Sífellt fleiri ESB-ríki hafna upptöku evru

27 ríki eru í ESB en aðeins 17 þeirra eru með evru. Samt fylgir það inngöngu í ESB að ríkin skuldbinda sig til að taka upp evru. En 10 ríki ESB hafa komið sér undan því og ætla að reyna að forðast það eins lengi og þau geta. Aftur á móti eiga þau Jóhanna og Össur engan draum heitari.

 

Fyrstu ríkin til að svíkjast undan merkjum og neita að taka upp evru voru Danmörk og Bretland. Þó var það stefna ríkisstjórna í báðum ríkjum á sínum tíma. En þau voru komin í ESB löngu áður en evran var tekin upp og fengu undanþágu vegna þess að meirihluti fólks var þar andvígur því að gefa eigin mynt upp á bátinn. Hins vegar gildir önnur regla um hinar átta þjóðirnar sem eru í ESB en ekki með evru; þeim ber að taka upp sameiginlegu myntina samkvæmt inntökuskilmálum. En þær eru: Búlgarar, Lettar, Litháar, Pólverjar, Rúmenar, Svíar, Tékkar og Ungverjar.

 

Sum þessara ríkja hafa enn ekki uppfyllt skilyrðin sem sett voru fyrir upptöku evru en önnur harðneita af ótta við að sú uppdráttarsýki sem breiðst hefur út um evrusvæðið verði til að magna vandamál þeirra sjálfra.

 

Svíar gengu í ESB 1995. En þegar þeim bar að taka upp evru nokkrum árum síðar var það fellt í þjóðaratkvæði. Nú er það að vísu svo að leiðtogar ESB sætta sig aldrei við neikvætt svar í þjóðaratkvæðagreiðslum. Segi þjóð „já“ verður það ekki aftur tekið en segi þjóð „nei“ er einfaldlega kosið aftur þegar færi gefst. Sænsk stjórnvöld hafa hins vegar enn ekki lagt í að reyna að endurtaka atkvæðagreiðsluna af ótta við að fá aftur neikvætt svar.

 

Litháar óskuðu eftir því að taka upp evru 2006, en þar sem þeir uppfylltu ekki eitt af fimm skilyrðunum sem sett eru fyrir upptöku evru, neitaði ESB að leyfa þeim það. Nú berast þær fréttir frá Litháen að landsmenn vilji alls ekki taka upp evru.

 

S.l. mánudag, 3. september átti Wall Street Journal viðtal við forsætisráðherra Búlgaríu, Boyko Borisov, sem tjáði blaðinu að vegna evrukreppunnar og vaxandi andstöðu almennings í landinu hefði verið ákveðið að leggja fyrri áætlanir um upptöku evru á hilluna, enda þótt Búlgaría uppfylli öll skilyrði til þess. „Of mikil áhætta fyrir okkur og alger óvissa um hvernig regluverkið í kringum evruna lítur út eftir eitt eða tvö ár,“ sagði forsætisráðherrann.

 

Sama dag, 3. september s.l. viðurkenndi utanríkisráðherra Póllands í viðtali við þýska blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung að Pólverja hefðu einnig lagt til hliðar fyrri áform sín um upptöku evru.

 

Fyrr í sumar samþykkti ríkisstjórn Íslands - þrátt fyrir andmæli Ögmundar Jónassonar - að óska eftir upptöku evru.  Grunur leikur á að Jóhanna og Össur hafa enn ekki frétt af evrukreppunni sem harðnar nú með hverjum mánuðinum sem líður. Að minnsta kosti virðast leifar af blindri evrudýrkun helst að finna á Íslandi um þessar mundir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það vantar ekki vanþekkinguna hérna frekar en fyrri daginn.

Bretland og Danmörk eru með undanþágu frá upptöku evrunnar. Þessi ríki geta þó fallið frá umræddri undanþágu hvenar sem þau vilja. Þá með þjóðaratkvæði um umræddar undanþágur sem þessi ríki eru með þegar það kemur að upptöku evrunnar. Danska krónan er með opinbert fastgengi við evruna eingöngu með 2,25% vikurmörkum (raunin er samt +-0,1% vikurmörk). Þannig að danir eru de-facto með evruna sem gjaldmiðil. Þessi festing dönsku krónunnar á evrunni kemur frá þeim tíma er danska krónan var með fastgengi gagnvart þýska markinu fram að upptöku evrunnar.

Danir ætla sér að kjósa aftur um upptöku evrunnar innan nokkra ára. Vegna efnahagskreppunnar. Þá hefur því þjóðaratkvæði verið frestað um óákveðin tíma. Ásamt öðrum breytingum er varðandi samskipti Danmerkur og Evrópusambandsins.

Ríkisstjórn Búlgaríu er í pólitískum hefndarleik. Enda eru þeir undir rannsókn ESB fyrir and-lýðræðislegar breytingar á stjórnskipan Búlgaríu. Eitthvað sem var gagnrýnt af ESB harðlega. Enda voru breytingarnar í andstöðu við þá alþjóðlegu sáttmála sem Búlgaría skrifaði undir með aðild sinni að Evrópusambandinu.

Þetta breytir ekki í neinu að Búlgaría er skyldugt til þess að taka upp evruna þegar þeir uppfylla skilyrðin til þess. Í dag gerir Búlgaría það ekki. Enda ekki búnir að vera í ERM-II í tvö ár eins krafist af þeim áður en þeir geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil.

Eistland tók upp evruna sem gjaldmiðil þann 1. Janúar 2011. Þar blómstrar efnahagurinn eftir upptöku evrunnar. Engan bölsóta að finna þar. Þó er auðvitað alltaf hætta á því að svona geti komið í bakið á þeim seinna ef þetta þróast útí efnahagsbólu.

Svíþjóð uppfyllir ekki skilyrðin til þess að taka upp evruna viljandi. Þar að auki þá hefur Svíþjóð ekki uppfyllt kröfuna um 1% verðbólgu undanfarið. Þar að leiðandi getur Svíþjóð ekki tekið upp evruna sem gjaldmiðil. Afstaða svía er þó líkleg til þess að breytast eftir að öll löndin við eystrasaltið eru búin að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Auki reikna ég fastlega með að Danmörk verði búin að taka upp evruna þegar að þessu kemur.

Pólland ætlar sér að taka upp evruna eftir árið 2015. Þar að auki þarf stjórnarskrábreytingu í Póllandi áður en þeir geta tekið evruna sem lögeyri. Þannig að það er ekki fyrr en eftir þann tíma sem evran verður tekin upp sem lögeyrir í Póllandi.

Litáhen mun taka upp evruna þegar þeir uppfylla skilyrðin. Það vantar talsvert upp á það hjá þeim núna í dag. Eins og kemur fram á vefsíðu ESB og á Wiki um stöðu mála.

Lettland stefnir að upptöku evrunnar eins fljótt og auðið er. Hugsanlega árið 2014, en það gæti dregist útaf efnahagsvandamálum í Lettlandi. Vefsíða ESB um Lettland. Hérna er wiki færslan um Lettland.

Rúmenía uppfyllir ekki skilyrðin til þess að taka upp evruna sem gjaldmiðil. Hvorki ERM-II skilyrðin, verðbólgu eða vaxtaskilyrðin til þess að fá taka upp evruna sem gjaldmiðil. Eins og kemur fram á vefsíðu ESB hérna. Hérna er wiki vefsíðan um Rúmeníu og evruna.

Ungverjaland uppfyllir ekki nein skilyrði til þess að fá taka upp evruna sem lögeyri. Hvorki ERM-II, skuldastöðu, vaxta og verðbólguviðmið sem eru sett áður en ríki geta tekið upp evruna sem gjaldmiðil. Eins og kemur vel fram á vefsíðu ESB hérna. Það er einnig vel farið yfir þetta á vefsíðu wiki hérna. Ungverjaland hefur einnig ekki sett sér neina dagsetningu varðandi upptöku evrunnar.

Þannig að þau ríki sem eru að "neita" núna að taka upp evruna eru í raun ríki sem eru almennt séð ekki í neinni aðstöðu til þess að taka upp evruna sem gjaldmiðil á næstu árum. Það eru undantekningar, en það er hægt að telja þær á höndum annarra handar.

Ögmundur Jónasson er maður sem best er að hluta sem minnst á. Enda veit maðurinn afskaplega lítið um Evrópusambandið og ennþá minna um evruna. Hann er einnig uppfullur af varasamri þjóðerniskennd sem mun aldrei leiða gott af sér til lengri tíma litið.

Mótmæli hans hafa bara ekkert að segja í þessu hlutverki. Enda verður almenningur á Íslandi fyrir löngu búnir að hafa honum sem stjórnmálamanni þegar evran verður tekin upp sem lögeyrir á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 10.9.2012 kl. 13:07

2 identicon

Engin þjóð með evru vill losna við hana. Eftir síðustu kosningar í Grikklandi vildu 80% Grikkja halda í evruna. Og skv nýrri skoðanakönnun á Spáni vilja 80% Spánverja það. Þessar þjóðir kenna ekki evru um ófarir sínar.

Auðvitað er ekki rétti tíminn að taka upp evru núna. Það er mikilvægt að það sé góð samstaða um það þegar að því kemur. Þegar kreppunni linnir er hins vegar enginn vafi á að þessar þjóðir munu taka upp evru fagnandi.

Til marks um það hve fráleitt það er að halda áfram með íslenska krónu er binding dönsku krónunnar við evru. Danir treysta greinilega ekki eigin gjaldmiðli til að vera á floti vegna smæðar hans. Þó hefur hann 17-18 sinnum meiri útbreiðslu en íslenska krónan.

Eins og Ha-Joo Chang sagð í Silfri Egils i gær er hagfræði 95% almenn skynsemi. Fólk með þokkalega greind ætti td að geta sett sig inn í hvað gerist með krónu á floti. Slík skoðun leiðir til þeirrar niðurstöðu að það sé bilun að ætla sér að halda í krónuna.

Það ábyrgðarleysi sem felst í afneitun gagnvart þeirri staðreynd að krónan er ónýt er ógnvekjandi. Það minnir á ástandið fyrir hrun. Hafa menn ekkert lært? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 14:19

3 Smámynd: Vinstrivaktin gegn ESB

Við þökkum Jóni Frímanni fyrir nokkrar upplýsingar til viðbótar, en þær leiðrétta ekkert sem stendur í pistli Vinstrivaktarinnar og breyta því engu. Meginstaðreynd málsins er sú að upphaflega áttu öll ríki ESB að taka upp evru en tíu ríki hafa ekki gert það, ýmist vegna þess að þau uppfylltu ekki skilyrðin eða þau hafa komið sér undan því með ýmsum ráðum.

Tony Bair reyndi ákaft að fá Breta til að taka upp evru en mistókst vegna andstöðu þjóðarinnar. Sama er að segja um Dani og Svía.

Forsætisráðherra Búlgaríu er miklu líklegri til að vita hvað hann sjálfur hefur í hyggju en maður að nafni Jón Frímann sem reynir að tala fyrir hönd Búlgara.

"Litáhen mun taka upp evruna þegar þeir uppfylla skilyrðin," segir Jón Frímann. En hvað veit hann um það úr því að litháíska þjóðin vill alls ekki taka upp evru, eins og skoðanakannanir sýna.

Fullyrðingar Jóns Frímanns um framtíðina hljóma eins og hann hafi tekið að sér yfirstjórn evrusvæðisins.

Yfirlýsing utanríkisráðherra Pólands í viðtali við þýskt blað er betri heimild en yfirlýsingar Jóns Frímanns fyrir hönd pólsku þjóðarinnar.

"Auðvitað er ekki rétti tíminn að taka upp evru núna," segir Ásmundur. En hvað er þá Samfylkingin að heimta evru fyrir Íslendinga úr því að Ásmundur viðurkennir að evran henti Íslandi ekki eins og sakir standa. Kreppan á evrusvæðinu fer ört versnandi.

Hvers vegna ættu Íslendingar að lofa því að taka upp evru þegar flestum ber saman um að regluverk evrunnar muni taka miklum breytingum á næstu árum og hugsanlega verði sá gjaldmiðill alls ekki til í núverandi mynd eftir nokkur ár?

Vinstrivaktin gegn ESB, 10.9.2012 kl. 14:56

4 identicon

Evran myndi henta ágætlega fyrir okkur eins og sakir standa. Hún er hins vegar ekki i boði fyrr en eftir kannski fjögur-fimm ár.

Engin ESB-þjóð hefur jafnmikla þörf fyrir evru og við. Þess vegna geta þær beðið. Við erum hins vegar tilneydd til að bíða.

Að sjálfsögðu er rétt að hefja undirbúning upptöku evru sem fyrst. Það er meira en nóg að þurfa að bíða í 4-5 ár eftir henni þó að við förum að lengja biðina enn frekar.

Aðeins þrjár þjóðir hafa hafnað að taka upp evru. Ástæðurnar voru ekki efnahagslegar heldur tilfinningalegar. Þær gátu einfaldlega ekki hugsað sér að missa eigin gjaldmiðil. Þetta er lúxusvandamál sem við höfum ekki efni á.

Ég hef trú á að að allar ESB-þjóðirnar eigi eftir að taka upp evru. Það er helst að Bretar geti þó verið með eigin gjaldmiðil. 

Ef einhverjar þeirra verða neyddar út úr myntsamstarfinu koma þær aftur að nokkrum árum liðnum. 

Um það leyti sem við  getum tekið upp evru er líklegt að ESB og evrusvæðið verði í góðum málum þó að trúlega verði heimskreppunni ekki að fullu lokið alls staðar í heiminum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 15:47

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Um það leyti sem við gætum tekið upp evru þurfum við ekki á henni að halda. Fyrr en árið eftir eða þar næsta...

Eins og Vinstri vaktin bendir á eru skilyrðin fyrir evruupptöku mjög þröng. Evran hentar því aðeins "stabílum" iðnaðarþjóðum.

Seint mun Ísland falla undir þá skilgreiningu.

Kolbrún Hilmars, 10.9.2012 kl. 16:16

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Rétt hjá Jóni Frímann. Rangt hjá ,,Vinsti" Vakt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.9.2012 kl. 16:23

7 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Vinstri Vaktin sakar mig hérna um að fara með rangt mál, og styðja þar með við þær rangfærslur sem Vinstri vaktin gegn ESB setur hérna fram um evruna og þau ríki sem eiga eftir að taka hana upp. Ekkert er fjær sanni. Þar sem að ég byggi á bestu mögulegu gögnum sem eru til staðar.

Ég fer með rétt mál, en Vinstri vaktin gegn ESB fer með rangt mál. Umrædd ríki geta ekki. Alveg óháð yfirlýsingum stjórnmálamanna ekki tekið upp evruna af einni eða annari ástæðu. Ég fór yfir flestar þær ástæður í svari hérna að ofan.

Það er alveg ljóst að sá sem skrifaði umrædda bloggfærslu þekkir ekki nógu vel til mála innan Evrópusambandsins og stöðu upptöku evrunnar á næstu árum. Slíkt kemur lítið á óvart. Þar sem að andstæðingar ESB á Íslandi hafa litla sem enga þekkingu á evrunni og Evrópusambandinu.

Jón Frímann Jónsson, 10.9.2012 kl. 16:51

8 identicon

Kolbrún, stabílar iðnaðarþjóðir þurfa ekki evru þó að þær geti séð sér mikinn hag í henni. Við þurfum hins vegar evru til að fá nauðsynlegt stabílitet eða stöðugleika.

Allir munu stórgræða á upptöku evru nema tiltölulega fámennur hópur sem gerir út á sveiflur á gengi krónunnar á kostnað almennings.

Ekki síst mun almenningur finna fyrir gengislækkunum því að launakjör þeirra og eignir rýrna og skuldir hækka upp úr öllu valdi á sama tíma og íbúðarverð lækkar.

Skuldakreppan á Íslandi, sem enn er ekki séð fyrir endann á, er alfarið krónunni að kenna. Með evru hefðu skuldir ekkert hækkað heldur lækkað með hverri greiðslu. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 17:03

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jón Frímann fer með rangt mál og hefur enga þekkingu um Evru mál augsýnilega.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 10.9.2012 kl. 17:15

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ég er "almenningur". Hef búið við gengissveiflur og verðbólguskot öll mín fullorðinsár. Þrátt fyrir það er ég sátt, því að meðaltali hef ég alltaf haft það þokkalega gott og fyllilega sambærilegt við æskuvini mína sem hafa á sama tíma búið í hinum "ýmsustu" löndum.

Að vísu hef ég aldrei verið mjög lánafíkin, og legg meira upp úr stöðugleika í heimilishaldi en flottheitum og glamúr. En það er einmitt nákvæmlega það sem mínir "erlendu" vinir gera líka - hver í sínu landi.

Íslenska krónan hefur aldrei gert mér neitt. Að minnsta kosti ekkert það sem evran gæti læknað.

Kolbrún Hilmars, 10.9.2012 kl. 17:25

11 identicon

Kolbrún,  taktu ekki mark á Vinstrivaktinni varðandi það hvort við uppfyllum tímanlega skilyrðin fyrir því að taka upp evru. Á sinum tíma fullyrtu þeir sem að henni standa að það myndi taka minnst þrjátíu ár.

Vilhjálmur Þorsteinsson hefur sýnt fram á að þetta er vel gerlegt. Enginn frýr honum vits. Sjá hér blogg Vilhjálms um málið:

http://blog.pressan.is/vthorsteinsson/2012/04/29/hvernig-tokum-vid-upp-evru/

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 17:25

12 identicon

Kolbrún, gerirðu þér ekki grein fyrir að þú hefur verið heppin.

Mikill fjöldi fólks fór varlega á árunum fyrir hrun en situr samt uppi með að sparifé upp á margar milljónir, sem fór  íbúðakaup, er gufað upp og eftir standa skuldir sem eru miklu hærri en íbúðarverðið.

Þannig er lántaka í krónum  fjárhættuspil. Meðal annars þess vegna er krónan ónýt. Sumir verða milljarðamæringar með því einu að spila á sveiflurnar. Almenningur borgar. 

Gengishrun krónunnar var á undan bankahruninu. Það er því ekki afleiðing af því. Þvert á móti átti gengishrunið mikinn þátt í hruni bankanna.

Gengishrun krónunnar 2008 er fjarri því að vera einsdæmi. Álíka hrun urðu 1982-1983 og 1967-1968.

Með krónu án hafta margfaldast líkurnar á gengishruni enda er auðvelt fyrir vogunarsjóði og aðra stórfjárfesta að keyra gengi hennar niður úr öllu valdi til að hagnast á því.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 17:54

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, ég er ekki heppin. Aðeins hagsýn og varkár.

Að vísu á ég dóttur sem var alin upp í þeim anda og tók aðeins íbúðalánssjóðslán, 50% á móti eigin framlagi þegar hún keypti sér íbúð fyrir uþb 10 árum. Ekkert óhóflegt bruðl eða ævintýramennska þar. En miðað við framvinduna tekst íbúðalánasjóði líklega fyrir rest að hirða eignina hennar.

Að skella skuldinni á krónuna er eins og að hengja bakara fyrir smið. Krónan er króna en neysluvísitöluverðtrygging er blóðsuga sérhönnuð fyrir peningaöflin.

Kolbrún Hilmars, 10.9.2012 kl. 18:14

14 identicon

Það þýðir náttúrulega ekkert að benda heimskum evruaðdáendum á, að munur er á íslenskri krónu, og verðtryggingu.

Ef það tækist, þá væru evruvitleysingarnir sennilega ekki lengur evruvitleysingar.

Næst væri að benda vitleysingunum á það, að byggingakostnaður á Íslandi er út úr korti, m.a. vegna frámunalega heimskrar ríkisstjórnar, sem nýlega breytti byggingareglugerð, þannig að byggingakostnaður verður enn hærri en var, og var þó reglugerðafarganið komið út yfir öll eðlileg mörk.

Lífið væri sennilega þægilegra á Íslandi, ef ekki væri fyrir öryrkjann og eyðimörkina, og aðra eins vitleysinga.

Evruidjótar og aðrir álíka heimskir gera það að verkum, að ekki er hægt að reka íslenskskt þjóðfélag, með eða án krónu.

Hvernig er hægt að reka eðlilegt þjóðfélag, þegar því er stjórnað af fábjánum, sem leggja ofuráherslu á ónýta evru, og heismkulegar "spar"perur?

Hilmar (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 21:36

15 Smámynd: Elle_

Stórkostlegt hvað 3 litlir fóstbræður vita um lönd sem fræðimenn og stjórnendur landanna vita ekkert um.  Og hví ætti nokkur maður utan Samfó að vilja vita um fjármálaskýringar Þorsteins Vilhjálmssonar? 

Elle_, 10.9.2012 kl. 21:40

16 identicon

Þú meinar náttúrulega Vilhjálm Þorsteinsson, Elle, gjaldkera Sampsillingar og besta vin Bjögga Thors. Sem einnig gegnir hlutverki efnahagsráðgjafa Jóku.

Þess má geta að ríkisstjórn Jóku Samspilltu, samdi einkar skemmtilega um skatta-afslátt, við Villa og Bjögga, í Verne gagnaverinu.

Einhver undrandi að lyga-Mundi vitni í Samspillta?

Hilmar (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 21:46

17 Smámynd: Elle_

Já, að sjálfsögðu meinti ég Samfó-vitringinn, Hilmar.  Hví ættum við að vilja vita hvað fals-fjármálagjörningurinn og ICESAVE-stuðningsmaðurinn hann vill plata okkur með næst?  Hann er í anda ´Ásmundar´ og Jóhönnu og co. sem básúnuðu um heiminn að ICESAVE væri sko okkar skuld og við stæðum sko við skuldbindingar OKKAR.

Elle_, 10.9.2012 kl. 22:02

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Elle, Hilmar, Kolbrún. Efnahagssaga Íslands má setja saman í eitt orð.

Gengisfelling

Staðreyndin er að íslenska krónan hefur verið gengisfelld til þess að þjónusta útflytjendur. Þá aðalega LÍÚ, og núna í seinni tíð Bændsamtök Íslands.  Þetta hefur þær hliðarverkanir að kaupmáttur skerðist, verðbólga eykst, stýrivextir eru alltaf háir í svona ástandi. Það eina sem breytist er að útflytjendur fá fleiri íslenskar krónur fyrir vörunar sínar. Það breytir þó ekki verðinu sem þeir fá í erlendum gjaldeyri. Það breytist ekki neitt.

Verðtryggingin. Hvort sem að hún er á laun eða húsnæðislán er verðbólguhvetjandi kerfi sem veldur í hliðarverkun í hagkerfinu. Eins og hefur verið raunin undanfarna áratugi á Íslandi.

Þeir sem trúa því að íslenska krónan muni bjarga íslendingum úr núverandi efnahagskreppu þurfa að bíða lengi eftir þeirri björgun. Ég tel víst að eilífin sé styttri en sú bið.

Jón Frímann Jónsson, 10.9.2012 kl. 22:18

19 Smámynd: Elle_

Enn hefur það ekki síast inn að ísl. gjaldmiðillinn er ekki verðtryggingin.  Hinsvegar var ég persónulega ekkert að berjast fyrir neinum vissum gjaldmiðli.

Elle_, 10.9.2012 kl. 22:27

20 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Jón Frímann. Ég legg til að þú slakir á og njótir þess að vera endanlega fluttur í ESB/evruland. Þú tekur þar með ekki lengur þátt í okkar íslensku sorgar og gleðistundum. En eflaust getur þú í staðinn glatt danina, þína nýju meðbræður, og peppað þá upp í ESB-hugsjóninni.

Við hin, sem ætlum okkur að þrauka hér á hjaranum, gerum það. En það er ekki lengur þitt mál HVERNIG við förum að því.

Kolbrún Hilmars, 10.9.2012 kl. 22:30

21 identicon

Jón Eilífðarfrímann, auðvitað reiknar enginn með því að þú hafir komist til vits, þó svo að þú segist vera kominn til ára.

Ég nenni ekki lengur að útskýra fyrir þér einföldustu hluti, eins og að útflutningsatvinnuvegir Íslendinga greiða mestan sinn kostnað í íslenskum krónum, og ef þeir fá ekki nóg af íslenskum krónum, fara þeir á hausinn.

Það er nú kannski skiljanlegt að maður sem aldrei hefur unnið, og aldrei tekið ábyrgð á rekstri, skilji þetta ekki.

Það er víst nóg til af handónýtu fólki, sem skilur ekki grundvöll tilveru okkar Íslendinga, og heldur að hann sé byggður á greiðslum úr samfélagssjóðum.

Hvað þá að maður búist við því, að í veiðimannaþjóðfélagi, að þeir sem aldrei hafa veitt, og skilja ekki afleiðingar þess ef ekki veiðist, eða ekki fæst gott verð fyrir veiðina, skili sér í verri lífsgæðum, skilji þörfina fyrir sveigjanlegan gjaldmiðil.

Þeir sem skilja grundvöll tilveru veiðimannaþjóðfélags, skilja að sveiflur í afla og verði, hefur áhrif á allan efnahag.

Gæti náttúrulega skrifað Wíkipedíugrein um þetta. Þú trúir víst öllu sem þar stendur....

Hilmar (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 22:50

22 identicon

Kolbrún, það eru mjög fáir sem geta lagt fram eigið framlag upp á 50% í fyrstu íbúðakaup. Ef veðhæfni íbúða væri aðeins 50% af kaupverðinu myndi nánast enginn geta eignast íbúð.

Víst varstu heppin að þurfa ekki að kaupa íbúð að mestu fyrir lánsfé sem síðan hækkaði upp úr öllu valdi meðan íbúðin hrapaði í verði. Ef krónan heldur áfram að vera gjaldmiðillinn mun þetta gerast aftur og aftur. Það er í eðli lítilla gjaldmiðla.

Þú kennir neysluverðsvísitölunni um ófarirnar en gefur krónunni skuldakvittun. Greinilega áttarðu þig ekki á að neysluverðsvísitalan er bara mælikvarði á verðbólgu af völdum ónýtrar krónu.

Með upptöku evru munu hækkanir á neysluverðsvísitölu verða aðeins litið brot af því sem við höfum átt að venjast. Þá verður verðtrygging óþörf og lán lækka með hverri greiðslu. 

Gamla íslenska krónan var á pari við dönsku krónuna en er nú aðeins 1/2000 af danskri krónu. Hún er nærri orðin að engu. Miklar gengissveiflur gera miklu meiri verðbólgu með íslenskri krónu óhjákvæmilega.

Ásmundur (IP-tala skráð) 10.9.2012 kl. 23:37

23 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur,  ég nefndi ekkert um mín persónulegu íbúðakaup.  En til þess að hafa það á hreinu, þá var grunnurinn að þeim lagður árið 1969 þegar ég og eiginmaður minn  stofnuðum heimili og keyptum okkar fyrstu íbúð.   Á þeim tíma gátu tveir ungir og sprækir, velmenntaðir einstaklingar unnið myrkranna á milli og eignast allan heiminn!  Sem var svo sem eins gott, því lánafyrirgreiðslan var svo gott sem engin.  Íbúðarseljandinn lánaði  til 5 ára, með 7% föstum vöxtum, sem voru alvöruvextir í þá daga.  Víxilvextir voru 10-12% eftir atvikum, ef þurfti að brúa bil.

Dóttir mín, sú sem ég nefndi hér að ofan átti 50% til útborgunar í sinni íbúð fyrir sinn hlut í föðurarfinum sínum.  Sem íbúðalánasjóður mun að lokum hirða í formi vísitöluhækkunar.  Líklega endar hún með því að flytja aftur heim til mömmu.  Engin EVRA bjargar því!   Nema þú sjáir eitthvað við evruna sem ég ekki sé?

Kolbrún Hilmars, 11.9.2012 kl. 00:28

24 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kolbrún. Húsnæðislán (þar sem þau eru veitt) innan evrusvæðisins og aðildarríkja Evrópusambandsins bera almennt séð stöðugri vexti (fer samt eftir banka sem veitir lánið) og engra verðtryggingu á umræddu láni. Vextir eru almennt stöðugir út lánstímann og lánið er eingöngu til 20 ára að hámarki í flestum löndum innan Evrópusambandsins (sum lönd hafa hámarkið 30 ár en ekkert meira en það).

Sem dæmi. Þá hafa húsnæðisvextir farið lækkandi hérna í Danmörku. Enda eru stýrivextir í Danmörku núna í dag -0.2%. Ef stýrivextir á evrusvæðinu lækka meira. Þá munu stýrvextir í Danmörku verða meira neikvæðir en þeir eru í dag.

Það sem þú lýsir hérna er ástandið í upphafi óðaverðbólugatímabilsins á Íslandi. Þar sem verðgildi íslensku krónunar féll hratt og örugglega. Ásamt því að stýrivextir voru orðnir 20 til 40%. Verðbólgan var einngi farin að toppa 30% og fór alveg upp í 100% á þessu tímabili.

Árið 1972 sem dæmi voru farnar að sjást verðlagstölur sem minna á það sem sést í dag (árið 2012) á Íslandi. Þó var ekki búið að taka tvö núll af krónunni á þessum tíma. Það var ekki gert fyrir en árið 1982. Rúmlega 10 árum seinna. Árið 1973 var ástandið orðið mjög slæmt efnahagslega (Wiki tengill) á Íslandi. Eins og má lesa um í dagblöðum (Morgunblaðið frá árinu 1973) frá þeim tíma.

Það má einnig alveg benda á þá staðreynd að þegar tvö núll voru tekin af íslensku krónunni árið 1982. Þá stóð íslenska krónan næstum því á pari við dönsku krónuna (1:1). Í dag er staðana 1:20 (rúmlega). Það þýðir að verðgildi íslensku krónunnar hefur minnkað tuttugufalt miðað við dönsku krónuna á ekki nema rúmlega 30 árum. Slíkt ástand er ekki heilbrigt efnahagslega og mun aldrei standa undir sér til lengdar.

Ég er ekki ósnertur af þessu ástandi ennþá. Enda fæ ég örorkubætunar ennþá greiddar frá Íslandi. Ég losna ekki af þeim fyrr en bókaútgáfa mín fer að skila af sér tekjum (ásamt bloggi og öðrum vefsíðum sem ég er með í dag) sem hægt er að lifa af. Þannig að í dag er ég háður gengissveiflum íslensku krónunar. Ég er ekki hrifin af þeirri staðreynd að tekjur mínar skerðist vegna þess að LÍÚ vantar að auka hagnað sinn í íslenskum tölum fyrir næsta ársfjórðung til þess að borga niður gengdarlausar skuldir sínar á kostnað almennings á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 11.9.2012 kl. 02:00

25 identicon

Sumir móðgast þegar maður nefnir að ástkæra krónan sé nærri orðin að engu eftir að hafa rýrnað í 1/2000 af því sem hún var gagnvart danskri krónu.

Þó mótmælir enginn því að eitt kíló af hveiti sem rýrnar niður í hálft gramm verði nánast að engu.

Raunveruleg rýrnun á verðgildi krónunnar er þó enn meiri því að auðvitað hefur verið verðbólga í Danmörku. Verðgildi dönsku krónunnar hefur því lækkað verulega. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 07:48

26 identicon

Kolbrún, allir sem eru sáttir við fasteignaviðskipti sín  í íslenskum krónum hafa verið heppnir.

Þeir gátu ómögulega séð fyrir þróun vaxta og gengis á lánstímabilinu. Það var því heppni að lenda ekki í því að sparifé lagt í fyrstu íbúðakaup yrði ekki aðeins að engu heldur sætu þeir uppi með skuldir sem væru miklu hærri en íbúðarverðið.

Slíkt ástand gerir lántöku vegna fasteignakaupa að fjárhættuspili. 1983-84 urðu margir gjaldþrota. Ég heyrði Þór Saari einu sinni taka svo djúpt í árinni að allir sem hann þekkti á þeim tíma hefðu orið gjaldþrota.

Þar sem þú keyptir íbúð 1969 hefurðu verið sérstaklega heppin. Mikil verðbólga var á áttunda aratugnum og fram á þann níunda með stórlega neikvæðum vöxtum. Lán vegna íbúðakaupa voru því í raun ekki endurgreidd nema að litlum hluta.

Á móti rýrnaði sparifé mikið þar með taldir lífeyrissjóðir. Sumir þeirra urðu gjaldþrota.    

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 08:12

27 identicon

Eru þessir tveir blábjánar til fyrir alvöru, eða er verið að grínast í okkur?

"Kolbrún, lífið fór að versna hjá þér 1973, ég las það á Wíkípídíu"

"Kolbrún, allir sem keyptu sér húsnæði vissu ekki að laun hækka að meðaltali um 2% á ári, umfram lánskjaravísitölu, og eru þess vegna bara heppnir"

Annars vorkenni ég Lyga-Munda, sparifé hans frá 1916 hefur sennilega allt brunnið upp. Gæti trúað, að hann hafi misst restina í kauphallahruninu 1929.

Hinsvegar er kominn tími til þess að grínarinn sem stendur fyrir þessum tveim hálfvitum, og taldi okkur trú um að þeir væru raunverulegir, stígi fram og taki við fagnaðarblístri og hrópum.

Hilmar (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 11:49

28 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Gott hjá þér Hilmar :)

Mér finnst alltaf jafn skemmtilegt að heyra aðra mér ókunnuga segja mér hvernig ég hef haft það í lífinu. :)

Kolbrún Hilmars, 11.9.2012 kl. 13:51

29 identicon

Manni fallast hendur yfir ótrúlegum málflutningi andstæðinga aðildar. Þeir óttast ekkert eins og sannleikann. Það sést best á viðbrögðum þeirra.

Ég er þó sáttur enda sýna viðbrögðin að þau eiga engin mótrök við því sem ég hef fram að færa og kjósa því að láta eins og fífl.

Aumingja Kolbrún heldur jafnvel að hún hafi notið annarra lánskjara en aðrir sem tóku lán 1969 og er hissa að ég skuli ekki fatta það.

Og Hilmar fyrtist við þegar ömurleg saga krónunnar er rifjuð upp. Það skal reynt með öllum tiltækum ráðum að þagga hana niður.

Aumingja fólkið sem hefur engin rök og grípur því til skítkasts og útúrsnúninga í örvæntingu sinni.

Svo lítil er trúin á málstaðinn að þetta virðist vera eina leiðin til að reyna vinna honum framgang.

Spurningin er því hvort nóg sé af hálfvitum til að bíta á agnið.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 14:20

30 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur, síðasta afborgun af nefndri íbúð var einmitt árið 1974.

Það var einmitt það ár og árin á eftir sem ég eignaðist minn fyrsta ísskáp, mína fyrstu þvottavél og mitt fyrsta sjónvarp. Fyrsta fjölskyldubílinn reyndar líka. Þangað til hafði megnið af aflafé okkar hjónakornanna runnið til íbúðarkaupanna.

Nóg á sá sér nægja lætur, var mottó þessara tíma. Viðhorfið var þá miklu líkara því sem gerðist í nágrannalöndunum. Þurfti enga evru til...

Kolbrún Hilmars, 11.9.2012 kl. 14:50

31 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Aumingja Kolbrún naut reyndar annarra lánakjara en flestir. Þá var venjan að seljendur íbúða lánuðu til 10 ára, en aumingja Kolbrún kaus 5 ára lánasamning (sem var reyndar 4 og 1/2 ár).

Ekki gott, Ásmundur, að giska á lánsviðskipti þér óþekktra!

Kolbrún Hilmars, 11.9.2012 kl. 14:58

32 identicon

Ástæðan af hverju það nennir enginn að reyna rökræður við þig lengur, Ásmundur, er að þú ert greinilega svo sjúkur og kolruglaður einstaklingur, og auk þess ofurheimskur, að það er fullkomlega tilgangslaust. Það hefur komið í ljós aftur og aftur.

Þú ert líklega mesta fífl og fáviti sem ég veit um. Maður hálfvorkennir þér, fyrir að þurfa að vera þú. Hvernig er hægt að vera svona ótrúlega heilaþveginn og steiktur??

Hvað í andskotanum gerðist fyrir þig??? Hvernig gerðistu svona bilaður? Fæddistu svona?

Og blessaður hættu þessu væli, maður. Þú ert eins og organdi grís, grátandi unglingur, ruglað hirðfífl.

Fjandinn, reyndu bara að ná örlitlu taki á sjálfum þér, maður. Þetta er skelfilegt upp á að horfa.

Og reyndu líka að horfast í augu við þá staðreynd að Íslendingar vilja ekki inn í þetta ESB þitt. Þannig er það bara. Við trúum engu sem þú segir lengur. Fattarðu það ekki, fíflið þitt?

Wake up and smell the coffee, stupid.

Trúi því annars enn að Ásmundur og Jón Frímann séu sama einmana þroskahefta fíflið. Ef ekki fyrir aðrar ástæður, þá er það bara of sorglegt tilhugsun (og ólíkleg) og það séu tveir jafn snælduruglaðir tappar að gubba sömu þvælunni á sömu vefsíðunni.

Jón Frímann, hvernig gengur að finna þér líf í Danmörk? Kanski fattarðu einn daginn hver ástæðan er af hverju þú átt enga vini. Mæli með spegli.

palli (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 15:15

33 identicon

Að fá lán með stórlega neikvæðum vöxtum eru auðvitað kostakjör, reyndar allt of góð kjör, hvort sem lánið er til fimm ára eða tíu ára.

Fæstir greiða upp alla húsnæðisskuld sína vegna fyrstu íbúðar á fimm árum og þurfa því að taka ný lán. Þau voru einnig á kostakjörum 1974.

Annars hlýtur Kolbrúnu að misminna að flestir hafi fengið lán til tíu ára. Bankalán voru almennt alls ekki til svo langs tíma. Veðdeildarlán og lífeyrissjóðslán voru hins vegar til miklu lengri tíma en tíu ára.

Eitt af því sem ávannst með verðtryggingunni 1980 var að loksins var hægt að fá bankalán til langs tíma.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 16:22

34 identicon

Það er ekki rétt hjá mér að flestir hafi þurft að taka ný lán til að borga fimm ára lán á gjaldaga 1974. Ástæðan er að vegna verðbólgunnar og stórlega neikvæðra vaxta var mjög auðvelt að greiða upp skuldina á fáeinum árum.

Þeir sem voru svo hólpnir að fá nægileg lán högnuðust oft miklu meira á lánunum en sem nam því sem þeir höfðu í laun. Þannig gátu jafnvel láglaunamenn eignast svo til skuldlaust hús á nokkrum árum. Gamla fólkið og lífeyrissjóðirnir greiddu niður lánin.

Ásmundur (IP-tala skráð) 11.9.2012 kl. 16:35

35 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ásmundur minn, ekki ræða lánamál fyrri tíma fyrr en þú hefur kynnt þér þann markað.

Það var einfaldlega engin lán að fá fyrir einstaklinga; engin kreditkort, engar yfirdráttarheimildir, stundum víxillán til 2ja-3ja mánaða með greiddum forvöxtum - ef þú þekktir mann sem þekkti bankastjóra.

Frasinn "nægileg lán" tilheyrði enn framtíðinni.

Örfáir greiddu í lífeyrissjóði fyrr en eftir 1970, og öðluðust ekki lánarétt þar fyrr en eftir nokkurra ára reglulegar greiðslur.

Þeir sem aldrei höfðu greitt í lífeyrissjóð gátu eðlilega ekki tapað neinu!

Bankarnir töpuðu engu því þeir lánuðu ekki neitt.

Gamla fólkið átti ekki mikið, en ef eitthvað tapaðist úr bankabókinni þá mætti alveg eins skoða hvort bankinn hafi staðið sig.

Kolbrún Hilmars, 11.9.2012 kl. 17:41

36 identicon

Ásmundur og Jón Frímann

Ykkur er tíðrætt um að fólk eigi ekki að ákveða hvort það segi nei eða já fyrr en samningurinn er tilbúinn.

Þar sem að þið virðist vera með það á hreinu hvað gerist bæði hjá ríkisstjórninni og ESB, þá langar mig til að varpa fram spurningu til ykkar.

Þegar hugsanlegur samningur verður tilbúinn þá eiga menn að gera upp hug sinn til þess samnings sem liggur þá á borðinu.

Spurning 1.

Mun samningurinn verða prentaður út og sendur á hvert heimili með nánum útskýringum á HVERJUM lið frá hlutlausum sérfræðingum í opinberu lagamáli, einnig er spurning hvort hann sé gefinn út á bæði íslensku og upprunalegu máli?

Spurning 2.

Verður það alveg á hreinu að ALLUR samningurinn sé gerður opinber og ekki ein einasta setning sé undanskilin?

Spurning 3.

Getið þið ábyrgst að samningur mun EKKI breytast einhverntímann i framtíðinni?

Spurning 4.

Ef ásættanlegur samningur næst á sjávarútvegssviði, getið þið einnig ábyrgst að meirihluti ESB þings geti ekki breytt atriðum sjávarútvegsstefnu ESB án samþykkis Íslensku þjóðarinnar.

Læt þetta nægja í bili og vonast eftir skýrum svörum.

Með virðingu

Þórður G. Sigfriðsson

Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 07:38

37 identicon

Þórður Sigfríðsson, ég hef engin tengsl hvorki við ríkisstjórnina né stjórnarflokkana.

Ég skil því ekki hvað þú átt við með því að "við virðumst vera með það á hreinu hvað gerist bæði hjá ríkisstjórninni og ESB".

Þar af leiðandi veit ég ekkert um hvernig samningurinn verður kynntur. Ég tel þó víst að það verði gert með fullnægjandi hætti. Að óttast að einstaka setningar verði undanskildar í því sem almenningur fær að sjá tel ég algjörlega fráleitt.

Ég hef fulla trú á að við fáum hagstæðan samning. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika tryggir okkur væntanlega einokun á veiðum í íslenskri landhelgi. Hver þjóð heldur sínum orkuauðlindum. Það eina sem breytist er að við verðum að fylgja lögum ESB sem ég tel kost því að þau eru miklu vandaðri en íslensk lög.

Hvort sem það er í ESB eða annars staðar verður samningi ekki breytt einhliða með lagabreytingu. Auk þess er aldrei gengið gegn mikilvægum hagsmunum einstakra þjóða í ESB. Slík tillaga er væntanlega háð samþykki allra þjóðanna.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 09:05

38 identicon

Sæll Ásmundur

Af skrifum þínum hef ég fengið þá hugmund að þú vitir miklu meira en við hin um þessa samninga og stóð þar af leiðandi í þeirri trú að þú værir innarlega í hringnum hjá ríkisstjórninni og ESB.

Þú hefur margoft sagt að þessir samningar yrðu góðir fyrir okkur þannig að það var ekki nema von að ég héldi að þú værir með þetta allt á hreinu.

Biðst ég afsökunar á þeirri vitleysu hjá mér.

Ástæðan fyrir því að ég spyr þessarar spurninga er helst sú að ríkistjórnin og aðrir þeir sem að berjast fyrir innlimun okkar eru ekki beint þekktir fyrir að vilja upplýsa okkur "vitleysingjana" um hvað nákvæmlega er i gangi. Pukrið og feluleikurinn er slíkur að venjulegt fólk óttast allt hið versta.

Ef að ríkistjórnin "kynnir" þennan samning eins vel og annað sem að hún gerir þá líst mér ekki á það.

Eina leiðin til að kynna hann yrði að gera á þann hátt sem að ég spyr um, en það mun kosta óhemju pening og tíma og ég er næstum fullviss um að þó að nægir peningar virðast vera til til að koma okkur inn í ESB þá er ég hræddur um að ALLUR samningurinn mun aldrei koma fyrir augu almennings (það er meiri líkur á því að "kynningin" verði framkvæmd á sama hátt og Icesafe samningurinn (eitt eintak inní í herbergi og opið fyrir aðgang þar í einn dag).

"fulla trú", "væntanlega" og "tel þó víst" fullvissar mann ekki beint um hvort "samningurinn verði góður eða ei.

Enn og aftur biðst ég afsökunar á því að halda að þú vissir eitthvað um þessi mál.

Virðingarfyllst

Þórður

Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 10:14

39 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þórður Sigfriðsson, Afhverju ertu að spurja spurninga sem nú þegar er búið að svara af ríkisstjórn Íslands. Utanríkisráðneytið rekur viðamikin upplýsingavef um aðildarviðræðunar við Evrópusambandið. Þar er spurningum þínum flest öllum svarað.

Varðandi spurningu 3.

Þá hafa aðildarsáttmálar sömu stöðu og aðrir sáttmálar innan Evrópusambandsins. Þeim verður ekki breytt nema með samþykki allra aðila. Þá er aðildarríkja ESB og síðan viðkomandi ríkis sem tengist viðkomandi aðildarsáttmála. Þannig að er ekki hægt að breyta þessum sáttmálum einhliða eins andstæðingar ESB hafa oft haldið fram varðandi Evrópusambandið.

Slíkar fullyrðingar eru og hafa alltaf verið ekkert nema hreinar lygar.

Varðandi spurningu 4.

Íslenska þjóðin hefur aldrei samþykkt þá sjávarútvegsstefnu sem er rekin á Íslandi. Alþingi Íslands hefur alltaf tekið þá ákvörðun. Það á ekkert eftir að breytast eftir aðild Íslands að Evrópusambandinu.  Enda er fiskveiðistjórnunarkerfið sjálft alltaf í höndum viðkomandi aðildarríkis. Það eru eingöngu kvótar og umhverfismál sem Evrópusambandið skiptir sér af. Þá vegna deilistofna sem evrópuríkin veiða sameiginlega úr. Þetta gildir að afskaplega litlu leiti um íslenska  fiskistofna. Enda flest allir fiskistofnar staðbundnir í kringum Íslands. Nema einstaka flökkustofnar eins og makríl og síld.

Eins og ég segi að ofan. Þá er ekki hægt að breyta aðildarsáttmálum einhliða. Það gildir líka um þau atriði sem er samið um varðandi fiskveiðar á Íslandi.

Jón Frímann Jónsson, 12.9.2012 kl. 15:48

40 identicon

Sæll Þórður

Ég gæti best trúað að það sé rétt að ég viti meira um ESB en flestir hér. En það er þá bara vegna þess að ég hef kynnt mér málin á sama hátt og aðrir geta gert. Flestir þeirra virðast hins vegar ekki hafa nokkurn áhuga á því. Að lesa Evrópuvaktina eða Vinstrivaktina er ekki að kynna sér málin, öðru nær.   

Þegar ég segi að við fáum góðan samning er það bara mitt mat byggt á lögum ESB og þeim sérlausnum sem við getum átt von á að fá þar sem tillit er tekið til séraðstæðna Íslands.

Þess vegna tek ég ekki endanlega afstöðu fyrr en samningur liggur fyrir. Því miður virðast margir vera búnir að ákveða sig á grundvelli blekkingaráróðurs andstæðinga aðildar. Þeir sem vilja slita viðræðunum vilja notfæra sér það.

Ég er alls ekki á því að það sé pukur og feluleikur í gangi varðandi ESB-umsóknina. Eftirfarandi vefsíður eru mjög gagnlegar þeim sem vilja kynna sér málin:

http://evropuvefur.is/

http://www.vidraedur.is/

http://eeas.europa.eu/delegations/iceland/index_is.htm

http://evropustofa.is/heim.html

http://europa.eu/

Allar þessar vefsíður eru með traustar upplýsingar og engan áróður. Þeir sem vilja kynna sér málin ættu hins vegar að forðast áróðurssíður eins og eins og Evrópuvaktina.

Hvernig kynningin fer fram verður að koma í ljós. Ég hef meiri áhyggjur af því að fólk kynni sér ekki málið frekar en að upplýsingar verði ekki tiltækar.

Að mínu mati var Icesave mjög vel kynnt. En það er ekki hægt að neyða fólk til að kynna sér mál ef það kýs frekar að taka þátt í múgæsingu.

Ég tel af og frá að stjórnvöld muni vísvitandi halda mikilvægum upplýsingum úr samningnum frá þjóðinni. Þau myndu heldur aldrei komast upp með það.

Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2012 kl. 17:19

41 Smámynd: Elle_

Mikið er það gleðilegt að 1 maður finnst sem trúir á heilindi og kærleik ICESAVE-stjórnarinnar.  Felumála- og ofbeldisstjórnarinnar sem beinlínis veldur múgæsingi.  Okkar vonarneisti er forsetinn sem við kusum í 5. sinn. 

Góðar ábendingar og spurningar frá Þórði.

Elle_, 12.9.2012 kl. 23:30

42 Smámynd: Elle_

Og ´Ási´ gæti þá kannski skýrt fyrir okkur ´vitleysingunum´ hvernig standi á því að í fyrsta sinn í lýðveldissögunni hafi ríkisstjórn þurft að reisa fjarlæga víggirðingu sér til varnar gegn þjóðinni.  Var það vegna gæsku, heiðarleika og kærleiks við þjóðina?

Elle_, 13.9.2012 kl. 07:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband