Linkuleg viðbrögð ráðherra við refsihótunum ESB vekja æ meiri furðu

Jóhanna hefur ekki sagt orð um þau stórtíðindi að þing ESB hafi nú fallist á víðtækar refsiaðgerðir gegn Íslendingum og Færeyingum sem veiða makríl í eigin lögsögu án samþykkis ESB. Steingrímur hefur helst áhyggjur af að hótanir ESB „spilli andrúmslofti“ í aðildarviðræðunum. Össur þegir.

 

Hvernig stendur á því að þegar Íslendingar standa frammi fyrir alvarlegustu og ósvífnustu hótun sem fram hefur komið síðan í þorskastríðunum forðum daga, að þá skuli íslensk stjórnvöld kjósa að þegja og láta eins og ekkert hafi gerst. Ekki var nokkur tilraun gerð til að kynna málstað Íslands og meginstaðreyndir málsins fyrir þeim sem sitja á ESB-þinginu áður en til atkvæðagreiðslunnar kom. Enn síður hefur ríkisstjórnin haft uppi nein mótmæli hvorki á undan né eftir að samþykktin var gerð.

 

Það eina sem heyrst hefur frá forsætis-, utanríkis- og atvinnumálaráðherrum þjóðarinnar eru þau orð Steingríms Sigfússonar  „að svona lagað, eða endalausar hótanir“ geri ekki neitt annað en „spilla andrúmsloftinu“ í ESB-aðildarviðræðum Íslendinga. Í samtali við Stöð 2 miðvikudaginn 12. september vildi ráðherrann ekki taka af skarið um áhrif hótana ESB, það er hvort ESB-aðildarviðræðunum yrði hætt. Hann sagði þó rangt af ESB að vænta þess „að við koðnum niður við þessa samþykkt“.

 

Össur utanríkisráðherra hefur valið þann kostinn að steinþegja um málið frá því að samþykkt ESB-þingsins var gerð. Hins vegar lét hann þau orð falla við DV 23. apríl s.l. að „þó sjávarútvegsnefndin kunni að samþykkja þessa vitleysu í sínum þrönga hópi þá getur það ekki orðið lögleg niðurstaða í samráði Evrópuþingsins og ráðsins sem ræður niðurstöðunni að lokum”. Þarna sjáum við hversu sannspár hann var!

 

Hver er svo ástæðan fyrir linkulegum viðbrögðum íslenskra ráðherra við hótunum ráðamanna ESB? Það þarf varla að spyrja. Ástæðan blasir að sjálfsögðu við. Aðlögunar- og umsóknarferlið dregur allan mátt úr stjórnarherrum á Íslandi. Þeir treysta sér ekki til að halda uppi skeleggum málflutningi á alþjóðavettvangi fyrir málstað Íslendinga af ótta við að því verði ekki vel tekið í Brussel og það geti haft áhrif á aðildarviðræðurnar.

 

Enn einu sinni hefur komið berlega í ljós hve aðildarferlið er háskalegt fyrir hagsmuni þjóðarinnar.


mbl.is Ánægjulegt að styðja Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Eins alvarleg og þessi nýjasta hótun yfirgangsveldisins er, læt ég það nú vera hvor hótunin flokkast alvarlegri, löndunarbannið vegna veiði í okkar lögsögu eða hótun eftir hótun vegna ICESAVE.  Við vorum þar krafin um að borga himinháan reikning sem kom ekki ísl. ríkinu eða þjóðinni við.  Það var kúgun og þetta er kúgun.

Það var grafalvarlegt mál og þá þögðu ekki bara Jóhanna, Steingrímur og Össur, nei þau stofnuðu stríðsbandalag gegn ísl. ríkinu og þjóðinni.  Þetta grímulausa kúgunarbandalag vilja þau svo draga landið og óviljuga þjóðina inn í.

Elle_, 15.9.2012 kl. 12:49

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er hótun af stærstu gráðu. Hótun annars ríkis á Ísland af þessari gráðu krefst opinbera aðgerða. Ef menn lesa lög um landráð þá er það skilda ríkisstjórna að verja land og þjóð fyrir svona aðgerðum.

Menn virðast alveg skaplausir og það jaðrar við að maður kalli Íslendinga aumíngja og fer að hugsa hvort þeir séu skrælíngjarnir sem tíndust. Öllu gamni slept við verðum að vakna upp úr þessum leti draumi. 

Valdimar Samúelsson, 15.9.2012 kl. 14:00

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Já gleymdi. Já þetta er gott innlegg og ég var að bíða eftir að einhver annar myndi vakna upp vegna þessar hótanna ESB í okkar garð ég ég er búinn að skrifa um þetta mína meiningu og senda þingmönnum alþingi kröfu um að þeir vinni samkvæmt lögum þegar hótanir að þessu tagi eru gerðar á ríki okkar.  

Valdimar Samúelsson, 15.9.2012 kl. 14:05

4 identicon

Ráðherra í dag, feitur stóll í Brussel á morgun.

Er þetta voða erfitt?

Hafið þið aldrei talað við og umgengist stjórnmálamenn?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 15:54

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Væl. væl, væl. þið LÍÚ menn og einangrunnar lendið allstaðar á svörtum listum hvar sem er í veröldinni.

það er hvergi vel liðið svona háttalag og dólgslæti sem þið LÍÚlingar og þjóðrembingar viðhafið. Hvergi nokkursstaðar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2012 kl. 16:02

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Dólglæti og háttarlag talar þú um Ómar Bjarki...

Getur þú útskýrt betur hvað þú átt við með þessum orðum þínum...

Áttu kannski við að ef það séu ekki allir tilbúnir til að kyssa tærnar á ESB eins og Samfylkingin og VG hafa gert þá séu menn með dólgslæti eða hvað....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.9.2012 kl. 16:32

7 identicon

Ég er dólgur en of illa gefinn til skýra mitt behavior eða hvað skyrpist út úr my foul mouth. Ég er ESB-ingur og Icesave-sinni og sleiki tærnar á ESB-kúgurum. Ég hata Ísland og alla innbyggjara en get ekki farið til ESB því ég get ekki séð fyrir sjálfum mér. Ég er ESB-þjóðrembingur og hata LÍÚ bara af því þeir veiða fisk sem ESB vill veiða. Ég lýg upp á alla ESB-andsinna að þeir séu í LÍÚ. Most of all er ég very illa gefinn en svaka kool því ég get skrifað pínkulítið í útlensku: I´m an idiot.

Ómar Bjarki (IP-tala skráð) 15.9.2012 kl. 17:05

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Sick færsla hjá þessum ómari með litlum staf.

Valdimar Samúelsson, 16.9.2012 kl. 01:05

9 identicon

Íslendingar hafa ekkert með samþykktir ESB að gera, ekki einu sinni þær sem snerta okkur beint vegna EES-samningsins.

Við tökum við tilskipunum ESB án þess að hafa neitt um þær að segja. Við verðum einfaldlega að sætta okkur við þær þangað til við göngum í ESB eða verðum rekin úr EES vegna viðvarandi gjaldeyrishafta.

Hvaða samþykktir ESB gerir til að verjast veiðiþjófum kemur okkur ekkert við. Hvort ESB telur ástæðu til að beita þeim gegn okkur verður bara að koma í ljós og þá er rétti tíminn til að bregðast við.

Þangað til eigum við að kynna málstað okkar í erlendum fjölmiðlum. Það hefur algjörlega verið vanrækt. Alls staðar erlendis má lesa ómótmælt að Íslendingar stundi ólöglegar veiðar á makríl sem muni rústa stofninum ef ekkert verður aðhafst. 

Að sjálfsögðu geta Íslendingar ekki frekar en aðrar þjóðir veitt eins og þeim sýnist úr flökkustofnum. Á slíkar veiðar verður að setja kvóta og semja um skiptingu hans því að annars hrynur stofninn. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 07:54

10 identicon

Jájá, Ásmundur. Þú vilt sem sagt segja að við hefðum geta gert eitthvað í þessu máli ef við hefðum verið í ESB? Hvað voru margir sem greiddu atkvæði með og á móti, og hvað fengið Ísland marga þingmenn?

Þú kannt kanski ekki að telja, og það kemur svo sem ekki á óvart, enda eru fæðingarhálfviti af guðs náð.

Þetta dæmi sýnir og sannar að Ísland hefði auðvitað hverfandi áhrif innan ESB, með allt sitt 0,8% vægi.

Troddu bara þessari þvælu aftur upp í görnina á þér, hrokatittur og landráðatussa.

Hvernig er hægt að vera svona heimskur eins og þú?? Hvernig er það hægt? Notar skýrt dæmi um hve áhrif Íslands yrðu nánast engin innan ESB, til að halda uppi þínum lygaáróðri um hið gagnstæða. Síðan kúkarðu í buxurnar og vælir eins og táningur þegar þú ert kallaður heilaþveginn þráhyggju-veruleikafirrtur geðsjúklingur.

Er páfinn kaþólskur?

palli (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 09:01

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur hefur rétt fyrir sér í makrílmálinu.  Íslensk stjórnvöld haga sér þar líkt og í Icesave, þegja þunnu hljóði um réttmæta hagsmuni Íslands og dettur ekki í hug að verja þá á alþjóðavettvangi.

ESB HEFUR sýnt hvernig sambandsríkin meðhöndla veiðiþjófa.  Bæði írskir og skoskir hafa verið dæmdir fyrir "svarta" makrílveiði.  Íslendingar eru hins vegar ekki að veiða makrílinn svart, aflatölurnar eru opinberar svo allir  fá séð.

Ég skora á Ásmund, hafi hann eitthvað áhrifavald á annað borð, að hlutast til um að stjórnvöld drattist til þess að sinna réttmætum kröfum þjóðarinnar og tjá sig um þær af krafti erlendis.

Kolbrún Hilmars, 16.9.2012 kl. 14:59

12 identicon

Kolbrún, ég hef ekkert áhrifavald, er hvorki í pólitískum flokki né persónulega kunnugur þeim sem fara með valdið. Ég er bara sannfærður um að við eigum sérstaklega mikið erindi í ESB.

Ástæðan er ekki bara ónýt króna með öllum þeim fórnum sem henni fylgja í háum vöxtum, verðtryggingu, háu verðlagi, litilli samkeppnishæfni, gjaldeyrishöftum osfrv. Miklu vandaðri lög og mjög traustir bandamenn eru einnig mikils virði.

Með krónu lendum við í nýju hruni fyrr en varir enda er það leikur einn fyrir stóra fjárfesta eins og vogunarsjóði að keyra gengi krónunnar niður úr öllu valdi, þegar höftum hefur verið aflétt, til þess eins að stórgræða á því.

Smáþjóðunum Möltu og Lúxemborg, sem eru af svipaðri stærðargráðu og Ísland, hefur vegnað sérstaklega vel í ESB. Áhrifavald þeirra er mikið. Við myndum fá 12.5 sinnum fleiri þingmenn en íbúafjöldinn segir til um.

Í ráðherraráðinu, sem þarf að samþykkja öll mál þingsins til að þau öðlist gildi, verða 55% þjóðanna að samþykkja mál. Auk þess þarf aukinn meirihluta atkvæða.

Þetta þýðir að Ísland gæti vel fengið mál samþykkt með stuðningi lágmarksfjölda þjóða rétt eins og Þýskaland. Möguleikar Þýskalands eru auðvitað meiri en ekkert svo miklu meiri.

Annars er það ekki atkvæðamagnið sem skiptir mestu máli um áhrifin heldur hvernig til tekst með val á mönnum.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 17:52

13 Smámynd: Elle_

Og ég tek undir með Palla að þetta mál er skýrt dæmi um hvað við hefðum lítið vægi og værum nú undir algerum yfirráðum nánast þarna og innilokuð.  Við erum fullvalda ríki og getum sagt þvert NEI, án þess að 55%-in sem ´Ásmundur´ sífellt heldur á lofti, gætu nokkru ráðið.

Við værum samt bara með 0,06% vægi í ráðherraráðinu og minna við hvert ríki sem bætist í hópinn.  

Ógeðfelldur Ómar þarna í no. 5 með dólgslætin og LÍÚ-þvættinginn gegn andstæðingum Brusselofbeldisins.  Og svo þjóðrembinginn hans endalausa.

Elle_, 16.9.2012 kl. 18:07

14 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur,   þú hefur algjörlega rétt fyrir þér með lélega hagsmunavörslu okkar fulltrúa; aðrar þjóðir  klikka ekki á þessu, sjáum t.d. bara hvað norðmenn eru að gera.

En þrátt fyrir þá viðurkenningu af minni hálfu, tekst þér seint að selja mér ESB aðild.  :)

Kolbrún Hilmars, 16.9.2012 kl. 18:34

15 identicon

Elle, þetta lága hlutfall okkar í Ráðherraráðinu skiptir sáralitlu máli. Til að fá mál samþykkt í ESB þarf stuðning aukins meirihluta atkvæða sem er ýmist 65%, 72% eða 100%.

Þegar um er að ræða mál sem krefst 65% atkvæða þarf mál frá okkur að fá 64.9% frá öðrum þjóðum. Yfir helmingur ESB-þjóðanna þarf 63%+ stuðning frá öðrum þjóðum til að koma málum í gegn. Þannig munar mjög litlu á okkur og þeim.

Jafnvel stærsta þjóðin, Þýskaland, þarf 48,5% stuðning frá örum þjóðum til að fá mál samþykkt. En meira þarf til.

55% þjóða verða að styðja mál svo að það öðlist samþykki í ráðherraráðinu. Þetta verða allavega sextán þjóðir þegar Ísland er komið inn í ESB.

Þetta ákvæði kemur þó einkum litlu þjóðunum til góða. Það kemur í veg fyrir að stærstu þjóðirnar geti fengið mál samþykkt í krafti atkvæðamagns.

Það er því alrangt að stærstu þjóðirnar geti ráðið öllu. Þær ráða engu nema með samþykki smáþjóða.

Ákvæðið um samþykki 55% þjóða hefur þau áhrif að mál frá Íslandi nægir oft að fá stuðning fimmtán annarra þjóða rétt eins og mál frá stærstu þjóðunum.

Það þýðir lítið að slá fram einhverjum tölum um hlutfall atkvæða ef ekki er fyrir hendi vitneskja um kröfuna um aukinn meirihluta og 55% lágmarksfjölda þjóða eða skilningur á því hvernig þetta virkar í reynd. 

Auk þess skiptir verulegu máli að stefnumörkum ESB er á vegum Leiðtogaráðsins og lagafrumvörp verða til í Framkvæmdastjórninni. Á báðum þessum stöðum er aðeins einn fulltrúi frá hverri þjóð.

Það er vænisýki að láta eins og Ísland verði eitt á báti í ESB með öll hin löndin á móti sér. Ef vel tekst til með val á fólki getur Ísland haft mjög mikil áhrif.

Það er enginn skortur á mjög hæfu fólki. Þetta er bara spurning um að velja rétt.     

 

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 21:22

16 Smámynd: Elle_

Ási minn, við ætlum ekkert þarna inn, vænisýki eða ekki.  Og hvort það væri 0,00000000001% eða 55% vægi í e-u komúnísku ráði úti í Brussel og Strassborg.  Við segjum NEI.

Elle_, 16.9.2012 kl. 22:38

17 Smámynd: Elle_

Og ég var að taka eftir litlu lyginni þinni núna um hvað við gætum haft rosalega mikil áhrif þarna.  Þú verður nú að fara að hætta að segja svona lélegar   skáldsögur.  Veit þú hatar Palla en skýringin hans var miklu skárri.  Við munum engu ráða og kærum okkur ekkert um að vera með eða ráða neinu þarna.  Við ætlum bara að ráða okkur sjálfum.

Elle_, 16.9.2012 kl. 22:48

18 identicon

Elle, ef þú trúir því ekki að Ísland geti haft mikil áhrif í ESB er það vegna þess að þú hefur mikla vanmáttarkennd gagnvart ESB fyrir hönd Íslands.

Það er algjör óþarfi. Með réttu fólki, sem nóg er til af á Íslandi, verðum við þar þjóð með þjóðum og getum beitt okkur af fullum krafti.

Auk þess skortir þig greinilega skilning á því hvers vegna áhrif okkar geta orðið mikil í ESB þrátt fyrir smæðina og lágt hlutfall atkvæða í Ráðherraráðinu.

Á Evrópuþinginu fáum við sex þingmenn eða jafnmarga og Lettland sem er 4-5 sinnum fjölmennara en Ísland. Það er 12.5 sinnum meira en skv íbúafjölda. 

Án ESB hljótum við að hætta í EES vegna gjaldeyrishafta sem eru brot á EES-samningnum. Það þýðir sífellt versnandi lífskjör og einangrun frá Evrópu.

Engin störf og varla námstækifæri verða þar í boði fyrir okkur nema kannski fyrir fáa útvalda enda njóta ESB-þjóðirnar forgangs.

Allir góðir hlutir og allar framfarir verða til með samvinnu. Einangrun leiðir alltaf til stöðnunar eða hnignunar ef ekki hruns. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 16.9.2012 kl. 23:19

19 identicon

Ásmundur, þarftu nú bara ekki að ná smá tökum á þessari þráhyggju og veiruleikafirringu sem grasserar í hausnum á þér?

Er það bara minnimáttarkennd, að Ísland fengi 0.8% áhrif innan ESB. Minnimáttarkennd?

Er hægt að segja heimskari hlut? Þú ert bara svo illa heilaskemmdur að það er viðbjóðslegt.

Já og fáum við 12 sinnum meiri áhrif miðað við fólksfjöldann. VÁ!!! Það er svo geggjaður díll að fá 0,8% vægi. Förum úr sjálfstæði í 0,8%, en það er samt alveg rosagóður díll!!!

Þú ert heimskasta fífl sem hefur tjáð sig á íslensku.

...en neinei, við verðum "þjóð með þjóðum" og "getum beitt okkur af fullum krafti".

Það er alltaf sama möntrudellan sem vellur upp úr þér, enda geturðu ekki sagt eitt orð af viti, og hefur aldrei getað.

Þú þarft bara að leita þér hjálpar við þínum geðsjúkdómi. Þú ert illa haldinn þráhyggju, óskhyggju, veruleikabilun og heimtufrekju.

Þitt innihaldsleysi sést svo best á því að þú hefur verið að tuða þetta kjaftæði á þessari vefsíðu í marga mánuði, ef ekki lengur, án þess að það sé að hafa nokkurn árangur.

Þú ert vitleysingur í hæsta gæðaflokki, enda aspergers einhverfu félagslegt úrhrak sem flúðir Ísland því enginn vildi umgangast þig, og ætlast svo til að það sé tekið á gubbinu út úr þér frá Danmörk.

Get a fokking grip. Þvílíkur andlegur aumingi.

palli (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 07:45

20 identicon

Kolbrún, ekki taka fyrst afstöðu og síðan eyða allri orkunni að verja hana út í rauðan dauðann.

Kynntu þér málin á opin hátt. Gerðu kröfur til sjálfs þín og færðu rök fyrir afstöðu þinni fyrir sjálfri þér. Það er fyrsta skrefið áður en þú miðlar rökunum til annarra. Vertu svo óhrædd við að breyta um afstöðu vegna nýrra öruggra upplýsinga.

Leitaðu upplýsinga á réttum stöðum td á vidraedur.is, vefum Evrópuvefsins, Evrópustofu og  ESB. Á þessum stöðum  færðu upplýsingar um staðreyndir og ert laus við gengdarlausan rangfærslur sem tröllríða umræðunni.

Ég sé ekki að neinn hafi komið með nein haldbær rök fyrir því að hafna ESB-aðild. Ég er að vissu leyti orðinn mjög langeygur eftir þeim. Það er skelfilegt ef íslenska þjóðin er svo illa á vegi stödd að kjósa gegn aðild þó að öll rök hnígi að henni.

Ef maður tekur fyrst afstöðu og eyðir svo orkunni í að verja hana þá er hætta á að maður lesi aðallega skrif þeirra sem eru á móti aðild jafnvel þó að þeir séu augljóslega rugludallar. Það er nóg af slíkum hér.

Þegar þú ferð að gera kröfur til sjálfs þín um ábyrga afstöðu sérðu fljótt að það er tímasóun að lesa slík skif. Það er því best að skauta yfir þau.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 08:55

21 identicon

Hahahaha!!!   Er Ásmundur núna kominn út í horn. Aumingja litla bjánabarnið.

Predikar nú um hvernig fólk eigi að komast að niðurstöðunni sem hann vill.

Eru engin takmörk fyrir þessari dellu sem gubbast út úr þér, Ásmundur?

Hvað í veröldinni fær þig til að halda að það sé einhver að taka mark á þér? Þú ert virkilega það heilabilaður að þú haldir að það sé ekki hlegið að þessari endalaus vitleysu í þér!!

Þvílíkur brandari sem þín tilvist er! Þú ert sorglegasta dæmi um mannveru sem ég veit um. Þessi óskhyggja þin á sér engin takmörk!

Þú ert eins og vælandi krakki "Nei, ég vil þetta, ég vil þetta!!"

Djöfull andskoti áttu bágt, maður.

Ó hvað ég vildi vera viðstaddur þegar það byrjar að renna upp fyrir þér að það er enginn að kaupa þennan ofstækis frekjuáróður. Það sjá allir hvað þú ert heimskur en líka hvað þú ert mikil sjálfsupphafin hrokabytta. Þú átti við svo mikil og djúpstæð vandamála að stríða að það er alveg ótrúlegt.

En já, einhver fatlaður einhverfur fábjáni sem flúði Ísland því enginn vildi umgangast þig, og heldur svo úti áróðri frá Damörk.

Mikið ferlega áttu bágt, kallinn. Reyndu nú að finna þér tilgang með þessari tilvist þinni, þ.e. annað en einhvern fábjána áróður sem greinilega enginn er að kaupa. Tilgangsleysi þíns lífs virðist vera að ná hæstu hæðum.

Er ekki kominn tími til að horfa aðeins í spegilinn og pæla í sjálfum þér? Þegar þú sért hversu illa steiktur þú ert, þá geturðu leitað þér aðstoðar við þessari þráhyggju þinni. Fullt af geðlæknum í Danmörku sem geta hjálpað þér.

Þvílíkur apaköttur!!!

palli (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 09:49

22 identicon

Já og Ásmundur segir "Ég er bara sannfærður um að við eigum sérstaklega mikið erindi í ESB. "

en þykist svo ekki hafa gert upp hug sinn, því þessi aðlögunarsamningur liggur ekki fyrir.

Hvernig er Ásmundur sannfærður ef samningurinn liggur fyrir, þegar hann gargar eins og klikkaður páfagaukur þegar fólk vill hætta við aðlögunarferlið, því það fólk veit ekkert því samningurinn liggur ekki fyrir.

... og er þetta ekki beinhörð sönnun á öllu því sem ég hef sagt um Ásmund?

Það er ekkert nema lygar, hroki, frekja, þráhyggja og geðbilun sem kemur frá honum.

Hvað með að blogghöfundar setji bara fábjánann í bann? Þetta er óþolandi lítill fábjáni sem eyðileggur eðlilegar samræður. Það er ekkert að því að rökræða við ESBsinna, en þetta eru ekki rökræður, þetta er möntrulygaáróður.

Og fíflið skemmir líka fyrir málefnalegum ESBsinnum, svertir þá með þessari geðsýki sinni.

Málefnasinnaðir ESBsinnar láta sér ekki detta það í hug að skrifa ummæli hérna inni, út af þessum apaketti.

Það er óréttlátt fyrir ESBsinna að hafa þennan geðsjúkling á lausu.

ESBsinnar, þótt þeir séu margir vitlausir og heimskir, eru ekki nálægt því að vera jafn heilabilaðir og Ásmundur.

Hendið fíflinu út. Þetta er óþolandi hálfviti og hrokabytta.

palli (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 10:04

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, þú ert gamansamur í dag 

"Kolbrún, ekki taka fyrst afstöðu og síðan eyða allri orkunni að verja hana út í rauðan dauðann"

Hvernig var þetta annars með flísina og bjálkann...

Kolbrún Hilmars, 17.9.2012 kl. 13:50

24 identicon

Kolbrún, þarna fórstu alveg með það. 

Ég hef margoft fært rök fyrir því hvers vegna ESB-aðild hentar okkur sérstaklega vel. Ég kannast ekki við að þú hafir fært nein rök fyrir því að rétt sé að hafna aðild. Endilega gerðu það núna.

Kannski eru sterkustu rökin fyrir aðild  hættan á nýju hruni vegna krónunnar hvort sem hún er í höftum eða á floti. Það hrun verður að öllum líkindum miklu alvarlegra en 2008 vegna þess að skuldir ríkisins eru nú mjög miklar.

Ríkið má ekki við frekari skuldahækkun. Nýtt hrun er ríkinu mjög dýrt svo að mikil skuldaaukning er óhjákvæmileg eftir hrun. Skuldir verða því ríkinu ofviða. Að ógleymdum afleiðingunum fyrir hinn almenna skuldara.

Við neyðumst þá til að leita á náðir Parísarklúbbsins sem er ein versta hugsanlega matröð sjálfstæðra ríkja. Þau ná sér yfirleitt ekki eftir það.

Í ESB er nýtt hrun ekki bara miklu ólíklegra. Við myndum fá aðstoð sambandsins til að koma okkur út út því með sæmd.

Það er etv hægt að sætta sig við verri kjör, hærri vexti, mikla verðbólgu, verðtryggingu, kollsteypur og einangrun til að upphylla einhverja tilfinningalega þörf fyrir að vera ein á báti.

En við getum ekki leyft okkur að stofna framtíð komandi kynslóða í mikla hættu. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 14:22

25 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ég er óforbetranleg í þessu ESB-aðildar máli.  

Eini munurinn á okkur er sá að ég hlífi fólki við að hlusta alltaf á sömu hljómplötuna.

Kolbrún Hilmars, 17.9.2012 kl. 14:57

26 identicon

Nei, Kolbrún, munurinn er sá að ég færi rök fyrir aðild en þú hefur engin rök gegn aðild.

Þú virðist velja að vera á móti aðild á sama hátt og þegar menn velja sér fótboltalið til að halda með.

Að halda með fótboltaliði getur þó aldrei verið jafnafdrifaríkt enda hefur það ekkert með framtíð þjóðarinnar að gera.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 15:18

27 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ójú, ég hef mín rök - fæ bara ekki séð að það breyti neinu þótt ég tönnlist á þeim í heild í tíma og ótíma.   Eitt smáatriði í einu ætti að duga... 

Kolbrún Hilmars, 17.9.2012 kl. 16:08

28 identicon

"Hvað heitir það þegar lítið ríki sameinar fullveldi sitt ríkjum sem eru meira en hundrað sinnum fjölmennari? Það heitir á mannamáli að litla ríkið lætur það stóra gleypa sig og fær í staðinn álíka mikil áhrif og miðlungsstór sveitahreppur á alþingi Íslendinga."

Samlíkingin stenst alls ekki skoðun.  

Stefna ESB er mörkuð í Leiðtogaráðinu þar sem allar ESB-þjóðirnar hafa einn fulltrúa. Gerð lagafrumvarpa fer fram í Framkvæmdastjórn þar sem hver þjóð hefur einn framkvæmdastjóra. 

Á Evrópuþinginu fá Íslendingar sex þingmenn eða jafnmarga og Lúxemborg, Malta, Kýpur og Lettland. Þó er Lettland 4-5 sinnum fjölmennari en við. 

Danir fá aðeins rúmlega tvöfalt fleiri þingmenn en við (13)þó að þeir séu 17-18 sinnum fjölmennari.

Þó að atkvæðamagn okkar í ráðherraráðinu sé lítið skiptir það litlu máli meðal annars vegna þess að 55% þjóðanna verða að styðja mál svo að það verði samþykkt. Auk þess er aukins meirihluta atkvæða krafist.

Flest mál krefjast stuðnings 65% atkvæða til að ná í gegn, önnur 72% eða 100%. Þetta þýðir að Ísland verður að fá stuðning 64.9% atkvæða frá öðrum þjóðum til að fá mál samþykkt. Sama hlutfall fyrir meirihluta þjóðanna er 63% eða þar yfir. Munurinn er því sáralítill.

Krafan um samþykki 55% þjóðanna til að fá mál samþykkt tryggir að ekki er hægt að samþykkja mál nema með samþykki smáþjóða. 55% eru allavega 16 þjóðir eftir inngöngu Íslands.

Ísland getur hæglega fengið mál samþykkt með stuðningi lágmarksfjölda þjóða rétt eins og Þýskaland ef atkvæðin dreifast þannig. Einnig getur komið í veg fyrir samþykkt máls ef það vantar eina þjóð til að samþykkja það.

Mestu máli skiptir þá að hæft fólk veljist til starfa fyrir Ísland. Þá geta áhrifin orðið mjög mikil.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 17:01

29 identicon

Kolbrún, það er undarlegt að hafa rök en segjast ætla að þegja yfir þeim. Það bendir ekki til þess að þú trúi því að þau standist skoðun.

PS: Athugasemd mín #28 lenti fyrir slysni með rangri færslu. Hún er nú komin á réttan stað. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 17:14

30 Smámynd: Elle_

Fæstir nenna að segja það sama endalaust.  Oftast skil ég ekki af hverju ég er enn að svara.  En Helga sagði að við værum þjóðhetjur.  Það hlýtur að vera þessvegna.

En ´Ásmundur´ segir: - - - Ríkið má ekki við frekari skuldahækkun. Nýtt hrun er ríkinu mjög dýrt svo að mikil skuldaaukning er óhjákvæmileg eftir hrun. Skuldir verða því ríkinu ofviða. Að ógleymdum afleiðingunum fyrir hinn almenna skuldara.- - -

Efnahagur, gjaldmiðill, fjárhagur eru mál málanna fyrir hann.  EN - - - samt vildi hann ICESAVE sem við skulduðum ekki.  Við gátum sko fengið svo ´góðan samning´, kúgunarplagg.

Hann vill líka ólmur koma okkur inn í Brusselveldið, þó samkvæmt honum sjálfum, verðum við víst að ´fá að sjá´ einhvern samning fyrst.  Nema hann, hann veit.   

Elle_, 17.9.2012 kl. 18:38

31 identicon

Elle, þú ættir alveg að hætta að tala um Icesave. Þú veist ekkert um hvað málið snerist.

Það gekk auðvitað ekki út á hvort menn vildu borga eða ekki. Það snerist um hvort menn voru tilbúnir til að taka gífurlega fjarhagslega áhættu fyrir ríkið með því að hafna samningnum.

Það er enn óljóst hvernig málið fer þó að telja megi víst að við höfum tapað meiru á töfum á lausn málsins en sem nemur kostnaðinum vegna samningsins. 

Vertu ekki svo ósmekkleg að kalla ykkur þjóðhetjur fyrir aumingjaskapinn. Það er ekkert til sem heitir Brusselveldi. Þessi grýlusaga þín hentar aðeins fyrir börn á leikskólaaldri. 

Aðildarsinnar hér eru fullorðið fólk sem hugsar.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.9.2012 kl. 10:15

32 Smámynd: Elle_

Hættu þessu rugli.  Þú vissir aldrei um hvað kúgunin snérist og gakktu ekki svo langt að kalla þig ´fólk sem hugsar´.  Þú sem vildir nauðung yfir þjóðina, allt fyrir Brusselveldið þitt og Samfylkingarinnar.  Þú sem kallar það að vera fullvalda og sjálfstæð þjóð að vera undir algerum yfirráðum þess.  Komdu því inn í höfuðið á þér að við kærum okkur ekkert um þetta ´Evrópu´samband ykkar.

Elle_, 18.9.2012 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband