Fórn Jóhönnu
28.9.2012 | 11:53
Frétt vikunnar í íslenskum fjölmiðlum er eðlilega sú yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur að hún ætli að hætta. Vinstri vaktin lætur ekki sitt eftir liggja að fjalla um þessi pólitísku tíðindi enda tengjast þau þemaefni okkar, ESB málinu og stöðunni á vinstri vængnum.
Þrátt fyrir að koma upphaflega úr Alþýðuflokknum er Jóhanna Sigurðardóttir tvímælalaust ein sterkasta tenging Samfylkingarinnar við vinstri stefnu í bæði efnahags- og félagsmálum. Jóhanna klauf vinstri helminginn út úr Alþýðuflokknum með stofnun Þjóðvaka en eftir sat Alþýðuflokkur sem varla vissi hvoru megin við Sjálfstæðisflokkinn hann ætti að skipa sér. Í trú sinni á markaðssamfélagið og hin óskeikulu lögmál framboðs og eftirspurnar gekk sá flokkur lengra en nokkur annar.
Við stofnun Samfylkingarinnar varð snemma ljóst að hinn gamli harði Alþýðuflokkskjarni var leiðandi afl. Límið sem batt þann hóp saman var fyrst og síðast sú pólitíska sannfæring að Íslandi ætti að tilheyra ESB. Til hliðar við þennan hóp var umtalsverður kjarni vinstri sinnaðra efasemdarmanna úr Alþýðubandalagi og Þjóðvaka með þær Jóhönnu Sigurðardóttur og Margréti Frímannsdóttur fremsta meðal jafningja. Þingmaðurinn og ráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir lá ekkert á þeirri skoðun sinni í viðtölum. Dæmin eru fjölmörg og eitt það yngsta úr Viðskiptablaðinu ekki löngu fyrir valdatöku Valhallarstjórnarinnar árið 2007. Árið 2001 hefur Morgunblaðið eftir Jóhönnu:
Ég er ekki sammála formanninum um að kostirnir við aðild að Evrópusambandinu séu fleiri en gallarnir. Ég er ekki sannfærð um þau rök sem sett eru fram í ágætri skýrslu Samfylkingarinnar um Evrópumál, að vegna sögulegrar veiðireynslu getum við Íslendingar einir setið að okkar fiskimiðum eftir aðild að ESB.
Árið 2009 stóð Jóhanna Sigurðardóttir frammi fyrir einstöku tækifæri sem var að leiða fyrstu tveggja flokka vinstri stjórn lýðveldisins. En verðið sem Jóhanna mátti gjalda fyrir þetta tækifæri var að láta af efasemdum um ESB stefnuna. Með örfáum undantekningum hefur hún síðan talað fyrir ESB aðildinni af áður óþekktri sannfæringu. Hér nægir að rifja upp þau orð forsætisráðherra vorið 2009 að ESB umsóknin ein myndi duga til að koma Íslandi á beinu brautina.
Fórn Jóhönnu var stór og ekki bara fyrir hana persónulega og hennar sannfæringu. Margir af hennar gömlu bandamönnum í Samfylkingunni hafa sagt sig úr flokki hennar eða þokað sér til hliðar. Í staðin hefur raðað sér að þessari öldnu alþýðuhetju Blair-sinnaðir haukar sem hefðu sómt sér vel í hinum gamla hægri sinnaða Alþýðuflokki Jóns Baldvins.
En fórn forsætisráðherrans fráfarandi snertir fleira. Um leið var fórnað því tækifæri sem endurreisnarstjórnin eftir hrunið hafði til að ná samstöðu þjóðar og leiða heilbrigða uppbyggingu. Starfsþrek beggja stjórnarflokkanna hefur farið í að viðhalda ESB ferlinu og önnur verkefni hafa setið á hakanum. Íslenska krónan hefur ein séð um endurreisnina en skjaldborg um heimilin, uppbygging atvinnulífs og hin félagslegu gildi liggja óbætt hjá garði. ESB málið hefur eitt og sér skapað stjórninni meiri óvinsældir en nokkuð annað og vegna hennar er sigurvegari síðustu kosninga, Vinstri hreyfingin grænt framboð, líkari rústum en stjórnmálaflokki. Vinstri hugtakið hefur beðið óverðskuldaðan hnekki sem að óbreyttu mun tryggja Sjálfstæðisflokki lykilstöðu við stjórn landsins. / -b.
Athugasemdir
Sammála, þessir tveir flokkar áttu sögulegt tækifæri til að þjappa þjóðinni að baki sér og hún hefði getað verið vinsælasta ríkisstjórna allra tíma. En það VAR, í staðinn kusu þau að kljúfa þjóðina í herðar niður með því að setja allt sitt í ESB umsókn. Því fór sem fór. Össur er ekki ennþá búin að sjá ljósið í þessu. Það er hans vandamál og hans akkilesarhæll. Þessi öfl neyttu ekki þess sem þau höfðu í hendi sér og því fór sem fór.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 12:15
Það er styrkur Jóhönnu að læra af reynslunni. Hrunið opnaði augu hennar fyrir því að krónan er ónýtur gjaldmiðill.
Hún hefur látið sannfærast af hæfustu manna ráðum varðansi skipan gjaldeyrismála í framtíðinni. Jóhanna er opin fyrir rökum.
Jóhanna gerir sér nú grein fyrir að hún hafði rangt fyrir sér. Hún er manneskja til að viðurkenna það og breyta um skoðun.
Hún veit að í ESB með evru hefði ekki orðið neitt hrun hér. Allavega hefði það aldrei orðið jafnalvarlegt og reyndin varð vegna krónunnar.
Hún veit að skuldastríðið sem hefur verið háð hér frá hruni er eingöngu vegna krónunnar. Með evru hefðu skuldir ekki hækkað heldur þvert á móti lækkað með hverri greiðslu.
Það sem mestu máli skiptir er þó að Jóhanna gerir sér grein fyrir hættunni á nýju hruni á næstu misserum af völdum krónunnar. Það gæti orðið miklu verra en 2008 vegna þess að nú skuldar ríkið mikið en var nánast skuldlaust þá.
Ef við hefðum skuldað jafnmikið 2008 og núna hefði ekki verið hægt að bjarga okkur með hagstæðum lánum frá AGS og nágrannaþjóðum. Skuldabyrðin hefði verið okkur ofviða.
Það er því hætta á að eftir næsta hrun verði Parísarklúbburinn okkar eina athvarf. Þær þjóðir sem neyðast til að leita þangað biða þess seint eða aldrei bætur.
Jóhanna er ábyrgur stjórnmálamaður sem hleypur ekki í afneitun þegar í ljós kemur að einhver skoðun hennar reynist röng. Þá skiptir hún um skoðun.
Asmundur (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 14:32
Æ Ásmundur, skiptir um skoðun? Þessi kona er álíka líkleg til að skipta um skoðun og Kim Il Jong eða hvað þeir heita feðgarnir þarna í Kóreu. Hún hefur ekki skipt um neina skoðun í öllu sínu amstri heldur haldið áfram á frekjunni einni saman endalaust þegar hún bítur eitthvað í sig.
Þú ert að mínu mati algjörlega ómarktækur og sennilega á mála hjá ESB, því áróðurinn sr slíkur hjá þér og þú kannt svo sannarlega alla klækina rétt eins og þú hafi lærg listina hjá KGB eðaCIA. Tækni til að koma andstæðingnum í tilfinningalegt uppnám, og þú veist nákvæmlega hvað þú ert að gera, þín er skömminn
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 21:26
Gott hjá þér Ásthildur, baráttu- og hugssjóna kona að Vestan.
Að láta þennan ófyrirleitna og ósvífna áróðursmann ESB helsisins, hann Ásmund þennan, hafa það óþvegið.
Manngreyið virðist vera algerlega heilaþveginn ESB sinni og sér hlutina einungis með rörsýn þröngra Bruxselskra sérhagsmuna, enda sennilega beint eða óbeint á mála hjá þessu ósvífna stjórnsýsluapparati Svétríkja Evrópusambandsins.
Hann mun þurfa að éta þetta allt ofan í sig, fyrr en seinna, það mun reynast honum erfitt !
Gunnlaugur I., 28.9.2012 kl. 21:59
Ásthildur Cesil, Svona fullyrðingar eins og þú setur fram hérna eru fáránlegar. Þú sakar hérna mann um að starfa hjá Evrópusambandinu (eins og að slíkt sé slæmt). Þú ennfremur setur svona fullyrðingar fram án þess að hafa fyrir því nokkra sönnun. Það er ennfremur hræsni hjá þér að bölva Evrópusambandinu á meðan þú nýtur kosta þessa í gegnum EES samninginn.
Þér finnst svona hegðun augljóslega í góðu lagi. Annars værir þú ekki að endurtekið að haga þér svona.
Gunnlaugur I. Það sem kemur frá þér er ekkert nema þvæla og hefur aldrei verið neitt annað. Þú býrð sjálfur innan Evrópusambandsins og nýtur kosta þess. Það er því ekkert nema hámark hræsninnar hjá þér að tala um Evrópusambandið eins og þú gerir hérna.
Jón Frímann Jónsson, 28.9.2012 kl. 23:39
Bullið í þér. Það er ekki lagi með þig. Vertu ekki að gera lítið úr mér, víst er ég á mála hjá ESB.
Munurinn á okkur er að þú færð ekki vinnu við það.
Auðvitað er ég heilaþveginn, bjálfinn þinn. Þú veist maður verður að vera heilaþveginn til að geta unnið svona sóðastarf. Þú ert búinn að standa í þessum áróðri okkar saman nógu lengi til að vita um heilaþvottinn.
Ásmundur (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 00:07
Takk Gunnlaugur.
Jón Frímann reyndu ekki að tala um fullyrðingar við mig, því engin er fullyrðingaglaðari en einmitt þú. Haltu þig bara hamingjusamur og kyrr í Danmörku og hættu að skipta þér af íslendingum, þar sem þú hefur ákveðið að flytja þig frá landinu og elskar Evrópu og sérstaklega ESB meira en allt annað. Láttu okkur einfaldlega í friði. Ég er orðin ofboðslega þreytt á þér og þínum fullyrðingum út í bláinn.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 00:16
Ásthildur Cesil, Ég skora á þig að sanna það með gögnum að fullyrðingar mínar séu úti í bláinn. Ef þú getur ekki sannað það sem þú fullyrðir hérna um mig. Þá ertu einfaldlega lygari hreint og beint.
Ég vísa í staðreyndir. Þú og aðrir evrópuandstæðingar bullið bara um eitthvað sem þið augljóslega nennið ekki að kynna ykkur.
Jón Frímann Jónsson, 29.9.2012 kl. 00:24
Misstu ekki andann maður. Hann ´Ási´ er vinnumaður Brusselveldisins við að ræna okkur fullveldinu, eins og þú. Viltu póstföngin hans hjá EC Commission og Hagstofunni? Nú kemur hann fljótlega æðandi með andköfum og lýsir mig fávita og fífl, einu sinni enn.
Nýtur kosta EES?? Svona ICESAVE-nauðgunar kosta? Þetta er drepfyndið. Við skulum segja upp EES-samningnum.
Elle_, 29.9.2012 kl. 00:31
Já allavega skoða það vel og schengen þarf að segja upp líka. Meira að segja bretar vilja ekki þann ófögnuð. Sá samningur um landamæri hefur orðið okkur dýrkeyptur. En þessi tveir eru í raun og veru ekki svaraverðir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 00:52
Ég segi nú bara aumingja fólkið. Af hverju eiga andstæðingar aðildar svona bágt?
Það hljóta að vera mikil bágindi sem valda því þegar sjálfsvirðingin verður einskis virði og mönnum finnst í góðu lagi að bulla og ljúga takmarkalaust upp á andstæðinganna sem rökstyðja mál sitt og styðja það öruggum heimildum.
Það hljóta að vera mikil bágindi sem valda endalausum tilhæfulausum fullyrðingum um að aðildarsinnar séu einhverjar nafngreindar persónur eða einhver annar á þessum vef þó að nákvæmlega ekkert bendi til þess.
Það hljóta að vera mikil bágindi sem valda því þegar fólk skrifar sinn óhróður í nafni andstæðinga aðildar og gerist þannig alvarlega sekt um alvarlegan glæp. Dæmi um þetta er athugasemd #6. Þar er þó trúlega á ferðinni ósakhæfur einstaklingur.
Svo hrósar þetta aumingja fólk hvort öðru fyrir aumingjaskapinn og kallar hvort annað þjóðhetjur, baráttu- og hugsjónafólk osfrv. Drottinn minn dýri. Verður sokkið dýpra í svaðið?
Eða er þetta aumingja fólk einfaldlega svona heimskt að það trúi því sem það segir? Hefur það verið heilaþvegið? Andstæðingar aðildar eru gott rannsóknarefni fyrir sálfræðinga framtíðarinnar.
Það furðulega er að þetta fólk skuli ekki gera sér neina grein fyrir að svona málflutningur er ekki til þess fallinn að draga úr stuðningi við aðild nema kannski hjá heimskasta hluta þjóðarinnar.
Upphrópanir, lygar og blekkingar höfða ekki til meirihluta þjóðarinnar. Hann vill rök. Við ESB-sinnar höfum þau.
Sérhagsmunagæsla og þjóðremba eru ekki rök.
Ásmundur (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 08:16
Það er ofuraugljóst flestu fólki að Jón Ásmundur Frímann er sturlaður einstaklingur.
En nú fara leikar að æsast. Þessi mannlegi sorgleikur á eftir að fara algjörlega yfirum á næstunni.
Það verður fyndið að fylgjast með þessu. Hvað mun geðbilunin og veruleikafirringin ná að ganga langt þar til að gimpið þagnar?
Mig grunar að það gerist ekki fyrr en hann verður lagður inn á geðdeild. Hann getur ekki höndlað að heimsmyndin hans hrynur til grunna. Hans eigin geðheilsa fer sömu leið. Ekki var hún nú mikil til að byrja með.
palli (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 08:29
Skaðræðismaður eða vesalingur er búinn að fara um og kalla fólk bjálfa og fábjána og fjölda ógeðsorða. Þarna í no. 29 kallaði hann okkur öll vitleysinga. Yfir hverju er maðurinn þá að fárast að ofan í no. 11?
Þetta er nefnilega eins og Ásthildur segir: Hann er þaulvanur, veit nákvæmlega hvað hann er að gera og ætlar að valda eins miklu uppnámi og hann getur til að trufla eðlilega umræðu.
Þetta er ekki Jón Frímann eða Ómar Kr., ekki nógu klókir. Þetta er Ómar H. Við Ásthildur erum margbúnar að vera að benda á þetta.
Elle_, 29.9.2012 kl. 12:58
Já einmitt Elle.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 13:08
Og get ég bætt við: Maðurinn er andstyggilegur, forhertur og hraðlyginn. Hann þolir ekki andstæðinga brusselska yfirtökuveldisins eða þá sem ekki vilja með landið þangað inn. Hann trylltist þegar hann var stoppaður í blekkingunni um að Mannréttindadómstóll EVRÓPU heyrði undir rangnefnda ´Evrópu´sambandið (um 42% af álfunni Evrópu), nýlenduveldasvæði jarðar.
Samkvæmt honum hefur enginn andstæðingur nokkru sinni komið með nein rök, enginn. Sem er auðvitað ein haugalygin enn. Þessi óþokki er í alvöru ekki svaraverður, eins og Ásthildur sagði fyrir skömmu og ýmsir hafa sagt, þó ekki sé hægt að þegja meðan hann blekkir og lýgur.
Elle_, 29.9.2012 kl. 22:50
Elle, þetta er rangt hjá þér. Ég talaði td aðeins um alla vitleysingana án þess að tilgreina hverjir það væru.
Þú veist vel að ég er nánast eins og sunnudagskóladrengur í þessum efnum í samanburði við suma hér. Svo skiptir tilefnið máli. Málefnaleg vel rökstudd skrif geta aldrei verið tilefni til persónuárása.
Þeir sem stunda slíkar árásir verða hins vegar að vera undir það búnir að viðbrögðin verði eftir því.
Ásmundur (IP-tala skráð) 30.9.2012 kl. 09:24
Æ-i, vertu ekki að afsaka eigin ofbeldi. Verstur allra sem komið hafa hingað inn. Verri en hinir óþolandi fóstbræðurnir 2 og þá er nú fulllangt gengið. Hin ólýsanlega heimtufrekja og hroki og yfirgangur er það sem fólk bregst illa við. Í máli sem þjóðin vill ekki. Svo notaði ég persónulega aldrei orð í líkingu við þitt sóðasafn, sem kæmist fyrir í heilum kafla. Þó ég væri vitlausust allra, samkvæmt forherðingnum sjálfum.
Elle_, 30.9.2012 kl. 12:42
En þú hefur samt tækifæri. Þú getur hætt blekkingastarfseminni, lygunum og yfirganginum og fengir þá kannski uppreist æru.
Elle_, 30.9.2012 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.