Evrukreppan dýpkar
26.9.2012 | 12:56
Það er samhljómur í orðum hins virta hagfræðings Nouriel Roubini og efni
nýbirtrar gjaldmiðlaskýrslu Seðlabankans: Evrusvæðið er í djúpri kreppu og hún
bara dýpkar.
Nouriel Roubini var sá sem skýrast spáði fyrir um yfirstandandi fjármálakreppu.
Hann er fæddur í Tyrklandi, en nam hagfræði á Ítalíu og í Bandaríkjunum og er
þar prófessor ásamt því að fara fyrir hópi sérfræðinga sem greinir stöðu
alþjóðlegra efnahagsmála reglulega. Nýjasta mat þessa hóps er að þróunin á
evrusvæðinu sé fyrst og fremst niður á við. Gjaldmiðilssamstarfið eigi
greinilega í verulegum erfiðleikum og ósamkomulag sé þar vaxandi. Þá dýpki
kreppan á jaðarsvæðum evrunnar um leið og stöðnun eigi sér stað í
kjarnaríkjunum og fjármunir leiti út af svæðinu. Hagkerfið er að skreppa saman
á öllu svæðinu, en mestur er samdrátturinn í Grikklandi og á öðrum jaðarsvæðum,
eða á bilinu 0,7-6%.
Þá séu auknar líkur á að Spánn, eitt stærsta hagkerfi álfunnar, muni þurfa að
leita frekari ásjár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og ESB-björgunarsjóða á næstunni
og líkur á að Grikkland muni þurfa að yfirgefa evrusamstarfið séu enn til
staðar.
Þennan aukna vanda evrusvæðisins viðurkenna orðið flestir nema nokkrir
forystumenn Samfylkingarinnar sem enn sjá þarna Draumalandið.
Í skýrslu Seðlabankans fæst staðfesting á því sem ýmsir hafa haldið fram að
undanförnu um sundurleitni evrusvæðisins.
Þar segir á þá leið að þrátt fyrir vonarbirtu um samleitni efnahagsþátta í
upphafi evrustarfsins sé enn viðvarandi munur á verðbólgu innan myntsvæðisins,
sem rekja megi bæði til tímabundinna og kerfisbundinna þátta sem geri það að
verkum að mismunur verðbólgustigs innan evrusvæðisins sé líklegur til að verða
tiltölulega langlífur.
Jafnframt segir að sundurleitni langtímavaxta hafi aukist mikið í síðustu árum
samhliða aukinni áhættu vegna hugsanlegs gjaldþrots sumra evruríkja. Ennfremur
hafi óeðlilega lítill munur á skammtímavöxtum, og þá einkum á
skammtímaraunvöxtum vegna mismunandi verðbólgu í evrulöndunum, aukið hættu á
því sem kallað er sjálfsmagnandi hagsveiflur innan svæðisins.
Þá kemur fram að mismunandi kostnaðarhækkanir og mismunandi framleiðniþróun
hafi leitt til alvarlegs kerfisvanda innan evrusvæðisins sem komi fram í
viðvarandi og versnandi samkeppnisstöðu evruríkja í suðurhluta álfunnar. Það
hafi einnig átt þátt í að stuðla að vaxandi sundurleitni hagvaxtar- og
atvinnuleysisþróunar innan evrusvæðisins.
Sem sagt: samleitnin, sem var markmiðið með Maastrich-skilyrðunum, hefur ekki
tekist sem skyldi.
Í skýrslunni kemur fram að evrusvæðið glími við flókið samspil margvíslegra
erfiðleika sem gætu í versta tilviki ógnað sjálfri tilvist þess.
Íslendingar hafa nú almennt ekki trú á því að það geti verið skynsamlegt að
sameinast svæði sem á í svo alvarlegri tilvistarkreppu.
Athugasemdir
Þetta samband er í raun og veru búið að vera, það er einungis verið að hafa sjúklinginn í öndunarvél af því að aðstandendur vilja ekki viðurkenna staðreyndir, það er alltof erfitt. Hvað varðar leppana hér, þá eru þeir .. ég veit ekki hvað ég á að segja, þeir eru svo veruleikafyrrtir að þeir hvorki sjá né heyra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 13:14
Það haustar að í Evrópu, og svikalognið sem hefur ráðið ríkjum undanfarnar vikur er á enda.
Fókusinn er aftur að færast á Grikkland, og m.a. bendir Roubini á, að Grikkjum takist ekki að komast út úr kreppunni með sífellt meiri sparnaði, eins og krafist er.
ESB og AGS vita þetta ósköp vel, en rífast um það, hvaða leið skal fara. Hið indæla ESB vill lengja í hengingarólinni, á meðan AGS vill "endurskipuleggja" fjármálin. Aftur. Eða öllu heldur, einu sinni enn.
Með öðrum orðum, ESB vill halda Grikkjum í helgreipum skulda, og AGS vill enn eitt "takmarkað" gjaldþrot.
Á meðan gerist ekkert, eins og venjulega, og landið færist nær brún stjórnleysis og upplausnar.
Enginn virðist treysta sér að nefna snöru í hengds manns húsi, eða blessaða evruna, sem stendur á bakvið þennan harmleik.
Einn anginn af þessum farsa er sá, að Sviss sér enga aðra leið en að kaupa þýsk, frönsk, finnsk, austurísk og hollensk ríkisskuldabréf í stórum stíl, til þess að vinna á móti gríðarlegum fjárflótta frá Grikklandi, Spáni og Ítalíu.
Með öðrum orðum, evruflótti frá ríkjum í mestum vanda, eykur fjárstreymi hjá þeim ríkari og styrkir hagkerfi þeirra, og eykur fátækt þeirra fátæku.
Hitt sem er athyglisvert við þetta, er að flóttinn er ekki frá fátæku evruríkjunum í þau ríkari. Þeir sem eiga flóttafjármagnið, treysta á svissneska frankann, ekki evruna.
Hilmar (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 16:29
Núna er allsherjarverkfall í Grikklandi, fólkið þar er búið að fá nóg. Hvað næst? Herinn kallaður til, og hverja skyldi hann verja?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.9.2012 kl. 16:41
Skuldatryggingarálag lækkar í norður Evrópu, en hækkar í suðrinu. Munrinn er núna um 5%, sem þýðir náttúrulega, að mun dýrara er að taka lán á Spáni en Þýskalandi. Sem aftur þýðir að fjárfesting á Spáni minnkar enn.
Landsframleiðsla í suðrinu minnkar, og eykur enn á vantrú á þeim ríkjum, með enn hærri vaxtaálögum, og enn minni framleiðslu og enn meira atvinnuleysi og enn minni skatttekjum ríkisins og, þar með, enn meiri þörf fyrir niðurskurð og fleiri og hærri lán, sem minnka ráðstöfunarfé ríkjanna, þar sem sífellt stærri hluti fer í vaxtagreiðslur.
Evruþjóðir suðursins eru fastar í vítahring, sem ekki er mögulegt að losna úr, nema með aukinni skattlagningu í norðrinu, með þeirri lífskjaraskerðingu sem fylgir, niðurskurði og auknum hallarekstri. Með öðrum orðum, með sömu afleiðingum og fyrir suðurríkin.
Engum stjórnmálamanni í noirður Evrópu er sætt, ef hann ætlar að fórna fjárhagslegri afkomu sinna borgara, til þess eins að reka áfram ónýtan gjaldmiðil
Hilmar (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 18:22
Það er alveg með ólíkindum að íslenska ríkisstjórnin skuli ekki stöðva aðildarviðræður við ESB nú þegar.
Ekki aðeins vegna ástandsins í evruríkjunum, heldur einnig vegna viðskiptabannsins á Ísland sem ráðherranefnd ESB samþykkti nær einhljóða.
Aðeins tvö mótatkvæði; frá Dönum, sem þurfa að gæta hagsmuna Færeyja, og - og haldið ykkur nú; Þjóðverjar greiddu atkvæði á móti! Þýskir hafa löngum reynst íslendingum vel og það sýna þeir einnig í þessu máli. En enginn má við margnum.
Stærstu kúnnar Íslands í fisksölunni; spánskir, portúgalskir og breskir, heimta allsherjar viðskiptabann. Þeir um það ef þá munar ekki um fiskinn.
Vonandi standa íslensk stjórnvöld sig í stykkinu og láta ekki kúga sig. Fiskinn getum við alltaf fryst til seinni tíma - nú eða selt á öðrum mörkuðum.
Kolbrún Hilmars, 26.9.2012 kl. 18:37
Myndaseria NYT frá Spáni
http://www.nytimes.com/slideshow/2012/09/24/world/europe/20120925-SPAIN.html?ref=spain#1
Björn Emilsson, 26.9.2012 kl. 18:40
Alltaf er Vinstrivaktin jafnseinheppin í blekkingaráróðri sínum:
"Í máli sínu einblíndi Miliband fyrst og fremst á vandræði evrusvæðisins og viðbrögð við þeim, sem og hlutverk Bretlands innan Evrópusambandsins. Sagði hann að eftir þrjú ár af rangri stefnu væru loksins farnar að berast góðar fréttir af evrusvæðinu sem gefa góð fyrirheit um framhaldið.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2012/09/26/david-miliband-i-haskola-islands-nidurskurdurinn-gerir-vandamalin-enn-erfidari-vidfangs/
Blog Roubini sýnir að hann hefur miklar áhyggjur af ástandinu í Bandaríkjunum. Hann spáir óðaverðbólgu þar með mjög alvarlegum afleiðingum.
Kreppan á eftir að standa í tíu ár. Fyrir utan Ísland varð evrusvæðið fyrst illa leikið af kreppunni. Það mun því rísa fyrr upp en þau lönd sem enn eiga eftir að finna alvarlega fyrir henni.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 22:22
Kolbrún, það hefur ekki verið sett viðskiptabann á Ísland. Það á alveg eftir að koma í ljós hvort það verður gert.
Hvaða tilgangi á það að þjóna að slíta aðildarviðræðum og svíkja þjóðina um loforð um að fá að kjósa um aðild þegar samningur liggur fyrir.
Ef við slítum aðildarviðræðunum seinkar aðild og upptöku evru um nokkur ár. Við megum ekki við þeirri seinkun.
Ásmundur (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 22:39
Æ blessaður troddu þessari ofurþreyttu þvælu, Jón Ásmundur Frímann.
Hver heldurðu að hlusti á þvæluna í þér eftir að þú lést frá þér mestu opinberun eigin heimsku: "evruríkin lenda aldrei í skorti á peningum, þau prenta bara meira".
Eða heldurðu að það hafi loksins gerst að þú sért tekinn alvarlega? Bara allt í einu núna þá gerðist það loksins?? Get a fokking grip, stupid.
Þjóðin þarf engan aðlögunarsamning til að átta sig á því hvað er í boði. ESB segir þetta sjálfst skýrum orðum, en nei, ekki aulabárðar eins og þú. Neinei, þú lifir í öðrum veruleika en annað fólk. Veruleika þar sem þín orð eiga að vera merkilegri en orð sjálfs ESB.
Það sjá flestir, Jón Ásmundur, að þú átt við geðræn vandamál að stríða. Þessi áróður í þér stafar af innri þörf og þráhyggju við að sýnast eins og eðlilegt fólk.
Því fyrr sem þú áttar þig á því, að þú ert hrokabytta og heimtufrekja, því betra fyrir þig sjálfan. Það er enginn að kaupa þessa óskhyggju og veruleikafirringu í þér.
Geturðu virkilega ekki horfst í augu við þá staðreynd, að það er enginn á þessari vefsíðu sem tekur mark á þessari þvælu, og því oftar sem þú tjáir þína dellu, því verr verður það fyrir þinn málstað, því þú opinberar bara eigin sjúku sál.
Mikið ofboðslega áttu bágt, maður!
Einhverfur fatlaður aumingi sem flúði Ísland því enginn vildi umgangast þessa hrokabyttu og fávita, en stundar svo grimman áróður frá Danmörku, gargandi eins og kolruglaður páfagaukur, þótt þessi áróður snúist eingöngu um þína eigin persónlega þrá til að sýnast ekki vera þetta viðrini sem þú sérð í speglinum.
Þvílíki harmleikurinn. Þvílíki brandarinn.
Þú ert steiktari fábjáni og heimskari hálfviti en hægt ætti að vera. Þú ert í alveg sérdeild, enda ertu þroskaheftur og andlega fatlaður.
palli (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 07:32
Ásmundur #8. Þjóðina munar ekki um eitt svikið loforð í viðbót.
Þetta loforð hefur þó nokkra sérstöðu því fleiri munu fagna því sviknu en ekki.
Kolbrún Hilmars, 27.9.2012 kl. 11:17
Evrukreppan innan nokkura ríkja innan Evrópu dýpkar. Enda er stutt síðan sú kreppa hófst. Þetta boðar hvorki endalok evrunnar eða Evrópusambandsins. Þeir sem trúa slíku vaða í villu og svima. Enda er hérna um að ræða dómsdagshyggju sem byggir ekki á neinum staðreyndum í raunveruleikanum.
Ég sé hinsvegar að Vinstri Vaktin gegn ESB hefur ekkert gert til þess að loka á notanda að nafni "palli" hérna. Jafnvel eftir að ég gaf Ragnari Arnalds, sem er ábyrgðarmaður þessar vefsíðu tíma til þess að taka sig á og banna viðkomandi einstakling sem kemur hérna með hótanir og ærumeiðingar í minn garð og annara hérna í umræðunni.
Ég mun því senda skriflega kæru, ásamt gögnum til Lögreglunnar í Reykjavík við fyrsta tækifæri. Ég lít á það sem leiðindi og síðasta úrræði sem ég hef að kæra viðkomandi til lögreglunnar á Íslandi. Aftur á móti þá hef ég engan annan kost hérna, þar sem boð um breytingar hefur ekki verið svarað af ábyrgðarmönnum þessa bloggs. Ég mun krefjast skaðabóta af hendi Ragnar Arnalds ásamt því að þessu bloggi verði lokað með dómi og Ragnari Arnalds verði bannað að stofna í sínu nafni nýtt blogg næstu 15 árin.
Einnig sem að "palli" verður krafin skaðabóta og ég mun fara fram á að honum verði bannað að nota internetið næstu 5 til 15 árin samkvæmt dómi.
Jón Frímann Jónsson, 27.9.2012 kl. 17:23
Getur ekki Vinstrivaktin frekar lokað á Jón Frímann? Kannski bara kært hann á móti?
Elle_, 27.9.2012 kl. 19:11
Jón Fríman viltu ekki bara vera sáttur í Danmörku og láta okkur eftir baráttuna?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 19:18
Einmitt, getur hann ekki bara verið í Danmörku? Grafkyrr og látið okkur í friði í okkar fullvalda ríki?
Elle_, 27.9.2012 kl. 19:21
Það er víst voða erfitt. En spurningin er af hverju getur hann ekki bara unað glaður og sæll í Danaveldi?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 19:38
Líka hlægilegt að hlusta á hann saka aðra um ærumeiðingar. Man hann ekkert eftir öllum ærumeiðingum hans sjálfs í þessari síðu gegn síðuhöldurum og öðrum?: ´Útlendingahatarar´, etc, etc.
Hann vill beita aðra hrottaskap en vera sjálfum tekið með silkihönskum. Og hótar svo kæru og lögreglu? Óeðlileg einhverfa og sjálfsmiðun.
Elle_, 27.9.2012 kl. 19:49
Elle, Áður en þú gerir þig sjálfan þig að meira fífli hérna. Þá ætla ég að benda þér á að ég hef engum manni hótað hérna líkamsmeiðingum, eða sagt þeim að drepa sjálfan sig. Slíkt er einfaldlega óboðlegt í umræðu. Jafnvel þó svo að það sé í umræðum við vitleysinga eins og þá sem hérna er að finna og rembast við að finna eitthvað til þess að nota á móti ESB.
Danmörk er líka fullvalda ríki. Alveg eins og Íslandi. Það að láta útúr sér svona heimsku er til skammar fyrir fullorðin einstakling. Farðu aftur í skóla og taktu stjórnmálafræði. Svo að þú lærir nú að nota þessi hugtök rétt áður en þú lætur þau frá þér rangt.
Ásthildur Cesil, Baráttan gegn hagsmunum almennings á Íslandi er í raun ekki nein barátta. Nema kannski barátta hinna ríku sérhagsmuna aðila sem þrífast í skjóli spillingar, eftirlitsleysis, einangrunnar og stjórnmálaflokka á Íslandi. Þetta er engu að síður sú barátta sem þú styður. Þó svo að með öðru orðinu segist þú vera á móti "fjórflokknum" og spillingunni sem þrífst á Íslandi. Síðan á hinn háttinn þá styður þú þetta allt saman með því að vera á móti ESB aðild Íslands.
Það eina sem getur raunverulega komið í veg fyrir áframhaldandi spillingu og sérhagsmuni á Íslandi. Það er alveg ljóst að þú getur ekki haft bæði. Þannig að dagurinn sem þú þarft að velja og hafna nálgast óðfluga hjá þér. Eins og öðrum ESB andstæðingum á Íslandi.
Jón Frímann Jónsson, 27.9.2012 kl. 20:05
Rangt mat Jón, en eins og ég segi haltu þig bara glaður við framtíðarlandið þitt Danmörku og láttu okkur hin um baráttuna. Þið sem búið erlendis og hugsið ykkur ekki til að koma heim, látið okkur einfaldlega í friði.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 20:08
Danmörk er vissulega ekki lengur fullvalda ríki, fær ekki einu sinni að verja landamæri sín í friði fyrir frekjubandalagi skuldanna, ranglega nefndu ´Evrópu´sambandið (um 42% af álfunni Evrópu):)
Hinsvegar var ég bara ekkert að tala um fullveldi Danmerkur að ofanverðu, heldur fullveldi Íslands. Ekki í 1. sinn sem Jón Frímann rangtúlkar og kallar mann fífl fyrir. Var hann ekki að fara að kæra Palla fyrir ærumeiðingar?
E.S: Með ´einhverfu´ var ég ekki að vísa í læknisfræðilega orðið.
Elle_, 27.9.2012 kl. 20:19
Danmörk er fullvalda ríki. Eftirfarandi texta má lesa í Wikipedia: 
"Danish foreign policy is based on its identity as a sovereign nation in Europe. As such its primary foreign policy focus is on its relations with other nations as a sovereign independent nation...."
http://en.wikipedia.org/wiki/Denmark#Governance
Með ESB-aðild Íslands mun fullveldið aukast og eflast. Kemur þar einkum tvennt til:
Annars vegar munum við ekki lengur taka við tilskipunum frá ESB vegna EES-samningsins án þess að geta haft nein áhrif á þær.
Hins vegar fylgir ESB-samvinnunni mikill slagkraftur sem mun nýtast Íslandi sem fullvalda ríki. Þetta er reynsla Dana og eflaust fleiri þjóða.
Norsk stjórnvöld skipuðu nefnd til að rannsaka fullveldisafsal vegna EES-samningsins. Niðurstaðan var sú að meira fullveldisafsal fylgdi EES-samningnum en ESB-aðild.
Þannig verður ESB-aðild fullveldinu til framdráttar.
Ásmundur (IP-tala skráð) 27.9.2012 kl. 23:05
Við segjum NEI við hinu rangnefnda ´Evrópu´sambandi (um 42% af álfunni Evrópu) og þvingunarveldi. Við skulum segja upp EES-samningnum. Við skulum losa okkur við landsölumenn eins og ´Ásmund´ AKA ´Pál´ og Samfó.
Elle_, 28.9.2012 kl. 00:02
Elle, Samkvæmt skilgreingunni þá eru 50 ríki í Evrópu. Þar af eru 27 (28 frá 1. Júlí 2013) í Evrópusambandinu. Það þýðir að 23 ríki eru ekki í ESB núna í dag (22 frá 1. Júlí 2013). Helmingur af 50 eru 25 ríki. Þannig að í dag er meira en helmingur af ríkjum í Evrópu aðildarríki að Evrópusambandinu.
Ekki eingöngu flokkast slíkt sem stórkostlegur áfangi. Heldur er hérna um að ræða meirháttar afrek í sögu mannkyns að ná saman svona mörgum sjálfstæðum þjóðum án stríðsátaka. Enda ganga ríki inn í Evrópusambandið á sínum eigin forsendum og á grundvelli samninga um málefni þess. Síðan sitja öll ríki Evrópusambandsins við sama borð.
Staðreyndin er mjög einföld. Evrópusambandið er það framtíðarform sem ríki Evrópu munu sinna viðskiptum sínum. Enda mun það fara svo að innan nokkura áratuga mun Svissland, Noregur, Færeyjar og Grænland ganga í Evrópusambandið. Enda eru þeir skammtímahagsmunir sem fást af því að standa utan við Evrópusambandið hreinlega ekki þess virði fyrir þessi ríki. Þetta mun þó taka nokkra áratugi í viðbót. Eins og búast má við.
Hérna er listi yfir sjálfstæð ríki Evrópu sem ég mæli sterklega að þú kynnir þér. Svona áður en þú ferð að tjá þig um eitthvað sem þú ekki þekkir.
Jón Frímann Jónsson, 28.9.2012 kl. 01:51
Ó, hvað ég hlýt að hafa hitt naglann á höfuðið á Jóni Ásmundi. Hahahaha!!
Litla fitupeðið er alveg í rusli.
Vælukjói. Skoðið bara bloggið hans. "Nokkur orð um einmanaleika" minnir mig að bloggfærslan hafi heitið. Almennt væl um hvað enginn vildi umgangast hann á Ísland, svo hann flúði til Danmerkur í leit að lífi, þótt hann geri lítið annað en að hanga á íslenskum vefsíðum og garga sína dellu.
Einhverfu aspergers fatlað grey, sem hefur verið útundan allt sitt líf, en hefur bitið það í sig að ESB sé alveg frábært. Hann sér loksins tækifæri til að verða maður með mönnum, hann er ekki bara eitthvað félagslegt tómarúm! Loksins loksins virðist lífið hafa einhvern tilgang.
En því miður breyttist þessi persónulega barátta fyrir lágmarks viðurkenningu samfélagsins yfir í hroka og frekju.
Litla fitupeðið okkar hefur ekki vitsmuni til að skilja yfirleitt einföldustu rökræður. Rökræður hjá fíflinu eru sífelldar endurtekningar á fullyrðingum og möntrum.
Steiktasti fáráðlingur norðan Alpa.
Já og endilega kærðu allt sem þú getur. Lofaðu bara að birta líka svörin frá lögreglunni, þegar hún hlær sig máttlausa yfir þessari dellu og þessu væli.
Þú ert bara of heimskur til að fúnkera í samfélaginu. Þú munt aldrei getað það. Þú ert viðrini, andlegt og líkamlegt, og þú átt við svo djúpa sálfræðilega erfiðleika að stríða að maður næstum því hálf vorkennir þér, næstum því.
Reyndu bara að troða því í þennan litla hluta heilans í þér sem ennþá virkar eðlilega, að þetta er ekki að hafa neinn árangur. Nákvæmlega engan. Það er enginn sem tekur mark á dellunni í þér, og það er enginn sem heldur að þú sért með eðlilega vitsmuni. Það sjá allir að það er eitthvað mikið og stórt að hausnum að þér. Þú ert bara búinn að vera að opinbera hversu heilabilaður þú í rauninni ert.
Slúttaðu þessu bara. Treystu á endurholgun og byrjaðu upp á nýtt. Til hvers að halda áfram, litla fitupeð?
Þarf Danmörk að gefast upp á þér líka? Hvað þá? Næsta land? Heldurðu að það verði eitthvað betra?
Blessaður slúttaðu þessu bara, kallinn.
Það er enginn sem mun sakna þín (eins og þú veist vel sjálfur).
palli (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 08:11
Jú ég myndi sakna hans. Mér þykir vænt um Jón Frímann, hann er vænsti maður inn við beinið. Hann er bara þannig gerður að hann sé hlutina svolítið einslega. Við þurfum að viðurkenna hann eins og hann er. Það eiga allir sinn tilverurétt og rétt á sínum meiningum.
Það sem ég er að reyna að segja hér af því að mér leiðist frekar að fólk sem flutt er burtu á bara að vera hlutlaust og leyfa okkur sem ætlum að vera hér áfram að ráða okkar málum sjálf, án íhlutunar þeirra sem hafa sagt sig úr því samfélagi í leit að öðru betra.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 08:45
Af þessum 50 ríkjum sem Jón Frímann nefnir eru þrjú svo til alveg í Asíu. Mikill meirihluti Tyrkja er í Asíu. Meirihluti Rússa er hins vegar í Evrópu. Af þessum fimm ríkjum er því eðlilegt að telja aðeins Rússa Evrópuríki en öll hin fjögur Asíuríki.
Það er heldur ekki eðlilegt að leggja Vatíkanið með nokkur hundruð íbúa eða önnur örríki með nokkra tugi þúsunda íbúa að jöfnu við önnur ríki Evrópu. Þetta eru samtals fimm örríki.
Ef þessi Asíuríki og örríkin með innan við 100 þúsund íbúa eru undanskilin standa eftir 41 ríki. Eftir inngöngu Króatíu í ESB er hlufall ESB-ríkja af þeim 28/41 = 0,68 eða 68%.
71% íbúa Evrópu búa í ESB landi eins og ég hef áður sýnt fram á. Í þeirri tölu eru aðeins þeir íbúar Rússlands sem búa í Evrópuhluta Rússlands taldir með. Sama á við um Tyrkland.
Sex riki eru með umsóknarferli í gangi og þrjú til viðbótar hafa undirbúið aðild. Það stefnir því í að nær öll Evrópa verði sameinuð. Þær þjóðir sem eftir standa er langt frá því að uppfylla skilyrði fyrir aðild.
Þannig verður ESB Evrópa að undanskildum ólýðræðislegasta hluta álfunnar þar sem mannréttindi eru fótum troðin.
Það er sá huti Evrópu sem er í mestu eftirlæti hjá Elle.
Ásmundur (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 10:32
Leggðu þig litli vesalingur. Hvaða ríki ég met og met ekki verður aldrei þitt vandamál, enda heilafastur í hrokaveldi heims, litla rangnefnda ´Evrópu´sambandinu (um 42% af álfunni Evrópu og 8% hins stærri heims). Litla landspildan með nýlenduveldunum næstum öllum í pínulitlu svæði jarðar.
Elle_, 28.9.2012 kl. 14:08
Furðuleg og jafnvel ógnvekjandi þessi heimsyfirráðaárátta Elle.
Enginn nema hún virðist telja það mikilvægt að ESB sé sem stærstur hluti af Evrópu eða heiminum. Hvað veldur?
Þetta er henni svo mikið kappsmál að hún hamrar á þessu endalaust þó að enginn láti sig þetta neinu skipta að öðru leyti en að leiðrétta rangfærslur hennar.
Heimsyfirráð eru hvorki í stefnu ESB né áhugamál þeirra sem eru hlynntir aðild. Þeir hafa engin markmið um hve stór hluti Evrópu eða heimsins ESB eigi að vera.
Þeir leiða yfirleitt ekki hugann að því hve stór þessi hluti er enda sjá þeir ekki að það skipti máli. Ég hafði td aldrei hugleitt þetta fyrr en Elle byrjaði að hamra á þessu.
ESB leggur meiri áherslu á gæði en magn. Það vill ekki taka inn þjóðir nema þær uppfylli ströng skilyrði um lýðræði, mannréttindi, jöfnuð og fjárhagslegan stöðugleika.
Þannig vinna skilyrðin gegn stækkun ESB og er það í fínu lagi. Ég hef aldrei fundið fyrir þessari heimsyfirráðaáráttu Elle hjá ESB-þjóðunum né íslenskum aðildarsinnum, sem betur fer.
Þessi heimsyfirráðaárátta Elle kann að skýra dálæti hennar á Rússum og þá fyrirlitningu fyrir lýðræði sem endurspeglast í andúð hennar á ESB.
Andstaða Elle er ekkert venjuleg. Hún byggir á fyrirlitningu á því sem mestu lýðræðisþjóðir heims standa fyrir.
Ásmundur (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.