Heimiliserjur í húsinu ofan við torgið
16.10.2012 | 11:52
Fósturdóttirin vildi ekki giftast manninum. Steingrímur hikaði og vissi ekki hvað gera skyldi. En húsmóðirin æpti: Hún skal! Hún skal! Ég er búinn að tala við prestinn. Ég er meira að segja búin að kaupa brúðarkjólinn. Við fósturdótturina sagði hún: Þú jafnar þig á þessu þegar þú hittir hann. Hann er óðfús að kvænast þér.
- Ég er margbúin að hitta manninn og hef oft talað við hann, svaraði Þjóðunn. Ég veit allt um hann og vil ekki giftast honum.
- Hvaða vitleysa er þetta, hrópaði Jóhanna og horfði hneyksluð á Þjóðunni.
En fósturdóttirin sat við sinn keip og sagðist ekki ætla að ganga í hjónaband með þessum manni.
Steingrímur horfði samúðarfullur á fósturdótturina og sagðist verða að viðurkenna að sér hefði aldrei litist vel á þennan ráðahag. Það hnussaði í Jóhönnu. Hún sagðist ekki skilja hvað hann ætti við. Stelpan gæti ekki leyft sér að vera með neitt bölvað múður því að hún hefði aldrei reynt í alvöru að kynnast þessum ágætismanni.
Steingrímur spurði þá varlega hvort ekki væri kannski rétt að doka við með að bjóða í brúðkaupið og biðja jafnframt prestinn að bíða með að koma því að varla yrði gift í bráð.
Nei, það vildi Jóhanna ekki hlusta á:
- Það er nú ekki eins og verið sé neitt að þvinga hana. Hún fær að ráða þessu sjálf, þegar þar að kemur og allt er tilbúið. Þá mun presturinn spyrja hana eins og vant er hvort hún vilji ganga í hjónaband með þessum manni. Og hún fær þá tækifæri til að segja já eða nei!
Steingrímur klóraði sér í skallanum. En fósturdóttirin rauk á dyr og skellti hurðum.
Meirihluti á móti í meira en þrjú ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvaða bull er þetta? Fósturdóttirin vill fá að kynna sé sér málið og taka afstöðu eftir það. Jóhanna er henni hjartanlega sammála. Og Steingrímur reyndar líka.
Utanaðkomandi, þar á meðal Vinstrivaktin, reyna allt til að efna til ófriðar á milli þeirra með engum árangri.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 14:01
Eru ský á himninum í þínum heimi, Ásmundur?
Eru tré á jörðinni?
Heitir plánetan sem þú býrð á Jörð?
Á hvað mörgum geðlyfjum ertu?
Hvað heldurðu að það taki langan tíma, með strangri geðmeðferð, að leysa úr þessar veruleikafirringu sem þú situr fastur í?
Þjóðin vill þetta ekki. Reyndu að troða þessari staðreynd inn í þinn sjúka haus.
Djöfull andskoti eru heilabilaður!!
palli (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 14:11
Ekki rétt, Ásmundur. Fósturdótturinni líst ekkert á biðilinn og vill ekki sjá að bindast honum eins og kemur fram í sögunni.
Svo hefur hún enga tryggingu fyrir því að presturinn sé ekki heyrnarlaus...
Kolbrún Hilmars, 16.10.2012 kl. 14:20
Sennilegast skáldlegasti texti Ragnars (,,palla") til þessa.
Til hamingju með það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.10.2012 kl. 14:41
Kolbrún, þetta er ykkar útgáfa. Hún er í engu samræmi við staðreyndirnar sem ykkur gengur furðuvel að hotfa framhjá að eigin geðþótta.
Eins og Jóhanna vill þjóðin fá að kjósa um aðild þegar samningur liggur fyrir. Þó að 33% aðspurðra í skoðanakönnun séu tilbúnir til að hafna aðild breytir það auðvitað engu um það.
Auk þess er það frámunalega heimskulegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það sem enginn veit. Og það væri hreint ofbeldi gegn þjóðinni ef Alþingi tæki slíka ákvörðun.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 14:53
@ Ásmundur - Ofbeldið og ofstækið er allt þín megin og ykkar minnihluta ofsatrúarhóps, sem þú tilheyrir.
Þú kallaðir það ekki ofbeldi þegar naumur meirihluti Alþingis hafnaði því að þjóðin fengi að kjósa um það hvort að senda ætti þessa ESB umsókn inn til Brussel.
Þess vegna er ekkert að því að þjóðin verði nú næstum fjórum árum eftir að umsóknin var send inn hvort hún vilji halda þessari umsókn áfram eða hætta henni. Þið eruð hræddir við vilja þjóðarinnar, sem nú hefur birst þjóðinni reglulega í skoðanakönnunum í samfleytt 3 ár. Svörin eru alltaf þau sömu. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill ekkert með ESB aðild hafa að gera.
Þið ESB sinnar óttist gríðarlega þennan stóra meirihluta þjóðarinnar.
Það styttist sem betur fer í það að þú og þínir verðið gerðir afturreka með þessa ESB umsókn og það af þjóðinni sjálfri og þeim sem að hún velur til forystu !
Gunnlaugur I., 16.10.2012 kl. 15:15
Ásmundur, þú hefur stundum rétt fyrir þér. En ekki alltaf í hentugu samhengi fyrir málstaðinn.
Er þjóðaratkvæðagreiðsla núna um eitthvað sem enginn veit verri en aðildarumsókn Alþingis 2009 um eitthvað sem enginn veit?
Kolbrún Hilmars, 16.10.2012 kl. 15:17
Sagan er ágæt, nema að í raunveruleikanum er enginn prestur, og stúlkugreyið verður ekki spurt. Hún verður aðlöguð að manninum.
Sömu örlög og beið eldri systur hennar, þegar hún var gefin EES.
Sú fékk heldur ekki að segja já eða nei.
Aðdáendum lénsveldisins er nokk sama um hamingju þeirra stúlkna, það sem lénsherrann vill, skal lénsherrann fá.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 15:28
Kolbrún, þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort hefja eigi umsóknarferli er heimskuleg vegna þess að þá geta menn útilokað aðild án þess að vita hvað í henni felst.
Af sömu ástæðum er vitlaust að hætta samningaferli í miðjum klíðum. En það er þó ennþá verra vegna þess að þá er miklum tíma og fjármunum kastað á glæ.
Verst er þó að vera búinn að útiloka þennan möguleika loks þegar þjóðinni verður ljóst að við þurfum sárlega á aðild að halda.
Loks er mikils um vert að draga í lengstu lög að hafna aðild ef það er það sem þjóðin vill. Um leið og við höfnum aðild fáum við að finna fyrir því hvað það er fyrir yfirskuldsetta örþjóð að standa á eigin fótum með ónýtan gjaldmiðil.
Meðan á ESB-umsóknarferlinu stendur njótum við vissrar verndar. Höfnun á ESB-aðild er yfirlýsing um að við þurfum ekki slíka vernd. Það væri sjálfsblekking.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 15:55
ásmundur hvenær ætla meðlimir trúarhóps þíns að skilja að það er engin undanþága til langtíma og það skiptir engu máli hvernig samningurinn lítur út þegar honum er lokið. Honum má breyta með einu pennastriki án okkar samþykkis og verður það gert ef það hagnast stóru þjóðunum í samböndunum. Þetta er vitað þar sem ýmsir í framvarðarsveit ESB hafa sagt það sjálfir
steinunn (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 16:06
Steinunn, þetta er allt rangt. Þú hefur greinilega fylgst illa með og því verið auðvelt fórnarlamb blekkingaráróðursins.
Þetta hefur oft verið hér til umræðu. Ég hef verið með hlekki á öruggar heimildir sem sýna að þú ferð með staðlausa stafi.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 16:16
Ásmundur, það sem mér mislíkar mest er þessi alhæfing þín og skoðanabræðra að "þá geta menn útilokað aðild án þess að vita hvað í henni felst".
Við sem kunnum að lesa og fylgjumst með, vitum auðvitað aðeins það sem er í gangi núna hjá ESB, bæði hvað varðar reglur og uppákomur. Það þykir okkur alveg nóg til þess að mynda okkur skoðun.
Svo er til viðbótar hitt, eins og steinunn vísar til hér að ofan; ekki einu sinni það sem er vitað og þekkt er treystandi. ESB er alltaf að breyta sjálfu sér.
Þorir þú sjálfur að fullyrða hvernig ESB apparatið lítur út eftir 10 ár?
Kolbrún Hilmars, 16.10.2012 kl. 16:26
Gunnlaugur, að sjálfsögðu erum við hrædd um að þjóðin hafni aðild vegna þess að hún veit ekki hvað er í boði. Það væri auðvitað afleitt að afvegaleiða þjóðina þannig.
Það er að sjálfsögðu ekki tímabært að hafna aðild fyrr en samningur liggur fyrir og þjóðin veit um hvað er verið að kjósa.
Engin ESB-þjóð hefur haft þjóðarkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður hvað þá um að slíta þeim í miðjum klíðum. Hvað er svona sérstakt við okkur sem veldur því að svona krafa kemur fram?
Er spillingin bara svona miklu meiri hér? Það er auðvitað spilling að reyna að blekkja þjóðina til að hafna aðild áður en ljóst er hvað er í boði. Þannig er möguleikinn á að hún velji að ganga í ESB þegar ljóst er hvað í því felst orðinn að engu.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 16:35
Kolbrún, enginn veit hvað felst í aðild fyrr en samningur liggur fyrir. Þess vegna er vel líklegt að sama fólk og hafnar aðild í kosningu um hvort halda skuli aðildarferlinu áfram mundi samþykkja aðild þegar samningur liggur fyrir.
Þetta er ástæðan fyrir þessari miklu áherslu á að slíta viðræðunum. Þeir sem styðja það, þar á meðal alþingismenn, eru á svikráðum við þjóðina. Eins gott að leggja það vel á minnið hvaða þingmenn það eru.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 16:57
Spurt var: "(Ómar Ásmundur) Þorir þú sjálfur að fullyrða hvernig ESB apparatið lítur út eftir 10 ár?"
Well... Ómar Ásmudnur treystir sér til þess að fullyrða um allan andskotann, án þess að hafa til þess nokkuð vit.
Eitt skemmtilegasta dæmið er þegar hann fullyrti að evrulönd lentu aldrei í vanda, þau prentuðu bara meira af evrum.
Það er reyndar eitthvað sem hann skammast sín fyrir núna, og reynir að þræta fyrir, en andskotinn hafi það, ég trúi ekki að þessi fígúra verði hér eftir 10 ár, á fullu að afneita fyrri fullyrðingum.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 17:05
Ásmundur, enn einu sinni hefur þú rétt fyrir þér:
"Engin ESB þjóð hefur haft þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort hefja eigi aðildarviðræður, etc...".
Sviss hélt eina slíka, og varð í kjölfarið ekki aðildarþjóð.
Noregur hefði getað sparað sér ómakið - tvisvar - með því að gera slíkt hið sama.
Kolbrún Hilmars, 16.10.2012 kl. 17:21
Lýsandi dæmisaga. Fósturdóttir Jóhönnu var dreginn nauðug viljug í kirkju með ófrýnilegum manni sem hún vildi ekkert með hafa. Og eftir langvarandi andlegar þjáningar og ótrúleg fjárútlát sem stelpuræfillinn varð að borga fyrir sjálf úr eigin sparireikningi, yfirbugaði kellingin hana á meðan mannskrattinn gerði sig líklegan til að nauðga henni í altari kirkjunnar.
Já, svona er Jóhönnustjórnin.
Elle_, 16.10.2012 kl. 17:42
Sem betur fer þróast ESB með árunum. Sú þróun verður til hagsbóta fyrir aðildarþjóðirnar, jafnt okkur sem aðra. Það er auðvitað ekkert hægt að segja neitt nánar um þetta enda vitum við ekki hvernig þróunin verður í heiminum.
Hugmyndir andstæðinga aðildar um að Ísland verði fórnarlamb hinna þjóðanna eru auðvitað algjörlega galnar. Í ESB er aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum einstakra þjóða nema með samþykki þeirra. Auk þess breyta lagabreytingar ekki samningum.
Hitt er auðveldara að fara nærri um að Ísland utan ESB með krónu sem gjaldmiðil mun einangrast og dragast aftur úr öðrum þjóðum í lífskjörum.
Gjaldeyrishöft munu verða mjög hamlandi fyrir alla framþróun. Ójöfnuður og spilling eykst því að ákveðinn hópur er í aðstöðu til að hagnast á gengismun á kostnað almennings.
Evrópa mun að mestu lokast okkur sem vettvangur fyrir nám eða störf enda eins gott því annars mundi verðmætasta fólkið flýja land. Við neyðumst til að segja okkur úr EES vegna gjaldeyrishafta. Afleiðingarnar verða skelfilegar.
Með krónu sem gjaldmiðil er nýtt hrun yfirvofandi á næstu árum. Vegna þess hve mikið ríkið skuldar yrði þá grískt ástand hér. Það væri þó verra en í Grikklandi vegna þess að við hefðum ekki ESB að styðjast við.
Ásmundur Harðason (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 17:48
Ási skilur það ekki enn: Fullveldisafsal okkar kemur ekkert evru við. Fullveldisafsal okkar kemur ekkert efnahag eða fjárhag rangnefnda EU-sins (um 42% af álfunni Evrópu - litla nýlenduveldasvæði jarðar) við. Við ætlum ekkert þangað inn í Sovétið í þróun.
Elle_, 16.10.2012 kl. 18:19
Stundum dettur mér í hug nátttröll þegar hinn meinti Ásmundur er annarsvegar. Það er enginn önnur skýring á tröllshættinum í honum.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2012 kl. 18:46
Kolbrún, þjóðaratkvæðagreiðslan um ESB-viðræður í Sviss fór fram af mjög sérstökum ástæðum. Svisslendingar ákváðu að hafa viðræðurnar í tveim áföngum. Fyrri áfanginn var um EES-samninginn, seinni um fulla ESB aðild og skyldi kosið um báða áfanga.
Þegar það svo kom í ljós að EES-samningurinn var kolfelldur varð ljóst að ESB-aðild yrði ekki samþykkt. Það þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að stoppa ferlið. Ekki er um neitt þessu líkt að ræða hjá okkur.
Sem betur fór höfðu Norðmenn ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarferlið. Ef það hefði orðið raunin gætu þeir ekki vitað hvort þjóðin hefði valið aðild þegar ljóst varð hvað var í boði. Það væri mjög óþægileg staða.
Að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um að slíta aðildarferlinu í miðjum klíðum og loka þannig endanlega á þessa leið um langa framtíð er auðvitað algjörlega galin hugmynd sem á sér enga hliðstæðu.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 19:00
Hann er nátttröll, Ásthildur. Hann er boli bolanna og tröll tröllanna. (Og presturinn heyrnarlaus (góð Kolbrún) eins og Jóhanna). Get ég stært mig af að hafa þroskast pínulítið sl. 1/2 ár eða svo og farið oft að hlaupa yfir hann?
Hann setur evrur og fjárhag og gullpeninga (og mútur) framar fullveldi og sjálfstæði föðurlandsins. Sífellt og endalaust blaður og orðræða um evru og fjárhag og gjaldmiðla.Elle_, 16.10.2012 kl. 19:22
Elle, þetta þvaður um fullveldismissi er löngu orðið úrelt í umræðunni enda fylgir meira fullveldisafsal EES-samningnum en ESB-aðild eins og norsk sérfræðinganefnd komst að raun um.
Reyndar er það auðljóst. Um er að ræða að við deilum fullveldinu með öðrum ESB-þjóðum og fáum um leið þátt í þeirra fullveldi. Missirinn er því enginn.
Skv EES höfum við ekkert um okkar mál á ákveðnu sviði að segja og tökum bara við tilskipunum frá ESB. Það verður liðin tíð með ESB-aðild.
Við lifum heldur ekki á þjóðrembunni sem auk þess getur komið okkur illilega í koll. Stöðugleiki, aukin samkeppnishæfni, lægra verðlag, lægri vextir, miklu minni verðbólga og engin verðtrygging skipta miklu um þjóðarhag.
Eins og við höfum reynslu af er lántaka í krónum mikið fjárhættuspil. Evrulán lækka hins vegar með hverri greiðslu að því tilskyldu að evra sé gjaldmiðill skuldarans.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:25
Ásthildur, ef þú hefur ekkert til málanna að leggja annað en innantóm slagorð og skítkast færi betur á að þú drægir þig í hlé. Þér liði eflaust betur þannig.
Ásmundur (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:31
Ási minn, þjóðrembingur hvað? Ykkar er þjóðrembingurinn, fyrir Brusselveldið að vísu, og ofbeldið, eins og bæði Gunnlaugur og Hilmar benda á að ofan og í pistlinum á undan. Svo nenni ég ekki að rökræða þessa blekkingu og vitleysu ykkar um að fullveldið sé minna með EES-samningnum sem við getum hæglega bakkað út úr að vild. Við búum enn í lýðræðisríki, mundu það fyrst og fremst þó það sé erfitt yfir ykkur.
Svo varstu of harður við Ásthildi að ofan, miðað við mig (aldrei þessu vant stökkstu ekki á mig), þar sem ég var miklu harðorðaðri um þig en hún að ofan.
Elle_, 16.10.2012 kl. 20:50
Það er náttúrulega ekkert nema masókismi sem hrjáir Ómar Ásmund. Hvað annað fær hann til þess að mæta hér daglega, og fá sína rass-skellingu?
Ef þetta væri röng greining, þá kemur einungis önnur til greina, hrein heimska. Maður sem hefur jafn lítið vit á efnahagsmálum, ... ja, málum yfirleitt, og Ómar Ásmundur, og gerir eins mikið af því að deila vitleysunni með okkur, er ekki alveg heill í kollinum. Það vantar ekki.
Svo, valið stendur á milli masókisma og heimsku. Af tvennu illu, hallst ég að masókismanum. Það er náttúrulega hræðilegt ef fólk er svona heimskt.
Nú, annað, Bretar ætla að taka til sín ákvörðunarvald á 140 málaflokkum frá ESB. Viðbrögð ESB? Jú, þið skuluð þurfa að borga "hard cash" fyrir það.
En það er ekki allt sem er að gerast með Bretland. Þjóðverjar reyna með öllum ráðum að skemma samband Bretlands og annarra ESB þjóða. Enda eru Bretar Þrándur í Götu Þjóðverja, að sölsa undir sig öllum helstu málaflokkum ESB, þ.m.t. fjárlögum einstakra ríkja.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 20:55
Annars var Ómar Ásmundur að toppa sjálfan sig, í tveimur færslum. Hér er önnur þeirra:
"Vonandi kemur 5. tapið í dag
og það big tæm hjá þessu þjóðrembingskjánaliði sem er allstaðar til stórskammar fyrir land og lýð. Ekki til aumkunarverðara fyrirbæri en þetta dæmi. Súludansarar og xenophobískir vitleysingar."
Það er engin tilviljun að maðurinn vilji aðlaga okkur að ESB. Hann hatar sína eigin þjóð djúpt og innilega, og vill henni það versta.
Annar álíka kemur upp í hugann:
http://en.wikipedia.org/wiki/Henry_Rinnan
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 21:21
Innantómir frasar tilheyra þér Ásmundur en ekki mér. Þegar ég vil biðja um ráðleggingar frá þér skal ég biðja um þær. Þú tekur engum sönsum, svo það er þýðingarlaust að reyna að tala við þig eins og mann með vit milli eyrna.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.10.2012 kl. 21:29
Kæri Hilmar, ekki sami maðurinn. Einn er með heila á við lús en hinn veit nákvæmlega hvað hann er að gera: Blekkingar fyrir brusselska ofsatrú, sama hvaða meðal er notað.
Veit þið Palli haldið að sá seinni sé heilalaus og kannski ekki skrýtið, en svona getur ofsatrú farið með menn.
Elle_, 16.10.2012 kl. 21:39
Það er greinilegt að "Ásmundur" yfir ESB aftanóssi hlýtur að vera á mála hjá ESB trúboðinu á Íslandi.
Fólk ætti að skoða það að hér við þetta eina hárbeitta háðs- blogg Vinstri Vaktarinnar er hann búinn að vera í fullri vinnu síðan kl. 14 í dag er hann kom með fyrsta kommentið.
Hann er greinilega ráðinn hér til höfuðs "Vinstri Vaktinni" og búinn að skrifa hér fleiri hundruð komment við nánast hvert einasta blogg Vinstri Vaktarinnar, allt frá byrjun.
Hann greinilega vaktar skipulega öll blogg frá þeim hér samviskusamlega.
Síðan klukkan 14 í dag þegar fyrsta kommentið hans kom fram hefur hann verið á fullu við að skrifa skipulega og lymskulega hvert áróðurs kommentið á fætur öðru til upphafningar ESB apparatinu, með lymskulegum og einlitum áróðri sínum. Jafnframt því að níða niður skoðanir Vinstri Vaktarinnar með yfirlætislegum hætti og líka allra þeirra hér kommentum og erum einlægir og gagnrýnir andstæðingar ESB aðildar.
Hann hreinlega dómínerar hér allt kommenta kerfið skipulega.
Síðan klukkan 14 í dag er fyrsta kommentið hans kom eða stuttu eftir að þetta blogg Vinstri Vaktarinnar birtist hér þá hefur hann komið reglulega með ca 10 komment samtals u.þ.b. 100 skrifaðar línur. Það síðasta kom nú klukkan 20.30.
Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það lengur að Ásmundur þessi sem er nú aðeins í dag búinn að eyða 6,5 klukkustundum samfleytt í þessi ófyrirleitnu áróðursskrif sín, er hér í fullri vinnu.
Hverjir haldið þið að líklegt sé að greiði honum laun fyrir þennan linnulausa og óforskammaða ESB áróður ?
Svari nú hver fyrir sig !
Gunnlaugur I., 16.10.2012 kl. 21:46
Jæja Ásthildur það er gott að þú ert ekki með innantóma frasa.
Þar sem þú ert yfirlýstur andstæðingur aðildaviðræðna þá getur þú kannski frætt okkur hina sem erum bara með "innhaldslausa frasa" hvað það myndi þýða fyrir almenning, okkur þessa venjulegu, Jón og Gunnu, sem tilheyrum ekki neinum sérhagsmunahópum, að ganga í ESB ?
Myndi þetta þýða lægra matarverð ?
Myndi þetta þýða lægri vexti á lánunum okkar ?
Myndi þetta þýða meiri neytendavernd en við höfum átt að venjast hér á landi ?
Myndi þetta þýða auðveldara aðgengi fyrir börnin okkar að komast í háskóla erlendis ?
Myndi þetta þýða meiri stöðugleika í rekstri heimila og fyrirtækja ?
Myndi þetta þýða að við gætum skipulagt okkar fjárhagslegu framtíð ?
Læt þetta nægja í bili, en Ásthildur Cesil sem er ekki með innantómu frasana hlýtur að geta frætt okkur "vitleysingana" um hennar skoðun á þessum spurningum.
Þorsteinn V Sigurðsson, 16.10.2012 kl. 21:46
Þorsteinn minn, þetta eru spurningar sem er margbúið að svara.
En það er svo sem allt í lagi að fara í gegnum þettta:
- Nei, ESB þýðir ekki lægra matvælaverð. Sennilega hærra, ef eitthvað er.
-Nei, ESB þýðir ekki lægri vexti á lánum. Afnám verðtryggingar og betri hagstjórn tryggir slíkt.
- Við getum sett hvaða lög sem við viljum um neytendavernd. Þarf ekkert ESB til þess.
- Háskólar erlendis vilja taka inn góða nemendur, hvaðan sem þeir koma. Bestu háskólarnir eru þar fyrir utan í Bandaríkjunum, og þangað sækjum við góða menntun.
- ESB stöðugleika í rekstri heimila og fyrirtækja? Frakkar eru að kyrkja sjálfa sig með skattpíningu, sífellt fleiri verða heimilislausir víða í Evrópu í kjölfar evrukreppunnar, gríðarlegur samdráttur í öllum rekstri. Er það stöðugleikinn sem þú sækist eftir?
Ef einhver er með frasa, þá ert það góði minn. Frasarnir bara settir í spurnarform að þessu sinni.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 22:04
Elle, blessaður drengurinn Ásmundur gleymdi sér augnablik um daginn, og svaraði með hefðbundnu skítkasti Ómars. Nákvæmlega sami texti og Ómar hefur sent frá sér svo þúsundum skiptir.
Þetta kemur fyrir bestu menn, líka Ómar Munda.
Og eins og Gunnlaugur bendir á, þá eyðir "Ásmundur" ótæpilegum tíma í athugasemdir á blogginu. Það sama á við um Ómar, sem virðist vera 24/7 á ÖLLUM fréttasíðum, sem og á eigin bloggi.
Maðurinn virðist vera öryrki eða krónískt atvinnulaus. Það myndi ekki nokkur heilbrigður maður greiða honum fyrir þessi skrif.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 22:10
Já Hilmar, förum aðeins í gegnum þetta,:
- Nei, ESB þýðir ekki lægra matvælaverð. Sennilega hærra, ef eitthvað er
Þetta er furðuleg fullyrðing hjá þér í ljósi þess að með aðild að ESB verður frelsi í innflutningi matvæla til landsins tollalaust og að halda því fram að það þýði ekki lægra matvælaverð til neytenda er bara staðlausir stafir sem ekki er mark takandi á, sérstaklega í ljósi þess að t.d. það kjöt sem nú er flutt inn, og það með háum tollum eftir útboð, er ódýrara en við höfum venjulega aðgang að. Þar að auki nægir að vitna í reynslu Finna með þróun matarverðs þar eftir inngöngu.
-Nei, ESB þýðir ekki lægri vexti á lánum. Afnám verðtryggingar og betri hagstjórn tryggir slíkt.
Þó að verðtrygging verði afnumin þá þýðir það ekki að vextir hér verði sambærilegir og í Evrópu vegna þeirrar einföldu staðreyndar að hér er Íslensk króna sem er ekki stöðug eins og stóru gjaldmiðlarnir. Hvað varðar fullyrðingu þína um betri hagstjórn þá nægir held ég að vísa í sögu okkar sem þjóðar í þeim efnum og þann "glæsilega" árangur sem við' höfum náð þar.
- Við getum sett hvaða lög sem við viljum um neytendavernd. Þarf ekkert ESB til þess.
Þetta er punktur sem ég er algjörlega sammála þér með, en einhverra hluta vegna hefur verið mjöööög takmarkaður áhugi á því hjá stjórnvöldum. Meirihluti þess neytendaverndar sem við búum við í dag er vegna tilskipana sem stjórnvöld neyddust til að taka upp út af EES samningnum.
- Háskólar erlendis vilja taka inn góða nemendur, hvaðan sem þeir koma. Bestu háskólarnir eru þar fyrir utan í Bandaríkjunum, og þangað sækjum við góða menntun.
Það er eflaust rétt að bestu háskólarnir séu í Bandaríkjunum enda er það ekki á færi nema sterkefnaðra að sækja nám í þeim. Hins vegar auðveldar aðild Íslands að ESB íslendingum að sækja nám við háskóla í Evrópu þar sem við öðlumst meiri rétt til þess en nú er.
- ESB stöðugleika í rekstri heimila og fyrirtækja? Frakkar eru að kyrkja sjálfa sig með skattpíningu, sífellt fleiri verða heimilislausir víða í Evrópu í kjölfar evrukreppunnar, gríðarlegur samdráttur í öllum rekstri. Er það stöðugleikinn sem þú sækist eftir?
Ég hef rekið fyrirtæki hér heima í tæp 30 ár og það get ég fullyrt að það er ekki auðvelt með íslensku krónuna. Það ástand sem nú ríkir í Evrópu vegna kreppunnar þar er ekki ástand sem er eðlilegt og mun ekki vara að eilífu og er að sjálfsögðu ekki bundið bara við Evrópu heldur nánast allan heiminn.
Þegar það ástand verður afstaðið mun stöðugleikinn áfram ríkja sem endranær, en það er bara ástand sem við íslendinga þekkjum ekki og höfum aldrei gert. Við erum orðin samdauna því að hér sé stöðug verðbólga með tilheyrandi verðhækkunum á öllu, og það dapurlega við þetta er að fólk virðist ekki einu sinni vilja skoða hvort hægt sé að breyta þessu.
Þorsteinn V Sigurðsson, 16.10.2012 kl. 22:32
Þorsteinn, þessi umræða er sífelld endurtekning á sömu ósannindunum. En ok, við skulum renna einu sinni enn í gegnum þetta:
- Matvælaverð:
ESB hefur nakvæmlega ekkert með matvælaverð að gera. Við getum lækkað tolla og vörugjöld án nokkurrar aðkomu þess. Við getum líka lækkað skatta og þar með matvælaverð. Þess utan er líklegt að matur, t.d. frá Bandaríkjunum, komi til með að hækka í verði, enda er ESB að reisa tollamúra um Evrópu.
- Ef við byggjum við evru í dag, þá fengi nánast enginn lán. Vaxtastig hefur nákvæmlega ekkert að sgja, ef engin eru lánin. Við værum í sömu sporum og Írar, þar sem skortur á lánum, plús samdráttur, hefur tryggt 50-60% fall á fasteignamarkaði undanfarin ár, og mjög algengt að fólk sé fast í eignum með tvöfalda skuldabyrði umfram verðmæti eignar.
Þá skulum við líka gæta að einu, að kaupmáttur á Íslandi jókst a.m.t. um 2% umfram lánskjaravísitölu frá 1980 til 2006.
- Ísland hefur ágætis neytendavernd. Ef við viljum betri, þá kjósum við betri stjórnmálamenn. Versti óvinur beytenda eru háir skattar, sem skerða getu fyrirtækja til að veita góða og sanngjarna þjónustu og samkeppni. ESB kemur engu til með að breyta, nema að setja á stofn fleiri eftirlitsstofnanir og það þarf að fjármagna með enn hærri sköttum.
- Það hefur aldrei verið vandamál að senda fólk í háskóla til Evrópu. Ég sé ekki af hverju það ætti að breytast. Þess utan eru þeir orðnir ansi margir nemendurnir sem hafa lokið námi í Bandaríkjunum og öðrum ríkjum utan ESB. Svo má náttúrulega efla námið hér heima, eða öllu heldur, bæta námið hér, enda grátlega lélegir skólar. Kannski vegna þess að besta fólkið fer til náms utan.
- Ég hef rekið fyrirtæki lengi lengi. Og hef aldrei lent í vandræðum með krónuna. Kannski ertu bara ekki góður rekstrarmaður?
- "Þetta ástand" er kerfigalli. Ástandið lagast ekki fyrr en kerfisgallinn er lagfærður. En ekkert bendir til kerfisbreytinga.
Ég er alveg viss um að Grikkir, Spánverjar, Írar, og allir hinir, voru gassalega ánægðir með "stöðugleikann" áður en allt hrundi.
Niðurstaðan eftir þennan stöðugleika er upp í 30% atvinnuleysi, sífelld meiri kreppa, fátækt og hörmungar. Ekkert bendir til þess að það ástand lagist í bráð.
En það er stöðugleiki útaf fyrir sig. Stöðugleiki eymdarinnar.
Hilmar (IP-tala skráð) 16.10.2012 kl. 23:06
Kemur nú tollavitleysan einu sinni enn. Tollar munu ekkert lækka við yfirtöku Brussel yfir landinu og það kemur frá háttsettum embættismanni innan Tollsins. Eins og Hilmar sagði, þurfum við ekki Brusselveldið til að lækka tolla eða vexti. Okkur er það í sjálfsvald sett og getum gert það sjálf. Þetta er Samfó-lygi.
Þar fyrir utan gefum við ekki fullveldið erlendu valdi fyrir neitt.
Elle_, 16.10.2012 kl. 23:19
Það er mikið að hægt er að rökræða hlutina við einhvern.
Ég geri mér grein fyrir því að ESB kemur ekki nálægt því að ákveða matvælaverð og að sjálfsögðu getum við lækkað sjálf vörugjöld og tolla, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að við getum ekki gert það einhliða þ.e. útflutningsvörur héðan eru tollaðar í Evrópu og þ.a.l. eru okkar vörur dýrari til neytenda þar. En finnst engum það skrýtið að tollar og vörugjöld hafa aldrei verið lækkuð nema stjórnvöls séu tilneydd til þess vegna alþjóðasamninga ?
Ég skil ekki þessa fullyrðingu um að ef við byggjum við Evru fengi enginn lán, hvers vegna í ósköpunum ekki ? Ég hef hvergi lesið um það að bankar í Evrópu séu hættir að lána enda væri það furðulegt þar sem bankar lifa á vaxtamismun.
Ég held að þú sért aðeins að rugka saman ástandinu á fasteignamarkaði Íra við ástandið hér heima, þar sem nákvæmlega þetta hefur gerst eins og þú lýsir, fasteignaverð hrunið og skuldabyrði aukist. Á Írlandi hefur fasteugnaverð lækkað en skuldabyrðin hefur ekki aukist þar sem þeirra gjaldmiðill hefur ekki hrunið og þeir búa ekki við verðtryggingu eins og við þannig að lán fólks á Írlandi hafa ekki hækkað, enda þekkist það hvergi á byggðu bóli nema hér á Íslandi að lán hækki á lánstímanum.
Það þykir nú ekki mikið á heimsvísu að kaupmáttur launa hækki um heil 2% á 36 árum.
Ísland hefur í dag þokkalega neytendavernd, enda er hún meira og minna komin til vegna EES samningsins. Ég minni bara á að eina ástæða þess að ákveðið var af Hæstarétti að vextir af gjaldeyrislánunum ólöglegu mætti ekki breyta var ákvæði í EES samningnum að ekki mætti breyta samningum við neytendur þeim í óhag, ef þetta ákvæði hefði ekki verið þá hefði þessu aldrei verið breytt.
Ég get ekki gert már í hugarlund í hvernig fyrirtækjarekstri þú ert ef þú hefur aldrei lent í vandræðum með krónuna, það hlýtur að vera rekstur þar sem þú getur umsvifalaust sett allar gengisbreytingar krónunnar út í verðlag á þinni þjónustu eða vöru sem þú ert að selja.
Það er alveg ótrúlegt að stöðugt er klifað á því hvernig ástandið er hjá þessum vesalings þjóðum sem illa hafa farið útúr kreppunni eins og Grikkjum og Spánverjum og allur málflutningur byggir á því að eina ástæðan fyrir því ástandi sé sú að þessar þjóðir eru aðilar að ESB. Skyldi ekki bara eitthvað hafa verið að í rekstri þessara þjóðfélaga, nákvæmlega eins og hér heima ?
Þorsteinn V Sigurðsson, 16.10.2012 kl. 23:40
Hvað koma tollar og vörugjöld alþjóðasamningum við? Mikill misskilningur ríkir í landinu um tolla og vörugjöld. Næst segið þið kannski að ísl. skattþrep ráðist af stjórnvöldum í ´Evrópu´-sambandinu eða Japan. Tollskráin er alþjóðasamningur en ekki tollar og vörugjöld. Það er alþingi sem ræður þessu og engin útlönd.
Elle_, 16.10.2012 kl. 23:49
Það eru fáir sem standast greiðslumat, t.d. á Írlandi. Þar fá menn ekki lán, nema að vera í AFAR góðum störfum, hjá ESB eða erlendum stórfyrirtækjum. Og jafnvel þó svo að venjulega lifi bankar á "mismum" útlána/innlána, þá er það bara svo, að bankar í Evrópu lifa núna á ölmusu. Þeim er haldið uppi af skattgreiðendum, og ávísunum upp á framtíðina.
Ástandið er ekkert betra í hinum kreppulöndunum.
Og svona væri ástandið hjá okkur, ef við hefðum ESB og evru.
Það er beint orsakasamhengi á milli evru og erfiðleika.
Fasteignaverð á Íslandi hefur lækkað mjög lítið í samanburði við Írland, og það er gjaldmiðlamálum að þakka. Og rétt er að nota orðið HRUN á Írlandi, alveg eins og Spánverjar eru núna að byrja að ganga í gegnum.
Ef eitthvað er að rekstri þjóðfélaga, eins og Spánar og Grikklands, innan ESB, er einhver trygging fyrir því, að reksturinn verði betri hjá Íslandi, innan ESB?
Auðvitað ekki.
Þetta er ekkert í fyrsta sinn sem þjóðir lenda í erfiðleikum. Þjóðir eru alltaf að lenda í einhverju klandri. Munurinn er bara sá, að þær þjóðir sem hafa lent í klandri hafa ekki haft evru (hingað til), og hafa getað leyst hluta vandamála sinna með gjaldfellingu gjaldmiðils, og verðbólgu.
Það er ekki hægt með Þjóðverja sér við hlið.
Ég endurtek í lokin, að það þarf ekkert ESB til þess að laga eitthvað í neytendamálum (sem eru reyndar bara í nokkuð góðu horfi), skattamálum, tollamálum og vísitölubindingu. Þetta eru allt saman lög sem breyta má áAlþingi, strax á morgun.
Kannski er tregða Samfylkingarinnar við að lagfæra það sem aflaga hefur farið, skiljanleg ef horft er á ofuráherslu þeirra við innlimun í ESB.
Auðvitað er Samfylkingin ekkert að beita sér fyrir betra þjóðfélagi, ef það stendur í vegi fyrir innlimun í ESB.
Sem sagt, vandinn er ekki króna, ESB eða vísitala. Vandinn er Samfylkingin.
Hilmar (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 00:04
Þetta er nú mikil einföldun á vandamáli okkar hér heima. Læt þetta duga í bili, býð ykkur góðrar nætur, þarf að vakna snemma til vinnu í fyrramálið þar sem ég er ekki öryrki eða krónískt atvinnulaus.
Þorsteinn V Sigurðsson, 17.10.2012 kl. 00:16
Það væri að æra óstöðugan að svara öllu bullinu sem hér er borið á borð fyrir okkur.
Þar fara fremstir Gunnlaugur og Hilmar sem báðir forðast að mestu málefnið enda málstaðurinn veikur og rökin eftir því.
Þeir reyna að bæta upp málefnafátæktina með innantómum slagorðum, útúrsnúningum og skítkasti. En allt kemur fyrir ekki. Þegar upp er staðið eru þeir með allt niður um sig.
Kannski að ég reki rökleysu þeirra seinna. Af nógu er að taka en ég læt þetta nægja í bili.
Ásmundur (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 08:40
Það er svo þægilegt að gefa sig þjóðrembunni á vald því að þá þarf svo lítið að hugsa.
Þá nægir að ráðast á andstæðinga þjóðrembunnar því að trúarbrögð njóta þeirra forréttinda að þau þarf ekki að rökstyðja.
Þá getur maður flotið að feigðarósi með sælubros á vör.
Ásmundur (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 08:59
Það er nú gott að þú sért farinn að gera þér grein fyrir eigin göllum, Ásmundur.
Reyndu nú að gera eitthvað í þessari ESBþjóðrembu þinni.
Leitaðu þér hjálpar.
palli (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 09:21
Og fyrst þessi áróður þinn er ekkert að ganga, því við erum öll svo vitlaust og rugluð, hvað nákvæmlega fær þig til að halda sífellt áfram?
Heldurðu að við förum bara allt í einu að taka mark á þér?
Ef já, þá hvers vegna? Ef nei, hvers vegna að halda áfram?
Þetta er bara lýsandi dæmi um hvað þú ert raunverulega heilabilaður þráhyggju hálfviti.
palli (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 09:24
Elle #36 og #38. Í sambandi við tolla og innflutningsgjöld, þá yrði ESB ekki hagur af því að þessi gjöld yrðu lækkuð eða felld niður, eins og ESB sinnar vilja halda fram.
Í skýrslum sem voru unnar af Deloitte, Hagfræðistofnun og Evrópunefndar á síðasta áratug, kemur skýrt fram, að aðildargjöld landsins til ESB yrðu auk hlutdeildar í vergum þjóðartekjum Íslands:
"...hlutdeild ESB í virðisaukaskattsgreiðslum og hluti af tollum og innflutningsgjöldum, auk hlutdeildar Íslands í hinni svokölluðu bresku leiðréttingu".
Yrði Ísland aðildarþjóð má því telja víst að íslenskum stjórnvöldum yrði óheimilt að eyða þessum tekjuliðum ESB, jafnvel þótt aðstæður innanlands yrðu svo góðar eftir sameiningu (eins og lofað er!) að slíkt yrði hægt.
Kolbrún Hilmars, 17.10.2012 kl. 12:17
Kolbrún #45 Það eru engir tollar á vörur á milli ESB landa, þetta er ekki spurning um hvort þeir yrðu lækkaðir eða ekki. ESB er tollabandalag og eitt svæði sem tollar bara vörur inn á það svæði, ekki innan svæðisins sjálfs.
Þorsteinn V Sigurðsson, 17.10.2012 kl. 13:00
Þorsteinn, er þetta fyrirkomulag ekki einmitt það sem hefur komið Suður-ESB löndunum á kaldan klaka; viðskiptahallinn við Norður-ESB löndin án þess að geta jafnað metin með innflutningstollum?
Kolbrún Hilmars, 17.10.2012 kl. 14:38
Furðulegur málflutningur hjá Hilmari og Elle.
Auðvitað getum við lækkað innflutningstolla einhliða og lækkað þannig vöruverð. En það væri einfaldlega heimskulegt nema úrflutningstollar lækkuðu einnig.
Slíkar einhliða tollalækkanir stuðla nefnilega að auknum innflutningi án þess að útflutningur aukist. Það leiðir til viðskiptahalla og jafnvel gjaldeyrisskorts sem er alvarlegt mál fyrir stórskulduga þjóð.
Að lækka innflutningstolla einhliða er aðgerð sem gengur þvert gegn hagsmunum Íslendinga.
Ásmundur (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 15:00
Kolbrún, íslenskum almenningi er hagur að því að tollar falli niður á innflutningi. Það lækkar vöruverð og bætir þannig afkomu fólks.
Íslenskum almenningi er einnig hagur í því að útflutningstollar lækki. Fyrir nokkrum árum var mikið um það rætt að vegna tollalækkana sem fylgdu ESB-aðild skapaðist grundvöllur í sjávarplássum til að fullvinna sjávarafurðir í neytendapakkningar.
Lækkun á útflutningstollum bætir þannig samkeppnishæfni Íslands. Mikilvægast í því sambandi er þó að fá miklu stöðugri gjaldmiðil en krónuna.
Ásmundur (IP-tala skráð) 17.10.2012 kl. 17:28
Í hvaða veruleika býrð þú Ásmundur minn? Þú segir 33% hafna aðild að ESB?? Síðast þegar ég gáði þá voru það 68% og still going strong. Ertu búinn að beita einhverjum trúarbragðaskotnum reiknikúnstum á þessar kannanir?
Ég held svei mér að þú sért snarbilaður.
Jón Steinar Ragnarsson, 18.10.2012 kl. 00:05
Jón Steinar, ertu það einfaldur að halda að þú aukir málstað þínum fylgi með því að segja andstæðingana bilaða? Þetta er algengt einkenni þeirra sem hafa slæman málstað að verja. Þeir virðast halda að þannig geti þeir bætt upp fyrir slæman málstað.
68% þeirra sem tóku afstöðu í könnuninni voru á móti aðild. 32% þeirra voru sem sagt hlynntir aðild. En aðeins 49% aðspurðra tóku afstöðu. Það þýðir að aðeins 33% aðspurðra lýsti yfir andstöðu við ESB-aðild Íslands.
Að reikna með að þau 51% sem enn hafa ekki tekið afstöðu skiptist í sömu hlutföllum og þeir sem hafa tekið afstöðu er augljóslega mjög vafasamt vegna þess að enn liggur enginn samningur fyrir.
Stór hópur óákveðinna, kannski flestir, vilja ekki taka afstöðu fyrr en ljóst er hvað er í boði. Ef samningurinn þykir viðunandi og um 2/3 af þeim sem nú hafa ekki tekið afstöðu samþykkir hann, er kominn meirihluti fyrir aðild.
Vegna þess að fólk veit ekki enn um hvað verður kosið er ekki hægt að túlka niðurstöður kannana um ESB-aðild á sama hátt og flestar aðrar kannanir.
Ásmundur Harðason (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 07:48
Þeir, sem vilja bíða með að taka afstöðu þangað til samningur liggur fyrir, eru greinilega opnir fyrir aðild ef þeim líst vel á samninginn. Þetta getur verið megnið af þeim 51% sem tóku ekki afstöðu í könnuninni (svöruðu ekki eða voru hlutlausir).
Það er því hæpið að túlka niðurstöðu könnunarinnar þannig að meirihluti þjóðarinnar sé á móti aðild. Könnunin segir okkur aðeins að 33% sé á móti aðild og 16% hlynntir aðild. Aðrir hafa ekki tekið afstöðu enda ekki vitað um hvað verður kosið.
Fyrir utan að menn geta skipt um skoðun þegar samningur liggur fyrir eru það þau 51% sem enn hafa ekki tekið afstöðu sem munu ráða úrslitum.
Ásmundur (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 08:05
Vá hvað þú ert í rauninni algjörlega sturlaður óskhyggju brjálæðingur, Ásmundur!
Þvílíka óskhyggjan!!
Nú er bara sko ekkert að marka allar þessar skoðanakannanir, vegna þess að fólk lætur lygina í þér og þínum plata sig.
Þú gleymir bara einu, sem er að fólk er ekki jafn fokking heimskt og heilaþvegið eins og þú.
Fólk sér alveg í gegnum þennan lygaáróður, en þetta er auðvitað þitt síðasta hálmstrá til að halda í þína veruleikafirringu.
Sjálft ESB segir eitthvað allt annað en þú, en neinei, það breytir sko engu, það skal sko haldið í afneitunina fram á síðasta blóðdropa.
Þú gerir aldrei neitt annað en að gala einhverjar möntrur og fullyrðingar út í loftið eins og öskurapi, og gerir svo ráð fyrir því að það sé ekki hlegið að dellunni í þér!
Djöfull anskoti áttu bágt, maður.
Þjóðin sér alveg í gegnum þessa þvælu, fyrir utan þá heilabiluðustu eins og þig.
Þvílíka þráhyggjan, þvílíka dellan!!
Nú eru skoðanakannanir bara eitthvað annað en skoðanakannanir, því það hentar ekki geðbiluninni í Ásmundi og félögum.
Þú talar íslensku, en þú virðist lifa í einhverjum öðrum veruleika en við hin.
Hvað í andskotanum gerðist fyrir þig, sem gerði þig að því andlega og vitsmunalega viðrini sem þú ert?
Óþolandi hrokabytta og frekjudolla. Þú ert það lélegasta sem fyrirfinnst í mannlegu samfélagi, og fullkomlega óþarfur.
palli (IP-tala skráð) 18.10.2012 kl. 09:12
Hvaða frábæra hljómsveit var það, sem söng: ennþá gerast ævintýri? Ég man ennþá lagið og góða boðskapinn.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.10.2012 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.