Íslendingar gætu ekki tekið upp evru þótt þeir vildu það

Ísland uppfyllir aðeins eitt af skilyrðunum fyrir upptöku evru og hefur aldrei uppfyllt þau öll samtímis eins og krafa er gerð um. Flest bendir til að svo verði næstu árin. Þeir sem veifa evrunni sem rökum fyrir inngöngu í ESB eru að lokka þjóðina með augljósri tálbeitu inn í ESB.

 

Enn hampa þau Össur og Jóhanna evrunni sem góðum valkosti í gjaldmiðilsmálum, jafnvel nú á undanförnum dögum þótt ringulreiðin á evrusvæðinu hafi aldrei verið meiri en nú og ástandið fari stöðugt versnandi. En hvaða möguleikar eru á því að Íslendingar geti tekið upp evru, jafnvel þótt þeir gengju í ESB?

 

Í nýbirtri 700 bls. skýrslu Seðlabankans um valkosti í gjaldmiðilsmálum er staða Íslands borin saman við Maastricht-skilyrðin árin 2000, 2005, 2009, 2010 og 2011. Skilyrðin eru þessi:

1)      verðbólga sé ekki meiri en 1,5% yfir meðaltali verðbólgu hjá þeim þremur ESB-ríkjum sem minnsta verðbólgu hafa.

2)      langtímavextir séu ekki meira en 2% hærri en að meðaltali í þeim þremur ESB-ríkjum sem hafa minnsta verðbólgu.

3)      halli hjá hinu opinbera sé ekki meiri en 3% af vergri landsframleiðslu.

4)      heildarskuldir hins opinbera séu ekki yfir 60% af vergri landsframleiðslu nema skuldirnar fari lækkandi í átt að því hlutfalli með ásættanlegum hraða.

Til viðbótar þessu þarf viðkomandi land að vera í ESB og þar að auki aðili að gengissamstarfi Evrópu, ERM-II (European Exchange Rate Mechanism) í a.m.k. tvö ár án gengisfellinga. Gengi gjaldmiðilsins þarf jafnframt að hafa haldist innan + eða - 15% vikmarka. Uppfylla þarf öll skilyrðin samtímis áður en evra er tekin upp.

  

Hver hefur svo reynslan verið hvað þessi skilyrði varðar hér á landi frá því að evran var sett á flot um s.l. aldamót? Samkvæmt töflu 23.7 á bls. 570 í skýrslu Seðlabankans eru tölur birtar um fimm ár:

 

Árið 2000 uppfylltum við tvö seinni skilyrðin en ekki hin tvö (þ.e. um hámark verðbólgu og langtímavexti).

Árið 2005 uppfylltum við 1. og 4. skilyrðið en ekki hin tvö (þ.e. um halla hins opinbera og langtímavexti).

Árið 2009 uppfylltum við ekkert skilyrðanna.

Árið 2010 uppfylltum við ekkert skilyrðanna.

Árið 2011 uppfylltum við 2. skilyrðið en ekki hin þrjú (þ.e. um halla, verðbólgu og heildarskuldir).

 

Vissulega standa vonir til þess að Íslendingar nái betri tökum á efnahagsmálum sínum á komandi árum en var á liðnum áratug, einkum hvað varðar verðbólgu og hallarekstur hins opinbera. En staðreyndin er sú að íslenskt efnahagslíf hefur allan tíman verið órafjarri því að uppfylla öll skilyrðin samtímis frá því að evran var tekin upp og þótt það væri út af fyrir sig ágætt að ná þessum markmiðum hvort sem við göngum í ESB eða ekki eru því miður hverfandi líkur á því að við náum þeim á komandi árum.

 

Þessa staðreynd verðum við öll að horfast í augu við af raunsæi þegar rætt er um hugsanlega aðild Íslands að ESB. Við þurfum einnig að hafa það í huga að eftir þau ósköp sem gengið hafa yfir þær evruþjóðir sem verst eru settar, Grikki, Íra, Portúgala og Spánverja, eru engar líkur á að slakað verði á kröfunum sem fram koma í Maastricht-skilyrðunum. Hitt er miklu líklegra að skilyrðin fyrir inngöngu inn á evrusvæðið verði enn frekar hert. - RA


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég man ekki orðið hvað ég hef bent oft á þetta. Það eru fleiri skilyrði sem ekki eru í sjónmáli þótt menn berjist eins og naut við að fá þau í gegn. T.d. Stjórnarskrárbreytingar.

Hér voru gerðar ólöglegar breytingar á stjórnarskrá svo hægt væri að breyta stjórnarskrá. Þær breytingar fólust í því að afnema skilyrði um að tvö þing (stjórnir) með kosningum á milli þurfi til aðstjórnarskrárbreytingar nái samþykki. Í staðin var skilyrði um þjóðaratkvæði sett til að flýta fyrir ferlinu og koma því á hendi einnar stjórnar að gera breytingarnar. Gallinn við þessa breytingu er sá að það þurfti tvær stjórnir með kosningum á milli að samþykkja til að sú frumbreyting mætti eiga sér stað.  Nú er unnið eftir því landráðaprinsippi að keyra fram nýja stjórnarskrá, sem m.a. heimilar framsal fullveldis í fjármálum mmeð svo miklu meiru...

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2012 kl. 12:21

2 identicon

Nákvæmlega, Jón Steinar. Allt þetta stjórnarskrárbrölt ESBríkisstjórnarinnar er til að koma Íslandi inn í ESB. Þetta pakk minnist aldrei á 111.grein um afsal fullveldis. Þetta heitir að sigla undir fölsku flaggi, eða bara að ljúga. Lofgjörð haldin um bein lýðræði o.fl., en skautað framhjá aðalmálinu, þ.e. fullveldinu.

Pælið aðeins í því hvað þetta fólk er hrokafullt og miklar frekjudollur. Þau vilja Ísland í ESB, en þjóðin vill það ekki. Þau líta þá á það sem sjálfsagðan hlut að ljúga eins og enginn sé morgundagurinn, því þau vita svo betur hvað er okkur best. Það er svo merkilegt að það sér ekkert að því.

Sagði ekki einhver "Allt upp á borðum"? Það var aldeilis.

Hrokabyttur og sjálfsupphafnar frekjudollur, nema auðvitað þessar óhugnarlega ofurheimsku klappstýrur, t.d. þessar sem gubba áróðrinum á þessa vefsíðu.

Ég gef skít í allt þetta stjórnarskrárbrölt. Það má vel skoða að breyta stjórnarskránni til hins betra, en þetta snýst ekki um það.

Þau básúna svo um bein lýðræði með nýrri stjórnarskrá, en hvernig gengur það upp ef okkur er stjórnað frá Brussel í aðalatriðum.

Það ætti að henda öllu þessu pakki í útlegð í nokkur ár. Það gæti mögulega lækkað rostann í pakkinu.

palli (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 13:06

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hættið að ljúga.

Sannleikurinn er að Ísland gæti nánast tekið upp Evru á mogun í samstarfivið ríki Evrópu auk þess sem þeir gætu aflétt höftum og helsi sem öfgaþjóðrembingar vilja reyra þessa vesalings þjóð í. Ísland gæti það bara léttilega. það er nú sanneikurinn í málinu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2012 kl. 13:09

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Hættið að ljúga.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2012 kl. 13:35

5 identicon

Uhhh....  Ó!!  Okei, Ramó. Fyrst þú segir það, þá hlýtur það bara að vera þannig. Þinn steinharði rökstuðningur hefur sannfært mig. Ég hef séð ljósið!

Hallelúja fyrir ESB! Lof sé Brussel í upphæðum!!

Vandamálið við dúdda eins og þig, Ramó, er að þú ert ekki lygari. Þú ert bara allt allt allt allt of fokking heimskur til að geta séð mun á rökum og rökleysu.  Það kemur mér á óvart að þú getir yfirleitt lesið og skrifað.

Þú ert heimskastur af öllum þínum apabræðrum. Maður hálfskammast sín fyrir að vera af sömu dýrategund og þú.

Please, hættu að tjá þig. Þetta er alltaf svo kjánalegt sem þú segir. Pínlegt upp á að horfa.

Það er eins og þú hafir verið með heilaæxli sem var skorið burt, en óvart tekið miklu meira af heilanum í þér.

Farðu bara í greindarvísitölupróf. Það myndi koma á óvart ef þú skorar hærra en 80.

palli (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 13:47

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sannarlega áhugavert að lesa.  Sammála því að hér er verið að reyna að ljúga okkur inn í ESB á fölskum forsendum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 14:07

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nei, hættu nú alveg Ómar Bjarki.  Trúir þú því virkilega að íslendingar geti tekið upp evru "nánast á morgun"?

Minnir mig helst á eina makrílinn sem þú fannst í landhelgi Íslands í sumar; í frystinum hjá Bónus! 

Hefur þú  ekki verki með þessu?

Kolbrún Hilmars, 29.9.2012 kl. 15:37

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahaha Kolbrún Góð.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 17:11

9 Smámynd: Björn Emilsson

Getum við ekki fengið að sjá mynd af fyrirbærinu Ómari Bjarka?

Björn Emilsson, 29.9.2012 kl. 18:08

10 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Hugsýki, ofsóknarbrjálæði og heimska hefur náð nýjum stigum hjá ESB andstæðingum á þessu bloggi hérna.

Svona ofsóknarbrjálæði er ekki heilsusamlegt og ennfremur ekki byggt á neinum rökum.

Staðreyndin er að það er öllum sama um Ísland í Evrópu. Ef að Ísland mundi gufa upp á morgun. Þá yrði það frétt sem mundi duga út vikuna í Evrópu og restina af heiminum. Síðan mundi Ísland verða landið sem hvarf í sögunni. Síðan mundi Ísland gleymast.

Staðreyndin er sú að Ísland er ekki nærri því eins merkilegt og ESB andstæðingar augljóslega halda. Enda er Ísland bara aðeins lítil eyja í stórum heimi. Þeir sem hvað harðast berjast fyrir einangrun Íslands virðast ekki átta sig (eða kannski gera þeir það) á því að einangrun er dýr. Sérstaklega einangrun sem gengur útá það að koma í veg fyrir pólitísk og viðskiptaleg samskipti á milli þjóða. Eins og barátta ESB andstæðinga hefur gengið útá undanfarna 8 áratugi.

Evrópuandstaðan á Íslandi er mjög gömul og ennþá jafn heimskuleg og árið 1963. Þetta blogg hérna sem er rekið af Ragnari Arnalds er toppurinn á skömmunni. Væmnisýkin og heimskan sem kemur frá Heimssýn, sem Ragnar Arnalds stofnaði á sínum tíma er ekkert síðri. Þar hafa nýfrjálshyggju sjálfstæðismenn tekið við völdum. Ásamt fasistum úr framsóknarflokknum og kommúnistum úr Vinstri Grænum. Þetta er ógæfuleg blanda og vanheilt bandalag sérhagsmuna og einangrunarhyggju sem þarna er á ferðinni.

Enda mun þetta bandalag springa með látum við fyrsta hentuga tækifæri og mun aldrei koma saman aftur. Þetta mun gerast strax eftir næstu kosningar. Sjáið þið bara til.

Síðan mun Ísland gang í ESB nokkur ár þar á eftir, og taka síðan upp evruna eftir nokkur ár. Þegar skilyrðum fyrir slíku er uppfyllt.

Jón Frímann Jónsson, 29.9.2012 kl. 18:55

11 identicon

ágæti greinarhöfundur - RA

Það var mikið að það kom málefnaleg og fræðandi grein á þennan blogg þráð, og nú um Euro ið.

Hafðu þakkir fyrir, það er nefnilega nóg að upphrópunum og öðrum æðisköstum þegar EU mál eru rædd og skrifuð hér og víðar.

Enn og aftur takk fyrir...

Kristinn J (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 19:15

12 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann, þú hatar Ísland.  Pistill þinn #10 staðfestir það.   Þú óskar  landinu og íbúum þess einskis góðs og vonar að land og þjóð gufi upp í þjóðahafinu - ef ekki upp í etherinn.

Ef þú finnur þig öruggan í útlandinu, viltu þá ekki bara láta gott heita núna?  

Kolbrún Hilmars, 29.9.2012 kl. 19:44

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ góði besti Jón Frímann, það er komið alveg nóg af þessu rugli í þér.  Tek undir með Kolbrúnu, láttu þetta gott heita núna. Það er komið nóg af þessari vitleysu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 19:46

14 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Já Jón Frímann það er rétt hjá þér að við myndum gleymast á einni viku ef við gengjum í ESB,en hitt má benda þér á að við erum mjög mikilvæg fyrir þær þjóðir sem létu plata sig inní ESB vegna þess að mest allur fiskur á borðum almennings innan ESB kemur frá okkar landi sem þú virðist hata útí eitt.En við hér á Íslandi verðum víst að þola þetta bull og lygaáróður í þér á bloggsíðum um ágæti ESB,þar sem þú átt greinilega við ákveðna vanheilsu að stríða og vona nú að sú lækning fáist við henni í Danmörku því ekki var til lækning við henni hér á Íslandi þá verðum við víst að þola þetta bull í þér á meðan ekki er lokað á þig í bloggheimum sem ætti nátturulega að gera...

Marteinn Unnar Heiðarsson, 29.9.2012 kl. 20:12

15 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kolbrún Hilmars, Ég hata ekki Ísland. Þú hinsvegar sakar mig um slíkt án nokkura sannana. Svo aum ertu í þínum málflutningi.

Marteinn Unnar, Afskaplega lélegur útúrsnúningur hjá þér og ekkert annað. Ísland er ekki mikilvægt fyrir ESB. Jafnvel þó svo að fiskveiðar séu í dag aðal útflutningur íslendinga til Evrópusambandsríkja. Ég ætla ennfremur að benda þér á að flest allur fiskur sem er borðaður innan Evrópusambandsríkjanna kemur frá öðrum ríkjum en Íslandi. Útflutningur á sjávarvörum frá Íslandi til ESB er svo lítill að þær komast ekki einu sinni á blað. Þú getur séð tölur um inn og útflutning af fiski til ESB hérna. Noregur flytur inn margfalt meira af fiski til ESB en Íslendingar munu nokkurntíman gera í næstu framtíð og líklega um alla framtíð ef útí það er farið. Þessar tölur eru hinsvegar gamlar. Frá árinu 2009. Þessar tölur reu ennfremur ekki heildaryfirlit um stöðu innflutnings á fiski til Evrópusambandsins.

Tölur um viðskipti Íslands og ESB er ennfremur að finna hérna.

Þú eins og Kolbrún hérna sakar mig um að hata Ísland. Án þess þó að hafa nokkuð fyrir þér fyrir því. Það eina sem ég er gera hérna er að taka þetta bull ykkur og setja það í tætarann. Þetta geri ég með réttu og í fullum rétti.

Það að ég skuli vera sakaður um að "hata Ísland" fyrir það eitt að koma upp um það kjaftæði sem er viðhaft á þessari bloggi segir mér bara eitt. Þegar á reynir þá er málefnanleg staða ESB andstæðina engin og mun alltaf verða það.

Ásthildur Cesil, Ég fer ekki með neina vitleysu. Ég fer með staðreyndir eins og þær eru. Það ert þú sem kemur hérna með vitleysu, lygar og blekkingar um Evrópusambandið. Reyndar veistu svo lítið um Evrópusambandið að þú getur ekki einu sinni haft grunnstaðreyndir réttar hérna í þeim fullyrðingum sem þú setur fram.

Sú þjóðremba sem er upphöfð hérna á þessu bloggi, og þeim ESB andstæðingum sem tjá sig hérna í kjölfarið er til skammar. Enda ætti jafn heimskuleg fyrirbæri í þjóðremba helst að vera útdautt á Íslandi fyrir mörgum áratugum síðan.

Jón Frímann Jónsson, 29.9.2012 kl. 21:57

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Nefnilega máli að það er eins og sumir haldi að vegna þess að sjávarútvegur er svo mikilvægur hér varðandi útflutning allan - að þá sé hann jafnmikilvægur í ESB! það er engu líkara en sumir hugsi þetta þannig.

það er eins og sumir tali líkt og þeir hafi aldrei farið útfyrir landsteinana og skoðað heiminn. Eða ef þeir hafi gert það þá hafi þeir passað sig að hafa augu og eyru lokuð og þeir geti enganvegin áttað sig á að Ísland er bara einhver eyja útí rassgati þar sem hokra örfáar hræður sem engu skipta fyrir the rest og the world.

það að halda góðu sambandi við sitt mesta og besta viðskiptasvæði ásamt menningar og frændsemistengslum öllum - það hlýtur alltaf að gagnast Íslandi best. það þarf engan kjarnorkuvísindamann til að finna það út. Ísland skiptir Evrópu engu en Evrópa skiptir Íslandi öllu máli. Hér er hinsvegar þessu yfirleitt snúið á haus. Fólk talar og talar eins og Ísland sé nafli alheimsins og hafi ráð algeymsins í hendi sér.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 29.9.2012 kl. 22:36

17 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann.  Kannast þú nokkuð við eftirfarandi orðaforða:

hugsýki, ofsóknarbrjálæði, heimska, vænisýki, nýfrjálshyggja, fasismi, kommúnismi, sérhagsmunir, einangrunarhyggja, vanheilagt bandalag

Þessum orðum og fleiri til gast þú troðið inn í einn lítinn og ómerkilegan pistil þinn #10 hér að ofan.  Og þar sem tilgangurinn var áreiðanlega ekki sjálfslýsing þá er auðskilið hver átti að taka þetta til sín.

Farðu vel, Jón Frímann.

Kolbrún Hilmars, 29.9.2012 kl. 22:57

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held ég sé farinn að skilja af hverju Jón Frímann er öryrki. Það blasir raunar við.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2012 kl. 23:14

19 identicon

Er ekki kominn tími til að ættingjar vitleysingsins í Danmörku komi honum til aðstoðar?

Nú er það eitt að hann skuli hafa flúið vinaleysi og útskúfun á Íslandi, en að horfa upp á hann veslast upp í eymd, vonleysi, einmana- og biturleika í útlöndum, án þess að bregðast við, er annað.

Sjáið bara hvað gerist, hann er kominn í slæman félagsskap fjölnikkungs/geðklofa sem á sér ekkert líf fyrir utan kommentakerfi fjölmiðla.

Er það kannski svo, að ekki einu sinni nánustu ættingjum þyki vænt um garminn?

Ég legg til landsöfnunina, "Björgum Jóni"

Hilmar (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 23:24

20 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þjóðremba sú sem Ragnar Arnalds brúkar ásamt fleirum hérna er grundvöllur að kynþáttahyggju, einangrunarhyggju í stjórnmálum (sem hefur aldrei nokkurntíman virkað í sögunni. Skoðið bara Norður Kóreu, Búrma sem dæmi um slíkt), fasisma og fleiri ógeðfelldra hluta sem hafa haft skelfilegar afleiðingar fyrir almenning í þeim löndum þar sem þessi pólitíska stefna er stunduð.

Það rann nefnilega upp fyrir mér sá sannleikur um daginn, að fyrir utan sérhagsmunabandalögin sem eru á móti Evrópusambands aðild Íslands. Þá er andstaðan við aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrst og fremst pólitísk. Þessi andstaða byggir á ógeðfelldir pólitískri hugmyndafræði sem hefur skotið rótum á Íslandi eftir að efnahagskreppan hófst árið 2008. Ég mun aldrei leyfa íslensku þjóðinni að falla í þann ljóta forapytt sem þessi hugmyndafræði boðar.

Það segir alla söguna hérna hvernig þið bregðist við orðum mínum hérna. Ég hef rétt fyrir mér í þessu og þið vitið sjálf fullvel hvað ég er að tala um hérna.

Íslenska þjóðin mun átta sig á þessum sannleika um ESB andstæðinga á Íslandi. Ég mun sjá til þess að slíkt gerist með hinu skrifaða orði.

Jón Frímann Jónsson, 30.9.2012 kl. 01:21

21 identicon

Oh dear me, nú er vitleysingurinn kominn með Jesú komplexa ofan á allt saman.

Hilmar (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 01:40

22 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það er alveg stórmerkilegt að þegar mér er hótað líflálti hérna og sagt að drepa mig. Þá er ekkert sagt. Aftur á móti um leið og ég kem með alvöru mótrök byggð á staðreyndum. Þá er farið að væla eins og krakki í frekjukasti eins og Hilmar gerir hérna á sinn einstaka hátt.

Vælið í Jóni Steinari er ekkert skárra. Enda er þetta ekkert nema bara aumingjalegt vel í manni sem hefur enga málefnalega afstöðu, og engin mótrök til þess að bakka upp afstöðu sína. Enda hefur Jón Steinar aldrei fært nein alvöru mótrök fyrir sinni andstöðu við Evrópusambandið. Ekkert frekar en flestir ESB andstæðingar hérna. Sumir hafa reynt, en mistekist illilega í þeim tilraunum.

Það er búið að koma upp um ESB andstæðinga hérna á þessari bloggsíðu. Ekki eingöngu eruð þið hræsnarar. Heldur eru þið mörg hver alvarlega siðlausir einstaklingar. Enda hegðun ykkar margra í samræmi við þá persónuleikabresti sem um ræðir.

Jón Frímann Jónsson, 30.9.2012 kl. 03:11

23 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vissuega væri gott og holt fyrir þóðina ef tækist að stjórna hér hagkerfinu svo skilyrði til upptöku evru næðust. Vonandi að það takist sem fyrst.

En ef það tækist, hví þá að skipta um gjalsmiðil? Þá væri ljóst að íslenska krónan væri bara ágæt til síns brúks og engin ástæða til að skipta henni út.

Málflutningur aðildarsinna er sá að krónan sé skaðræðisskepna sem verður að lóga sem fyrst, að hún sé til allra hluta ónýt. Þeir fullyrða þá um leið að okkur sé lífsins ómögulegt að taka upp evru!

Gunnar Heiðarsson, 30.9.2012 kl. 06:49

24 identicon

Vælivælivælivæl. Aumingja Jón Asperger Frímann.

Farðu nú bara að horfa í spegilinn og reyndu að takast á við þín persónulegu vandamál.

Og svo, ef þetta er allt rétt hjá þér, bæði um ESB og alla sem ummælast hérna, er þá ekki augljóst að þessi áróður í þér er ekki að hafa neinn einasta árangur?

Er það ekki augljóst, jafnvel fyrir einhverf fötluð grey eins og þig.

Til hvers að halda áfram þessari dellu?

Heldurðu að þú munir sannfæra einhvern?

Er ekki sannleikurinn einfaldlega sá, að þú ert haldinn asperger-sjúkdómi, sem gerir það að verkum að þú hefur "áráttukennda hegður", m.ö.o. þú ert haldinn þráhyggju.

Sem sést best á því að þú heldur áfram að gubba þinni ælu á þessa vefsíðu, þrátt fyrir hið fullkomna tilgangsleysi.

En þú ert líklegast vanur því. Er þitt líf eitthvað annað en hið fullkomna tilgangsleysi? Hrokatittur og heimskingi á örorkubótum. Þú ert eyðsla á plássi.

palli (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 08:39

25 identicon

Það hefur verið sýnt fram á að upptaka evru er vel möguleg innan fáeinna ára.

Meðal annarra hefur Vilhjálmur Þorsteinsson, sem enginn óhlutdrægur frýr vits, gert það i bloggi sínu.

http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/2012/04/29/hvernig-tokum-vid-upp-evru/

Aðalskilyrði fyrir upptöku evru er að skuldir verða að vera innan ákveðinna marka.

Þó að við séum langt fyrir ofan þessi mörk þá getum við í aðdraganda upptöku evru notað gjaldeyrisvarasjóðinn til að greiða skuldir. Þannig verðum við undir mörkunum.

Skilyrðum um vexti og verðbólgu verður hægt að framfylgja þegar evran er komin í skjól ECB.

Sveiflur á gengi krónunnar er ástæðan fyrir mikilli verðbólgu og hafa vextir eðlilega fylgt henni.

Þegar krónan er komin í skjól ECB mun draga úr sveiflum á gengi hennar.

Með því að virkja gjadeyrivarasjóðinn er hægt að draga enn frekar úr þessum sveiflum.

Einnig er ljóst að vandamál sem tengjast krónunni og hverfa með upptöku evru verða varla fyrirstaða fyrir upptöku hennar. Það væri órökrett.

Að halda halla á ríkisrekstri undir 3% verður varla vandamál eftir að krónan er komin í skjól ECB og jafnvel fyrr.

Ef ESB-aðildin dregst á langinn og við fáum nýtt hrun er hins vegar hætta á að við getum ekki uppfyllt skilyrðin.

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 08:59

26 identicon

Jájá, Jón Ásmundur. Við vitum öll hvað þú ert klár í peningamálum. Þín snilldargáfa var staðfest þegar þú sagðir:

"Evruríkin lenda aldrei í skortI á peningum, þau prenta bara meira af þeim".

Af hverju sækirðu ekki um hjá seðlabankanum? Þú veist nefnilega allt um peningamálin, greinilega.

Æjá, gleymdi, þú ert hrokatittur, heilafatlaður heimskingi á örorkubótum í Danmörku. My bad.

palli (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband