Af hverju gengur samningaferlið svo hægt og illa?

Hver er skýringin á því að samninganefndir Íslands og ESB láta sér nægja það eitt að opna og loka efnisköflum sem löngu er búið að semja um en sniðganga jafnframt þá þætti sem ljóst er að valda mestum ágreiningi og væri því væntanlega helst þörf á að ræða?

 

Í gær röktum við hér á Vinstrivaktinni hvernig staðan er í samningaviðræðum við ESB. Þar kom fram að digurbarkaleg ummæli Össurar og samningamanna hans um gang viðræðnanna eru harla froðukennd; aðallega hefur verið fengist við það frá því að viðræður hófust að opna og loka samningsköflum sem löngu er búið að semja um við ESB með EES-samningnum sem verður 20 ára gamall í lok þessa árs. Hvað veldur þessum furðulegu vinnubrögðum?

 

Í fyrsta lagi er rétt að benda á að vafalaust hefur margt verið á seyði að tjaldabaki sem Össur hefur ekki séð ástæðu til að skýra frá opinberlega. Þeir Össur og Stefán Haukur, formaður samninganefndarinnar, hafa eflaust fengið að heyra það á leynilegum fundum í Brussel að ESB setur það sem ófrávíkjanlegt skilyrði fyrir aðild að sérhvert ríki framselji til valdastofnana ESB rétt sinn til að gera viðskiptasamninga og fiskveiðisamninga við ríki utan ESB. Þetta tvennt er einmitt meðal þess dýrmætasta sem Íslendingar yrðu að fórna við aðild. Í því felst m.a. að ESB krefst þess að Ísland framselji til ESB yfirráðin yfir flökkustofnum í íslenskri lögsögu, svo sem síld, loðnu, úthafskarfa, kolmunna og makríl.

 

Hlýnun jarðar nær líka til hafsins og með hækkandi hitastigi sjávar færast í stórauknum mæli inn í lögsögu okkar ýmsar tegundir sem áður fyrr héldu sig í meira mæli sunnar í höfum. Regluverk ESB sambandsins er hins vegar svo ósveigjanlegt í eðli sínu að það gerir ekki ráð fyrir breytingum af þessu tagi.

 

Óvíða á jörðinni er jafnmikil ofveiði  og óstjórn í fiskveiðum og einmitt í ESB. Ástæðan er einmitt sú að ESB býr við úrelt og staðnað regluverk á sviði fiskveiða. En það er á grundvelli þessa staðnaða regluverks að ESB gerir bæði þá kröfu á hendur Íslendingum að þeir framselji til Brussel yfirráðin yfir flökkustofnunum og gefi jafnframt eftir makrílafla í stórum stíl. Hvort tveggja hefði að sjálfsögðu í för sér mikinn tekjumissi fyrir íslenskt efnahagslíf.

 

Þar sem því verður ekki trúað nema annað og verra komi í ljós að íslenskir ráðherrar fórni stórfelldum hagsmunum þjóðarinnar og láti ESB beygja sig, hvort heldur er gagnvart kröfunni um framsal samningsréttarins né kröfunni um stórminnkaðan makrílkvóta, þá er staðan á bak við tjöldin í samningaviðræðunum einfaldlega sú að málið er í óleysanlegum hnút. Þetta er ástæðan fyrir því að sjávarútvegskaflinn hefur enn ekki verið opnaður nú þremur árum eftir að sótt var um aðild.

 

Stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa verða einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd að hagsmunir Íslands og ESB fara ekki saman. Hagsmunum Íslands er betur borgið utan ESB, eins og VG hefur hvað eftir annað orðað það á landsfundum sínum.  Þessi staðreynd hefur opinberast mjög berlega í makríldeilunni og þegar af þeirri ástæðu er eðlilegast að slíta aðildarviðræðunum þegar í haust.

 

En Samfylkingin með Jóhönnu, Össur og Árna Pál í broddi fylkingar ætla sér annað. Össur og stækkunarstjórinn hafa í hyggju að láta reka á reiðanum næstu mánuði í ólgusjóum evrukreppunnar og dunda áfram við að opna og loka samningsköflum sem heyra undir EES-samninginn en reyna svo jafnframt með aðstoð fjölmiðla að telja fólki trú um að allt sé í fullum gangi. Þeir ætla sér sem sagt að doka við fram yfir komandi kosningar í þeirri von að næsta sumar verði evruóveðrið gengið niður og unnt verði að hefja nýja áróðurssókn sem auðveldi þeim að ná samningum um erfiðustu málin.

 

En þeim verður ekki að ósk sinni. Mikill meiri hluti landsmanna er andvígur þessu aðildar- og aðlögunarbrölti og vill ekki ganga í ESB. Þetta hefur komið skýrt fram í öllum könnunum frá upphafi aðildarviðræðna og er á allra vitorði bæði hér á landi og meðal valdamanna í Brussel. Þess vegna getur þess ekki verið langt að bíða í lýðræðisríki að vilji þjóðarinnar nái fram að ganga. - RA


mbl.is Umsóknin var andvana fædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á vakt VG hefur þessi aðlögun nú staðið í rúm 3 ár.

Aðlögunarferlið var knúið fram með þinglegu ofbeldi sumarið 2009,

án þess að hafa til þess umboð frá þjóðinni.  

Nú er löngu kominn tími til að þjóðin fái að segja sitt.

Vanhæfu þinginu, sem einungis nýtur 10% trausts þjóðarinnar,

ber að vísa málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu, eigi siðar en í haust.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 14:12

2 identicon

Á vakt VG endur-einkavæddi Steingrímur J. hrun-bankana

í samfloti með hrun-ráðherrum samFylkingarinnar.  Vinstri/hægri hvað?

Á vakt VG hefur Steingrímur J., simmsalabimm ráðherra VG,

kvittað undir alla gjörninga Deutsche Bank, hrægamma og erlendra

vogunarsjóða, hvort heldur er á Wall Street, City eða Frankfurt.

Á vakt VG var og er almenningi kastað fyrir hrægammana.

Atli Gíslason hefur, af miklu þori og dug, afhjúpað hræsni VG,

hvað varðar hin augljósu tengsl milli Icesave samninga og ESB umsóknar.

Heldur flokkseigendafélag og þingflokkur VG að fólk sé fífl? 

Nú á sér stað mikill skollaleikur innan flokkseigendafélags og þingflokks VG. 

Nýjustu fréttir af skollaleiknum eru þær að nú svífur Árni Þór Sigurðsson,

hinn gildi stofnfjársali um með geisla-baug

og segist vera 9. endurskoðaða heilaga jómfrúin í þingflokki VG.

Nei, nú er miklu meira en nóg komið.  Það er kominn tími til að þjóðin fái,

án nokkura undanbragða af hálfu "endurskoðuðu heilögu jómfrúnna 9",

að kjósa um ESB aðlögunarferlið, sem knúið var fram

með þingræðislegri valdnauðgun sumarið 2009.

Eða óttast kannski þingflokkur VG lýðræðið, líkt og samFylkingin?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 14:35

3 identicon

Örvænting andstæðinga ESB-aðildar Íslands vex stöðugt eftir því sem aðildarviðræðurnar ná lengra. 

Það er greinilegt að andsinnar  telja allar líkur á að samningurinn verði svo hagstæður að  þjóðin samþykki hann. Þess vegna vilja þeir stoppa ferlið með öllum tiltækum ráðum.  

Vitfirringin er svo mikil að þessar tilraunir til að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um aðild er bendluð við lýðræðisást.

Willem Buiter sagði á fundi í Hörpu í haust að í um 15 ár fyrir hrun hefði íslenska þjóðin verið vitfirrt. Ég vil bæta við að vitfirringin hefur haldið áfram eftir hrun og færst verulega í aukana. 

Ef þessu fer ekki að linna er þjóðin ófær um að sjá fótum síunum forráð og allt fer hér í kaldakol.

Ofbeldið varðandi kosninguna um aðildarumsóknina var allt innan Sjálfstæðisflokksins. Margir þingmenn flokksins voru jákvæðir gagnvart ESB-aðild, þar á meðal formaðurinn og varaformaðurinn.

Þegar á reyndi var Ragnheiður Ríkharðsdóttir eini þingmaður flokksins sem hafði hugrekki til að standa með sjálfum sér.

Sumir þingmenn Vg sem studdu umsóknina voru aðeins að styðja það að þjóðinni væri gefinn kostur á að kjósa um aðild. Ekkert ofbeldi fólst í því enda sögðu nokkrir Þingmenn Vg nei í fullri sátt við forystu flokksins. 

Vitfirringin í Sjálfstæðisflokknum felst í að vera á móti öllu sem kemur frá stjórninni og beita hörðum áróðri gegn því. 

Davið Oddsson viðurkenndi í viðtalsbók Ásdísar Höllu Bragadóttur að þannig færi hann að í pólitík.  Engum dylst að Davíð stjórnar enn flokknum.

Vitfirring Sjálfstæðisflokksins leiddi til hrunsins 2008. Vilja menn nýtt hrun? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 15:10

4 identicon

ESB-umsóknin var samþykkt á Alþingi með öruggum meirihluta.

Ef þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu allir kosið eins og hugur þeirra stóð til hefði meirihlutinn orðið yfirgnæfandi.

Að sjálfsögðu sveiflast þessi hlutföll meðan á ferlinu stendur. Það er hins vegar algjörlega fráleitt að það hafi þau áhrif að ferlinu sé slitið enda þekkist ekki slíkt rugl í siðuðum löndum.

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 15:23

5 identicon

Í kjölfar EES samnings Jóns Baldvins og DO,

einka-vina-væddu Halldór og DO bankana.

Á vakt samFylkingar og "Sjálfstæðis"Flokksins

hrundi hér allt haustið 2008.

Eftir það endur-einkavæddu VG og samFylkingin bankana,

skv. valdboði frá ESB og AGS.  Þetta eru plutocracy flokkar.

Allur 4-Flokkurinn dansar blindan auðræðis hrunadansinn,

ríkis- og bankasponsoreraður.  Það er ömurleg útgáfa af "lýðræði".

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 15:40

6 identicon

Öllum málsmetandi mönnum ber saman um að hrunið var orðið óhjákvæmilegt 2007 þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var mynduð. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur bera því ábyrgð á hruninu, aðallega Sjálfstæðisflokkur

Til að tryggja samfellu í bankastarfsemi var nauðsynlegt að reisa nýja banka á rústum hinna gömlu. Þannig varð einnig tjónið minnst. Þessar rústir voru eign kröfuhafa. Þess vegna eru erlendir bankar og vogunarsjóðir nú eigendur bankanna að undanskilinni eign ríkisins sem er tilkomin vegna fjárframframlags þess.

Kröfuhafar bankanna töpuðu 7000-8000 milljörðum vegna bankahrunsins. Með eignarhlut sínum í nýju bönkunum geta þeir gert sér vonir um að endurheimta það að hluta.   

Ásmundur (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 17:40

7 identicon

Væli væli væli væl.

Það þarf að hringja á vælubílinn fyrir Ásmund.

Troddu bara þessu kjaftæði upp í eigin görn, þaðan sem það kom.

Það er nákvæmlega enginn að kaupa lygarnar og heilabilunina í þér.

palli (IP-tala skráð) 15.8.2012 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband