Utanríkisráðherra Finnlands treystir ekki fjórmenningaklíkunni í ESB

Vaxandi efasemda gætir í Finnlandi um evrusamstarfið. Jafnframt eru vísbendingar uppi um að farið sé að hægja á hagvexti í Finnlandi öndvert við nágrannaríkin, Danmörku, Noregi og Svíþjóð, sem eru ekki með evru. Finnar hafa þurft að taka þátt í dýrum björgunaraðgerðum á evrusvæðinu.

 

»Engum líkar vel að þurfa að taka þátt í slíkri neyðaraðstoð,« hefur Wall Street Journal eftir Jyrki Katainen, forsætisráðherra Finnlands. Mikil og vaxandi andstaða er á meðal Finna um að taka þátt í frekari aðgerðum til að forða skuldahrjáðum evruríkjum frá mögulegu greiðsluþroti. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun eru 66% Finna á þeirri skoðun að stjórnvöld ættu ekki að gangast í fjárhagslega ábyrgð í tengslum við frekari lánveitingar til jaðarríkja evrunnar - jafnvel þótt slíkar aðgerðir gætu komið í veg fyrir uppbrot myntbandalagsins.

 

Þessi afstaða almennings kemur ekki á óvart þegar haft er í huga að á sama tíma eru finnsk stjórnvöld að kynna aðhaldsaðgerðir sem meðal annars fela í sér skattahækkanir og niðurskurð í ríkisútgjöldum upp á tvo milljarða evra, sem jafngildir um 4% af fjárlögum ríkisins.

 

Finnskir stjórnmálamenn eru nú einnig farnir að ræða um hugsanlegt uppbrot evrunnar með opinskárri hætti en hingað til hefur tíðkast í evruríkjum. Í viðtali við breska dagblaðið Daily Telegraph segir Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra landsins og meðlimur í Jafnaðarmannaflokknum, að það sé nauðsynlegt að horfast í augu við þann möguleika að evrusamstarfið splundrist. Þótt hann ítreki að þetta sé ekki eitthvað sem stjórnvöld vonist eftir sé engu að síður mikilvægt að vera undir það búinn að slík atburðarás verði að veruleika.

 

Fréttaskýrendur segja að ummæli Tuomioja endurspegli þann vanda sem finnsk stjórnvöld standa frammi fyrir samfara auknum efasemdum almennings um evruna. Tuomioja segist hafa áhyggjur af áformum »fjórmenningaklíkunnar« innan ESB og vísar þá til Þjóðverja, Frakka, Evrópska seðlabankans og framkvæmdastjórnar ESB. »Ég treysti þessu fólki ekki,« segir hann, og telur að »fjórmenningaklíkan« ætli að leiða önnur aðildarríki í gildru inn í ríkisfjármálabandalag.

 

Heimild: Mbl. 18/6

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Bara bull. þetta eru einhverjir draumórar hjá Sönnum finnum bræðraflokki svokallaðrar ,,vinstri" vaktar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.8.2012 kl. 17:02

2 identicon

Ramó skýtur sig jafn illilega í fótinn og fyrr. Þótt Sannir Finnar hafi "sigrað" í síðustu kosningum, þá eru þeir ekki í stjórn, og þessir ráðherrar ekki í Sönnum Finnum.

Ramó, hvernig er að vera svona heimskur?? Hefurðu pælt í því að hætta að tala svo fólk hætti að hlæja að þér?

palli (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 06:14

3 identicon

Íslendingar gætu lært margt af Finnum. Þeir vilja vera undir hið versta búnir og taka því ekki óþarfa áhættur eins og Íslendingar.

Hér varð allsherjarhrun af hreinum glannaskap. Að hafna Ivesave-samningi Buchheit var sams konar glannaskapur.

Og nú er ekki bara tvísýnt um ESB-aðild Íslands. Þjóðníðingar fara mikinn og vilja hindra að þjóðin fái að vita hvað er í boði.

Reynt er að koma veg fyrir það með öllum tiltækum ráðum. Annars gæti þjóðin tekið upplýsta ávörðun um aðild. Og þá yrðu allar blekkingarnar afhjúpaðar á einu bretti.

Annars er vel til fundið hjá Vinstrivaktinni að nefna Finna. Reynsla þeirra af ESB er nefnilega framúrskarandi þrátt fyrir efnahagsleg áföll heima fyrir.

Nokia var lengi burðarásinn í efnahagslifi Finna. Þetta eina fyrirtæki myndaði meirihlutann af markaðsvirði finnsks verðbréfamarkaðar. Nú er öldin önnur.

Nokia hefur orðir undir í samkeppninni við Apple og Android. Hlutabréfaverð Nokia er núna um 3 en var um 60 þegar hæst var fyrir mörgum árum.

Þrátt fyrir þetta mikla áfall hefur Finnum vegnað sérstaklega vel undanfarið þökk sé ESB og evru.

Finnar eru gott dæmi um hve vel þjóðum vegnar í ESB ef þær aðeins fylgja leikreglunum, leysa eigin vandamál í stað þess að reyna að varpa þeim yfir á samstarfsþjóðirnar. 

Grikkir eru á hinum endanum. Reynsla þeirra verður öðrum þjóðum víti til varnaðar. Þannig verða Grikkir að gagni en þurfa sjálfir að súpa seyðið af eigin afglöpum um langa framtíð.

Eins og Grikkir leggja Finnar áherslu á að halda í ESB og evru.     

Ásmundur (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 07:24

4 identicon

Án gríns, Ásmundur, þú þarft að leita þér hjálpar vegna þráhyggjunnar í þér.

Fréttin er um að Finnum lýst ekki vel á horfur, og þú segir að Finnar séu gott dæmi um hvað ESB er frábært! Þú gengur einfaldlega ekki heill til skógar. Reyndu nú að ná smá tökum á þessari geðbilun.

Hvað oft þarftu að lemja hausnum í steininn til að fara að átta þig á því að þessa röfl í þér er ekki að hafa neinn árangur?

Til hvers hengurðu í ummælunum á þessar vefsíðu? Hver er tilgangurinn? Það er augljóst að þetta er ekki að hafa neinn árangur, er það ekki?

Finnst þér sniðugt að opinbera hversu ruglaður þú ert?

Skilgreiningin á geðveiki er að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur og aftur, en búast við mismunandi niðurstöðum.

Leitaðu þér bara hjálpar. Þú þarft á aðstoð að halda.

palli (IP-tala skráð) 29.8.2012 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband