Ranghugmyndir leiðréttar: Viðskipti Íslands eru EKKI mest í evrum
14.10.2012 | 10:52
Hér var nýlega bent á að upptaka evru henti okkur Íslendingum illa vegna þess hve efnahagssveiflur hér á landi séu í litlum takti við sveiflur efnahagslífs á evrusvæðinu. Eyþór Arnalds vakti jafnframt athygli á því nýlega að viðskipti Íslands séu alls ekki mest í evrum.
Á bloggi sínu 7.okt. s.l. leiðréttir Eyþór Arnalds þrjár ranghugmyndir sem uppi eru um evrusvæðið og fer að gefnu tilefni yfir þrjár "mýtur" um evruna og ESB:
Því hefur verið ítrekað haldið fram að evran henti okkur vel þar sem viðskipti Íslands séu mest í evrum. Staðreyndin er sú að útflutnings- og innflutningsvörur okkar; t.d. olía, báxít, kol, ál, fiskur, flugvélar eru að mestu verðlagðar í USD. - Umskipun í Rotterdam skiptir hér engu máli. - Fiskur er seldur í evrum, USD, EUR, ýmsum krónum, GBP og fleiri myntum en iðnaðarframleiðsla að langminnstu leyti í EUR (USD mest svo NOK).
Önnur mýtan sem Eyþór nefnir er þessi: Því er haldið að okkur að lífskjör séu hér verri en í nágrannalöndunum en þjóðarframleiðsla á mann (PPP sem miðast við kaupmátt) er hærri á Íslandi en að meðaltali í ESB. Reyndar er þjóðarframleiðslan hærri á mann en í mörgum viðmiðunarlöndum okkar. Því er haldið fram að evran sé lausn til að bæta lífskjör okkar í átt að nágrannalöndunum, en samt er það svo að Danmörk, Svíþjóð, Noregur og Bretland nota ekki evruna. Aðeins Finnar hafa tekið upp evruna af nágrönnum okkar, en 2/3 Finna vilja ekki leggja meira í "björgunaraðgerðir" evrópskra banka: http://www.businessweek.com/ap/2012-07-12/poll-shows-anti-bailout-mood-growing-in-finland - Þó er ljóst að evran lifir ekki nema með aukinni aðstoð frá aðildarríkjunum."
Í þriðja lagi segir Eyþór: Í Silfri Egils var því haldið fram í dag að evrópsk ríki byggju við agaðri hagstjórn en Íslendingar. Vera má að þetta standist skoðun varðandi verðbólgu síðustu áratuga, en á öðrum mælikvörðun eins og atvinnuleysi og lífeyrismálum erum við í ákveðnum sérflokki ásamt Noregi og Sviss (sem bæði eru utan ESB líkt og Ísland). Atvinnuleysi upp á 25% eins og á Spáni getur ekki verið eftirsóknarvert. Lífeyriskerfi sem er ekki fjármagnað getur ekki kallast ábyrgt.
Það er margt sem við getum gagnrýnt varðandi hagstjórn á Íslandi og margt sem við getum gert betur. Eitt af því er að blekkja ekki okkur eða aðra með því að alhæfa um töfralausnir. ESB aðild er engin töfralausn.
Athugasemdir
Viðskipti við evrulönd eru miklu meiri en viðskipti við Bandaríkin. Það er það sem skiptir máli. Að hefð sé fyrir því að viðskipti með ákveðnar vörur séu í dollurim er annað mál enda líta þau viðskipti öðrum lögmálum.
Landsframleiðsla er miklu minni á mann á Íslandi en í öllum Norður-Evrópu- og Vestur-Evrópuríkjunum. Þetta eru þau lönd sem við höfum borið okkur saman við.
Meðaltal evruríkja skiptir engu máli í þessu sambandi enda lækkar ekki landsframleiðslan né heldur að lífskjör versni í ríkjum sem fyrir eru við inngöngu fátækari ríkja í sambandið. Flóran er einfaldlega mjög fjölbreytt.
Lífskjör eru miklu betri í Norður- og Vestur-Evrópuríkjum en á Íslandi. Laun eru hærri, verðlag lægra, vextir mun lægri, miklu minni verðbólga og engin verðtrygging. Laun á Íslandi eru svipuð og á Spáni og í Grikklandi.
Það er fjarri öllu lagi að bera norsku, sænsku og dönsku krónuna saman við íslensku krónuna. Svo miklu meiri er útbreiðsla þessara gjaldmiðla og þar af leiðandi sveiflur miklu minni. Að tala um enskt pund í þessu samhengi er fáranlegt
Jafnvel Danmörk sem er með 17-18 sinnum fleiri íbúa en Ísland treysti sér ekki til að hafa sína krónu áfram nema tengja hana við evru. Utan ESB stendur okkur ekki slík tenging til boða.
Að gefa í skyn að atvinnuleysi aukist með upptöku evru með því að benda á evruríki með mikið atvinnuleysi er út í hött enda mörg evruríki með lítið atvinnuleysi.
Þar sem atvinnuleysi er mikið var það mikið áður en evra var tekin upp og fyrir ESB-aðild. Atvinnuleysið á Írlandi var td mun meira á tíunda áratugnum áður en evran var tekin upp.
Með upptöku evru kemst á stöðugleiki sem eykur samkeppnishæfni Íslands gríðarlega. Við það verða til mörg ný atvinnutækifæri.
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 12:06
Og við eigum að taka mark á þér, Ásmundur, út af því að þú ert svo klár og inn í hlutunum?
"evruríkin lenda aldrei í skorta á peningum, þau prenta bara meira"
Já, þú ert sko marktækur! Þú ert svo klár!
Verst að ég þarf að lemja sjálfan mig með sleggju í hausinn til að gera orðið jafn klár og þú, en það er sko þess virði.
Ég vil nefnilega meira en nokkuð annað vera jafn klár og þroskaður og þú.
Aldrei aftur þarf ég að efast um sjálfan mig, aldrei aftur þarf ég að rökstyðja skoðanar mínar, og svo eru allir sem eru ósammála mér sjálfkrafa algjörir bjánar! Það þarf ekkert að ræða neitt nánar. Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér. Ég er óvéfengjanlegur!!
(Af hverju skerðu ekki bara sjálfan þig á háls, og sleppir þessar vítiskvöl sem þín tilvist er. Hið fullkomna tilgangsleysi ásamt alvarlegum geðrænum vandamálum.)
palli (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 12:54
Fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, Michel Rocard, sagði í Silfri Egils í dag að Íslandi væri nauðugur sá kostur að ganga í ESB ef við ætlum ekki að einangrast.
Rocard er einn af fjórum merkustu einstaklingum sem Egill segist hafa nokkurn tímann rætt við.
Katrín Jakobsdóttur sagði í kvöldfréttum útvarps að hún væri kannski ekki endilega sammála þessu. Hún var þó sammála nauðsyn þess að Ísland tæki þátt í alþjóðlegu samstarfi. Svar Katrínar bendir til að hún sé ekki fráhverf ESB-aðild enda er hún skynsöm kona.
Annars væri fróðlegt að heyra hvaða samstarf hún er að tala um. Ég er hræddur um að þegar upp er staðið sé ekkert sem kemur til greina nema ESB-aðild.
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.10.2012 kl. 19:39
Það er greinilega farið að fjúka í flest skjólin þegar Vinstri Vaktin er farin að vitna í góðan og gildan sjálfstæðismann (sem ég er reyndar sjálfur), en það er bara verst þegar upplýsingarnar eru kannski ekki aaaalveg réttar.
Jú jú, auðvitað eru sumar vörur ávallt miðaðar við USD, en er ekki umhugsunarvert til hvaða landa við erum að selja okkar vörur.
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands þá fluttum við út vörur til landa Evrópu árin 2000 - 2011 fyrir 3160,3 milljarða á meðan á sama tíma við fluttum út vörur til allra annarra landa í heiminum fyrir 665,7 milljarða eða rétt ríflega 20 % af því sem við fluttum út til Evrópu.
Þessar tölur hljóta að færa okkur heim sanninn um að lönd Evrópu eru okkar helstu viðskiptaaðilar, jafnvel grjótharðir ESB andstæðingar geta ekki neitað þessum tölulegu staðreyndum, en lengi skal manninn reyna.
Þorsteinn V Sigurðsson, 14.10.2012 kl. 22:31
Þorsteinn þú ert í gamla farinu,sem var fyrir hrun og breyttist í það sem nú er að flokkar tvístrast,ef svo má að orði komast í með/móti Esb. sem var það eina á stefnuskrá Samf.sem ,,efnt,, var. Er ekki rétt að vitna í álitsgjafa hvaðan sem þeir koma,þeir eru þá þeim mun merkilegri sem þú ert gildur flokksbróðir þess sem vitnað er í,hefði ég haldið.Ekki tekst grásleppu hrogna frmleiðendum að selja afurð sín til Evrópu,sem fyrr,þar sem ríkir atvinnuleysi og kreppan herjar eins og plága á aðildarríki. Inn í þetta kol og salt vilja aðildarsinnar draga okkur.
Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2012 kl. 23:07
Það far sem ég er í Helga er einfaldlega það að ég vil ekki loka á neina möguleika sem geta orðið þessari þjóð til framdráttar. Hvað varðar grásleppuhrognaframleiðendur þá hafa þeir reglulega átt erfitt með að losna við sínar afurðir hvort sem það ríkir kreppa í Evrópu eða ekki, þetta er alltaf bara spurning um verð á afurðinni, minni á að 1995 þá áttu þeir í miklum erfiðleikum að losna við afurðina, og þá var Evran ekki einu sinni komin.
Þorsteinn V Sigurðsson, 14.10.2012 kl. 23:16
Ok,tók þetta upp úr fréttum á Ruv.
Helga Kristjánsdóttir, 14.10.2012 kl. 23:34
Eg er ekki að sjá að það geti gengið að Ísland sé að selja mestapart sinnar útflutningsafurða til þessa voðalega fjanda sem ESB heitir. Ekkert við hæfi að selja vörur til svo óskaplegs fyrirbrigðis sem jafnvel hefur hlotið friðarverðlaun Nobels. Svo slæmt er það og óskaplegt.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.10.2012 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.