Þrír ESB þingmenn hverfa af framboðslistum Framsóknarmanna

Hvað eiga þau Siv, Birkir Jón og Guðmundur Steingrímsson sameiginlegt. Jú! Þau voru einu þingmenn Framsóknar sem studdu aðildarumsókn að ESB og öll hafa þau nú ákveðið að verða ekki aftur í kjöri fyrir Framsókn. Dettur einhverjum í hug að þetta sé tilviljun?

 

Ljóst er að afstaða þingmanna og frambjóðenda til aðildarumsóknar að ESB mun hafa mikil áhrif í komandi prófkjörum og kosningum. Fyrstu vísbendingar þessu til stuðnings eru fréttir af framboðsmálum Framsóknarmanna. Allar kannanir sýna yfirgnæfandi andstöðu kjósenda Framsóknarflokksins við ESB-aðild. Engum þarf því að koma á óvart að þeir þrír þingmenn Framsóknar sem greiddu atkvæði með aðildarumsókn hafa nú allir lýst því yfir að þeir verði ekki á framboðslistum flokksins. Tveir þeirra, Siv Friðleifsdóttir og Birkir Jón Jónsson, ætla ekki í framboð, en Guðmundur Steingrímsson sagði sig úr flokknum fyrir nokkru og fer í sérframboð sem þó virðist vonlítið. Öll hafa þau sennileg gert sér grein fyrir að staða þeirra í prófkjörum Framsóknar yrði erfið vegna afstöðu sinnar til ESB.

 

Hjá Vinstri grænum hafa margir talið sér trú um að þeim nægi að hamra á því sí og æ að þjóðin muni eiga síðasta orðið í ESB-málinu. Þar með hafi þeir fríað sjálfa sig af því að bera ábyrgð á óvinsælum og misheppnuðum leiðangri ríkisstjórnarinnar inn í væntanlegt stórríki ESB. En það er mikill misskilningur.

 

Eins og við höfum áður rakið hér á Vinstrivaktinni hafa skoðanakannanir margsinnis sýnt það að veikluleg og hikandi afstaða flokka og framboða til ESB-aðildar á lítt upp á pallborðið hjá kjósendum. Samkvæmt könnun Vísis.is, Bylgjunnar og Stöðvar 2 sem gerð var nú í sumar virtust einungis 18% aðspurðra hafa veika afstöðu í málinu, þ.e. voru annað hvort „nokkuð hlynnt“, „nokkuð andvíg“ eða hlutlaus. Yfirgnæfandi meirihluti hafði sterka skoðun á málinu, þar af voru 67% landsmanna „mjög andvíg“ inngöngu Íslands í ESB, en einungis 15% „mjög hlynnt“. Einungis 3% voru hlutlaus, 8% „voru nokkuð hlynnt" og 7% „nokkuð andvíg".

 

Þessi niðurstaða skoðanakannana ber ótvírætt vott um að í komandi kosningabaráttu muni stór hluti kjósenda láta það ráða afstöðu sinni, hvort frambjóðendur taka skýra afstöðu til ESB-aðildar: með eða á móti. Þeir flokkar og frambjóðendur sem segjast enn vilja kanna hvað í boði sé, þegar tæp fjögur ár verða liðin frá því að sótt var um aðild, verða í veikri og vondri stöðu gagnvart kjósendum.

 

Yfirgnæfandi meirihluti kjósenda hefur gert sér ljóst að innganga Íslands í ESB er örlagaríkt mál fyrir framtíð þjóðarinnar og flestir þeirra munu velta því rækilega fyrir sér hvaða frambjóðendur sigli undir fölsku flaggi og hverjum sé raunverulega treystandi til að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar.

 

Sú stefna forystuliðs Vinstri græna „að kíkja í pakkann“, enda þótt landsfundir og flokksráðsfundir hafi marglýst yfir andstöðu sinni við aðild, hefur endanlega gengið sér til húðar. Nú verður ekki lengur gengið framhjá þeirri staðreynd að mikill meiri hluti þjóðarinnar er og hefur allan tímann verið andvígur inngöngu í ESB frá því að Alþingi felldi með 32 atkvæðum gegn 30 að þjóðaratkvæði færi fram um málið og umsókn var send.

 

Vegferðin inn í ESB í bullandi andstöðu við vilja þjóðarinnar var ólýðræðisleg frá upphafi og sá lýðræðishalli verður augljósari og vandræðalegri með hverju árinu sem líður.

 

En Framsókn hefur fengið afbragðsgóðan frambjóðanda í Reykjavík, Frosta Sigurjónsson, framkvæmdastjóra, sem jafnframt er stjórnarmaður í Heimssýn. Á meðan flýtur VG sofandi að feigðarósi.

 
mbl.is Frosti vill leiða Framsókn í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kratar og flokkseigendur VG fara líka hamförum þessa dagana, yfir "ástandinu" í Framsókn.

Ég sé ekki betur en að Framsókn sé að endurnýja sig á mjög áhugaverðan hátt. Og á þann hátt sem hlýtur að höfða til svikinna kjósenda VG, og jafnvel, og kannski ekki síður, til kjósenda Samfylkingar og eftir aðstæðum, kjósenda Sjálfstæðisflokks.

Ef Sjálfstæðisflokkur endurnýjar sig ekki á sama hátt, losar sig við dragbíta, þá reikna ég með góðum kosningasigri Framsóknar.

En skjálftin í ríkisstjórnarflokkunum er ansi sjáanlegur. Þar á bæ er fólk orðið smeykt.

Hilmar (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 11:01

2 identicon

Mikil er gleði ykkar yfir því að nú séu bara skoðanabræður ykkar eftir í Framsókn. En afhverju tapar Framsókn stöðugt fylgi..??, getur það verið vegna þess að evrópusinnaðir kjósendur Framsóknar snúi sér eithvað annað...??, t.d Samfylingarinnar..?

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 25.9.2012 kl. 15:54

3 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Framsóknarflokkurinn er deyjandi stjórnmálaflokkur. Það verður enginn söknuður að þessum stjórnmálaflokki þegar hann hverfur.

Jón Frímann Jónsson, 25.9.2012 kl. 16:10

4 Smámynd: Elle_

Nei, engin tilviljun að þau munu hverfa úr flokknum og kannski stjórnmálum.  En þau þurftu að fara eða flokkurinn að losa sig við þau svo hann yrði frambærilegur venjulegu fólki. 

Nú vantar bara að Sjálfstæðisflokkurinn loki Bjarna Ben, Illuga, Ragnheiði og Þorgerði úti í ískalda-mats-kuldanum.  Þá getum við losað okkur við Brussel-liðið, Samfó (og Kötu og Steingrím), úr stjórnmálum fyrir fullt og allt og endanlega. 

Elle_, 25.9.2012 kl. 17:49

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Rangt, Jón Frímann.  Nú fer þetta einmitt að verða spennandi hjá Framsókn. 

En krötum hefur alltaf verið meinilla við framsóknarmenn - og gagnkvæmt.  Sennilega vegna þess að kratar eru landsölumenn - og frammarar hafa lengst af átt landið sem kratarnir vilja selja.  

Vona að Elle verði svo að ósk sinni - að XD hafi vit á því að losa sig við sínar ísköldu dúkkur.   Óvinsældir fjórflokksins stafa af forystuliðinu en ekki stefnuskránum.  

Ég vil þó alveg endilega að formaður SF sitji sem fastast - sem lengst...

Kolbrún Hilmars, 25.9.2012 kl. 18:18

6 Smámynd: Elle_

Gleymdi þarna nokkrum vonlausum hjálparmönnum Steingríms úr VG, öðrum en Kötu, eins og Árna Þór og Birni Val.  Þau ættu að fara.

Elle_, 25.9.2012 kl. 18:22

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góð grein - og greining á hlutunum, í Framsókn og VG, með þarfri áminningu um raunverulegan vilja þjóðarinnar. Á móti hverjum EINUM, sem er „mjög hlynntur“ því, að Ísland fari í Esb., eru nánast FJÓRIR OG HÁLFUR „mjög andvígur“ inngöngu Íslands í ESB, en í heildina talið 74% andvígir og aðeins 23% hlynntir -- sannarlega önnur afstaða en á þessu endemis-löggjafarþingi sem með ólöglegum hætti sótti um innlimun í stórveldið.

Og gott er líka að sjá skarpleg skrif þessa nýframkomna skriffinns, Hilmars, hér sem víðar,

Jón Valur Jensson, 25.9.2012 kl. 18:24

8 Smámynd: Gunnlaugur I.

@ Helgi Jónsson -

Tal þitt um að Framsókn sú að tapa fylgi eru algerlega rangar og órökstuddar. Framsókn hefur haldið sínu og vel það. Þó alltaf sé einhver hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkana.

Þá er alveg víst að Samfylking er ekki að taka neitt fylgi frá Framsókn.

Því að allar kannanir sýna samfellt og stórfellt fygistap Samfylkingarinnar og ESB trúboðsins þar.

Gunnlaugur I., 25.9.2012 kl. 22:01

9 identicon

Mikil örvænting einkennir öll skrif neisinna svo að sannfæringin er auðljóslega ekki upp á marga fiska. Greinilega hafa þeir enga trú á að úrslit skoðanakannana haldi stundinni lengur enda vita þeir að málstaðurinn er slæmur.

Mestu sorpskrifin eru hafin upp til skýjanna og þeir sem áður voru fyrirlitnir eru umvafðir eins og bjargvætturinn mikli. Menn átta sig ekki á að hér eru sömu öfgar á ferð og áður með sömu hættum. Þjóðremba og sérhagsmunagæsla eru rörsýn. Ekkert er hirt um það sem máli skiptir.

Þjóðremban og sérhagsmunagæslan ganga hér í takt þó að hóparnir eigi i raun enga samleið og fyrirlíti hvor annan. Blindan er svo algjör hjá báðum að þeim tekst að útiloka það sem hinn er að sækjast eftir og þeir sjálfir eru að kalla yfir sig illu heilli. 

Það er vonandi að þetta ástand verði ekki að faraldri og að menn fari að hugsa rökrétt með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þjóðremba og sérhagsmunagæsla getur hæglega riðið okkur að fullu sérstaklega þegar þessar tvær öfgastefnur sameina krafta sína.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 08:31

10 identicon

Gaman að þessu ranti þínu, Mundi minn. Ekki af því að það sé eitthvað vit í því, það hefur víst aldrei böggað skrifin þín fram að þessu, heldur þessi myljandi skemmtilegi húmor, sem á sér enga hliðstæðu, nema kannski hjá Baghdad-Bob.

Einhver þarf að taka sig til, og skrásetja gullkornin þín, eins og gullkorn Bobs hafa verið skrásett, fyrir komandi kynslóðir.

Uppáhaldskvótið mitt í Bob er þetta:

"We will kill them all........most of them."

Uppáhaldskvótið í þig er:

"Þau lenda aldrei í vandræðum (evruríkin), þau prenta bara meira af evrum"

Hilmar (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 09:29

11 identicon

Hilmar greyið hefur þörf fyrir að líta út fyrir að vera svo miklu gáfaðri en hann er.

Hann getur því ekki viðurkennt takmörk sin. Til að mynda skilur hann ekki tilganginn með peningaprentun, hvaða vandamál hún leysir og hverjar verða afleiðingar hennar.

Því miður getur Hilmar ekki viðurkennt fyrir sjálfum sér skilningsleysi sitt. Krafa hans um að líta út fyrir að vera gáfaður kemur í veg fyrir það. Peningaprentun er því ekki til í hans huga eða allavega ekki sem lausn á neinum vanda.

Til að fela þessi takmörk sín þarf Hilmar æði oft að grípa til lyginnar, hagræða sannleikanum eða krydda staðreyndirnar, í tilraun til að fela hvernig er í raun komið fyrir honum.

Hilmar hefur þó að vissi leyti fundið lausn á þessum takmörkum sínum. Eins og hann hefur viðurkennt tekur hann alltaf afstöðu gegn afstöðu Samfylkingarinnar. Hans greind nægir til þess. 

Peningaprentun er auðvitað oft nauðsynleg. Það er svo annað mál að menn verða að gæta þess að misnota hana ekki.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 14:10

12 Smámynd: Elle_

Hilmar er ein mikilvægasta fullveldishetjan okkar, eins og Gunnlaugur næst að ofan.  Litlir menn ráðast á persónu þeirra sem þeir ráða ekki öðruvísi við, enda ræðst ´Ásmundur´ afar oft á persónu bæði Gunnlaugs og Hilmars.  Oft með lygum og níði. 

Enda rökin fyrir brusselsku dýrðinni löngu þrotin og málið - - - já, á hraðri niðurleið.  En almennt veit fólk (og þjóðir) sínu viti og sér í gegnum svona lagað.  Nema, samkvæmt ´Ásmundi´úr pistlinum á undan, no 15, hefur fólk í hinu rangnefnda ´Evrópu´sambandi ekki vilja. 

Það er ekki erfitt að sjá hvor ykkar er að ´bulla´ svo ég noti þekkt orð.

Elle_, 26.9.2012 kl. 15:00

13 identicon

Elle, öll þín svör eru fyrisjáanleg enda forðastu öll rök og tekur engum rökum, ekki einu sinni staðreyndum. Lygin er þér engin hindrun. Ekki heldur að ásaka aðra að ósekju um lygar.

Láttu þér ekki detta í hug að nokkur taki mark á þér fyrir utan þá sem eru fyrirfram ákveðnir í því sama hvað þú bullar. Ég held að skrif þín hvetji aðra til að samþykkja aðild.

Ásmundur (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 15:29

14 Smámynd: Elle_

En eins og ég hef sagt, skiptir mestu að þú, lygalaupurinn, komist ekki upp með blekkingar og lygar um rangnefnda ´Evrópu´sambandið (um 42% af álfunni Evrópu).  Og blekkir að Mannréttindadómstóll EVRÓPU heyri undir commissarana sem þú vinnur fyrir.  Með hléum í Hagstofunni.  Litlu skiptir hvað þér finnst um mig persónulega.

Elle_, 26.9.2012 kl. 15:50

15 identicon

Mundi minn, það er ekki að ástæðulausu að þú fékkst viðurnefnið lyga-Mundi. Lygnari mann er ekki að finna, allavega ekki síðan Baghdad-Bob var og hét.

Hér eru tvö kvót í þann ágæta mann:

"Desperate Americans"

"The American press is all about lies! All they tell is lies, lies and more lies!"

Ertu svo heppinn að eiga handbók með helstu gullmolum Bobs?

Það er alveg með ólíkindum hvað margt er líkt með ykkur snillingunum.

Hilmar (IP-tala skráð) 26.9.2012 kl. 16:38

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rembingshjal er þetta hér í honum Gervi-Ásmundi, alias Lyga-Munda.

Jón Valur Jensson, 26.9.2012 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband