d.: Vilt þú nýja stjórnarskrá fyrir Ísland? (Já/Nei). Hér er það ekki gert, heldur þarf maður að eltast við tillögur fólks sem fékk sárafá atkvæði hvert um sig, enda allt þetta ferli lýðræðinu til vansa.

Ívar Pálsson, 20.10.2012 kl. 14:00

23 Smámynd: Elle_

Æ-i, Haraldur, aftur seturðu þig upp á stall yfir hina.  Vit VITUM hvað er ´sjálfstæð hugsun´ og þurfum ekki þig fyrir það.  Við erum oft búin að rökstyðja hvað það er sem við viljum ekki og gerðum það líka að ofan.  Það verður ekki að skoða þetta eins og þú. 

Það er ofbeldið á þessu máli sem ég perónulega þoli ekki, gegn Hæstarétti og gegn þjóðinni.  Það kemur ekker pólitík við, enda aldrei verið í neinum flokki og það kemur ekki frá neinum öðrum eins og þú ýjar að að ofan, í no. 6 neðst.

Elle_, 20.10.2012 kl. 14:19

24 identicon

Ívar, það er verið að spyrja um niðurstöður stjórnlagaráðs. Þær voru árangur úr einstöku lýðræðislegu ferli.

Það verður því áfall fyrir lýðræði í landinu ef þeim verður hafnað því að þá hefur þessi vinna, sem hefur vakið athygli og áðdáun erlendis, verið unnin fyrir gýg.

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 14:19

25 Smámynd: Elle_

Ætlaði að skrifa: Það er ofbeldið í þessu máli sem ég persónulega þoli ekki, gegn Hæstarétti og gegn þjóðinni.  Það kemur ekkert pólitískum flokki eða ´orðhákum´ útí í bæ við, enda aldrei verið í neinum flokki og það kemur ekki frá neinum öðrum eins og þú ýjar að að ofan, í no. 6 neðst og aftur í no. 20 með ´matast af orðhákum´. 

Elle_, 20.10.2012 kl. 14:27

26 identicon

Elle, það var ekkert ofbeldi í öllu þessu ferli nema ef vera skyldi dómur Hæstaréttar. Hann var hins vegar virtur og því ákveðið að hafa annan hátt á við val fulltrúa til að tefja ekki málið um of.

Þeir sem tala um ofbeldi í þessu sambandi eru að ýja að því að Hæstiréttur hafi misnotað aðstöðu sina til að koma í veg fyrir að þeir sem náðu kjöri settust á stjórnlagaþing.

Við skulum vona að það sé ekki rétt því að þá hefur Hæstiréttur verið að brjóta alvarlega af sér.

Hitt er annað mál að skv lögum á aðeins að dæma kosningu ólöglega ef annmarkar á henni eru taldir hafa haft áhrif á niðurstöður hennar. Því var ekki til að dreifa í þessu tilviki.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 20.10.2012 kl. 17:50

27 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Aha Elle, þannig að það skiptir ekki öllu máli hvað er í pakkanum vegna þess hvernig ferill hans er búinn að vera gegnum kerfið. Þú ert á móti málinu í heild. Það er líka afstaða og ég virði hana. 

Fyrir hina hins vegar, sem vilja mynda sér efnislega skoðun á því sem spurt er um, þá er sjálfstætt mat það sem fólk á að styðjast við. Fólk á ekki að samþykkja að þetta sé frábært mál af því að Þorvaldur Gylfason segir það, eða hafna því vegna þess að Jón Bjarnason sjái rautt vegna þess.

Varðandi þetta neðst í nr 6 og 20 þá var því ekki beint sérstaklega til þín eins og ætti að vera orðið ljóst. Hins vegar hefur þetta mál eins og flest önnur lent í flokkspólitískum skotgröfum og þar sem þú hefur aldrei verið flokksbundinn frekar en ég, þá hlýtur að fara í taugarnar á þér (eins og mér) að horfa upp á hið mætasta fólk slökkva á sjálfstæðri hugsun og fylgja einhverri flokkslínu í blindni.

Þá er ég auðvitað ekki bara að tala um þetta mál.

Haraldur Rafn Ingvason, 20.10.2012 kl. 18:36

28 identicon

Til hamingju Ísland. Lýðræðið sigraði. Þjóðin reyndist hafa þroska til að fylgja eftir lýðræðislegum niðurstöðum þjóðfundar og stjórnlagaráðs.

Dulbúin ESB-kosning, segir Vinstrivaktin. Skv því eru 2/3 þjóðarinnar hlynntir ESB-aðild. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 08:36

29 identicon

"Að segja að sá hópur sem nei segir sé óþroskaður segir bara allt um þinn þroska Ásmundur."

Ingibjörg, ég var alls ekki að segja að þeir sem segja nei séu endilega óþroskaðir. Ég var að tala um þroska þjóðarinnar (meirihluta) en ekki einstaklinga. 

Ég var aðeins að benda á að ef tillögur stjórnlagaráðs fengju ekki meirihlutafylgi eftir það lýðræðislega ferli sem leiddi til þeirra, hefði þjóðin ekki verið sjálfri sér samkvæm.

Það hefði sýnt vanþroska hjá þjóðinni ef stór hluti þeirra sem studdu ferlið með þjóðfundi og stjórnlagaráði hefði ekki stutt í flestum atriðum drög þeirra að stjórnarskrá.

Sem betur fór stóðst þjóðin prófið. Hún lét ekki blekkjast af áróðri um td að kosningin snerist um ESB-aðild.

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 09:50

30 Smámynd: Elle_

Vonandi kemur Hæstiréttur í veg fyrir að þetta ofbeldi Jóhönnu, Eiríks, Þorvalds og ÚSögu gegn Hæstarétti og þrískiptingu valdsins (og þar með gegn þjóðinni), verði misnotað gegn stjórnarskránni.

Elle_, 21.10.2012 kl. 12:40

31 Smámynd: Elle_

Nú á bara eftir að hafa no. 2 + 3 eins og í ICESAVE-málinu.  Það ættu Ási og Jóhanna að vita að niðurstaða þjóðarinnar var ekki virt í ICESAVE no. 1 + 2.  Það var bara farið í að semja aftur um nauðungina, gegn vilja þjóðarinnar sem var aldrei spurð í þessu máli.

Elle_, 21.10.2012 kl. 12:59

32 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nú eru komnar niðurstöður úr talningunni.  49% kjósenda mætti á kjörstað.  Þar af sögðu 2/3 Já, 1/3 Nei. 

Ekkert í þessum tölum bendir til þess að flokksmenn hafi verið fylgispakir forystumönnum XD (sem hvöttu fólk til að mæta og segja Nei) líkt og gerðist þegar formaður SF hvatti sitt fólk til að sitja heima í fyrri Icesave atkvæðagreiðslunni.

Kolbrún Hilmars, 21.10.2012 kl. 13:18

33 identicon

Kolbrún, Jóhanna hvatti engan til að sitja heima í fyrri Icesave-atkvæðagreiðslunni.

Hún svaraði hins vagar aðspurð að hún myndi ekki kjósa. Það gerði Steingrímur líka.

Ástæðan var augljós. Fyrir lá að okkur bauðst miklu betri samningur. Þess vegna var fráleitt að samþykkja þann sem kosið var um.

Þetta er staðreynd sem greint var nákvæmlega frá í fjölmiðlum þó að ÓRG hafi leyft sér að neita því seinna í kosningabaráttu sinni.

Það var auðvitað ekkert vit í að samþykkja samning þegar miklu betri samningur var í boði. Þess vegna sátu flestir já-sinnar heima. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 17:49

34 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, styðjumst þá við þína söguskoðun; að Jóhanna hafi bara slegið því fram í einhverju viðtali að hún ætlaði ekki að kjósa.  Merkilegt samt að enginn hinna SF-aranna mætti á kjörstað. 

Samanborið við Bjarna Ben, sem sagði að hann ætlaði mæta og kjósa Nei.  Flokksmenn XD hafa líklega verið úti að grilla eða skjóta jólarúpuna og misst af boðskapnum. 

Ég var að tala um fylgispekt, ekki prinsipp. En í þessu samhengi þá er full ástæða fyrir XD að huga að forystuskiptum.

Kolbrún Hilmars, 21.10.2012 kl. 18:42

35 Smámynd: Elle_

O, jú, Jóhanna gerði það.  Og blessaður vertu ekki að staglast á þessum lygaþvættingi um nýjan ´samning´.  Við skulduðum þetta ekki og enginn nýr ´samningur´ lá fyrir neinsstaðar.

Elle_, 21.10.2012 kl. 18:47

36 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Svo var það líka eins og Elle bendir á; hvaða fjárans samningur?  Sem snerist um að skítblankur almenningur ætti að taka að sér að borga einkaskuldir fjárglæframanna.

Ef hann Nonni ríki skuldar matvörubúðinni í hverfinu mínu milljón fyrir matarúttekt og kaupmaðurinn ætlar að rukka mig um reikninginn, myndi ég í besta falli ganga þegjandi út.  Í versta falli segði ég eitthvað ljótt og óprenthæft áður. 

Þannig var þetta með Icesave.

Kolbrún Hilmars, 21.10.2012 kl. 19:06

37 identicon

66% þjóðarinnar er hlynntur ESB-aðild skv þessari "dulbúnu ESB kosningu".

Ásmundur (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 23:07

38 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hæ hó jibbí jei og jibbí jibbí jei - nú erum við öll komin í ESB.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 21.10.2012 kl. 23:47

39 identicon

Elle, okkur bauðst miklu betri samningur. En  íslenska samninganefndin vildi meira.

Hvers vegna hefðu já-sinnar eins og Jóhanna og Steingrímur átt að samþykkja verri samning en þann sem var í boði?

Það eina rétta var að sitja heima til að koma ekki í veg fyrir betri samning sem að lokum leit dagsins ljós.

Ásmundur (IP-tala skráð) 22.10.2012 kl. 07:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband