ESB-sinnar á Íslandi ráða ekkert við ESB
30.8.2012 | 12:24
Þótt reglubundið sé dustað rykið af bjartsýnishjali um framtíð ESB-hluta Evrópu og hver einasti krati sem leið á um Ísland (hvar í flokki sem sá stendur) sé fenginn til að lýsa því yfir að hann eða hún vilji endilega fá Ísland í ESB og muni leggja þeim málstað lið, þá gleymist eitt: ESB.
Sú tíð er liðin að unnt sé að segja að allt sé í lagi í ESB, það er það ekki. Sem er vissulega vont, en verður ekki í minna ólagi þrátt fyrir það. Þegar virkilega reynir á þá koma brestirnir í samstarfi þessara ólíku Evrópuþjóða betur í ljós en ella, ólík samtímasýn og framtíðarsýn. Grikkjum blæðir og Spánverjar hafa það frekar skítt meðan betur settar en stressaðar Evrópuþjóðir heykjast á því að komast að niðurstöðu um næstu skref, góð eða slæm. Beðið hefur verið með eftirvæntingu eftir skýrslu ,,troika" (endurskoðunar á vegum Seðlabanka Evrópu, Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og framkvæmdastjórnar ESB) en Angela Merkel sagði í síðustu viku að ekkert samkomulag yrði gert um framtíð Grikklands fyrr en sú skýrsla kæmi út. Nú hefur það verið upplýst að útkoma skýrslunnar geti dregist von úr viti. Simon OConnor, talsmaður efnahagsmála í framkvæmdastjórn ESB hefur áréttað að gerð skýrslunnar muni ,,taka þann tíma sem þarf" og allt eins er búist við að hún verði ekki tilbúin fyrir fund Evruríkjanna 8. október næstkomandi. Fyrir Grikki er þessi bið óásættanleg með öllu. Spánverjar eru að ókyrrast og yfirlýsingar Simon OConnor og viðskiptaráðherra Spánar, Luis de Guindos, sem hefur sagt að engir spánskir bankar muni falla, stangast á. Það eina sem allir eru sammála um er að mikil óeining sé meðal ESB-ríkja um viðbrögð við fjármálakreppunni. Umfjöllun Wall Street Journal, sem gerð voru skil hér á síðunni fyrr í vikunni, hefur vakið umræðu um þær þjóðir sem gætu verið á leið úr evru-samstarfinu, Finnland er þar nefnt öðrum fremur. Í blaðinu var einnig bent á tregðu margra ESB-ríkja til að gera nokkuð það er kynni að hækka vexti á evru-svæðinu að ráði, án þess þó að þau mörk liggi ljós fyrir. Hagsmunir hinna ólíku ríkja evru-svæðisins og ESB í heild eru misjafnir og líklegt að þegar upp er staðið muni þau öfl sem hygla hinum sterku, löndum og fyrirtækjum, ráða ferðinni með þeim afleiðingum sem það kann að hafa.
Á meðan allt þetta gengur yfir og enginn veit í raun hvert ESB stefnir, þumbast ESB-sinnar, sífellt færri þó, til að halda aðildarviðræðum áfram. Fræðimenn sem áður hafa verið fremur jákvæðir í garð ESB-viðræðna og/eða aðildar eru farnir að viðra efasemdir sínar, en orð þeirra, sem áður voru lög, eru nú hunsuð. Og áfram eru evrópskir kratar fengnir til að lýsa kostum þess að Ísland gangi í ESB og órofa stuðningi þeirra við það ferli, því hér á landi finnast sífellt færri sem vilja leggja nafn sitt við þann málflutning. Það sorglega er að þess er varla að vænta að neitt breytist í aðildarferlinu þrátt fyrir nýjan málflutning margs forystufólks VG. Síminnkandi minnihlutinn í Samfylkingunni fær líklega að reka þetta mál áfram í trássi við alla skynsemi.
Athugasemdir
Hver skrifar þennan pistil?
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 30.8.2012 kl. 12:36
Rgnar Arnalds?
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2012 kl. 17:17
"Hver skrifar þennan pistil" Spyr Teitur Atlason hér með þjósti !
Hvað varðar annars Teit Atlason ESB sinna eiginlega um það hver segir hér umbúðalaust nöturlegan sannleikan um ESB og ógæfur þess og þessarar ESB umsóknar.
Jú því þar á bæ eru ESB sinnar nefnilega löngu hættir að spila leikinn og hjóla í boltann því að þar er gengur allt þeim gegn og öfugsnúið og staðan er nú 10 - 0 fyrir ESB andstöðunni.
Þess vegna hjóla þeir nú alltaf blygðunarlaust á fullu bara í manninn en ekki málefnið eða boltann.
Ómar Bjarki ESB aftaníossi og sérlegur makrílsérfræðingur ESB elítunnar er heldur ekki áreiðanlegasti upplýsingagjafinn um Vinstri vaktina gegn ESB, eða málefni ESB yfirleitt, þar er hann bara marg yfirlýstur sem einstrengislegur og heilaþveginn ESB sinni.
Ómar Bjarki halltu þig bara áfram við djúpsiglda fiskifræði speki þína og makrílinn og ESB rétttrúnaðinn, þar sem þú hefur orðið þér margsinnis til atlægis og fáviska þín hefur svo sannarlega sannað heimsku þína og veruleikafirringu hvað best !
Gunnlaugur I., 30.8.2012 kl. 17:50
það verður seint sagt að þeir Vinstrivaktarmenn séu snakkgóðir.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.8.2012 kl. 18:03
Alveg er ég tilbúin til að taka undir allt sem hér kemur fram á Vinstri vaktinni, það skiptir nefnilega engu máli hver segir hlutina, heldur hvað þeir segja.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.8.2012 kl. 18:49
Kemur aldrei, aldrei neitt nema ruglingslegt skítkast frá ofanverðum Ómari? Og svo er mér, eins og Ásthildi og ég held Gunnlaugi, alveg nákvæmlega sama hver skrifaði pistilinn.
Og finnst ekki að neinn eigi neina heimtingu á að vita það nákvæmlega, enda hafa þau ekki svarað spurningunni 7 tímum seinna.
Elle_, 30.8.2012 kl. 19:00
Ekki er ég hissa þótt enginn vilji gangast við pistlinum. Mönnum er annt um orðstír sinn.
Þegar menn setja sér að skrifa einn pistil á dag gegn ESB er ekki von á góðu enda hníga öll rök að aðild. Afturhald og þjóðremba að ógleymdri sérhagsmunagæslu eru ekki rök í málinu. Rangfærslur og mistúlkanir ekki heldur.
Vinstrivaktin getur þó treyst því að Elle og Ásthildur séu alltaf hjartanlega sammála henni.
Ásmundur (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 08:29
Já ég er það. Ég fagna hverjum þeim sem bendir á óráðsíuna sem er í gangi og undirlægjuhátt stjórnvalda með að ganga inn í ESB eins og dæmin líta út í dag. Og ég bara skil ekki fólk eins og þig að sjá þetta ekki. En því miður þá er til fólk sem heyrir bara það sem það vill heyra og tekur línuna eftir því, hlustar ekki á það sem er að gerast í kring um það. Eða að þeir hafa hagsmuna að gæta og sjái þess vegna í gegnum allt ruglið og vilji komast þarna inn hvað sem tautar og raular. Mér dettur það alveg í hug með þig til dæmis.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 09:26
Og ekki er ég hissa að Ásmundur væli yfir að einhverjir vilji ekki ganga við pistlum, þegar hann sjálfur skrifar undir dulnefni.
Vælir að það séu birtir pistlar á hverjum degi, en hans væl er nú meira en pistlaskrifin.
Það er alltaf með fáráðlinga og ónytjunga eins og Ásmund, fulla af hroka og frekju, að það er allt ómögulegt hjá öðrum en í fínu lagi ef þeir sjálfir gera það sama.
Takk fyrir að opinbera þína sjúku sál enn einu sinni, Ásmundur.
Kanski kominn tími til að hringja á vælubílinn?
Já og eigum við svo að vera full af þjóðrembu og afturhaldi, fyrst við erum ekki sammála þessari dellu í þér, sem er t.d. í mótsögn við alla helstu fréttamiðla heims.
Farðu nú að finna lyf við þessari þráhyggju þinni, litli apaköttur. Það er enginn sem tekur vælið í þér alvarlega. Ertu ekki farinn að skilja það? Hvað þarf oft að stafa hlutina fyrir þér? Ertu kanski ekki með vitið til að sjá augljósa hluti?
Þú ert geðbiluð hrokabytta, biluð plata, veruleikafirrtur rugludallur, og nú ertu kominn í örvætningarköst á hverjum degi, þegar það verður augljósara og augljósara að evran er í tómu tjóni.
Vona að þú missir lífsviljan þegar þessi sjúka heimsmynd þín hrynur til grunna. Ó, hvað bara tilhugsunin er falleg, að fá frið fyrir tuðinu og röflinu í hálfvita eins og þér. Blessaður slúttaður þessari aumu tilvist þinni, öllu Íslandi og Íslendingum til góða. Þú ert ein stór mistök.
palli (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 10:02
Hver er sá huglausi auli sem ekki þorir að gangast við þessum skrifum?
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 12:58
Hvaða, hvaða, ósköp eru menn hörundssárið þótt við á Vinstrivaktinni séum upptekin eins og annað fólk og sitjum ekki við tölvuna og bíðum eftir athugasemdum. Stend við mín skrif og skoðanir og yrði ánægð með ögn málefnalegri umræðu hér í umræðukerfinu. En hún dæmir sig sjálf. Anna Björnsson
Vinstrivaktin gegn ESB, 31.8.2012 kl. 13:18
... hörundssárir átti að standa þarna.
Vinstrivaktin gegn ESB, 31.8.2012 kl. 13:18
Skrifaðir þú þennan pistil Anna Björnsson?
Teitur Atlason (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 14:01
Skiptir einhverju máli hver segir sannleikan? Eða mega bara sumir segja hann? Eða fabúlera.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 14:29
Hver er Anna Björnsson? Er það sami einstaklingur og Anna Ólafsdóttir Björnsson? Ekki trúi ég að þetta sé Anna Margrét Björnsson.
Ásmundur (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 15:34
´Ásmundur´ ruglaðist. Hann var að saka okkur um eigið afturhald og mistúlkanir og rangfærslur. Og þjóðrembu í ofanálag. Hann og Samfó eru komin langt aftur í fornöld í afturhaldi, mistúlka og rangfæra allt á milli himins og jarðar. Og ef þau ekki drepast úr frekju og yfirgangi, munu þau steindrepast úr brusselskri þjóðrembu.
En á meðan Samfó er í dauðateygjunum, munum við hin sjá til þess að umsóknarruglið þeirra verði stoppað.
Elle_, 31.8.2012 kl. 15:38
Fyrirgefið Vinstrivakt, en það er ekki hægt að svara brenglununum í ´Ásmundi´ málefnalega. Þessvegna svörum við honum oft eins og fífl.
Elle_, 31.8.2012 kl. 15:44
Vissulega skrifaði ég þennan texta og sé að vegna Önnu Margétar frænku minnar væri betra að skjóta föðurnafninu (sem er ekki að finna í þjóðskrá vegna mistaka löngu dáins prests) inn í.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
Vinstrivaktin gegn ESB, 31.8.2012 kl. 16:35
Viltu nú ekki Ásmundur (sem heitir reyndar eitthvað allt annað) benda okkur á hvar í málflutningi Önnu er rangt með farið, í stað þess að hjóla í manneskjuna?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 18:53
Þessi grein hérna er afskaplega hefðbundin grein frá illa upplýstum evrópuandstæðingi sem er búsettur á Íslandi og viljandi rangtúlkar erlendar fréttir af skuldakreppunni í Grikklandi.
Eins og sjá má á fréttayfirliti Þýska sjónvarpsins (ARD). Þá eru þjóðverjar ekki með miklar áhyggjur af vandamálunum í Grikklandi. Þetta er auðvitað vandamál sem þarf að leysa, og það er efnahagskreppa í gangi ennþá allstaðar í heiminum (ekkert bara í Evrópu). Í evrópufréttum þýska ríkissjónvarpsins er auðvitað fjallað talsvert um Grikkland, evruna og skuldakreppuna. Þar er umfjöllunin hinsvegar í samræmi við raunveruleikann. Ekki endalaust kjaftæði eins og það sem haft er uppi hérna.
Ásthildur Cesil spyr hérna Ásmund hvað er rangt í þessari grein hérna. Það er allt rangt í þessari grein. Þetta er bara eitt stórt kjaftæði frá upphafi til enda.
Evrópusambandið er sem dæmi undir stjórn aðildarríkjanna. Evrópusambandið sem slíkt hefur ekki neinn sjálfstæðan pólitískan vilja. Eins og sjálfstæð ríki oft hafa. Allar ákvarðanir, stefnur og samþykktir eru þær sem aðildarríkin hafa sett fram með einum eða öðrum hætti innan Evrópusambandsins.
Hvað Grikkland varðar. Þá er alveg orðið ljóst að uppbygging efnahags þeirra, ásamt lausn skuldamála þeirra mun taka langan tíma. Mun lengri tíma en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi.
Það má búast við því að evrópuandstæðingar á Íslandi endurtaki heimskuleg ummæli sín um Evrópusambandið á meðan. Einnig sem að þeir muni sýna fram á skilningsleysi og þekkingarleysi á málefnum Evrópusambandsins á þessu tímabili.
Jón Frímann Jónsson, 31.8.2012 kl. 19:54
Æ Jón minn Frímann, hver tekur mark á þér þegar haft er í huga skrif þín hingað til? Þú er svo sem ágætur karlinn minn, en í þessu máli ertu alveg úti á túni og ratar ekki leiðina heim.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 20:29
Ásthildur, þú ert ekki beint vönd að virðingu þinni.
Þú fullyrðir að ég heiti ekki Ásmundur þó að þú vitir ekkert um það. Ég heiti Ásmundur og kom hér fyrst fram undir fullu nafni en hætti því vegna ofsókna sem ég varð fyrir vegna þess.
En varðandi pistil Önnu þá gæti ég tætt í mig nánast hverja einustu setningu en læt það vera enda væri það allt of langt mál og ekki þess virði að eyða í það tíma og orku.
En til að svara þér ætla ég að fara yfir fyrirsögnina og fyrstu málsgrein.
Að "ESB-sinnar á Íslandi ráði ekki við ESB" er merkingarleysa. Eru þeir í einhverjum slag við ESB? Eða er ESB verkefni sem er þeim ofviða.
ESB-sinnar eru hvorki í slag við ESB né heldur er ESB verkefni aðildarsinna sem þeir ráða ekki við. Það er samninganefnd að semja um aðild og síðan mun þjóðin kjósa um samninginn þegar hann liggur fyrir.
Kannski að Anna sé að vísa í að andstæðingar aðildar hafi verið mjög harðir í áróðri sínum og einskis svifist í að blekkja þjóðina.
Aðildarsinnar hafa ekki viljað taka þátt í slíkum leðjuslag. Þess vegna hafa þeir verið minna áberandi enda missir málefnaleg umræða marks við slíkar aðstæður.
Er það kannski það sem Anna á við þegar hún talar um að ESB-sinnar ráði ekki við ESB?
Andstæðingar aðildar koma með þessum hætti í veg fyrir málefnalegar umræður sem fyrir vikið fara ekki fram. Blekkingaráróðurinn verður hins vegar afhjúpaður með samningnum. Þá, en ekki fyrr, munu vonandi flestir Íslendingar taka upplýsta ákvörðun um aðild.
Í fyrstu málsgrein er því haldið fram að "hver einasti krati sem leið á um Ísland (hvar í flokki sem sá stendur) sé fenginn til að lýsa því yfir að hann eða hún vilji endilega fá Ísland í ESB og muni leggja þeim málstað lið, þá gleymist eitt: ESB."
Hefurðu heyrt aðra eins yfirgengilega þvælu? Að eiga leið um Ísland merkir að koma við á Íslandi á leið frá Evrópu til Ameríku eða öfugt eða jafnvel aðeins koma til Íslands í allt öðrum erindagjörðum en að tala fyrir ESB.
Þeir sem lýsing Önnu á við skipta eflaust tugum eða hundruðum þúsunda ef ekki meira. Hún fullyrðir að þeir hafi allir verið fengnir til að lýsa því yfir að þeir vilji fá Ísland í ESB.
Ég hef hins vegar ekki orðið var við einn einasta þeirra. Þess vegna er ekki hægt að afsaka sig með að það eigi ekki að taka þetta bókstaflega. Þá verður að vera einhver fótur fyrir sögunni.
Auk þess hafa aðildarsinnar engan áhuga á að vita hvort erlendir kratar vilji að við göngum í ESB. Við viljum fá rök fyrir því hvers vegna við eigum að ganga í ESB sem er allt annað mál.
Hvernig er hægt að gleyma ESB á sama tíma og reynt er að fá menn til að segja okkur að þeir vilji að við göngum í ESB?
Svona gæti ég haldið áfram fram á morgundaginn en þetta verður að nægja.
Ásmundur (IP-tala skráð) 31.8.2012 kl. 21:06
Ásthildur Cesil. Sem betur fer tekur enginn mark á því sem kemur frá þér. Aftur á móti er mark á mér tekið. Enda fer ég með rétt mál og reyni alltaf að hafa staðreyndinar eins réttar og mér er mögulega fært (þetta er síbreytilegur heimur sem við lifum í víst).
Jón Frímann Jónsson, 31.8.2012 kl. 21:06
Nú ætla 2 vargar að rakka niður Ásthildi. Nei, ´Ási´ minn, þú heitir ekki ´Ásmundur´. Og Jón Frím. hefur engin efni á skotum.
Elle_, 31.8.2012 kl. 21:37
Hér í Austurríki er komin há nótt svo ég ætla að sofa á þessu en mun lesa þetta aftur á morgun og svara þá.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.8.2012 kl. 22:00
Jón Frímann : "Aftur á móti er mark á mér tekið"
Hahahahaha!!!! Whatever, litli rugludallur. Segðu þetta nógu oft við sjálfan þig, kanski verður það þá satt!!
Þvílíkir rugludallar þessir ESBsinnar. Ótrúlegt alveg. Hvernig er hægt að vera svona bilaðir í hausnum? Sorglegir einstaklingar.
Ef þeir eru ekki með stór og djúp geðræn vandamál, sem kristallast í þessum heilaþvætti, þráhyggju og veruleikafirringu, þá eru þeir ofur-sauðheimskir einstaklingar, fáráðlingar sem hafa ekki burði til að hugsa.
Hjörð af fábjánum.
Djöfull eiga þeir eftir að væla þegar þessari dellu verður troðið ofan í kokið á þeim.
Ég hlakka til.
palli (IP-tala skráð) 1.9.2012 kl. 09:14
Mikið er lagt upp úr því að pistilsritari segi til nafns. Ásmundur er eitthvað á báðum áttum með nafn og föðurnafn. Gæti ástæðan verið sú að einhver sem stendur honum nærri hafi hótað honum því að hann skuli hafa verra af ef hann segir til nafns og komi með því óorði á fjölskylduna?
Árni Gunnarsson, 1.9.2012 kl. 13:16
Ps. Hvernig ætli að standi á því að norskir kratar vilja ekki sækja um aðild að ESB? Okkar kratar segja alltaf að það sé svo ofboðslega mikils virði fyrir þjóðir sem eru í EES að "ganga alla leið og taka þátt í lagasetningum." Gæti þetta eitthvað tengst greind á tveim mismunandi stigum?
Árni Gunnarsson, 1.9.2012 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.